Brottrekstur Douglas MacArthur hershöfðingja og kjarnorkusprengjan

220px-MacArthur_Manila

Það er alltaf þannig með söguna að hún er margslungnari en virðist við fyrstu sín. Til dæmis horfir morðið á John F. Kennidy öðru vísi við en við samferðamenn hans.

Atburðir dagsins virðast auðljósir en þegar hlutirnir eru settir í samhengi, þá kemur í ljós orsakasamhengi sem við samtíðarmenn sjáum ekki í daglegu amstri. Annað sem ég hef lært af sögunni er að dæma menn af verkum, ekki orðum. Verkin skipta máli en ekki fagurðmæli.

Saga MacArthurs er stórkostleg, enda lifði hann margbrotna tíma. Hægt er að skrifa margar bækur um kappann en hann var eins og farið er með núverandi forseta Bandaríkjanna, elskaður og hataður, umdeildur en vinsæll. Hann reis til æðstu metorða en hröklaðist frá völdum, opinberlega smáður.

Douglas MacArthur varð heimsfrægur í seinni heimsstyrjöldinni, í glímu hans við Japani en hér er ekki farið í sögu hans en ætla að ræða hvort hugsanleg notkun hans á kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu hafi verið raunveruleg.

Ég taldi alltaf Douglas MacArthur, fimm stjörnu hershöfðingja í Kóreustríðinu hafa verið rekinn að ósekju 1951 og Harry S. Truman Bandaríkjaforseta vera að skipta sér af málum sem hann skildi ekki, þ.e.a.s. hermál.

MacArthur var mannlegur og gerði mikil mistök er hann hrakti flótta Norður-Kóreumanna alla leið til landamærana við Kína. Kínverjar brugðust við, stöðvuðu sóknina og hröktu Bandaríkjamenn á flótta, sem reyndist vera mesti flótti Bandaríkjahers frá upphafi. Þetta er forsagan.

MacArthur vildi eftir að hafa verið hrakinn frá landamærum Kína og Norður-Kóreu af kínverskum her í dulargervi, senda sprengjuflugvélar á fimmtíu kínverskar borgar og sprengja þær í loft um og nota kjarnorkusprengjuna í einhverjum tilfellum. Í ljós hefur komið, eftir að leynilegur vitnisburður háttsettra hershöfðingja fyrir nefnd sem kannaði málið var gerður opinber, að þeir voru sammála um að bandarískur herafli var það vanmáttugur á þessum tíma, að Bandaríkjaher rétt réði við þetta stríð og það hafi verið honum til happs að Kínverjar takmörkuðu aðgerðir sínar við landhernað og juku ekki umfang stríðsins með lofthernaði.

Einnig að Rússar ákváðu ekki að blanda sér með beinum hætti í stríðið. MacArthur fékk rómverska skrúðgöngu sigursæls hershöfðingja þegar hann snéri heim og fékk að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings. Menn töluðu jafnvel um að hann ætti að bjóða sig til forseta gegn Truman en þeir lykilmenn sem vissu af hinum leynilega vitnisburði hershöfðingjanna, sáu að betra væri að láta kyrrt liggja með það framboð. Harry fékk í staðinn annan virtan hershöfðingja á móti sér í forsetaframboð, Dwight D. Eisenhower, og hafði vit á að reyna sig ekki á móti honum.

Truman varð verulega óvinsæll vegna þessara samskipta við við MacArthur og beið hann þess ekki barr eftir það í raun. Truman er þó hvað þekktastur fyrir að beita kjarnorkusprengjunni í fyrsta sinn og það tvisvar. Arfleið hans er því ef til vill umdeildari vegna þessa, en deilur hans við MacArthur.

 


Sagnfræði og sagnfræðingar (E.H. Carr (1964))

220px-Eh_carr

E.H. Carr vill gera skýran greinarmun á þróun (e. evolution) og framför (e. progress). Hann segir á tíma upplýsingaaldarinnar hafi menn sett saman sem merki milli lögmála sögunnar og náttúrunnar. Með öðrum orðum þeir trúðu á framfarir.En hvers vegna á að líta á náttúruna sem eitthvað fyrirbæri sem fæli í sér framfarir?

Hegel leit svo á að skila beri söguna sem eitthvað sem væri framfarir en náttúruna sem eitthvað sem væri andstætt henni.

Þegar Darwinisminn kom til sögunnar, þótti það sannað að náttúran væri eftir allt saman framfaragerðar eins og sagan. En þetta viðhorf skapar vanda. Menn hafa ruglað saman líffræðilega erfðaeiginleika við áunna félagslega eiginleika sem séu uppspretta framfara í sögunni.

Líkamlega hefur maðurinn ekkert þróast á sögulegum tíma, heili hans er m.ö.o. ekki stærri en hann var fyrir 5000 árum. En geta og virkni hans til þess að hugsa og læra hefur aukist margfalt, einfaldlega með því að læra af reynslu undangengina kynslóða.

Þessi yfirfærsla eða flutningur áunnina eiginleika, sem er hafnað af líffræðingum, er í raun grundvöllur allra félagslegra framfara. Sagan er framfarasinnuð að því leytinu til, að hún yfirfærir hæfileika frá einni kynslóð til annarar. En varast beri að líta svo á að sögulegar framfarir hafi einhverja ákveðna byrjun eða endir. Hvorki sé hægt að staðsetja byrjunina né endinn.

En Carr virðist vera sammála Plumbs í því að sagan sé framsækin að því leytinu til að hún skráir ekki aðeins framfarir, heldur sé hún í eðli sínu framfarasinnuð vísindi, m.ö.o. að hún sé hluti rás atburða og er um leið vitnisburður þeirra – sé framfaragerðar.

Carr leggur hins vegar áherslu á að framfarir séu ekki samfelldar í tíma eða rúmi, þ.e.a.s. þær fara ekki eftir beinni línu. Það sem hann er að segja er að framfarir geti hætt á einum stað á ákveðnum tíma, en hafist á öðum stað í öðru rúmi af öðrum aðilum.

Framfarir þýðir ekki jafnar eða líkar framfarir fyrir alla. Framfarir fara eftir línu, sem er með vissum viðsnúningi, dýfum og eyðum á milli; þ.e. afturför og stöðnun eru þar með eðlilegur hluti framfara.

Carr endar mál sitt á því að segja að hin eiginlega saga geti aðeins verið rituð af þeim sem finna eða skynja þá stefnu sem er í henni sjálfri. M.ö.o. sú skynjun að við komum einhvers staðar frá og við séu að fara eitthvert. Sagan hefur stefnu.


Bloggfærslur 12. janúar 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband