Dagar Joe Bidens á forsetastóli eru taldir

Vægast sagt mikil óánægja er með frammistöðu Joe Bidens í brotthvarfinu frá Afganistan í ljósi síðustu atburða dagsins. Þrátt fyrir gagnrýnina sem hefur komið hér fram á framgöngu Joe Bidens, er þetta ekki góðar fréttir né ánægjuleg atburðarrás.

Háværar raddir eru uppi um að ákæra hann fyrir embættisafglöp strax og ekki bíða eftir þeim möguleika að Repúblikana taki aftur Bandaríkjaþing á næsta ári en þá fara fram kosningar til Bandaríkjaþings, svo kallaðar midterms kosningar. Miklar líkur voru fyrir klúðrið í Afganistan að meirihluti demókrata myndi falla, því að flest allar aðgerðir ríkisstjórnar Joe Biden hafa verið arfavitlausar og beinlínis gegn hagsmunum landsins.

Eins og staðan er í dag, eru Demókratar með nauman meirihluta í báðum deildum eða 224 demókratar og 214 repúblikanar og 2 sjálfstæðir þingmenn sem skipa sig í lið með demókrötum í Fulltrúadeildinni. Svo naumur, að aðeins munar um einn tug þingmanna í Fulltrúadeildinni en í Öldungadeildinni er staðan 50/50 með varaforsetann, Kamala Harris í oddastöðu. Ef hún verður forseti, er meirihluti demókrata farinn.

Menn óar við að fá hana í embætti forseta og sumir segja að hún sé jafnvel verri en Joe Biden. Vinsældir þeirra fara hratt dvínandi, Joe Biden er kominn niður í 41% stuðning og í einni könnun niður í 30%. Fáir demókratar reyna að verja teymið og jafnvel sótsvörtustu andstæðingar Donalds Trumps til vinstri í fjölmiðlum geta ekki annað en tekið undir gagnrýnina.

Nýjustu fréttir eru að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við niðurfellingu ,,remain in Mexico" ákvörðun Donalds Trumps sem Joe Biden hafði aflagt. Þetta er einnig meiriháttur ósigur Bidens innanlands sem fáir taka eftir vegna stöðunnar í Afganistan. Spurning er hvort að stjórn Bidens brjóti gegn úrskurðinum eins og hún gerir nú gagnvart leigu úrskurði Hæstaréttar sem er á þá leið að frysting leigusamninga er afnumin en stjórnin þrjóskast við að halda frystingunni.

Viðbrögð Harris og Bidens hafa vakið undrun, því að þau hafa bæði brosað og hlæja þegar þau eru spurð út í stöðuna í Afganistan. Þau svara helst ekki spurningum og eru fjarverandi, annað hvort erlendis eða heima í Wilmington (er ekki að skálda þetta upp). Þetta er í raun sorglegur endir á ferli Joe Bidens sem hefur reyndar ekki verið farsæll eða leitt neitt til almannaheilla.

Á meðan hafa alþjóðastjórnmálin snúist á haus og allir bandamenn BNA reyna að átta sig á stöðunni sem vitað er að verður slæm næstu árin. Það hlakkar í óvinum Bandaríkjanna þessa dagana og sumir eru farnir að hugsa sér til hreyfings.

 

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband