Sú ímynd sem dregin er af Gissurri Þorvaldssyni af Jónasi Jónssyni frá Hriflu í kennslubók hans Íslands saga og svo úr hinni sögulegu skáldsögu Einars Kárason, Ofsi, er af hetju.
S Það fyrsta sem maður verður að hafa í huga er að Jónas Jónsson endursagði kaflann um Flugumýrabrennuna úr Sturlungu sem er safnrit en þar segir: ,,Íslendingasögur fjalla um atburði úr fortíð en Sturlunga er að nokkru samtímaheimild og segir frá atburðum úr samtíð höfunda. Höfundar Sturlungu byggja frásögnina á eigin reynslu eða á ferskum munnmælum um atburðina. Sögur Sturlungu og Biskupa sögur eru því stundum kallaðar samtíðarsögur.
Það er merkilegt hversu mikil hetjuímynd er dregin af Gissurri í endursögn Jónasar og svo í frásögn Sturlungu sjálfrar af þessu voðaverki sem Flugumýrabrennan var. Það voru mörg vitni að þessum atburði, bæði brennumenn og eftirlifendur og því auðvelt fyrir fólk á 13. öld að gagnrýna frásögn Sturlungu af brennunni. Höfundur frásagnarinnar í Sturlungu varð því að passa sig á að ljúga ekki um aðalatriði atburðarins en auðvelt væri þó fyrir hann að skrökva til um smáatriði eins og þegar sagt var að Gissur hafi sjálfur sagt að hann hafi hætt að skjálfa þegar brennumenn leituðu að honum í skyrhúsinu og hann var ofan í ísköldu sýrukeri.
Gissur er sagður hafa borið sig karlmannlega þegar honum varð ljós afdrif konu sinnar og sonar ,,...en þó segja menn, að hann viknaði, er hann sá Ísleif son sinn og Gró... Með öðrum orðum segir Sturlunga að Gissur hafi sjálfur sagt frá.
Jónas frá Hrifu lepur þessa frásögn upp að því virðist gagnrýnislaust og virðist því leggja mikla áherslu á það hversu mikil hetja Gissur var. Hvers vegna gerði Jónas það í kennslubók? Ég veit það ekki en ég fann frásögn um hann á þessari slóð hjá Landsbókarsafn Íslands Háskólabókasafn: (http://landsbokasafn.is/index.php/news/197/15/islandssaga-handa-boernum-og-skolamadurinn-Jonas-fra-Hriflu , sótt 12.02.2015) en þar segir: ,,Hann skrifaði einhverja langlífustu kennslubók Íslands, Íslandssaga handa börnum, sem kennd var í barnaskólum landsins í sjö áratugi, en hún kom fyrst út árið 1915. Bókina má líta á sem minnisvarða þeirrar kynslóðar sem bar uppi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga....
Jónas virðist því vilja leggja mikla áherslu á hetjuskap Íslendinga og sérstaklega helsta höfðingja þeirra, Gissurar Þorvaldssonar. Sama ímynd virðist mér vera dregin af honum í sögulegu skáldsögu Einars Kárasonar, Ofsi, hann er sagður hafa verið stilltur og sagt furðu stillilegum rómi: ,,Halllfríður mín. Hér máttu líta Gróu konu mína og Ísleif son minni. Án klökkva. (Einar Kárason, 2008, Ofsi, bls. 192).
Það er hins vegar erfitt að dæma þá mynd sem Einar dregur af honum en Einar virðist einnig taka upp þessa hetjuímynd gagnrýnislaust. Í stuttu máli sagt, þá er alveg ljóst að allar þessar frásagn af viðbrögðum Gissurrar við aðförum brennumanna og hvernig hann brást við þegar honum varð ljóst afdrif ættmenna sinna, í Sturlungu, Íslandssögu Jónasar og skáldsögu Einars, að hann er sagður vera karlmenni sem kunni að bregðast við sorgaratburð en þó verið mannlegur að því leytinu til að honum vöknaði um augu þegar hann sá illa útleikin lík sonar og eiginkonu.
Kíkju beint á frumheimildina og heimildarmanninn Sturlu Þórðarson en eins og kunnugt er var hann sagnaritari og lögmaður. Hann var lengi vel andstæðingur en svo bandamaður Gissurar Þorvaldssonar. Hann skrifaði Íslendinga sögu sem einmitt fjallar um helstu atburði Sturlungaaldar og þar á meðal Flugumýrabrennu 1253. Hann sættist við Gissur að lokum og haldið var brúðkaup í Flugumýri, Skagafirði þar sem tengdasonur hans, Hallur Gissurarsonar, lét lífið og Ingibjörg, dóttir hans, slapp naumlega frá.
Stturla hafði sum sé yfirgefið brúðkaupið og var því ekki sjónarvottur að brennunni sjálfri. Hann hefur að sjálfsögðu talað við sjónarvotta og þátttakendur eftir á og fengið vitnisburð þeirra. Segja má að frásögn hann sé því ítarleg og örugglega rétt hvað varðar atburðarrásina (tugir manna hefðu mótmælt ef hann hefði farið rangt með).
Lýsing hans af viðbrögðum Gissurar verður að teljast hlutdræg, enda varð hann lendur maður Gissurar síðar meir og hafði reynt að bindast fjölskyldutengslum við sinn fyrrum andstæðing einmitt í þessu fræga brúðkaupi.
Gissur er sagður hafa brugðist hetjulega við atför brennumanna, miðað við aðstæður, en ef litið er nánar á atburðarrásina, má sjá að hann var ef til vill ekki svo mikil hetja og ætla mætti. Tvær ástæður fyrir því.
Í fyrsta lagi, þá flúði hann brennumenn, í stað þess sem samfélagið ætlaðist til af honum, þ.e.a.s. að berjast fram í rauðan dauðann og verja fjölskyldu sína en konan hans og börn létust í brennunni varnarlaus.
Í öðru lagi, lagðist hann svo ,,lágt" að fela sig í sýrukeri og reyna þannig að koma í veg fyrir að hann fyndist, þ.e. hann óttaðist dauðann. Segir frásögninni svo frá að hann hafi hætt að skjálfa í kulda kersins þegar brennumenn komu inn að leita hans í búrinu. Getur ekki verið að hann hafi hætt að skjálfa vegna ótta og hann vildi ekki að þeir heyrðu tannglamrið? Nú vitum við það ekki, enda hann einn til frásagnar. En aðgerðir hann segja söguna í raun. Skuggi er því á hetjufrásögnina um Gissur.
Bloggar | 7.1.2021 | 17:10 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan hefur eitthvað fyrir alla og það sem skrifað er, er til í gífurlegu magni, fyrir utan það sem skrifað er í háskólum og birtist aldrei fyrir almennings sjónum. Sumir skrifa fyrir fáa en aðrir fyrir fjöldann.
Allt er í rífandi gangi, sagnfræðilegar bækur og bókaraðir er gefnar út í massa vís. En Adam getur ekki endalaust verið í Paradís. Margir gagnrýnendur krefjast þess að sagnfræðingar yfirgefi verndaða vinnustaði sína og bóksöfn og fari að vinna að svo kölluðum hagnýtum rannsóknum. Hvort er sagnfræði fræðigrein (e. art) eða vísindi? Vegna þess að efniviður hennar er ekki algjör eða fullkominn, og afurð hugar sagnfræðingsins er einnig ekki fullkomin, veldur sagan og mun alltaf valda hugarangri og deilur. Svo hafi verið síðan á dögum Þúkidídesar (e.Thucydides) og Heródótusar (e. Herodotus).
Spurningin sé, hvers vegna menn sé að skoða fortíðina og hvers vegna þeir ættu að hafa áhuga á henni. Af hverju ætti samfélagið að fóstra sagnfræðinga? Eða hvað eiga sagnfræðingar að gera til að réttlæta tilveru sína fyrir samfélagið? Til er einfalt svar: að rannsaka sögu er þægilegt viðfangsefni, sem gleður rannsakandann og gerir engum mein. Þetta er of einföld, sjálfselsk og þröng skýring til að vera réttmætt svar. Sagnfræðiskrif geta verið hættuleg og hafa sýnt það í gegnum tíðina og sérhver sagnfræðingur verður að spyrja sig hvort að hann hafi annað markmið en sitt eigið.
Á fyrri helmingi 20. aldar var viðtekið viðhorf hjá enskum sagnfræðingum að sagnaritun gæti takmarkaðs við eitt viðmið, en það er að skrifa söguna hennar vegna.
Elton er ósammála Carr og Plumb (sem séu ,,whigs) um að líta aftur í söguna sér til hughreystingar og að sagnfræðingurinn verði að bjóða samfélaginu til sýnis mátt þess eða árangur þess til þess að það geti þróast og þeir útiloka hvers konar not af sögunni sem þjóni ekki þessu markmiði. Hann segir að við verðum fyrst að útskýra á hvern hátt sagan geti raunverulega eða sannarlega verið rannsökuð það er að við verðum að viðurkenna að rannsaka verðu fortíðina hennar vegna og þá fyrst sé hægt að spyrja sig hvort þessi rannsókn hafi eitthvað framlag eða eitthvað að gefa til samtíðarinnar.
Elton segir að hér sé það spurningin um sjálfræði sagnfræðinnar sem sé í húfi og rannsókn á sögunni er á rétt á sér og sérhver not á henni fyrir einhvern annan tilgang kemur í annað sæti. Markmið sagnfræðinnar er að skilja fortíðina, og ef á að skilja hana, verður að skilja hana á eigin forsendum. Þar til hún er að fullu skilin, á ekki að nota hana á nokkurn hátt fyrir nútíðina, því að það getur verið hættulegt eða vísvísandi.
Það verði að vísa nútíðinni úr rannsóknum á fortíðinni. Rannsókn sagnfræðingsins á aðeins að tengjast nútíðinni ef hún varpar ljósi á fortíðina en ekki á hinn veginn.
Það sé meginvilla að rannsaka fortíðina vegna þeirra vitneskju sem hún varpar á nútíðina. Þetta þýði hins vegar ekki að sagan, sem sé sjálfstæð og réttlætir sjálfa sig af innri rökum, hafi ekki eitthvað fram að leggja utan marka sinna. Af hverju á að rannsaka söguna einungis hennar vegna?
Í fyrsta lagi, fyrir utan siðferðileg rök, þá vil margt fólk einfaldlega fá vitneskju um fortíða, til uppfyllingar tilfinningalegra þarfa eða vitsmunalegar. Atvinnusagnfræðingurinn hefur félagslegt hlutverk að gegna með því að uppfyllir þessar þarfir þegar hann hjálpar þeim til að vita meira. Hann náttúrulega uppfyllir sínar eigin þarfir um leið, en hann er einnig hvort sem er hluti af samfélaginu. Þar með er ekki sagt að hann sé skemmtikraftur. Hann hefur menningarlegt hlutverk að gegna; hann leggur fram sinn skerf til óhagnýtra (e. non-practical) athafnasemi sem er svo stór hluti af menningu samfélags. Hann uppfyllir með öðrum orðum tilfinningalega fullnægingu.
Í öðru lagi er það alfarið ósatt að halda því fram að sagan geti ekki kennt hagnýtan lærdóm eða hluti. Hún kennir mannlega hegðun, um hegðun manns gagnvart öðrum mönnum og um samspil kringumstæða og annarra þátta undir vissum forsendum. Grundvölluð þekking á einhvern tiltekinn vanda eða aðstæður í sögunni, sem útilokar vandann þar með eða þessar tilteknu aðstæður, aðstoðar eða getur það, við að taka réttar ákvarðanir í nútíð og þó sagan sé ekki framtíðargerðar, getur hún komið með sannverðugar ályktanir um framhaldið. Sagan gefur grundvöll fyrir skilning á nútíðinni og getur gefið til kynna eða verið vegvísir til framtíðar.
Í þriðja lagi er sagnfræðin vitsmunaleg eða andleg iðja, viðfangsefni röklegs hugar og megintilgangur hennar liggur í kjarna hennar sjálfar; leitin að sannleikanum eins og allar vísindagreinar leitast við að finna. Verðmæti hennar sem félagsleg athöfn eða verk liggur í þjálfuninni sem hún veitir, sem er staðalinn (e. standard) sem hún leggur til í þessu eina viðfangsefni hennar sem er maðurinn og verk hans.
Bloggar | 7.1.2021 | 16:48 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. janúar 2021
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020