Spillingmál Biden feðga í Úkraníu vofir enn yfir

Það er ekkert fjallað um spillinguna í kringum Biden feðga í Úkraníu (og Kína) í íslenskum fjölmiðlum. Það er allt komið upp á yfirborðið en samt ganga þessir menn lausir. Hvers vegna? Hafa Demókratar FBI í vasanum? Þeir hafa a.m.k.lykil yfirmenn CIA og FBI í vasa sínum.

Ég spái að það verði hneykslismál sem skekur BNA ef réttvísin fær að starfa rétt en hún gerir það ekki. Held að þegar Repúblikanar komast til valda á Bandaríkjaþingi seinna á árinu, að Biden fái á sig impeachment ákæru og hann verður hrakinn frá völdum. Ákæran verður byggð á andlegri vanheilsu forsetans eða vegna opinna landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Held að Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Meira segja meirihluti kjósenda Demókrata er þessu sammála.

Pólitísk spilling í Bandaríkjunum er gífurleg og það þarf að taka til þar, ekki síður en í Úkraníu. Hugsa sér að það er talið eðlilegt að lobbíar fái beinan aðgang að þingmönnum Bandríkjaþings. Hvað gera þeir? Jú, láta þingmenn fara í framkvæmdir eða kaupa eitthvað, oftast á allt of háu verði og á óhagkvæman hátt. Það er ekki kapitalískt né hagkvæmt.

 


Bloggfærslur 13. mars 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband