Skipakostur og hlutverk Landhelgisgæslunnar

KEFIMG_0497Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Landhelgisgæslan fest kaup á þjónustuskip olíuiðnaðins fyrir alveg ágætis verð og ber fleytið heitið Freyja (af hverju ekki Rán?).

Skipið ber öll merki þess að vera dráttarskip og er ekki hannað sem landhelgisskip. Þegar maður lítur á afturhluta skipsins, þá er þar autt svæði sem erfitt er að sjá tilganginn með, a.m.k. hentar það ekki sem þyrlupallur. Ganghraði er aðeins 12 sjómílur og getur góður togari auðveldlega stungið Freyju af.

vartdskipid-freyja

Landhelgisgæslan er svo þakklát að fá eitthvað í hendurnar í stað 50 ára forngrips að hún lýsti yfir hátíð í bæ þegar hún fékk skipið í hendurnar.  Auðljóst er að skorið er við nögl í fjárveitingum til landhelgisgæslu.

Eina alvöru varðskipið sem Íslendingar eiga er Þór sem er sérhannað sem varðskip. Svo er það Týr, er það ekki hætt þjónustu og síðasta ferðin 15. nóvember?

Þá eiga Íslendingar bara í raun tvö varðskip, Þór og Freyju sem seint mun teljast vera floti.

Það vill gleymast að Ísland getur státað af nokkuð góðu loftvarnarkerfi með ratsjárstöðvar í öllum landshlutum og loftrýmisgæsla er gætt af bandalagsþjóðum í NATÓ. Landhelgisgæslan tekur einnig þátt í varnartengdum verkefnum (heræfingum á landi með samstarfsþjóðunum í NATÓ). 

Í raun eru landvörnum landsins vel sinnt. En hvað með sjóvarnir? Landhelgisgæslan ver ekki bara landhelgina, heldur gegnir hún varnarhlutverki samkvæmt varnarlögum eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan.

Til að sinna varnarhlutverkinu, þá borga Íslendingar í sjóði NATÓ og fá í staðinn fullkomið loftvarnarkerfi sem þjónar einnig borgaralegu hlutverki.

Ísland gegnir lykilhlutverki í kafbátavörnum Atlantshafsbandalagsins í svokölluðu GIUK hliðinu sem er svæðið á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Skotlands. Kafbátaleitaflugvélar eru stöðugt að vakta svæðið.

Hér gæti Ísland tekið að sér þetta hlutverk og Landhelgisgæslunni falið það á hendi. Til þess þyrfti hún skipakost, sem væri þá freigátur og kafbátaleitaflugvélar.

Tvennt þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika. Fá tækjakostinn sem til þarf og þar gæti Atlantshafsbandalagið komið til sögunnar og borgað brúsann. Þessu er hvort sem sinnt,en bara ekki af okkur Íslendingum.

Hins vegar þyrfti að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og hún skilgreind bæði sem landhelgisgæsla og herfloti í lögum. Einfalt í framkvæmd, á friðartímum gegnir hún meginhlutverki að vera landhelgisgæsla en á ófriðartímum breytist hún í herflota. Þetta er gert í Bandaríkjunum, þar er US Coast Guard í hlutverki landhelgisgæslu á friðartímum en er tekin og sett undir stjórn bandaríska flotans á ófriðarskeiði.

Eigum við ekki að hætta þessum feluleik og girða í bók og gera það sem þarf að gera? Ísland segist vera herlaust land en er fullvarið af bandalagsþjóðum og það er í hernaðarbandalagi og með tvíhliða varnarsamning við stórveldið Bandaríkin. Þetta er svo augljós staðreynd að  Vinstri grænir nenna ekki einu sinni eða þora ekki að hrófla við stöðu landsins innan NATÓ. Ef þriðja heimstyrjöldin skellur á, þá er Ísland ekki í sömu stöðu og þegar heimsstyrjöldin síðar hófst, hlutlaust land. Það verður ráðist jafnt á Ísland sem og aðrar NATÓ-þjóðir.

Þá þýðir ekki að vera með símsvara í gangi sem segir: Við gefumst upp fyrir þér, hverjar þjóðar sem þú ert!


Bloggfærslur 26. nóvember 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband