Færsluflokkur: Bloggar

Ísland gæti orðið spil í útþennslustefnu Bandaríkjanna?

Þetta segir Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði í sjónvrps viðtali. Til að meta orð viðmælenda, verður maður að vita hvaðan menn koma. Bloggritara skilst að Baldur komi úr rani Samfylkingarinnar. Ef svo er, þá vitum við hver stefna þess flokks er gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu. Flokkurinn rær lífróðri (hefur eitt kjörtímabil) að því að þröngva Íslandi inn í ESB.  Þetta var ekki kosningamál en er núna stjórnarstefna!  Túlka má orð Baldurs eftir mati flokksins.  En Baldur getur náttúrulega talað faglega út frá sinni stöðu sem stjórnmálafræði prófessor. Baldur hefur verið varkár í ummælum en þar með er ekki sagt að maður þurfi að vera sammála mati hans.   

Í raun hefur staða Íslands ekkert breyst gagnvart Bandaríkjunum. Ísland er landfræðilega í Evrópu (byggðist úr Evrópu og verið hluti af henni hátt í 1200 ár), í útjaðri Ameríku en Grænland er landfræðilega í Ameríku og landamærin aðeins steinsnar frá Kanada og Bandaríkjunum. Trump og co. eru engir bjánar og þetta vita þeir. Þeim finnst "fáránlegt" að smáríkið Danmörk stjórni þessu risa landi. Ísland er algjörlega undir hæl Bandaríkjanna og sú staðreynd breytir ekki stöðu Ísland á neinn hátt. 

En Ísland er frjálst lýðræðisríki, sem Bandaríkin fyrst allra þjóða viðurkenndi sem fullvalda ríki, á undan Dönum!  Svo er ekki farið með Grænland og Grænlendinga.  Þeir eru nýlenda/hjálenda undir stjórn annað ríkis sem er á leið til sjálfstæðis. Þess vegna þykjast Bandaríkjamenn geta áskorað Dani um það sem kemur út úr sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Málið er að þeir taka ekki mark á orðum Grænlendinga (eru bara 58 þúsund hræður, ekki einu sinni með fjölda á við smáborg í Bandaríkjunum og hvers vegna að hlusta á "innfædda"?).   

Bandaríkjamenn eru ekki vanir að fara vel með frumbyggja landssvæðis sem þeir hafa tekið yfir. Það verður engin breyting á því ef þeir taka yfir Grænland. Bandarísk menning myndi taka yfir allt. MacDonalds í Nuuk í stað selspiks. Góð skipti? Sjá örlög Havaí. 

Munum orð Halldórs K. Laxness í Íslandsklukku en hér aðeins umsnúin: "Þeir grænlensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar amerískt leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima".

Ísland gæti orðið spil í útþenslustefnu Bandaríkjanna


Hryðjuverkaógn á Íslandi - í hvaða heimi lifir ríkislögreglustjóri?

Ríkislögreglustjóri hefur miklar áhyggjur af hryðjuverkaógn. Sjá má það af hættustigs mati stofnuninnar en það er á þriðja stigi hryðjuverkaógnunar en það er skilgreint sem aukin ógn og að til staðar sé ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

En er ríkislögreglustjóri að líta í rétt horn og hverjum er um að kenna að fyrrum friðsama Ísland er ekki lengur friðsamt og hættulaust land? Sjá má breytan heim á Íslandi í fjölda morða á landinu sem hefur náð nýjum hæðum.

Byrjum á byrjunni. Auðvitað er vitað að ef Ísland er með opin landamæri, hleypur stórum hópum inn með ólíka menningu, að misjafn sauður læðist með. Því stærri sem hópurinn er sem kemur inn, því fleiri úlfar í sauðargærum. Í Bandaríkjunum er erlendir glæpamenn um 600 þúsund talsins - hve margir á Íslandi? Hverjum er um að kenna? Vinstri sinnuðum stjórnmálamönnum og ístöðulausum Sjálfstæðismönnum sem hafa leyft ástandinu að þróast svona.

En hvað með mat ríkislögreglustjóra? Hægri öfgamenn? Bloggritari hefur aldrei orðið var við slíka hópa á landinu, fyrir utan tveggja drengja sem töluðu sín á milli um slíka drauma. Það mál fór eins og það fór.

Stóra myndin í Evrópu og á Íslandi, og allir vita af henni, er að hætta stafar af öfgasinnuðum múslimum og erlendum glæpahópum sem ógna almannaöryggi. Hópar öfga hægri manna eru til í Evrópu, en á bágt með að trú að slíkir hópar séu til á Íslandi. Örugglega einstaklingar en varla skipulagðir hópar.  

Í raun ætti greiningadeildin að gera ráð fyrir það óhugsandi. Hryðjuverkmenn reyna einmitt það ómögulega og stundum tekst það. Dæmi: árásin á Bandaríkin 2001. Eftir Yom Kippur stríðið 1973, ákváðu Ísraelmenn að setja saman hóp manna sem einmitt reyndu að finna út það ómögulega og vinna gegn því.  Það hefur greinilega ekki staðist tímans tönn því þeir voru gripnir óundirbúnir 7. október 2023. Þeir vanmáttu andstæðinginn.

Hvað er gert til að tryggja öryggi okkar? Ekkert að því virðist, því að það er enn ekki búið að laga meingölluð útlendingalög frá 2016 (lagfæringin sem gerð var, var ekki nóg). Ástandið er látið þróast þar til að þjóðfélagið liðast í sundur og viðvarandi öryggisleysi borgaranna er í samfélaginu.

 


Fríverslunarsamningur við Bandaríkin og lækkað vöruverð á bandarískar vörur

Viðskiptastríð Trumps við umheiminn kann að reynast Íslendingum hagstætt (íslenskum neytendum).  Bandaríkjamenn flytja meira til Íslands en við til þeirra. Bandarískir bílar og morgunkorn og ótal aðrar vörur munu lækka í verði ef íslensk stjórnvöld semja við Kanann.

En hafa íslensk stjórnvöld vaknað af þyrnirósasvefninum? Nei. Nú er að berast fréttir úr vesturheimi að Trump er búinn að fresta tolla á þær 75 þjóðir sem hafa haft samband við Hvíta húsið og viljað semja. Enn og aftur, hvar eru íslensk stjórnvöld?

RÚV er þegar með gamla frétt í kvöldfréttum sínum um hlutabréfamarkaðinn, talar um efnahagskreppu en við þessar fréttir um frestun hafa hann farið upp.

Sósíalistastjórnin (ekki Valkyrjustjórn), Samfylkingin = sósíalistaflokkur, Viðreisn = sósíalistaflokkur og Flokkur fólksins = sósíalistaflokkur) hefur bara áhuga á inngöngu í ESB, sama hvað. Og á skattahækkunum. Forstjóri Icelandair spyr hvort ríkisstjórnin lifi í raunheimi því það á að skattleggja ferðaþjónusta, sjávarútveginn og vegakerfið. Hækka skatta er svarið við illa reknum ríkiskassa. Ekki aðhald eða stækka þjóðarkökuna (hún minnkar við aukna skattheimtu á ferðaþjónustuna). Ísland er eitt dýrasta ferðamannaland í heimi. Það er fallegt en fólk verður að hafa efni á að ferðast hingað.

 


70 þjóðir eru að endursemja sín tollamál við Bandaríkin - en hvar er Ísland?

Trump hefur ítrekað í viðtölum og á blaðamannafundum að "fyrstur kemur, fyrstur fær" stefnu sína. Það þýðir að þeir sem koma fyrstir fá besta samninginn. Þeir sem koma síðast lélegustu kjörin. En það er ekki nóg að koma, í sumum tilfellum verður ekki endursamið og í öðrum verður það gert.

En hvað er Ísland að gera til að tryggja stöðu sína og koma í veg fyrir 10% tolla? Ekkert heyrist af því opinberlega. Hefur enginn hringt í Hvíta húsið? Er íslenski sendiherrann starfi sínum vaxinn? Hver er núna sendiherra? Samningsstaða Íslands ætti að vera sterk, því Bandaríkjamenn flytja meira inn en Íslendingar út til Bandaríkjanna. Varnarsamningurinn er mikilvæg samnings tilboð.

Þessi áhættusama tollastefna virðist vera að borga sig. Aðeins 3 þjóðir hafa boðað tollastríð við BNA.  Held að Kína sé í þeim hópi. 

Kínverjar eru aðalskotmark Trumps. Viðskiptahallinn er stjarnfræðilega hár, Kínverjum í vil. Það eru tollar á bandarískar vöru og hafa alltaf verið. Þeir eru kannski ekki háir, 10-20% en það er ekki það sem veldur vanda. Kína hefur beitt ýmsum tæknilegum viðskiptahindrunum á bandarískar vörur, sérstaklega í tengslum við viðskiptadeilur milli landanna. Þessar hindranir, oft nefndar óbeinar viðskiptahindranir, fela í sér stjórnsýslulegar tafir, auknar skoðanir og kvótakerfi sem takmarka innflutning ákveðinna vara. Rannsóknir sýna að á árunum 2018 og 2019 voru slíkir óbeinir tollar ábyrgir fyrir um 50% af heildarsamdrætti í innflutningi Kína frá Bandaríkjunum.

Ef Kínverjar ætla að fara í viðskiptastríð við Bandaríkin, munu þeir sannarlega tapa því.  Margar af þeim vörum sem áður voru framleiddar í Kína eru nú framleiddar í ríkjum eins og Víetnam. Þessi þróun hófst fyrir löngu og mun halda áfram, sama hvort tollastríð verður eða ekki. Framleiðslukostnaður er orðinn of hár í Kína. Annað sem ógnar framleiðsluyfirburði Kína er gervigreindarvæðingin og vélmennavæðingin. Ódýr vinnuafl, sama hversu ódýrt það er, getur ekki keypt við vélmenni sem vinna allan sólarhringinn kauplaust.  Það er sannarlega að verða iðnbylting (sú fjórða) og hún er ekki hagstæð þjóðum sem bjóða upp á þrælavinnuhald í alþjóðasamkeppni.

Versta fyrir Kína er að vörur sem þeir eru að selja til Bandaríkjanna má kaupa annars staðar. Hún kann að vera dýrari í upphafi en samkeppnin mun lækka þessar vörur á endanum. Framleiðslan verður annað hvort komin til Bandaríkjanna eða annarra ríkja sem hafa hagstæð kjör við Bandaríkin.

 

 


Erum við á leiðinni til hruns siðmenningar?

Miklir siðmenningarheimar eru ekki myrtir. Þess í stað taka þeir sitt eigið líf.

Þannig sagði sagnfræðingurinn Arnold Toynbee að lokum í 12 binda sögu ritröð sinni. Þetta var rannsókn á uppgangi og falli 28 mismunandi siðmenninga.

Hann hafði rétt fyrir sér að sumu leyti: Siðmenningar bera oft ábyrgð á eigin hnignun. Hins vegar fær sjálfseyðing þeirra venjulega aðstoð utan frá.

Rómaveldi, til dæmis, var fórnarlamb margra meina, þar á meðal ofþenslu, loftslagsbreytinga, umhverfisspjalla og lélega forystu. En það var líka knésett af Vestgotum árið 410 og Vandölum árið 455.

Hrun eru oft skjót og mikilleiki veitir ekkert friðhelgi. Rómaveldi náði yfir 4,4 milljónir ferkílómetra (1,9 milljónir ferkílómetra) árið 390. Fimm árum síðar hafði það hrunið niður í 2 milljónir ferkílómetra (770.000 ferkílómetra). Árið 476 var útbreiðsla heimsveldisins núll.

Í dag hins vegar getur hrunið gerst á nokkrum klukkustundum, þökk sé kjarnorkuvopnastríði. Og siðmenningin getur horfið fyrir fullt og allt. Það hefur verið mynstur í uppgangi og falli siðmenninga eða stórvelda hingað til en nú lifum við á ókortlögðum tímum.

Fræðimaðurinn John Michael Greer bendir á að skyndilega hrun er sjaldgæft sögulegt fyrirbæri. Í The Long Descent fullyrðir Greer lesendur sína um að "Sama munstur endurtekur sig aftur og aftur í sögunni. Smám saman upplausn, ekki skyndilegt hörmulegt hrun, er leiðin sem siðmenningar enda." Greer áætlar að það taki að meðaltali um 250 ár fyrir siðmenningar að hnigna og falla og hann finnur enga ástæðu fyrir því að nútímamenning ætti ekki að fylgja þessari "venjulegu tímalínu".

En eins og komið hefur verið inn á undanfarandi blogggrein, er sagnfræðin hálfvísindi og því getur hún ekki spáð fyrir um fall eða uppgang siðmenninga. Hvað er átt við með því?  Þrátt fyrir akademískar aðferðir stenst hún ekki aðferðafræði náttúruvísinda. Til dæmis er ekki hægt að framkvæma tilraunir; endutekning ómöguleg - sögulegir atburðir gerast einu sinni og geta ekki verið endurteknir með nákvæmni. Erfitt er að vera hlutlaus sagnfræðingur því hann er alltaf að vinna úr mannlegum heimildum sem eru oft ófullkomnar, hlutdrægar eða brotakenndar. Túlkun skiptir miklu – ólíkar sögulegar túlkanir geta verið jafn gildar, þótt þær dragi mismunandi ályktanir af sömu heimildum.

Kennning Greers sem gerir ráð fyrir mynstur í uppgangi og falli heimvelda/siðmenningar, á ef til vill ekki við um framtíðar samfélög.

Forsenda Greer er kannski byggð á veikum grunni vegna þess að iðnaðarmenning okkar er frábrugðin öllum fyrri siðmenningum á fjóra mikilvæga vegu. Og hver og einn þeirra gæti flýtt fyrir og aukið komandi hrun á sama tíma.

Ólíkt öllum fyrri siðmenningum er nútíma iðnaðarmenning knúin áfram af einstaklega ríkum, EKKI endurnýjanlegum og óbætanlegum orkugjafa - jarðefnaeldsneyti. Þessi einstaki orkugrundvöllur gefur iðnaðarmenninguna stuttan lífstíma. Stórborgir, hnattvædd framleiðsla, iðnaðarlandbúnaður og mannfjöldi sem nálgast 8 milljarða eru allt sögulega óvenjulegt – og ósjálfbært – og gengur ekki upp án jarðefnaeldsneytis. Í dag eru auðnýjuð olíusvæði og kolanámur fyrri tíma að mestu uppurin. Og þó að það séu til aðrir orkukostir, eru engir raunhæfir afleysingar möguleikar sem geta skilað miklu af nettó orku jarðefnaeldsneytis. Við finnum fyrir því í dag, hversu erfitt er að rafvæða farartæki, það skortir orku.

Ólíkt fyrri siðmenningum er hagkerfi iðnaðarsamfélagsins kapítalískt. Framleiðsla í hagnaðarskyni er aðal stefna þess og drifkraftur. Hin fordæmalausa umframorku sem jarðefnaeldsneyti kemur til með að hafa skilað óvenjulegum vexti og gífurlegum hagnaði á síðustu tveimur öldum. En á næstu áratugum munu þessir sögulegu óvæntir orkugjafar, stöðugur vöxtur og vaxandi hagnaður hverfa.

Ólíkt fyrri samfélögum er iðnaðarmenningin ekki rómversk, kínversk, egypsk, Asteksk eða Maya. Nútíma siðmenning er  manneskjan, plánetan og lífkerfiseyðing. Fyrir iðnvæðingu tæmdu siðmenningarheimar gróðurmold sína, felldu skóga sína og menguðu árnar. En skaðinn var tímabundnari og landfræðilega takmarkaður.

Þegar markaðshvatar beittu gríðarlegan kraft jarðefnaeldsneytis til að nýta náttúruna voru skelfilegu niðurstöðurnar plánetulegar. Tveggja alda brennsla jarðefnaeldsneytis hefur mettað lífríkið af loftslagsbreytandi kolefni sem mun halda áfram að valda eyðileggingu fyrir komandi kynslóðir. Skemmdir á lífkerfum jarðar - hringrás og efnasamsetning lofthjúpsins og hafsins; stöðugleika vatnafræðilegra og lífefnafræðilegra hringrása; og líffræðilegur fjölbreytileiki allrar plánetunnar - er í raun varanlegur.

Sameiginleg geta nútíma siðmenningar til að takast á við sívaxandi kreppur hennar er lömuð af sundurleitu stjórnmálakerfi andstæðra þjóða sem stjórnað er af spilltum yfirstéttum sem hugsa meira um völd og auð en fólk og jörðina. Mannkynið stendur frammi fyrir fullkomnum stormi samruna alþjóðlegra hörmunga. Afgerandi þrengingar eins og óreiðu í loftslagsmálum, hömlulaus útrýming flóru og dýralífs, matar- og ferskvatnsskortur, fátækt, mikill ójöfnuður og uppgangur heimsfaraldurs rýra hratt undirstöðu nútímalífs. Og svo þarf ekki nema eina kjarnorkustyrjöld til að enda allt.

Helsta heimild: Four Reasons Civilization Won’t Decline: It Will Collapse eftir Craig Collins.

Nálgun Collins á falli siðmenningar, sem er hnattræn áhrif iðnaðarsamfélagsins, er ágæt út af fyrir sig. En kenning Greers gæti verið jafn gild eftir sem áður. Því að hún tekur mið af mannlegu eðil sem alltaf samt við sig, fyrir tvö þúsund árum eða í dag. Hinn mannlegi þáttur sem eyðir siðmenningu.

Ef horft er á heildarmyndina - jörðin sjálf, útrýmir hún reglulega vistkerfi og dýralíf. Ekkert er varanlegt, fjöll rísa eða molna niður, álfur færast til, hafið rís eða hnígur o.s.frv.

Vegna þekkingar okkar í dag, vitum við (alltof fá samt) af þeim hættum sem steðja að vestrænni siðmenningu.  Í stað þess að telja þær upp sjálfur, læt ég ChatGPT taka þetta saman hér:

"1. Upplausn sameiginlegra gilda og sjálfsmyndar

  • Vestræn siðmenning byggir á hugmyndum um lýðræði, einstaklingsfrelsi, réttarríki og kristnum menningararfi. Sumir telja að þessi gildi séu að veikjast vegna aukinnar einstaklingshyggju, afhelgunar og menningarlegrar afstæðishyggju.

  • "Woke"-menning, pólitísk rétthugsun og afbygging þjóðrænna og menningarlegra sjálfsmynda eru stundum nefndar í þessu samhengi.

2. Innflutningur hugmyndakerfa sem rekast á vestræn gildi

  • Þegar fjölmenningarleg samfélög þróast án þess að samhljómur náist um grunnreglur samfélagsins getur það valdið spennu. Til dæmis má nefna átök milli tjáningarfrelsis og trúarlegra viðkvæmni, sérstaklega í tengslum við íslamstrú í Evrópu.

  • Ofurumburðarlyndi getur jafnvel orðið að veikleika ef það verndar óumburðarlynd viðhorf.

3. Upplýsingastríð og sundrung í gegnum stafræna miðla

  • Samskiptamiðlar ýta undir skautun, rangfærslur og pólitísk átök. Óvinveittar þjóðir geta notað þetta gegn vestrænum samfélögum með upplýsingaárásum (t.d. rússnesk netárásarherferð).

  • Sannleikurinn verður óljósari, og samstaða um staðreyndir hverfur.

4. Lýðfræðileg þróun og hnignun fæðingartíðni

  • Vestræn ríki búa víða við fækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar. Þetta setur heilbrigðis- og velferðarkerfi undir þrýsting og getur veiklað efnahagslega sjálfbærni.

5. Efnahagslegur óstöðugleiki og skuldir

  • Mikil skuldaaukning ríkja, há verðbólga og hækkandi húsnæðisverð veldur auknu ójafnvægi milli kynslóða og milli stétta.

6. Áskoranir vegna alþjóðlegrar samkeppni

  • Ríki eins og Kína hafa ekki aðeins efnahagslegt afl heldur líka hugmyndafræðilega sýn sem keppir við vestræna lýðræðishugsjón.

  • Ef vestræn ríki missa tæknilegt eða hernaðarlegt forskot gæti áhrifavald þeirra minnkað verulega.

7. Missir trúverðugleika á eigin stofnunum

  • Margir íbúar vestrænna ríkja treysta ekki lengur fjölmiðlum, stjórnmálamönnum eða jafnvel réttarkerfinu. Þetta getur leitt til lýðræðislegs hnignunar." Tilvísun í ChatGPT lýkur.

Við vitum af þessum hættum en samt er lítið gert. Stjórnmálakerfið sem mennirnir hafa búið til virðist búa yfir eigið lífi og heldur áfram með sínum göllum og kostum. Einstaklingarnir sem eiga að reka þetta kerfi (stjórnmálamennirnir) og breyta ef það gengur ekki upp, eru upp til hópa máttlaus meðalmenni sem gera lítið sem ekkert. Alvöru leiðtogar lýðræðisríkja koma sem betur fer fram reglulega og geta bjargað því bjargað verður.

Dæmi um þetta er Winston Churchill sem leiddi Evrópu í gegnum myrkur nasismans og bjargaði bókstaflega heiminum frá fasískri yfirráðum.

Konrad Adenauer sem endurreisti Vestur-Þýskaland sem lýðræðisríki eftir rústir heimsstyrjaldarinnar. Tók virkan þátt í mótun vestræns samstarfs: NATO, ESB (fyrirmyndin), og hélt Þýskalandi vestlægu.

Ronald Reagan sem hafnaði "detente" og talaði opinskátt um "evil empire" Sovétríkjanna. Vopnakapphlaup hans og andleg pressa leiddu til hruns Sovétríkjanna. Hann studdi frjáls félög, trúfrelsi, einkaframtak og sneri við hnignun siðferðis í Bandaríkjunum.

Margaret Thatcher var sambærileg við Reagan. Stóð fast gegn verkalýðsfélögunum sem höfðu lamað breska hagkerfið. Átti mikinn þátt í endurreisn vestræns efnahagslífs með áherslu á einstaklingsfrelsi, skattalækkanir og eignarétt. Hún hafnaði samevrópskum yfirþjóðlegum dreyfivaldi, barðist gegn ofríkis-ESB.

Aðrir leiðtogar eru ofmetnir og voru beinlínis hættulegir vestrænni menningu. Angela Merkel kanslari Þýsklands hefur kannski eyðilagt Þýskaland með óheftum innflutningi erlendrar menningar og trúar án samþykkis þjóðarinnar. Slakaði á orkuöryggi Þýskalands (lokaði kjarnorkuverum), gerði landið háð Rússlandi. Stóð ekki vörð um menningarleg gildi Vesturlanda – heldur studdi fjölmenningarpólitík sem veikti samheldni þjóðar.

Sannir bjargvættir vestrænnar siðmenningar voru þeir sem stóðu gegn alræði (nasismi, kommúnismi, íslamiskar öfgar). Endurreistu samfélög í rústum án þess að fórna siðferðilegum eða menningarlegum rótum. Höfnuðu afsökunarmenningu og stóðu með arfleifð Vesturlanda.


Vinstri saga er uppfull af ranghugmyndum

Það tekur langan tíma að átta sig á veruleikanum sem við lifum í. Við fæðumst tabula rasa, og þurfum að byggja upp þekkingu okkar á umheiminum í raun sjálf.  Flestir fá bara grunnþekkingu í sögu, bara yfirlitssögu. Fólk rétt þekkir eigin sögu (varla eigin ættarsögu) og þarf að lesa sér til ef það vill vita meira.  Bloggritari er sagnfræðingur og þrátt fyrir áratuga stúdíu og lestur, eru brotin enn að raðast saman í heildarmyndina hvernig og af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru í dag.

Sjálfur fór bloggritari í gegnum langt háskólanám á yngri árum og ef hann hefði ekki verið vel lesinn áður, hefði hann látið sagnfræðikennaranna stýra sér. Þeir voru nefnilega upp til hópa marxista og sumir voru ekkert að fela það. Sögusýnin var eftir því, Nýmarxísk sýn á umheiminn. Þetta smitar svo niður skólakerfið, jú þessir sagnfræðingar sem útskrifast eru uppfullir af þessari hugmyndafræði og skrifa kennslubækur í þessum anda. Kennaraháskóli Íslands var hvað verstur í þessum efnum.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt um hvernig vestræn menning og saga er markviss rökkuð niður hjá virtum háskólum erlendis. Allt jákvætt sem gert hefur verið, gert lítið úr og hetjur eins og Winston Churchill eru bara rasistar.

Sagnfræðingurinn Rafe Heydel-Mankoo fer hér kerfisbundið í gegnum hvernig sagan hefur verið afbökuð. Hann segir að nýlendustefnan og kapitalisminn hafi í raun lyft mörgum ríkjum úr viðjum fátæktar.  Hann tekur dæmi. Þrælahald. Þegar Evrópumenn komu að Vestur-Afríku í leit að þrælum fyrir nýja heiminn, mættur þeir fyrir margra alda gamla hefð fyrir þrælahaldi, mjög þróaðan álfumarkað. Þar voru Arabar öflugir en líka innlendir leiðtogar.

Evrópumenn fóru á markaðanna á ströndunum og keyptu á mörkuðum sem voru fyrir hendi. Svo gerðist það ótrúlega, en breska heimsveldið bannaði þrælahald og -sölu upp úr 1800 og lögðu mikið á sig að útrýma því. Þeim tókst að stöðva siglingu með þræla yfir Atlantshafið en þrælahald hélt áfram í innviðum Afríku, eða þar til Evrópumenn lögðu undir sig álfuna á seinni helmingi 19. aldar. Þeir þurftu að leggja mikið á sig til að stoppa söluna alfarið. Arabar héldu þrælasölu áfram á 20. öld og í raun er fólk enn selt í mansal í dag um allan heim.

Bresku nýlenduherrarnir voru ekki verri en það, að breska heimsveldið sleppti friðsamlega nýlendum sínum og nánast öll ríkin hafa kosið að vera hluti af breska samveldinu. Ríkin hafa haldið í margar breskar réttarhefðir og stjórnkerfisuppbyggingu. Saga þessara ríkja - margra - hefur ekki verið glæsileg síðan nýlenduherrarnir slepptu af þeim höndum. Það er ekki hægt að kenna nýlendustefnu um hvað fer úrskeiðis í dag þegar ríkið varð sjálfstætt fyrir 70 árum.

Hér á Íslandi hafa menn farið í kringum heitan graut. Kennt er hliðarsaga.  Kennd er t.d. saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar. Af hverju? Hvað gerði hún fyrir sögu Íslands annað en að skaffa kaffi og meðlæti fyrir gesti Jóns? Svona hliðarsaga er skemmtileg aflestrar fyrir sögunörda en kannski ekki fyrir almenna kennslu í grunnskólum.

Vinsæl er þáttaröð á Netflix sem kallast "Vikings". Þvílík afbökun á sögu er varla hægt að finna neinn staðar annars staðar. Konur eru sýndar sem bardagamenn og höggva mann og annan. Hafa þeir sem skrifa handritið farið í full herklæði og mundað sverð? Það þarf gríðarlega öfluga upphandleggs vöðva til að beita sverði, nokkuð sem konur hafa ekki. Konur fóru ekki í víking, því að hver átti að sjá um búið á meðan, barnaskarann og dýrin? Konur voru nánast alltaf óléttar vegna engra getnaðarvarna. Væri ólétt kona send á vígvöllinn? 

Ef menn vilja í raun vita hvernig hernaður var stundaður á víkingaöld, þá ættu þeir að lesa Sturlungu sem er samtímasaga eða Sverris sögu konungs. Hernaður á 13. öld var nefnilega ekki frábrugðinn þeim sem stundaður var á víkingaöld. Hvergi er talað um að konur taki þátt í bardögum. 

Að lokum. Sagan er ekki svart hvít. Menn gerðu margt rang en líka rétt fyrr á tíð samkvæmt okkar mælikvarða. En hvernig getum við dæmt annað fólk, með aðra menningu út frá nútímanum? Nútíma gildum. Erum við ekki föst í núinu og þeirri menningu sem við lifum í? Það sama gilti um fólkið á hverjum tíma.

 

rr

 

 


Enduriðnvæðing Bandaríkjanna

Fólk virðist ekki skilja stóru myndina varðandi stefnu Bandaríkjanna sem er að stækka þjóðarkökuna og endurreisa iðnaðinn í landinu. Reagan t.d. stækkaði þjóðarkökuna um 30% á valdatíð sinni.  Ríkið hefur verið í stöðugri hnignun síðan um 1995 efnahagslega.  Ríkið hefur verið eitt fárra ríkja í heiminum sem hefur í raun stundað fríverslun við umheiminn. 

Önnur stórveldi, Þýskaland, Japan, Indland og Kína hafa háa innflutningstolla á bandarískar og aðrar vörur. Tollarnir sem Trump setti á þessar þjóðir er helmingi lægri en er þær setja á bandarískar vörur. Svo er hann að bíða eftir að þjóðirnar komi að samningsborðinu til að endursemja tolla- og viðskipti milli ríkja. Fyrsta ríkið sem er að gera það er Ísrael.  

Menn segja að háir tollar skapi verðbólgu, það er ekki satt. Verðlausir peningar í umferð skapa verðbólgu (engin innstæða fyrir dollarann sem er í umferð). Það sem neytendur og framleiðendur leggja inn í hagkerfið er stækkun á þjóðarkökunni, ekki verðbólga. 

Tollar einir og sér gera lítið.  Miklar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki mun koma með mikla innspýtingu inn í hagkerfið (fjárfesting sem býr til peninga, ekki peningaprentun til að útbýta félagsleg gæði).  Nú er búið að opna fyrir gríðarlega aukningu á orkuframleiðslu og það er hún sem knýr efnahagsvélina áfram.

Trilljónir dollarar eru að koma inn í efnahagskerfið í BNA erlendis frá. Allt þetta til saman á að gera Bandaríkin að framleiðsluríki að nýju. Framleiðslan er nefnilega að miklu leyti komin út úr landinu og til þeirra sem síðst skildi eins og Kína.

Það er mikið áhyggjuefni fyrir Bandaríkjamenn að framleiða ekki tölvur og annan hátæknivörur. Það er nefnilega þannig að framþróun og þekkingin verða til innan framleiðslufyrirtækina og þegar þau eru erlendis, minnkar þekkingin innanlands.

Mikil hnignun er í Bandaríkjunum sem fáir veita athygli. millistéttin er svipur að sjón að sjá, iðnframleiðslu störfin sem gáfu mest, farin úr landinu en eftir eru þjónustustörf sem gefa lítið. Gríðarleg skuldaauking ríkisins í valdatíð Biden hefur gert ríkið tæknilega gjaldþrota. 36 trilljónir dollarar í skuldir sem er stjarnfræðileg upphæð.

Meira segja kjarnorkuvopnabirgðir þeirra eru úreldar, afgamlar kjarnorkusprengju sem átti að úreldast fyrir 2000 eru nú í notkun og aðeins 1700 sprengjur sem hægt er að nota af nokkur þúsund sem þeir eiga. Á sama tíma hefur Kína fjölgað sínar birgðir úr 200 í 600 kjarnorkusprengjur frá 2020 og ætlunin er að fara upp í 1000 fyrir 2030. Kínverjar eru í óopinberu köldu stríði við Bandaríkin.  Kínverjar nálgast það að vera jafnfætist á öllum hernaðarsviðum á við Bandaríkin.  Þeir hafa meiri framleiðslugetu ef til stríðs kemur og stríð vinnast í hergagnaverksmiðjum, ekki síður en á vígvellinum. Bandaríkjamenn eru að framleiða of dýr vopn enda lítil samkeppni meðal vopnaframleiðenda í landinu.

Bandaríkin hefur hnignað svo að stál er varla framleitt lengur í landinu, ef Trump hefði ekki skellt á verndartolla í fyrri forseta tíð sinni, væri hann enginn í dag.

Það er mikill æsingur í dag í heiminum út af þessu, vegna þess að allir vita að nýir tímar eru framundan. Þetta skapar ótta og menn óttast kreppu eins og sú sem var milli 1929-1939. Sá ótti er ástæðulaus. Sú kreppa var vegna peningastefnu sósíalistans Roosvelts sem í raun framlengdi kreppuna með röngum efnahagslegum ákvörðunum. 

Enginn Bandaríkjaforseti hefur þorað að stokka upp efnhagskerfi Bandaríkjanna á svona dramatískan hátt, ekki einu sinni Reagan. Hann jú endurbætti efnahagskerfið en fór aldrei í kerfið, í djúpríkið sem er bálkn og kostnaðarsamt. D.O.G.E. á að gera það.

Í hnotskurn er stefna Trumps þessi: skattalækkanir, reglugerða fækkanir, tollar sem endurspegla tolla innflutningsþjóða, umframorkuframleiðsla, framleiðslan verði innlend aftur, niðurskurður í ríkisbálkninu, endurreisn Bandaríkjahers og sparnaður og láta bandamenn taka þátt í vörnum NATÓ.

Stíll Trumps er ruddalegur en árangursríkur. Bandamenn Bandaríkjamanna munu muna eftir þessu næstu áratugi og hætta að treysta á Kanann, sem betur fer. Staða BNA kann að veikjast næstu misseri en til langframa kann þetta að bjarga framleiðslu í Bandaríkjunum.  Kannski kemur þetta á hárréttum tíma, því að gervigreinin og vélmennin munu sjá um framleiðsluna að miklu leyti og þeir bandarísku verkamenn sem verða eftir, keppa ekki lengur við þræla vinnuafl í Víetnam eða Kína eða Indlandi.

 

Frábært þegar Gorka segir að hugmyndafræði birgi ekki sýn hans á raunveruleikann. Hvorki til vinstri eða hægri. Tekur honum eins og hann kemur fyrir. Þannig er Trump líka, hann er ekki raunverulegur Repúblikani (var einu sinni Demókrati), heldur raunsæismaður. En hann tekur líka áhættur sem er galli.


NATÓ - ríki þrýsta á Ísland að gera meira

Utanríkisráðherra Íslands fundar stíft vegna breyttrar heimsmyndar. Eins og alltaf eru Íslendingar ekki vel undirbúnir né þátttakendur. Það þarf ekki að lesa sögu lengi til að átta sig á hvernig stórveldapólitíkin virkar. Hún hefur verið eins síðastliðin 6 þúsund ár eða síðan borgríki urðu til.  Ríki mynda bandalög, herja á önnur ríki eða verða fyrir hernaði. Sérstaklega er staða örríkja erfið og hættuleg.

Ísland er örríki.  Það þarf að vera í bandalagi til að verja sig, það er staðreynd. Það eru tveir valkostir fyrir Íslendinga. Að vera undir pilsfati stórveldis í vestri eða bandalags í austri. Íslendingar hafa veðjað á báða kosti. En geta þeir gert það til langframa? 

Mestu mistök Íslendinga er þeir stofnuðu íslenska lýðveldið var að tryggja ekki sjálfir eigin varnir. Ekkert ríki er í raun sjálfstætt ef það getur ekki varið sig. Þetta er eins og vera ósjálfráða einstakingur sem býr heima í foreldrahúsi. Hann þarf að standa eða sitja eins og aðrir segja.

Áfram halda Íslendingar að fara í kringum heita grautinn. Jú, utanríkisráðherra segir að bandamenn þrýsti á Íslendinga að gera meira með eigin varnir og Íslendingar ætli að gera eitthvað í málinu! En hann passar sig á að segja strax að Ísland ætli að vera áfram herlaust!

Hver er lausnin? Að hlaða undir löggæslustofnunina Landhelgisgæslu Íslands sem er ekki herstofnun, heldur löggæsluaðili.  Þetta er feluleikur sem Íslendingar hafa komist upp með síðan 1944 vegna hernaðarlegs mikilvægis.  Ísland væri ekki herlaust ef það væri staðsett við hliðina á Lúxemborg. Nú hefur komið í ljós að verndarinn er "búllí", hrekjusvín sem herjar á vini sína. Bloggritari hefur varað við þessu að heimurinn er hverfull og ekki er hægt að treyst á eitt eða neitt, ekki einu sinni "vini".

Íslensk stjórnvöld verða að gera meira og tryggja raunverulegt sjálfstæði Íslands. Það kostar pening og það þurfa Íslendingar að skilja. Á hverjum morgni yfir morgunkaffinu síðan 2008 hristir bloggritari höfuðið yfir hvernig landinu er stjórnað. Það verður áframhald á því.

 

 


Bandarískir tollar á heiminn liggja nú fyrir - Er enginn í ríkisstjórninni að hringja í Hvíta húsið?

Öll ríki í heiminum lentu á tollalista Trumps (líka eyjan Kókós við Ástralíu!). Það sem stendur upp úr er að mikill meirihluti þjóða fengu á sig grunn 10% tolla, þar á meðal Ísland. Þetta er ekki eins mikil bylting og ætla mætti en þær þjóðir og þjóðarbandalag (ESB) sem hafa beitt mestu tollamúra í heiminum, fengu á sig aukaskerf af tollum. ESB, Kína og Indland hafa öll rosa tollamúra og tæknilegar viðskipta hindranir. Þessir aðilar fengu á sig mestu tollanna en Víetnam fekk einna mest, 93% tolla.

Nú eru vinstri menn að fara á hliðina og halda ekki vatni af vandlætinu af þessari ósvífu. En þá má benda á að ESB, Kína og Indland gengur bara ágætlega með sína tollamúra, lítil verðbólga og blómstrandi viðskipti. Ástæðan er einföld, þetta eru risahagkerfi sem eru sjálfum sér nóg. Bandaríkjamenn flytja bara inn 11% af heildarviðskiptunum sem er ekki mikið.  Þetta mun ekki koma við budduna hjá almenningi, því að á sama tíma mun hann fá umtalsverðar skattalækkanir. 

Búast má við að heildsalar og erlendir útflytjendur til Bandaríkjanna taki á sig skellinn að miklu leyti. Neytandinn í Bandaríkjunum hefur eftir sem áður val, að velja bandaríska vörur og það er hörð samkeppni innan Bandaríkjanna. Erlendar vörur verða áfram í boði.  Viðbrögð heimsins eru misjöfn. Sum ætla að lækka sína tolla en önnur boða tollastríð.

En þetta á allt eftir að koma í ljós.


Tollar eða fríverslun - hvort er betra?

Íslendingar og aðrar EFTA þjóðir hafa valið að fara fríverslunarleiðina. Ef Ísland væri í ESB, værum við í tollabandalagi.

Í Evrópu hefur Ísland/EFTA fríverslunarsamninga við Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Georgíu, Kosovo, Moldóvu, Svartfjallaland, Norður Makedóníu, Serbíu og Úkraínu.

Í Ameríku er það Kanada, Chile, Kólumbía, Ekvador, Mexíkó og Perú.

Og í Afríku og Miðausturlönd eru það löndin Egyptaland, Persaflóasamstarfsráðið (sem samanstendur af Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum), Ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Marokkó, Palestínustjórn og Túnis.

Í Asíu og Eyjaálfu er það Hong Kong/Kína, Indland, Indónesía, Filippseyjar, Lýðveldið Kóreu (Suður-Kórea), Singapúr, Tyrkland og Víetnam.  Þau ríki sem græða mest á þessum samningum eru Noregur og Ísland sem njóta góðs af aðgangi að alþjóðlegum sjávarafurðamörkuðum.

Hagnaður af fjármálaþjónustu og lyfjum en stendur frammi fyrir regluverki er hagstætt fyrir Sviss.

Hvað varðar Liechtenstein, sem örríki sem er samofið Sviss er útsetning þess í lágmarki.

Svo er það spurningin um valið á milli tolla og fríverslunar sem aðferða til að stunda viðskipti milli þjóða fer eftir efnahagslegum forgangsröðun, landsstefnu og landfræðilegum sjónarmiðum. Hver hefur sína kosti og galla, byrjum á frjálsri verslun.

Án gjaldskrár verða vörur og þjónusta ódýrari fyrir neytendur og fyrirtæki. Samkeppni hvetur til betri vara og nýjunga. Frelsi í viðskiptum getur leitt til hagvaxtar og sterkari alþjóðlegra tengsla. Lönd geta sérhæft sig í því sem þau framleiða best, sem leiðir til skilvirkari alþjóðlegrar framleiðslu.

En svo eru það gallarnir. Staðbundin iðnaður gæti átt í erfiðleikum með að keppa við ódýrari innflutning. Sumar greinar, sérstaklega framleiðsla, geta dregist saman vegna erlendrar samkeppni. Of traust á alþjóðlegum aðfangakeðjum getur skapað varnarleysi (t.d. truflanir tengdar heimsfaraldri).

En hvað með tollastefnuna? Byrjum á kostunum. Hjálpar staðbundnum fyrirtækjum að keppa með því að gera erlendar vörur dýrari. Styður við atvinnu í atvinnugreinum sem annars gætu hnignað. Dregur úr ósjálfstæði á erlendum vörum, sérstaklega í stefnumótandi geirum. Gallarnir eru nokkrir. Tollar gera innfluttar vörur dýrari og velta kostnaði yfir á neytendur. Aðrar þjóðir gætu lagt á sína eigin tolla, sem leiðir til viðskiptastríðs. Innlendar atvinnugreinar gætu skortir hvata til nýsköpunar ef þeir eru varnir fyrir samkeppni.

Hvor leiðin er því betri?  Fyrir þróunarþjóðir geta eitthvert stig gjaldskrár verndað vaxandi atvinnugreinar (rök ungbarnaiðnaðar). Fyrir háþróuð hagkerfi eru frjáls viðskipti oft gagnleg, en stefnumótandi verndarstefna (tollar á lykilatvinnuvegi eins og varnarmál, orku eða tækni) getur verið nauðsynleg. Af þjóðaröryggisáhyggjum geta tollar eða viðskiptatakmarkanir verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að treysta á andstæð ríki. Á tímum efnahagskreppu getur verndarstefna verið tímabundið gagnleg til að koma á stöðugleika í innlendum atvinnugreinum.

Ef við förum í sögu tolla og verndarstefnu, þá var hún stunduð á kreppuárunum á þriðja áratug 20. aldar. Jú, hún leiddi til þess að innlendur iðnaður komst á laggirnar, t.d. Rafha eldavélarnar og vefnaður (Akureyri) en markaðurinn var og er of lítill til að þetta sé hagkvæmt til lengdar enda var þessi stefna aflögð. Haftastefna í gjaldeyrisviðskiptum eftir seinni heimsstyrjöld var algjör hörmung og leiddi til skömmtunar og vöruskorts.

Fríverslunarleiðin er því best en þetta verður að vera gagnkvæmt. Annað hvort algjör fríverslun milli viðkomandi ríkja eða ríkin komi sér saman um lága tolla sín á milli.

Það er bara ein ástæða fyrir örríki eins og Ísland, sem er mikið innflutnings- og útflutningsríki, fyrir að taka upp verndartolla og það er til að tryggja matvælaöryggi. Þetta varðar þjóðaröryggi og engin þjóð kemst af lengi, ekki mánuð, ef hún hefur ekki eigin matvælaframleiðslu. Dæmi um stríð sem leiddu til matvælaskorts á Íslandi, eru Napóleonstyrjaldirnar, fyrri heimsstyrjöld og aðeins í byrjun þeirri seinni, áður en Bretinn og Kaninn hersátu landið. Fyrir 1800 var Ísland sjálfþurttaríki og hvar vorum við þá?

P.S. Eigum við ekki bara að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin? Vöruskiptajöfnuður landanna er Bandaríkjunum hvort sem er í hag.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband