Saga Útvarps sögu - stöð sem hefur þurft að berjast fyrir tilveru sinni

Ég ætla að byrja á að rekja sögu stöðvarinnar en heimild mín er Wikipedían hinn íslenska:
 

"Útvarp Saga er frjáls og óháð íslensk útvarpsstöð sem byggir dagskrá sínna nánast eingöngu á talmálsdagskrá 24. tíma á sólarhring.

Útvarp Saga var stofnuð árið 1999 af Norðurljósum sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar athafnarmanns. Í upphafi var dagskrá stöðvarinnar lögð undir íslenska tónlist. Stefnunni var umbreytt árið 2002 þegar Útvarp Saga varð að talmálstöð. Árið 2003 keypti starfsfólkið Ingvi Hrafn Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Sigurður G. Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson stöðina af Norðurljósum.

Árið 2003 stóð Arnþrúður eftir ein sem eigandi stöðvarinnar, eftir að hafa keypt þá félaga út úr félaginu. Arnþrúður hefur verið 100% eigandi í tæpa tvo áratugi og er að hefja 20. starfsárið sitt sem útvarpsstjóri. Arnþrúður Karlsdóttir er ein kvenna á Íslandi sem hefur verið eigandi og rekið ljósvakamiðil.

Deilur hafa gjarnan verið í kringum Útvarp Sögu, bæði hvað varðar dagskrá og rekstur. Þá hefur Útvarp Saga staðið í deilum við Póst- og fjarskiptastofnun um útsendingartíðni. Árið 2019 var Arnþrúður dæmd til að greiða 3,3 milljónir auk dráttarvaxta til aðdáanda stöðvarinnar. Deilt hafði verið um hvort fjármunir sem Arnþrúður fékk hefði verið styrkur eða lán."

Það sem hefur einkennt stöðina, þrátt fyrir augljósan hægri halla, en þeir útvarspsmenn og þulir sem starfa hafa á stöðinni teljast til hægri ef marka má orð þeirra sjálfra. Stöðin sjálf segist vera frjáls og leyfir allar raddir að tjá sig. Sumir hafa ekki þolað þetta frelsi og var útvarpsstöðin eitt sinn kærð fyrir ummæli í innhringingatíma og fór málið fyrir dómstóla. Saga vann málið. Allir stjórnmálamenn sem vilja, sama hvaða flokk þeir tilheyra geta komið í viðtal á stöðunni, til vinstri eða hægri. Hún nýtur því töluverðrar virðingar þess vegna.

Stöðin hefur sinn dyggja aðdáendahóp, sumir hringja inn daglega árum saman. Líklega er meðalaldur þeirra sem hlusta í hærri kantinum en það er kannski ekki að furða er haft er í huga að hér er um að ræða talmálsstöð, lítil tónlist heyrist og mikið fjallað um pólitík.

Þar eð útvarpsstöðin er ekki ríkisstyrkt og þarf að berjast á hálffrjálsum auglýsingamarkaði, þá hefur kreppt stundum að er varðar afkomu.  Ég held að fastir styrkgjafar, einstaklingar út í bæ, hafi bjargað stöðinni oftar en einu sinni. Stöðin hefur verið talsvari aldraðra, fátækra og öryrkja, sem er kannski engin furða, því að innhringjendur eru margir hverjir úr þessum hópi, sem hefur tíma á morgnanna til að hringja.

Stöðin hefur reynt fá einhvern meðbyr í landi ríkisstyrkrar fjölmiðla,  en ekki orðið ágengt. Getur verið að Framsókn sé á móti stöðinni? 

Morgunblaðið greindi frá því nýverið að SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning.

"Auk Útvarps Sögu var það Nordic Times Media ehf. sem gefur út landkynningarblöð, og Snasabrún ehf. sem rekur vefinn Handbolti.is", segir í frétt Morgunblaðsins. Þarna er útvarpstöðin í hópi óþekktrar miðla og er rökstuðningurinn fyrir höfnun styrkjar vafasamur. Á sama tíma fékk RÚV hátt í fjögur hundruð milljónir í aukaframlög en aðrir fjölmiðlar aðeins 380 milljónir. Er RÚV ekki að fá heildina um 7 miljarða?

Það er því ekki skrýtið að Arnþrúður Karlsdóttir stefni á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu eins og kom fram í fréttum nýverið Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein.

Útvarp saga á sér ekki bara óvini innan raða stjórnmálaelítunnar, heldur einnig hjá öðrum fjölmiðlum. Ætli megi ekki segja að Stundin sé helsti andstæðingurinn,  og ætla má sé á hinum væng stjórnmálanna en hún var stofnun í febrúar 2015. Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana. Hún hefur mónitorar gengi útvarpsstöðvarinnar árlega í fjölda ára og tilkynnir samviskusamlega gengi hennar samkvæmt árreikningum.

 

 

 

 


Bloggfærslur 18. desember 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband