Enn um morðið á John F. Kennedy

CIAÉg hef verið áhugasamur um þekktasta laummorð sögunnar, sem er morðið á JFK.  Það setur jafnvel morðið á Abraham Lincoln í skugga, því að það mál leystist fljótlega.  En morðið á Kennedy hefur verið umdeilt og ennþá dag í dag eru menn að rífast um hvað eiginlega gerðist.

Það eru margar kenninga, sumar samsæriskenningar, um hver eða hverjir drápu Kennedy. Meirihluti Bandaríkjamanna trúir ekki skýringum Warren nefndarinnar, sem var rannsóknarnefndin sem rannsakaði morðið. Málði er hið flóknassta og mjög skemmtilegt að skoða það.  

Ég skrifaði um helstu kenningar um morðið hér á blogginu og vísa í þá grein, ef menn vilja lesa um allar kenningarnar. En hér kemur ný kenning sem ég hef aldrei séð áður en hún byggir á skotvopnafræði og aðeins þekktar staðreyndir skoðar. Hún er eftirfarandi:

Hún er að þrjú skot hafi verið skotin á John F. Kennedy, að fyrsta skotið hafi misst marks, seinni kúlan hafi farið í gegnum háls Kennedy og ríkisstjórann fyrir framan hann en þriðja kúlan hafi komið frá leyniþjónustumanni að nafni George Hickey (hann var þögull sem gröfin um málið til dauðadags). En þetta hafi ekki verið samsæri. En komist er að þeirri niðurstöðu að þegar Hickey brást við skotárásinni, en hann var með sjálfvirkan riffill, splunkunýtt vopn í þjónustunni, hafi hann í óðagoti tekið í gikkinn og skotið hlaupið úr riffilinum í Kennedy og drepið hann.

Skotfærafræði staðfesti það að fyrsta kúlan hafi verið úr riffli eins og Lee Harvey Oswald átti hafa skotið úr og skotsárið passaði við það, en undrun vakti að seinna skotið splungraði hálf höfuðið af Kennedy.

Helstu sönnunargögnin fyrir kenningunni, lögð fram á áttunda áratugnum er frá byssusmiðnum  Howard Donahue og nýlega reist af ástralska rannsóknarlögreglumanninum Colin McLaren, beinist að þriðja skotinu á Kennedy forseta sem rífur í sundur efri hægri hlið höfuðkúpunnar.

Höfuðsár JFK benti til, segir Donahue, til þess að þriðja skotið hefði ekki verið skotið af Mannlicher-Carcano rifflinum sem fannst á sjöttu hæð Texas School Book Depository.

Flestir rannsakendur, þar á meðal Donahue, telja að vopnið, sem tengist Lee Harvey Oswald, hafi skotið fyrstu tveimur skotunum, ef ekki öllum þremur. Hvernig kúlan framkallaði allt að 40 örsmá brot inni í heila Kennedy og 6 mm þvermál inngöngusársins aftan á hauskúpunni var í ósamræmi við 6,5 mm Carcano -byssukúlur, hélt Donahue fram.

Greining hans var í samræmi við „single bullet theory“ Specter um að svona málmhylkisskotfæri gæti borað í gegnum efra bak og háls Kennedys, og ríkisstjóra Texas Connors John Connelly, rifbein og úlnlið áður en hún lagðist í lærið. En Donahue gat ekki áttað sig á því að slík kúla splundraðist inni í heila. Til þess yrði skotgatið á höfuðkúpunni að vera stærra en það var.

Útreikningar hans settu skotbrautina yfir vinstri hlið aftan á bílnum, frá bíl sem var fullur af leyniþjónustumönnum, þar á meðal einum sem einhvern tímann tók upp AR-15 riffil. Það eru vitni að því og líka ljósmynd, sjá hér að ofan.

Donahue komst að þeirri niðurstöðu að leyniþjónustusmaðurinn, George Hickey, hafi skotið forsetann óvart þegar bíllinn skyndilega tók af rás. Kenningin fékk lítinn meðbyr þrátt fyrir að skrifuð var grein árið 1977 í Baltimore Sun og bók frá 1992, Mortal Error: The Shot That Killed JFK, eftir Bonar Menninger. Donahue lést árið 1999.

Í Reelz skýrslunni, tekur McLaren upp málið til að halda því fram að það hafi verið yfirhylming, vegna þess að leyniþjónustan var dauðhrædd um að forsetinn hafi verið myrtur óvart af manni sem var úthlutaður í þann bíl aðeins vegna þess að aðrir leyniþjónustumenn höfðu að sögn verið að djamma og drukkið þar til snemma morgunn.

En það hefur nokkrar stórir gallar á kenningunni. Slys verða ekki skrýtnari. Hugsið út í það. Kyrrstödd skotskytta sem miðar af riffli missir með fyrsta skotinu sínu, en leyniþjónustumaður í bíll sem er á ferð, skýtur bara af fullkomnu horni til vinstri og hægri og hittir Kennedy beint í höfuðið? Ef þetta var óðagot, hvers vegna fór kúlan ekki bara eitthvað annað?

Er ekki miklu líklegra að að minnsta kosti eitt af mati Donahue hafi verið utan marka? Engin traust vitni. McLaren ber mikið traust til vitna, en meira en 100 manns þar um daginn héldu að skot kæmu frá bókageymslunni eða hinum alræmda grösuga hæð. Enginn fullyrti að hann sæi Hickey hleypa af vopn sitt beint að forsetanum. Hins vegar fundu mörg vitni byssupúðurlykt við bílalestina, en hún hefði ekki átt að finnast ef skotið hafi komið af 6. hæð en vindurinn stóð á bygginguna.

Þessi kenning vanrækir hugmyndina um skot frá grösugan hæðina, en veitir trúverðugleika þeirra sem fundu lykt af byssureyk á götustígi, sem héldu fram að þriðja skotið var háværara eða kom nálægt forsetabílnum, eða sem héltu að Hickey gæti hafa tekið upp rifflinn sinn eftir fyrsta skotið (Hickey bar vitni um að það var eftir þriðja skotið). Hickey virðist ljúga þegar hann sagðist ekki hafa tekið upp riffilinn fyrr en við brúna en vitni segja hann hafa tekið upp hann þegar fyrir þriðja skotið.

Í bíl Hickey voru tveir embættismenn innandyra og sjö aðrir leyniþjónustumenn um borð, þar af taldir fjórir á svokölluðum hlaupabrettunum sem þeir stóðu á, en að minnsta kosti tveir Dallas mótorhjóllögregluamenn hjóluðu við hliðina.

Á bak við þá voru fleiri bílar fullir af leyniþjónustumönnum og embættismönnum. Samt var enginn viss um að Hickey AR-15 var skotið á Dealey Plaza.

Aðstoðarmaður Kennedy, Dave Powers, sagði: „Einhver sem er fet frá mér eða tvö fet frá mér gat ekki skotið byssu án þess að ég heyrði hana,“ samkvæmt viðtali hans í Mortal Error.

Yfirhylming gæti framkallað slíkar afneitanir eftir atburði, en hvað skýrir skort á skjótum viðbrögðum í eftirbílnum? Hefði þjálfaður leyniþjónustumaður ekki hrifsað byssuna eða slegið Hickey niður ef hann væri alvöru morðingi? Eða til að koma í veg fyrir að þessi klútur drepi einhvern annan?

En allt annað í þessari kenningu vekur spurningar og gefa vísbendingu um yfirhylmingu.  Viðbrögð leyniþjónustumanna voru ótrúleg. Allt þann dag fór úrskeiðis hjá þeim og líka eftir morðið. Öll hugsanleg mistök voru gerð. Bara það að þessi leið og staðsetning morðsins, leiddi til þess að hægt var að skjóta forsetann í rólegheitum - dauðagildra.

Viðbrögð leyniþjónusstumanna á spítalanum, þar þeir neituðu krufningu, þrátt fyrir lög um slíkt í Texas og það að þeir eyðilögðu krufningunnar í Washington með afskipti sín. Allar ljósmyndir og röngent myndir í fórum leyniþjónustunnar hurfu og öll gögn í fórum CIA, viku fyrir birtingu, voru eyðilögð. Meiri segja fölsuðu þeir sönnunnargögn.  Warren nefndin kallaði ekki fram auðljós vitni og hunsaði mikilvægan vitnisburð.

En þá er eftir hin sagan, Oswald og allir atburðir í kringum hann og samsæriskenningarnar. Það misheppnaðist allt þar líka hjá CIA. Þeim tókst ekki að tryggja öryggi hans og hann sagðist vera blóraböggull og maður tengdur mafíunni drap hann fyrir framan alla aðra. Kenningarnar um að CIA og morðsveit mafíunnar hafi verið þar að baki, virðist nú ekki vera ólíkleg. Öll spjót beinast að CIA, enda var leyniþjónustan orðin þrautþjálfuð þá að steypa ríkisstjórnum og drepa þjóðarleiðtoga. Það er skítalykt af þessu máli og verður alltaf.

 

Hér er myndbandið sem ber heitið JFK: The smoking gun.

 


Bloggfærslur 5. ágúst 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband