Það er athyglisverð frétt í dag um njósnir erlendra ríkja í Danmörku, og ekki bara þar, heldur einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Helstu sökudólgar eru sagðir Rússar, Kinverjar og Íranir. Eflaust njósna vinveittar þjóðir líka, svo sem Bandaríkjamenn og aðrir.
"Markmið hinna erlendu ríkja er aðallega að styrkja eigin pólitíska, hernaðarlega og efnahagslega stöðu. Annað hvort með því að verða sér úti um mikilvægar upplýsingar eða með því að hafa áhrif á stjórnmálamenn og almenning." segir í frétt DV.
Þetta gerist á sama tíma og fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar hefur setið í fangelsi síðan í desember sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum, að því er fram kom í vikunni. Veit ekki hvort að samhengi er þarna á milli en spurningin sem ég velti fyrir mér, um hvað eru erlendu leyniþjónusturnar að njósna í Færeyjum og Grænlandi?
Stórþjóðirnar Bandaríkin, Rússland, Kina og Indland hafa öll stór sendiráð hérlendis. Eflaus fylgjast þessar þjóðir grant með innalandsmálum Íslands og halda úti njósnastarfsemi í einhverju formi. Það er eðlilegt, því að slík starfsemi felst fyrst og fremst í upplýsingaöflun um hreinlega allt.
Áhugavert væri að vita hvort iðnaðarnjósnir og tækniþjófnaður eigi sér stað hérlendis. Íslendingar eru á mörgum sviðum brautryðjendur í tækniþróun og margur vildi gjarnan fá aðgang að slíkum upplýsingum. Glæpamenn brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja og heimta lausnargjald.
En hvað um njósnastarfsemi íslenska ríkisins? Það væri alveg galið að hafa ekki greiningadeild sem rannsakar aðsteðjandi hættur að ríkinu.
Eftir að hin íslenska leyniþjónusta var aflögð, sem var svo leynileg að fáir vissu af henni, ákváðu íslensk stjórnvöld stofna þann 1. janúar 2007 greiningardeild ríkislögreglustjóra.
Á vefsetri lögreglunnar segir: "Hlutverki og markmiðum greiningardeildar er lýst í reglugerð nr. 404/2007. Þar segir að ríkislögreglustjóri starfræki greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.
Starfssvæði greiningardeildar ríkislögreglustjóra nær til alls landsins. Deildin ræður ekki yfir rannsóknarheimildum umfram almennu lögregluna.
Stefnumiðaðar greiningar og fyrirbyggjandi verkefni eru stór þáttur í starfsemi deildarinnar. Sú skýrslugerð lýtur einkum að skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og innra öryggi ríkisins.
Greiningardeild kemur einnig að margvíslegri annarri skýrslugerð og verkefnum fyrir yfirstjórn lögreglunnar og stjórnvöld.
Greiningardeild hefur umsjón með gagnagrunni og annast öryggisathuganir og útgáfu öryggisvottana. Greiningardeild annast einnig öryggisathuganir vegna þeirra sem þátt taka í alþjóðlegu samstarfi af hálfu stjórnvalda.
Greiningardeild annast alþjóðlegt samstarf við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Mikilvægur liður í því samstarfi er viðleitni til að hefta umsvif skipulagðra glæpahópa hér á landi."
Þannig er nú það og Íslendingar greinilega engir eftirbátar annarra þjóða í njósnastarfsemi, a.m.k. innanlands.
Bloggar | 15.1.2022 | 15:57 (breytt kl. 15:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 15. janúar 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020