Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Slöpp frammistaða Joe Bidens en ekki nógu slöpp

Demókratar eru enn ráðviltir eftir frammistöðu Bidens í gær. Hann átti tvo slæma kafla, er hann kallaði Zelenskí Pútín og ruglaði Harris við Trump. En að öðru leyti skakklappaðist hann í gegnum daginn án mikilli erfiðleika.

Repúblikanar eru kampakátir með daginn, því að þeir vilja að hann haldi áfram og tapi svo fyrir Trump. Ef hann þrjóskast við og heldur áfram, mun hann tapa á móti Trump.  Stuðningsmenn Trump eru það ákveðnir, að þeir mæta á kjörstað en hætt er við að stuðningsmenn (eru nokkir raunverulegir?) Bidens sitji heima. Hatrið á Trump verði ekki nægilega mikið til að nenna að mæta á kjörstað.

En af hverju heldur Biden áfram en verði ekki "brúin" á milli kynslóða eins og hann sagði um 2020? Jú, það stefnir í að Hunter Biden fái á sig fleiri ákærur og lendi í fangelsi með langan dóm.

Öll fjölskyldan sem er flækt í spillingar- og múturmál mun fá á sig holdskefli ákæra þegar repúblikanar taka við dómsmálaráðuneytinu. Það verður uppgjör, þótt Trump segi annað. Þessu hefur blokkritari varað við. Þegar annar flokkurinn byrjar að nota dómskerfið með "lawfare" gegn pólitískum andstæðingum, byrjar vítahringur fæðadeila og hefnda. Lýðræðið í Bandaríkjunum er raunverulega í hættu. Sýnist þó að það eru nægilega margir skynsamir í repúblikanaflokknum sem munu ekki taka þátt í slíku og það gefur von.

Joe Biden verður að vera forseti til að náða soninn og aðra ættingja. Slíkt myndi valda mikla reiði en það mun hann gera er hann segir af sér eða lætur af embætti. Ekkert við því að gera, enda löglegt. Það næsta ólíklegt að hann geti setið næstu fjögur árin. Annað hvort verður hann settur af vegna heilabilunnar, eða hann segir af sér sjálfur og láti Harris fá keflið eða hann látist í embætti enda há aldraður. En sjá bandarískir kjósendur þetta? Já, svo virðist vera en 72% þeirra vilja að hann hætti við framboð sitt.

En enn er tími fyrir demókrata til reyna að skipta um frambjóðanda. Þeir hafa u.þ.b. einn mánuð eða skemmur til stefnu. En þetta er allt í höndum Bidens, hvort hann láti kjörmenn sína af hendi og fjármagnið sem hann hefur safnað og hætti sjálfviljur. 14 milljóir Demókratar kusu hann og það verður erfitt fyrir demókrata elítuna að hunsa grasrótina. Kannski er áætlun hans að sitja hluta úr kjörtímabili, klára Hunter málið og láta svo Harris fá forsetaembættið?


Fall Rómaveldis og hugsanlegt fall Bandaríkjanna

Pax Romana og Pax Americana eru hugtök sem notuð eru til að lýsa veldi þessara stórvelda. Bandarískir fræðimenn hafa áhyggjur af að öld Bandaríkjanna taki enda. Hún gerir það á endanum, líkt og með öll heimsveldi sem rísa og síga í gangverki sögunnar. Spurningin er bara hvenær og hvað tekur við.

Bandaríkjamenn monta sig af því að vera mesta herveldi allra tíma og vera risaveldi. Þeir geta þó ekki státað sig af jafn langri sögu veldis Rómverja, sem stóð í 2000 þúsund ár ef horft er á arftaka Rómverja, Býsan ríkisins.

Hernaðarveldi Rómverja og sigurganga þeirra getur alveg staðist samanburð við Bandaríkin, ef eitthvað er, þá var rómverski herinn einstakur og frumkvöðull í her skipulagi. Allir nútímaherir eru byggðir á rómversku herskipulagi. Líka sá bandaríski.

En hér er ætlunin að bera þessi veldi saman. Erum við að sjá fyrir endalok bandarísku aldarinnar eða eiga Kananir bara slæma tíma um þessar mundir? Förum kerfisbundið í gegnum helstu áhrifaþætti.

Fall Rómaveldis og hugsanleg hnignun Bandaríkjanna eru flókin og margþætt efni sem hægt er að bera saman á ýmsa vegu. Byrjum á pólitíkinni.

Pólitískur óstöðugleiki einkennir bæði veldin, sem kannski er ekki óeðlilegt. Rómaveldi þjáðist af verulegum pólitískum óstöðugleika, með tíðum leiðtogaskiptum og borgarastyrjöldum. Spilling og óhagkvæmni innan stjórnvalda veikti getu ríkisins til að bregðast við ytri ógnum og innri vandamálum. Í Bandaríkjunum má sjá svipaða þróun. Bandaríkin hafa upplifað pólitíska pólun, lokun stjórnvalda og áskoranir við lýðræðisleg viðmið. Áhyggjur af spillingu, hagsmunagæzlu og áhrifum peninga í stjórnmálum endurspegla sum mál sem sást seint í Róm.

Efnahagslegar áskoranir einkenna bæði veldin. Rómverska hagkerfið stóð frammi fyrir alvarlegum vandamálum, þar á meðal verðbólgu, háum skattlagningum og að það að treysta á þrælavinnu. Efnahagslegur ójöfnuður jókst, auður safnaðist meðal elítunnar á meðan almenningur átti í erfiðleikum. Spegilmynd þessa má sjá í Bandaríkjunum. Þau standa frammi fyrir efnahagslegum vandamálum eins og hækkandi ríkisskuldir, stöðnun launa og efnahagslegan ójöfnuð. Fækkun framleiðslustarfa og breytingin yfir í þjónustumiðað hagkerfi hefur skapað efnahagslega truflun fyrir marga starfsmenn. Í stað þræla, nota Bandaríkjamenn ólöglegt vinnafl ólöglegra innflytjenda sem eru í sömu stöðu og þrælar, eiga rétt svo til hnífs og skeiðar.

Helsta stofnun beggja velda er herinn. Rómaveldi stækkaði her sinn um of og gerði það erfitt að verja víðfeðm landamæri sín. Tíðar innrásir og innbyrðis uppreisnir minnkuðu styrk og auðlindir hersins. Undir lok vesturhluta ríkisins, voru hermennirnir að mestu skipaðir málaliðum og útlendingum. Frjálsir borgarar voru orðnir það fáir að erfitt var að fylla raðir hans með frjálsum borgurum. Sjá má þessa þróun innan Bandaríkjahers, latínu mælandi fólk fær bandarískan ríkisborgararétt ef það þjónar í Bandaríkjaher.  Hvítir millistéttar strákar eru ekki lengur velkomnir í herinn og hann á í erfiðleikum með að uppfylla mannöflunar kvóta.

Bandaríkin halda alþjóðlegri hernaðarviðveru (800 herstöðvar um allan heim), sem sumir halda því fram að teygi auðlindir þunnt og stuðli að þrýstingi í ríkisfjármálum. Mál eins og hryðjuverk, netógnir og vaxandi geopólitísk spenna við þjóðir eins og Kína og Rússland bjóða upp á flóknar öryggisáskoranir.

Svo eru það félagslegir og menningarlegir þættir sem skipta hér miklu máli. Rómverska samfélagið sá hnignun í borgaralegri þátttöku og hefðbundnum gildum sem höfðu haldið heimsveldinu saman. Vaxandi traust á málaliða og minnkandi tryggð almennings við miðstjórnina rýrði félagslegri samheldni. Sama þróun er í Bandaríkjunum. Þau hafa upplifað félagslega sundrungu, með umræðum um þjóðerni, innflytjendur og menningarverðmæti. Minnkuð borgaraleg þátttaka og traust til stofnana getur endurspeglað svipaða rýrnun á félagslegri samheldni.

Ytri þrýstingur var mikill á Róm. Innrásir ættbálka villimanna, eins og Gota og Vandala, áttu stóran þátt í falli Vestrómverska heimsveldisins. Samkeppni og átök við önnur ríki og þjóðir þrýstu stöðugt á landamæri Rómar. Það er aðeins öðru vísi þrýstingur á landamæri Bandaríkjanna. Opin landamæri í dag, má rekja til pólitískra ákvarðanna, ekki getu hersins/landamæraliðsins til að stöðva innstreymi ólöglegra innflytjenda. Rómverjar réðu hreinlega ekki við barbarananna og heilu þjóðirnar settust að innan landamæra ríkisins og reyndu ekkert að samlagast. Barbaranir héldu tungu og siði. Bandaríkin standa frammi fyrir samkeppni frá vaxandi stórveldum eins og Kína, sem og aðilum utan ríkis sem ögra alþjóðlegum áhrifum þeirra. Romana civitas hætti að skipta máli og samheldnin var úr sögunni. Borgararnir meira segja flúðu á náðir barbaranna, þar sem engin skattaánauð og verðbólga var fyrir hendi.


Efnahagsleg og tæknileg samkeppni skapar einnig ytri þrýsting.

Tækni- og byggingarmunur var töluverður. Tækniframfarir Rómar, þótt þær hafi verið áhrifamiklar fyrir sinn tíma, féllu að lokum á bak við vaxandi þarfir heimsveldisins. Innviðir, eins og vegir og vatnsveitur, rýrnuðust án viðunandi viðhalds. Bandaríkin eru enn leiðandi í tæknimálum, en innviðamál eins og úrelt samgöngukerfi og stafræn gjá bjóða upp á áskoranir. Hröð tæknibreyting skapar bæði tækifæri og en einnig truflanir. Tækni framfarir, tölvutæknin og gervigreindin skilur Róm og Washington að. Þannig að það er ekki alveg hægt að bera saman þessi ríki. Til þess skilja of margar aldir og það að nútíminn á sér engar hliðstæður.

Niðurstaða

Þó að það séu hliðstæður á milli hnignunar Rómaveldis og núverandi vandamála sem Bandaríkin standa frammi fyrir, þá er líka verulegur munur á samhengi, umfangi og uppbyggingu.

Bandaríkin hafa hag af háþróaðri tækni, sveigjanlegra stjórnmálakerfi og getu til að læra af sögulegum fordæmum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þá að takast á við pólitískar, efnahagslegar, félagslegar og ytri áskoranir til að koma í veg fyrir svipaða hnignun.

En spurningin er, er mannlegt eðli slíkt að Bandaríkjamenn eru dæmdir til að endurtaka mistök Rómverja?  Er það ekki hinn mannlegi breyskleiki sem leiðir til fallsins? Ef svo er, þá skiptir engu máli hvort viðkomandi er Rómverji eða Bandaríkjamaður, sama hversu hátt tæknistigið er, báðir eru dæmdir til að fljóta með öldugangi sögunnar.


Hægri eða vinstri bylgja í Evrópu?

Það virðist hvorki vera hægri eða vinstri bylgja í gangi. Menn á vinstri væng stjórnmálanna hafa farið á taugum og haldið því fram að hægri flokkar, sérstaklega þeir sem kallaðir eru öfgaflokkar, séu í mikilli sókn. 

Íslenska hugtakið öfga hægri hefur verið notað um enska hugtakið "far right". En er það rétt þýðing? "Extreme" er enska þýðingin fyrir öfga en þessir flokkar eru oftast kallaðir far right í erlendum fjölmiðlum, ekki extreme right. Google Translate kemur með þýðinguna "lengst til hægri". "Far left" ætti þar með að vera öfga vinstri eða yrst til vinstri.

Jú, þessir flokkar hafa bætt við sig fylgi en ekki er hægt að segja það valdi því að umskipti verða í Evrópu. Sjá má þetta í Frakklandi og Bretlandi, stærstu ríkjum Vestur-Evrópu, að vinstri menn báru sigur úr býtum.  Það verða ansi litlar breytingar í Evrópu á næstunni og ESB verður samt við sig, þótt hægri flokkarnir (lengst til hægri) hafa bætt stöðu sína umtalsvert á Evrópuþingi.

En það er hins vegar rétt að hinu hefðbundnu hægri flokkar, borgaraflokkarnir, rótgrótnir flokkar, hafa brugðist hægri kjósendum og tekið upp stefnu vinstri flokka og kjósendur hægri flokkar leita því yrst til hægri til að finna málsvara. Sjá má þetta hér á Íslandi með stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins breska.   Í Frakklandi urðu lokaúrslit þingkosninganna að Vinstribandalagið hefur tekið flest sæti á þingi. Miðjumenn Emmanuel Macron urðu í öðru sæti og öfgahægri flokkur Marine Le Pen í þriðja sæti.

En hvað er það að vera "öfga hægri" (e. far right)? Þegar litið er á þessa flokka, flokks Marine Le Pen eða AFD í Þýskalandi, þá virðast þeir vera hefðbundnir hægri flokkar að öllu leyti nema í innflytjendamálum. Þar marka þeir sína sérstöðu.

Stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar frönsku árið 2017 endurnýjar skuldbindingu sína til að draga verulega úr innkomu löglegra innflytjenda. Le Pen heldur því fram að franskur ríkisborgararéttur ætti að vera "annaðhvort erfður eða verðugur". Hvað ólöglega innflytjendur varðar þá "hafa þeir enga ástæðu til að vera áfram í Frakklandi, þetta fólk braut lög um leið og það steig fæti á franska grund".

En ef það er öfgahægri afstaða, þá er hún ekki mjög frábrugðin frambjóðanda miðju-hægrimanna, Francois Fillon - sem þegar hann var fyrst kjörinn sem frambjóðandi repúblikana naut hann lítillar forskots á Le Pen í könnunum en hefur síðan orðið fyrir skaða af fullyrðingum. um óviðeigandi notkun á fjármunum ríkisins.

And-íslamski flokkur Geert Wilders í Hollandi, hægriöfgaflokkur fyrir frelsi (PVV) kom sem aðalflokkurinn með 37 sæti, næstur á eftir kom GroenLinks-PvdA með 25 sæti, bandalag undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins.

Fráfarandi forsætisráðherra, Mark Rutte, Þjóðarflokkur fyrir frelsi og lýðræði (VDD) tapaði umtalsverðu með 24 þingsæti. Tveir aðrir flokkar, NSC og D66, fengu 20 og 9 sæti, í sömu röð. Yfir 10,4 milljónir kjósenda greiddu atkvæði til að kjósa 150 sæta þingmenn.

Hins vegar í Austur-Evrópu eru hinu hefðbundnu hægri flokkar samir við sig, hafa haldið í stefnuskrár sínar og því er erfitt að kalla einhverja flokka þar "far right", þótt stjórnarflokkurinn Fidesz í Ungverjalandi kann að teljast vera öfga hægri í augum vestrænna fjölmiðla.

Niðurstaðan er því að eðlilegar sveiflur eru í gangi í stjórnmálum Evrópu. Bara eins og það á að vera. Kjósendur hafna hægri eða vinstri flokkum eftir vonbrigði stjórnartímabils þessara flokkar og velja annað.

Svo er annað mál hvaða vegferð Evrópa og vestræn menning er á. Sumir kalla ástandið í dag hnignun vestrænnar menningar en aðrir eru áhyggjuminni. En Evrópumenn ættu að hafa í huga að sólskinsdagar fortíðarinnar gætu endað og allt farið á annan enda. Það er jú stríð í gangi í Evrópu sem gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef menn eru ekki varkárir.


Forseta kappræðan í Bandaríkjunum 27. júní 2024

Tugir milljóna Bandaríkjamanna og annarra, bíða spenntir eftir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda til forseta embættisins 2024. 

Þessar kappræður verða sögulegur fyrir margar sakir. Aldrei hefur leikið annar eins vafi á getu annars forseta frambjóðandi, að hann geti yfir höfuð staðið í 90 mínútur, rökrætt af viti og komist skakkalaust yfir höfuð frá þessum kappræðum. Hér er að sjálfsögðu að vera að ræða Joe Biden, sem var slæmur fyrir, en heldur sjaldan komið eins illa fyrir og nú í vor og sumarbyrjun.

Mikil meirihluti Bandaríkjamanna telur, líka demókratar, hann ekki ráða við embættið og ætti að víkja. En flokksmaskína demókrata, og hvernig þeir stilla upp forseta frambjóðendur, kemur í veg fyrir að hægt sé að skipta honum út á þessum tímapunkti. Hann sjálfur verður að lýsa yfir vilja til að hætta við framboð til þess að hægt er að ýta fram nýjan frambjóðanda á flokksþingi demókrata. Vitað er að Obama vill ólmur losna við hann en á meðan teymi Bidens stendur fast fyrir, með Jill Biden sér til stuðnings, er ansi erfitt að losna við hann.

Enn er ekki búið að staðfesta formlega framboð bæði Trumps og Bidens, þótt þeir hafi pálmann í hendinni nú þegar.  Talið er að demókratar séu prufukeyra getu Bidens til að geta yfir höfuð staðið í kappræðum og þess vegna eru þær svona snemma í ár. Í dag er Trump að halda rallý á fullu en Biden er í Camp David að æfa sig fyrir kappræðurnar. Hann hefur ekki haldið eitt einasta rallý í þessu framboði. 

Undanfarið hefur Biden ekki sýnt neina getu til að halda rallý, haldið blaðamannafund eða talað í samhengi lengur en í fáeinar mínútur. Það er nánast súrelískt að slíkur frambjóðandi skuli vera í framboði í valdamesta embætti í heimi. Að fólk skuli kjósa svona vanhæfan frambjóðanda, veldur áhyggjur af "skynsömu" vali kjósenda. Bara vegna þess að hinn frambjóðandinn, sem er hataður af andstæðingum sínum, og hefur sýnt getu til að stýra þessu embætti, er í framboði. Fólk tekur persónulegt vandlæti sitt fram yfir efnahagslega hagsmuni sína og þjóðar.

Í forsetakosningunum í ár, hefur fólk skýran kost, enda tveir forsetar í framboði og getur borið saman forsetaár Trumps og Bidens. Og það er ekki spurning hver hefur vinninginn, Trump. 

Bloggritari horfir sjaldan á persónuleika stjórnmálamannsins (eða forstjórans), svo fremur sem hann sýnir framúrskarandi afrakstur í starfi. Þetta er oft ein af ástæðum þess að fólk kýs gegn hagsmunum sínum, það lætur tilfinningalegt mat sitt ráða, ekki budduna eða rökhyggju.

Verður Biden settur á örvunarlyf til að hann geti staðið í 90 mínútu kappræðum?

Enn eitt, Trump segir að varaforseta efni hans verði viðstatt kappræðurnar n.k. fimmtudag.  Hann sé búinn að velja.

Hér eru nýleg myndbönd sem virka ekki traustvekjandi á kjósendur né þjóðarleiðtoga heims.

 

 


Forsetar í tveimur löndum og hæstiréttur Bandaríkjanna

Hér er byrjað á íslensku kosningunum sem komu ekki á óvart hvað varðar úrslit.

Skoðanakannanna fyrirtækin, skoðanamyndanda fyrirtæki réttara sagt, höfðu óeðlilega mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna. 

Með því að stilla upp efstu frambjóðendur, var verið að senda þau skilaboð að kjósendur ættu að velja á milli, kjósa stratískt.  Þessi aðferð bar greinilega árangur, því að álitlegir frambjóðendur, svo sem Baldur og Jón Gnarr misstu mikið fylgi á loka sprettinum. Margir kusu stratískt.

Það kom bloggritara á óvart að Arnar Þór hafi ekki híft sig upp í 10% fylgi en svona er þetta. Miðað við hvað fólk talaði í kringum hann, hélt bloggritari að hann ætti inni leynifylgi, kannski er hópurinn sem hann umgengst svona einsleitur. En Arnar Þór er sennilega ekki horfinn úr sviðsljósinu, hann er líklegur til að fara í stjórnmálin seinna á árinu.

En úrslitin eru góð, því að stjórnmálaelítan fekk ekki sinn frambjóðanda í forsetastólinn. Samt kusu 25% landsmanna gerspilltan stjórnmálamann sem yfirgaf sökkvandi skip og eigin frama til bjargar. Enn og aftur, það er ekki eðlilegt að sigurvegarinn sem er með 30%+ fylgi setjist á forsetastólinn. Lýðræðið byggir á meirihluta kosningum og vilja og þetta getur við vissar aðstæður verið forsetanum farartálmi, sérstaklega við erfiðar ákvarðanir. 

Úr því að aðeins tveir forsetar hafa farið eftir stjórnarskránni hvað varðar völd forsetans, Sveinn Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson, og hefðin gert forsetavaldið valdalaust og skrautgrip á Bessastöðum, þá er tími til kominnn að breyta stjórnarskránni og um leið leyfa þjóðinni að fá beina rétt til þjóðaratkvæðisgreiðslna. Sleppa milliliðnum á Bessastöðum. Gerum þetta að svissneskri fyrirmynd.

Snúum okkur að Bandaríkjunum. Í RÚV er fjallað um bandaríska hæstaréttinn, og ekki er annað hægt að sjá að það sé hnýtt í hann og hann sakaður um annarlegar hvatir. Sjá slóð: 

Hæstiréttur Bandaríkjanna ekki á góðum stað í sinni sögu

Tekið er viðtal við Kára Hólmar Ragnarsson sem er lektor í lögfræði við Háskóla Íslands.  Hann virðist ekki vera sáttur við að hæstirétturinn séu í meirihluta íhaldsmanna og talar um að það sé ekki skrifað í skýin að þeir séu 9 talsins og tekur þannig undir málflutning demókrata sem eru mjög ósáttir að vera í minnihluta en þeir hafa stýrt hæstaréttinum í áratugi. Þeir vilja fjölga upp í 15 dómarar, sem að sjálfsögðu eru skipaðir af forseta demókrata.

Það er rétt að það er mikill ágreiningur (sem RÚV kallar skautun)innan bandarískt samfélags, og óhjákvæmilegt að hæstiréttur taki á þessum ágreiningsmálum, til þess eru dómstólar, ekki satt? En það sem fer í taugarnar á frjálslyndum (vinstri mönnum) að fyrirséð er að íhaldsmenn (repúblikanar) haldi völdum næstu áratug eða fleiri.

Aldrei hefur hæstiréttur verið svona mikilvægur, sérstaklega þegar annar flokkurinn, demókratar, hafa vígvætt dómskerfið og dæmt forsetaframbjóðanda repúblikana sekan um fáranlega glæp sem enginn hefur heyrt talað um áður. Og menn klóra sér ennþá í kollinn og vita ekki fyrir hvað fyrrverandi forsetinn hafði brotið af sér. Glæpur sem var löngu fyrntur, dæmt á dómstigi sem hefur ekkert umboð til að dæma í alríkismálum, en lögum breytt til að hægt væri að ákæra hann. Þessi lagabreyting gengur aftur innan árs enda búið að dæma forsetann en ekki er hægt að hafa réttarkerfið svona.  

Þetta eru sögulegir atburðir og getur reynst lýðræðinu skeinuhætt. Gleymum persónunni Donald Trump, sem er stundarfyrirbrigði og kominn undir græna torfu eftir x mörg ár.

Skemmdirnar á bandaríska réttarkerfinu eru óafturkræfar og nú geta þúsundir saksóknarar, úr báðum flokkum, ákveðið að sækja æðstu embættismenn og pólitíska andstæðinga til saka fyrir litlar sakir, helst pólitískar sakir. Þetta verður pólitískur sirkus og landið breytist í bananalýðveldi.

Það er ástæða fyrir að Bandaríkjaforsetar hafa notið friðhelgi og þeir ekki dæmdir af almennum dómstólum. Ef þeir geta ekki tekið erfiðar ákvarðanir á ögurstundu, fellur framkvæmdarvaldið um sjálft sig. Því að í Bandaríkjunum er forsetaræði, ólíkt því sem er á Íslandi. Forsetinn er ígildi forsætisráðherra og sem slíkur ákvörðunarmaður í erfiðum málum. Hann getur ekki sífellt verið að hugsa, ef ég hringi í Selenskí, verð ég sóttur til saka fyrir embættisafglöp?

Auðvitað er hægt að sækja Bandaríkjaforseta til saka en það fellur í hlut Bandaríkjaþings í heild og aukinn meirihluta til að fella hann.

En hvað hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna gert sem veldur svona reiði vinstri manna? Kári tekur tvö dæmi:

"Síðan hefur dómstóllinn þróast mikið og færst til og frá með pólitíkinni dálítið og stundum á móti pólitíkinni. Það voru gríðarlegar deilur í tengslum við Hæstarétt Bandaríkjanna í kringum 1930 til 1940 í New Deal-tímanum þar sem Hæstiréttur, fyrri hluta þess tíma stillti sig upp á móti Roosevelt forseta og felldi úr gildi mikið af löggjöfinni sem var reynt að koma í gegnum þingið." En hann minnist ekki á að Roosvelt ætlaði að þynna út hæstaréttinn með að fjölga í honum og taka valdið af Öldungadeildinni sem er náttúrulega lögbrot. Forseti Bandaríkjanna skipar dómara í réttinn og Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja þá skipun og er þetta frábær tilhögun, betri en á Íslandi þar sem dómarar sjálfir skipa félag sína í embætti.

"Kári minntist einnig á Roe-dóminn. Dómsúrskurður í máli Roe gegn Wade tryggði stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs og til að ráða yfir eigin líkama. Hann hafði gert það í næstum fimmtíu ár þegar hann var felldur úr gildi 24. júní 2022."  Eina sem hæstirétturinn gerði í þessu máli var að vísa þessum málum í hendur ríkjanna 50 en hann sagði að þetta væri ekki mál sem varðar alríkislög og hvergi minnst á fóstureyðingar í stjórnarskránni. Svo er annað mál að Roe-dómurinn var byggður á fölskum forsendum sem ekki verður farið út í hér.

Það er ekki skrýtið að fræðimenn tala um hnignun Vesturlanda á öllum sviðum.  Lýðræðið er vant að fremja sjálfsmorð á endanum. Og venjulega taka við einræðisherrar eða fámennis klíkur.


Púað á Trump á ráðstefnu frjálshyggjumanna

Í fréttum fjölmiðla hefur verið flokkur frjálshyggjumanna - Libertarian Party - sem hefur náð um 1,3% atkvæða í forsetakosningum. 

DV kemur inn á þetta í grein, en fer ekki ítarlega í hvernig megi lesa í ræðu Trumps á ráðstefnunni og hvers vegna hann yfir höfuð ákveður að fara á fjandsamlega samkundu.  Sjá slóð: Púað á Trump á ráðstefnu

Í raun ætti fyrirsögn DV vera eftirfarandi og lýsir málinu betur: "Frjálshyggjumenn velja Chase Oliver sem forsetaefni Bandaríkjanna en hafna Trump og Kennedy."

Það er nefnilega ekki bara Trump sem er að eltast við þessi 1% atkvæða, heldur Robert F. Kennedy sem einnig mætti á fund þeirra.  Sjá slóð: Libertarians pick Chase Oliver for US president as Trump, Kennedy rejected

Með því að fara í ljónagryfjuna, var Trump að reyna að taka fylgi af Kennedy en hafði líklega ekki erindi sem erfiði (vantar skoðanakönnun til að staðfesta það) en það að Oliver skuli hafa fengið 60% atkvæða á ráðstefnunni segir sína sögu.

Svona til skýringar: Frjálshyggjumenn setja lítið ríkisafskipti í forgang sem og einstaklingsfrelsi, með blöndu af stefnumótun sem gæti talist frjálslynd, íhaldssöm eða hvorugt. Þeir eiga meira sameiginlegt með Repúblikönum en Demókrötum, þótt þeir eru mjög sósíalískir á köflum í félagsmálum.



Oliver sjálfur er aðgerðarsinni og opinberlega samkynhneigður stjórnmálamaður frá Atlanta sem bauð sig áður fram fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisþing Georgíu.

Hvort segir Aljazeera eða DV réttar frá?

 


Hvað ætlar Trump að gera ef hann vinnur forseta kosningarnar 2024?

Nú eru réttarhöldin yfir Trump á enda. Málið er hið dularfyllsta og lagarefir sem blokkritari hefur séð viðtöl við, skilja ekki hvað ákært hefur verið fyrir. Einn frægasti þeirra, demókratinn og lagaprófessorinn Alan Dershowitz, segist hafa mætt einn dag og upplifað sirkus.  Nokkuð öruggt ef dómarinn fær sektar niðurstöðu frá kviðdómnum, að Trump verði dæmdur sekur, málið áfrýjað og niðurstaða kemur löngu eftir kosningar. En hér er spurningin hvað er það sem Trump ætlar að gera ef hann vinnur kosningarnar?

Það nokkuð ljóst hvað hann ætlar að gera en kannski ekki í smáatriðum. Við vitum að hann ætlar að loka landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó, að mestu, og taka upp fyrri stefnu að reisa landamæra múra og reka ólöglega innflytjendur í milljóna vís úr landi. Time segir 11 milljónir, aðrir 20 milljónir.

Við vitum að hann ætlar að minnka reglugerða hítið, lækka skatta og gera Bandaríkin aftur að orkuútflytjanda. Græn stefna Bidens verður aflögð.  Tollar verða lagðir á innfluttar vörur, mest á kínverskar.

Trump verður harður við NATÓ-ríkin og mun krefjast 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna renni í varnarmál, væntanlega verður Ísland ekki undanskilið. Hvað gerir utanríkisráðherra þá?

Hann er núna með reynsluna og mun væntanlega ekki gera sömu mistök í vali aðstoðarmanna sinna eða hvernig hann rekur pólitík sína.

Aðgerðaáæltun Trumps samkvæmt Time

Hér kemur nokkuð fræg grein um hvað Trump ætlar að gera í Time, en nóta bene, greinin er mjög fjandsamleg Trump, en eitthvað gott er samt að finna í henni eftir sem áður.

How far would Trump go?  Grípum niður í greinina:

"Það sem kom fram í tveimur viðtölum við Trump, og samtölum við meira en tug af nánustu ráðgjöfum hans og trúnaðarvinum, voru útlínur heimsveldisforseta sem myndi endurmóta Bandaríkin og hlutverk þeirra í heiminum.

Til að framkvæma brottvísunaraðgerð sem ætlað er að fjarlægja meira en 11 milljónir manna úr landinu, sagði Trump mér, að hann væri tilbúinn að byggja fangabúðir fyrir farandfólk og senda bandaríska herinn, bæði við landamærin og innanlands.

Hann myndi leyfa rauðum ríkjum að fylgjast með þungunum kvenna og lögsækja þær sem brjóta fóstureyðingarbann. Hann myndi, að eigin geðþótta, halda eftir fjármunum sem þingið hefur ráðstafað, að sögn helstu ráðgjafa. Hann væri tilbúinn að reka bandarískan lögfræðing sem framkvæmir ekki skipun sína um að lögsækja einhvern, og brýtur hefð um sjálfstæða löggæslu sem er frá stofnun Bandaríkjanna.

Hann mun finna afsökun fyrir að náða alla stuðningsmenn sína sem sakaðir eru um að ráðast á höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, meira en 800 þeirra hafa játað sök eða verið dæmdir af kviðdómi. Hann myndi ekki komið til hjálpar bandamanni sem ráðist var á í Evrópu eða Asíu ef hann teldi að landið væri ekki að borga nóg fyrir eigin varnir. Hann myndi svelta bandaríska embættismenn [hvað svo sem það þýðir], senda þjóðvarðliðið til bandarískra borga eins og honum sýnist [til að koma skikki á glæpafaraldurinn sem þar er í gangi], loka skrifstofu Hvíta hússins fyrir heimsfaraldursviðbúnaði og manna stjórn sína með liðsmönnum sem styðja ranga fullyrðingu hans um að kosningunum 2020 hafi verið stolið."

Ekki hljómar þetta vel. En greinahöfundur túlkar allt á sem neikvæðasta hátt. En nokkuð ljóst er að hann mun reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, hvort hann nái meti Obama er óljóst. Kosningamálið sem demókratar gera út á er fóstureyðingamálin og greinarhöfundur segir að Trump muni berjast hart gegn. Hann hefur þó lýst yfir að hann ætli ekki að skipta sér af þessum málaflokki, heldur láta ríkin ráða sjálf, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Trump hefur engan áhuga á "mjúkum" málum.

Það að hann muni ekki koma NATÓ ríki til aðstoðar ef á það er ráðist ef það nær ekki 2% markinu, er beinlínis rugl. Allir vita að þarna er hann að kúga ríkin til að eyða meira í varnarmál en Bandaríkin eru bundin í báða skóa að koma til varnar ef á NATÓ verður ráðist. Þeir beinlínis komast ekki hjá því, enda með herstöðvar í flestum ríkjum NATÓ, þar á meðal Ísland.

Það er rétt að hann mun líklega náða fylgismenn sína fyrir óeirðirnar 6. janúar. Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi kosningarnar 2020, en fæstir vita að teymi Trumps er að senda málið til Hæstaréttar Bandaríkjanna með nokkuð sannfærandi gögn um víðtæk kosningasvindl.

Uppgjör við djúpríkið

Annað sem Time kemur ekki inn á, en það er að uppgjör verður við FBI og CIA.  Það er ljóst, eftir rannsóknir sérskipaða saksóknara á málum þessara stofnanna og framkomu þeirra gagnvart Trump, að æðsta yfirstjórn þeirra reyndist vera undir hæl demókrata. Víðtækar hreinsanir munu eiga sér stað.

Saksóknir þær gegn honum, sem væntanlega eru þrjár sem eftir verða, munu falla um sjálfa sig ef hann kemst til valda. Hann hreinlega náðar sjálfan sig.

Grípum aftur niður í Time:

"Forsetar hafa venjulega þröngan glugga til að setja meiriháttar löggjöf. Teymi Trumps er að horfa á tvö frumvörp til að hefja annað kjörtímabil: landamæraöryggis- og innflytjendapakka og framlengingu á skattalækkunum hans árið 2017. Mörg af ákvæðum þess síðarnefnda renna út snemma árs 2025: skattalækkanir á einstökum tekjuþrepum, 100% útgjöld fyrirtækja, tvöföldun fasteignaskattsfrádráttar. Trump ætlar að herða verndarstefnu sína og sagt er að að hann sé að íhuga meira en 10% tolla á allan innflutning, og kannski jafnvel 100% tolla á sumar kínverskar vörur. Trump segir að tollarnir muni frelsa bandarískt hagkerfi frá því að vera upp á náð og miskunn erlendrar framleiðslu og hvetja til endurreisnar iðnaðar í Bandaríkjunum. Þegar ég bendi á að óháðir sérfræðingar áætla fyrsta kjörtímabil Trumps tolla á þúsundir vara, þar á meðal stál og ál, sólarrafhlöður, og þvottavélar, gæti hafa kostað Bandaríkjamenn 316 milljarða dollara og meira en 300.000 störf, samkvæmt einum reikningi, segir hann mat þessum sérfræðingum vera upp úr öllu valdi. Ráðgjafar hans halda því fram að árleg meðalverðbólga á fyrsta kjörtímabili hans - undir 2% - sé sönnun þess að gjaldskrár hans muni ekki hækka verð."

Agenda 47 - aðgerðaáætlun teymis Trumps

Agenda 47 er það sem forsetaherferð Donald Trump 2024 kallar formlegar stefnuáætlanir þeirra. Samkvæmt teymis Trumps er það "...eina opinbera yfirgripsmikla og nákvæma skoðunin á því hvað Trump forseti mun gera þegar hann snýr aftur til Hvíta hússins".Það er kynnt á vefsíðu herferðarinnar í röð myndbanda þar sem Trump útlistar hverja tillögu.

Áætlanirnar fela í sér að reisa "frelsisborgir" á auðu alríkislandi, fjárfesta í flugbílaframleiðslu, innleiða barnabónus til að hvetja til barnsfæðinga uppsveiflu, innleiða verndarstefnu í viðskiptum og yfir fjörutíu aðrar tillögur. Sautján af þeim stefnum sem Trump segist ætla að hrinda í framkvæmd verði hann kjörinn þyrfti samþykki þingsins. Sumar áætlanir hans eru lagalega umdeildar, eins og að binda enda á ríkisborgararétt með frumburðarrétti sem getur brotið gegn stjórnarskránni.

Margar tillagnanna eru mjög umdeildar. Ein tillaga Agenda 47 myndi beita dauðarefsingu á eiturlyfjasala og fólkssmyglara, auk þess að setja mexíkóska eiturlyfjahringi á lista Bandaríkjanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Trump stingur einnig upp á því að senda þjóðvarðliðið í borgir þar sem glæpastarfsemi er mikil.

Agenda 47

Lokaorð

Að lokum, Trump segist ætla að sækjast eftir velgengni, ekki hefnda. Það er líklega ekki rétt. Hann mun hefna sín og beita sömu meðulum og demókratar hafa beitt, vígvæða dómskerfið gegn andstæðingum sínum. Sem er slæmt fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum.

Líklegt er að efnahagur Bandaríkjanna muni batna undir hans stjórn, ríkisútgjöld lækki, verðbólga fari undir 2% og friður komist á erlendis. Stríðið í Úkraínu mun enda þegar Úkraínumenn fá ekki lengur fjármagn frá BNA en stríðið í Gaza verður löngu búið áður en hann kemst til valda. Hvað gerist varðandi Íran er óljóst, en efnahags refsiaðgerðir verða lagðar á ríkið. Líklegt er að Abraham samkomulagið verði hrint í framkvæmd af fullum krafti. Spurning hvernig hann tekur á Kínverja, annað en að leggja tolla á þá, hvort hann sé tilbúinn í stríð vegna Taíwan, ef þeir skyldu vilja taka eyjuna með valdi.

 

 


Furðu blaðagrein um Trump á Eyjunni

Bloggritari er á því að íslenskir fjölmiðlar vinni ekki sjálfstætt er kemur að erlendum fréttum. Þeir copy/paste greinar eða fréttir úr völdum fjölmiðlum. Það er áberandi hvað varðar bandarískar fréttir. Nú er bloggritari nokkuð vel að sér í bandarískri pólitík og veit hvað klukkan slær daglega.

Hér kemur ein furðu greinin, en hún fjallar um pólitíska árás Joe Bidens á Trump en hún heitir: Hvað hefði Trump gert ef svart fólk hefði verið í fararbroddi í árásinni á þinghúsið í Washington D.C.?

Það er eðlilegt að Biden geri árás á Trump í miðri kosningabaráttu, en greinarhöfundur tekur undir orð hans sem er verra.  Hér er tóninn í greininni:

"Rannsókn þingnefndar á atburðunum við þinghúsið leiddi í ljós að Trump var í Hvíta húsinu á meðan árásin stóð yfir og aðhafðist ekkert til að stöðva hana klukkustundum saman, meira að segja þegar skríllinn hótaði að hengja Mike Pence, varaforseta hans. Að lokum sendi hann myndband frá sér þar sem hann hvatti skrílinn til að láta af hegðun sinni og fara heim."

Þetta er algjör ósannindi en Eyjan vitnar í The Guardian  sem heimild. Ekki er ætlunin að fara út þessa atburðarás, hef gert það í mörgum greinum, nema það að ofangreind þingnefnd var á vegum demókrata sem var á eftir Trump og ekkert kom út úr rannsókn hennar, bókstaflega ekkert. Rannsóknin reyndist vægast sagt ótrúverðug. Hvað ef... eða pólitískar vangaveltur er ekki frétt, heldur skoðanafréttamennska.

Þetta er ekki eina kynþátta drifna ræða Bidens. Hann hélt eina um daginn í útskriftarathöfn háskóla sem er skipum svörtum nemendum. Því líkt kynþátta óráðatal sér maður sjaldan í dag. Biden, sem er að missa mikið fylgi til Trumps meðal svartra, reynir í örvæntingu sinni að slá á strengi kynþátta mismununar gagnvart svörtum en þetta kallast á ensku: "race baiting".

Biden tókst ekki betur til en að ræða hans reyndist vera full af kynþátta- og kynja mismunum. T.d. sagði hann að "þeir" (enginn veit hverjir) séu að reyna að koma í veg fyrir að svartir menn (ekki konur) komist til valda.  Svo sagði hann að "þeir" væru að koma í veg fyrir að fólk fái vatn í biðröðum á kosningastöðum (þegar sannleikurinn er sá að við þá er sjálfsafgreiðslu vatnsvélar. Fengu bara svartir ekki vatn?). Það er bannað með lögum að útsendarar framboða gangi á biðraðir við kosningastaði og útdeili matvælum eða drykkjum en það skilur Biden ekki. Svo er það fullyrðingin að bækur svartra séu bannaðar en í raun hafa bækur um baráttu svarta notið mikilla vinsælda og margar verið metsölubækur. Hvernig er hægt að taka mark á svona fullyrðingu?

Ætla mætti að ræða Bidens fengi glimmrandi lófaklapp en svo var ekki. Margir nemendur snéru baki í forseta og þurfu ekki að gera það lengi, því að Biden getur bara haldið örræður.

Hér er tvær umfjallanir um þessa ræðu Bidens, önnur er hlutdræg (Erik Bolling) en Bill OReilly gefur sig að vera hlutlaus í sinni umfjöllun.

Erik Bolling er harður andstæðingur Biden en í þessari umfjöllun rifjar hann upp 50 ára feril Bidens, sem einkennst hefur af baráttu hans gegn réttindum svartra.

Lets count Biden lies from HBCU commencement speech

Bill OReilly er heldur hlutlausari:

Bidens Moorehouse College Commencement Speech BOTHERED Me

Bloggritari les oftast vefútgáfu DV.  Margt gott er að sjá þar, en blaðamenn þess reyna að koma með annars konar fréttir en aðrir fjölmiðlar. Töluverð um slúðurfréttir, fyrir þá sem vilja slíkt, og ekkert út á það að setja. Mikið um íþrótta fréttir, frá öðru sjónarhorni o.s.frv. En taka verður margar greinar þess með fyrirvara, eins og getur átt við um alla fjölmiðla.

Allir fjölmiðlar hafa markmið eða þema í fréttaflutningi sínum. Svo á líka við um blogg greinar bloggritara! Bloggið er skoðanapistla vettvangur. Enginn er algjörlega hlutlaus. En samt ætti að vera hægt að taka báðar hliðar fyrir og reyna að vera eins sanngjarn og hægt er. Þeir sem er ávallt einhliða í frásögn sinni, missa á endanum trúverðugleika. 

 


Versti utanríkisráðherra Íslands frá upphafi - Herferð Þórdísar Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur gegn Rússlandi

Það er vinsæl leið fyrir lögfræðinga, þegar þeim gengur illa í viðskiptum og að reka lögmannstofu, að fara í pólitík.  Margir fara í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka samhliða lögfræðinámi, sem n.k. plan B. Það er hægt, ef þingsæti næst ekki, að fá feita stöðu innan ofurvaxið stjórnkerfi.

Þórdís hefur farið þessa leið og komið sér vel innan flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist vera krónprinsessan að stóli Bjarna Benediktssonar, vel vörð gegn árásum andstæðinga sinna innan flokksins með vináttu og fylgispekt við formanninn. En verkin tala. Það er ekki nóg að vera pólitískt vel tengd, viðkomandi verður að vera starfi sínu vaxinn.

Utanríkisráðherra hefur ítrekað sýnt að hún lætur flokkshagsmuni og hagsmuni annarra en Íslendinga ganga fyrir. Nú skal telja upp mistakaferilinn sem lengist með hverjum degi.

Samskipti Íslands við Rússland í valdatíð Þórdísar

Fyrir hið fyrsta, er það næsta ótrúlegt að Ísland hafi rofið stjórnmálasambandi við Rússland með lokun sendiráð Íslands í Moskvu og de facto brottrekstur rússneska sendiherrans frá Íslandi.  Margt hefur gengið á síðan seinni heimsstyrjöld með samskipti Rússlands (og forvera þess, Sovétríkin) við Vesturlönd. En Bandaríkjamenn hafa ekki farið svona langt og íslenski utanríkisráðherra og halda diplómata dyrunum opnum.  Ísland hefur aldrei áður rofið diplómatísk samskipti við Sovétríkin/Rússland, þrátt fyrir allar innrásir þeirra í Austur-Evrópu og Afganistanstríðið.

En það virðist vera rauður þráður í utanríkisstefnu Þórdísar (ekki Íslands), fjandskapur við Rússland. Sjá má það af ótrúlegri stefnubreytingu Íslands að senda vopn og fjármagn til stríðanda aðila, Úkraínu. Nú síðast framdi hún enn eitt pólitískt harakíri með afskiptum af innanríkismálum í Georgíu og þátttöku í pólitískum mótmælum! Þetta er fáheyrt og jafngildir því ef utanríkisráðherra Rússland kæmi til Íslands og tæki þátt í mótmælum Hamasliða á Austurvelli. Það myndi heyrast hljóð úr strokki!

Ekki misskilja afstöðu bloggritara gagnvart Úkraínustríðinu, hann er alfarið á móti þessu stríði og samúð hans með Úkraínu er mikil.  En mörg mistök voru gerð á leiðinni, frá 2014 til  2024, sem leiddu til þessa stríðs en ekki er ætlunin að fara út í hér. Hér er athyglinni beint að vanhæfi og mistökum utanríkisráðherra. Förum aðeins í forsöguna, samskiptin við Rússlands síðan íslenska lýðveldið var stofnað 1944.

Stofnun stjórnmálasambands og upphaf viðskipta landanna

Ísland og Rússland (þá Sovétríkin) stofnuðu formlegt stjórnmálasamband árið 1944, sama ár og Ísland lýsti yfir fullveldi. Ísland sá ekkert athugavert við að eiga í samskiptum við einn af mestu fjöldamorðingjum sögunnar, Jóseph Stalín. Ísland var þá mikilvægur áningarstaður skiptalesta frá Ameríku til Múrmansk. Viðskipti Íslands við Sovétríkin frá 1944 til 1991 voru töluvert mikilvæg fyrir bæði löndin, þrátt fyrir pólitískar andstæður þeirra á Kalda stríðinu.

Strax eftir 1944 stofnuðu Ísland og Sovétríkin stjórnmálasamband og fljótlega eftir það hófust formleg viðskipti.

Fiskveiðiþjóðin Ísland hafði fisk og sjávarafurðir til að selja. Helsti útflutningsvara Íslands til Sovétríkjanna var fiskur og aðrar sjávarafurðir. Sovétríkin voru mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, og þetta átti stóran þátt í efnahagsuppgang Íslands.

Samskipti og viðskipti í Kalda stríðinu

Á þessum tíma voru samskiptin milli Íslands og Sovétríkjanna í takt við þá pólitísku spennu sem einkenndi kalda stríðið. Ísland var hluti af NATO og stóð með Vesturveldunum, en þó áttu þessi lönd einnig efnahagsleg samskipti, einkum varðandi fiskveiðar.

Margir viðskiptasamningar voru gerðir á tímabilinu. Á fimmta og sjötta áratugnum voru gerðir nokkrir viðskiptasamningar milli Íslands og Sovétríkjanna. Þessir samningar tryggðu Íslandi markað fyrir sjávarafurðir sínar og Sovétríkin fengu í staðinn ýmsar iðnaðarvörur og tæknibúnað frá Íslandi.

Viðskiptajafnvægi var í góðu lagi. Íslendingar reyndu að viðhalda jákvæðu viðskiptajafnvægi við Sovétríkin með því að auka útflutning á fiski og sjávarafurðum. Sovétríkin keyptu einnig ýmsar landbúnaðarvörur frá Íslandi. Á köflum var hálfgerð vöruviðskipti að ræða. Hver kannast ekki við bifreiðarnar Lödu og Moskvít?

Áhrifin á efnahag Íslands

Efnahagslegur ávinningur var mikill. Viðskiptin við Sovétríkin voru mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf, sérstaklega fyrir sjávarútveginn. Sovétríkin voru á tímabili eitt stærsta viðskiptaland Íslands.

En það var ekki bara verslað með fisk. Þekking og tækni var með inni í myndinni. Íslensk fyrirtæki fengu aðgang að tækni og þekkingu frá Sovétríkjunum, sem hjálpaði til við að þróa iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Sovétmenn reyndust haukur í horn með Íslendingum er við áttum í þorskastríðum við "bandamann“ okkar, Breta. Þegar löndunarbann var sett á íslensk fiskiskip í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, stóðu viðskiptadyrnar opnar við Sovétríkin. Bandaríkin drógu þá lappirnar.

Stjórnmálaleg áhrif

Þrátt fyrir að Ísland væri aðili að NATO og stæði með Vesturveldunum, reyndi landið að halda uppi viðskiptasamböndum við Sovétríkin og aðrar austurblokkar þjóðir. Þetta var hluti af stefnu Íslands að vera hlutlaust í viðskiptum og nýta tækifæri á báða bóga.

Breytingar eftir fall Sovétríkjanna

Eftir að Sovétríkin leystust upp árið 1991, varð Rússland arftaki þeirra og tók við stjórnmálasambandi við Ísland. Samskipti milli Íslands og Rússlands urðu opnari og fjölbreyttari á þessum tíma.

Efnahagsleg samskipti urðu mikilvæg, sérstaklega varðandi fiskveiðar og sjávarafurðir. Rússland hefur verið mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk og sjávarafurðir allar götur síðan 1944.

En aðstæður voru breytilegar. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991, urðu verulegar breytingar á viðskiptasamböndum Íslands. Ný markaðshagkerfi risu upp í stað ríkisrekna efnahags Sovétríkjanna, og Ísland þurfti að laga sig að þessum nýju aðstæðum.

Þrátt fyrir breytingarnar, héldu efnahagsleg samskipti áfram við ný ríki sem urðu til við fall Sovétríkjanna, sérstaklega Rússland, sem tók við af Sovétríkjunum sem helsti viðskiptaaðili.

Staðan í nútímanum

Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið þokkalega góð, en þó hefur Ísland tekið þátt í aðgerðum NATO og ESB gegn Rússlandi þegar það hefur átt við, til dæmis í tengslum við refsiaðgerðir vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu.

Þróun samskipta. Þrátt fyrir efnahagslega og pólitíska áskoranir hafa löndin haldið áfram að eiga í diplómatískum samskiptum. Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á viðskipti, menningu og ferðamennsku en þetta hefur breyst síðan Þórdís settist í stól utanríkisráðherra.

Helstu áskoranir og framtíðin

Stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Alþjóðapólitíska ástandið getur haft áhrif á samskiptin, sérstaklega ef deilur magnast milli Vesturlanda og Rússlands.

Samstarf á Norðurheimskautssvæðinu er í uppnámi en Rússar hafa dregið sig í hlé síðan stríðið í Úkraínu hófst. Ísland og Rússland hafa bæði áhuga á þróun og nýtingu auðlinda á Norðurheimskautssvæðinu, sem gæti leitt til bæði samvinnu og samkeppni í framtíðinni.

Stjórnmálasamband Íslands við Rússland er því í stöðugri þróun, mótað af bæði sögulegum og samtímalegum þáttum, og framtíðin mun ráðast af bæði tvíhliða samskiptum og alþjóðlegum aðstæðum en ekki af skyndiákvörðunum núverandi utanríkisráðherra.

Að lokum

Innandyra innan utanríkisráðuneytið virðist vera líka spilling, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar,  var skipaður sendiherra Íslands í Washington af Þórdísi að undirlagi Bjarna. Látum það liggja milli hluta, skaðinn er minni en stefna utanríkisráðherra sem virðist vera að eyðileggja áratuga langa utanríkisstefnu Íslands.

Undirlægjuháttur Íslands gagnvart ESB er áberandi í valdatíð utanríkisráðherra sem sjá má af framgangi bókunar 35 með valdaafsali Íslands til sambandsins.

Að ein manneskja skuli geta gert svona mikil skaða er ótrúlegt.  Það verður að hugsa í áratugum, ekki árum. Það virðist fjarri huga utanríkisráðherra. Hvað gerist eftir Úkraínu stríðið?

Lögfræðingar eru ágætir út af fyrir sig og ágæt efni í þingmanninn. En öðru skiptir þegar komið er að stjórnkerfinu og stjórnun ráðuneyta. Gott væri að ráðherra hafi einhverja þekkingu á málaflokknum sem hann stýrir en ef þingmaður verður utanríkisráðherra, er næsta nauðsyn að hann kunni einhver skil á sögu og alþjóðasamskipti. Svo er ekki fyrir að fara með núverandi utanríkisráðherra, því miður  en hún sjálf virðist vera hin vænsta manneskja en hér virðist lögmál Peters gilda en það er:

Lykilatriði Pétursreglunnar

Stöðuhækkun byggt á frammistöðu: Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.

Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni. Peter Principle


Biden er óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannanna í Bandaríkjunum

Íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir slæmu ástandi á Joseph Biden, bæði líkamlega og andlega. Eftir mörg föll opinberlega, treystir hann sér ekki til að ganga sómasamlega frá Air Force 1, fer út um bakdyr vélarinnar þar sem eru með færri þrep og nú er hann umkringdur fólk er hann gengur úr Marine 1 sem er þyrla forseta embættisins og telja menn að það sé til að leyna stirbursagang hans.

Andlegt ástand hans er svo slæmt, að hann ratar ekki af sviði og þarf minniskort til að segja góðan daginn við viðmælendur sína. Þetta er sorglegt að horfa á, því að nokkuð ljóst er að hann mun ekki lifa af ef hann verður kosinn forseti í annað sinn. 

Annar verri valkostur er þá í boði, sem er Kamila Harris, sem var valin vegna litarháttar og kyni, ekki verðleikum. Jafnvel demókratar óar við að fá hana sem eftirmann Biden. Orðasalatið sem kemur frá henni er sambærilegt við það sem Biden framleiðir. En demókratar eru fastir í eigin vef. Aðeins sex mánuðir í næstu kosningar og erfitt að finna nýjan forseta á elleftu stundu. Valdaklíkan í kringum Biden tókst að koma í veg fyrir hallarbyltingu innan Demókrataflokksins.

Demókratar eru þó með varaskeifur á hillunni, Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu er á hliðarlínunni og hefur æft sig í hlutverkinu með heimsóknir erlendis. En allt stefnir þó í slag Bidens og Trumps nema Biden afsaki sig vegna heilsubrest eða hallarbylting verði. Málaferlin gegn Trump eru ekki að ganga upp og því fátt um fína drætti hjá demókrötum til vinna næstu kosningar, sem eru þingkosningar og forsetakosningar.

Biden bjargaði sér fyrir horn er hann náði að flytja árlega ræðu sína (State of union) fyrir Bandaríkjaþing án venjulega mistaka og mismæla. Þótt elliær sé, er metnaðurinn í honum og valdaklíkunni í kringum hans svo mikill, að það verður barist til síðasta blóðdropa Bidens. Menn hafa kennt Jill Biden, eiginkonu hans um að leyfa vitleysunni að ganga og hafa hann áfram í framboði.

Sagt er að þriðjungur kjósenda í Bandaríkjunum séu svo vit...að þeir vita ekki fjölda ríkja í Bandaríkjunum, um þrískiptingu valdsins eða yfirhöfuð nokkuð um pólitík né hefur áhuga. Samt er vitneskjan um slæmt efnahagsástand landsins farið að sía niður til þessa hóps sem finnur fyrir verðbólgunni og hátt matvælaverð en það kostar meðal bandaríska fjölskyldu um 800 dollara meira að til að komast af mánaðarlega en í tíð Trumps. Aldrei hafa eins margir farið svangir í háttinn daglega. Eitt af hverjum 8 heimilum (12,8 prósent) upplifði fæðuóöryggi eða skort á aðgangi að góðu og næringarríku mataræði.

Samkvæmt Feeding America er ástandið slæmt. Á vefsetri þeirra segir: "Fólk vinnur hörðum höndum að því að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, um það bil 49 milljónir manna - það er einn af hverjum sex einstaklingum í Bandaríkjunum - treystu enn á mataraðstoð frá góðgerðarsamtökum eins og Feeding America árið 2022." Hunger in America  Þetta er velferðaríkið Bandaríkin og mesta hernaðarveldi heims sem getur ekki brauðfætt eigin borgara en hefur næga peninga í stríð erlendis.

Bandaríkin eru að fjármagna og reka tvö stríð, í Ísrael og Úkraínu og á sama tíma að reka erlenda heri víðsvegar um heim. Þegar Bandaríkjaþing afhenti á silfurfati bæði ríkin um 90 milljarða Bandaríkjadollara, fór framhjá flestum að mörg ríki í Asíu fengu hlutdeild í fjárframlaginu. Skuldaþakið er komið upp í 34,4 billjónir (á ensku: trilljónir) Bandaríkjadollara og bætist 1 billjón (trilljón) við á 100 daga fresti. Ríkið er á hraðferð í gjaldþrot.

Mestu skuldirnar hafa komið á tímum forseta 21. aldar. Bush, Obama, Trump og Bidens söfnuðu allir skuldir en Obama og sérstaklega Biden eiga mestu sökina.  Í valdatíð Bidens, þrjú ár, hafa skuldirnar aukist um 6,24 billjónir Bandaríkjadali. Það er ekki bjart framundan í Bandaríkjunum.

 

Billjón er 10 með tólf núllum...1.000.000.000.000

1012 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband