Færsluflokkur: Bloggar

Landamæri Íslands og Bandaríkjanna - er einhver munur á?

Reynsla Bandaríkjamanna af landamærum sínum við Mexíkó er gott viðmið fyrir íslensk stjórnvöld og til samanburðar.

Í valdatíð Joe Bidens voru landamæri galopin, og enginn veit hversu margt fólk fór í gegnum suðurlandamærin. Áætlað er að það sé milli 10-20 milljónir manna en enginn veit í raun töluna. Flestir gáfu sig fram við landamæraverði enda vissi fólk það að það fengi rútumiða inn í hvaða ríki sem er í Bandaríkjunum án þess að bakgrunnur þess væri kannaður.  Aðrir forðuðust landamæraverðina, menn sem ætluðu sér að fremja glæpi og jafnvel hryðjuverk í Bandaríkjunum. Afraksturinn er 600 þúsund erlendir glæpamenn sem sitja í bandarískum fangelsum. Hvað er hlutfall erlendra glæpamanna í íslenskum fangelsum?

Á sínum tím sagði Biden stjórnin að það þyrfti að breyta lögum til að stemma stigi við landamæra vandann sem var heimatilbúinn. Demókratar voru (og eru enn) með óopinbera stefnu að vera með opin landamæri í óþökk meiri hluta Bandaríkjamanna og þess vegna töpuðu þeir síðustu forseta kosningum. Ólöglegir innflytjendur eiga að vera framtíðar kjósendur Demókrata.

En svo kom Trump til sögunnar. Landamærin í dag eru harðlokuð eftir aðeins 3ja mánaða valdatíð hans. Herinn gætir þeirra að hluta til og þeir sem reyna inngöngu mælast í prósentu tölu sem telja má á annarri hendi miðað við tíð Bidens. Það þurfti sem sé ekki að breyta neinum lögum, bara að framfylgja þeim og skipta um forseta.

Sama gildir um Ísland. Hér eru lög sem ættu að loka óheft innstreymi þeirra sem ætla sér að koma sér fyrir á Íslandi í misjöfnum tilgangi. Lagaheimildir eru ekki nýttar.

Vegna þess að lögum er ekki framfylgt á íslensku landamærunum er ástandið eins og það var hjá Joe Biden. Vantar betri lög? Já en núverandi lög duga að mestu eins og sjá má af afrekaskrá fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 

Málið snýst ekki um farþegalista, heldur að geta lokað landamærunum og það er hægt að gera á stundinni.Sem fullvalda ríki ætti Ísland að geta gert það.

Botlinn liggur hjá Alþingi sem getur sjaldan komið með afgerandi niðurstöður sbr. vansköpuð útlendingalög frá 2017 sem mætir menn vöruðu eindregið við en ekki var hlusta á þá sem hafa þekkingu, ekki frekar en hlustað var á leigubílstjóra er heimskuleg leigubílalöggjöf var sett í lög.  

Er ekki eitthvað skrýtið þegar Alþingi þarf að leiðrétta heildarlöggjöf sem það hefur sett aðeins nokkrum árum síðar? Eru vinnubrögðin boðleg? Spyr sá sem ekki veit. Vanskapaðir lagabálkar: Orkupakkar, leigubílalög, afréttalög (eignarréttur lands) útlendingalög...eitthvað fleira?


Peðum fórnað í valdaskák

Þeir sem maður myndi ætla að séu valdamenn eru oftast sjálfir undirmenn og háðir dutlungum yfirmanna sinna. Það má sjá af dæmum um brottrekstur lögreglustjórans á Suðurnesjum (ekki fór hann af frjálsum og fúsum vilja) og nú varasaksóknara. En óstaðfestar fréttir erum að færa eigi hann til starfa í allt annað starf.

Báðir eru skelleggir embættismenn, kjarnyrtir menn en með ráðríka yfirmenn sem þola ekkert andóf.  Sjaldan veldur einn er tveir deila og það á sannarlega við bæði ofangreind mál. Saksóknari er með einkastefnu eða úrvalda stefnuskrá í störfum sínum, sækir hart þar sem hægrið er að mæta. Ætla mætti að svo eigi við um lögreglustjórann fyrrverandi, að stefna hans er of hægri miðuð. Af hverju er landamæragæsla bara mál hægri manna? Af hverju eru vinstri menn alltaf veikir fyrir opin landamæri?

Segja má að woke stefnan sé nú í hámarki í íslenskri pólitík. Sem er athyglisvert því að woke-ið er nú á undanhaldi alls staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Athyglisvert er að yfirmenn ofangreindra embættismanna beggja, eru undir ráðherravaldi og eru beinir undirmenn ráðherra. Ráðherrar eru kannski hræddir við næstu undirmenn sína og þora ekki að dæma Salómon dóma?


Að verja landamærin eða kerfið, það er spurningin

Það kemur ekki á óvart að Björn Bjarnason verji dómsmálaráðuneytið gagnvart ummælum Úlfars fyrrverandi lögreglustjóra í viðtalsþættinum Spursmál á Morgunblaðinu.  Hann er varðhundur Sjálfstæðisflokksins, það er ljóst er skrif hans eru lesin en hann styður flokk sinn, sama hversu hægri sinnaður hann er eða í hina áttina, woke-sinnaður. Flokkurinn hefur bara alltaf rétt fyrir sér enda ættarflokkur Engeyinga.

En hann er líka varðhundur stjórnkerfisins sem hann var svo lengi hluti af og er helst að minnast dómsmálaráðherra tíðar hans.  Þarna er hann að verja ráðuneyti sitt (fyrrverandi) og kerfisins í formi ráðuneytisstjóra.  Hann getur varla verið hlutlaus en það sýnir hversu blaðamennska er á lágu stigi að ekki er grafið dýpra fyrir skoðunum Björns.

Björn andmælir Úlfari – Áhyggjuefni að gæslan sé í molum eftir að Úlfar hefur stjórnað henni í fimm ár

Það er ekkert málefnalegt við brottrekstur Úlfars. Hann gerði dauðasynd embættismannsins, en það er að segja innan frá brotalamir kerfisins opinberlega og í fjölmiðlum. Svona menn eru kallaðir "whistleblowers" á ensku og eru verndaðir af bandarískum lögum.  Hér á Íslandi er menn hraktir úr starfi ef þeir birtast opinberlega og greina frá vanköntum á íslensku stjórnkerfi. Vægasta formið er að horfa fram hjá viðkomandi er stöðuhækkun er framundan en oftast er gerð kerfisbreyting þannig að viðkomandi starf verður "óþarft" eða þarfast "breytingar" og þar með þarf að auglýsa stöðuna. Viðkomandi sem er kominn í ónáð fær ekki stöðuna eða hent út á landi í eitthvað krummaskuð.

Það er ekki bara fyrrverandi dómsmálaráðherra sem ver "kerfið" heldur einnig núverandi dómsmálaráðherra.  Báðir ráðherrar ættu að flétta upp í orðabók og að hugtakinu ráðherraábyrgð. Hvað það þýði.  Bandaríkjamenn hafa orðatiltækið að "the bucket stops at the top" eða ábyrgðin liggur efst og það er á ábyrgð ráðherra hvers tíma  að sjá til þess að lögum er framfylgt ekki einstakra embættismanna að eigin frumkvæði.  Það er alveg skýrt að flugfélög eigi að skila inn farþegalistum og hefur legi fyrir í 9 ár en samt á að breyta lögum til þess að svo verði gert! Svo kennir dómsmálaráðherra Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um málþóf og flokkarnir styðji ekki frumvarpið!

Til marks um að menn hafi ekki verið að vinna  störf sín er að eitt árið komu hingað til lands 4000 þúsund manns og sóttu um stöðu flóttamanna sem er risahópur, jafnvel fyrir milljóna þjóðir eins og eru á hinum Norðurlöndum. Af hverju kom allur þessi hópur allt í einu? Jú, það spurðist út í hinum stóra heimi að hér væru opin landamæri.  Fólk frá Venesúela gat keypt sér pakkaferðir (aðra leiðina) í gegnum "ferðaskrifstofur" til Íslands, en þar gat fólk við komuna pantað sér hælisvist hjá íslenskum yfirvöldum, svona til að borga upp ferðina og haft það náðugt á meðan mál þeirra velktist um í kerfinu í 2 ár eða lengur. Hverjir sváfu þá á verðinum í kerfinu?

Að lokum. Fyrrverandi lögreglustjóri reyndi hvað hann gat, gegn ráðalausu stjórnkerfi eða óvirku, að stoppa í götin og þakklætið var brottrekstur.  Það ættu fleiri að taka pokann sinn, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins væri sá fyrsti og ber mestu ábyrgðina en einnig ríkislögreglustjóri.


Utanríkisþjónusta Íslands - Þörf, umfang og hagskipulag í ljósi tæknibreytinga

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, bendir á brotalamir í íslenskri stjórnsýslu hvað varðar landamæragæslu og fangelsismál. Það virðist ekki standa steinn yfir steini á þessu sviði og það sjáum við í metfjölda hælisleitenda í gegnum opin landamæri.

En það er vandi alls staðar í íslensku stjórnkerfi og sú spurning vaknar hvort að fyrsta íslenska lýðveldið sé ekki gengið sér til húðar? Frá Alþingi og niður allri stjórnsýslunni sjáum við vanhæfni fólksins sem starfar innan "kerfisins".

Auðvitað velst gott fólk inn á Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, en stjórnsýslan er meingölluð í gerð og uppbyggingu. Hæfa fólkið er yfirtekið af kerfinu. Fáir hafa vilja til að rugga bátnum. Ef þeir gera það, verða þeir reknir líkt og með Úlfar.

Af hverju er t.d. ekki beint lýðræði ekki innleitt meira í ljósi tæknibreytinga? Af hverju er ekki aðskilnaður löggjafavalds og framkvæmdarvalds? Af hverju ráða ókjörnir ráðuneytisstjórar starfi kerfisins dags daglega en ekki ráðherrar? Eða stofnanastjórarnir?  Alls staðar eru litlir kóngar og drottningar sem fara sínu fram.

En hér er ætlunin að beina augum að utanríkisþjónustunni. Hún var stofnuð árið 1940, fyrir hartnær 85 árum. Formið á henni hefur ekkert breyst allan þennan tíma sem hún hefur starfað. Það þrátt fyrir gjörbreytt Ísland og tæknibyltinguna sem hefur átt sér stað síðan tölvan kom til sögunnar.

Hefur utanríkisráðherra ekki heyrt talað um fjarfunda formið eins og Teams, síma, flug sendinefnda til erlendra ríkja o.s.frv.? Mun ódýrari lausn en rándýr sendiráð, með sendiherra sem er eins og aðalsmaður með bílstjóra, ritara og almennt þjónustufólk. Til samanburðar voru Íslendingar á tímabili með jafnumfangsmikla utanríkisþjónustu og milljarða þjóðin Kína!

Það má minna á að  erindreka rekstur utanríkisráðuneytisins skiptist í tvö kerfi. Annars vegar sendiskrifstofur (varanlegar) og ræðismannaskrifstofur sem eru jafnvel umfangmeiri í starfsemi og fjölda. Ræðismenn eru almennt ólaunaðir og þeir geta auðveldlega leyst úr vanda íslenskra borgara erlendis. Við þurfum bara lykil sendiráð/sendiskrifstofur: í Washington, London, Brussel og S.þ. í New York og NATÓ. Ef til vill hjá stærstu ríkjum heims, eins og Rússland, Kína og Indland. Förum kerfisbundið í þetta:

Sendiskrifstofur (sendiráð, fastanefndir, ræðisskrifstofur)

– Ríkisreknar, launað starfslið, hátt rekstrarstig.
– Mikill kostnaður: húsnæði, sendiherra, öryggi, ferðakostnaður, tækjabúnaður, þjónusta.

Ræðismannaskrifstofur (honorary consuls)

– Oft ólaunaðir einstaklingar, sem eru vel staðsettir, með tengsl og geta sinnt neyðarþjónustu, vegabréfa-, löggildinga- og viðskiptaaðstoð.
– Mun fleiri og ódýrari, og margir þeirra sinna starfi sínu af elju og metnaði.

Ræðismenn geta í mörgum tilfellum leyst þau verkefni sem margir halda að þurfi sendiráð til að sinna. Þetta á sérstaklega við um lönd þar sem lítil sem engin pólitísk þörf er á stöðugri viðveru.

Tillaga mín um aðeins lykil sendiráð er raunsæ og hagkvæm

Það væri skynsamlegt að einbeita sér að eftirfarandi kjarnastöðvum:

  • Washington D.C. – Þverpólitísk mikilvægi vegna NATO, varnarsamstarfs og alþjóðapólitík.

  • Brussel – EES og ESB málefni.

  • London – Saga, viðskipti og fjöldi Íslendinga.

  • New York (S.þ.) – Öryggisráð og alþjóðastjórnmál.

  • Kína, Indland, Rússland (kannski) – Háð matinu á efnahagslegum og öryggispólitískum hagsmunum.

Með því að færa aðra þjónustu yfir til ræðismanna og rafrænnar stjórnsýslu mætti:

  • Halda úti faglegri og öruggri utanríkisþjónustu.

  • Sparað tug- til hundruð milljóna árlega.

  • Nýta fjármagnið til þróunar á mikilvægustu sviðum, t.d. öryggismálum eða viðskiptagreiningu.

Greining mín á ofuráhersluna á "aðalsmannalíf" sendiherra (hef skrifað um það hér áður á blogginu) og dýra skrifstofukerfið á fullan rétt á sér. Í ljósi stafrænna möguleika og hagræðingar sem smáríki verða að nýta, ætti íslenska utanríkisþjónustan að endurskoða sendiráðakerfið frá grunni.

En bloggritari ætla að kveðja hér nýjan tón en það er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar í þjónustu utanríkisþjónustunnar.

Gervigreind – bylting sem hrærir í sjálfum grunni utanríkisstarfa

Gervigreind hefur þegar breytt og mun stórbreyta utanríkisþjónustu á eftirfarandi hátt:

A) Greining og utanríkisstefna

  • AI getur unnið pólitísk áhrifagreiningu á löndum, fylgst með lagabreytingum, netmálum og hættustigum.

  • Mögulegt að hafa stöðuga greiningu á öryggishótunum, afstöðu ríkja og þróun markaða – án dýrra aðgerða í hverju landi.

B) Þýðingar og skjalaúrvinnsla

  • AI-kerfi geta lesið og samantekið skýrslur, greint afstöðu annarra ríkja, svarað spurningum og samið minnisblöð.

  • Þörfin fyrir þýðendur, ráðgjafa og ritaralið minnkar en Utanríkisráðuneytið starfrækir stóra þýðingadeild í dag.

C) Samskipti við borgara

  • Chatbotar og AI-forrit geta svarað spurningum íslenskra ferðamanna, tekið við beiðnum, sent skjöl og ráðlagt í neyðartilfellum – 24/7.

  • Þetta minnkar álag á fasta starfsmenn í sendiráðum og ræðismönnum.

D) Diplómatía – stafrænt form

  • Fundir, ráðstefnur, samráð og jafnvel samningaferli geta farið fram á netinu, með AI-aðstoð, sjálfvirkum minnisblöðum og fundargreiningum.

  • Hægt að skera niður fjölda ferðalaga og samkomuhalda með mikilli hagræðingu.

 Tillaga mín að hagræðingarstefnu fyrir Ísland

Halda:

  • Sendiráð í:

    • Washington (NATO og varnarsamstarf)

    • Brussel (EES og ESB)

    • London (viðskipti og pólitísk tengsl)

    • New York (S.þ.)

    • Kannski: Peking, Moskva, Nýja-Delí (háð mat á áhrifum og hagsmunum)

Loka eða sameina:

  • Sendiskrifstofur þar sem ræðismenn og AI-kerfi duga til, t.d. París, Berlín, Ottawa, Genf o.fl.

  • Sameina þjónustu í norrænni samvinnu, s.s. í Afríku eða SA-Asíu.

Byggja upp:

  • Gervigreindar- og stafræn þjónustuver með greiningar- og samskiptaeiningum (innan ráðuneytisins í Reykjavík).

  • Þjálfa starfsfólk í AI-notkun, fjarfundamenningu og fjölríkisþjónustu.

Í ljósi tækniframfara, smæðar Íslands og síbreytilegs alþjóðakerfis er rótgróin utanríkisþjónusta með rándýrum sendiráðum orðin úrelt að hluta. Hægt er að lækka kostnað um hundruð milljóna króna árlega, auka skilvirkni og tryggja áfram öfluga utanríkisþjónustu með stafrænum og gervigreindarúrræðum.


John Bolton um varnir Íslands

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, ráðleggur Íslendingum að fara varlega að Trump. Beini hann sjónum sínum að Íslandi muni hann komast að því að hér sé enginn her. Íslensk stjórnvöld þurfi að undirbúa sig fyrir athygli forsetans.

Bloggritari hefur fylgst með John Bolton í áraraðir.  Maðurinn er svo kallaður stríð haukur, alltaf tilbúinn í að fara í næsta stríð en þegar Trump var og er ekki tilbúinn að leysa átök með stríði, snérist Bolton gegn honum og maðurinn var rekinn með skömm. Hann er greinilega kominn langt niður þegar hann lætur aktívistan Bjartmar Odd Þeyr Alexandersson, svo kallaðan rannsóknarblaðamann hjá Heimildinni, sem var í prófkjöri fyrir stjórnleysingjanna í Pítötum taka viðtal við sig. Eða kannski áttaði hann sig ekki á að þeir eru á sitthvorum enda stjórnmálanna?

Sem dæmi um vitleysuna sem vellur upp úr Bolton er eftirfarandi fullyrðing: "Bolton lýsir ákvörðunum Trumps sem handahófskenndum og segir forsetann ekki fylgja neinni heimspeki né setja sér stefnu í þjóðaröryggismálum."  Þetta er bara rangt. Trump vill koma á friði í heiminum, ekki vegna þess að hann er friðardúfa, heldur vegna þess stríð eru slæm fyrir viðskipti.  Trump er og verður alltaf kaupsýslumaður.  Fyrirtækið hans er núna Bandaríkin.  Sem forstjóri (forseti) þolir hann ekki taprekstur. Stríð leiðir alltaf til taps. Hann vill því koma á friði.

En Bolton hefur rétt fyrir sér með Grænland. Trump mun aldrei taka landið með hervaldi en hann mun sölsa undir sig námurekstur landsins eins og hann er að gera í Úkraínu. Og það er rétt hjá Bolton að augu Trump munu beinast að Íslandi, fyrr eða síðar, líklega síðar, því hann verður upptekinn fram á næsta ár. En þegar blaða bunkinn er horfinn af skrifborði sporöskju herbergisins, og honum fer að leiðast, fer hann að skoða heimskortið og sér þá Ísland. 

Bolton leggur til að Íslendingar efli Landhelgisgæsluna og veri viðbúnir þegar Trump snýr sér að Íslandi. Bloggritari er ekki svo viss um að það verði gleðileg samskipti, því líklegt er að hann krefjist að bandarískur her hafi hér varanlega hersetu. Viljum við það? Nei, bloggritari telur að það sé óráð! Bandaríkjamenn munu draga okkur inn í sín átök, ekki endilega þau sem koma okkur við.  Það er því nauðsynlegt að halda varanlegu setuliði frá landinu. Ef við getum sýnt fram á að við getum varið landið að minnsta kosti á friðartímum, fáum við ef til vill að vera í friði.

Er Þorgerður Katrín fær um að eiga við Trump í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu með heimspressuna yfir sér? Veit hann ekki (með öflugustu leyniþjónustu í heimi og virku sendiráði á Íslandi) af afstöðu hennar gagnvart Bandaríkjunum? Hún er nefnilega ekki vinsamleg.

Trump mun krefjast "fair share" af Íslendingum þegar hann sér að þeir eyða aðeins 0,15% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Þetta veit utanríkisráðherra og er að undirbúa sig með því að skipa ráðherraskipaða öryggis- og varnarmálanefnd.

Svo er það hinn vandinn. Skessustjórnin er harðákveðin í að fylgja Evrópusambandinu fram í rauðan dauðann (í bókstaflegri merkingu) hvað varðar Úkraínu og inngöngu í ESB og þar með möguleikan á að Evrópuher verði stofnaður. Bloggritari telur að þá fyrst munu Íslendingar koma sér upp íslenskum her (að kröfu ESB sem við fylgjum í blindni í gegnum EES samninginn).

Ef Evrópuher verður stofnaður, það er næsta óhjákvæmilegt, þá verður Ísland að slíta á naflastrenginn við Bandaríkin. Og Evrópuherinn verður mun veikari en sá bandaríski, og því verður gerð skýr krafa um að Íslendingar axli ábyrgð á eigin varnir.

Varar Íslendinga við að vekja athygli Trumps


Getur íslenska lögreglan ein tryggt innanlandsfriðinn?

Í ansi breyttu þjóðfélagi, með miklum innflutningi erlends fólks, verður eðlisbreyting á því.  Einsleitni og samheldni hverfur.  Inn í þessum stóra hópi útlendinga (sem koma í gegnum hálf opinna landamæra) leynist margur svartur sauðurinn.  Sumir eru tengdir mafíustarfsemi en aðrir hryðjuverkahópum.  

Spurningin er því hvort að lögreglan sem er ansi fáliðug ráði við hóp manna (hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir), sem hafa illt í huga?  Það má minnast þegar tveir hryðjuverkamenn sem settu allt á annan enda í París með hryðjuverki 2015, fóru til Brussel og voru teknir þar. Það þurfti 200 belgíska lögreglumenn til að hreinlega að umkringja tvo einstaklinga.  Það þyrfti allt tiltækt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins til að ráða við tvo einstaklinga.

Samkvæmt nýjustu opinberu upplýsingum frá Alþingi voru árið 2023 alls 895 starfandi lögreglumenn á Íslandi, þar af 704 menntaðir lögreglumenn. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi lögreglumanna dregist saman frá árinu 2007, þegar þeir voru 339, niður í 297 árið 2023, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað verulega á sama tíma. Sjá slóð:

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um fjölda starfandi lögreglumanna

Þetta þýðir að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er um 1,2 á hverja 1.000 íbúa, sem er lægsta hlutfallið á landinu.

Þó að nákvæmar tölur um skiptingu lögreglumanna milli götulögreglu og lögreglumanna sem sinna skrifstofustarfa séu ekki opinberar, hafa fulltrúar lögreglunnar bent á að í dag séu stundum færri en 20 lögreglumenn á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að aðeins 4–5 lögreglubílar séu tiltækir fyrir allt svæðið.  Þetta er stórkostleg fækkun frá árum áður þegar það voru 2-3 lögreglubílar í Hafnarfirði einum og sami fjöldi í Kópavogi. Þá er eftir Reykjavíkurlögreglan. Engar tölur eru til en áætla má að á árunum 1980 til 1990 hafi fjöldi lögreglumanna í Reykjavík verið á bilinu 250–300, en nákvæmar tölur eru ekki tiltækar. Samkvæmt upplýsingum frá 2019 voru 273 lögreglumenn starfandi á höfuðborgarsvæðinu, og þessi tala hefur staðið í stað í raun í áratugi, aðeins rokkað til um tugi. 

Bloggritari er að gerast áhyggjufullur vegna sífellt fleiri frétta um umsvif erlendra glæpagengja og jafnvel hryðjuverkamanna. Ræður íslenska lögreglan við þetta? Samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 voru 46 lögreglumenn starfandi í sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá var gert ráð fyrir að sveitin hefði 52 liðsmenn, en vegna niðurskurðar hafði þeim fækkað í 41! Þetta er eina vopnaða liðið sem Íslendingar hafa yfir að ráða.

Hefur bloggritari ekki bara rétt fyrir sér að það þarf að stofna heimavarnarlið sem getur brugðist við óvæntum hættum? Það gæti a.m.k. hjálpað lögreglunni ef út af bregður.

 

 


Umferðastokkurinn á Sæbraut framför?

Vinstri snillingarnir í borgarstjórn, sem eru illa haldnir af bílahatri, neyðast eftir sem áður að leyfa bílaumferð um borgina! Það er að segja ef þeir vilja vera kosnir aftur!

Þeir hafa reynt allt til að tefja umferð, fækkað akreinum, lagt fleiri þúsund hraðahindranir, ekki lagað götur eða malbika, sett umferðljós á hraðbrautir, fækkað bílastæðum bæði opinber stæði og hjá einstaklingum, ekki sett upp mislæg gatnamót (t.d. á gatnamótum Bústaðarvegar og Breiðholtsbrautar) neitað að uppfæra umferðaljós á erfiðustu gatnamótum landsins með gervigreind o.s.frv.

En nú er svo komið að þeir verða (tilneyddir) að gera eitthvað varðandi Miklubraut og Sæbraut. Nú er verið að kynna neðanjarðar stokk - umferðastokk upp á einn km. til að létta á gatnamótum.

Þetta hljómar vel en ef vel er skoðað, eru vinstri villingarnir að leggja stein í götu Þrándar. Í raun er ekki verið að bæta við akreinum, heldur að grafa þær niður! Á yfirborðinu á að vera græn svæði. Jippí, við vinnum segja þeir, 1-0 fyrir bílahatara gegn bíleigendum! En svo vantar húsnæði eftir x mörg ár. Þá verður farið í "þéttingu" byggðar og ofan á verða byggðir steinkumpala blokkir upp á 10 hæðir.

Er hægt að fara aðra leið? Já, t.d. mislæg gatnamót og engan stokk. Eða hreinlega að hafa þennan stokk neðanjarðar en halda akbrautum ofanjarðar eftir sem áður. 

Þessa hugmyndafræði á að beita annars staðar, í gegnum Garðabæ og Miklubraut. Á meðan eiga bílaeigendur að anda að sér bensín stybbu í umferðastokkunum! Mjög grænt eða þannig!

Og kostnaðurinn! Það eru alltaf til peningar í dýrustu umferðalausnirnar hjá Íslendingum. Jú, umferðamannvirkin þurfa að vera smart í útliti eða falin augum manna! Eða niðurgrafin, svo latté lepjandi 101 liðið þurfi ekki að horfa upp á umferðamannvirki, en getað dáðst að hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum berjast áfram í norðan storminum! Já, við erum svo umhverfisvæn!  Má bjóða meira latté?


Forseti Suður-Afríku tekinn í bakaríið í Hvíta húsinu!

Hér er frétt sem áhorfendur RÚV og Stöðvar 2 sjá ekki en í boði bloggritara. Hér er forseti Suður-Afríku að afneita þjóðarmorði á Búum í landinu í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þá dró Trump fram myndband sem sýnir þetta svart á hvítu og gott ef forseti S-A hafi ekki misst andlitið. Hann reyndi ámátlega að mótmæla en myndirnar segja sína sögu.Í myndbandinu er hvatt til að Búar (hvítir afkomendur Hollendinga í landinu og búið þarna í 400 ár) og bændur (hvítir) séu drepnir. Bandaríkin tóku við fyrstu opinberu flóttamönnum frá Suður-Afríku um daginn en óopinber landflótti hvítra til aðallega enskumælenda ríkja hefur átt sér stað síðan svartir tóku við völdum undir lok 20.aldar.

Aðspurður sagðist Trump ekki viss um að hann mæti á ráðstefnu G-20 ríkja sem halda á í Suður-Afríku. Þvílík niðurlæging en réttlát því að hvítur íbúar regnboga landsins verða einir fyrir kerfisbundnum ofsóknum. Það getur verið hættulegt að fara í heimsókn til Hvíta hússins! Þorir Þorgerður Katrín að standa við efnahagsþvinganir á hendur Ísraels og mæta Trump í Hvíta húsinu?


 


Hver er að vinna tollastríð Kína og Bandaríkjanna samkvæmt DV?

Samkvæmt DV (Drullu vitlaust?) er Trump að tapa tollastríðinu gegn Kína. Hann hafi blikkað fyrst í störukeppni þjóðanna. Þetta er arfa vitlaus greining, því að Bandaríkin fóru í þetta viðskiptastríð vitandi vís að fórnirnar yrðu miklar. Ritstjórn DV gefur þá skýringu að fjármálamarkaðir hafi rokkað of mikið og órói mikill. Trump hafi því blikkað. En þetta vissu Trump liðar alveg fyrir. Hlutabréfamarkaðir Wall Street eru eins og skjálftamælar, snúast til eftir minnstu hreyfingu.

Hið sanna er að Trump sagðist ætla að aðlaga tollastríðið að raunveruleikanum og hvort einstaka viðskiptagreinar yrðu fyrir of miklu tjóni. Það hefur hann gert varðandi bílaiðnaðinn. En stríðið er ekki einu sinni hálfnað.  Það er 90 daga vopnahlé sem Kínverjar telja of stutt. Hver þjáist meira samkvæmt því. Það er líka ljóst að Kínverjar munu framvegis borga meiri tolla en áður. Talan er bara ekki komin því enn er verið að semja. 

Annað sem er verra fyrir Kínverja er að atgervis- og fyrirtækjaflóttinn var hafinn fyrir tíð Trumps og er nú á yfirsnúningi. Meiri segja kínversk fyrirtæki eru að taka egg úr körfunni og í setja í körfur ríkja eins og Víetnam. Þetta verður meiri skaði fyrir kínverskan efnahag en tollastríð við Bandaríkin.

Sannleikurinn er að verðbólga fer lækkandi, orkuverð á mikilli niðurleið og svaka fjárfestinga innspýting inn í efnahagskerfi Bandaríkjanna á sér nú stað, bæði af hálfu bandarískra og erlendra stórfyrirtækja. "Stóra og fallega fjárlagafrumvarp" Bandaríkjaþings er að fara í gegnum Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þegar það fer í gegnum Öldungadeildina, verða gríðarlegar lækkanir á sköttum og efnahagsíviljunum handa fyrirtækjum sem mun setja efnahagskerfið á yfirsnúning auk sparnað í alríkisrekstri. Bara blómatíð framundan fyrir Bandaríkin ef þau fara ekki í stríð.

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?


Raunkostnaður vegna hælisleitenda

Villandi tölur hafa birst í fjölmiðlum um raunkostnað vegna hælisleitenda.  Hér er leitað á náðir ChatGPT og minnisins. Talan er há sama hvernig er reiknað.  Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2024 var áætlað að útgjöld ríkisins vegna málefna hælisleitenda næmu um 15 milljörðum króna. Þetta er veruleg aukning frá fyrri árum; til samanburðar voru útgjöldin fyrir nokkrum árum um 500 milljónir króna.

En þetta er beinn kostnaður vegna hælisleitenda (t.d. húsnæði, framfærslu, málsmeðferð) er aðeins hluti af heildarútgjöldum ríkisins.

Óbeinn kostnaður getur verið mun umfangsmeiri og dreifist yfir fjölmargar stofnanir og kerfi. Svo sem heilbrigðiskerfið, menntakerfið, lögregla og réttargæslukerfið, félagsþjónusta sveitarfélaga, atvinnuleysi og örorku og húsnæðiskostnaður.

Í öðrum löndum (t.d. Danmörku, Noregi og Þýskalandi) hefur verið reynt að meta heildarkostnað, bæði beinan og óbeinan. Þar kemur í ljós að óbeinn kostnaður getur verið margfaldur beins kostnaðar, sérstaklega ef hælisleitendur fá dvalarleyfi og fara að nýta opinber kerfi til langs tíma.

Hér er samantekt ChatGPT sem er varkár í útreikningum:

Grunnforsenda: Fjöldi hælisleitenda

  • Umsóknir árið 2023: ~4.000 (metár)

  • Fjöldi einstaklinga í þjónustu á hverjum tíma (umsækjendur + vernd): ~3.500–4.500

Beinn kostnaður (samkvæmt fjárlögum)

  • 15 milljarðar kr. árið 2024 → Matur, húsnæði, rekstur Dyflinnarumsókna, túlkar, málsmeðferð o.fl.

Mat á óbeinum kostnaði

1. Heilbrigðiskerfi

  • Meðal heilbrigðiskostnaður pr. einstakling sem fær þjónustu í >6 mánuði: 300–500 þús. kr.

  • 3.000 einstaklingar × 400.000 = 1,2 milljarðar kr.

2. Menntakerfi (börn og unglingar)

  • Skólaganga + stuðningur + þýðingaraðstoð = ca. 1–1,2 milljón kr. pr. barn

  • 700 börn × 1,1 milljón = 770 milljónir kr.

3. Félagsþjónusta og fjárhagsaðstoð

  • Meðalstuðningur á ári við nýverndaða fjölskyldu: ca. 1–1,5 milljón kr.

  • 500 fjölskyldur × 1,3 milljón = 650 milljónir kr.

4. Húsnæðisstuðningur og úrræði

  • Félagslegt húsnæði, styrkir, leigubætur: áætlað 1,5 milljón kr. á fjölskyldu á ári

  • 500 fjölskyldur × 1,5 milljón = 750 milljónir kr.

5. Réttarvörslukostnaður og málafjöldi

  • Lögregla, dómstólar, útlendingastofnun + málarekstur: áætlað 400 milljónir kr.

6. Atvinnuleysi og TR (örorka og biðtímar)

  • Tryggingagreiðslur og tekjulækkun vegna lítils atvinnuþátttökuhlutfalls: 1,5–2 milljarðar kr.

Heildarmat:

FlokkurÁætlaður kostnaður (millj. kr.)
Beinn kostnaður (fjárlög)15.000
Heilbrigðiskerfi1.200
Menntakerfi770
Félagsþjónusta650
Húsnæðisstuðningur750
Réttarvörslukerfi400
TR og atvinnuleysi1.800
Samtals

~20,5 milljarðar kr.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband