Maðurinn sem sigraði Ottómanaveldið - Eugene Francis af Savoy

800px-Prinz_Eugene_of_Savoy

Eugene Frans frá Savoy – Carignano var prins(18. október 1663 - 21. apríl 1736) betur þekktur sem Eugene prins var marskálkur í her Heilaga Rómverska heimsveldisins og austurrísku Habsborgarættarinnar á 17. og 18. öld. Hann var einn farsælasti herforingi síns tíma og reis til æðstu embætta ríkisins við keisarahirðarinnar í Vínarborg.

Á ferli sem spannaði sex áratugi þjónaði Eugene þremur heilögum rómverskum keisurum: Leopold I, Joseph I og Charles VI. Hans fyrstu aðgerðir voru gegn Ottómana Tyrkjum í umsátrinu um Vínarborg árið 1683 og síðari styrjöld hinnar heilögu deildar áður en hann þjónaði í níu ára stríðinu og barðist við hlið frænda síns, hertogans af Savoy.

Frægð prinsins var tryggð með afgerandi sigri hans gegn Ottómanum í orrustunni við Zenta árið 1697 og aflaði honum frægðar um alla Evrópu. Eugene jók enn orðspor sitt í stríðinu á Spáni þar sem samstarf hans við hertogann af Marlborough tryggði sigra gegn Frökkum á vígvöllunum í Blenheim (1704), Oudenarde (1708) og Malplaquet (1709); hann náði frekari árangri í stríðinu sem hershöfðingi keisara í her keisarans á Norður-Ítalíu, einkum í orrustunni við Tórínó (1706). Endurnýjuð stríðsátök gegn Ottómanum í Austur-Tyrkneska stríðinu styrktu orðspor hans með sigrum í orrustunum  Petrovaradin (1716) og afgerandi sigur í viðureigninni um Belgrad (1717).


Bloggfærslur 26. júlí 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband