Færsluflokkur: Bloggar
Bloggritari lenti í skemmtilegum rökræðum um hver á hvað í Úkraínu. Spurningunni um Krímskaga reyndi hann að svara í upphaf núverandi átaka fyrir rúmum tveimur árum. Engar fyrirfram ákveðnar niðurstöður gefnar, eða rökum safnað fyrir aðra hlið, bara eins og á að vera í sagnfræðilegum rannsóknum, gögnum safnað og niðurstaða fundin.
Niðurstaðan kom á óvart og þó ekki. Krímskagi tilheyrir Rússlandi sögulega séð. Sjá hér: Hver á Krímskaga? Persónulega er ritara nákvæmlega sama hver á hvað. En fullyrðingar verða vera réttar og niðurstöður líka.
En hér kemur vandinn, við hvaða ártal eða öld á að miða þegar talað er um eignarrétt ríkis á landsvæði í Evrópu? Hér á þessu bloggi hefur margoft verið komið inn á að landamæri Evrópu eru fljótandi í bókstaflegri merkingu. Líkja má þessu við bútasaum í teppi sem sífellt er verið að bæta við, taka úr eða stækka. Eru til dæmis núverandi landamæri Þýskalands réttlát? Held að fáir Þjóðverjar taki undir það. Eða landamæri Spánar, þar sem Baskar hafa gert tilkall til eigin lands eða Katalónía? Eða eru Danir ánægðir með sín landamæri o.s.frv. Meira segja í eyríki eins og Bretland, hafa landamærin verið síbreytileg. Get haldið áfram á nokkrum bls. en sný aftur til Rússlands.
Hvað er Rússland? Landið er sambandsríki, líkt og Þýskaland. Innan ríkisins eru mörg sjálfstjórnarríki og sum þeirra krefjast sjálfstæðis. Kíkjum á nokkrar kröfur: Koenigsberg: 72,1% fyrir sjálfstæði frá Moskvu, 27,9% á móti. Ingria: 66,2% með sjálfstæði, 33,8% á móti. Kuban: 55,7% fyrir sjálfstæði, 44,3% á móti. Síbería: 63,9% fyrir sjálfstæði, 36,1% á móti. Hér erum við ekki einu sinni að tala um viðurkennd sjálfstjórnarsvæði heldur kröfur íbúa! Og þjóðir og kynþættir í Rússlandi eru fleiri en ætla mætti.
Kíkjum á uppbyggingu Rússlands í núverandi mynd: Rússneska sambandsríkið inniheldur 21 lýðveldi, 9 landsvæði, 46 svæði, 1 sjálfstjórnarsvæði, 4 sjálfstjórnarumdæmi og 2 borgir sem falla undir sambandsríkið: Moskvu og St. Pétursborg. Líkt og Kína hefur Rússland haft breytileg landamæri í gegnum söguna. Öll svæði innan þeirra geta gert kröfur um sjálfstæði.
En Rússland á það sammerkt með Kína og Bandaríkin, að hafa þrátt fyrri töp stækkað hægt og bítandi í gegnum aldir. Nú eru öll þessi ríki stórveldi og risaríki (get bætt við Indland ef menn vilja). Og þau vilja öll meira landsvæði (líka Bandaríkin sem þykjast ekki vilja meira - minni á tillögðu um kaup á Grænland og ótal tilköll til smáeyja í Kyrrahafi).
Komum aftur að Donbass, hver á svæðið? Þá verður að svara þeirri spurningu, hver eru raunveruleg landamæri Úkraínu? Þessari spurningu er nánast vonlaust að svara. Landið hefur eins og öll Evrópuríki tilheyrt hinu og þessu ríkjum í gegnum söguna, stækkað eða minnkað.
Reyndum samt að koma böndum á umfjöllunarefnið: Á 14. og 15. öld varð meirihluti úkraínskra landsvæða hluti af stórhertogadæminu Litháen, Rúteníu og Samogítíu, en Galisía og Zakarpattía féllu undir stjórn Pólverja og Ungverja. Litháen hélt staðbundnum rúþenskum hefðum og var smám saman undir áhrifum frá rúþenskri tungu, lögum og menningu, þar til Litháen varð sjálft undir pólskum áhrifum, í kjölfar sambands Krewo og sambands Lublin, sem leiddi til þess að tvö lönd sameinuðust í pólsk-litháíska samveldið og skildu eftir úkraínska. lönd undir yfirráðum pólsku krúnunnar. Á sama tíma var Suður-Úkraína undir yfirráðum Gullna hjarðarinnar og síðan Krímskanatsins, sem var undir vernd Tyrkjaveldisins, stóru svæðisveldisins í og við Svartahafið, sem hafði einnig nokkur af sínum eigin svæðum sem stjórnað var beint.
Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst af þessari söguskoðun en athyglisvert er að t.d. Pólverjar renna hýru auga til Vestur-Úkraínu ennþá daginn í dag sem og fleiri lönd.
Við verðum að fara nær í tímann og líta sérstaklega á Donbass svæðið. Hér koma upplýsingar af netinu - Wikipedía: "Svæðið hefur verið setið um aldir af ýmsum hirðingjaættkvíslum, svo sem Skýþum, Alana, Húnum, Búlgarum, Pekksekkum (e. Pechenegum), Kipsakka, Túrkó-Mongólum, Tatörum og "Nogais" sem ritari kann ekki að þýða. Svæðið sem nú er þekkt sem Donbas var að mestu óbyggt þar til á síðari hluta 17. aldar, þegar Don kósakkar stofnuðu fyrstu varanlegu byggðirnar á svæðinu."
ChatGPT kemur með sömu niðurstöðu en segir svo: Svæðið komst undir rússneska heimsveldið (seint á 17. öld - 1917). Smám saman jókst rússnesk yfirráð yfir Donbas hófst seint á 17. og 18. öld sem hluti af herferðum Rússlands gegn Ottómanaveldi og Krímskanata. Katrín mikla stuðlaði að landnámi og iðnvæðingu seint á 18. öld, bauð þangað erlendu starfsfólki og þróaði kolanám.
Þá komu kommúnistar til sögunnar og Sovétríkin urðu til. Til varð Úkraínska alþýðulýðveldið (19171920). Í rússneska borgarastyrjöldinni skipti svæðið margoft um hendur milli úkraínskra hersveita, hvít Rússa og bolsévika. Bolsévikar treystu að lokum yfirráðin og Donbas varð hluti af úkraínska sovéska sósíalíska lýðveldinu innan Sovétríkjanna. Innan sama ríkis - Sovétríkin - voru bæði núverandi ríki Úkraína og Rússland. Þá varð svæði iðnaðarmiðstöð (19201991). Donbass varð mikil iðnaðar- og námumiðstöð undir stjórn Sovétríkjanna, óaðskiljanlegur hluti af efnahag ríkjasambandinu.
Svo hrundu Sovétríkin. Eftir fall Sovétríkjanna urðu Donbashéruðin tvö hluti af sjálfstæðri Úkraínu. Hins vegar, sterk söguleg tengsl þess við Rússland og umtalsverða rússneskumælandi íbúa, gerðu það menningarlega og pólitískt aðgreint frá öðrum landsvæðum í Úkraínu. Samdráttur í efnahagslífinu á tíunda áratugnum leiddi til ólgu og óánægju á svæðinu og endaði með Eftir Euromaidan-byltinguna 2014 í Úkraínu og innlimun Rússa á Krím, lýstu aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum yfir sjálfstæði í hlutum Donetsk og Luhansk héruðanna.Rússar studdir þessa uppreisnaraðila - Donetsk alþýðulýðveldið (DPR) og Luhansk alþýðulýðveldið (LPR) - hafa stjórnað verulegum hluta svæðisins síðan þá. Átökin stigmagnuðust í allsherjar stríð með innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, þar sem Moskvu sögðust innlima svæðin í september 2022 og hér standa málin stálin stinn er þetta er ritað.
Athyglisverðasta niðurstaða um landamæradeilu Evrópuríkja kom í kjölfar ósigurs Napóleons Í Napóleon styrjöldunum með Parísar friðargjörðinni 1814-15. Segja má að þessi niðurstaða ætti að endurspegla að mestu raunveruleg landamæri Evrópuríkja (tek ekki með sameiningu ríkja sem síðar urðu Þýskaland og Ítalía). Þarna skapaðist hundrað ára friðartímabil. Önnur niðurstaða varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og skapaði bara 70 ára friðartímabil (Júgóslavíu stríðið var borgarastyrjöld) enda þau landamæri sköpuð með ofbeldi, ekki friðarsamningi líkt og í París 1815.
Stríðið í Úkraínu í dag er bein afleiðing upplausnar heimsveldisins Sovétríkin 1991. Niðurstaðan er ekki enn komin hjá flestum, ef ekki öllum fyrrum 15 Sovétríkjunum. Skammsýni stjórnmálamanna hefur leitt til núverandi stríðs. Hægt hefði verið eins og gerðist 1991 að leysa ágreiningsmál diplómatískt.
Rússland í núverandi mynd hangir á bláþræði í bókstaflegri merkingu. Rússar hafa ekki efni á að tapa þessu stríði, því annars getur allt farið í bál og brand innanlands.
Varðandi landamærakröfur, þá verða allar Evrópuþjóðir að miða við ákveðið tímabil og fara ekki of langt aftur í tímann. Mörg eru gerviríkin í Evrópu, Belgía og Holland eru dæmi. Kannski best að taka 19. öldina sem viðmið og fyrirmynd?
Spurningin um hver á Donbass svæðið er hreinlega pólitísk. Varanleg niðurstaða kemst á ef samið er diplómatískt líkt og í París 1815. Þvinguð landamæri líkt og komust á í lok seinni heimsstyrjaldar leiða ekki til varanlegan friðar (sbr. upplausn Júgóslavíu og Úkraínu). Það kraumar víðsvegar um Evrópu óánægja (dæmi um það er Kósóvó). Getur meistari samninganna Donald Trump komið á varanlegum friði?
P.S. Núverandi utanríkisráðherra mætti fara í sögunám áður en hann (hún) rífur kjaft um deilumál Evrópuríkja um landamæri. Þetta er púðurtunna sem Íslendingar hafa sloppið við að taka þátt í gegnum aldir vegna þess að við eru norður í ballarhafi og getað slepp að hafa standard her. Hún á að láta málefni Georgíu og Úkraínu í friði sem og önnur deilumál. Við erum engir beinir þátttakendur í Evrópu pólitíkinni, sem betur fer. Og við ættum að varast að dragast inn í þau með að ganga í ESB. Það bandalag getur hæglega breyst í hernaðarbandalag eins og sumir Evrópu leiðtogar láta sig dreyma um.
Að lokum, það skortir sérfræðiþekkingu í stjórnkerfið. Inn í það velst lögfræðinga stóð sem hafa bara vit á lögum en þeir vita lítið um alþjóðastjórnmál, sagnfræði eða hernaðarfræði. Þess vegna væri gott að endurreisa Varnarmálastofnun sem gæti sinnt og deilt rannsóknar- og ráðgjafaþættinum til misvitra ráðherra. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið.
Bloggar | 7.12.2024 | 11:30 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir vegir liggja til Mar-o-lago þessa daganna. Þar situr Trump og vinnur hörðum höndum að stjórnarstefnu sinni. Allar aðgerðir sem á að gera á degi eitt, 20. janúar eru undirbúnar og fyrstu 100 dagarnir skipulagðir. Sendinefndir Trumps eru sendar út um allt, til að leysa erfiða alþjóðahnúta.
Í stað þess að þjóðarleiðtogar streymi til Washington DC að hitta "lame duck" forsetann, Joe Biden, fljúga menn beint til Flórída. Biden náði því afreki að náða son sinn af glæpaverkum 10 árum aftur í tímann, stökk upp í flugvél strax á eftir og flaug til Afríku. Þar sást seinast til hans sofandi á ráðstefnu Afríkuleiðtoga!
Allur heimurinn er bókstaflega að búa sig undir komu Trumps. Allir vita á hverju er von, fjögurra ára forsetatíð Trump varðar veginn. Mexíkó er farið að leysa upp hælisleitendalestirnar, olíufurstarnir farnir að skipuleggja olíulindir og -pípur, lokun landamæra undirbúin, skattalækkanapakki undirbúinn og niðurskurðarhnífurinn er skerptur, Repúblikanaflokkurinn ætlar að hittast allur, úr báðum deildum, og línur lagðar, sem er einstakt. Hér er einstakt tækifæri, glugginn sem er opinn aðeins í tvö ár og allir andstæðingar Trumps úr flokknir horfnir. Meira segja Demókratar sumir hverjir ætla að vinna með karlinum.
Áhrif endurkomu Trumps er mikil. Íran ætlar greinilega ekki að ráðast á Ísrael eins og hótað var, líklegra er að Ísraelmenn hafi fengið grænt ljós frá Trump að herja á Íran rétt áður en hann tekur við embættið. Trump hótar út og suður, til að vera viss um að taka við friðarbúi. Pútín veit að hann á von á samningi, hagstæðum eða óhagstæðum og hugsanlegan frið. Friðarpakkinn er örugglega tilbúinn, bara að fara eftir honum.
Trump-liðar tala um að senda sérsveitir Bandaríkjahers á mexíkönsku eiturlyfja- og mansalhringina, ýja jafnvel að innrás ef Mexíkóar taki ekki stjórn á landamærum sínum. Það sem er næsta líklegt er að eiturlyfjahringirnir verða lýstir hryðjuverkasamtök og þannig verður réttlætur hernaður gegn þeim. Bandaríkjamenn er efst í huga að rúmlega 100 þúsund manns deyja árlega af Fentanyl sem streymir yfir landamærin.
Trump hótar BRIC þjóðum hörðum tollum og bitcoin sem hann styður náði sögulegu hámarki í vikunni. Milton Friedman gæti ekki verið stoltari ef hann væri meðal okkar. Hann væri sérstaklega hrifinn af DOGE. Nýjasta nýtt er að þúsundir ríkisstarsmanna eru að breyta ráðingasamninga sína, þannig að þeir geti unnið heima næstu fimm árin! Stór hluti þeirra vinnur nú heima.
Menningarstríð er framundan eða hvað? Woke menningin virðist vera að líða undir lok. Tæknirisarnir Microsoft og Facebook hafa friðmælst við Trump. Stórfyrirtækin eru hætt að ota fram woke stefnu og Bandaríkjaher verður tekinn í gegn. Sumir segja að transfólkið verði bókstaflega rekið úr hernum, en það er um 15 þúsund manns. Hugsanlega lætur hann nægja að stoppa ráðningu þess eins og hann gerði síðast.
Forgangsverkefni Trumps stjórnarinnar eru hælisleitendamál, lokun landamæranna og herinn. Nú var að koma í ljós í skýrslu að hælisleitendur kosti þjóðarbúið $150 milljarða árið 2023! Þá er ótalin óbeinn kostnaður. Þar fór þau rök þeirra sem segja að hælisleitendur séu svo nauðsynlegir atvinnulífinu og allir græða. Hver einasti Bandaríkjamaður (allir meðtaldir) borgar að meðaltali $957 dollara í hælisleitendakerfið á ári sem gerir um 120 þúsund krónur en hér á Íslandi er kostnaðurinn 60 þúsund krónur á hvern Íslending og er þó hár.
Sama er að segja um Pentagon, sem hefur ekki getað skilað inn árskýrslu síðastliðna sjö ára og hundruð, ef ekki milljarða dollara horfnar og enginn veit hvað varð um. Gagngerð siðbót fer þar fram. Fróðlegt verður að sjá viðureign Trump-liða við FBI og CIA en þar á Trump marga óvini sem hafa hvað þeir hafa getað gert reynt að bregða fæti fyrir honum, allar götur síðan 2015. CIA er sérstaklega hættulegt í röngum höndum. Þar verður hafa í huga örlög John F. Kennedy and Richard Nixon sem CIA er sagt hafa átt þátt í falli hans.
Trump verður að vera varkár næstu misseri. Morðingjar og morðsveitir eru enn á eftir honum. Þótt bandaríska þjóðin styðji stefnumál hans, meira en hann sjálfan, eru margir á móti breytingunum sem hann boðar. Þar er djúpríkið fremst, milljónir ríkisstarfsmanna og embættismanna. Hugsanlega verða ráðuneyti færð úr Washington DC til einstakra ríkja.
Mótspyrna Demókrata er engin þessa dagana. Demókratar eru sundraðir, enginn leiðtogi í augnsýn og sérfræðingar segja að það geti tekið nokkur ár fyrir flokkinn að ná vopnum sínum aftur. Seinast sást til Kamala Harris í sjónvarpsávarpi, að því virðist drukkin en Biden sofandi á alþjóðaráðstefnu eins og komið var inn á. Ætlun fylgismanna Biden er á enda metrunum að valda sem mestum skaða og má sjá það meðal fárra aðgerða sem koma frá Wasington DC.
Bloggar | 6.12.2024 | 08:13 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vefsetri Ríkisendurskoðunar segir þetta: "Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu....Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum." Mætti skera hér niður?
Þetta er gott og blessað svo langt sem þetta nær. En Ríkisendurskoðun er eins og nafnið gefur til kynna, endurskoðun. Hún hefur ekkert vald til að stöðva stofnanir og ráðuneyti að fara yfir fjárframlagið sem viðkomandi stofnun fær. Með öðrum orðum, getur hún skammast eins og hún vill, lagt til hagræðingu en hefur ekkert vald til að skera niður. Þess vegna væri ekki svo vitlaust farið verði í að stofna "Hagræðingardeild ríkisins" eða DOGE (e. Department of Government Efficiency) eins og ríkisstjórn Trumps ætlar að koma á. Í raun þyrfti ekki að bæta neinni stofnun við (stækka bálknið) heldur að breyta lögum um Ríkisendurskoðun.
Þetta verður aldrei að veruleika hér á landi, enda stjórnkerfið hér steinrunnið og stjórnmálamennir ákafir í að eyða peningum eins og sé enginn morgundagurinn. Kannski mætti gera þetta tímabundið undir stjórn ákveðins stjórnmálaflokks en Miðflokkurinn hefur lýst áhuga á þessu og stofna til niðurskurðarnefndar tímabundið. Hins vegar er framundan vinstri-miðjustjórn og búast má við skattahækkunum, þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í ESB, meira ríkisbálkn en meiri aðgerðir. Það verður skriður á orkumálunum, húsnæðismálunum og samgöngumálum. Fráfarandi stjórn sem var stjórn kyrrstöðu, er gott að sé farin frá.
Talað er um að næsta ríkisstjórn verði "valkyrjustjórn". Öllu heldur verður hún skattdrottningastjórn enda eyðsluklær innanborðs. Engir þessara flokkar voru með skattalækkanir á dagsskrá.
Bloggar | 5.12.2024 | 08:09 (breytt kl. 14:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru ekki bara Miðflokksmenn sem halda að nú sé verið að mynda ESB ríkisstjórn, heldur einnig útlendingar. Sagt var fyrir kosningarnar að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningar, þegar það var í raun Flokkur flokksins.
Blokkritari mat það rétt á sunnudaginn, að Framsókn væri ekki í myndinni og vildi vera í stjórnarandstöðu. Þá geta ESB flokkarnir Samfylkingin og Viðreisn aðeins myndað ESB stjórn með Flokk fólksins (FF). FF getur nefnilega myndað borgaralega stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum eða vinstri stjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.
Sá síðarnefndi flokkur telst seint vera hægri flokkur því að flokksmenn komu ekki bara úr vinstri arm Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig úr Samfylkingunni. ESB flokkarnir eru tvíburaflokkar. Það verður því komið aftan að kjósendum og þeir stungnir í bakið með væntanlega aðildarviðræðum við ESB. Og þá þurfa ESB-sinnar enn á ný að læra sömu lexíu og áður, að ESB gefur ekkert eftir í sjávarútvegismálum og orkumálum. Hvað er þá eftir að semja um?
Vilja ESB flokkarnir virkilega gefa eftir tugi fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið undir hatt EFTA? Nú síðast í vikunni við Taíland? Ef Ísland gengur í ESB er EFTA úr sögunni og þar með EES. Verður bókun 35 sett í forgangi undir forsæti Katrínar eða Kristrúnar? Fullveldisstaða Íslands lítur ekki vel út þessa daganna.
Bloggar | 4.12.2024 | 08:33 (breytt kl. 08:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú kvarta vinstri jaðarflokkarnir (vill ekki nota öfga stimpilinn eins og vinstri nota á jaðar hægri menn, er of hlutdrægt hugtak) yfir lélegu gengi. Þeir skutu sig í fótinn með því að vera með of marga flokka á jaðrinum, þ.e.a.s. Sósíalistaflokkurinn, VG og Píratar. Þannig að þar er alveg stuðningur við vinstri jaðar stefnu ef fylgi þeirra er lagt saman.
En spurningin er hvort skattgreiðendur eigi að vera halda uppi flokkum sem ekki eiga erindi inn á þing? Miðað er við 2-4% fylgi almennt í Evrópu til þess að flokkurinn komist á ríkisjötuna. Af hverju í ósköpunum eigum við kjósendur að halda uppi slíkum flokkum? Náðu ekki einu sinni lágmarki sem er 5%. Þetta sama gildir um flokkanna sem komust á þing. Af hverju að hafa þingflokka ríkisrekna?
Kosningakerfið hérna er alveg nógu sanngjarnt. Það þarf ekki annað en að líta á kosningakerfin i enskumælandi löndum og sérstaklega á Bretland til að sjá hvers mörg dauð atkvæði falla dauð niður. Sigurvegarinn tekur allt í raun.
Sjá slóðina: Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands
"Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?" segir í greininni.
Það er kannski frekar spurning hvort lágmarkið sé ekki of lágt sett? 5% eða 10%? og fá kannski sterkari ríkisstjórn eins eða tveggja stjórnarflokka. Það er kannski hægt að vinsa úr örflokkanna með því að hafa þak meðmælenda mjög hátt. Það kemur því strax í ljós hvort viðkomandi flokkur á erindi í kosningabaráttu eða á þing.
Það er margt hér sem er kostnaðarsamt. Við eru hér með fokdýrt forsetaembætti, sem kostar milljarða að reka í örríki. Stofnanaríkið íslenska er yfirþyrmandi og kosnaðurinn að auki.
Það er athyglisvert að Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að koma upp "hagræðingadeild" í anda ríkisstjórnar Trump sem er ekki einu sinni byrjuð að starfa en farin að hafa áhrif um allan heim. En þetta er efni í aðra grein.
Bloggar | 3.12.2024 | 08:33 (breytt kl. 09:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggritari spáði að hægri bylgjan næði ekki til Íslands. Það rættist ekki nema að hluta til. Segja má að miðjan hafi unnið þessar kosningar. Flokkarnir sem komust á þing teljast allir vera nokkuð hófsamir en öfgaflokkarnir, sem reyndust allir til vinstri, féllu af þingi. Sósíalistaflokkur Íslands, VG og Píratar teljast allir róttækir vinstri flokkar.
Þeir flokkar sem völdust inn á þing, Viðreisn, Samfylkingin, Framsókn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn teljast allir vera nokkuð hefðbundnir flokkar. Líklega er Flokkur fólksins róttækastur í dag en erfitt er að flokka flokkinn eftir vinstri - hægri ásinn. Til dæmis í landamæra stefnu flokksins sem er líklega til hægri. Sagt er að Viðreisn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokknum en erfitt er að sjá það af stefnumálunum sem eru líkari stefnumálum Samfylkingar.
Hófsömu vinstri stefna vann kannski ef Viðreisn, Samfylkingin og Flokkur flokksins eru flokkuð saman. Hvers konar ríkisstjórn verður veit enginn. Dettur í hug Viðreisn, Samfylkingin og Miðflokkurinn saman í ríkisstjórn. Kröfur FF eru óraunhæfar ef formaðurinn heldur fast í þær um lágmarks laun um 450 þúsund krónur. Það þorir líklega enginn að spyrna sig saman við Sjálfstæðisflokkinn eftir útreið hans. En ef það væri einhverjir flokkar sem vildu það, væri það FF og Miðflokkurinn sem báðir vilja ólmir komast í ríkisstjórn.
Formaður Framsókn virðist gefa skít í allt, ef marka má vonbrigði hans er honum var ljóst að hann væri á leið inn á þing í miðju sjónvarps umræðum formannanna. Hann virðist ákveðinn að fara ekki í ríkisstjórn enda bara með fimm manna þingflokk. Þannig að það eru fimm flokkar sem eru um hituna.
Bloggar | 2.12.2024 | 08:28 (breytt kl. 08:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni. Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.
Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu. Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.
Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.
Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða. Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.
Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan. Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.
Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki. Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa. Hlutverk þess væri þríþætt:
1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál. Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.
2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.
3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak). Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda.
Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað? Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.
Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.
Bloggar | 1.12.2024 | 10:30 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari nennti ekki að horfa og hlusta á leiðtoga flokkanna í kappræðum gærkvöldsins. Svona kappræður minna á ræðukeppnir framhaldsskólanna, þar sem einstaklingar keppast um að vera sem sniðugastir og snjallir í máli. Undirritaður fékk að heyra að þessi og þessi formaður hafi bara verið skörungslegur í málflutningi.
Þá vill fólk gleyma að leiðtogarnir, jafnvel þeir sem stofnuðu flokkanna sem þeir stýra, eru ekki einir á ferð og ekki eyland. Það er nefnilega stór hópur manna, stundum kallaður innsti kjarni, sem er í kringum formanninn og hafa áhrif á á skoðanir og ákvarðanir formannsins.
Formaðurinn skiptir máli, ekki má misskilja það. Tökum dæmi. Er ein ástæðan þess að VG greinist í ruslflokki og fellur hugsanlega af þingi vegna þess að skipt var um formann? Viðkunnugleg kona hættti í miðjum klíðum og fór í forseta framboð og eftir sátu flokksmenn með eintóma jókera og formann sem er ekki út á setjandi.
Svo er það formaður Samfylkingarinnar sem kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin. Allt í einu var flokkurinn kominn aðeins til hægri við miðjuna sem vakti mikla hrifningu margra. Þá gleyma menn að hugum djarfi leiðtoginn er ekki einn. Þarna leynast margir jókerar úr fortíðinni sem hafa ollið miklum skaða fyrir flokkinn. Má þar nefna ritstjórann með vafasama fortíð og hrökklaðist úr framboði en annar situr sem fastast og það er borgarstjóri sem skyldi höfuðborg landsins í rjúkandi rúst og ætlar að læðast inn á Alþingi, lofaði að vera góður strákur og ekki fara í ráðherrastól. Sumir ætla að kjósa Samfylkinguna bara út af formanninum, ekki málefnum eða skuggalega fortíðar flokksins og flokksmanna.
Svo eru það formenn Flokk fólksins og Miðflokksins. Báðir sköruglegir leiðtogar sem bera uppi flokkanna. En þeir eru ekki einir. Málefnaskrá þeirra virðist vera nokkuð góð ef miðað er við borgararalega stefnu þeirra og það á líka við um Lýðræðisflokkinn sem byggist upp í kringum lýðfylgi formannsins.
Þá er komið að Sjálfstæðisflokknum sem formaðurinn einn og óstuddur virðist vilja draga niður flokkinn í svaðið með sér. Hann segir ekki af sér þótt flokkurinn nálgast eins stafs fylgi.
Píratar...hvar eru þeir eiginlega? Enginn leiðtogi né stefna og fólk sem er ægilega hrifið af internet stefnu flokksins er orðið loks þreytt á stefnuleysinu. Flokkurinn gæti dottið af þingi, fáum harmdauði.
Formaður Framsóknar hefur falið sig allt kjörtímabilið, skýst fram þegar þarf að klippa borða á brúm eða öðrum mannvirkjum, hefur ákveðið að fela sig í öðru sæti kjördæmi sins. Er hann á leið úr pólitík, gefur skítt í þetta...látið mig bara í annað sæti?
Já, formennirnir skipta máli en einnig fólkið í kringum þá og stefna flokkanna.
Bloggar | 30.11.2024 | 10:32 (breytt kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýja niðurskurðar- og hagræðingar "ráðuneyti" Bandaríkjanna "DOGE" með Elon Musk og Vivek Ramaswamy í forsvari ætlar að skera upp ríkisbálkið og ekki bara það, heldur leggja stóran hluta þess niður. Argentína reið á vaðið um árið og er að uppskera í þessum skrifuðum orðum uppskeruna.
Engar slíkar fyrirætlarnir eru í gangi á Íslandi og ef eitthvað er boða allir flokkar, utan Lýðræðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Ábyrgðar framtíðar og Miðflokkurinn, óbreytta skattastefnu og jafnvel hærri skatta = Samfylkingin. Ekki á einu sinni að skera niður eitt stöðugildi hjá hinu opinbera - ríkinu. Nýjasta nýtt í stækkun bálknsins er mannréttindastofnun Íslands sem á að sóa peningum í tilgangslaust hjal árið um kring.
Já, bálknið stækkar, reglugerðabunkanir verða að pappírsfjöllum, og Íslendingar hæstánægðir með að kjósa yfir sig skattaflokka og aukin ríkisafskipti. Gott ef þeir láta ekki plata sig í ESB í þessum kosningum. Verði þeim að góðu á morgun. Þetta kusuð þið og ekki kvarta næstu 4 árin yfir verðbólgu, háu matvælaverði, skattaáþján, háu orkuverð, skort á húsnæði, lélegu velferðakerfi sem og heilbrigðiskerfi og opnum landamærum. Ykkar er og var valið.
Bloggar | 29.11.2024 | 21:36 (breytt kl. 21:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Umdeildasti forseti Bandaríkjanna síðari tíma, jafnvel frá upphafi, er Donald Trump. Það er fáir forsetar sem ná að vera eins hataðir eða elskaðir eins og hann. Andrew Jackson kemst næst honum og svo má minna á Abraham Lincoln sem nú er í dýrlingatölu en var hataðar af andstæðingum sínum, svo mikið að hann var drepinn.
Meiri segja tap í síðustu forseta kosningum 2020 hefur reynst honum heilladrjúpt. Í stað 8 ára valdtíðar, nær valdatíð hans 12 ár, beint og óbeint, og hann getur bent á 4 ára valdatíð Joe Biden sem víti til varnaðar. Eflaust munu áhrif hans eftir næsta valdskeið ná langt fram í tímann.
Aðrar eins árásir pólitískra andstæðinga hans hefur ekki sést síðan...? Á meðan hann gengdi embætti sætti hann stanslausum rannsóknum, sem hann var sýknaður af og hann var ákærður fyrir embættisafglöp tvisvar sinnum og í bæði skiptin sýknaður. Eftir að hann lét af embætti, var hann látinn í friði en um leið og hann sagðist ætla að bjóða sig fram aftur, rigndi yfir hann ákærður, bæði opinberar ákærur og einkamála ákærur. Nú þegar hann er að verða forseti á ný, hafa allar ákærurnar fallið um sjálfa sig enda af pólitískum rótum.
En það er ekki nóg að taka hann af lífi pólitískt, heldur á að taka hann bókstaflega af lífi. Reynt hefur verið að drepa hann í tvö skipti, sem auðljóslega mistókst, en morðsveitir Írana eru enn á eftir honum og leynast í mannhafinu í Bandríkjunum.
Trump er kjaftfor, sjálfhverfur og valdafíkill. En hann á líka sínar góðu hliðar, en það er trygglindi og fyrirgefning (síðasta dæmi er Mark Zuckenberg, eigandi Facebook). Þannig að hann er eins og hann er. En fyrir okkur hin, sem látum ekki persónunina trufla okkur, skiptir máli hvað hann gerir sem forseti. Hingað til hefur það verið jákvætt sem hann hefur gert.
Bloggar | 29.11.2024 | 09:36 (breytt kl. 11:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020