Höfuðborgarsvæðið er bílaborg

Samgöngumál hafa verið í ólestri í mörg ár, ef ekki áratugi. 

Ef litið er á framkvæmdir sem ættu að létta á umferðaflæðið um höfuðborgarsvæðið, þá hafa þær engar verið nema að Reykjanesbraut var tvöfölduð í gegnum Hafnarfjörð að hluta til. Enn á eftir að tvöfalda veginn frá álverinu í Straumsvík og Hvassahrauni. Þarna er umferðtappi sem er hættulegur, t.d. ef til eldgos kemur. Frá Kaplakrika til Engidals, á Fjarðahraunsvegi, á eftir að tvöfalda veginn.

Í Garðabæ á Hafnarfjarðarvegi myndast umferðastífla á morgnana þegar Hafnfirðingar og aðrir reyna að komast til vinnu en tvenn umferðaljós hægja á umferðinni. Talað hefur verið um að setja veginn í stokk, en ekkert er að gert.

Ekkert er gert til að koma á hringumferð, þ.e.a.s. nýta Álftanesveg, leggja nýjan veg þaðan að endanum á Vífilstaðaveg og út í tangann sem liggur og brúa/neðanjarðargöng yfir í Besssastaðatanga og þaðan yfir í Kársnes og frá nesinu yfir í Suðurgötu í Reykjavík.

Umferðastíflurnar sem liggja um Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og yfir í Reykjavík myndu hverfa.

Svo er umferðaflæðið um Reykjavík sérkapituli fyrir sig.  Þar er beinlínis reynt að eyðileggja fyrir eða tefja nauðsynlegar framkvæmdir sem eru auðljósar. Þær eru að taka öll umferðljós af Miklubraut og setja upp mislæg gatnamót,  leggja Sundabraut (neðanjarðar ef borgarstjórnin í Reykjavík hefur eyðilagt með framkvæmdum sínum veglagninu á yfirborðinu).

Leggja mislæg gatnamót við Bústaðarveg og Reykjanesbraut (sem við höfum alltaf kallað Breiðholtsbraut).

Kópavogsbær liggur á löngum ási og nær frá Kársnesi að Elliðavatni.  Það er mjög erfitt að komast hratt og örugglega á enda á milli. Alls konar fyrirstöður eru í veginum, sumstaðar er veginn einfaldur, sumstaðar tvöfaldur og sumstaðar endar hann og færa verður sig niður eða upp eftir ásnum. 

Svo er það spurning af hverju umferðin frá Suðurnesjum þarf að fara í gegnum höfuðborgarsvæðið? Hvar er þessi ofanbyggðarvegur sem á að liggja um kragann? Erlendins getur maður keyrt fram hjá stórborgunum og ekki neyddur til að taka þátt í umferðumþveitinu.

Borgarlínan er eitt alsherjarklúður ef mælt er í peningum og þess vanda sem hún á að leysa. Á meðan hún tekur götur sem nú eru nýttar um almenna umferð, er þetta óráð. 4% nýta almenningssamgöngur í dag. Með Borgarlínunni munu bætast við nokkur prósent ef menn eru mjög bjartsýnir, en vandi hinna, 90%+ er sá sami.  Halda menn virkilega að þegar Borgarlínan er komin i gagnið að fólk fari bara og selji bíla sína og skundi beint niður á næstu stoppistöð, glatt í bragði í vetrarstormi með tvo eða þrjú ungabörn í eftirdragi?

Höfuðborgarsvæðið er bílaborg að amerískri fyrirmynd. Fyrir því eru tvær ástæður. Nægt landrými hefur gefið fólk kost á að búa í sérbýli og það krefst pláss.  Í öðru lagi er veðráttan þannig hér á landi, að fólk kýs eða getur ekki nýtt sér almenningssamgöngu, það mun ekki breytast. Hættið að berja hausinn við stein og hugsið málið upp á nýtt. Tökum Færeyinga til fyrirmyndar, þeir hugsa í lausnum. Þeir hafa gert eyjarnar að einu borgarsvæði með göngum í gegnum fjöll og neðansjávar. Gerum það sama á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá hugmyndir um

vegtengingar og vegagerð

Höfuðborgarsvæðið-teikning

 

 

 


Bloggfærslur 28. febrúar 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband