Virkið á Hrafnseyri

Virkið í Reykholti 1

 

 

 

Tilgátumynd af virkinu hans Snorra Sturlusonar

Ég skrifaði þetta fyrir fimm árum og Fésbókin minnti mig á þessi skrif. Læt þetta birtast á blogginu.
 
Fundist hafa að því virðist virkisveggur og leynigöng á Hrafnseyri, Arnarfirði frá 12. öld samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2.
 
Ég fjallaði um átök sem voru um virkið í bók minni Hernaðarsaga Íslands. Þegar ég kynnti handrit að bókinni fyrir einni bókaútgáfunni og ein kerlingaugla átti að gefa álit sitt (án þess að vita nokkuð um efnið eða vera sérfræðingur í hernaðarsögu), sagði hún að þetta þætti hún vera ólíklegt að virkisgerð væri almenn á Íslandi á miðöldum. Rétt eins og íslenska miðaldarsamfélagið hafi orðið til í tómarúmi og ekki haft nein tengsl við meginland Evrópu! 
 
Skömmu seinna tilkynntu fornleifafræðingar að þeir grafið upp virkisvegginn í Reykholti frá 13. öld og Snorri Sturluson lét gera. Ég fór sjálfur á vettvang og talaði við fornleifafræðinga sem voru við störf á staðnum. Þeir sýndu mér virkisveggina.
 
Þótt maður myndi dýfa nefið á svona fólki niður í fornminjarnar sem sanna samtíðarsögurnar frá þessu tímabili, þá myndi það ranghvorfa í sér augun og neita staðreyndir og segja að sólin snúist nú um kringum jörðina.
 
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, stýrir fornleifarannsóknum á Hrafnseyri í Arnarfirði en hún sagði eftirfarandi: ,,Við héldum áfram að grafa þennan þykka vegg sem við fundum í fyrra, stækkuðum það svæði og það kom fram áframhaldandi tveggja metra þykkur torfveggur með stórgrýti í grunninum í ljós. Það er óvenjulega breytt fyrir túngarð. Ef þetta er túngarður nær hann utan um túnið, ef hann er minni er þetta eitthvað annað. Við erum að vona að fjarkönnun leiði stærðina á veggnum í ljós og hvernig hann liggur,“ segir Margrét. Eflaust eru minjar innan hringsins en það er stærðin á honum sem gefur til kynna hvaða not hafa verði af honum."
 
Ég tel að ef veggurinn sé hringur utan um bæjarhús, en ekki til dæmis tún, þá er þetta hreinræktað bæjarvirki (sem voru mörg á þessum tima) eða með öðrum orðum hringvirki. Svo bíður maður spenntur að sjá hvað kemur upp úr uppgreftrinum, þ.e.a.s. fræðilegar niðurstöður, en þess ber að geta borið 4 metra háan virkisvegg, þarf breiðar undirstöður eða um 2 metra í þvermáli sem passar við þessar lýsingar.
 
Síðari myndin prýðir forsíðu rits um niðurstöður fornleifarannsókna í Reykholti
 
Virkið í Reykholti 2

Sagnaritun og sagnaritarar - inngangur

Middle ages

 

Áður en ég fer út í einstaka sagnaritara, ætla ég að koma með yfirlit um hvernig sagnaritarar unnu almennt á miðöldum og fram á nýöld. Svo fer ég í einstaka sagnaritara í hverri grein.

Sagnaritarar sérhæfðu sig í sérstakri sögu. Sumir einbeittu sér að króníkum, aðrir að helgimannasögum o.s.frv.

Sagnaritarar króníkna þróuðu með sér meðvitund um eðli sögu heimsins að því leytinu til að þeir trúðu á guðlega þróun og frelsun. Þeir höfðu einnig grun um sögulegar breytingar og muninn á staðreynd og ,,skáldskap”.

Sagnaritun miðalda beindist einkum að stjórnmálalegum viðburðum og athafnir valdastéttanna, í tíma og tímaröð, því að þetta þótti vert að muna og gæti kennt fólki (lesendur) hvernig eigi að hugsa, lifa eða stjórna á réttan hátt. Þetta var flestum tilfellum tengt sérstökum stofnunum sem ,,miðstöðvar samsömunar” (identification).

Krónólókarnir höfðu hugmynd um áhrif fortíðar á nútíð og framtíð. (Þeir hafa líklega ekki haft skilning á fjarlægð í tíma. Rómverski tími hefur þess vegna geta hafa liðið undir lok fyrir nokkrum áratugum en ekki öldum).

Sagnaritun hámiðalda, byggð á síðrómverskri og kristinni hefð er einstaklega rík og breytileg. Hún hafði þróast af því að vilja skoða og skrá fortíðina, það er, sérstaka fortíð, á grundvelli þessarar sagnaritunarhefðar og var oft byggð stórum hluta á króníkum sem hafði verið komið á framfæri áður og voru aðgengilegar lesendum.

Þessar upplýsingar voru kynntar á ný, með nýju ljósi og sjónarhóli sagnaritans og þörfum samtímans. Þetta átti ekki einungis við um sögu konungsríkja heldur einnig sögu kirkna (biskupsstóla og klaustra), fjölskyldna og bæja.

Sagnarit miðalda voru ekki ritstýrð eða gerð samkvæmt óskum konunga eða vegna álits hinna opinberra yfirvalda, heldur voru þetta verk einstaklinga, sem voru lærðir klerkar en voru mjög tengdir viðfangsefninu og samsömuðu sig við stofnanirnar sem þeir komu frá. Það má segja að sagnaritun miðalda megi lýsa sem ,,stofnanasögu” með sérstakri miðaldahugmynd um fortíðina.

Sagnaritun miðalda og hugmyndir miðaldamanna um fortíðina er án vafa öðru vísi en okkar, þó að það sé nokkrir drættir sem eru líkir. Það er, fyrir utan að vera tímatalsleg skráning á fortíðinni, að hafa tengsl við nútíðina. Hún hafði e.k. ,,sense of Aktualität”.

Með því að skrá eftirminnilega dáðir konunga, biskupa, páfa eða dýrlinga, var fortíðin notuð sem sönnun eða ,,áhald” til notkunar í deilum, leysa einhver núverandi vandamál eða sanna lögmæti eigins stöðu.

Sagan á þessum tíma var skrifuð í hagnýtum tilgangi, til að réttlæta og staðfesta einhverjar kröfur eða fullyrðingar og var skrifuð til að nota.

Sagan var því stundum misnotuð, ýkt eða fölsuð, þrátt fyrir stöðugar kröfur um sannleiksleit. Þessi misnotkun var samt sem áður byggð á sannfæringu um að fortíðin hafði ekki aðeins eitthvað að segja okkur, þ.e. okkur eigin vegna (our own sake), heldur sagði hvernig hlutirnir ættu að vera, vegna þess að þetta var afleiðing af eða ,,gluggi” á verki Guðs á jörðinni og þess vegna opin fyrir textaskýringum (exegesis).

Notkun eða misnotkun sögunnar í höndum krónólókans var því í samræmi við djúpa sannfæringu um réttlátan tilgang hans (eða stofnunar hans) til að skrifa á þennan hátt.

Gagnrýnin sagnaritun og frumathuganir heimilda frá miðöldum hófst þegar á miðöldum en lærðar og kerfisbundnar rannsóknir á tímabilinu hófust á 16. öld.Arngrímur lærði Jónsson þekktasti fulltrúi húmanísku stefnunnar á Íslandi.

Húmanistar notuðu fílólógískrar aðferðir (í lærðum og hlutlægum anda) og skiptu tímanum í máltímabil: Konstantíus – Karlamagnús. Karlamagnús – endurreisn. Sömu rannsóknaaðferðir og beittar voru á fornöld vour notaðar við rannsónir a miðaldir.

Kirkjusaga einnig mikilvægur hvati til rannsókna á miðöldum, m.a. vegna áhrifa siðbreytingar. - Ádeilukenndar rannsóknir.

Gamlar fornfræðiaðferðir - staðbundinni sagnaritun (króníkur, annálar og ættfræði) lifði þó áfram fram á nýöld.

Sögulærdómur hefur verið mikilvægari en sagnaritun.  Aristóteles taldi að djúp væri staðfest milli sögu og listar.  Hann taldi að efni sögunnar skorti algildi: algild sannindi einkenna mikla list. 

Sagnaritara á ár- og fyrri hluta hámiðalda litu á sagnaritun sem listaverkagerð.  Þetta má einkum sjá í ævisögum þjóðarleiðtoga og sögum nýrra þjóða, svo sem Saxa, Pólverja, Ungverja og Normanna.

Sagnaritarnir trúðu að sagnaskrif væri bókmenntalegt verk (ríkulega skreytt), sem krefðist víða fræðilega þekkingu og ímyndunarríkan huga.

Þessi sagnaritun náði hámarki með skrifum Geoffrey frá Monmouth og Breta sögum hans.  Þar lýsti hann fortíðinni í smáatriðum í sambland við mikil örlög (tragedy) með framtíðarspá.

Enginn áhugi virðist vera í sagnarituninni á sögulegri orsakaþróun Sallústíusar og hugmyndir hans um úrkynjum pólitískra samfélaga, aðeins á skýringum með  tilvísunum í syndsamlegt líferni ráðamanna (guðfræðilegar skýringar).

Frá fornöld (tímum Rómverja) var litið á sagnaritun sem bókmenntagrein og mælskufræðileg áhrif voru mikil en Aristóteles var almennt sniðgenginn.   Hin gamla mælskufræði frá fornöld hafði misst tilgang sinn að mestu leyti, þ.e.a.s. að ræðumennskan væri notuð í stjórnmálum eða lögfræði. Hins vegar hélt hún velli í gegnum sagnarituninni og nokkuð síðar á miðöldum í sendibréfaformi og enn síðar sem predikunarmælskufræði.

Á 10. og 11. öld áttu sagnaritarnir að fjalla um verðug viðfangsefni en þau voru meðal annars: krýningar, stórhátíð kirkjunnar, hátíðir ýmis konar, jarðafarir, leiðtogar, orrustur, svik og prettir ráðamanna, þjóðarsaga o.s.frv.  Helst var það þá konungurinn sem var verðugstur verkefnanna sem og þjóðarsagan.  Þjóðarleiðtogarnir voru lýstir sem helgir menn, feður landanna, og nýjum pólitískum öflum sem tilkomnum fyrir guðlega forsjá. Fólkið trúði á heilagt hlutverk þjóðarleiðtogans. 

 


Bloggfærslur 27. apríl 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband