Ég hef verið að pæla í manninum og Bandaríkjaforsetanum Andrew Jackson sem ég tel vera einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna. Ég ætla að rekja aðeins sögu hans.
Uppruni, æska og tíminn fyrir forsetatíð
Andrew Jackson fæddist þann 15. mars 1767. Foreldrar hans voru Andrew og Elizabeth Jackson sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum af skosk-írskum ættum. Hann var yngstur þriggja bræðra og fæddist hann aðeins nokkrum vikum áður en faðir hans lést. Hann ólst upp í fátækt og ofbeldi og það markaði hann fyrir lífstíð. Hann var lögfræðingur ungur að aldri og starfaði í Tennesse. Um þetta leyti voru Bandaríkjamenn í frelsisbaráttu sinni gegn Bretum og var að hann boðliði aðeins 13 ára gamall. Hann var handsamaður og pyntaður. Hann hataði Breta alla tíð síðan.
Árið 1801 var Jackson skipaður ofursti í herliði Tennessee, sem varð pólitískur stuðningur hans þaðan af auk varnarliðsins hans. Hann hlaut landsvísu frægð í gegnum hlutverk sitt í stríðinu 1812, mest frægt þar sem hann vann afgerandi sigur á helstu breska innrás her í orrustunni við New Orleans, að vísu nokkrar vikur eftir að sáttmálinn Ghent hafði þegar verið undirritaður Til að bregðast við átökum við Seminole í spænsku Flórída, réðist hann á landsvæðið árið 1818. Þetta leiddi beint til fyrstu Seminole stríðana og Adams-Onis-sáttmálans árið 1819, sem formlega leiddi til þess að Flórída fluttist undan forræði Spánar til Bandaríkjanna. Hann var kallaður þjóðhetju vegna þess að hann hafði verið í hernum og unnið glæstan sigur á Bretum.
En hann átti sér dekkri hliðar og má geta þess að hann drap um 1000 Creek indjána í umsátri en þeir voru bandamenn Breta. Aldrei í sögu Bandaríkjanna höfðu fallið eins margir indíánar á einum degi og þann dag sem hann gersigraði þá.
Andrew Jackson var á móti réttindum Indíána og þrátt fyrir að hæstiréttur BNA hefði lýst yfir að ekki mætti hrekja Cherokee Indíánanna frá svæðum sínum ákvað Andrew að gera það samt. Hann hefur verið kallaður indíánahatarinn mikli, því að hann kom á lög, þegar hann var orðinn forseti, svo kölluðu Indian removal, eða m.ö.o. voru indíánar færðir með valdi frá heimkynnum sínum til að rýma fyrir hvítum innflytjendum. Cherokee indíánar reyndu að breyta sig í hvíta menn, komu sér upp þorpum og bæjarstjórum og allt það sem hvíta fólkið hafði, til að falla inn og vera ekki flutt á brott. Allt kom fyrir ekki og voru þeir reknir vestur á bóginn og það hafa þeir aldrei fyrirgefið honum, jafnvel ekki ennþá daginn í dag. Þess má geta Andrew Jackson ól upp ásamt konu sinnu indíánadreng sem hann fann í einu af indíanastríði sínu og ól upp í nokkur ár eða þar til hann lést óvænt. Þeim hjónum var ekki barna auðið.
Andrew Jackson er einnig þekktur fyrir að leggja Flórída undir Bandaríkin, án leyfis Bandaríkjaþings en indíánar, bandamenn Breta, höfðu stundað skæruhernað á Suðurríkin þaðan. Honum var fljótt fyrirgefið fljótfærni en Florída mikilvægt svæði. En hann gerði meira, hann hóf sókn Bandaríkjanna vestur á bóginn og villta vestrið varð til og indíánarnir sífellt á flótta undan hvíta manninum.
Andrew Jackson kynntist giftri konu, þau felldu hug saman og þau stungu af saman á flótta undan eiginmanni hennar. Hann sótti um skilnað og var þetta fyrsti skilnaðurinn sem varð opinber í Tennesse. Þetta átti eftir að vera mikil skuggi á feril hans og konan hans kölluð á bakvið hann hóra og hún útskúfuð úr samfélagi fínu frúnna. Hann drap mann í einvígi árið 1806, mann að nafni Charles Dickinson, sem fellt hafði 26 andstæðinga sína í einvígjum upp á líf og dauða.
Tvennum sögum fer af því hvers vegna Jackson skoraði Dickinson á hólm en líklegasta skýringin er talin sú að sá síðarnefndi hafi móðgað eiginkonu hans, Rachel, gróflega.
Dickinson taldi sig hafa heimildir fyrir því að hún hefði aldrei skilið við fyrri mann sinn. Jackson ofursti hefur drýgt mikla hetjudáð. Hann hefur stolið eiginkonu annars manns, á hann að hafa sagt í vitna viðurvist.
Vinir Jacksons töldu augljóst að Dickinson væri að reyna að upphefja sig á kostnað ofurstans og vildi narra hann til að heyja við sig einvígi. Nú var Jackson vandi á höndum enda var honum kunnugt um fyrri afrek Dickinsons eins og öðrum íbúum Tennessee. Hann tók sér fyrir vikið góðan umhugsunarfrest en ákvað á endanum að skora Dickinson á hólm enda ekki stætt á öðru en að verja heiður spúsu sinnar. Einvígi voru stranglega bönnuð í Tennessee á þessum tíma en kapparnir létu það ekki á sig fá, héldu ásamt fríðu föruneyti yfir ríkjamörkin til Kentucky. Eins og fyrr segir átti Charles Dickinson ekki afturkvæmt en Jackson lét nærri líf sjálfur en hann fékk byssukúlu nærri hjartað sem sat í honum alla ævi.
Á þessum árum var hann ekki aðeins lögfræðingur, hann ræktaði veðreiðahesta og efnaðist á því en mest efnaðist hann á þrælahaldi en hann átti um 200 þræla sem yrktu jörð hans með miklum hagnaði á Hermitage Plantation sem var plantekra hans.
Andrew Jackson var því ötull stuðningsmaður þrælahalds, en Repúblikanar sem höfðu verið með forsetaembættið frá tímum Thomas Jefferson voru andsnúnir því og höfðu þrátt fyrir að banna ekki þrælahald, bannað innflutning á þrælum og passað upp á það að þau ríki sem studdu þrælahald yrðu aldrei fleiri en þau sem studdu það.
Andrew Jackson og Demókratar nutu því á fyrstu árum sínum mestan stuðning í suðurríkjunum þar sem þrælahald var viðtekinn venja. (Ólíkt þeim flokki sem við þekkjum í dag, sem nýtur mest stuðnings í norðurríkjunum og berst meira fyrir réttindum minnihlutahópa heldur en Repúblikanar). Svartir Bandaríkjamenn hafa ekki gleymt því og þeir halda ekki mikið upp á minningu hans fram á daginn í dag.
Forsetakosningar 1824
Eftir að hafa átt stórann þátt í stríðum fyrir Bandaríkjanna ákvað Andrew Jackson að láta stjórnmál að sér varða að alvöru. Hann var skipaður öldungadeildarþingmaður fyrir Tenessee árið 1822. Þingið í Tenessee skipaði hann einnig sem frambjóðanda sinn árið 1824. Fékk hann flest atkvæði í kosningunum bæði af almenning og kjörmönnum og flestir telja að hann hafi átt að verða forseti þá. Í kosningunum árið 1824 þá var það hins vegar fulltrúarþingið sem varð að úrskurða hver yrði forsetinn því enginn frambjóðandi náði meirihluta. Fulltrúarþingið valdi að John Quincy Adams yrði næsti forsetinn. Ekki var það síst að þakka stuðningi forseta þingsins, Henry Clay, að John Quincy Adams varð forseti. Þetta var hins vegar ekki nútímaleg kosningabarátta þar sem margir frambjóðendur tóku þátt í kosningunum og í raun engir almennilegir tjórnmálaflokkar sem stóðu að baki kosningunum.
Andrew Jackson var ekki vinsæll meðal þingmanna því hann kallaði sig sem umboðsmann þjóðarinnar og boðaði miklar breytingar.
Forsetakosningar 1828
John Quincy Adams átti erfitt með að stjórna landinu í valdatíð sinni. Hann var ekki vinsæll hjá almenningi þar sem Andrew Jackson og fylgismenn hans gagnrýndu hann og náðu meirihluta bæði í fulltrúarþingi og í öldungarþingi. Þeir voru oft kallaðir Jacksonians eða menn Jackson. Andrew Jackson stofnaði flokk sem var kallaðaður demókratar en uppúr sem enn er við lýði. Megnir andstæðingar hans voru National Republikan seinna nefndir whings sem í raun mynduðust aðeins vegna andstöðu við Jackson.
Andrew Jackson var oft kallaður Andrew 1 konungur og ástæða þess var að hann var eins og hershöfðingi yfir flokknum sínum meðan hann var til staðar. Hann vann kosningarnar 1828 með töluverðum meirihluta og kom upp tími með öflugum og sterkum forseta sem hikaði ekki að nota vald sitt.
Forsetatíðin Andrew Jackson varð sjöundi forseti Bandaríkjanna en rétt áður en hann tók við embættinu lést konan hans af hjartaáfalli en hún hafði orðið fyrir aðsúg hatursmanna hans í forsetabaráttunni. Hann fyrirgaf það aldrei og taldi andstæðinga sína hafa drepið hana. Hann varð því harður í horn að taka strax frá upphafi forsetatíð sinnar. Að lokinni innvígsluathöfninni var haldin veisla sem breyttist fljót í óeirðir og hann heppinn að sleppa lifandi frá æstum aðdáendum. Tjónið var mikið í formi diska og fleira. Hann fékk sér páfagauk og kenndi honum að blóta sem varð á endanum til þess að það þurfti að fjarlægja fuglinn úr jarðaför forsetans vegna þess hversu mikið og gróflega hann blótaði. Hann gegndi embættinu á árunum 1829 til 1837, og hefur líklegast enginn haft eins mikil völd yfir að ráða á forsetatíð sinni líkt og Andrew Jackson gerði. Til marks um völd hans er komið heiti sem kallast Jacksonian democracy sem fjallar um sterkan og öflugan leiðtoga Bandaríkjanna og andsvar við Jeffersonian democracy. Völd hans byggðust m.a. á því að hann naut almennan stuðning hins almenna borgara. Hann hóf fyrstur manna alvöru kosningabaráttu og hvatti almenning til að kjósa. Áður höfðu einungis ríkir efnamenn kosið forseta Bandaríkjanna en nú varð forsetinn, forseti allra landsmanna.
Andrew Jackson var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem notaði neitunarvaldið að einhverju marki. Hann var á móti forréttindum og taldi að allir ættu að standa jafnt. Hann vildi minnka afskipti alríkisins og auka styrk ríkjanna. Hann lagði niður ríkisbankann sem hann taldi ógna valdi ríkisins og háði harða baráttu við hann. Hann skar niður fjármuni til hersins. Hann hafði talið að þessi afskipti fyrri forseta hafi verið allt of mikið. Hann hikaði heldur ekki við það að nota hernum í ríkjunum svo sem dæmið um Norður-Karólínu en ríkið hafði hótað að segja sig úr ríkjasambandinu. Honum tókst að afstýra því og koma í veg fyrir borgarastyrjöld, þótt hún hafi orðið síðar.
Andrew Jackson færði líka meira vald til handa almennings því með honum var það fólkið sem kaus kjörmennina en ekki fylkisþingið sem hafði kosið það sem gerði það að verkum að fólkið í landinu hafði meiri áhrif á kosningar. Hann afnam líka það að eign skildi vera skylda til að geta kosið. Það átti þó ekki við um konur og svertingja. Þetta kom á það að fleiri gátu kosið sem jók fylgi hans. Hann átti þó í miklum vandræðum með þingið vegna þess að það taldi að Jackson hefði ógnað því og vildi gera lítið úr áhrifum þess. Jackson notaði neitunarvaldið mjög gjarnan á þingið. Fyrrverandi forsetar höfðu aðeins notað það níu sinnum en Andrew Jackson hikaði ekki við að nota það vald. Vegna þess neitunarvald taldi þingið að hann væri aðalandstæðingur þeirra úr báðum flokkunum og var hann of illa liðinn af þeim. Hann taldi að forsetinn ætti að nota neitunarvaldið ekki aðeins þá það bryti í bága við stjórnaskrána heldur líka þegar það kæmi sér illa fyrir þjóðina.
Andrew Jackson var endurkjörin 1833 þrátt fyrir andstöðu þingmanna því hann var vinsæll meðal almennings. Hann tók síðan alla peninganna úr bönkunum sem voru lagður niður um tíma og lét peningana dreifast um ríkin sem voru sérstaklega hliðholl sér. Vegna þessa lét þingið hann fá ámæli og margir töluðu um að koma honum frá. Hann hafði það vandamál á valdi sínu að hann var alltaf að breyta ráðherraliði og hafði lítil samráð með þeim en hann á þann vafasama heiður, að fyrsta ríkistjórnin undir hans forystu klofnaði og ráðherra sögðu af sér.
Eftir tíma Andrew Jackson
Andrew Jackson stofnaði Demókrataflokkinn.
Flokkarnir voru mun skipulagðari en áður þekktist Fjölmiðlar fengu að komast að forsetanum í meira mæli.
Hann rak hlutlausa og duglaus embættismenn og vildu fá fylgismenn og flokksmenn í hans liði sem ennþá tíðkast.
Hann bjó til nýja stöðu en það var post master general en sá sem gegnir því hefur umsjón með stöðuveitingum forsetans.
Hann kom á skipulögðum flokksþingi og gerði starf stjórnmálaflokka skipulagt
Andrew Jackson var fyrsti forsetinn sem var kosinn af almenningi
Jók á lýðræði fyrir almenning
Heimild: Af vefnum Wikibækur og frá mér sjálfum.
Bloggar | 20.1.2021 | 12:42 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. janúar 2021
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020