Stríðslist – The Art of War eftir Sun Tsu

Hernaðarlistin er forn kínversk herfræðiritgerð sem rekja má til Sun Tzu, sem var háttsettur hershöfðingi, hertæknifræðingur og hernaðaraðferðafræðingur. Texti ritgerðarinnar samanstendur af 13 köflum sem hver er tileinkaður einum þætti hernaðar.

Stríðslist

Verkið er almennt þekkt sem endanlegt ritverk um hernaðarstefnu og hernaðaraðferðafræði síns tíma. Það hefur verið eitt frægasta og áhrifamesta hinna sjö sígildra hernaðarritverka Kína, og ,,síðustu tvö þúsund og fimm ár ein mikilvægasta herfræðiritgerð í Asíu, þar sem jafnvel venjulegt fólk þekkti það með nafni.

Sun Tzu talið stríð vera eins og ill nauðsyn sem ber að forðast þegar það er mögulegt. Stríðið skal heyjast skjótt til að forðast fjárhagstjón: ,,Framlengt stríð er engu ríki í hag: 100 sigrar í 100 bardögum er einfaldlega fáránlegt. Sá sem skarar framúr í að sigra óvin, sigrar hann áður en ógn hans verður að veruleika.

Sun Tzu lagði áherslu á mikilvægi staðsetningar í hertækni. Ákvörðunin um að staðsetja her verður að byggjast á bæði hlutlægum aðstæðum í umhverfi og huglægum skoðunum annarra, með öðrum orðum samkeppnishæfni þátttakenda í því umhverfi. Hann taldi að herstefna væri ekki í skilninginum áætlun, sem væri eins konar listi sem unnið væri eftir, heldur þyrfti að vera með skjót og viðeigandi viðbrögð við breyttilegum aðstæðum. Með öðrum orðum að skipuleggja við stjórnaðar aðstæðum; en bregðast við í síbreytilegu umhverfi rekist samkeppnisáætlanir á og óvæntar aðstæður verði til.

Verkið skiptist í 13 kafla sem eru eftirfarandi:

1. Mat á smáatriðum og áætlanagerð. Í þessum kafla er kannaðir fimm grundvallarþættir (aðferðina eða leiðina, árstíðir, landslag, leiðtogahæfileika og stjórnun) og sjö atriði sem ákvarða niðurstöður hernaðarátaka. Með því að íhuga, meta og bera saman þessi atriði, getur herforingi reiknað út möguleika sína á sigri. Sérhvert frávik frá þessum útreikningum mun leiða til mistaka vegna rangra aðgerða. Textinn leggur áherslu á að stríð er mjög alvarlegt mál fyrir ríkið og ekki má hefja það án þess að ígrunda það vandlega.

2. Að heyja stríð. Kaflinn útskýrir hvernig á að skilja efnahagsþátt hernaðarátaka og að árangur sé háður því að vinna skjótt afgerandi sigur í átökum. Í þessum kafli er ráðleggt að til þess að vel heppnaðar hernaðaraðgerðir gangi upp, þurfi að lágmarka kostnaðinn af samkeppni og átök.

3. Herstjórnarleg árás. Kaflinn greinir frá að uppspretta styrks komi af einingu, ekki stærð, og er fjallað um fimm þætti sem þarf til að ná árangri í sérhverju stríði. Þeir eru raðaðir í röð eftir mikilvægi og eru þessi atriði mikilvæg: árás, hernaðarlist, bandalög, her og borgir.

4. Niðurröðun eða dreifing hers. Kaflinn útskýrir mikilvægi þess að verja núverandi stöðu þar til herforingi er fær um að sækja fram frá þeim stað á öruggan hátt. Það kennir foringja mikilvægi þess að þekkja herstjórnarleg tækifæri sem gefast og um leið að kenna eða hjálpa ekki óvininn að skapa tækifæri fyrir sig sjálfan.

5. Herafli. Kaflinn útskýrir notkun sköpunarkrafts og tímasetningu í að byggja upp skriðþunga hers.

6. Veikleiki og styrkur. Kaflinn útskýrir hvernig tækifæri hers koma frá opnun eða breytingu á umhverfi sem orsakast af hlutfallslegum veikleika óvinarins og hvernig á að bregðast við breytingum á flæði á vígvellinum yfir tilteknu svæði.

7. Hreyfingar hers. Í kaflanum er varað við bein átök og hvernig eigi að vinna þessar skærur eða átök sem herforinginn er neyddur til að takast á við.

8. Breytur og aðlögunarhæfni. Hér er fókusað á þörfinni á aðlögunarhæfni og sveigjanleika í viðbrögðum hers. Kaflinn útskýrir hvernig á að bregðast við breyttar aðstæður með góðum árangri.

9. Hreyfing og þróun hersveita. Hér er lýst mismunandi aðstæður þar sem her uppgötvar eða metur sjálfan sig á sama tíma og hann fer í gegnum ný svæði óvinarins og hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum. Mikið af þessum kafla er lögð áhersla á að meta fyrirætlanir annarra.

10. Landssvæði. Hér litið á þrjú almennu svæði fyrirstöðu eða hindrana (fjarlægð, hættum og hindranir) og sex tegundir af vallarstöðum sem skapast út frá þeim. Hvert og eitt af þessum sex sviðum vettvangsstöðva bjóða upp á ákveðna kosti og galla.

11. Vígvellirnir níu.  Hér er lýst níu algengum aðstæðum (eða stigum) í herleiðangri, allt frá tvístrunar til dauðans, og þeim sérstökum áherslum sem yfirmaður þarf að taka tillit til, í þeim tilgang að geta stjórnað þeim til árangurs.

12. Árás með skothríð. Hér er útskýrt almenn notkun vopna og með sérstaka áherslu á að nota umhverfið sem vopn. Þessi hluti fjallar um fimm markmið varðandi árásir, fimm tegundir af árásum byggðar á umhverfisþáttum og viðeigandi viðbrögðum við slíkum árásum.

13. Upplýsingaöflun og njósnir. Hér beinir hann athyglinni á mikilvægi þess að þróa góðan upplýsingagrunn og skilgreina þær fimm upplýsingaveitur sem unnið er eftir og hvernig er best að stýra sérhverja þeirra.

Stríð eða samkeppni er upphaf alls, hin magnaða uppspretta hugmynda, uppfinninga, þjóðfelagsstofnanna og ríkja. Þetta vissi Sun Tsu, hinn mikli herkænskusnillingur sem var uppi 500 f.Kr. og bjó í einu af fjölmörgum kínversku ríkjum sem þá voru uppi, en hann var eitt sinn kallaður á fund kínversk konungs og varð hann frægur í kjölfarið.

Hér er frásögn af því hvernig Sun Tsu varð frægur: Konungurinn af Wu átti von á innrás nágrannaríkis og leitaði hann því ráða hjá Sun Tsu hvernig mætti vinna sigur. Hann taldi svo vera mögulegt, þótt her konungs væri lítill í samanburði við innrásarliðið. Konungurinn sagði þá, ef svo er, gætir þú þjálfað hirðmeyjar mínar sem eru kjánar og flissa yfir öllu? Já var svarið. Svo var tekið við þjálfunina.

Sun útnefndi tvær hirðmeyjana sem leiðtoga og gaf fyrirmæli um hvernig eigi að fylkja liði o.s.frv. Svo byrjaði æfingin, en hirðmeyjarnar flissuðu bara og ekkert gerðist, einnig hjá kvenleiðtogunum. Þá sagði Sun Tsu, kannski voru fyrirmæli mín ekki skýr og hann endurorðaði fyrirmæli sín á einfaldari hátt. En allt fór á sama veg, hirðmeyjarnar sprungu úr hlátri þegar herþjálfunin hófst á ný. Sun Tsu sagði að ef fyrirmæli eru óskýr, þá er það hershöfðingjanum að kenna. En ef fyrirmælin er skýr og einföld, þá er það undirforingjunum að kenna að fyrirmælunum var ekki fylgt. Það var bara ein leið til að sannfæra þáttakendur um að honum væri dauðans alvara og stríð væri barátta upp á líf og dauða. Hann hálshjó báðar hirðmeyjarnar sem skipaðar höfðu verið undirforingjar. Öllum varð þar með ljóst hvað hann átti við og frekari hvatningu þurfti ekki við. Fyrirmælum hans var fylgt út í fylgstu æsar.

Sun Tsu stjórnaði litla her kínverska konungsins af Wu til sigurs gegn mun stærri her.

Þrjár meginlexíur Sun Tsu:

1) Þekktu óvin þinn og þig sjálfan og í 100 orrustum verður þú aldrei í háska.

2) Að sigra 100 orrustur er ekki merki um stríðshæfni þína heldur það að yfirbuga óvin þinn án bardaga, það er málið.

3) Forðist allt sem er sterkt en ráðist á það sem er veikt.

Viðskiptastríð

Það má yfirfæra þessar lexíur Sun Tsu yfir á viðskiptalífið. Þar eiga fyrirtækin í harðri samkeppni.

Ef leiðtoginn (forstjórinn) er ekki með skýra sýn á viðgang fyrirtækisins og markmið, og ef hann kemur skilaboðunum ekki skýrt til undirmanna sinna, millistjórnanda og svo undirmanna þeirra, þá er tap næsta víst. Fyrsta niðurstaða er því sú að lífið er samkeppni. Samkeppni er ekki aðeins það sem heldur lífi í viðskiptum heldur viðskipti lífsins sjálfs – friðsamleg þegar hráefni er nóg, ofsafengin þegar það skortir.

Næsta niðurstaða er að lífið er fólgið í vali. Sumir viðskiptaaðilar fara með sigur af hólmi í baráttu sinni um verkefni (hráefni o.s.frv.) en aðrir lúta í lægra haldi. Þar með er ójafnræði ekki aðeins eðlilegt og meðfætt, það eykst og magnast þegar viðskiptalífið (siðmenningin) gerist margslungið.

Þriðja niðurstaðan er að fyrirtæki verða að endurnýja sig, koma með nýjungar á markaðinn. Stöðnun er ávísun á stöðnun eða gjaldþrot.


Bloggfærslur 1. janúar 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband