Borgarlínan er glapræði

Ég ræddi jarðgöng í síðasta pistli mínum, en það leiðir hugann að Borgarlínu málinu. Mér finnst Borgarlínuverkefnið vera út í hött. Að leggja nýjar stofnbrautir eða taka núverandi akbrautir undir 4% vegfarenda (notendur strætisvagna) er fásinna.

Á áróðurssíðu um Borgarlínuna segir: "Borgarlínunni má líkja við slagæð sem flytur fólk á greiðan og öruggan máta eftir helstu samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan og Strætó verða tvinnuð saman í heildstæðu, hágæða leiðaneti en auk þess verður áhersla lögð á að borgarlínustöðvar séu vel tengdar hjóla- og göngustígum."

Og jafnframt: "Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum."  Er verið að "bulla" í fólki með þessari setningu? Borgarlína er strætó samgöngur, ekkert annað en vegur sem strætisvagnar aka eftir.

Ekki er verið að bæta við nýjan samgöngumáta, sem gæti verið "tran" eða vagnar á brautum eða "metro" sem er bæði ofan- og neðanjarðarjárnbraut. Það er þegar búið að taka frá akbrautir fyrir strætisvagna með meðfylgjandi truflunum og skerðingum á umferð almennrar umferðar. Og talandi um alla hjólreiðastíganna sem taka dýrmætt pláss við götur borgarinnar, þeir hafa forgang  og framkvæmdir, s.s. mislæg gatnamót eða samræmd götuljós stýrð með gervigreind eru látnar sitja á hakanum.

En hvað kostar Borgarlínan? Enginn veit en talað er um tugir milljarða, Viðskiptablaðið vísar í Bjarna Benediktsson sem segir árið 2021 að hún kosti 53 milljarða. Síðan hvenær hafa áætlanir staðist á Íslandi? Ég veit ekki hvað það myndi kosta að leggja Metro eins og er í Kaupmannahöfn um höfuðborgarsvæðið, held að það sé of dýrt miðað við íbúaþéttleika.

Hér til fróðleiks er frétt um neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn - Metro.

"Neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn fékk fyrir nokkrum árum framlengingu, 15,5 km línu sem kallast Cityringen Metro. Cityringen-neðanjarðarlestakerfið hóf að ganga í september 2019 og bættist við fyrirliggjandi Metro kerfið sem hafði tvær meginlínur.

Cityringen Metro notar nútíma tækni og aðgreinir það sem sjálfvirka neðanjarðarlestarlínu. Ökumannslausu lestirnar keyra stöðugt, allan sólarhringinn, með akstur millibili á milli 80 og 100 sekúndur. Til að tryggja aukið öryggi hafa tjaldhurðir einnig verið útfærðar meðfram brún pallanna.

Cityringen myndar hring um miðborgina með 17 neðanjarðarlestarstöðvum, sem þjóna helstu svæðum Kaupmannahafnar, þar á meðal ráðhúsið, aðallestarstöðina, ráðhúsið og danska þingið. Það tengir þremur núverandi neðanjarðarlestarlínum borgarinnar og S-lestar úthverfisneti.

Með því að bæta við Cityringen neðanjarðakerfið verða 85% íbúa Kaupmannahafnar í innan við 600 metra fjarlægð frá neðanjarðarlestar- eða lestarstöð. Búist er við að Cityringen flytji meira en 240.000 farþega á dag. Lestin munu ferðast á 40 km/klst meðalhraða og heill hringur á Cityringen neðanjarðarlestinni mun taka um 24 mínútur samtals.

Cityringen Metro sem járnbrautarverkefni kostaði (áætlað) 21,3 milljarða danskra króna (3,2 milljarða dala) eða 399 milljarða íslenskra króna. Verkefnið fól í sér byggingu 17 stöðva, neyðarása og tvær nýjar línur sem tengjast núverandi neðanjarðarlestarstöðvum Kongens Nytorv og Frederiksberg."

Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, kannski engar lestir eða bíla. En við lifum í núinu. Forgangsraða þarf eftir fjölda notenda vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu og þá er það ljóst að einkabílaeigandinn sem og atvinnutækja ökumenn, er sá hópur sem er stærstur og þarf greiðari för um vegi höfuðborgarsvæðisins.

 


Jarðgöng á Íslandi og Færeyjum

Það er mikill munur á vegakerfi Íslands og Færeyja.  Færeyjar eru litlar eyjar en íbúafjöldinn er einn sjöundi af íbúafjölda Íslands. Eyjarnar eru fjöllóttar og erfiðar yfirferðar. Færeyingar hafa því ákveðið að bora sig gegnum farartálma og ætlunin er að tengja allar eyjar sem eru í byggð saman í eitt vegakerfi og eitt "borgarssamfélag", með neðansjávargöngum og gegnum fjöll. Göngin eiga að koma í stað ferja sem hafa tengt eyjarnar saman.

Nú er svo komið að göngin eru orðin 23 talsins og um þessar mundir eru þrjú göng í greftri. Sandoyartunnilin (10,8 km löng neðansjávargöng) og liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar, Dalstunnilin (2,2 km) og Fámjinstunnilin (1,2 km). Fleiri göng eru í farveginum og munu síðustu stóru göngin, Suðureyjargöngin, samtals 25 km löng, vera með síðustu göngin sem gerð verða samkvæmt núveradni áætlunum. 

Þetta leiðir hugann að Íslandi. Til samanburðar eru 14 jarðgöng á Íslandi, öll nema Hvalfjarðargöng í gegnum fjöll. Við eru aðeins hálfdrættingar við Færeyinga í jarðgangnagerð. Taka verður tillit til að Ísland er afar stór eyja, fjöllótt og erfið yfirferðar eins og Færeyjar en einhvern hluta vegna er vegakerfið hér margfalt verra. Jafnvel á hringveginum, eru margar einbreiðar brýr, malarvegir eru margir (ekki til í Færeyjum), hringvegur um Vestfirði ekki enn tengdur o.s.frv.

Það er undarlegt að a.m.k. ekki ein jarðgöng skuli ekki vera í byggingu á hverjum tíma. Næg eru verkefnin, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Á Wikipediu segir:

"Jarðgöng í forgangi á gildandi samgönguáætlun

Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng 

Einkaframkvæmdir

Göng undir Reynisfjall í Mýrdal.

Tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Rætt hefur verið um möguleika til aukningar á afkastagetu flestra eldri ganga.

Hvalfjarðargöng: Ný göng samsíða eða á nýjum stað til að auka afkastagetu jarðganganna. Tvöföldun Hvalfjarðarganga er á núgildandi samgönguáætlun.

Múlagöng: Vegna umferðaraukningar eftir opnun Héðinsfjarðarganga hefur verið lagt til að breikka göngin eða gera ný Ólafsfjarðargöng sunnar sem leysi hin eldri Múlagöng af hólmi.

Hugsanleg jarðgöng undir Siglufjarðarskarð myndu leysa af hólmi Strákagöng.

Engin áform eru um útvíkkun Vestfjarðaganga.

Arnarnesgöng eru á vegi sem myndi færast í önnur fyrirhuguð göng á sömu slóðum; Álftafjarðargöng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur."

Samkvæmt jarðgangnaáætlun Vegagerðarinnar eru tugir jarðgangnakosta viðraðir. Næg eru verkefnin.

 


Bloggfærslur 20. október 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband