Færsluflokkur: Kjaramál
Milton Friedman er frægur fyrir fullyrðingu sína um að "verðbólga sé alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri." Skoðanir hans á orsökum verðbólgu snúast um tengsl peningamagns og verðlags. Hér eru lykilatriði sjónarhorns Friedmans á orsakir verðbólgu en það er óhóflegur vöxtur peningaframboðs. Friedman hélt því fram að verðbólga ætti sér stað þegar vöxtur peningamagns er meiri en raunframleiðsla hagkerfisins. Samkvæmt honum, þegar meira fé er að eltast við sama magn af vörum og þjónustu, hækkar verð, sem leiðir til verðbólgu.
Peningamálastefna ríkissins skiptir öllu máli þegar eiga á við verðbólgu. Friedman taldi að meginábyrgðin á að stjórna verðbólgu væri seðlabankans. Hann gagnrýndi Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir að leyfa of miklar aukningar á peningamagni, sem hann taldi undirrót verðbólgunnar.
En verðbólga getur átt sér aðrar orsakir. Ein þeirra er svo kölluð eftirspurnarverðbólga. Þessi tegund verðbólgu á sér stað þegar heildareftirspurn í hagkerfi fer fram úr heildarframboði. Friedman hélt því fram að þetta sé venjulega knúið áfram af auknu peningamagni, þar sem meira fé í höndum neytenda og fyrirtækja leiði til meiri eyðslu og eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Sjá má þetta á íslenska fasteignamarkaðinum þar sem eftirspurnin er langt umfram framboð og íbúaverðið keyrist upp. Þetta er gervi vandi, gerður af manna völdum, þ.e.a.s. af völdum stjórnvalda að tryggja ekki nægilegt magn lóða.
Annað fyrirbrigði er kostnaðarverðbólga. Þó Friedman viðurkenndi að þættir eins og hækkandi laun og aðföng kostnaður geti stuðlað að verðbólgu, taldi hann að þetta væru aukaástæður. Hann hélt því fram að án viðunandi aukningar í peningamagni myndi slíkar kostnaðarhækkanir leiða til hærra verðs í sumum greinum en myndi ekki leiða til viðvarandi heildarverðbólgu. Hér á Íslandi er vinsælt að kenna launahækkunum launafólks um hækkaða verðbólgu þegar megin sökudólgurinn er ríkisvaldið. Það eitt hefur tækin og tólin til að eiga við verðbólguna.
Þriðju áhrifavaldurinn er nokkuð óvæntur en það er hlutverk væntinga. Friedman lagði einnig áherslu á hlutverk verðbólguvæntinga. Ef fólk býst við að verðbólga aukist mun það bregðast við á þann hátt sem gerir það að sjálfum sér uppfylltum spádómi, eins og að krefjast hærri launa eða hækka verð. Seðlabankar verða að stýra þessum væntingum með trúverðugri og samkvæmri peningastefnu.
Í stuttu máli sagði Milton Friedman að verðbólga sé í grundvallaratriðum drifin áfram af of miklum vexti peningamagns, fyrst og fremst vegna aðgerða seðlabanka. Hann taldi að stjórn peningamagns væri lykillinn að því að koma í veg fyrir og stjórna verðbólgu og hann hélt því fram að reglubundin nálgun á peningastefnunni væri tryggð verðstöðugleika". Sum sé, vegna lélega peningastefnu Seðlabankans, sem notar bara stýrivexti sem vopn, þá leiði það til verðbólgu. Hvað er hér átt við? Jú, með því að halda uppi háa stýrivexti, sama hvað, þá halda þeir uppi háu verðlagi einir sér! Einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða margfalt meira fyrir sama hlutinn en ella.
Seðlabankinn er að refsa þá sem eru fórnarlömb verðbólgu en verðbólguvaldurinn er sjálft ríkið. Stærsti aðili íslenskt samfélag er ríkið sjálft. Hvernig það hagar sér skiptir öllu máli hvort hér sé verðbólga eða ekki. Ríkið hagar sér eins og það sé enginn morgundagurinn. Það rekur landið endalaust með halla.
Í frétt Morgunblaðsins frá mars 2023 segir: Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að 46 milljarða kr. halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu... og "Þá er áætlað að frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. afkoma án vaxtagjalda og -tekna, verði jákvæður um rúmlega 28 ma.kr., eða 0,6% af VLF á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs á mælikvarða skuldareglu1 laga um opinber fjármál verði í lok næsta árs um 1.400 ma.kr. eða 30,9% af VLF og lækkar hlutfallið milli ára."
Ríkið ætlar sér að ná niður hallanum með hærri tekjum (skattar og gjöld) en lítið fer fyrir aðhaldinu. Af hverju er aldrei sparað? Og hvað ætlar það að gera við 6% verðbólgu sem eru aukaskattar?
Fíllinn í postulínsbúðinni er ríkið sjálft. Hlutur íslenska ríkisins í hagkerfinu árið 2024 er um 47,6% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er reiknað út frá heildartekjum og heildarútgjöldum hins opinbera, sem inniheldur bæði ríkissjóð og sveitarfélögin. Ríkissjóður sjálfur er stærsti einstaki hluti þessa með um 31%.
Ríkissjóður á einnig verulegan hlut í ýmsum fyrirtækjum, bæði beint og óbeint, þar með talið orkufyrirtæki, Ríkisútvarpið, og Íslandspóst, sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Ísland er sagt vera með blandað hagkerfi. En það er í raun sósíalískt samfélag þar sem stóri bróðir gýn yfir öllu.
Nú vantar bara pólitískan vilja til að leysa verðbólgu vandann.
Kjaramál | 28.7.2024 | 17:15 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Prófaðu að spyrja næsta einstakling sem þú sér og spurðu spurninguna. Flestir munu segja að þetta sé frídagur verkalýðs og ætlaður til kröfugerða. Það er rétt svar en ræturnar liggja dýpra.
Fyrsta maí, var upphaflega forn vorhátíð á norðurhveli jarðar. Líkt og kristnir menn tengdu sínar hátíðar við fornar og heiðnar hátíðir, líkt og jólin, reyndu forystumenn verkalýðs á 19. öld að tengja þennan dag við kröfur.
1. maí tengdist verkalýðshreyfingunni þar með seint á 19. öld eftir að verkalýðsfélög og sósíalistahópar tilnefndu hann sem stuðningsdagur verkafólks fyrir betri vinnuskilyrðum, sanngjörnum launum og styttri vinnutíma.
Árið 1889 tilnefndi alþjóðlegt samband sósíalistahópa og verkalýðsfélaga 1. maí sem dag til stuðnings verkafólki, til minningar um Haymarket-uppreisnina í Chicago (1886). Fimm árum síðar, ákvað forseti Bandaríkjanna, Grover Cleveland, óánægður með sósíalískan uppruna verkamannadagsins, að skrifa undir lög um að gera verkalýðsdaginn - sem þegar var haldinn í sumum ríkjum fyrsta mánudaginn í september - að opinberum frídegi í Bandaríkjunum til heiðurs verkamönnum. Kanada fylgdi í kjölfarið ekki löngu síðar.
Hvernig varð dagur verkalýðsins að almennum frídegi?
Fyrsti verkalýðsdagurinn í Bandaríkjunum var haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 5. september 1882 í New York borg.
Í Evrópu var 1. maí sögulega tengdur heiðnum hátíðum í dreifbýli eins og áður sagði, en upphaflegri merkingu dagsins var smám saman skipt út fyrir nútíma tengsl við verkalýðshreyfinguna.
Í Sovétríkjunum tóku leiðtogar nýju hátíðina eða frídaginn að sér og töldu að það myndi hvetja verkafólk í Evrópu og Bandaríkjunum til að sameinast gegn kapítalismanum. Dagurinn varð merkilegur frídagur í Sovétríkjunum og í austurblokkarlöndunum, með áberandi skrúðgöngum, þar á meðal einni á Rauða torginu í Moskvu, undir stjórn æðstu stjórnarliða og kommúnistaflokksins, þar sem verkamanninum var fagnað og hernaðarmátt Sovétríkjanna sýnt. Vestrænir njósnarar töldu leiðtoganna sem röðuðu sig upp til að sjá hverjir voru raunverulega við völd og í hvaða röð.
Í Þýskalandi varð verkalýðsdagurinn opinber frídagur árið 1933 eftir uppgang nasistaflokksins. Það er kaldhæðnislegt að Þýskaland afnam frjáls verkalýðsfélög daginn eftir að fríið var stofnað og eyðilagði þýsku verkalýðshreyfinguna nánast.
Með upplausn Sovétríkjanna og fall kommúnistastjórna í Austur-Evrópu seint á 20. öld minnkaði mikilvægi stórra maíhátíða á því svæði. Í tugum landa um allan heim hefur 1. maí hins vegar verið viðurkenndur sem almennur frídagur og almenningur heldur áfram að halda upp á hann með lautarferðum og veislum á meðan tilefnið ætti að vera mótmæli og fjöldafunda til stuðnings verkafólki. Að vísu brjótast út mótmæli á þessum degi og iðulega eru það róttækir vinstrimenn sem standa fyrir þeim og einstaka sinnum nasistahreyfingar.
1. maí á Íslandi
Á Íslandi göngum við skrúðgöngur niður á torg viðkomandi bæjar eða borgar. Þar hlustum við á ræður stéttafélags forkólfa sem eru oftar en ekki eru ekkert heitt í hamsi. Þeir enda á ofurlaunum í samanburði við skjólstæðinga sína. En svona er goggunnarröðin hjá manninum.
Nóta bene, stéttarbaráttan lýkur aldrei. Það sem hefur áunnist, getur verið tekið í burtu á morgun. Mál málanna hefur verið stytting vinnunnar. Margt hefur áunnist. Áður fyrr unnu menn þar til þeir gátu ekki meir, en svo var ákveðið að eðlileg vinnuvika ætti að vera 40 klst. Menn hafa fært sig í að hafa 36 klst vinnuviku. En það er ekkert sem mælir á móti því að vinnuvikan sé bara 25 klst. Framleiðsluaukinginn er svo mikil að furða vekur að vinnutíminn skuli þó vera þetta ennþá daginn í dag.
Margar byltingar hafa verið í gangi og allar hafa þær leitt til hagræðingar og fækkun starfsfólks. Fyrsta iðnbyltingin notaði vatns- og gufuorku til að vélvæða framleiðsluna. Önnur notaði raforku til að búa til fjöldaframleiðslu. Þriðja notaði rafeindatækni og upplýsingatækni til að gera framleiðslu sjálfvirkan. En fjórða byltingin er í gangi og fáir taka eftir. Gervigreindin og rótbótar eru að taka yfir og þetta þýðir fækkun starfa og styttingu vinnutímans.
En sem betur fer verður alltaf þörf á mannlegum samskiptum. Í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu svo eitthvað sé nefnt þurfum við á fólki að halda. Það verður alltaf einhverjir sem vinna en það er óþarfi að hið fámenna vinnuafl sé keyrt út í vinnu eins og gerist með heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og kennara og aðrar mikilvægar stéttir.
Kjaramál | 1.5.2024 | 10:44 (breytt kl. 12:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frá launakjörum verkafólks til þingkosninga, höfðu verkalýðsfélög eitt sinn gríðarlega áhrif á vestræn efnahagslíf. Strax eftir síðari heimsstyrjöldina tilheyrði meirihlutinn vinnuaflsins einhverju stéttarfélagi. Hefð er fyrir því að hagfræðingar líta á stéttarfélög, sem einokunarseljendur vinnuafls, sem valda markaðsbresti og draga þar með úr efnahagslegri skilvirkni (Kaufman, 2004).
Stéttarfélög hafa sett mark sitt á efnahagslífið hér á landi og halda áfram að vera mikilvægt afl sem mótar viðskipti og stjórnmál. Stéttarfélög í fjölmörgum atvinnugreinum, allt frá stórframleiðslu til hins opinbera, hjálpa starfsfólki að tryggja hærri laun og betri vinnuaðstæður. Það getur verið erfitt fyrir einstakling að standa einn á móti stjórn stórfyrirtækis þegar hann ætlar að bæta laun og kjör sín, ef ekki ómögulegt.
En það er galli á gjöf Njarðar. Launamaðurinn hefur oft lítið um kjör sín og laun að segja, þar sem hann er búinn að afsala þessi völd í hendur annarra, þ.e.a.s. í hendur stéttarfélags. Launamaðurinn á Íslandi sem á að heita að starfar í frjálsu þjóðfélagi, hefur lítil lýðræðisleg áhrif. Það er nánast ómögulegt fyrir hann að skipta um stéttarfélag eða standa einn.
Í nútíma þjóðfélagi er auðvelt að bæta úr þessu. Í fyrsta lagi, með rafrænum kosningum. Ef við getum greitt reikninga og stundað önnur viðskipti og samskipti við hið opinbera í gegnum símann með rafrænu skírteini, hvers vegna ekki að kjósa um kjarasamninga? Eins er það með kjör í stjórn stéttarfélaga. Í dag er það þannig að kannski fimmtungur kjósi um kjarasamning sem og í stjórn stéttarfélags. Það er ekki lýðræði, heldur fáræði. Kosningaþátttaka, ef rafrænt skilríki er notað, gæti farið upp í 90%.
Svo er það rétturinn til að standa utan stéttarfélaga eða mynda nýtt stéttarfélag. Á vef ASÍ segir:
"Skv. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár, má engan skylda til aðildar að félagi þó kveða megi á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Samkvæmt íslenskum lögum er launafólk ekki skyldað til að vera í stéttarfélagi. Hvergi í lögum eru ákvæði um aðildarskyldu að stéttarfélagi og í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er beinlínis gert ráð fyrir að launamenn geti staðið utan stéttarfélaga. Kemur þetta meðal annars fram í 2. mgr. 3. gr. laganna, þar sem fjallað er um úrsögn úr stéttarfélagi og í 45. gr. þar sem segir að ófélagsbundnir aðiljar reki mál sín sjálfir fyrir Félagsdómi. Óski menn þess að standa utan stéttarfélags hafa þeir því almennt rétt til þess hér á landi. Samkvæmt lögum ASÍ má ekkert aðildarfélag sambandsins hafa ákvæði um félagsskyldu í samþykktum sínum. Hafi þau slík ákvæði í samþykktum sínum víkja þau fyrir ákvæðum laga ASÍ og hafa ekkert gildi."
En raunin er samt sú að mikill meirihluti launþega,þegar þeir hefja störf í nýju starfi, eru sjálfkrafa settir í viðeigandi stéttarfélag, án þess að vera beint spurðir. Það þyrfti að kynna fólki betur réttindi sín í þessu sambandi. Það mátti sjá þetta í fyrirhuguðu verkfalli Eflingar að margir spurðu hvort þeir mættu skipta um stéttarfélag (vilja greinilega ekki fara í verkfall) og virðast greinilega ekki vita réttindi sín.
Efling, sem er reið út í sáttasemjara ríkisins um þessar mundir, hefur rangt fyrir sér, þegar hún kvartar yfir framkomu hans en hann vill í raun tala beint við félagsmenn án aðkomu stjórnar og tala beint við aðildarfélög innan hennar. Þar sem félagsmenn eru frjálsir, sbr. orðum hér að ofan, mætti hann jafnvel hafa samband við hvern og einasta meðlim Eflingar án vitundar stéttarfélagsins.
Sama marki má segja um lífeyrissjóðina og réttindi félagsmanna innan þeirra. De facto eru réttindi launafólk jafnvel minni en innan verkalýðshreyfingarinnar. Þeir ráða ekki hver er í stjórn lífeyrissjóðsins (ég hef aldrei vitað það á öllum vinnuferli mínum og aldrei hefur mér verið boðið að taka þátt í kosningu í stjórn eða boðið á fund). Maður fékk stundum fréttabréf með upplýsingar um stöðu framlaga til lífeyrissjóðs, en annars bara þögnin ein. Sum sé, ekkert lýðræði er um ráðstöfun lífeyrisins né hverjir sitja í stjórn.
Kjaramál | 30.1.2023 | 11:49 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020