Táknmynd fallandi veldis Bandríkjanna. Fall Kabúls, Afganistan
Eins og allir vita hafa enskumælandi menn, fyrst Englendingar, Bretar og svo Bandaríkjamenn ráðið förinni í skipan heimsmála. Breska heimsveldið var á sínum tíma öflugra en Bandaríkin í dag.
Það var öflugara að því leytinu til að þegar það gerði innrás inn í land, þá hélt það því en Bandaríkin hafa kosið að stjórna og ráða án þess að halda landsvæði með sama efnahagslegum árangri og Bretar.
Þegar breska heimsveldið stóð sem hæst var það stærsta heimsveldi sögunnar og í meira en öld var það fremsta heimsveldið. Árið 1913 hafði breska heimsveldið völdin yfir 412 milljónum manna, 23 prósent jarðarbúa á þeim tíma, og árið 1920 náði það yfir 35.500.000 km2 (13.700.000 fermílur), 24 prósent af heildarlandsvæði jarðar.
Breska heimsveldið leið undir lok í seinni heimsstyrjöld, það varð gjaldþrota og missti andleg yfirráð yfir þegnum heimsveldisins. En við tóku frændur þeirra í Bandaríkjunum. Það réði þó ekki heiminum eitt og Sovétríkin (Rússland) og Kína risu upp sem veldi. Sovétríkin sem super power eða risaveldi en Kína óx uns það er komið í stöðu risaveldis í dag.
Þegar Sovétríkin liðu undir lok 1991, hafa Bandaríkin (með Bretland í taumi eins og hund) reynt að stýra atburðarásinni allar götur síðar.
Blekkingin um hver stjórnar hefur virkað, því að allir vilja trúa að Bandaríkin eru enn við stjórnvölinn. Þetta er eins og eftir seinni heimsstyrjöld, það tók nokkur ár fyrir breska heimsveldið að leysast upp. Sama með Óttómannaveldið eftir fyrri heimsstyrjöld. Innantóm völd.
Elítugrúppur í London og Washington hafa háð leynistríð og harðkjarna diplómatsíu til að tryggja völdin. En nú hafa komið áskoranir. Þær koma þegar risaveldið Bandaríkin sýnir veikleika og allsendis ófær maður situr í forsetastólnum. Afhroðið var snauðuleg brotthvarf og hernaðarósigur í raun í Afganistan, ekki bara á alþjóðavettvangi, heldur einnig í Bandaríkjunum sjálfum. Álitshnekkurinn er svo mikill að ekki er hægt að bæta hann.
Nú spenna Bandaríkjamenn vöðvanna til að halda andliti í Úkraníu(tala í sífellu um komandi árás) en spila eftir handbók Pútíns. Hann þarf ekki að gera innrás, bara að láta Bandaríkjamenn missa álit og veikja yfirráð þeirra í Evrópu og það er að takast. Frakkar þykkjast ætla að bjarga málum (dreymir um að vera ráðandi veldi í Evrópu og gert það í 60 ár) og Þjóðverjar fylgja eftir. Líklega ná þeir "samkomulagi" við Rússa um frið en það þýðir í raun að Bandaríkjamönnum er óbeint ýtt út úr Evrópu. Evrópumenn útkljá evrópsk mál.
Þetta hefði verið óhugsandi fyrir en ekki lengri tíma en fyrir einu ári, þegar Trump neyddi NATÓ-þjóðir til að auka fjárlög til hermála. Hugsa sér að Bandaríkin feli Frakka og Þjóðverja að semja um "frið" í Úkraníu. Ég veit ekkert um hvort það verði stríð í Úkraníu en mér hefur fundist frá upphafi, að þetta hafi verið "gunboat policy" eða vopnaskaks diplómatsía hjá Pútín.
Í bakgrunni hefur nýtt rússnesk-kínversk bandalag verið fest í sessi, sem kallar á nýjan alþjóðlegan öryggisarkitektúr sem verndar hagsmuni fólks allra þjóða.
Það eru núna þrjú risaveldi í heiminum (kannski fjögur, því allir gleyma Indlandi sem er orðið mjög öflugt ríki), það eru Bandaríkin, Kína og Rússland rekur restina.
Þrátt fyrir að Rússland er hernaðarlega öflugt, þá getur það ekki stundað alþjóðlegan stríðsrekstur eins og Bandaríkin og alls ekki staðið í tveimur stríðum í einu. Þeir rétt réðu við að stunda takmarkaðan hernað í Sýrlandi. Sama má segja um Kína. Það er svæðisveldi ennþá. Það getur gert árás á Bandaríkin en ekki hertekið landið og sama má segja um Bandaríkin, þau geta ekki tekið Kína (hernaðaráætlanir gera ráð fyrir strandhernað á meginlandi Kína ef til stríðs kemur vegna Taívan).
En það er komið svo að efast er að Bandríkin geti staðið í tveimur stríðum í einu lengur, þótt það geti staðið í einu stríði hinum megin á hnettinum.
Klaufaskapurinn og vanhæfni Biden stjórnar hafa rekið Rússa og Kínverjar í fang hvers annars, þjóðir sem eru náttúrulegir óvinir og deila 4000 km löngum landamærum. Það er afrek út af fyrir sig. Á meðan er Biden að gera eigið land gjaldþrota og háir menningarstríð gegn eigin borgurum.
Hvar standa Íslendingar í öllu þessu? Jú, við erum örþjóð sem vill ekki einu sinni halda uppi sýndarvarnir. Við höfum verið á yfirráða svæði annarra þjóða síðan 1262/64. Fyrst Noregs, svo Danmörk, svo Bretlands (sem meira segja sendu herlið inn í landið) og svo Bandaríkjamanna. Við erum sum sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Ekki slæmt, þar sem þeir hafa að mestu látið okkur í friði og eiga það sameiginlegt með okkur að vera lýðræðisríki. Hver setur Ísland í vasann ef þeir hverfa á braut? Bandaríkjamenn gerðu það 2006 en eru að koma til baka vegna eigin hagsmuna.
Veldi enskumælenda þjóða er kannski ekki á enda, en þær eru ekki lengur einar um hituna. Og hvað ef Rússar og Kínverjar standa saman gegn Bandaríkjunum...hvað þá?
Bloggar | 7.2.2022 | 18:45 (breytt kl. 19:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1) Leggja niður RÚV, sparnaður 6-7 milljarðar eða sem samsvarar ein jarðgöng á ári. Aðrir fjölmiðlar hafa betra íslenskt sjónvarpsefni en RÚV.
2) Minnka umsvif utanríkisþjónustunnar. T.a.m með fækkun sendiráða hafa eitt fyrir Evrópusambandið, eitt fyrir BNA og Ameríku í heild, eitt fyrir Norðurlönd, eitt fyrir Asíu og eitt fyrir Afríku. Íslenskar ræðismannaskrifstofur (ólaunaðar) sjái um að aðstoða íslenska ríkisborgara í nauð um allan heims eins og áður. Sparnaður: 8 - 10 milljarðar.
3) Sameining ráðuneyta, það er verið að gera það núna. Veit ekki um sparnaðinn sem af því hlýst. Núverandi ríkisstjórn gerir hið gagnstæða og fjölgar ráðuneytum, stækkar bálknið.
4) Sveitarfélögin verða jafn mörg og sýslur landsins með eina stjórnsýslueiningu í hverri - höfuðstað - sem styrkir landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðið. Umtalsverð sjálfsstjórn í boði fyrir þessar stjórnsýslueiningar. Sparnaður: Milljarðar.
5) Lögum um Landhelgisgæsluna breytt - verður hernaðarstofnun. NATÓ borgar fyrir öll tæki og tól samkvæmt reglum þess. Umsvif aukast umtalsvert og um leið sparast milljarðar og fjárhagslegur stuðningur bandamanna við varnir og landhelgisgæslu landsins tryggður.
6) Afnám sjómannaafsláttar. Útgerðir látnar borga sjómönnunum mannsæmandi laun. Milljarða sparnaður.
7) Kvótin tekinn eignarnámi og endurúthlutaður (leigður frá ári til árs). Margra milljarða hagnaður og sparnaður aukinn skattstofn fyrir ríkissjóð.
8) Styrkir til bænda lækkaðir en skattalækkanir í staðinn. Milljarða sparnaður.
9) Engir skattar á ný fyrirtæki fyrstu 2 árin sem þau starfa (erlent fjármagn streymir inn og verður að framtíðar skattstofni).
10) Fjármagnsskattur lækkaður aftur niður í 15%. Fleiri fyrirtæki stofnuð = meiri skatta.
11) Verðtryggð lán megi ekki bera meira en 3% vexti hámark (sem þýðir að fyrirtæki og heimili standa undir sjálf sig og geta borgar áfram skatta - minna atvinnuleysi = minni atvinnuleysisbætur).
12) Eignir fjársýsluglæframanna gerðar upptækar meðfram fangelsisdóma sem skila mun tugi milljarðar inn í þjóðarbúið.
13) Kerfisbundin unnið að breyttri löggjöf sem tekur á spillingu í öllu samfélaginu og þegar spillingin er gott sem horfin, munu milljarðar rata lokst í rétta vasa vasa ríkisins Íslendinga.
Þetta eru aðeins hugmyndir skjóta upp í kollinn og eru vel framkvæmalegar. Sumar krefjast mikið átak en munu spara í tíma nær og fjær. Af hverju er enginn í raun að endurskipuleggja samfélagið í heild allsherjar uppstokkun?
Bloggar | 7.2.2022 | 10:58 (breytt 9.2.2022 kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. febrúar 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020