Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Það er vinsæl leið fyrir lögfræðinga, þegar þeim gengur illa í viðskiptum og að reka lögmannstofu, að fara í pólitík. Margir fara í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka samhliða lögfræðinámi, sem n.k. plan B. Það er hægt, ef þingsæti næst ekki, að fá feita stöðu innan ofurvaxið stjórnkerfi.
Þórdís hefur farið þessa leið og komið sér vel innan flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist vera krónprinsessan að stóli Bjarna Benediktssonar, vel vörð gegn árásum andstæðinga sinna innan flokksins með vináttu og fylgispekt við formanninn. En verkin tala. Það er ekki nóg að vera pólitískt vel tengd, viðkomandi verður að vera starfi sínu vaxinn.
Utanríkisráðherra hefur ítrekað sýnt að hún lætur flokkshagsmuni og hagsmuni annarra en Íslendinga ganga fyrir. Nú skal telja upp mistakaferilinn sem lengist með hverjum degi.
Samskipti Íslands við Rússland í valdatíð Þórdísar
Fyrir hið fyrsta, er það næsta ótrúlegt að Ísland hafi rofið stjórnmálasambandi við Rússland með lokun sendiráð Íslands í Moskvu og de facto brottrekstur rússneska sendiherrans frá Íslandi. Margt hefur gengið á síðan seinni heimsstyrjöld með samskipti Rússlands (og forvera þess, Sovétríkin) við Vesturlönd. En Bandaríkjamenn hafa ekki farið svona langt og íslenski utanríkisráðherra og halda diplómata dyrunum opnum. Ísland hefur aldrei áður rofið diplómatísk samskipti við Sovétríkin/Rússland, þrátt fyrir allar innrásir þeirra í Austur-Evrópu og Afganistanstríðið.
En það virðist vera rauður þráður í utanríkisstefnu Þórdísar (ekki Íslands), fjandskapur við Rússland. Sjá má það af ótrúlegri stefnubreytingu Íslands að senda vopn og fjármagn til stríðanda aðila, Úkraínu. Nú síðast framdi hún enn eitt pólitískt harakíri með afskiptum af innanríkismálum í Georgíu og þátttöku í pólitískum mótmælum! Þetta er fáheyrt og jafngildir því ef utanríkisráðherra Rússland kæmi til Íslands og tæki þátt í mótmælum Hamasliða á Austurvelli. Það myndi heyrast hljóð úr strokki!
Ekki misskilja afstöðu bloggritara gagnvart Úkraínustríðinu, hann er alfarið á móti þessu stríði og samúð hans með Úkraínu er mikil. En mörg mistök voru gerð á leiðinni, frá 2014 til 2024, sem leiddu til þessa stríðs en ekki er ætlunin að fara út í hér. Hér er athyglinni beint að vanhæfi og mistökum utanríkisráðherra. Förum aðeins í forsöguna, samskiptin við Rússlands síðan íslenska lýðveldið var stofnað 1944.
Stofnun stjórnmálasambands og upphaf viðskipta landanna
Ísland og Rússland (þá Sovétríkin) stofnuðu formlegt stjórnmálasamband árið 1944, sama ár og Ísland lýsti yfir fullveldi. Ísland sá ekkert athugavert við að eiga í samskiptum við einn af mestu fjöldamorðingjum sögunnar, Jóseph Stalín. Ísland var þá mikilvægur áningarstaður skiptalesta frá Ameríku til Múrmansk. Viðskipti Íslands við Sovétríkin frá 1944 til 1991 voru töluvert mikilvæg fyrir bæði löndin, þrátt fyrir pólitískar andstæður þeirra á Kalda stríðinu.
Strax eftir 1944 stofnuðu Ísland og Sovétríkin stjórnmálasamband og fljótlega eftir það hófust formleg viðskipti.
Fiskveiðiþjóðin Ísland hafði fisk og sjávarafurðir til að selja. Helsti útflutningsvara Íslands til Sovétríkjanna var fiskur og aðrar sjávarafurðir. Sovétríkin voru mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, og þetta átti stóran þátt í efnahagsuppgang Íslands.
Samskipti og viðskipti í Kalda stríðinu
Á þessum tíma voru samskiptin milli Íslands og Sovétríkjanna í takt við þá pólitísku spennu sem einkenndi kalda stríðið. Ísland var hluti af NATO og stóð með Vesturveldunum, en þó áttu þessi lönd einnig efnahagsleg samskipti, einkum varðandi fiskveiðar.
Margir viðskiptasamningar voru gerðir á tímabilinu. Á fimmta og sjötta áratugnum voru gerðir nokkrir viðskiptasamningar milli Íslands og Sovétríkjanna. Þessir samningar tryggðu Íslandi markað fyrir sjávarafurðir sínar og Sovétríkin fengu í staðinn ýmsar iðnaðarvörur og tæknibúnað frá Íslandi.
Viðskiptajafnvægi var í góðu lagi. Íslendingar reyndu að viðhalda jákvæðu viðskiptajafnvægi við Sovétríkin með því að auka útflutning á fiski og sjávarafurðum. Sovétríkin keyptu einnig ýmsar landbúnaðarvörur frá Íslandi. Á köflum var hálfgerð vöruviðskipti að ræða. Hver kannast ekki við bifreiðarnar Lödu og Moskvít?
Áhrifin á efnahag Íslands
Efnahagslegur ávinningur var mikill. Viðskiptin við Sovétríkin voru mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf, sérstaklega fyrir sjávarútveginn. Sovétríkin voru á tímabili eitt stærsta viðskiptaland Íslands.
En það var ekki bara verslað með fisk. Þekking og tækni var með inni í myndinni. Íslensk fyrirtæki fengu aðgang að tækni og þekkingu frá Sovétríkjunum, sem hjálpaði til við að þróa iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Sovétmenn reyndust haukur í horn með Íslendingum er við áttum í þorskastríðum við "bandamann okkar, Breta. Þegar löndunarbann var sett á íslensk fiskiskip í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, stóðu viðskiptadyrnar opnar við Sovétríkin. Bandaríkin drógu þá lappirnar.
Stjórnmálaleg áhrif
Þrátt fyrir að Ísland væri aðili að NATO og stæði með Vesturveldunum, reyndi landið að halda uppi viðskiptasamböndum við Sovétríkin og aðrar austurblokkar þjóðir. Þetta var hluti af stefnu Íslands að vera hlutlaust í viðskiptum og nýta tækifæri á báða bóga.
Breytingar eftir fall Sovétríkjanna
Eftir að Sovétríkin leystust upp árið 1991, varð Rússland arftaki þeirra og tók við stjórnmálasambandi við Ísland. Samskipti milli Íslands og Rússlands urðu opnari og fjölbreyttari á þessum tíma.
Efnahagsleg samskipti urðu mikilvæg, sérstaklega varðandi fiskveiðar og sjávarafurðir. Rússland hefur verið mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk og sjávarafurðir allar götur síðan 1944.
En aðstæður voru breytilegar. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991, urðu verulegar breytingar á viðskiptasamböndum Íslands. Ný markaðshagkerfi risu upp í stað ríkisrekna efnahags Sovétríkjanna, og Ísland þurfti að laga sig að þessum nýju aðstæðum.
Þrátt fyrir breytingarnar, héldu efnahagsleg samskipti áfram við ný ríki sem urðu til við fall Sovétríkjanna, sérstaklega Rússland, sem tók við af Sovétríkjunum sem helsti viðskiptaaðili.
Staðan í nútímanum
Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið þokkalega góð, en þó hefur Ísland tekið þátt í aðgerðum NATO og ESB gegn Rússlandi þegar það hefur átt við, til dæmis í tengslum við refsiaðgerðir vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu.
Þróun samskipta. Þrátt fyrir efnahagslega og pólitíska áskoranir hafa löndin haldið áfram að eiga í diplómatískum samskiptum. Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á viðskipti, menningu og ferðamennsku en þetta hefur breyst síðan Þórdís settist í stól utanríkisráðherra.
Helstu áskoranir og framtíðin
Stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Alþjóðapólitíska ástandið getur haft áhrif á samskiptin, sérstaklega ef deilur magnast milli Vesturlanda og Rússlands.
Samstarf á Norðurheimskautssvæðinu er í uppnámi en Rússar hafa dregið sig í hlé síðan stríðið í Úkraínu hófst. Ísland og Rússland hafa bæði áhuga á þróun og nýtingu auðlinda á Norðurheimskautssvæðinu, sem gæti leitt til bæði samvinnu og samkeppni í framtíðinni.
Stjórnmálasamband Íslands við Rússland er því í stöðugri þróun, mótað af bæði sögulegum og samtímalegum þáttum, og framtíðin mun ráðast af bæði tvíhliða samskiptum og alþjóðlegum aðstæðum en ekki af skyndiákvörðunum núverandi utanríkisráðherra.
Að lokum
Innandyra innan utanríkisráðuneytið virðist vera líka spilling, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar, var skipaður sendiherra Íslands í Washington af Þórdísi að undirlagi Bjarna. Látum það liggja milli hluta, skaðinn er minni en stefna utanríkisráðherra sem virðist vera að eyðileggja áratuga langa utanríkisstefnu Íslands.
Undirlægjuháttur Íslands gagnvart ESB er áberandi í valdatíð utanríkisráðherra sem sjá má af framgangi bókunar 35 með valdaafsali Íslands til sambandsins.
Að ein manneskja skuli geta gert svona mikil skaða er ótrúlegt. Það verður að hugsa í áratugum, ekki árum. Það virðist fjarri huga utanríkisráðherra. Hvað gerist eftir Úkraínu stríðið?
Lögfræðingar eru ágætir út af fyrir sig og ágæt efni í þingmanninn. En öðru skiptir þegar komið er að stjórnkerfinu og stjórnun ráðuneyta. Gott væri að ráðherra hafi einhverja þekkingu á málaflokknum sem hann stýrir en ef þingmaður verður utanríkisráðherra, er næsta nauðsyn að hann kunni einhver skil á sögu og alþjóðasamskipti. Svo er ekki fyrir að fara með núverandi utanríkisráðherra, því miður en hún sjálf virðist vera hin vænsta manneskja en hér virðist lögmál Peters gilda en það er:
Lykilatriði Pétursreglunnar
Stöðuhækkun byggt á frammistöðu: Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.
Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni. Peter Principle
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.5.2024 | 12:56 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir slæmu ástandi á Joseph Biden, bæði líkamlega og andlega. Eftir mörg föll opinberlega, treystir hann sér ekki til að ganga sómasamlega frá Air Force 1, fer út um bakdyr vélarinnar þar sem eru með færri þrep og nú er hann umkringdur fólk er hann gengur úr Marine 1 sem er þyrla forseta embættisins og telja menn að það sé til að leyna stirbursagang hans.
Andlegt ástand hans er svo slæmt, að hann ratar ekki af sviði og þarf minniskort til að segja góðan daginn við viðmælendur sína. Þetta er sorglegt að horfa á, því að nokkuð ljóst er að hann mun ekki lifa af ef hann verður kosinn forseti í annað sinn.
Annar verri valkostur er þá í boði, sem er Kamila Harris, sem var valin vegna litarháttar og kyni, ekki verðleikum. Jafnvel demókratar óar við að fá hana sem eftirmann Biden. Orðasalatið sem kemur frá henni er sambærilegt við það sem Biden framleiðir. En demókratar eru fastir í eigin vef. Aðeins sex mánuðir í næstu kosningar og erfitt að finna nýjan forseta á elleftu stundu. Valdaklíkan í kringum Biden tókst að koma í veg fyrir hallarbyltingu innan Demókrataflokksins.
Demókratar eru þó með varaskeifur á hillunni, Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu er á hliðarlínunni og hefur æft sig í hlutverkinu með heimsóknir erlendis. En allt stefnir þó í slag Bidens og Trumps nema Biden afsaki sig vegna heilsubrest eða hallarbylting verði. Málaferlin gegn Trump eru ekki að ganga upp og því fátt um fína drætti hjá demókrötum til vinna næstu kosningar, sem eru þingkosningar og forsetakosningar.
Biden bjargaði sér fyrir horn er hann náði að flytja árlega ræðu sína (State of union) fyrir Bandaríkjaþing án venjulega mistaka og mismæla. Þótt elliær sé, er metnaðurinn í honum og valdaklíkunni í kringum hans svo mikill, að það verður barist til síðasta blóðdropa Bidens. Menn hafa kennt Jill Biden, eiginkonu hans um að leyfa vitleysunni að ganga og hafa hann áfram í framboði.
Sagt er að þriðjungur kjósenda í Bandaríkjunum séu svo vit...að þeir vita ekki fjölda ríkja í Bandaríkjunum, um þrískiptingu valdsins eða yfirhöfuð nokkuð um pólitík né hefur áhuga. Samt er vitneskjan um slæmt efnahagsástand landsins farið að sía niður til þessa hóps sem finnur fyrir verðbólgunni og hátt matvælaverð en það kostar meðal bandaríska fjölskyldu um 800 dollara meira að til að komast af mánaðarlega en í tíð Trumps. Aldrei hafa eins margir farið svangir í háttinn daglega. Eitt af hverjum 8 heimilum (12,8 prósent) upplifði fæðuóöryggi eða skort á aðgangi að góðu og næringarríku mataræði.
Samkvæmt Feeding America er ástandið slæmt. Á vefsetri þeirra segir: "Fólk vinnur hörðum höndum að því að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, um það bil 49 milljónir manna - það er einn af hverjum sex einstaklingum í Bandaríkjunum - treystu enn á mataraðstoð frá góðgerðarsamtökum eins og Feeding America árið 2022." Hunger in America Þetta er velferðaríkið Bandaríkin og mesta hernaðarveldi heims sem getur ekki brauðfætt eigin borgara en hefur næga peninga í stríð erlendis.
Bandaríkin eru að fjármagna og reka tvö stríð, í Ísrael og Úkraínu og á sama tíma að reka erlenda heri víðsvegar um heim. Þegar Bandaríkjaþing afhenti á silfurfati bæði ríkin um 90 milljarða Bandaríkjadollara, fór framhjá flestum að mörg ríki í Asíu fengu hlutdeild í fjárframlaginu. Skuldaþakið er komið upp í 34,4 billjónir (á ensku: trilljónir) Bandaríkjadollara og bætist 1 billjón (trilljón) við á 100 daga fresti. Ríkið er á hraðferð í gjaldþrot.
Mestu skuldirnar hafa komið á tímum forseta 21. aldar. Bush, Obama, Trump og Bidens söfnuðu allir skuldir en Obama og sérstaklega Biden eiga mestu sökina. Í valdatíð Bidens, þrjú ár, hafa skuldirnar aukist um 6,24 billjónir Bandaríkjadali. Það er ekki bjart framundan í Bandaríkjunum.
Billjón er 10 með tólf núllum...1.000.000.000.000
1012 |
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.4.2024 | 09:08 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allra augu eru á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum n.k. nóvember. En það vill gleymast að kosið verður líka í Öldungadeildinni í sama mánuði. Kosið verður um þrjátíu og þrjú af 100 sætum í öldungadeild Bandaríkjanna í reglulegum kosningum þann 5. nóvember.
Öldungadeildarþingmönnum er skipt í þrjá flokka þar sem sex ára kjörtímabil er skipt þannig að annar flokkur er kosinn á tveggja ára fresti. 1. flokks öldungadeildarþingmenn munu standa frammi fyrir kosningu árið 2024.
Frá og með apríl 2024 sækjast tuttugu og fjórir öldungadeildarþingmenn (15 demókratar, 9 repúblikanar og tveir óháðir en eru í raun demókratar) eftir endurkjöri árið 2024.
Tveir repúblikanar í öldungadeildinni (Mike Braun frá Indiana og Mitt Romney frá Utah), fjórir demókratar í öldungadeildinni (Ben Cardin frá Maryland, Tom Carper frá Delaware, Debbie Stabenow frá Michigan og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og einn óháður öldungadeildarþingmaður (Kyrsten Sinema frá Arizona) sækjast ekki eftir endurkjöri.
Laphonza Butler, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem var skipuð í núverandi sæti hennar árið 2023, sækist ekki eftir kosningu árið 2024.
Annar þessar tveggja öldungadeildar þingmenn repúblikana er svo kallaður RHINO (repúblikani að nafninu einu) en það er Mitt Romney og harður andstæðingur Trump. Hann er í raun fulltrúi leifar af andstæðingum Trumps innan flokksins. Mitch McConnell sem er leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni og mjög veikur leiðtogi lætur af leiðtoga hlutverkinu eftir kosningar. Hann er svo illa farinn að hann fékk tvisvar sinnum heilablóðfall í miðjum ræðum. Hann hefur ekki reynst stuðningsmaður Trump en búast má við að Ted Cruz taki við af honum en líklegt er samkvæmt skoðanakönnunum að hann verði áfram þingmaður Texas í Öldungadeildinni.
Í raun þurfa demókratar að verja 17 sæti af 25 sem eru í boði en þeir hafa nauman meirihluta 51 sæta í Öldungadeildinni (demókratar 49 og 3 "óháðir" en eru í raun demókratar). Allar líkur eru því á að demókratar glati meirihlutanum og andstæðingum Trumps innan repúblikanaflokksins fækki. Ófremdarástand í efnahagsmálum, há verðbólga og matvælaverð, opin landamæri og álitsmissir erlendis hefur sín áhrif á kjósendur.
Fulltrúaþingkosningarnar 2024 verða haldnar 5. nóvember 2024, sem hluti af kosningunum í Bandaríkjunum 2024, til að kjósa fulltrúa frá öllum 435 þingumdæmunum í hverju 50 ríkja Bandaríkjanna, auk sex fulltrúa án atkvæðisréttar. frá District of Columbia og byggðum bandarískum svæðum. Sérstakar kosningar geta einnig verið haldnar á ýmsum dögum allt árið 2024. Fjölmargar aðrar sambands-, fylkis- og sveitarstjórnarkosningar, þar á meðal forsetakosningar í Bandaríkjunum og kosningar til öldungadeildarinnar, verða einnig haldnar á þessum degi eins og áður sagði. Sigurvegarar þessara kosninga munu sitja á 119. Bandaríkjaþingi, þar sem sætum er skipt á milli ríkja miðað við manntal Bandaríkjanna 2020.
Búist er við því að kosningarnar verði mjög spennandi og spár benda til þess að munur á flokkunum tveimur sé innan við 5 sæti. Samkeppnishæfni kosninganna stafar að hluta til af því að 118. Bandaríkjaþing var talið meðal þeirra minnstu afkastamikla síðan 72. þingið 1931 til 1933, sem hefur stuðlað að 13% fylgi.
118. þingið er einnig talið vera dramatískt, með atburðum eins og þingforseta kosningunum í janúar 2023, skuldaþakkreppunni 2023, brottrekstri Kevin McCarthy úr þingforseta, forsetakosningunum í október 2023 og brottrekstri repúblikanann George Santos. Takist Repúblikanaflokknum ekki að halda stjórn á fulltrúadeildinni væri þetta í fyrsta skipti síðan í þingkosningunum 1954 sem flokkur missir fulltrúadeildina eftir aðeins eitt kjörtímabil á þinginu.
Frá og með apríl 2024 hafa samtals 43 fulltrúar og 2 fulltrúar án atkvæðisréttar (25 demókratar og 20 repúblikanar) tilkynnt um starfslok sín, 18 þeirra (11 demókratar og 7 repúblikanar) eru að hætta til að bjóða sig fram til annarra embætta. Það er því barist um fleiri demókrata sæti í Fulltrúadeildinni líkt og í Öldungadeildinni.
Svo eru það aðal kosningarnar, forsetakosningarnar í nóvember, þar sem Trump er með meirihluta atkvæða samkvæmt núverandi skoðanakönnunum. Útlitið er því bjart framundan meðal repúblikana, helst er sundurþykki milli þeirra að sliga þá en það kann að breytast með næstu kosningum og nýju fólki og nýju umboði til valda.
Og áhrifin munu ná út fyrir landsteinana. Trump semur um frið í Úkraínu á fyrstu dögum sínum sem forseti, NATÓ - ríkin öll munu verja 2% af landsframleiðslu í varnarmál, Íran verður útlagaríki og Kína heldur sig á mottunni og ræðst ekki á Taívan. Mögulega mun friður vera gerður við Norður - Kóreu.
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.4.2024 | 12:06 (breytt kl. 15:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚV er með yfirgripsmikla samantekt á dómsmálunum fjórum gegn Trump en þótt hún sé umfangsmikil, þá er margt athugavert við fréttaflutninginn og ætla mætti við lesturinn að málin eigi við rök að styðja en svo er ekki. Sjá slóð: Allt sem þú þarft að vita um dómsmálin fjögur gegn Trump
Dómsmál nr. 1 - "uppreisnin" í Capitol Hill. Þegar Joe Biden var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2020 er Donald Trump sakaður allt hvað hann gat til að grafa undan niðurstöðunum og það hafi náð hámarki með uppþoti stuðningsmanna Trumps í Capital Hill.
Þar er fullyrt að "Sjö létust, þar af voru lögreglumenn sem sviptu sig lífi skömmu eftir innrásina." Þetta er beinlínis rangt. Það lést enginn þennan dag nema kona sem gekk friðsamlega um ganga þinghúsins (fyrrum hermaður) sem var skotin af færi af lögreglumanni staðarins. Trump kvatti til friðsamlegra mótmæla vegna niðurstaðna kosninganna og endurtalningu atkvæða sem hann hefur fullan rétt á samkvæmt reglum lýðræðis. Hann var einnig reiðubúinn til að kveða út þjóðvarðliðið til varnar þinghúsinu en Nancy Pelosi, forseti Fulltrúardeildarinnar og demókrati hafnaði boðinu. Það má mótmæla friðsamlega í lýðræðisríkjum, ennþá. Hann er því ekki sakaður um uppreisn gegn ríkinu en óbeint stuðlað að uppþotinu. Ekki eru öll kurl komin til grafar með málið.
Dómsmál nr. 2 - Stormy Daniels. Donald Trump á að hafa sofið hjá klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels árið 2006. Í október 2016, mánuði áður en hann var kjörinn forseti, keypti lögmaður Trumps þagmælsku hennar um náin kynni þeirra fyrir 13 þúsund dollara. Trump millifærði á lögmann sinn, Michael Cohen, þá upphæð sem hann lagði út fyrir þagmælsku hennar en RÚV kallar þetta múturgreiðslur sem er óheppilegt orðalag. Saksóknari heldur því fram að múturnar, sem ekki eru ólöglegar í sjálfu sér, hafi verið greiddar til þess að styrkja stöðu Trumps sem forsetaframbjóðanda. Með réttu hefði því átt að telja millifærslur Trumps til Cohens fram sem framboðskostnað að sögn RÚV, en það var ekki gert. Í því felst hið meinta lögbrot. Trump heldur hins vegar fram að þetta hafi verið flokkað sem lögfræðikostnaður og ekkert banni að einstaklingar geri upp á sín á milli einkaréttarmál.
Það sem er óvenjulegt við málið er að kerfið skuli skipta sér af einkaréttarmáli og það bendir til að þetta mál eins og öll hin þrjú séu tilbúin til að klekkjast á Trump og halda honum uppteknum við réttarhöld í stað þess að vera á framboðsfundum. Þetta brýtur allar hefðir en FBI hefur alltaf látið öll mál sem varða frambjóðendur, 6 mánuðum fyrir kosningar, vera í kyrrþey. Með öðrum orðum eru þetta pólitísk afskipti af forsetakosningunum.
Dómsmál nr. 3 - Kosningaafskipti í Georgíu. Að hafa dreift lygum um kosninganiðurstöðurnar og farið þess á leit við embættismenn í Georgíu að kollvarpa þeim segir RÚV en þetta er ekki næg skýring hjá RÚV. Eina sem Trump gerði var að hringja í fólk sitt í Georgíu og spyrja hvort það leynist ekki 10 þúsund atkvæði í viðbót sem ætluð eru honum. Það var allur glæpurinn. Georgía var og er nefnilega "swing state", þar sem naumt er á mununum. Hann á stjórnarskrár varinn rétt og beinlínis skylda að véfengja úrslitin ef hann telur á sig hallað sem hann og gerði. Setning eins og "Trump reyndi hvað hann gat til að kollvarpa niðurstöðum kosninganna 2020 um gervöll Bandaríkin. Hvergi gekk hann þó eins hart fram og í Georgíu, þar sem hann tapaði naumlega." Lýsir eiginlega hugarfari viðkomandi fréttamanns sem væntanlega er frá CNN en RÚV þýddi. Allir eiga rétt á að véfengja niðurstöður kosninga og gerðist það síðast í seinustu Alþingiskosningum að frambjóðandi mótmælti talningu atkvæða.
Dómsmál nr. 4 - Geymsla óleyfilegra leyniskjala. Allir forsetar hafa tekið með sér skjöl er þeir yfirgefa Hvíta húsið, þeir fengið tíma til að sortera einkaskjöl frá opinberum. Obama hefur til dæmis ekki skilað öllum skjölum en Trump er eini forsetinn sem er ásakaður um að hafa brotið af sér. Málið er að forsetinn getur sett leyniskjala stimpilinn á skjöl eða tekið hann af. Enginn annar hefur þann rétt. Merkilegast í þessu máli er að Biden var staðinn að þessu sama en hann sankaði að sér skjölum sem öldungadeildarþingmaður og varaforseti og í hvorug skiptin hafði hann heimild til þess. Klár lögbrot en hann var úrskurðaður ósakhæfur vegna vitsmunaglap, gæti ekki staðist réttarhöld og málið þar með úr sögunni.
Svona er mismunað eftir því hvort menn eru Trump eða einhver annar. Til að sjá hlutdrægnina í frétt RÚV má taka þessa setningu: "Leyniskjölin fundust meðal annars á heimili Trumps að Mar-A-Lago í Flórída, þar sem heilu kössunum hafði verið staflað upp á víð og dreif." Hið rétta er að leyniþjónustan vaktar Mar-A-Lago allan sólarhringinn, skjölin voru geymd í læstri geymslu en FBI útsendarar dreifðu skjölunum um öll gólf til að láta líta út eins og þau hafi legið víð og dreif. Það var hins vegar Biden sem geymdi ólöglega leyniskjöl í opnum bílskúr í handónýtum pappakössum svo árum saman á heimili sonar síns, í Kínahverfi og annars staðar.
Svona er pólitíkin orðin rotin í Bandaríkjunum, réttarkerfið misnotað í þágu annars stjórnmálaflokks landsins. Umheimurinn er að horfa á sápuóperu í beinni frá Bandaríkjunum daglega og er þetta mikill álitshnekkir fyrir forvígisþjóð lýðræðisríkja heims.
Nýjasta nýtt er nú vilja demókratar taka vörslu leyniþjónustunnar af Trump, svo að það sé örugglega hægt að drepa hann í friði.
Utanríkismál/alþjóðamál | 24.4.2024 | 14:27 (breytt kl. 16:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt nýjustu fréttum ætla Ísraelar ekki að hefna sín eftir eldflauga- og drónaárás Írans á landið. Það verður að teljast óvenjulegt ef satt er. Spurningin er hvort þeir séu í refskák og ætli óvænt að gera árás á óvæntum tíma?
Þetta er nefnilega kjörið tækifæri, sem Ísraelar hafa beðið eftir í meir en áratug, að gera árásir á kjarnorkustaði Írana. Það er mjög erfitt fyrir Ísarelar að ráðast á leynilega kjarnorkustaði Írana en auðvelt að ráðast á innviðina, á olíuframleiðslu þeirra og lama efnahag þeirra. Líklegt er að netárásir verði gerðar á skotmörk í Íran.
Taktíkst er betra að gera árás á Íran núna, en að bíða eftir að kjarnorkuvopnabúr Írana verði stórt. Deilt erum hvort þeir séu þegar komnir með kjarnorkuvopn eða ekki. En svo er það að Ísraelar eru að bíða eftir efnahagspakka frá Bandaríkjunum og þeir mega ekki við að styggja stjórn Bidens sem er mjög tvístígandi í öllum sínum aðgerðum. Svo geta þeir beðið eftir niðurstöðum forsetakosningana í Bandaríkjunum í nóvember og nýtt sér tímabilið frá 5. nóvember til 20. janúar þegar vald forsetans er í lamasessi. Ágreiningur Ísarela og Írana er nefnilega ekkert að fara.
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.4.2024 | 09:46 (breytt kl. 10:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar blikur eru á lofti um heimsfriðinn, þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig margar spurningar: Er öryggi Íslands tryggt? Varnir í lagi? Eru nægar olíubirgðir í landinu? Eru nægileg magn af matvælum til? Þurfum við að koma upp korngeymslum fyrir komandi stríð? Eru við með varahluti fyrir nauðsynlegt viðhald á orkumannvirkjum og öðrum nauðsynlegum mannvirkjum? Erum við með nægilegar varnir gagnvart netárásum sem verða reyndar fyrstu árásirnar í komandi stríði, þar sem reynt verður að hakka og eyðileggja orku innviði o.s.frv. Landið er orðið svo háð netinu í dag og tölvum að auðvelt er að loka á nútíma samfélag með markvissri netárás.
Við erum með þjóðaröryggisráð sem er frábært en er það rétt skipað mannskap? Er einhver á tánum dags daglega? Þessar spurningar vakna þegar bloggari hlustar, les og horfir á alþjóðasérfræðinga sem margir hverjir berja stríðsbumburnar hratt þessa daganna. Hafa gert reyndar um misseri. Meira segja svefnburkurnar í Brussel eru vaknaðar og hafa áhyggjur af heimsfriðinum.
Valda jafnvægið er raskað. Það er alveg ljóst. Heimurinn er að reyna að átta sig á stöðunni, hver er sterkastur og mun einhver láta til skara skríða? Allt vegna þess að einpóla heimsveldið er í höndum örvasa gamalmennis í Washington sem veit ekki hvaða dagur er í dag og það þýðir að litlu karlarnir fara af stað með sín svæðisbundnu markmið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 6.4.2024 | 11:24 (breytt kl. 20:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Nú á dögum er sósíalismi oftar en ekki klæddur í klæðum umhverfishyggju, femínisma eða alþjóðlega umhyggju fyrir mannréttindum.
Allt hljómar þetta vel óhlutstætt. En prófaðu að klóra í yfirborðið og þú munt eins líklega og ekki uppgötva andkapítalisma, niðrandi og afskræmandi kvóta og afskipti af fullveldi og lýðræði þjóða.
Ný slagorð: gamlar villur."
____
Miðvikudagurinn 14. maí,2003 Margaret Thatcher.
Ræða til Atlantshafsbrúarinnar.
https://www.margaretthatcher.org/document/111266
Utanríkismál/alþjóðamál | 21.3.2024 | 18:14 (breytt kl. 19:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í einu af fjórum furðumálum fyrir bandarískum dómsstólum er Trump sakaður um að ofmeta verðmæti eigna sinna er hann sótti bankalán. Bankinn, einn af virtustu bönkum heims, gerði auðvitað eigin könnun á virði eigna Trumps. Niðurstaðan var að lánið var veitt, það greitt upp í top og allir málsaðilar ánægðnir nema saksóknarar á vegum demókrata. Þarna sáu þeir möguleika á að koma höggi á Trump.
Búið var til eitt furðulegasta dómsmál í sögu New York, og dómari sem dæmdi í málinu, talinn vera hliðhollur demókrötum dæmdi Trump sekan (ekkert fórnarlamb í málinu, enginn kærði). Sektin, á sér ekki fordæmi í sögu Bandaríkjanna, já bókstaflega hæsta sekt sem dæmt hefur verið í bandarískri dómssögu. Til marks um hversu pólitískt málið er, að sá "seki", Trump, fær ekki nægilegan tíma til að safna upp í sektargreiðsluna, og hann á samt að reiða fram tryggingar upp á $450 milljónir, þótt málið hafi verið skotið áfram á æðra dómsstig.
Eins og sagði, málið er hið furðulegasta. Hver hefur ekki sett verðmiða á húseign sína er hann sækir um lán og reynt að gera eign sína sem verðmætasta í augum bankans? Mat eigna er alltaf háð verðmati viðeigandi aðila.
Merkilegt við dóminn er að það er enginn kviðdómur, einn dómari og einn aðalsaksóknari. Réttarhöldin eru dómsuppkvaðning, sem þýðir að endanleg ákvörðun um hvort meðákærðu séu ábyrgir og hvers kyns skaðabætur eða refsingar hvílir á Engoron dómara einum.
Erfitt er fyrir jafnvel milljarðamæring að reiða fram $450 milljónir dollara í reiðuféi en ljóst er að hann á eignir fyrir dóm sektinni og því eru skilyrðin sem dómarinn setti ansi ströng.
Fyrr á þessu ári áætlaði Forbes Magazine að eignir hans í New York einar og sér væru 720 milljóna dala virði af áætluðum 2,5 milljörðum dala í heildareign. Trump segist ekki eiga þessa upphæð handbæra. Hann mun hitta Elon Musk í næstu viku. Mun sá síðarnefndi bjarga honum úr snörunni?
Utanríkismál/alþjóðamál | 20.3.2024 | 08:37 (breytt kl. 08:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er venjulega talað um þrjú form stjórnkerfa, konungsdæmi, lýðræði og harðstjórn í sögulegu samhengi og hefur verið frá upphafi siðmenningar fyrir 10 þúsund + árum. Áður ríkti ættbálkastjórn og -menning. Þetta eru einkenni borgarmenningu. Byrjum á skilgreiningum og muninn á stjórnarformum:
Konungsríki, lýðræðisríki og einræði/harðstjórn tákna þrjá aðskilda stjórnarhætti, hvert með eigin einkenni og meginreglur um stjórnarhætti:
Í konungsríki er fullveldi í höndum eins einstaklings, venjulega einvalds, sem erfir stöðuna sem byggist á arfgengum arf.
Konungurinn fer með æðsta vald yfir ríkinu og stofnunum þess, oft með völd sem eru ekki háð lýðræðislegu eftirliti eða stjórnarskrárbundnum takmörkunum.
Sögulega séð voru konungsríki ríkjandi stjórnarform, en í dag hafa mörg konungsríki þróast yfir í stjórnarskrárbundið konungsríki, þar sem völd konungsins eru takmörkuð af stjórnarskrá og lýðræðislegar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnarháttum.
Lýðræði er stjórnarform þar sem vald er í höndum fólksins sem fer með það beint eða í gegnum kjörna fulltrúa.
Lýðræðislegar meginreglur fela í sér frjálsar og sanngjarnar kosningar, réttarríki, verndun réttinda og frelsis einstaklinga, aðskilnað valds og ábyrgð stjórnvalda.
Lýðræðisríki miða að því að ákvarðanir stjórnvalda endurspegli vilja meirihlutans um leið og réttindi og hagsmunir minnihlutahópa standa vörð.
Einræði er stjórnarform þar sem vald er safnað í hendur eins einstaklings eða lítils hóps (flokkræði), oft án þess að þurfa að bera ábyrgð á fólki.
Einræðisherrar stjórna venjulega með einræðislegum hætti, bæla niður andóf, stjórna fjölmiðlum og miðstýra valdinu til að halda tökum á valdinu.
Þó að sum einræðisríki geti haft stuðning eða lögmæti almennings, skortir þau oft lýðræðislegar meginreglur um gagnsæi, ábyrgð og virðingu fyrir einstaklingsréttindum.
Þessar stjórnarhættir tákna mismunandi nálganir á stjórnsýslu, með mismikilli þátttöku almennings, frelsi og ábyrgð. Þótt konungsríki, lýðræðisríki og einræðisríki hafi verið til í gegnum tíðina og haldi áfram að lifa saman á mismunandi stöðum í heiminum, getur útbreiðsla og samþykki hvers kerfis verið mismunandi eftir menningarlegum, sögulegum og landfræðilegum þáttum.
Þegar lýðræðið fellur
Það eru margar ástæður fyrir að lýðræðisríki falla. Oftast er það vegna innbyrgðis átaka eða hópur manna nýtir sér lýðræðislegt ferli til að fella það. Dæmi um það er valdataka fasista, kommúnista og aðra hópa.
Lítill hópur fólks getur hugsanlega rænt lýðræðinu með ýmsum hætti, nýtt sér veikleika í kerfinu eða nýtt sér samfélagslegar og pólitískar aðstæður. Hér eru nokkrar leiðir sem þetta getur gerst:
Samþjöppun auðs og valds. Lítill hópur auðugra einstaklinga eða fyrirtækja getur haft óhófleg áhrif á stjórnmálaferlið með hagsmunagæslu, framlögum í herferð og annars konar fjárhagsaðstoð. Þetta getur leitt til stefnu sem fyrst og fremst gagnast hagsmunum ríku elítunnar frekar en breiðari íbúa. Bandaríkin gott dæm um það?
Meðferð fjölmiðla. Hægt er að nota eftirlit eða áhrif á fjölmiðlum til að móta almenningsálitið og stjórna frásögninni og valda þannig kosningum og grafa undan lýðræðislegu ferli. Hægt er að nota áróður, rangar upplýsingar og ritskoðun til að hagræða almenningi og bæla niður ágreining. Þetta var gert á 19. og 20. öld með góðum árangri en síður með tilkomu internetsins. Hefðbundnir fjölmiðlar eiga í vök að verjast en einstaklingurinn er orðinn fréttaveita.
Afskipti af kosningum. Utanaðkomandi aðilar, eins og erlend stjórnvöld eða aðilar utan ríkis, geta reynt að hafa afskipti af lýðræðislegum ferlum með tölvuþrjóti, óupplýsingaherferðum eða öðrum leynilegum aðferðum. Með því að hafa áhrif á kosningaúrslit eða sá vantrausti á kosningaferlið geta þær grafið undan lögmæti lýðræðislegra stofnana.
Reynt á mörk stofnana (e. gerrymandering) og kosningasvindl. Meðhöndlun á kosningamörkum, kúgunaraðferðum eða hlutdrægum kosningakerfum getur hallað leikvellinum í þágu tiltekinnar stjórnmálaflokks eða flokks. Þetta getur leitt til brenglaðrar framsetningar og sviptingar ákveðnum hluta íbúanna.
Yfirvaldstaktík. Kjörnir leiðtogar eða stjórnmálaflokkar geta smám saman rýrt lýðræðisleg viðmið og stofnanir með því að miðstýra valdinu, grafa undan sjálfstæði dómstóla, takmarka borgaraleg frelsi og veikja eftirlit og jafnvægi. Þetta getur leitt til samþjöppunar valds í höndum fárra einstaklinga eða stjórnarflokks og í raun grafið undan lýðræðisferlinu. Sjá má þetta í viðleitni demókrata í Bandaríkjunum, með ofuráherslu á mátt alríkisstjórnarinnar, nota stofnanir og dómstóla til að herja á andstæðinga (Trump og repúblikana).
Spilling og vinsemdarhyggja. Frændhygli (e. nepotismi), mútur og aðrar tegundir spillingar geta grafið undan heilindum lýðræðisstofnana og ýtt undir refsileysi meðal valdaelítu. Þetta getur leitt til þess að opinberar auðlindir eru notaðar til einkahagnaðar og að raddir stjórnarandstæðinga verði jaðarsettar.
Kreppunýting sem leið til valda. Kreppur, hvort sem þær eru raunverulegar eða framleiddar, geta tækifærissinnaðir leiðtogar nýtt sér til að treysta völd og réttlæta valdsstjórnarráðstafanir. Heimilt er að beita neyðarvaldi til að stöðva lýðræðisleg réttindi og bæla niður ágreining í skjóli þess að viðhalda reglu eða þjóðaröryggi. Sjá má þetta í Rússlandi samtímans og Kína.
Í sameiningu geta þessir þættir skapað aðstæður þar sem lýðræði verður viðkvæmt fyrir meðferð og niðurrifjun fámenns hóps einstaklinga eða sérhagsmunaaðila. Að standa vörð um lýðræði krefst árvekni, gagnsæis, sterkra stofnana og virks borgaralegrar þátttöku til að koma í veg fyrir slíkar tilraunir til að ræna og halda uppi meginreglum lýðræðislegra stjórnarhátta.
Hætturnar að lýðræðisríkjum koma líka utanfrá. Opin landamæri reyna á menningu og tungu innfæddra, velferðakerfa, heilbrigðiskerfa og menntakerfa og alla innviði. Rómverjar reynda að vera með lokuð landamæri en tókst ekki til langframa. Afleiðingin var að stórir hópar framandi fólks (germanir) settust að innan landamæra Rómaveldis, fengu lönd, héldu tungu og menningu og bjuggu þar með í hliðarsamfélögum við hliðar rómversku samfélagi. Samheldnin hvarf þar með, og þegar illa áraði, spurði fólk sig, til hvers að vera Rómverjar? Bara skattar, áþján og skyldur um herþátttöku. Menn flúðu á náðir barbaranna, villimennina.
Er hið slíkt sama að gerast í Bandaríkjunum samtímans? BNA bera öll merki hnignunar, ofurskuldir (1 trilljón USD á 100 daga fresti í auknar skuldir), óstjórn á landamærunum, 10 milljónir + sem fara ólöglega yfir landamærin síðastliðin 3 ár, allir innviðir svigna (líkt og á Íslandi), virðist vera varanlegur klofningur í bandarísku þjóðfélagi og mismunandi gildi meðal borgaranna sem ekki virðist vera hægt að sætta. Ameríska öldin á enda?
Lýðræðið mun falla, bara spurning hvenær. Tæki einræðis eru þegar komin fram. Gervigreindin, eftirlitsmyndavélar, róbótar (vélmenni) koma í stað verkamannsins eða hermannsins og önnur tækni gera eftirlit með lífi borgarans næsta auðvelt. Sjá Kína. Borgarinn fær samfélagsstig, plús eða mínus, eftir því hversu löghlýðinn (við yfirvöld) hann er. Hefði George Orwell átt að skýra bók sína 2034 í stað 1984?
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.3.2024 | 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir því sem vald ríkisins eykst minnkar frelsi borgaranna.
Skattlagning kemur í stað hvata, ósjálfstæði kemur í stað ábyrgðar; Fleiri leita til stjórnvalda vegna lífskjara sinna en eigin viðleitni. Þannig liggur samfélagsleg hrörnun og efnahagslegur veikleiki.
Lýðræði snýst ekki um að gefa eftir hverri kröfu heldur um að viðurkenna hinn harða efnahagslega sannleika og standa við hann. Það er aðeins ef maður heldur ströngu eftirliti með opinberum útgjöldum sem maður getur haldið niðri skattlagningu.
Þessa lexíu lærir hin hagsýna húsmóðir fyrsta árs búskapar og kaupsýslumaðurinn við upphaf rekstur sinn en hinu óábyrgu þingmenn aldrei, því þeir eru að sýsla með annarra manna peninga.
Það eru hreinlega ekki til peningar fyrir öllu sem við viljum gera og því verðum við að forgangsraða, alltaf.
Tökum eitt áþreifanlegt dæmi. Í ár er áætlað að það fari 20 milljarðar í hælisleitenda iðnaðinn hið minnsta en Vegagerðin fær 13 milljarða til að gera við handónýtt vegakerfi. Lélegir vegir leiða til dauðaslysa og slysa almennt. Vegagerðin vildi fá 17-18 milljarða og helst 21 milljarða til að vega upp viðhaldsskuld en fær ekki.
Ríkið, sem erum við skattborgararnir og aðstandendur þeirra, ber fyrst og fremst skylda við íslenskt þjóðfélag og borgara, ekki flækinga. Það er eitthvað vitlaust gefið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.3.2024 | 08:14 (breytt kl. 10:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020