Færsluflokkur: Bloggar

Áramóta hugleiðingar Samfélags og sögu í árslok 2024

Ekki mun bloggritari halda því fram að hann sé með fordómsgáfu og geta séð framtíðina. Í seinustu áramótaspá hans Framtíðarsýn völva og framtíðar könnuða - Völvuspá Samfélags og sögu  var spáð í spilin með almenna skynisemi sem leiðarljós. Kíkt var á síðust spánna í morgun og ótrúlegt en satt, margt af því sem þar var spáð rætti.  Sagt var (áður en Guðni tilkynnti afsögn sína) að hann væri að fara frá völdum og hann mundi una sér í nýja einbýlishúsinu sínu.

Svo var sagt frá að ríkisstjórnin myndi falla og Katrín og Bjarni myndu fara frá völdum. Við tæki Samfylkingin sem stærsti flokkurinn. Margt annað var spáð og geta menn lesið það ef þeir vilja á slóðinni hér fyrir ofan. En ekki gat bloggritari séð fyrir með sínum common sense hugleiðingum að Píratar og VG myndu falla af þingi. Bloggritari reyndi ekkert í þessari spá að velta um erlend málefni.

Ekki ætlar bloggritari að spá fyrir árið 2025, það er eiginlega tímaeyðsla.

Við að flétta til baka, kemur í ljós að bloggritari er að skrifa sína 1220 blogggrein. Og byrjað var í nóvember 2020 með greininni Málfrelsið - aðeins ætlað fáum? sem var eiginlega stefnuyfirlýsing um að ekki ætlar bloggritari að þeigja sem borgari landsins.

Og á árinu 2024 skrifaði hann 381 blogggreinar! Fleiri en eina grein á dag.  Skrifuð er að lágmarki A-4 blaðsíða í grein en stundum geta greinarnar verið smáritgerðir að stærð. Bloggritari hefur aldrei verið haldin ritstíflu og er að skrifa margt annað um leið, þar á meðal bók sem hann var að klára um jólin. Spurning hvort að handritið fari í skúffuna ásamt fleiri handritum því að bloggritara er eiginlega sama hvort efnið komi út eða ekki. Ekki er verið að skrifa fyrir lesendur, þannig séð, þótt þeir séu stundum ávarpaðir, heldur er verið að skrifa til skilnings og þau hugarefni sem bloggritari er að velta fyrir sér á hverri stundum. Stundum eru skrifaðar greinar sem bloggritari veit að fáir nenna að lesa en eru samt skrifaðar.

Skrifin varpa dýpri skilning á þessi hugarefni og oft kemur niðurstaðan sjálfan bloggritara á óvart. Til dæmis ætlaði bloggritari í dag að skrifa um upphaf kartöfluræktar í Danmörku 1755 og tengja saman við upphaf hennar á Íslandi síðar á öldinni. Þetta viðfangsefni kom upp í hendurnar eftir að hafa horft á dönsku stórmyndina Bastarten eða á ensku "The Promised Land" með Mad Mikkalsen í aðalhlutverki og fjallar um tilraun dansks kafteins til að rækta kartöflur á jósku heiðunum og erfiðleikanna við það. Þessi grein verður ekki skrifuð í dag en kannski síðar. En niðurstaðan kann að koma á óvart, líka fyrir bloggritara.

Skrifað hefur verið um allt á milli himins og jarðar. Ekkert er undanskilið. Það hefur þó verið ákveðið þema í gangi og í forgangi. En það eru varnarmál Íslands sem bloggritari finnst Íslendingar almennt sinnulausir um. Ástæðan fyrir sinnuleysinu, kemur á óvart, en má rekja til þriðja áratugar 20. aldar og er saga að segja frá en verður ekki rakið hér.

Af hverju varnarmál? Þetta viðfangsefni datt óvænt í hendur bloggritara í námi hans, þá hafði hann og hefur enn mikinn áhuga á verslunarsögu og hagsögu. Eftir þetta (B.A.-ritgerð) var ekki snúið. En eftir áratuga löng skrif um málefnið er niðurstaðan að varnarmál eru sjálfstæðismál

Umræðan um varnarmál var gegnumgangandi í sjálfstæðisbaráttunni og leiðtogar Íslands, eins og Jón Sigurðsson og Valtýr Guðmundsson og fleiri síðar, svo sem Bjarni Benediktsson, urðu ljóst að sjálfstætt ríki Íslendinga yrði ekki öruggt nema að varnarmálin væru komin í örugga höfn. Seinni heimsstyrjöldin sannaði það eftirminnilega að það mat var rétt.

Næst síðasta skrefið í sjálfstæðisbaráttunni voru yfirráðin yfir landhelgi Íslands. Þau voru tryggð 1976. En síðasta skrefið er að íslenska ríkið tryggi öryggi Íslands út á við sjálft. Hlutverk fyrstu ríki heims, fyrir 8- 10 þúsund árum, var fyrst og fremst vernd borgaranna. Fyrstu herir og lögregla (oft samtvinnuð) voru því stofnaðir. Þetta er frumskylda ríkisins og ef það getur ekki sinnt því, á ríkið sér engan tilveru grundvöll, annað hvort reka borgararnir valdhafanna frá völdum eða erlent ríki tekur það yfir.

Frá stofnun íslenska lýðveldisins, hefur íslenska ríkið ekki staðið sig sem skyldi í þessum efnum. Íslenska lögreglan og Landhelgisgæsla Íslands hafa allar götur síðan verið undirmannaðar stofnanir. Til allra lukku, hefur íslenskt þjóðfélag verið einsleit og þar af leiðandi friðsamt en nú er öldin önnur. Þá komust Íslendingar upp með þetta. En í dag er Ísland orðið svokallað fjölmenningarríki og hætturnar orðnar meiri og fjölbreyttari. Friðurinn er úti innanlands með sama áframhaldi.

En hann var úti þegar um 1939 fyrir Ísland út á við. Lausnin var innganga í NATÓ og útvistun hervarna til erlends stórveldis. Ísland, eins og aðrar smáþjóðir, verða að treysta á hernaðarbandalag sér til verndar. Það er vel. En Íslendingar geta borið meiri ábyrgð á eigin vörnum og reynt að halda landið frá erlendri hersetu á friðartímum. Tökum sem dæmi kafbátaeftirlitið sem Bandaríkjaher sinnir um þessar mundir og hefur 2-3 hundruð manns í að sinna. Íslendingar gætu alveg sinnt þessu fyrir hönd NATÓ.

Nú er bloggritari kominn of djúpt í varnarmálin í þessum hugleiðingum en áréttar að sjálfstætt ríki verður a.m.k. sýna á táknrænan hátt að það vilji vera sjálfstætt og vilji verja frelsi sitt og sjálfstæði með vopnavaldi ef þess þarf með.

Stórveldi koma og fara, sama á við um Bandaríkin. En vonandi ekki Ísland. Umræðan um kaup á Grænlandi lýsir því svart á hvítu að smáþjóðir eins og Grænlendingar og Íslendingar eru peð í valdaskák stórþjóðanna og varnir þeirra snúast um varnir stórveldanna, ekki þeirra eigin! Ekki vera peð í stórveldapólitíkinni í Evrópu eða heimsins. Íslendingar sluppu við hana allar miðaldir, árnýöld og fram á 20. öld. Allan þennan tíma börðust Evrópuþjóðir á banaspjótum, voru með valdasamsæri, innrásir, borgarastyrjaldir og gera enn í Úkraínu og annars staðar í Evrópu og munu gera áfram um ófyrirséða framtíð.

Vandi Íslendinga er að við erum nú hluti af þessu valdamakki, nýgræðingar, og við höfum enga reynslu né getu til að vera með. Verum sem mest hlutlaus, segjum bara já ef það hentar íslenskum hagsmunum og höldum okkur sem fjærst stórvelda pólitíkinni. Eftir allt, við erum örríki. Og síðan en ekki síst, stöndum á eigin fótum! Áfram Ísland!


Vinstri stjórn í hægra landi?

Pólitískt landslag hefur sannarlega breyst á síðastliðnum áratugum. Hinn pólitíski ás, vinstri-hægri er varla lengur marktækur. Hvers vegna? Jú, flokkarnir eru með sparðatíning í sínum stefnuskrám, pínkulítið af vinstri, miðju og hægri stefnumálum. Erfitt er því að flokka flokkanna eftir hægri-vinstri línum. 

Tökum dæmi. Flokkur fólksins. Hann er með dæmigerðar sósíaldemókratískar áherslur í velferðamálum en virðist vera harðlínuflokkur í hælisleitendamálum.

Sama gildir um Viðreisn. Stefnuskráin eru ekki nógu skýr. Bloggritari fylgist náið með íslenskri pólitík en á enn í fullt í fangi með að átta sig á stefnu flokksins. Jú, innganga í ESB er á stefnuskránni, en hvað annað? Það vantar að kynna stefnuna skýrara. En svo eru það flokkar sem eru afar skýrir í sínum stefnumálum, Samfylkingin, Miðflokkurinn og VG eru allt flokkar þar sem fólk gekk að vísu hvert stefndu.  Mjög auðvelt að kjósa þessa flokka eftir vinstri-hægri ás.

Þessi óvissa endurspeglast í niðurstöðum kosninganna 2024. Fylgið dreifist mjög jafnt yfir þessa sex flokka sem urðu eftir á þingi. Bara ein skýr niðurstaða kom fram frá kjósendum; þeir höfnuðu harðlínu vinstri stefnu VG, Pírata og Sósíalistaflokk Íslands.

Hvort vildu kjósendur stefna til vinstri eða hægri ef litið er á fylgi Samfylkingarinnar (20,8%) og Sjálfstæðisflokksins(19,4%)? Munar aðeins rúmu einni prósentu á milli í fylgi. En ef við flokkum Flokk fólksins (13,8%) og Viðreisn (15,8%) sem demókratíska flokka, þá er niðurstaðan að við erum að fá vinstri stjórn í vinstri landi. Ef litið er á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn (12,1%) sem einu hreinu hægri flokkarnir, eru hægri menn með 32% sem er ansi slappt frá sjónarhorni hægri afla í landinu. Kannski má túlka niðurstöðuna að fólk hafi ekki verið að kjósa til vinstri eða hægri, bara að fá miðju moð (Framsókn fékk á baukinn og er í skammarkróknum fyrir aðgerðaleysi og stefnuleysi á öllum sviðum) og leiðtoga sem það líkar við.

En svo er það aukaafurð þessara kosninga. Við erum farin að eltast við ESB og bókun 35 verður að líkindum lögum. ESB málið á dagskrá, þjóðinni að forspurðri. Ekki var þetta kosningamál og ESB flokkarnir lofuðu að málið (aðildarumsókn) færi ekki á dagskrá. Korteri eftir kosningar er sagt að málið fari í þjóðarkvæði. 

Að lokum. Kjósendur í Bandaríkjunum og Evrópu eru að óska eftir skýra stefnu í öllum málum. Í efnahagsmálum, utanríkismálum og menningarmálum. Valkosturinn er skýr þar. Wokeismi eða íhaldsemi. Bandaríkjamenn kusu hefðbundin gildi og íhaldssemi. Kjósendur í Evrópu eru á sömu skoðun og eru að ýta sósíaldemókratískum flokkur frá völdum eftir áratuga einokun valda. Þeir leita til hægri, en ekki á Íslandi. Hvers vegna?


ESB sinnar sjá ekkert athugavert við bókun 35

Aðildarsinnar benda á EES samningurinn frá 1994 hafi sagt að skýr regla hafi verið sett í samninginn um framkvæmd EES-reglna.

Einn bloggari deildi með bloggritara eftirfarandi hluta úr samningnum og þar segir:

"Stök grein

Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda
EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum."

Gott og vel, en af hverju hefur þetta ekki bara verið innleitt allan þennan tíma? Alþingi afgreiðir hvort sem er aragrúa EES reglugerðir á hverju ári.  

Jú, vísir menn benda á að slík innleiðing sé stjórnarskrábrot. Breytingin er stutt og laggóð. Hún er eftirfarandi:

 

"Frumvarp til laga 

um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).

Frá utanríkisráðherra.

1. gr. 

    4. gr. laganna orðast svo:
    Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

                                                                    2. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi."

Svo kemur greinagerð með þessu frumvarpi sem verður ekki farið í hér. Til þess að bókun 35 verði lögleg, verður að breyta stjórnarskránni. Það eru engin önnur lög sem toppa íslensk lög á Íslandi og Alþingi eitt (ásamt forseta) hefur rétt á að innleiða lög á Íslandi. Þess vegna þarf það að stimpla allar reglugerðir sem koma frá EES. Einhverjar reglugerðir sem búríkratar í Brussel setja saman, geta því ekki orðið rétthærri en íslensk lög, þangað til að Alþingismenn breyta íslensku lögunum í samræmi við reglugerðina sem á að innleiða.

Nú, ef við erum "skyldug" til að innleiða bókun 35, þá er eins gott að við göngum úr EES samstarfinu.  Ekki eru Svisslendingar í EES en þeir eru með okkur í EFTA. Það er alveg nóg fyrir okkur Íslendinga að vera í EFTA sem hefur verið frábært í að gera tugir fríverslunarsamninga við allan heiminn!  Eitthvað sem við höfum ekki ef við erum í ESB.

Og svo má spyrja á móti, hversu margar reglugerðir hefur ESB innleitt frá Íslandi? Engar? Er þetta bara einstefna? Valdboð að ofan?


Bókun 35 aftur á dagskrá en nú með öfluguri málsvara

Í ljós kom að það varð aðeins hlé á aðförinni að stjórnarskrá Íslands er Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum. Það vakti og vekur enn undrun bloggritara að Sjálfstæðisflokkurninn skuli hafa stutt þetta mál, að því virðist gegn grunngildum flokksins. Sjálfstæðismál ekki lengur á dagskrá hjá flokknum?

En sjálfstæðismál virðast horfin úr huga núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismanna sem nú eru í Viðreisn. Hvað hélt fólk eiginlega að það fengi úr pökkunum er skoðanakannanir sýndu að tveir flokkar með mesta fylgið, Samfylkingin og Viðreisn vildu ljóst sækja um aðild að ESB? Að það sé í lagi að kjósa þessa flokka? Auðvitað fáum við ESB aðildarkosningu (í lok kjörtímabilsins svo að málið eyðileggi ekki ríkisstjórnarsamstarfið) og bókun 35 verði samþykkt á þessu þingi!

Það er næsta ljóst að bókun 35 verður samþykkt, með samsetninguna á Alþingi eins og hún er. Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins (margir hverjir) munu styðja málið og leiða í lög. Flokkur fólksins ætlar bara að segja já! „Skoðun mín hef­ur ekk­ert breyst,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins, spurður hvort skoðun hans á bók­un 35, um að frum­varpið feli í sér stjórn­ar­skrár­brot, hafi breyst. Sjá slóð: Bókun 35 enn stjórnarskrárbrot

Þingmaðurinn segir að bókunin sé stjórnarskrábrot en ætlar samt ekki að standa í vegi fyrir að málið fari í gegnum þingið!  "Þetta er ekkert stórmál, þannig séð" segir þingmaðurinn. Þetta kallar maður að standa fast á prinsippum, þannig séð! Og hann ætlar ekki að "slíta ríkisstjórn", þannig séð! Fyrir hvaða prinsippum standa þeir þingmenn sem segjast vera mótfallnir ákveðnum málum, sem þeir segja að standi ekki stjórnarskrá, en ætlar samt ekki að gera neitt í málinu? Af hverju eru þeir á þingi yfir höfuð. 

Nýjir þingmenn stjórnarflokkanna vinna nú stjórnarskráeið er þeir setjast á Alþingi, vitandi vísir að þeir ætla að brjóta þann eið í þingstörfum. Í gegnum aldir hafa eiðar Íslendinga haft gildi og verið jafngildir undirskriftum. Eiður var óbrjótanlegur og menn misstu æruna ef þeir brutu hann sem var mesti álitshnekkir sem hægt var að bíða. Á miðöldum voru menn drepnir ef þeir gengu á bak orða sinna.

En hvað gerist þegar bókunin verður samþykkt? Ekkert að því virðist. Nýr dagur rennur upp á ný og lífið gengur sinn vanagang að því virðist. Ekkert hefur breyst...eða hvað? Jú, tifandi tímasprengja hefur verið sett af stað. Þegar örlagaríkir tímar renna upp, þeir gera það alltaf, þá getur reynt á hvort íslensk lög eða evrópsk séu rétthærri. Og það skiptir máli. Hefur einhver gleymt ICESAVE málinu? Hvernig hefði það farið ef bókun 35 hafi þá verið samþykkt?  Það liggur í eðli málsins, að íslenskir hagsmunir fara ekki alltaf saman við heildarhagsmuni ESB.  Þeir hagsmunir eru sniðnir að stærstu aðildarríkjum ESB.

Þegar Ísland var undir stjórn Dani, var landið ekki nýlend, heldur hjálenda. Virðist ekki vera mikill munur á og er ekki. Sérstaklega ekki ef landsmenn eru komnir undir vilja og duttlunga erlendra stórvelda. 

Stórskáldið sagt eitt sinn: „En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.). Menn geta túlkað þessi orð eins og þeir vilja í þessu samhengi.

P.S. Hvað ætlar forseti vor að gera? Skrifa undir?

 


Fjölmiðlar hingað til sofandi en vaknaðir af værum blundi er varðar varnarmál

Það er skiljanlegt að íslenskir fjölmiðlar fjalli líðið um varnarmál dags daglega.  Stríð í Evrópu telst vera fjarlægt vandamál sem kemur Íslendingum lítið við.

Friður og hugarró Íslendingsins er þó við og við raskaður, með fréttum af varnarumsvifum á varnarsvæði NATÓ á Keflavíkurflugvelli og Helguvík. Ha, eru útlendingarnir að sinna vörnum Íslands? Nú, sei sei.

En svo verður veruleikinn raunveruleiki fyrir hann. Fréttir berast af að það er verið að skera á sæstrengi í Eystrasalti, í túngarði Norðurlandanna og allt í einu vaknar Íslendingurinn og segir: "Hvað með sæstrengina til Íslands"? Þarf ekki að gæta öryggi þeirra? Og netöryggi? Og flugöryggi? Og fjölþátta ógnanir?Þetta er orðið óþægilega nálægt Íslandi.

Mestu óvinir öryggis Íslands, VG og Píratar eru farnir af Alþingi Íslendinga. Þar með óheilbrigð andstaða við að landið sé varið. Það á eftir að koma í ljós hvernig varnarmálastefna nýju ríkisstjórnarinnar verður, en það veit á gott að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tók við utanríkisráðuneytinu. Ef einhver ráðherra hefur vit á varnarmálum, þá er það hún og hún hefur áhuga. 

Búast má við að umsvif NATÓ stöðvarinnar á Miðnesheiði aukist jafnt og þétt og hafa þau aukist leynt og ljóst síðastliðinn áratug. Það eru ekki smáræðis peningar sem settir eru í að efla aðstöðuna. Árið 2019 voru t.a.m. settir 14 milljarðar í framkvæmdir við varnarmannvirkin. Annars vegar var uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins. 

Nýjasta nýtt eru fréttir af "flugvelli í boxi". Í frétt RÚV segir að "þrettán þúnd fermetra lager í sjö skemmum mun rísa á Miðneskheiði á næstum vikum. Þar verða geymd tæki og tól til að byggja nýjan flugvöll, reynist þörf á. Kostnaðurinn nemur um 13,5 milljörðum króna og er alfarið greiddur af bandaríska hernum."

Þar hafa þegar verið reist ný fjölbýlishús fyrir hermenn, en um 300 til 400 hermenn dvelja nú innan varnarsvæðisins á hverjum tíma. Flughlöð hafa verið stækkuð umtalsvert og 390 metra langur viðlegukantur í Helguvík er í bígerð, svo að stærstu herskip NATÓ geti lagt þar að. Þá verða eldsneytistankar stækkaðir og birgðageymslur fyrir flugvallarbúnað og stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit byggðar. Framkvæmdirnar eru fjölmargar og hlaupa á tugum milljarða króna. NATÓ borgar brúsann að mestu, en íslenska ríkið tekur þátt að hluta til segir í fréttinni "Ólíklegt að bandaríski herinn sé kominn til að vera" hjá RÚV og er haft eftir prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hvaðan hann hefur þá vitneskju væri fróðlegt að vita. Kannski að hann hafi símanúmer Pentagons í hraðvali.

Það er athyglisvert að umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa haldist í hendur við umsvif stríðsins í Úkraínu. Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins segir umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafi byrjað 2014, eftir innrás Rússa á Krímskaga. Haft er eftir honum að hátt í 100 Íslendingar starfi við varnarmál dags daglega. Landhelgisgæslan er með varnarmálin á sinni könnu en samkvæmt upplýsingum frá henni starfa um 200 manns hjá stofnuninni. Þar af eru rúmlega 50 starfsmenn staðsettir á Keflavíkurflugvelli. 

Stjórnsýslulega er Íslendingar ágætlega virkir í vörnum Íslands en það vantar eftir sem áður Varnarmálaráðuneyti eða Varnarmálastofnun til að halda utan um alla anga varnarmála. Eins og staðan er í dag, er þetta ófaglega gert að dreifa ábyrgð og framkvæmd á þrjá aðila.  Varnarmál eiga eftir að vera í sviðsljósinu á árinu 2025 á Íslandi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.


Skýrari lög um Landhelgisgæslu Íslands og öryggis- og varnarmál

Í 23. lið stjórnarsáttmála valkyrjustjórnarinnar er eftirfarandi setning: "Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna." Bloggritari veit ekki hvað það þýðir en hann veit að hlutverk Landhelgisgæslunnar er mjög óljóst hvað varðar varnartengd verkefni sem hún sinnir og hún er í raun verktöku (með varnartengd verkefnin) fyrir utanríkisráðuneytið.
 
Í lögum um LHG kemur þetta hlutverk ekki fram en ætti að gera það lögformlega en varnarmál Ísland eru í stjórnsýslulegu limbói. Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan skipta málaflokknum á milli sín eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður.
 
Í lögum um Landhelgisgæslu Íslands, 2006 nr. 52, 14. júní segir í 1. grein um hlutverk hennar:

 
1.Kafli. Stjórn Landhelgisgæslu Íslands, starfssvæði og verkefni.
 
1. gr. Hlutverk.
 
Landhelgisgæsla Íslands sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fer með löggæslu á hafinu og gegnir öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, ákvæðum reglugerða á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum.
 
...en svo mætti bæta þessari setningu við:
 
"Landhelgisgæsla Íslands sinnir loftrýmiseftirlit og -gæslu og framkvæmda öryggis- og varnartengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008."

Er hér um nýlunda að ræða? Nei, LHG sinnir þessum verkefnum de facto í verktöku. Þarna eru lögin skýrari og endurspegla veruleikann eins og hann er.
 
En svona breyting á lögum um LHG er aðeins plástur. Það verður að endurskilgreina og móta öryggis- og varnarmálastefnu Íslands frá grunni eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Það verður ekki gert nema að það verði stofnað nýtt ráðuneyti - Varnarmálaráðuneyti sem sinnir öllum verkefnum sem Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan sinna í dag og tengjast öryggis- og varnarmálum landsins.
 
Utanríkisráðuneytið sem er ráðuneyti dimplómatískra samskipta Íslands við erlend ríki er sett í hlutverk sem það ræður lítið við. Hefur skrifstofu á sínum vegum sem sinnir pappírvinnunni en framkvæmdin er í höndum Landhelgisgæslunnar og litlu leyti Ríkislögreglustjóra.
 
Hlutverk þeirrar stofnunar, þ.e.a.s. Landhelgisgæslunnar þarf einnig rækilegar endurskoðunar og vonandi verða menn flinkir með pennann, þannig að stofnunin geti sótt fjármagn til NATÓ og verið hluti af varnarkerfi bandalagsins. 
 
Þess má geta til samanburðar að Danir hafa enga landhelgisgæslu, heldur sér danski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Komið hefur fram í fréttum að Danir eru að efla varnir Grænlands og verða tvö varðskip eða herskip skipuð sérstaklega þangað.
 
Norðmenn hafa hins vegar eigin landhelgisgæslu sem er hluti af norska sjóhernum en í kafla 2 í norsku landhelgislögunum segir:
 
"2. kafli. Skipulag og starfslið Landhelgisgæslunnar

§ 5. Skipulag Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan er hluti af hervörnum landsins. Á friðartímum skal Landhelgisgæslan helst sinna þeim verkefnum sem fylgja lögum þessum. Á friðartímum þarf Landhelgisgæslan einnig að þjálfa stríðsskyldu sína.

Skip Landhelgisgæslunnar skulu vera einkennismerkt samkvæmt reglum sem konungur setur.

Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er talið að sinna tilteknum landhelgisgæsluverkefnum getur konungur ákveðið að unnt sé að nýta hluta af öðrum efnis- eða mannskap heraflans í þeim tilgangi." Sjá slóð: Lov om Kystvakten (kystvaktloven) 
 
Þess má geta að norska Varnarmálaráðuneytið stýrir norsku landhelgisgæslunni, ekki norska utanríkisráðuneytið eða dómsmálaráðuneytið.
 
Að lokum. Norðmenn eru líka að spýta í lófana og efla landhelgisgæsluflota sinn.  Síðastliðin þrjú ár hafa þeir sjósett þrjú ný varðskip af svo kallaða Jan Mayen klassa og síðasta sjósett á þessu ári. Norðmenn hafa yfir 15 varðskipum að ráða.
 
Til fróðleiks má geta að norska landhelgisgæslan var stofnuð 1977 en frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til þessa árs, sá norski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Ástæðan fyrir stofnunina var útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur.
 

Kaup BNA á Grænland vandamál fyrir Ísland?

Fólk virðist ekki skilja taktík Trumps, þrátt fyrir öll þessi ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hún er einföld, hann biður/heimtar meira en hann ætlar sér að fá. Hann lætur viðsemjanda sinn eða sína fá sjokk meðferð með kröfum sínum.  Eins og komið hefur verið inn á hér í fyrri greinum, þá snýst Panama skurðsmálið um að reka Kínverja í burtu þaðan en Hong Kong fyrirtæki rekur tvær hafnir við skurðinn. Einnig, telja sumir, að ætlunin sé fá lægri gjöld á bandarísk skip sem fara í gegnum skurðinn og er nauðsynlegt í komandi viðskiptastríði Kína og BNA.

Snúum okkur aftur að Grænlandi. þrjár ástæður fyrir kröfur hans. Bráðnun norðurskautsins þýðir að nýjar siglingarleiðir eru að opnast til Asíu og það gæti jafnvel þýtt að hægt er að sigla þessa leið í stað Panamaskurðsins.

Önnur ástæða er sjaldgæfir málmar og efni eins og úraníum, gull o.m.fl. 

Þriðja ástæðan er að fjarlægð Bandaríkjanna frá Rússlandi er hætt að skipta máli. Komnar eru fram eldflaugar sem fljúga á ótrúlegum hraða og fara ekki eftir ákveðnum brautum. Má hér nefna Kinzhal eldflaugina. Mikill hraði hennar - sem getur náð Mach 10 í stuttan tíma - og hæfni til að stjórna á flugi hjálpar henni að forðast loftvarnir. Viðbragðstími loftvarnarkerfis Bandaríkjanna minnkar því sem nemur. Það er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn að tala um að koma sér upp Iron Dome loftvarnarkerfi eins og Ísraelar hafa.

Með því að koma sér upp loftvarnarkerfi á Grænlandi aukast líkurnar á að verjast kjarnorkuvopna árás frá Rússlandi.  Bandaríkjamenn hafa síðan í seinni heimsstyrjöld haft herstöð á Grænlandi sem kallaðst Thule Air Base (flugherstöðin Thule) en bandaríski geimherinn hefur tekið stöðina yfir og kallast hún Pituffik geimstöð (e. Space Base).  Hún er í dag ekki nóg fyrir varnir Bandaríkjanna.

Fáir hafa velt fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn yfirgáfu eina mikilvægustu herstöð sína í Norður-Atlantshafi, Keflavíkur herstöðina 2006 og af hverju þeir töldu sig geta það. Ástæðan var einföld þá, Bandaríkjaher réði ekki við að vera í tveimur stríðum í einu og þeir töldu sig geta skilið hana eftir hálfvirka því að þá sáu gervihnettirnir um að vakta hafið og herþotur frá austurströnd Bandaríkjanna aðeins 2 klst að komast hingað. Það er bara ekki nóg í dag.

En ef Kaninn kaupir Grænland (sem er algjörlega út í hött að gerist), þá geta þeir raðað eldflauga palla og herstöðvar eftir austurströnd Grænlands og verið í stuttu skotfæri við Rússland. Þetta vita Rússar og eru væntnalega ekki kátir með þessi áform. Og þetta gæti verið peð í skák Trumps í friðarviðræðum um Úkraínu.

Fyrir Íslendinga væru þetta ekki góðar fréttir, því að hernaðarlegt mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkar sem því nemur, hún jafnvel óþörf. Bandarískir hershöfðingjar hafa bölvað yfir þessa ákvörðun Bush stjórnarinnar og viljað koma hingað í fulla viðveru allar götur síðan en það kann að vera óþarfi ef Grænland lætur Kanann fá fleiri herstöðvar.  Þess vegna hefur bloggritari alltaf varað við að treysta á aðra um varnir Íslands. Við getum bókað það að ekkert Iron Dome kerfi verður sett upp á Íslandi ef þriðja heimsstyrjöldin verður, kannski THAAD loftvarnarkerfi sett upp í kringum Keflavíkurflugvöll.

En það er annar vinkill á þessu máli. Viðbrögð Dana. Danski ráðherrann Troels Lund Poulson boðar nú (í gær) mikilli innspyrningu fjármagns sem á að fara í varnir Grænlands. $1,5 milljarða eða hátt í 200 milljarða íslenskra króna. Í þessum pakka eru tvö herskip, tveir langdrægir drónar og tvö sleðahundateymi. Spánýir borgaralegir flugvellir verða framlengdir til að geta tekið á móti F-35 herþotur.  Með hræðslu þvingunum hefur Trump náð sínu fram.

En karlinn vill meira. Nú eru kröfur um að aðildarríki NATÓ leggi fram 5% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál! Úr 2% sem aðeins 23 af 32 aðildarríkjum hafa náð. Pólverjar eru komnir upp í 4%.

Hvar stendur Ísland í þessu öllu og prósentuhlutfall til varnamál af vergri landsframleiðslu? Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að útgjöld til varnarmála verði um 6,5 milljarðar króna. Þar sem nákvæm VLF fyrir 2024 er ekki þekkt, er hægt að áætla hlutfallið með því að miða við VLF ársins 2023.

Samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbankans var VLF árið 2023 um 4.321 milljarðar króna. Ef við miðum við þessa tölu, þá eru útgjöld til varnarmála um 0,15% af VLF (6,5 milljarðar / 4.321 milljarðar * 100). Af þessum 6,5 milljarða fara 1,5 milljarðar í Úkraínustríðið!  Fyrr eða síðar hlýtur Trump að rekast á Ísland á landabréfakortinu eða í skýrslum og byrja að spyrja. Skiptir Ísland máli fyrir okkur? Getum við lagt niður herstöðina í sparnaðarskyni? Geta þeir (Íslendingar) ekki borgað meira en 0,15% og lagt til mannskap til varnar? Og svo framvegis.

Brúðumeistarinn Trump togar í spottana og litlu brúðukarlarnir um allan heim dansa eftir hugdettum karlsins. Hefur nýi forseti Íslands nokkuð óskað karlinum til hamingju með sigurinn?


Ingólfur Jónsson frá Prestbakka og nútíma jól

Ingólfur Jónsson frá Prestbakka (f. 1918, d. 1993) var lengi kennari við Réttarholtsskóla og kenndi hann mér kristin fræði er ég var unglingur. Hann var einn af fáum kennurum sem villingarnir báru náttúrulega virðingu fyrir og þeir verstu voru stilltir hjá karli.

Ég vissi þá ekki að hann var þá hálfgerður sérkennari sem hafði lag á seinfær börn og gat ráðið við vanstilltustu börn. En flestir þekkja hann sem laga höfund og tengja hann við jólalög.

Það þekkja allir hið sígilda jólalag "Bjart er yfir Betlehem" eftir hann og man ég er lagið var sungið í Bústaðarkirkju og hann sat mér við hlið og presturinn sagði frá því að hann væri höfundur texta. Mikið var ég hissa og ekki minnkaði virðingin. En mikið væru nútíma jól fátæklegri án laga hans en hann var gott ljóðskáld, þótt ekki væri meira sagt.

 
Hér kemur annað jólalag sem er ekki eins þekkt:
 
Jólafriður
 
(Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka)
Friður, friður frelsarans,
finni leið til sérhvers manns.
Yfir höf og yfir lönd
almáttug nær Drottins hönd.
Hans er lífið, hans er sól,
hann á okkar björtu jól.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
Friður, friður, fögur jól
frelsarinn er vörn og skjól.
Verum örugg, verum trú,
verum glöð á jólum nú.
Veitum öðrum von og yl,
vermum allt sem finnur til.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
 

Trump vekur upp andvana hugmynd um kaup á Grænlandi

"Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna segir nauðsynlegt fyrir öryggi og frelsi í heiminum að Bandaríkin eigi og ráði yfir Grænlandi. Fyrstu viðbrögð í Grænlandi og Danmörku eru neikvæð..." segir í frétt RÚV.

Stundum gengur Trump fram af sjálfum sér. Ýtir hugmyndir fram sem hann veit að ganga ekki upp. Má hér nefna yfirtöku Panama skurðinn eða kaup á Grænlandi. En athyglisverð eru þessi viðbrögð: Rasmus Jarlov þingmaður danska þjóðarflokksins var líka ómyrkur í máli. "Grænland er danskt og hefur verið það síðan árið 1380."

Ekki er þetta hárrétt hjá danska þingmanninum en kannski nærri lagi. Kíkjum fyrst á hvernig Grænland komst undir konungshendur. Grænland varð fyrst hluti af norska konungsríkinu árrið 1261 gerðu Grænlendingar formlega eið við Noregskonung (Magnús lagabætir) og samþykktu að verða hluti af norska konungsríkinu. Þetta var hluti af þróuninni þar sem Noregskonungur var að styrkja yfirráð sín yfir norrænum byggðum, þar á meðal Íslandi.

Þegar Danmörk, Noregur og Svíþjóð sameinuðust í Kalmarsambandinu 1397, komust lönd undir stjórn danska konungsins. Eftir að sambandið leystist upp árið 1523 hélt Danmörk yfirráðum yfir Noregi. Eftir Napóleonsstyrjaldirnar 1814 varð Noregur hluti af Svíþjóð, en Grænland varð eftir undir Dönum. Frá því hefur Grænland verið í danska ríkinu.

Og snúum okkur til nútímans. Grænland var gert að dönsku amtssvæði árið 1721 í kjölfar trúboðsstarfa og nýlenduvæðingar Dana. Árið 1953 varð Grænland formlega hluti af Danmörku og fékk heimastjórn árið 1979 og aukna sjálfstjórn árið 2009.

Þetta virkar allt klippt og skorið en er ekki. Síðasta skráða heimild um norræna byggð er frá 1408, þegar brúðkaup Íslendinga, Þorsteins Ólafssonar og Sigríðar Björnsdóttur, fór fram í Hvalseyjar kirkju. Eftir þetta hverfur byggðin úr sögulegum heimildum.

Evrópskir rannsóknarleiðangrar Evrópumanna komu þarna við á 16. öld án landnáms en Hans Egede (1721) kom Grænland aftur á blað. Hin eiginlega endurkoma Evrópubúa til Grænlands hófst með dönskum trúboðsmanni, Hans Eged. Hann stofnaði nýlendu og hóf kristniboð meðal Inúíta, sem höfðu lifað þar óáreittir eftir að norræna byggðin féll. Með komu Hans Egede og stofnun danskrar nýlendu árið 1721 hófst nýtt tímabil í sögu Grænlands. Þetta markaði upphaf danskrar nýlenduvæðingar og tengdi Grænland aftur við Evrópu. Þannig má segja að hvítir menn hafi í raun komið aftur til Grænlands með komu Hans Egede árið 1721, eftir að hafa verið fjarverandi í rúm 300 ár.

Tilkall Dana til Grænlands á sögumlegum grunni er því byggt á veikum grunni og eins gætu Íslendingar gert kröfur til Grænlands, því landið byggðist úr Íslandi og var sjálfstætt þjóðveldi hátt í 260 ár áður en Noregskonungur tók yfir. Þeim dettur ekki í hug slík vitleysa að gera tilkall til landsins en hefðu átt á sínum tíma að gera tilkall til Jan Mayen en Norðmenn hirtu þessa mikilvægu eyju og ætluðu líka að hirða Austur-Grænland en Danir hindruðu það.

Er heldur ekki viss um að Grænlendingar nútímans líti svo á að þeir tilheyri Danmerkur sterkum böndum eða þeir séu Danir yfirhöfuð. Þeir hafa mikið reynt að sleppa undan yfirráðum Dani en eru of fámennir og veikburða, rétt eins og Færeyingar, til að slíta sambandið.  Þegar auðævi Grænlands, sem eru eðalsteinar og góðmálmar verða að fullu nýttir, sem og olía, verður sagt bless við Danmörk og Dani. Grænlendingar eru heldur ekki ákafir að fara undir stjórn annan "nýlendu herra", Bandaríkin. Havaí er víti til varnar ef menn vilja halda menningu sinni og ekki fara í minnihluta. 

Bandaríkjamenn líta Grænland hýra af tveimur ástæðum, góðmálmar og sem varnarstöð. En hvers vegna ekki að semja um bandarískar herstöðvar á Grænlandi án yfirtöku og láta bandarísk námufyrirtæki grafa er erfitt að skilja. En hótunin um töku Panamaskurðinn snýst um komandi viðskiptastríð við Kína og snýst um að koma í veg fyrir hærra vöruverð í BNA vegna tolla á kínverskar vörur og það er gert með lægri umferðagjöld á bandarísk skip sem fara um skurðinn. Því er hótað.

 


Skatta- og gjalda hækkanir framundan hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum

Þegar flestir Íslendinga vakna með timburmenni á nýársdag 2025, hafa skattar hækkað.  Ekki mikið en samt hækkað.  Fáir taka eftir því að tekjuskatturinn á að hækka um áramótin en hann hækkaði líka um síðustu áramót. Sjá slóð: Skattabreytingar á árinu 2024

Tekjuskattur einstaklinga

2023

2024

Prósenta í 1. þrepi:

31,45% (þar af 14,67% útsvar)

31,48% (þar af 14,93% útsvar)

Prósenta í 2. þrepi:

37,95% (þar af 14,67% útsvar)

37,98% (þar af 14,93% útsvar)

Prósenta í 3. þrepi:

46,25% (þar af 14,67% útsvar)

46,28% (þar af 14,93% útsvar)

 

Og enn hækka skattarnir 2025 :Í eftirfarandi töflu má sjá skattprósentur, skattleysismörk, persónuafslátt og þrepamörk í kr. fyrir árin 2024 og 2025, sjá slóð: Skattabreytingar á árinu 2025

Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu

2024

2025

1. þrep:

31,48%
(þar af 14,93% útsvar)

31,49%
(þar af 14,94% útsvar)

2. þrep:

37,98%
(þar af 14,93% útsvar)

37,99%
(þar af 14,94% útsvar)

3. þrep:

46,28%
(þar af 14,93% útsvar)

46,29%
(þar af 14,94% útsvar)

Virkar ekki mikil hækkun, en er hækkun samt. Það á hins vegar að hækka skattleysismörk eru alltaf lág og spurning hver þau hafi eitthvað að segja.

Nú hefur komandi ríkisstjórn boðað hækkanir á auðlindagjöldum og ferðamannaskatt. Ef borguð verða komugjöld, þá hlýtur jafnt að ganga yfir alla, bæði Íslendinga og útlendinga og allir borga komugjöld! Þetta er sum sé aukaskattur.

Ekkert er minnst á veggjöld í stjórnarsáttmálanum, enda ekki útfærður í smáatriðinum. En það má búast við að gjöld verði lögð á vegfarendur því boðað er átak í jarðgangnagerð. Þeir sem nota göngin borga (er ekki að segja að það sé neikvætt, bara að göngin verði fjármögnuð þannig). Svo á líka við um Sundabraut sem á að fara í og það mun kosta að nota hana. Vegfarendur þurfa líka að greiða fyrir nýju Ölfusárbrú dýrum dómum í veggjöld. Og ef vegfarandinn vogar sér að líta til hægri eða vinstri á nátttúruperlu, þarf hann að borga. Það mun kosta peninga að yfirgefa höfuðborgarsvæðið eða koma inn á það.

Já, það er ekki bara ríkisvaldið og sveitarfélögin sem hugsa sér gott til glóðarinnar um áramótin, fyrirtækin - birgjarnir  hafa ákveðið með sinnu miklu fordómsspá, að hækkanir á hráefni þurfi að skila sér inn í verðlagið um áramótin og það eigi að hækka matvælaverð.

Bílskrjóðurinn sleppur ekki og eldsneytisverð helst áfram hátt með ofurálagningu á olíuverði. Stofnanir munu ekki láta sitt eftir liggja og alls konar þjónustugjöld (sem tölvan sér um að reikna á sekúndubroti) verða hækkuð og bankanir með sífellt minni viðveru og fækkun útibúa, sjá til þess að borga verður fyrir allt. Verður rukkað fyrir að mæta í persónu í bankaútibú? Það er rukkað fyrir að hringja í bankann. Bloggritari er að fara til Reykjavíkur á eftir, því að útibú Íslandsbanka í heimbyggð hans neitar að taka við mynt!

Já, Ísland er skattaparadís allra annarra en íslenskra borgara. Gleðilegt skattaár 2025.

   
   
   
   
 
  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband