Þessi hugsun sækir á hugann þegar maður hlustar á málflutning íslenskra stjórnvalda. Það hefur nefnilega aldrei komið skýrt fram hver hugsun íslenskra stjórnvalda í þessum málum er. Jú, við vitum að þau vilja minnka útblástur gróðurhúsaloft tegunda eða stöðva. Það er gott og blessað ef vísindin segja að gróðurhúsategundir séu hættulegar mannkyninu og lífríki jarðar.
En það eru enn uppi deilur vísindamanna hvort gróðurhúsategundirnar séu hættulegar eður ei. Ég hef persónulega ekki hugmynd hvor armurinn er sá rétti og ætla ég mér ekki að blanda mér í deilur sem ég hef ekki fulla vitneskju um.
En ég get gagnrýnt íslensk stjórnvöld og málflutning þeirra og sett Ísland í samhengi og samanburð við önnur lönd sem spúa gróðurhúsategundir út í loftið, til góðs eða ills.
Talað er um CO2 sé hættulegast lofttegundin sem sé losuð út í andrúmsloftið (margar aðrar eru hættulegar en eru svo í litlu mæli að það skiptir engu máli, svo sem óson sem komið hefur verið böndum á).
Berum saman Ísland og Kína sem er mesti mengunarvaldur jarðar.
Kína: 10,71 milljarðar tonna (Bandaríkin 4535.30. og Indland 2411.73).
Ísland: 1,64 milljóna tonna.
Eins og sjá má, er stjarnfræðilegur munur á losun koltvísýring á milli landanna og það skiptir máli í stóra samhenginu.
Það er ef til vill ósanngjarnt að bera saman örríkið Ísland við fjölmennasta ríki heims - Kína og mest iðnvæddasta ríki heims - Bandaríkin en þarna liggur hundurinn grafinn.
Þessi ríki heims eru mestu mengunarvaldar heims og það skiptir máli HVAÐ ÞAU GERA. Ekki hið litla Ísland. Jú, við getum verið táknræn og gert táknræna hluti, hjálpað til við vísindarannsóknir og deilt hugviti okkar til ríkja heims hvernig eigi að beisla koltvísýringinn í loftinu. Verið fyrirmynd annarra ríkja.
Ef íslensk stjórnvöld vilja raunverulega leggja lóðir á vogaskálarnar og "bjarga" heiminum, þá ættu þau að beita þessi þrjú stórríki pólitískum þrýstingi! Jafnvel "viðskiptaþvingunum", hahaha, það væri saga til næsta bæjar ef það gerðist. En skilaboðin gætu verið: "Hættið að eyðileggja móður jörð."
En verum raunsæ, Ísland er örríki sem hefur nánast engin áhrif í heiminum. Íslenskir ráðamenn vaða í villu og svima um að orð þeirra skipti máli og tekið sé mark á þeim. Það getur ekki verið meira fjarri sanni.
Við getum hins vegar verið fyrirmynd (erum það að vissu leyti nú þegar) annarra þjóða en íslensk stjórnvöld ættu ef til vill að hætta að herja á Íslendinga með mengunarsköttum (sem fara beint í ríkisskuldahítina og er eiginlega bara refsing en ekki lausn), í landi þar sem meir en 90% orkugjafanna eru grænir, og fara í útrás og skamma mengunarsóðanna. Ég myndi hins vegar ekki veðja krónu á að það muni gerast nokkurn tímann.
Bloggar | 18.11.2022 | 17:29 (breytt kl. 20:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vef Menntamálastofnunar er vefsetur sem heitir "Dagur íslenskrar tungu". Þar er margvíslegur fróðleikur en á einni síðunni er fjallað um blogg. Þar sem við sem skrifum hér eru bloggarar og bloggum daglega, þá læt ég efni síðunnar birtast hér og verkefni fyrir þig:
"Í gamla daga héldu margir krakkar dagbækur. Það sem skrifað var í þessar bækur var oftast einkamál þess sem skrifaði. Á sumum dagbókum var meira að segja lás þannig að öruggt væri að enginn gæti lesið nema eigandinn.
Þegar bloggið kom til sögunnar hóf fjöldi barna og unglinga að segja frá lífi sínu og skoðunum á vefnum. Það getur verið gaman að blogga en munurinn er sá að allir geta lesið þessar hugrenningar. Sérstakt málfar hefur orðið til á blogginu. Þar er ekki farið eftir ströngustu reglum um stafsetningu og gott íslenskt málfar.
Hér fyrir neðan er dæmi um texta af bloggsíðum. Lesið nú þessa texta. Hvernig má færa hann til betri vegar? Þið getið reynt að færa hann yfir á eins góða íslensku og þið getið.
Blogg framhaldsskólanema
ég sagðist koma með nýtt blogg núna eftir helgi en því miður verð ég að fresta því um óákveðinn tíma vegna mikilla anna núna þessa vikuna hann artí fartí Jón er ekki allveg í uppihaldi hjá mér þessa stundina og ég er eflaust ekki sá eini í bekknum sem er á þeirri skoðun. hann myndi fíla sig vel á kaffi nellý með öllum artí fartí treflavinum sínum drekkandi kaffi latte og bullandi um ljóð eða eitthvað nenni ekki að blogga meira um það núna. meira seinna.
Ef þið reynið við þennan texta, megið þið skrifa ykkar útgáfu hér að neðan í athugasemdatextareitnum.
Bloggar | 18.11.2022 | 11:20 (breytt 27.1.2023 kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 18. nóvember 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020