Sjónvarpsfréttir úr sögunni?

Bill O´Reilly, hinn gamalkunni fréttamaður í Bandaríkjunum, sem hefur starfað í bransanum í margar áratugi og rekur sína eigin fréttaveitu á netinu, segir að sjónvarpsfréttir eins og við þekkjum þær í línulegri útsendingu er liðin tíð.

Reilly tók fyrir eina af aðalsjónvarpstöðvum Bandaríkjanna og tók sem dæmi að MSNBS hefur aðeins 1 milljón áhorf á fréttatíma sínum en sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum skipta hundruð milljóna. CNN er að deyja drottni sínum með nokkur hundruð þúsund áhorfendur o.s.frv. Meira segja Foxnews sem er þó mest áhorf af öllum kapalsjónvarpsstöðvunum er með fallandi áhorf.

Fólk leitar sér frétta annars staðar en hjá gömlu sjónvarpsstöðvunum. Og það gerir það á netinu, hjá einsmanna fréttastöðvunum, Potcast og samfélagsmiðlunum.

Ég stend mig að því að sneiða hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum Stöð 2 og RÚV í leit að fréttum, því að ég fæ fréttirnar annars staðar frá og þar sem ég veit að fréttin er meira hlutlaus en hjá þessum fjölmiðlum. Af hverju á ég að hlusta á þeirra fréttaflutning(Stöð 2 og fréttastofu RÚV) sem ég veit er að bullandi hlutdrægur? Af hverju á maður að horfa og hlusta á þeirra fréttamat ("söguskýringar")á líðandi atburðum?

Til dæmis með erlendu fréttirnar, þá eru uppspretturnar endalausar og maður stendur sig á því að horfa á indverskar fréttir, breskar fréttir, bandarískar fréttir o.s.frv. og allt á netinu. Oftast eru þessar fréttir ítallegri og vandaðri. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja á íslenskum fréttamarkaði en til eru undantekningar.

Sjá hér umfjöllun Bill O´Reilly.

The TV News is dead andi is never going to come back


Bloggfærslur 15. desember 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband