Færsluflokkur: Bloggar

Forsetar í tveimur löndum og hæstiréttur Bandaríkjanna

Hér er byrjað á íslensku kosningunum sem komu ekki á óvart hvað varðar úrslit.

Skoðanakannanna fyrirtækin, skoðanamyndanda fyrirtæki réttara sagt, höfðu óeðlilega mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna. 

Með því að stilla upp efstu frambjóðendur, var verið að senda þau skilaboð að kjósendur ættu að velja á milli, kjósa stratískt.  Þessi aðferð bar greinilega árangur, því að álitlegir frambjóðendur, svo sem Baldur og Jón Gnarr misstu mikið fylgi á loka sprettinum. Margir kusu stratískt.

Það kom bloggritara á óvart að Arnar Þór hafi ekki híft sig upp í 10% fylgi en svona er þetta. Miðað við hvað fólk talaði í kringum hann, hélt bloggritari að hann ætti inni leynifylgi, kannski er hópurinn sem hann umgengst svona einsleitur. En Arnar Þór er sennilega ekki horfinn úr sviðsljósinu, hann er líklegur til að fara í stjórnmálin seinna á árinu.

En úrslitin eru góð, því að stjórnmálaelítan fekk ekki sinn frambjóðanda í forsetastólinn. Samt kusu 25% landsmanna gerspilltan stjórnmálamann sem yfirgaf sökkvandi skip og eigin frama til bjargar. Enn og aftur, það er ekki eðlilegt að sigurvegarinn sem er með 30%+ fylgi setjist á forsetastólinn. Lýðræðið byggir á meirihluta kosningum og vilja og þetta getur við vissar aðstæður verið forsetanum farartálmi, sérstaklega við erfiðar ákvarðanir. 

Úr því að aðeins tveir forsetar hafa farið eftir stjórnarskránni hvað varðar völd forsetans, Sveinn Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson, og hefðin gert forsetavaldið valdalaust og skrautgrip á Bessastöðum, þá er tími til kominnn að breyta stjórnarskránni og um leið leyfa þjóðinni að fá beina rétt til þjóðaratkvæðisgreiðslna. Sleppa milliliðnum á Bessastöðum. Gerum þetta að svissneskri fyrirmynd.

Snúum okkur að Bandaríkjunum. Í RÚV er fjallað um bandaríska hæstaréttinn, og ekki er annað hægt að sjá að það sé hnýtt í hann og hann sakaður um annarlegar hvatir. Sjá slóð: 

Hæstiréttur Bandaríkjanna ekki á góðum stað í sinni sögu

Tekið er viðtal við Kára Hólmar Ragnarsson sem er lektor í lögfræði við Háskóla Íslands.  Hann virðist ekki vera sáttur við að hæstirétturinn séu í meirihluta íhaldsmanna og talar um að það sé ekki skrifað í skýin að þeir séu 9 talsins og tekur þannig undir málflutning demókrata sem eru mjög ósáttir að vera í minnihluta en þeir hafa stýrt hæstaréttinum í áratugi. Þeir vilja fjölga upp í 15 dómarar, sem að sjálfsögðu eru skipaðir af forseta demókrata.

Það er rétt að það er mikill ágreiningur (sem RÚV kallar skautun)innan bandarískt samfélags, og óhjákvæmilegt að hæstiréttur taki á þessum ágreiningsmálum, til þess eru dómstólar, ekki satt? En það sem fer í taugarnar á frjálslyndum (vinstri mönnum) að fyrirséð er að íhaldsmenn (repúblikanar) haldi völdum næstu áratug eða fleiri.

Aldrei hefur hæstiréttur verið svona mikilvægur, sérstaklega þegar annar flokkurinn, demókratar, hafa vígvætt dómskerfið og dæmt forsetaframbjóðanda repúblikana sekan um fáranlega glæp sem enginn hefur heyrt talað um áður. Og menn klóra sér ennþá í kollinn og vita ekki fyrir hvað fyrrverandi forsetinn hafði brotið af sér. Glæpur sem var löngu fyrntur, dæmt á dómstigi sem hefur ekkert umboð til að dæma í alríkismálum, en lögum breytt til að hægt væri að ákæra hann. Þessi lagabreyting gengur aftur innan árs enda búið að dæma forsetann en ekki er hægt að hafa réttarkerfið svona.  

Þetta eru sögulegir atburðir og getur reynst lýðræðinu skeinuhætt. Gleymum persónunni Donald Trump, sem er stundarfyrirbrigði og kominn undir græna torfu eftir x mörg ár.

Skemmdirnar á bandaríska réttarkerfinu eru óafturkræfar og nú geta þúsundir saksóknarar, úr báðum flokkum, ákveðið að sækja æðstu embættismenn og pólitíska andstæðinga til saka fyrir litlar sakir, helst pólitískar sakir. Þetta verður pólitískur sirkus og landið breytist í bananalýðveldi.

Það er ástæða fyrir að Bandaríkjaforsetar hafa notið friðhelgi og þeir ekki dæmdir af almennum dómstólum. Ef þeir geta ekki tekið erfiðar ákvarðanir á ögurstundu, fellur framkvæmdarvaldið um sjálft sig. Því að í Bandaríkjunum er forsetaræði, ólíkt því sem er á Íslandi. Forsetinn er ígildi forsætisráðherra og sem slíkur ákvörðunarmaður í erfiðum málum. Hann getur ekki sífellt verið að hugsa, ef ég hringi í Selenskí, verð ég sóttur til saka fyrir embættisafglöp?

Auðvitað er hægt að sækja Bandaríkjaforseta til saka en það fellur í hlut Bandaríkjaþings í heild og aukinn meirihluta til að fella hann.

En hvað hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna gert sem veldur svona reiði vinstri manna? Kári tekur tvö dæmi:

"Síðan hefur dómstóllinn þróast mikið og færst til og frá með pólitíkinni dálítið og stundum á móti pólitíkinni. Það voru gríðarlegar deilur í tengslum við Hæstarétt Bandaríkjanna í kringum 1930 til 1940 í New Deal-tímanum þar sem Hæstiréttur, fyrri hluta þess tíma stillti sig upp á móti Roosevelt forseta og felldi úr gildi mikið af löggjöfinni sem var reynt að koma í gegnum þingið." En hann minnist ekki á að Roosvelt ætlaði að þynna út hæstaréttinn með að fjölga í honum og taka valdið af Öldungadeildinni sem er náttúrulega lögbrot. Forseti Bandaríkjanna skipar dómara í réttinn og Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja þá skipun og er þetta frábær tilhögun, betri en á Íslandi þar sem dómarar sjálfir skipa félag sína í embætti.

"Kári minntist einnig á Roe-dóminn. Dómsúrskurður í máli Roe gegn Wade tryggði stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs og til að ráða yfir eigin líkama. Hann hafði gert það í næstum fimmtíu ár þegar hann var felldur úr gildi 24. júní 2022."  Eina sem hæstirétturinn gerði í þessu máli var að vísa þessum málum í hendur ríkjanna 50 en hann sagði að þetta væri ekki mál sem varðar alríkislög og hvergi minnst á fóstureyðingar í stjórnarskránni. Svo er annað mál að Roe-dómurinn var byggður á fölskum forsendum sem ekki verður farið út í hér.

Það er ekki skrýtið að fræðimenn tala um hnignun Vesturlanda á öllum sviðum.  Lýðræðið er vant að fremja sjálfsmorð á endanum. Og venjulega taka við einræðisherrar eða fámennis klíkur.


Ríkir tjáningarfrelsi á samfélagsmiðlum?

Bloggritari rekst við og við á gamlar glósur úr Facebook sem koma úr "minningum". Stundum man hann ekki hvort hann hafi endurbirt þessar greinar á Samfélagi og sögu, sýnist ekki miðað leit hér á blogginu. En eins og sagt er, góð vísa er aldrei of oft kveðin og hér kemur ein góð:

Svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Reglulega berast fréttir af að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter eru að loka fyrir aðgangi áskrifenda þessara miðla vegna meintra brota, svo sem haturorðræðu eða annarra brota. Hvergi kemur fram í þessum fréttum hver ákveður hvað er rétt að segja og hvað er hatursorðræða.

Þjóðfélög nútímans hafa ekki enn haldið í við hraða þróun samfélagsmiðla og menn átta sig ekki á hættum þeim sem fylgja því valdi sem þessir samfélagsmiðlar hafa á gang heimsmála. Flestir þessara samfélagsmiðla eru bandarískir og þeir taka mið af bandarískri menningu og hugsunarhátt. Hver gaf þessum miðlum vald til að ákveða hvað er viðeigandi að segja um víðan heim og hvað ekki? Eru það hópur ritskoðenda á vegum þessara miðla sem sía út ,,meinta haturorðræðu“ eða er það algrím forrit sem leita að ,,ljótum eða óviðeigandi orðum“? Ég held að það séu ritskoðunarsíur sem finna þá sem ,,brjóta af sér“ og það sé á endanum einstaklingur/ar á vegum þessara miðla sem ákveða að loka fyrir reikningi notandans sem þeir hafa í raun engan rétt til.

Í flestum stjórnarskrám þjóðríka eru ákvæði um tjáningarfrelsi, svo málfrelsi, prentfrelsi og fundarfrelsi en fæstar hafa fylgt hraða tæknibreytingar og breytingar á tjáningarmáta. Svo er einnig háttað um íslensku stjórnarskrána. Í henni er tjáningarfrelsið tryggt en stöðugt er verið að vega að því með setninga laga, sem ég tel vera í andstöðu við stjórnarskránna, svo sem setningu laga um hatursorðræðu og jafnvel hefur verið sett á fót embætti eða deild innan lögreglunnar sem á að ritskoða hvað fólk segir og lögreglufulltrúi vaktar. Nú ætlar ríkið að ákveða hvað er rétt að segja og hvað er rangt. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta? Á ekki láta svona mál vera einkaréttarmál án afskipta ríkisvaldsins? Ef einhver ærumeiðir eða notar óviðeigandi orð, að einstaklingur geti þá gripið til dómstólaleiðina eins og hefur verið hægt í gegnum aldir? Þetta kallast á hreinni íslensku ritskoðun en það er ekki nógu gott orð, betra væri að tala um tjáningarheftun eða jafnvel tjáningarbann undir ægivaldi ríkisins.

Með tjáningarfrelsisréttarákvæðum stjórnaskráa hefur okkur í vestrænum samfélögum öllu verið gefið rétturinn til að láta í ljós hvaða skoðun sem er án ritskoðunar eða tálmana. Að vera fær um að láta orð rúlla af tungunni án þess að þurfa að seinna að endurskoða hugsanir þínar gætu hugsanlega verið einn af mesta réttindum í vestrænna samfélaga. Þess má geta í framhjá hlaupi að í Bandaríkjunum er málfrelsið óskorðað. Til að mynda eru ekki til sérstök lög gegn hatursorðræðu, heldur tala þeir um hatursglæpi sem haturorðræða er spyrnt saman við. Þ.e.a.s. ef þú fremur hatursglæp og hefur um leið ummæli sem teljast megi vera hatursorð, þá má auka við refsinguna fyrir glæpinn. Ekki er dæmt sérstaklega fyrir hatursorðræðu, nema hótað sé manndrápi eða líkamsmeiðingum.

 

Þó að við séum frjálst að segja það sem við viljum, er ekki heimilt að tjá neina skoðun sem brýtur, ógnar eða móðgar hópa, byggt á kynþáttum, litum, trúarbrögðum, þjóðernisstefnu eða fötlun (hatursorðræða). Á málfrelsi á netinu við ef við höfum fengið takmarkanir? Er hægt að málamiðla? Hefur línan til að vernda notendur með ritskoðun og leyfa ennþá einstaklingum að tjá sig frjálslega orðið óskýr?

Samfélagsmiðlar hafa orðið helsti viðkomustaður margra og oft sá eini, þeirra er fara á netið. Fylgis er með núverandi atburðum, slúðurfrétta, notað sem dagbók eða tól til að vaxa í viðskiptum.

Samfélagsmiðlar eins og og Facebook og Twitter hafa verið í meðvituðu átaki til að stjórna efni sem birtist á vettvangi þeirra. Samkvæmt grein í CBS News, gaf Facebook í sumar út lista yfir viðmiðunarreglur um hvað teljist vera stefnumótandi efni, sem olli undrum hjá mörgum vegna hugmyndarinnar um að aðferðafræði þeirra er í raun hlutdræg gagnvart umdeildum sögum og innleggum.

Ekki fyrir löngu fékk Facebook mikla gagnrýni vegna banns á birtingu Víetnamsstríðsmyndar en það gerðist vegna reglna um birtingu kláms. Facebook varð að gefa eftir í málinu. ,,vegna þess að stríðsmyndin gefur táknræna mynd af atburði með sögulegri skírskotun, gildi þess að leyfa vegur þyngra en gildi þess að vernda samfélagið með því að fjarlægja efnið, þannig að við höfum ákveðið að endurreisa myndina á Facebook þar sem við vitum að það hefur verið fjarlægt", sagði talsmaður fyrirtækisins.

Facebook hefur efnivið til að verða ein stærsta uppspretta heimsins fyrir fréttir og sterk afstaða miðilsins til ritskoðunar gæti haft áhrif á það sem notendur hafa aðgang að. Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum vildi Facebook banna Donald Trump að nota miðil þeirra vegna meins brots en Mark Zuckerberg steig inn vegnað ótta um að þessar gætu eyðilagt kosningarnar.

Auðvitað er mikilvægt fyrir samfélagsmiðla að sía út barnaklám, áreitni, einelti á netinu og almennt ofbeldi en hvernig skapa þeir fullkomna jafnvægi?. Mikilvægt er að notendur geti nýtt sér samfélagmiðla án ótta og ekki líði eins og þeir séu dæmdir til að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt. Hægara sagt en gert? Til þess að þetta verði gert á réttan hátt þurfa samfélagsmiðlarnir að finna sanngjarna málamiðlun, sem gefur notendum vettvang til að tjá sig án þess að þurfa óttast refsingu.

Twitter (X) gæti verið komið með uppskriftna að réttri lausn. Síðastliðinn október rákust notendur á eiginleika sem kallast “muted words” eða ,,þöggun orða“. Þessi valkostur gerði notendum kleift að búa til lista yfir óæskileg orð og orðasambönd sem þeir vildu ekki sjá á tímalínunni en leyfa aðra sjái sem vilja. Heimildmenn segja að þessum eiginleika í Twitter hafi verið birtur of snemma og hann tekinn út en yrði settur inn aftur í framtíðinni með uppfærslu. Þetta gæti verið leiðin til að halda friðnum milli andstæðra fylkinga.

Staðan eins og hún er í dag, að Facebook hefur varanlega bannað Infowars stofnandann Alex Jones, sem er hægri maður, samfélagsgagnrýninn Milo Yiannopoulos og Laura Loomer auk annarra sem eru áberandi lengt til hægri. Banninu fylgdi yfirlýsing um að miðillinn myndi ekki leyfa hvíta þjóðernishyggju og aðskilnaðarsinna á vettvangi sínu lengur.

Aðrir sem voru endanlega sagðir út af sakramentinu, eru meðal annars fræðimaðurinn Paul Joseph Watson og hvíta þjóðernissinninn Paul Nehlen. Einnig útilokaði Facebook Louis Farrakhan, leiðtogi þjóð Íslams, sem hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína. Hvað verður bannað næst og hvaða rétt hefur Facebook til að dæma í pólitískum málum? Hvar eru mörkin sem þessi miðlar eiga að búa við? Þarf að koma böndum á þessa miðla með lögum?


Þegar valdstjórnin beitir valdinu

Fyrsta sem bloggritari lærði í námi sínu er að í miðaldarsamfélaginu íslenska og í Evrópu voru menn vopnaðir. Það var ekki að ástæðulausu, því að ríkisvaldið í formi konunga og jarla, hafði ekki náð að einoka valdbeitinguna. 

Englandskonungur sem og Noregskonungur voru fremstir meðal jafningja en menn urðu að verja sig sjálfir, enda engin lögregla til en aðalsmenn voru ekki sérstaklega áhugasamir um að verja smælingjanna. Með valdatöku Noregskonungs á Íslandi 1262, átti svo að heita að sýslumenn og hirðstjórar/höfuðsmenn héldu upp lög og reglu en í raun var það í höndum héraðshöfðingja eftir sem áður og einokuðu valdastöður hjá konungsvaldinu.

Svo gerðist það að konungur náði loks að beygja aðalinn undir sig og vald hans. Þetta gerðist um siðskiptin hér á Íslandi, þegar biskuparnir (1550) og höfðingjarnir voru beygðir undir full vald konungs. Vopnin dregin úr höndum einstaklinga (vopnabrotið 1581) og í hendur embættismanna og danska sjóhersins. En þetta þýddi að ríkisvaldið bar skylda að halda uppi lögum og reglu. 

Forverar lögreglumanna á Íslandi kölluðust vaktarar frá tímum Skúla fógeta Magnússonar í nýja þéttbýlinu í Reykjavík. Á vef lögreglunnar segir: "Árið 1803 varð Reykjavík fullburða kaupstaður og bæjarfógetinn, Rasmus Frydensberg, fékk sér til aðstoðar tvo danska lögregluþjóna. Fyrsti íslenski lögregluþjónninn var Jón Benjamínsson en hann var ráðinn til starfa árið 1814. Síðasti danski lögregluþjóninn starfaði hér fram til ársins 1859. Eftir það var lögreglan alíslensk."

Slóð: Lögreglan - sagan

En lögreglan var ekki ein um að sjá um vörslu samfélagsins. Kaupmenn réðu næturverði og er þetta fyrirkomulag enn til í formi öryggisþjónustufyrirtækja sem sjá um vörslu fyrirtækja.

Íslenska lögreglan hefur verið þekkt fyrir að vera óljúft að beita valdinu. Þegar lögreglumenn ganga um miðborgina um helgina eru fortölur beittar, spjallað þannig að menn sjái ljósið. Einstökum sinnum hefur hún þurft að beita valdinu af afli, í Gúttóslagnum 1932, töluvert undir forystu Agnars Kofoed Hansen á stríðsárunum og í Alþingisslagnum 1949 er Ísland gékk í NATÓ. Í efnahagshruninu 2008 beitti lögreglan mikilli lagni er þjóðin var öskureið út í valdastéttina og varði Alþingishúsið af stakri snilld.

En tíminn gengur ekki aftur á bak. Þökk sé hugarfóstri góða fólksins að allir séu eins og allir sem koma hingað til Íslands, verði bara með að stíga á íslenska jörð, að það fólk sýni landi og þjóð virðingu. Aldrei er dreginn lærdómur af reynslu Norðurlandaþjóða að friðurinn er úti ef margir menningarheimar lifa hlið við hlið (sem menn kalla fjölmenning og er andstaða einmenningar). Í einmenningarsamfélagi eru menn sammála um leikreglur, gildi og siði. Þjóðfélagið nokkuð friðsamt eins og saga Norðurlanda á 20. hefur kennt okkur.

Í fjölmenningu hafa menn hins vegar mismundi skoðanir um gildi og menningu og hvernig ber að framfylgja þeim. Með öðrum orðum, er friðurinn úti og samheldnin sem skapast af sameiginlegri menningu, tungu og sögu er að hverfa. Þetta skapar óstöðugleika sem íslenskir stjórnmálamenn skynja ekki og halda að eina hlutverk þeirra sé að búa til lög en ekki að þau séu þannig að þjóðfélagið haldist saman.

Nú er svo komið eftir áratuga uppeldi ný-marxismans í háskólum landsins sem teygir sig alla leið niður í grunnskóla en þeim stýra kennarar sem hafa lært nýmarxíska kennsluhætti, að upp er komin veikgeðja kynslóð, sem hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn, fengið allt upp í hendurnar og er uppfull af woke kenninga hugmyndafræði. Allsnægtir, án skorts skapar ekki úrræðagott fólk, heldur heimtufrekt fólk sem lifir eftir kennisetningum sem passa ekki við veruleikann.

Þetta fólk telur allt í lagi að vaða að ráðherrum með hótunum, þannig að lögreglan þarf að skerast í leikinn. Þegar þetta fólk vaknar við veruleikann, að jafnvel veikgeðja valdstjórnin þarf stundum að beita valdi og notar lögregluna til þess, þá verður það reitt og telur að það sé brotið á sig. Það gleymir að það var sjálft að valda uppþoti og fara ekki eftir lögum og reglum. Mótmæli eru hluti af reglum lýðræðisins, ekki uppþot, óeirðir og hótanir.  Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.


Hver eru Kató krimmi, Bjarni bankster og Steingeldur J?

Sverrir Stormsker er of góður til að sleppa. Mesti orðhákur Íslands! Hver eru Kató krimmi, Bjarni Bankster og Steingeldur J? Eða Svíndís Stalínsdóttir eða Gauðni Wokehannson? Hver man ekki eftir þríeykið/ þríeitrið Víði víðáttuvitlausa, Flónólf fáráðling og Kára Klepptæka?
 
"Hlustaðu nú á mig elsku litla Kata klóakrotta. Þú hefur reynst traustur og dyggur og trúr og tryggur glæpapartner. Ef þú lætur mig fá forsætisráðherrastólinn þá skal ég sjá til þess að öll spillingaröflin og valdaöflin í samfélaginu munu styðja þig af alefli og koma þér í rafmagnsstó…, … ég meina forsetastólinn. Öllu skal tjaldað til.
 
Ég skal fá allra voldugustu og flottustu glæpamenn og stórfyrirtækjaeigendur landsins til að standa þétt við bakið á þér, ég skal fá minn helming Sjálfstæðisflokkinn til að styðja þig og ég skal fá Singa til að fá Framsóknarflokkinn til að styðja þig og ég skal fá fóstbræðurna Bubba Hólmstein og Hannes Morthens til að ausa þig lofi og ég skal fá Davíð uppá Mogga, pissudúkku auðvaldsins, til að berja á Harmonikku-Höllu og öðrum þeim frambjóðendum sem ógna þér og fá hann til að tala vel um gluggaskrautið sitt hana Kötu litlu og ég skal fá sægreifana til ausa hundruðum milljóna í framboðið þitt svo þú getir sómt þér vel sem gluggaskraut á Bessastöðum og skrifað undir öll okkar landráðalög hugsunarlaust einsog vinur okkar hann Gauðni Th. Wokehannesson hefur gert svo myndarlega til þessa."
 
Það er nokkuð ljóst þegar litið er á forsíðu Útvarps sögu á vefnum, að ekki er Kató krimmi vinsæl á þeim bæ. Kíkjum á fyrirsagnir:
 
 
 
 
 
Svo eru auðvitað aðrar greinar sem ekki fjalla um kosningarnar.
 
En háðið sem Sverrir Stormsker fer svo kostulega með, er hárbeitt og svíður undir.  Sverri Storm í forsetann, ekki Jón gnísk eða var það Jón írskur! Hann er a.m.k. fyndnari!
 
Heldur nokkur að kosningabaráttan í lýðræðisríkinu sé öðru vísi en í öðrum ríkjum? Spilling og valdamak er alls staðar þar sem völdin liggja. Líka í örríkinu Ísland. Alveg örugg að sá frambjóðandi sem elítan líkar við, er sá frambjóðandi sem maður á ekki að kjósa! Forsetinn er forseti okkar allra hinna sem eru ekki í klíkunni/elítunni. Forseti fólksins, ekki valdsins.

Formaður nýtir í varaþingmann Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra VG styður ekki formann sinn

Bjarni Benediktsson skammast út í Arnar Þór og kallar hann ótrúverðugan. Í mínum eyru hljómar þetta sem mesta hrós og er hann þar með kominn ofarlega á blað þeirra sem koma til greina.

Annar ráðherra fyrrverandi úr VG segist ekki styðja Katrínu Jakobsdóttir og getur bloggritari ekki verið meira sammála af þeim ástæðum sem áður hafa verið talin upp hér á Samfélagi og sögu.

Í eyrum bloggritara er hann ræðir við fólk, koma upp þrjú nöfn, Katrín, Halla T. og Arnar Þór, sem það vill kjósa. Áberandi er stuðningurinn við Katrínu meðal eldri fólks sem hefur litla þekkingu á pólitík. Það metur hana eftir framkomu í fjölmiðlum en hún hefur baðað sig í sviðsljósinu í áratug en gamla fólkið hefur gleymt efnahagshruninu, framkomu VG við eldri borgara o.s.frv.

Flestir eru hissa á litlu fylgi Arnars Þórs í skoðanakönnunum og eru sammála um að raunfylgi hans sem kemur úr kjörkössunum verði meira, bloggritari spáir a.m.k. 15%, ekki 7% skoðanakannanna fylgi.


Hvaða áhrif hefur boðskapur Jesús Krists haft á mannkynið?

Áhrifin eru geysimikil og ná langt út fyrir kristin ríki og í raun á allt mannkynið og í margvíslegu formi, sjá til dæmis starfsemi S.Þ. og fleiri alþjóðasamtaka, svo sem Rauða krossinn.

Boðskapur Jesú Krists, eins og hann er fluttur í kenningum kristninnar, er margþættur og hefur mismunandi túlkanir innan ýmissa trúfélaga. Hins vegar er hægt að greina nokkur algeng þemu en vegna afkristni Vesturlanda, bann á kennslu kristinfræði í grunnskólum margra ríkja, vita börn ansi lítið út á hvað kristni gengur. Samt er grundvöllur nútíma ríkja byggður á gyðinglegum rótum.

Jú, allir vita hver Jesú Kristur er, hann er góður maður í augum barnanna og hann er sonur guðs segja þau.  En boðskapurinn er hreinn og tær. Kristin fræði er samblanda af boðskap gyðingsdóms og grískrar háspeki.

Gyðinga rætur. Kristni spratt upp úr trúarhefð gyðinga. Jesús og fyrstu fylgjendur hans voru gyðingar og frumkristni hreyfingin er oft talin gyðingleg.

Messíasar væntingar. Á þeim tíma voru ýmsir gyðingahópar sem bjuggust við Messías sem myndi frelsa þá frá rómverskri stjórn og endurreisa ríki Ísraels og margir trúðu að Jesú væri Messías endurborinn.

Kristnin mótaðist næstu aldir og inn í bættist grísk háspeki Aristótelesar, Plató og fleiri.

Boðskapurinn - fagnaðarerindið

Kærleikur og samúð er helsta einkenni kristinsdóms. Jesús lagði áherslu á mikilvægi kærleika, bæði fyrir Guð og samferðafólk sitt. Boðorðið um að "elska náunga þinn eins og sjálfan þig" er kjarninn í kenningum hans.

Fyrirgefning. Jesús boðaði fyrirgefningu og hvatti fylgjendur sína til að fyrirgefa öðrum, eins og þeir sjálfir eru fyrirgefnir af Guði. Hugtakið fyrirgefning er lykilatriði í kristinni guðfræði.

Frelsun og endurlausn. Samkvæmt kristinni trú kom Jesús til að frelsa mannkynið frá synd og bjóða upp á möguleika á eilífu lífi með trú á hann. Litið er á fórnardauða hans á krossinum sem endurlausn.

Auðmýkt og þjónusta. Jesús kenndi gildi auðmýktar og þjónustu við aðra. Dæmi hans um að þvo fætur lærisveina sinna er oft nefnt sem öflug lýsing á þessari meginreglu.

Ríki Guðs. Jesús talaði um Guðs ríki, ekki endilega líkamlegt ríki, heldur ríki þar sem vilji Guðs er gerður. Það er litið á það sem ákall um að samræma líf sitt við tilgang Guðs.

Áhrif boðskapar Jesú Krists á mannkynið hafa verið djúpstæð og víðtæk. Hér eru nokkur athyglisverð áhrif:

Menningarleg áhrif eru djúpstæð. Kristin trú hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mótun vestrænnar menningar og siðmenningar. Margar siðferðilegar meginreglur úr kenningum Jesú hafa haft áhrif á lög, félagsleg viðmið og menningarhætti.

Siðferðiskenningar Jesú hafa stuðlað að þróun siðferðilegra ramma sem leiðbeina einstaklingum og samfélögum við að taka ákvarðanir um rétt og rangt.

Meginreglur um kærleika, samúð og réttlæti sem Jesús kynnti hafa verið innblástur fyrir ýmsar félagslegar réttlætishreyfingar í gegnum tíðina, þar á meðal þær sem tala fyrir afnámi þrælahalds, borgaralegra réttinda og mannúðarstarfs.

Góðgerðarstarf. Áherslan á samúð og að hjálpa öðrum hefur hvatt ótal einstaklinga og samtök til að taka þátt í góðgerðarstarfi og mannúðarstarfi, taka á málum eins og fátækt, heilsugæslu og menntun.

Listir, bókmenntir og heimspeki. Líf Jesú og kenningar hafa verið ríkur uppspretta innblásturs fyrir listamenn, rithöfunda og heimspekinga, og stuðlað að því að skapa mikið magn bókmennta, lista og heimspekilegrar hugsunar.

Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif boðskapar Jesú eru ekki einsleit og túlkun er mismunandi eftir mismunandi kristnum trúfélögum og einstaklingum. Að auki hafa aðrar trúarlegar og heimspekilegar hefðir einnig haft áhrif á siðferðilega og siðferðilega þróun mannkyns.

Hvers vegna ný-marxistarnir vilja útrýma svona fallegan boðskap úr grunnskólanum er óskiljanlegt. Það er reyndar svo að Karl Marx, upphafsmaður kommúnismans/sósíalismans, vildi útrýma trúarbrögðum og kannski eru sósíalistarnir Dagur B. Eggert, Katrín Jakobsdóttir sem afnam kristni fræði kennslu í grunnskóla, og þeirra kumpánar að fylgja þessari stefnu eftir á borði sem og orði. Alræðis- og forsjáhyggja sósíalista hefur aldrei þolað samkeppni.

Byggt að hluta til á ChatGPT og svo gamla góða minnið!


Púað á Trump á ráðstefnu frjálshyggjumanna

Í fréttum fjölmiðla hefur verið flokkur frjálshyggjumanna - Libertarian Party - sem hefur náð um 1,3% atkvæða í forsetakosningum. 

DV kemur inn á þetta í grein, en fer ekki ítarlega í hvernig megi lesa í ræðu Trumps á ráðstefnunni og hvers vegna hann yfir höfuð ákveður að fara á fjandsamlega samkundu.  Sjá slóð: Púað á Trump á ráðstefnu

Í raun ætti fyrirsögn DV vera eftirfarandi og lýsir málinu betur: "Frjálshyggjumenn velja Chase Oliver sem forsetaefni Bandaríkjanna en hafna Trump og Kennedy."

Það er nefnilega ekki bara Trump sem er að eltast við þessi 1% atkvæða, heldur Robert F. Kennedy sem einnig mætti á fund þeirra.  Sjá slóð: Libertarians pick Chase Oliver for US president as Trump, Kennedy rejected

Með því að fara í ljónagryfjuna, var Trump að reyna að taka fylgi af Kennedy en hafði líklega ekki erindi sem erfiði (vantar skoðanakönnun til að staðfesta það) en það að Oliver skuli hafa fengið 60% atkvæða á ráðstefnunni segir sína sögu.

Svona til skýringar: Frjálshyggjumenn setja lítið ríkisafskipti í forgang sem og einstaklingsfrelsi, með blöndu af stefnumótun sem gæti talist frjálslynd, íhaldssöm eða hvorugt. Þeir eiga meira sameiginlegt með Repúblikönum en Demókrötum, þótt þeir eru mjög sósíalískir á köflum í félagsmálum.



Oliver sjálfur er aðgerðarsinni og opinberlega samkynhneigður stjórnmálamaður frá Atlanta sem bauð sig áður fram fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisþing Georgíu.

Hvort segir Aljazeera eða DV réttar frá?

 


Endir alls - nýjasta bók Victor Davis Hansen fjallar um endalok heimsvelda og siðmenningar

Victor Davis Hanson segir: "Það er ekki til nokkuð sem kallst nútíma heimur. Þrátt fyrir tækni er mannlegt eðli það sama. Reyndar getur framganga tækninnar leitt til siðferðislegs afturhvarfs, þar sem allsnægtir og tómstundir tæra eðli einstaklinga og þjóða, freista einstaklinga og þjóða til sjálfs eyðileggingar.

Victor Davis Hanson, hinn klassíski sagnfræðingur hjá Hoover-stofnunarinnar, sem margoft hefur verið vitnað hér í, á þessu bloggi, kemur inn á þetta í nýjustu bók sinni, The End of Everything: How Wars Descend Into Annihilation. Hann segir sögu fjögurra ríkja og siðmenningar sem voru algjörlega útrýmt af stríði og eigin "hybris" og barnaskapar.... Þessi bók fjallar um blómstrandi siðmenningar sem eru teknar niður á blóma skeiði, oft með tiltölulega lítilli fyrirvara, með gríðarlegum geopólitískum afleiðingum."

Siðmenningar hrynja af mörgum ástæðum og þessa dagana höfum við ekki svo miklar áhyggjur af stríði heldur loftslagsbreytingum og náttúruhamförum. Hins vegar, eins og Hanson bendir á,  sem er líka hernaðarsagnfræðingur varar við, þá er ekki útilokað að nútíma óvinur (Pútín) gæti reynt að eyða andstæðing (Úkraínu) eins örugglega og Cortés steypti Astekum "Trúleysingi, og raunar fáfræði, ríkisstjórna og leiðtoga samtímans um ásetning, hatur, miskunnarleysi og getu óvina þeirra kemur ekki á óvart," skrifar Hanson, sem skoða heim þar sem þjóðarmorð er ekki ókunnugt fyrirbrigði.

Sumir sagnfræðingar halda að fyrsta þjóðarmorðið hafi verið í Karþagó, sem Rómverjar lögðu í rúst í þriðju af þremur hörðum alls herjar stríðum, en fyrstu tvö þeirra ætluðu að tryggja Rómverja sigur en ekki endilega eyðileggingu en sú síðasta gerði. Eyðileggingin á borginni markaði endalok ákveðina siðmenningar og endalok upprennandi stórsveldis sem hefði getað verið heimsveldið sem Róm varð síðar.

Hvernig Róm lagði áherslu á eyðileggingu óvinarins vekur Hanson sem hernaðarmann og taktíker til umhugsunar, en það virðist ljóst af frásögn hans að Karþagó, sem varð við flestum kröfum Rómar, var á þeim tímapunkti að mestu saklaust fórnarlamb - hliðstæða, það er að segja við Úkraínu.

Óbilgjarnari var Þeba, kannski hliðstæða Taívan í ljósi Kína í dag, útrýmt fyrir hendi Alexanders mikla, sem sá í tortímingunni "merki hvers kyns makedónskra keppinauta að hásætinu að Alexander væri miskunnarlaus, og kæruleysislega og ófyrirsjáanlegt." Victor Davis Hanson fer djúpt í hernaðarvandamál, en hann skrifar lifandi um mál sem máli skipta, þar á meðal stórborgirnar Konstantínópel og Tenochtitlán - borgir, bendir hann á, sem eru enn ril löngu eftir að fyrrverandi eigendur þeirra voru sendir í eilífina.

Hanson tilgreinir fimm lykilþætti sem stuðla að stigmögnun stríðs yfir í níhilisma: hybris, fætt fyrst af velgengni og leiðir til oftrausts og kærulausrar útvíkkunar stríðsmarkmiða; þjóðernishyggja og hugmyndafræði, umbreyta átökum í tilvistarbaráttu gegn óhlutbundnum óvinum; algert stríð, þoku mörkin á milli stríðsmanna og óbreyttra borgara og lögfesta hömlulaust ofbeldi; tækni, sem útvegar sífellt skilvirkari leiðir til eyðingar og eykur umfang eyðileggingarinnar; og veðrun hefðbundins siðferðis, sem veikir hömlur sem eru á villimennsku og grimmd.

Bókin reifar söguleg dæmi af nákvæmni til að sýna hvernig þessir þættir hafa komið fram í ýmsum átökum. Victor Davis Hanson kafar ofan í Pelópsskagastríðið, þar sem aþenskur húmor leiddi til grimmilegrar herferðar gegn Melos, sem skapaði fordæmi fyrir óheftan hernað. Hann skoðar frönsku byltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar, þar sem hugmyndafræðilegur eldmóður ýtti undir átök víðsvegar um álfuna sem urðu óþekkt blóðsúthellingar. Hann greinir bandaríska borgarastyrjöldina, þar sem hugmyndin um algert stríð tók rætur, sem leiddi til eyðileggingar suðursins og hernaðaraðgerðir beindust að almennum íbúum.

Þegar Victor Davis Hanson fer inn á 20. öldina, kannar hann heimsstyrjöldin tvær, þar sem tækniframfarir og hugmyndafræðilegt ofstæki sameinuðust til að skapa átök af ólýsanlegum stærðargráðum og grimmd. Hann greinir helförina, skelfilega birtingarmynd algerrar rýrnunar siðferðilegra landamæra, og kjarnorkusprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, sem markar ógnvekjandi nýtt tímabil þar sem möguleiki er á alls herjar tortímingu.

Greining Victor Davis Hanson er ekki takmörkuð við fortíðina. Hann heldur því fram að þessir þættir eigi enn við á 21. öldinni, þar sem uppgangur nýrrar tækni og hugmyndafræðilegrar öfgastefnu skapi verulegar ógnir. Hann varar við sjálfsánægju og hvetur til endurnýjunar áherslu á að skilja gangverk stríðs og hættu á stigmögnun. Hann kallar eftir því að siðferðislegar takmarkanir séu endurteknar og skuldbindingar til diplómatíu og aðhalds, viðurkenna að veðmálið sé meira en nokkru sinni fyrr á tímum áður óþekktra eyðileggingarmöguleika. Hann hefur miklar áhyggjur af Bandaríkin sem heimveldi og varar við núverandi merki um hnignun þeirra.

h

Hér varar Vicor við falli Bandaríkjanna:


Eru Bandaríkin á sömu leið og Rómarveldi spyr Thoms Sowell:


Fyrir þá sem vilja sósíalista á Bessastaði, er þetta forvitnilegt myndband:


Forsetasetrið Bessastaðir

Forsetaframbjóðandinn Arnar Þór minnist á í bloggi sínu að Hrafnseyri væri tilvalinn staður ef Bessastaðir væru ekki í boði, fyrir forsetasetur. Þetta er frumleg hugmynd en er það svo? Hrafnseyri er mjög afskekktur staður á Vestfjörðum og aðgengið að forseta Íslands lítið sem ekkert. Ef það væri einhver staður sem hentaði undir forsetann, þá væri það Þingvellir.

Hins vegar eru Bessastaðir sögulega séð rétti staðurinn fyrir valdhafa á Íslandi en Snorri Sturluson eignaðist staðinn, ekki er vitað nákvæmlega og ekki er vitað hvort hann hafi nokkru sinni búið þar og er það ólíklegt. Hann batt sitt túss við Skúla jarl eins og alþjóð veit og missti lífið fyrir vikið 1241. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Þeir voru að vísu valdalitlir og þorðu oft á tíðum ekki að ríða langt frá staðnum nema í fylgd vopnaðra manna, þá helst aðeins á Alþingi eða í Hólminn (Reykjavík).

Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.  Ólafur Stephensen, stiftamtmaður (1790-1806), sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur Hólavallaskóli árið 1805. Eftir það nefndist hann Bessastaðaskóli sem starfaði til 1846. 

Á síðari hluta 19. aldar voru Bessastaðir í einkaeigu og síðastur þeirra einkaaðila, Sigurður Jónasson forstjóri, afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. Sveinn Björnsson ríkisstjóri sat þá staðinn þar til hann var kosinn forseti Íslands 1944. Hann nóta bene var stjórnsamur og sýndi fram á að forsetaembættið er valdastaða, ekki skrautstaða eða táknræn staða. Því miður hafa fæstir forseta síðan skilið hlutverk forsetans né stjórnarskránna en það er önnur saga.

Þannig að það megi segja söguleg hefð er að æðsti valdhafi Íslands sitji á Bessastöðum. Áður var staðurinn afskekktur en er nú steinsnar frá höfuðborginni, stjórnkerfinu og Alþingi. Þó sér forsetaembættið ástæðu fyrir að forsetinn eigi sér skrifstofu á Sóleyjargötu eftir að Ólafi og Davíð lenti saman um árið eins og margir muna. Þarna mætti spara.

En Bessastaðir er í glæsilegu umhverfi, (sveitar)bær í borg, og aðkoman fyrir erlenda þjóðhöfðingja að "Hvíta húsi" Íslendinga hlýtur að vera stórkostleg, með útsýni til allra átta er ekið er heimreiðina að forsetasetrinu. Með Snæfellsjökullinn í vestri, Esju í norðri, Garðarholt, Álftanes sjálft og Reykjanes skagann í suðri og Garðabæ og Hafnarfjörð í austri.

Aðgengi almennings að Bessastöðum hefur í gegnum tíðina verið gott, en eftir að lögreglumaður tók upp fasta aðsetur á staðnum, komu upp bannskilti og ekki eins vel séð að fólk gangi fram hjá og út á Seiluna. Því hefur jafnvel verið stuggað í burtu. Það er ekki gott, því að Bessastaðir er þjóðareign Íslendinga. 

En vonandi fer ekki eins fyrir Bessastöðum og Hvíta húsinu sem var byggt í mýrlendi og  John Adam flutti í hálf karað í nóvember 1800, að lenda í að vera í miðri borg. Það er mikið byggt á Álftanesi um þessar mundir.


Forsetakosningarnar 2024 - hverjum er treystandi fyrir forsetavöldunum?

Þegar frambjóðendurnir eru jafn margir og lærisveinar Jesús, er erfitt að velja á milli. Er einhver Júdas í hópnum? Það er erfitt að segja en það hringja viðvörunarbjöllur varðandi suma frambjóðendur. Kjósendur verða að útiloka frambjóðendur einn af öðrum til að komast niður í handfylli þeirra sem eru álitslegastir.

Skoðanakannanna fyrirtækin virðast vilja "hjálpa" okkur við valið og sett fjóra frambjóðendur upp á pall. En kannanir geta verið villandi og mótandi fyrir óákveðna kjósendur. Aðeins þeir sem eru ákveðnir í pólitík, velja samkvæmt sannfæringu sinni og kasta atkvæði sitt á jafnvel frambjóðanda sem mælist með eins stafa tölu.

Svo virðast sem sumir frambjóðendur hafa fulla vasa af peningum. Maður sér Höllu Hrund með risa banner auglýsingu á DV, dag eftir dag en þeir sem hafa auglýst, vita hversu dýrt það er að auglýsa í fjölmiðlum. Aðrir, eins og Ástþór, fer ódýrari leiðina og auglýsir á Facebook. Aðrir eru ósýnilegir, með ekkert bakland og enga peninga. Mun sá sem hefur mestu peningana vinna líkt og í Bandaríkjunum? Að maður geti keypt sig inn í forseta embættið?

En það er önnur leið og ódýrari að komast í forseta katlanna, en það er það er að vera þjóðþekktur einstaklingur, ferskur úr stjórnmálunum eins og leiðandi frambjóðandinn, skv. skoðanakönnunum. Það er alveg sama hvort það er brennandi land að baki, að viðkomandi sitji beggja megin borðs, fylgið helst hátt. Það er einn frambjóðandi virkar eins og rautt aðvörunarljós á bloggritara, en það er Katrín Jakobsdóttir. Hvernig getur hún virkilega stigið úr forsetastólnum, úr sitjandi ríkisstjórn sem hún stýrði með viðvarandi halla á ríkisstjóð og væntanlega klárar kjörtímabilið á næsta ári og sagst vera hlutlaus? 

Segjum svo að hún verði næsti forseti Ísland (með líklega -30% fylgi) og komi sér fyrir á Bessastöðum í sumar. Alþingi kemur saman n.k. haust, eftir met langt sumarfrí, og allt fer í bál og brand á stjórnarheimilinu. Stjórnarhjónin í VG og Sjálfstæðisflokknum skilja og tökubarnið Framsókn skilið eftir.  Heldur einhver að hún verði hlutlaus? Jafnvel þótt henni takist að setja upp hlutleysis andlitið, virkar valdabrölt hennar á bloggritara eins og misbeiting valds og lýðræðis.

Gunnar Thoroddsen sýndi minnsta kosti þann sóma að taka sér hlé frá stjórnmálunum 1965, gerðist sendiherra í millitíðinni og reyndi svo við forsetann en hann tapaði eftirminnilega á móti Kristjáni Eldjárn.  Ólafur Ragnar Grímsson, mjög óvinsæll stjórnmálamaður, fór sömu leið og reyndist farsæll forseti.

"Það er eitthvað rotið í Danmörku" eins og enskumælandi fólk hefur fyrir orðtæki.

Sjá slóðina: Orðið á götunni: Hvers vegna varð Gunnar Thoroddsen ekki forseti Íslands?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband