Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála andvana fætt?

Það er ekki annað en að sjá að rannsóknarsetrið hafi ekki verið stofnað samkvæmt þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnamála.  Það hafi ekki fengist fjármagn fyrir stofnsetningu stofnunnar var mér sagt. Það er ekki góðar fréttir, þótt bloggritari hafi talað gegn rannsóknarsetrinu á þeirri forsendu að það væri betra sett undir hatt endurreistrar Varnarmálastofnunar Íslands. Væri ríkisstofnun, ekki háskólastofnun og væri hluti af stærri starfsemi. En það er betra að hafa einhverja stofnun en enga.

Engin innlend sérfræðiþekking er því fyrir hendi í landinu og engin rannsóknarvinna er unnin sem er nauðsynleg á hverjum tíma. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar herfræðimenntaða menn en þeir eru fáir, dreifðir og e.t.v. ekki í réttum stöðum.  

Bloggritari sendi inn umsögn um þingályktunina og hún er eftirfarandi:

Dagsett: 28. febrúar, 2023

Efni: Umsögn um þingskjal 139: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Ég tel, líkt og tillöguflytjendur, brýna þörf vera á að styrkja rannsóknir á sviði utanrÍkis- og öryggismála á Íslandi. En hins vegar tel ég að hvorki sé stigið nógu stórt skref né rétta. Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála er framfaraskref en sem rannsóknarstofnun fyrir ríki per se er hún veik undir umsjónarvaldi háskólastofnunnar.

Ég tel brýnt að framkvæmdarvaldið, annað hvort undir stjórn Utanríkisráðuneytisins og undir hatt varnarmálaskrifstofu, eða Landhelgisgæsla Íslands, sem fer með framkvæmd varnarsamingsins og varnartengd verkefni, sjái um þessa nauðsynlegu rannsóknarvinnu. Best væri að sérstök varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnuna.

Þann 27. október, 2005, reifaði ég fyrstur Íslendinga í blaðagrein þá hugmynd að koma á fót íslenska varnarmálastofnun.

Sjá eftirfarandi slóð: Um stofnun varnamálastofnunar

Þar sagði ég um samingaviðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríska varnarliðið sem var þá á förum og raungerðist 2006:

"Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál."

Síðar í blaðagrein minni sagði ég:

"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn Í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."

Með öðrum orðum lagði ég til að slík varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnu tengdri öryggis- og varnarmálum. Ég tel eðlilegra að íslensk stjórnvöld sjái um slíka rannsóknarvinnu en háskólastofnanir enda ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins sjálfs, ekki háskólastofnanna.

Ég tel farsælast að tillöguflytjendur endurskoði málið aðeins betur og komi frekar með tillögu um endurreisn Varnarmálastofnunar Íslands sem ég hafi verið mikið óheilaskref að hafa verið lögð niður. Innan veggja slíkrar stofnunar væri öryggis- og varnarmálastefna Ísland mörkuð til framtíðar út frá öryggishagsmunum Íslendinga sjálfra, ekki annarra þjóðar sem og tilheyrandi rannsóknarvinna. Eins og staðan er í dag, eru það bandarískir hershöfðingjar og hernaðarsérfræðingar bandríska hersins sem ákveða hvað teljist vera íslenskir öryggishagsmunir, ekki

Íslendingar sjálfir sem hafa ekki þá þekkinguna sem til þarf. Sem sjálfstæð þjóð, ættu Íslendingar að hafa frumkvæðið að eigin vörnum og bera þá ábyrgð sem sérhvert fullvalda ríki ber að taka á sig í varnarmálum.

Virðingarfyllst, Birgir Loftsson, sagnfræðingur

---

Svo mörg voru þau orð. Enn verðum við því að reiða okkur á mat erlendra sérfræðinga um varnaþörf Íslands. Er það viturlegt?


Litróf stjórnmálanna á Íslandi - ekki er allt sem sýnist...

Nú fatast Sjálfstæðisflokkurinn flugið um þessar mundir og er orðinn þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. Er Sjálfstæðismenn eru spurðir í fjölmiðlum hverjum er að kenna, er bent á allt annað en flokksforystuna.  Til dæmis að flokkurinn geldur þess að mynda breiðfylkingu með VG og Framsóknarflokknum. Hver segir það að flokkurinn þurfi að vera í ríkisstjórn með gjör ólíkum flokkum? Að flokkurinn standi ekki með sjálfum sér og sínum stefnumálum? Er það ekki á ábyrgð stjórnarelítuna að marka stefnuna og ákveða hvort setið sé í ríkisstjórn eður ei?

Auðvitað beinist kastljósið að flokksforystunni og þær ógöngur sem hún hefur skapað.  Hún ein ber alfarið ábyrgð. Almennir flokksmenn er löngu búnir að gefast upp á forystuleysi elítunnar í Sjálfstæðisflokknum og eru farnir annað. Bara allt annað en þessi hörmung....

Upphaf ófaranna má rekja til flokksþingsins 2015 þegar hægri menn í flokknum voru hraktir öfugir úr flokknum en síðan þá hefur de facto flokkurinn verið stefnulaus vindhani eins og sá sem er á kirkju Bessastaðakirkju. Er ekki eitt eða neitt og snýst eftir vindátt hverju sinni. Hann mun hljóta sömu örlög og Íhaldsflokkurinn breski, algjört afhroð í næstu Alþingis kosningum. Ekki dugar að staga í stögóttum sokkum útlendingamála til að laga ásýnd flokksins. Hljóð og mynd fara ekki saman.

Þá eru við komin að kannski eina sanna hægri flokk landsins - Miðflokknum. Hann er hægri flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn var stofnaður árið 2017 af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins eftir valdarán núverandi formann Framsóknarflokksins.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn rekur sósíaldemókratíska stefnu fer fylgi hans yfir til Miðflokksins. Af hverju má skilgreina Miðflokkinn sem hægri flokk?

Miðflokkurinn leggur áherslu á íhaldssöm gildi, þjóðernishyggju, og ríkisborgararéttindi. Flokkurinn hefur talað fyrir takmörkun á innflytjendamálum, auknum áherslum á íslenska menningu, og sjálfstæði Íslands í alþjóðamálum. Í efnahagsmálum hefur flokkurinn verið hlynntur markaðslausnum en einnig bent á mikilvægi innlendra hagsmuna og landbúnaðar. Þessi stefnumál staðsetja Miðflokkinn hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum. Ekkert athugavert við þessa stefnu nema menn séu á móti Íslendingum, íslenskri menningu og tungu.

Svo er það með hina flokkana. Hvar er Samfylkingin sem virðist vera að skipta um kúrs og til hægri. Er hún hægri flokkur? Nei, Samfylkingin er ekki hægri flokkur. Samfylkingin er vinstrisinnuð stjórnmálahreyfing á Íslandi og hefur yfirleitt verið flokkuð sem sósíaldemókratískur flokkur. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarkerfi, jöfnuð, og réttlæti, ásamt því að vera almennt hlynntur auknum ríkisafskiptum í efnahagsmálum. Þetta staðsetur Samfylkinguna vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum.

Hægri flokkar, á hinn bóginn, leggja oftar áherslu á markaðsfrelsi, minni ríkisafskipti, og persónulegt frelsi í efnahagsmálum. Flokkar á hægri vængnum á Íslandi eru til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn og jafnvel Flokkur fólksins.

Píratar eru allt og ekkert. Samkallaður stjórnleysingjaflokkur. Þeir eru almennt taldir vera vinstri flokkur í íslenskum stjórnmálum, þó að flokkurinn sé óhefðbundinn og oft ekki auðvelt að staðsetja nákvæmlega á hefðbundnum vinstri-hægri ási.

Píratar leggja mikla áherslu á borgaraleg réttindi, beint lýðræði, gagnsæi í stjórnsýslu, og persónuvernd. Þeir eru hlynntir frelsi á netinu, auknu aðgengi að upplýsingum, og verndun mannréttinda. Í efnahagsmálum hallast flokkurinn til vinstri, með áherslu á jöfnuð og velferðarkerfi, þó að hann sé líka hlynntur nýsköpun og tækniframförum sem gæti haft þverpólitísk áhrif.

Þar sem Píratar leggja áherslu á jöfnuð og réttindi, eru þeir oft flokkaðir sem vinstrisinnuð hreyfing, en sum stefnumál þeirra eru ekki eins auðveldlega flokkanleg innan hefðbundinna vinstri-hægri skilgreininga.  En þeir geta seint talist hafa hægri áherslur, ef til dæmis er tekið mið af stefnu þeirra í málefnum hælisleitenda, lögreglu og öryggi ríkisins. Þeir nenna aldrei að tala fyrir hönd atvinnulífsins eða kapitalisma. Hafa bara ekki áhuga á efnahagsmálum enda upp til hópa tölvunördar. Stefnuskrá þeirra bókstaflega rúmast á einu A-4 blaði! Kíkið á vefsetur þeirra ef þið trúið þessu ekki. Enginn formaður og stefnan er eftir því hverjir eru í þingliði flokksins hverju sinni. Vindhanastefna.

Hér er ráðherra Sjálfstæðismanna að verja það sem ekki er hægt að verja en reynir samt: 

Fólk tali um flokksforystu eftir hentugleika


Landhelgisgæslan í lamasessi

TF-SIF, eftirlitsflugvél gæslunnar, er í lamasessi vegna viðgerðar, en tæring fannst í hreyflum hennar. Verður vélin ekki til taks að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði.  Ekkert sem tekur við, því tækjabúnaður LHG er í lágmarki. Sem dæmi eiga Færeyingar jafn mörg varðskip og Íslendingar. Eina sem er í lagi er þyrlusveit gæslunnar, enda ekki annað hægt, því mikið viðhald er á þyrlum almennt.

Íslendingar eiga tvö varðskip, annað byggt sem varðskip en hitt er dráttarskip sem búið er að mála grátt. Og svo tvo smábáta.

Loftförin saman standa af þremur þyrlum og einni eftirlitsflugvél. Meira er það ekki sem gæslan á. Þetta myndi kallast lágmarks tækjakostur, ef ekki vanbúnaður. Forstjórinn segir að vel eigi að vera, ættu að vera tvær eftirlitsflugvélar. Og hvers vegna ekki dróna? Tæknin er sífellt að breytast og nýir möguleikar að opnast.

Hvað er þá til ráða?   Bloggritari hefur marg oft bent á lausn. Og það er að vera hugmyndarík í að búa til pening fyrir stofnunina. Gæslan hefur verið það að vissu leyti, leigt út varðskip og flugvélina í landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. 

En það þarf meira til. Það þarf nýja lagaumgjörð fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem hlutverk hennar er skilgreint á friðartímum og síðan en ekki síst á ófriðartímum.  Bandaríska landhelgisgæslan er einmitt góð fyrirmynd.  Á friðartímum, þ.e.a.s. þegar engin hætta stafar að vörnum bandarísku landhelginnar, er hún hefðbundin landhelgisgæsla, gætir landhelgina og sinnir hefðbundnum löggæslustörfum.

En á ófriðartímum breytist hlutverk hennar og hún verður hluti af herafla Bandaríkjahers.  Með öðrum orðum, verður hún herstofnun.  Hlutverk hennar er vel skilgreint í bandarískum lögum hvort sem er á ófriðartímum eða friðartímum.

Alþingi gæti með lagabreytingum sniðið hlutverk LHG að svipuðu hlutverki og bandaríska landhelgisgæslan gegnir. Með því að skilgreina hana sem herstofnun, þ.e.a.s. flota eða sjóher, myndi allt breytast í kringum umgjörð hana. 

Gæslan gæti sótt fjármagn til NATÓ sem er ekki smáræðis fjármagns auðlind.  Hún sækir hvort sem er fjármuni í sjóði NATÓ og er hér átt við mannvirkjasjóð þess.

NATÓ væri meira en viljugt að stoppa í gatið sem Ísland er varnarlega séð í GIUK hliðinu. Til dæmis með að reka hér tundurspilla einn eða fleiri eða ratsjár flugvélar sem gæti verið t.d.  Lockheed P-3 Orion er fjögurra hreyfla kafbáta- og eftirlitsflugvél sem er þróuð fyrir bandaríska sjóherinn. Eða þá Poseidon MRA1 (P-8A) frá Boeing sem breski flugherinn rekur og eftirlitsflugvél á sjó, búin skynjurum og vopnakerfi fyrir hernað gegn kafbátum, auk eftirlits og leitar- og björgunarverkefna.

Landhelgisgæslan hvort sem er, sinnir mörgum hlutverkum sjóhers. Hún hefur á að skipa frægri sprengjueyðingasveit, köfunarsveit, sinnir loftrýmiseftirlit, íslenska loftvarnarkerfinu og önnur varnartengd verkefni, svo sem heræfingar NATÓ á Íslandi og er hluti af stjórnkerfi NATÓ.

Sjá slóð: Önnur verkefni varnarmálasviðs

Með öðrum orðum sinnir hún verkefnum samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og gegnir ákveðnu hlutverki innan NATÓ.

Eina sem vantar upp er að viðurkenna hlutverk Landhelgisgæslunar sem varnarstofnun, sem hún de facto er, er fara að afla fjármagn í tóma kassa hennar. En tregðan er svo mikil hjá stjórnmálaelítunni og skilningsleysi, að það verður ekkert gert. Varnar- og öryggismál eru ekkert grín eða hægt að hunsa eins og Íslendingar kjósa. Bara það að hafa ekki eftirlitsflugvél LHG starfrækta, getur kostað mannslífs, líf sjómanna getur ollið á því að tækjakostur gæslunnar sé virkur og hann sé yfir höfuð til! 

 


Frítt fyrir suma á kostnað annarra - Fríar skólamáltíðir

Þetta virðist vera grundvallarmunurinn á stefnu vinstri flokka og hægri, úthlutun gæða samfélagsins. 

Vinstri menn halda að peningar vaxi á trjám, sem hægt er að tína af endalaust. Tréin í þessari samlíkingu eru skattgreiðendur. Hægri menn vita sem er, að peningar verða ekki til að af sjálfu sér, það þarf að skapa þá með vinnu.

Þá er það spurningin um sanngirni. Maðurinn lifir í samfélagi og þarf að leggja fram sitt af mörkum til þess. Þegar samfélagið er farið að krefjast þess að viðkomandi einstaklingur greiði meira en helming af því sem hann vinnur sér inn fyrir, fer hann að spyrja til hvers hann er að vinna, þetta fer hvort sem er allt í skatta! Hann fer að koma sér undan að borga þessa ofurskatta og svarta hagkerfið verður til.

Nýjasta dæmið um þennan ágreining um úthlutun gæða er viðtal Stefáns Stefánssonar í þættinum Spursmál við Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra. Sá síðarnefndi sat fyrir svörum varðandi fríar skólamáltíðir. Ásmundur seg­ir rétt­læt­is­mál að greiða niður skóla­mat fyr­ir öll börn, jafn­vel þau sem koma frá efna­meiri heim­il­um. Rétt for­gangs­röðun fel­ist í því!

Stefán spyr þá á móti, frá sjónarhorni hagsýna hægri mannsins, hvort barn sem kemur í skólann á Range Rover og af efnameira heimili eigi rétt á fría skólamáltíð? Hann sagði líka að meirihluti heimila barna hafi efni á að greiða skólamáltíðir og geri það með glöðu geði.

Þá varð barnalegi barnamálaráðherra kjaftstopp og byrjaði að bulla. 

"Þarna, Stefán, erum við al­gjör­lega ósam­mála og...“

Ég hef ekki lýst neinni skoðun. Ég er bara að spyrja þig spurn­ing­ar­inn­ar.

„Ja, ég hef séð. Ég er al­gjör­lega ósam­mála þér þarna."

Hverju ertu ósam­mála?

"Ég er al­gjör­lega ósam­mála því..." og varð rökþrota.

Þegar Stefán varð var við að fátt var um svör barnalega ráðherrans, reyndi hann að komast að því hvort einhver mörk væri á gjafmildi ríkisins á kostnað skattborgaranna.  Eiga skattgreiðendur líka að greiða fyrir skólaföt, skólatöskur o.s.frv.?

Hér kemur ruglingslegt svar barnalega ráðherrans:

Skólafatnaður...

„Sé gjald­frjálst, ja...“

Skólafatnaður, skóla­tösk­ur...

„Við erum í föt­um inn­an og utan skóla sko.“

Við borðum líka inn­an og utan skól­ans.

Ásmundur sum sé sér engan endir á peningatínslu úr vösum skattborgara. Af hveru eigum við að borga fyrir þjónustu annarra gæti verið spurning hægri mannsins ef við notum hana ekki? Hvar eru mörkin?

Svo er það forgangsröðin og Stefán kom inn á það.

"Það vant­ar pen­inga inn í þetta og kenn­ar­ar kvarta und­an því að það vanti meiri aðstoð, meiri stuðning inn í skóla­stof­urn­ar, ekki síst þar sem börn með annað móður­mál en ís­lensku eru í stór­um hóp­um. Á sama tíma og kallað er eft­ir þess­um pen­ing­um þá tek­ur þú, eða takið þið, ákvörðun í sam­bandi og sam­tali við verka­lýðsfor­yst­una að gera skóla­máltíðir frí­ar á Íslandi. Ég velti fyr­ir mér hvort þetta sé rétt for­gangs­röðun eða hvort þetta sé til­raun til þess að draga fókus­inn fá hinu raun­veru­lega vanda­máli sem eru þess­ar mæl­ing­ar...." Og Stefán heldur áfram að þjarma að barnalega ráðherranum:

"Af hverju þarf þá að ráðast í þessa aðgerð?

"Og hluti af því er að við vilj­um mæta börn­un­um þannig að þetta sé gjald­frjálst. Það bygg­ir á gögn­um, það bygg­ir á rök­um..."

Nei, bíddu gögn­in segja að það sé ekki fé­lags­leg­ur mun­ur...

"Nei það var þannig. Það er að breyt­ast. Ísland skar sig úr..." Engin rök komu frá ráðherra það sem eftir var viðtals. Svarið var í raun "...af því bara og ég stend glaður við þetta", á kostnað skattgreiðenda að sjálfsögðu!

Ásmundur og fleiri í Framsókn sýna í verki að flokkurinn er sannkallaður vinstri flokkur. Hvenær flokkurinn fór af sporinu og af miðjunni er erfitt að segja.

Leyfum Stefáni að eiga síðasta orðið:

"Heit­ir þetta ekki bara að vera góður á kostnað annarra? Þið eruð að borga niður máltíðir fyr­ir fólk sem þarf ekki á því að halda. Hvar á það að enda í rík­is­sjóði sem rek­inn er með tugþúsunda millj­óna halla á ári hverju. Og í kerfi sem þú ferð fyr­ir þar sem vant­ar pen­inga til að borga fleiri kenn­ur­um, fleiri leiðbein­end­um, skóla­gögn­in sann­ar­lega."

Borga mat fyrir börn sem mæta á Range Rover


Neðanjarðarlestakerfi í stað Borgarlínu?

Það þarf enga verkfræðinga til að sjá út að framkvæmdir við Borgarlínu mun valda miklu raski í umferðinni á meðan framkvæmdum stendur. Hún má ekki við meira truflun en nú þegar er. En það eru til aðrar aðferðir en að taka akreinar af akandi umferð. Það er að byggja neðanjarðarlestakerfi sem erlendis gengur undir hugtökunum "subway", tube eða "metro". Lestirnar sem ganga eftir þessum lestarkerfum eru ýmis ofanjarðar en oftast neðanjarðar, allt eftir plássi ofanjarðar. Bloggritari er ekki sá eini sem hefur viðrar þessa hugmynd, heldur fjöldinn allur af fólki og nú síðast í Vísir.

"Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu." Og hún segir jafnframt: "...að um 130 milljarðar séu áætlaður kostnaður bara við Borgarlínuhlutann. Ástæðan fyrir því að hún sé svona dýr, sé að það þurfi að brjóta upp alla götuna af því að þessi útfærsla sem var valin er til miðju. Þetta þýði að fólk þurfi að ganga fyrir bíla til að fara upp í borgarlínuvagna."

Innlent Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Er þetta ekki alveg galið? Stöðva eða hindra aðra umferð fyrir einn umferðakost. Og það fyrir minnihlutann, 4-5% vegfarenda kjósa strætisvagnasamgöngur, svipað hjól eða ganga en 90% einkabílinn.

Ein helsta ástæðan fyrir að menn leggja ekki í að byggja upp neðanjarðarlestakerfi er stærð höfuðborgarsvæðisins, þ.e.a.s. íbúafjöldi en hann þarf að ná ákveðnu lágmarki til að borgar sig. Þetta geta Færeyingar þó, en þeir ætla að byggja stórt neðanjarðar bílastæði undir Þórshöfn og allar eyjarnar eru undirlagðar jarðgöngum í gegnum fjöll eða neðansjávar. Bonn er á stærð við Reykjavík og þar er lestakerfi. Af hverju ekki á höfuðborgasvæðinu?

Önnur megin ástæðan er kostnaðurinn. Stofnkostnaðurinn er hár í upphafi en eins og með bílagöng, standa þau í aldir. Kíkjum á meðalkostnað við að leggja 1 km af jarðgöngum.

Í borgum í þróuðum löndum getur kostnaður við að reisa neðanjarðarlestarlínu verið á bilinu $150 milljónir til $500 milljónir á kílómetra. 

Í Bandaríkjunum getur kostnaðurinn numið um 200 til 500 milljónum dollara á hvern kílómetra.

Í Evrópu er kostnaður venjulega á bilinu 150 milljónir dollara til 400 milljónir dollara á kílómetra.

Í Japan geta neðanjarðarlínur í þéttum þéttbýlissvæðum kostað allt að 500 milljónir dollara á hvern kílómetra.

Í borgum í þróunarlöndum er kostnaðurinn almennt lægri, oft á bilinu $50 milljónir til $200 milljónir á kílómetra. Til dæmis:

Á Indlandi eða Kína getur kostnaður numið um 50 til 150 milljónum dollara á hvern kílómetra.

Í Rómönsku Ameríku gæti það verið 70 til 200 milljónir dala á km.

Í kynningu á Borgarlínunni ( Borgarlínan , sem er fyrirhuguð ný hraðvagnaþjónusta (BRT) á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi), er áætluð að vera um 57 kílómetrar löng í heild sinni. Hún mun tengja helstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins með um 12 lykilstöðvum og áætluðum háhraðalínum.

Eins og áður sagði er kostnaðurinn við km á bilinu 150-400 milljónir dollara. Segjum að kostnaðurinn sé um 250 milljónir á Íslandi á km enda verður línan ekki alls staðar neðanjarðar. "250 x 57 km = $14,250 milljónir.  Það gerir á núverandi gengi 1,923,750 milljónir króna. Þetta er há upphæð en það þarf ekki að leggja alla 57 km neðanjarðar.

Í raun þarf aðeins og leggja tvo til þrjá ása í gegnum höfuðborgarsvæðið til að dekka það.

Annar ásinn lægi frá Háskóla Íslands til Mosfellsbæjar í beinni línu sem gera um 15 km og svo mætti leggja aðra stutta línu frá Ártúnsbrekku til Spannar í Grafarvogi (4-5 km).

Hin megin línan lægi frá miðborg Reykjavíkur til Ásvelli, Hafnarfirði, í áttina að Keflavíkurflugvelli. Vegalengd er 12-14 km.

Samtals eru þetta ca. 34 km í mesta lagi. En hér varð bloggritari stopp og ákvað að spyrja ChatGPT um áætlaðan kostnað við að leggja neðanjarðarlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er:

Dæmi

Ef við gerum ráð fyrir að leggja þurfi um 20 kílómetra langt neðanjarðarlestarkerfi, gæti það kostað á bilinu:

  • Lægsta mat: 20 km x 20 milljarðar ISK/km = 400 milljarðar ISK.
  • Hæsta mat: 20 km x 67 milljarðar ISK/km = 1.340 milljarðar ISK.

Ókei, áætlaður kostnaður við við Borgarlínuna er 130 milljarða. Það er sem sé 3-10 sinnum dýrara að leggja lestakerfi. Það er samt ekki óviðurráðanlegt, sérstaklega ef þetta er gert á löngum tíma. Að búa til nýjan "þjóðveg" neðanjarðar er að stækka höfuðborgarsvæðið til muna.

En svo er það raunhæfasta leiðin, en það er hreinlega að leggja megin áherslu á að byggja upp stofnbrautakerfið fyrir akandi umferð, sem brýn nauðsyn er á, og laga núverandi strætisvagna leiðir að núverandi stofnbrautum. Ekki með því að leggja borgarlínu á umferðaeyjum milli akbrauta, heldur við hliðar eins og nú þegar er byrjað. Sjá má þetta með leið 1, sem ekur frá Ásvöllum (lengsta leiðin) til Lækjartorgs, Reykjavíkur). Strætó er þegar kominn með sér akbrautir sem eru rauðar nánast alla leið. Sama á við um hinn ásinn, frá miðborginni til Mosfellsbæjar, á Miklubraut er strætó með eigin akbraut.

Með því að byggja upp stofnbrautir, greiðist öll umferð, líka fyrir strætisvagnanna.

Er ekki kominn tími til að vera raunsæ og sníða sig stakk eftir vexti?


Endanleg ábyrgð á lélegri stjórn ríkis og sveitafélaga er kjósenda

Íslendingar, a.m.k. þeir sem láta sig varða opinber mál, kvarta sáran um lélega stjórn ríkis og/eða sveitafélaga. Það er ekki spurning að bæði ríki og mörg sveitarfélög eru illa rekin, sjá má það í endalausum hallarekstri. Sveitarfélög með skuldasöfnun upp við hámarks viðmið skulda, sem nóta bene er búið að hækka úr 150% í 200%.  Ef þakið hefði ekki verið hækkað, væru mörg sveitarfélög, þar á meðal Reykjavíkurborg, komið undir stjórn Samtaka sveitafélag og fjármálanefndar hennar sem tæki yfir reksturinn.

Tveir stærstu aðilarnir, ríkið og Reykjavíkurborg, það síðarnefnda skagar upp í ríkið með veltu og umsvif, eru rekin með miklum halla og hafa verið lengi. Menn bölva en gera lítið. Ekki er ætt út á götu í mótmæli, það er bara þagað.

En það er kjósenda að skipta um stjórnendur. Því miður er bara hægt að reka þá á fjögurra ára fresti og því miður hefur stór hluti kjósenda gullfiska minni.

En svo er það, að fólk kaupir köttinn í sekkinn. Það kýs X flokk, til þess að Y flokkur komist ekki til valda. En svo ákveða X og Y að mynda samsteypustjórn, þvert á litróf og ás stjórnmálanna.

Ef kjósandinn kýs Sjálfstæðisflokkinn, er hann þá óbeint að kjósa VG til valda í landsstjórn? Hver ímyndaði sér að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík myndi svíkja umbjóðendur sína, eftir að hafa boðið breytinga, og farið í sömu sæng og Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar í borginni? Vilji kjósenda var skýr, þeir vildu breytingar en fengu ekki. Verður Framsókn refsað í næstu kosningum?

Bjarni Benediktsson, sem veit að umboð ríkisstjórnar hans er ekkert samkvæmt skoðanakönnunum, segist ætlað að sitja út kjörtímabilið. Ekki er hægt að reka hann eða félaga hans fyrr en á næsta ári.

Ísland er eins og mörg önnur vestræn ríki á villigötum með margt. Í efnahagsmálum, hermálum og menningarmálum er stefna Íslands á við önnur vestræn ríki, þá helst í Vestur-, Suður- og Norður-Evrópu.  Púðurtunnan Evrópa, á eftir að springa aftur þegar hljóð og mynd fara ekki saman. Sjá má þetta nú þegar í Frakklandi, Svíþjóð og Bretlandi. Það vantar skörunga í stjórn landsins.


Efnahagsstefna Kamala Harris

Það er erfitt að átta sig á efnahagspólitík Kamala Harris, því  að hún hefur ekki birt hana á vefsetri sínu né haldið blaðamannafund síðan hún tilkynnti framboð sitt til forseta. Framboð Trumps bjó til vefsíðu fyrir Kamala Harris í hæðnisskyni þar sem raunveruleg stefna hennar og Joe Bidens er birt og hefur verið undanfarin fjögur ár.  Það eru þó komnar vísbendingar um hvað hún ætlar að gera og það er að fara ofan í vasa skattborgaranna til að greiða niður reikninga sérvalda hópa. Dæmigerður sósíalismi sem er þarna á ferðinni. 

Mest sláandi tillögurnar voru um afnám læknisskulda milljóna Bandaríkjamanna; "fyrsta" bannið við verðhækkunum á matvöru og matvælum (verðlagshöft sem að sjálfsögðu mun auka verðbólguna og búa til vöruskort, svartan markað og spillingu); þak á verði á lyfseðilsskyldum lyfjum; 25.000 dollara styrki fyrir fyrstu íbúðakaupendur; og barnaskattafsláttur sem myndi veita fjölskyldum $ 6.000 á hvert barn fyrsta árið í lífi barns.  Allt kostar þetta og skattgreiðendur borga eða skuldir ríkisins aukast en þær eru orðnar stjarnfræðilega háar, svo háar að Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota.

En stefnuafstöðurnar sem hún kynnti benda til þess að hún muni halda áfram, ef ekki dýpka, umbreytingu flokksins undir stjórn Biden, sem ýtti undir árásargjarnari afskipti stjórnvalda í hagkerfinu í iðnaðar-, vinnu- og samkeppnismálum.

Ræður kosningabaráttu Harris höfðu að miklu leyti beinst að víðtækari þemum um að byggja upp betri framtíð, með þeim rökum að Donald Trump og repúblikanar væru að reyna að taka landið afturábak. Harris talaði einnig um "frelsi", þar á meðal æxlunarréttindi (fóstureyðingar), hjónabönd samkynhneigðra og kosningarétt.

Framboð hennar  segir að áætlun hennar yrði greidd með sköttum á fyrirtæki og nokkra af tekjuhæstu einstaklingum landsins, ásamt öðrum tekjuöflun í fjárhagsáætlun Biden. Fyrirtækin munu velta aukasköttunum yfir í verðlag og það hækkar verðbólgu.

En það voru fáar aðrar upplýsingar, sem skilur eftir opnar spurningar um lokaverðmiðann og hættuna á meiri verðbólgu. Meira framboð húsnæðis, til dæmis, myndi í orði hjálpa til við að lækka verð með því að losa um markaðinn. En inneignir fyrir fyrstu íbúðakaupendur gætu virkað í gagnstæða átt með því að auka eftirspurn.

Enn verkin tala, ekki orðgjálfur. Ferill stjórnar Joe Biden, sem hún er hluti af, er ekki glæsilegur. Mikil verðbólga, hátt matvælaverð, hátt orkuverð og skortur á húsnæði hefur einkennt valdatíð þeirra og það sem er verra, gífurleg skuldasöfnun ríkisins og hnignun hersins.

Harris mun örugglega halda landamærum landsins opnum eftir sem áður, en 10 milljónir plús ólöglegra innflytjenda hafa streymt yfir landamærin með tilheyrandi vanda fyrir öll ríkin fimmtíu í valdatíð Joe Biden.

Utanríkisstefnan síðustu fjögur ár hefur verið ein hörmung, skelfilegur ósigur í Afganistan, tvö stríð brutust út á vakt Bidens, líklega vegna þess að enginn óttast Bandaríki Joe Bidens.  Íran er að verða kjarnorkuríki, ef það er ekki orðið það og nú þegar í hálf opinberu stríð við Ísrael með fylgdarsamtökum sínum í Líbanon, Jemen og Gaza. Ef Harris kemst til valda, er næsta víst að Kínverjar láti verða af því að ráðast á Taívan og Íran komið í allsherjar stríð við Ísrael. Sannkölluð Asíustyrjöld, ef ekki heimsstyrjöld. Stríðið mun halda áfram í Úkraínu sem endar með sigri Rússa.  Ekki glæsileg framtíð.


Kosningasvik í bandarísku forseta kosningunum 2020?

Bloggritari telur að í öllum kosningum í Bandaríkjunum eigi sér stað kosningasvindl. En spurningin er, voru þau nógu umfangsmikil 2020 til að breyta forseta kosningaúrslitunum? Dæmi hver fyrir sig en hér er athyglisvert myndband um meint svindl. Margar vísbendingar eru um svindl samkvæmt þessu myndbandi.

 


Var morðið á John F Kennedy samsæri? Enn um forseta tilræði

Athyglisverðar eru nýjar upplýsingar sem hafa borist um morðið á Kennedy. Leyniskjöl hafa verið birt og ný tækni komið fram.

Donald Trump lofaði á rallý með Robert F. Kennedy í gærkvöldi að hann myndi opna öll skjöl sem eru enn sveipuð leynihjúp fyrir almenning.

Margt er  enn skrýtið og óskýrt í sambandi við morðið á Robert F. Kennedy og í dag á morðtilræðið við Donald Trump. Léleg öryggisgæsla og dulkóðaðir reikningar tilræðismannsins sem á að vera ungur "vitleysingur" sem notaði tækifæri sem honum gafst.

Íslenskir fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert talað um íranska morð samsærið á Donald Trump sem tókst að stoppa í fæðingu. En nóta bene, þeir eru ekki hættir og þeir ætla sér að ná að drepa Trump fyrir 5. nóvember. Samkvæmt heimildum telja þeir að afleiðingarnar verði litlar sem engar fyrir þá sjálfa. Þeir hafi allt að vinna að drepa helsta óvin írönsku byltingarinnar.

Morðið á John F. Kennedy - aftaka í beinni útsendingu

Afhverju eftir rúmlega 60 ár er ekk enn búið að leyfa opinbera sýningu  á öllum gögnum er hulin ráðgáta. Margt er ennþá skrýtið. Til dæmis, af hverju hvarf restin af heilanum á JFK?  

Enn förum enn og aftur að kenningum um morðið á John F. Kennedy.

Alltaf hefur verið talað um að Kennedy hafi kannski verið skotinn frá grasbalanum fyrir ofan veginn, þ.e.a.s. ef Oswald hafi ekki kálað honum. Oswald átti að hafa 7 sekúndur til að drepa hann með þremur skotum, skotið úr fjarlægð og ofan frá, sem er einstakt afrek og næsta ómögulegt. Samkvæmt einni kenningu var hann skotinn úr ræsi sem er enn til. Op er á ræsinu og er eins í laginu og skotgat. Byssumaður gat staðið uppréttur og náð góðri skotstöðu. Auðvelt er fyrir laumumorðingja að flýja óséður þaðan, enda neðanjarðar, og komið upp í fjarlægð og tekur það um 45 mínútur neðanjarðar. Þetta passar við höfuðskotið, sem splundraði helminginn af höfuðinu en útgöngugatið kom út um hnakkann eftir að hafa farið skáhalt í ennið framanverðu (ekki í gegnum hnakkann ofan frá!). Athugið að vitnin sem voru fyrir framan grasbalann fræga og hinum megin við götuna, sögu öll að skotið hafi verið þaðan og sést hafi til eins eða tveggja manna. Hópur fólk hljóp þangað til að reyna góma tilræðismanninn /-mennina.

Líklega hafi hálsskotið komið annars staðar frá, samt ekki frá byggingunni sem Oswald var í, því að þá hefði skotið þurft að fara 360 gráður til að hitta hann. Menn skilja ekki af hverju kúlugatið á framrúðunni hafi aldrei verið rannsakað til fullnustu og olli hálssárinu en það kom á undan höfuðskotinu. Sjá má Kennedy fá kúlu í gegnum hálsinn, því að hann grípur um hálsinn og svo aðra kúlu í gegnum ennið eða gagnaugað en sjá má blóðið þyrlast upp og höfuð hans snúa í hægri sveig (sem er eðlilegt ef kúlan kemur að framan og neðan frá ræsið). Sum vitni segja að 11 kúlum hafi verið skotið. 3 kúlur á 7 sekúndum úr riffli sem er einskota og þarf að hlaða? Nei, held ekki. Annað skot kom frá grasbalanum en skotið fór framhjá og í grasið fyrir aftan forsetabílinn. Sjá má menn taka upp kúluna þar á myndum. Svo fékk einn maður steinflísar úr vegkanti á sama tíma. Sem sé: ein skot í gegnum hálsinn, annað í gegnum vinstra herðarblað þegar hann féll við hálsskotið og lokaskotið í gegnum gagnaugað og út um baksvæði hauskúpunnar en þar má sjá að hauskúpann hafði splúndrast. Sjá má á mynd að höfuð forsetans kippist vinstri og upp við síðasta skotið og bendir það til skotið hafi komið frá annarri átt en frá bókasafninu.

Kenningin segir að 8 menn hafi staðið að morðinu, tveir af þaki byggingarinnar með einum stjórnanda, sem Oswald var í, einn í byggingunni við hliðar og vitni sá standa í glugganum með riffill í hendi, einn í ræsinu og einn á grasbalanum fyrir framan forsetabílinn. Aðrir stóðu í mannfjöldanum. Af 90 manns sem spurðir voru hvar þeir héldu að skotin hefðu komið frá, sögðu 57 að þau kæmu frá grassvæðinu þar sem girðingin er.

 

Sjá slóð: 

Vitni eða fólk sem sagt hefur haft upplýsingar, týndi lífið margt hvert á voffengilegan hátt eða hátt í 60 manns.

Svo verður að líta á að lífvörðurinn sem átti að standa á bíl Kennedys, fekk ekki að standa á bílnum á flugvellinum (sem sést á myndum að hann mótmælir á flugvellinum) og þar með opnaðist skotfæri úr öllum áttum að skjóta forsetann! Aðrir bílar í bílalestinni höfðu leyniþjónustumenn standandi á bílunum. Sjá má bremsuljósin á myndbandinu þegar fyrsta skotið hafði hitt Kennedy! Bíllinn var nánast stopp fyrir dauðaskotið. En það er augljóst að það voru margir sem stóðu að morðinu. Núverandi og opinber útgáfan stenst ekki. En hvort að CIA og mafían eða/og Kúbverjar hafi staðið á bakvið, veit ég ekki. Það ætti að grafa lík Kennedy upp og skoða aftur höfuðkúpuna og gera DNA. Eitt er ljóst og það er CIA klúðraði vernd Kennedy 100%. Maðurinn er án lífvarða á bílnum (á meðan hinir bílarnir eru stútfullir af CIA mönnum) sem meira segja krakkar í byssó myndu fatta að væri ekki í lagi; hann látinn fara inn í dauðagildrusvæði þar sem hægt er að salla hann niður í rólegheitum vegna lítils hraða og engar skyttur frá CIA eða fulltrúar sem pössuðu upp á nærliggjandi byggingar. Ef þetta er ekki gildra, þá veit ekki ég hvað.

En hver stóð að morðinu? Lyndon B Johnson er grunaður en Allen Dulles, yfirmaður CIA, hataði hann fyrir brottreksturinn og J.E. Hoover, stofnandi og forstjóri FBI þoldi heldur ekki afskipti þeirra bræða. Veit ekki hvort stjórnkerfið hafi snúist gegn þeim og drepið þá bræður. Sumir segja að menn úr CIA og mafían hafi unnið saman og leigumorðingjarnir hafi verið 8 talsins. Að minnsta kosti hafði Robert Kennedy sett saman sveit CIA sem á móti notaði sama mannskap og mafían en hún átti að ráða F. Castro af dögum. Þessi sveit var sem sé til staðar og svo fengu þeir JFK beint upp í hendurnar þegar hann flaug beint í gin óvinarins í Dallas en þar átti hann marga andstæðinga, sem gátu ekki fyrirgefið honum Svínaflóainnrásina sem misheppnaðist og það að hann vildi ekki gera aðra tilraun. Menn innan CIA hötuðu hann fyrir það, einnig hershöfðingjar og stjórnmálamenn. Svo var það líka það að hann hafði hótað í ræðu að afhjúpa hið "leyndarsamfélag" sem græfi undan lýðræðinu og stjórnkerfinu.

Kúbverjar vissu af fyrirhuguð drápi en gerðu ekkert. Rússar voru lemsbraðir eftir næstu því kjarnorkustyrjöld við Bandaríkin en höfðu náð sátt við BNA í eldflaugadeilunni og höfðu því enga ástæðu til að drepa hann. En mafían hafði ástæðu til að drepa hann, því að hún hafði misst spón úr aski þegar Castro komst til valda og misst þar með spilavítin sín sem hann hafði gerð upptæk. Þegar JFK gerði ekkert sem rétti hlut hennar og stóð jafnvel í veginu, er ekki að spyrja að leikslokum auk sem hann og Robert voru að þjarma að mafíunni....

Eftir stendur mafían sem Robert Kennedy var þá að þjarma að og og samtök kúbverskrar útlaga sem hötuðu JFK fyrir meint svik vegna Svínaflóaárásinnar. Óbeinar sannanir hafa tengt bæði mafíuna og kúbverskrar útlaga við morðið en meira við þá síðarnefndu og Oswald var sannarlega að vinna fyrir þá með dreifingu bæklinga. Benda má á að CIA notaði mafíuna til launmorða innanlands og getur verið að einhver þar hafi staðið á bakvið, háttsettur. Hópur Kúbverja og manfíumanna hafi framkvæmt drápið að beiðni einhvers háttsettan embættismann. Samsæri væri því nærri lagi sem skilgreiningin á morðinu. Ef skotið var úr mörgum áttum, þá má kalla þetta launmorð aftöku! Sem eftirmáli má benda á að 54 manneskjur, sem tengdust morðinu á einhvern hátt, hafa dáið á dularfullan hátt.

Að Oswald hafi verið drepinn í beinni útsendingu (hafði staðfastlega sagt að hann væri fórnarlamb). Jack Ruby var sjálfur tengdur mafíuna. Samkvæmt nýlegum upplýsingum, þá sagði Jack Ruby, næturklúbbseigandinn sem myrti Lee Harvey Oswald, uppljóstrara alríkislögreglunnar FBI að „fylgjast með flugeldunum“ nokkrum klukkutímum áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum í Dallas þann 22. nóvember 1963. Ruby var svo sjálfur á torginu þar sem morðið átti sér stað. Þarf frekari vitnana við?

Hér koma nokkrar slóðir en margar eru horfnar eða lokaður aðgangur að. Hvers vegna?

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ruby-sagdi-fbi-ad-fylgjast-med-flugeldasyningunni-rett-fyrir-mordid-a-kennedy

Hér er góður hlekkur en bendi á að ég er ekki sammála öllu:

 

Hér svo slóð sem sýnir tengsl Jacks Ruby og mafíuna við CIA en hún notaði glæpasamtökin við skítverkin, að drepa andstæðinga:

Mafíutengsl Kennedys (sem hjálpuðu hann til valda en urðu brjálaðir út í hann vegna þess að hann vildi ekki taka Kúbu með valdi en hún var leiksvæði þeirra. CIA hafði notað mafíuna til að reyna að drepa Castro. Mafían sá um launmorð CIA):

 

 


Verðlagshöft í sögunni, Kamala Harris og verðstjórn í íslenskri sögu

Demókratar hafa aldrei verið eins vinstri sinnaðir og í dag. Sögulega séð hafa þeir verið rétt vinstri megin við miðjuna en síðan Joe Biden tók við sem forseti (já, hann er þarna einhvers staðar á bakvið tjöldin), og forsetaefni þeirra, Kamala Harris, sem hefur ekki fengið eitt einasta atkvæði kjósenda demókrata í forkjöri, hafa þeir verið á jaðri þess að vera kommúnistar og virðist Harris ætla að slá karlinum við.

Demókratar berjast fyrir öllum helstu gildum sósíalista, svo sem ríkisbálkn og miðstýring, heftun málfrelsis og lýðræðis, verðstýringu, ríkisyfirráð yfir fjölskyldumálum, ættbálka stefnu (hópum beint gegn hvorum öðrum), niðurgreiðslur fyrir valda hópa, hærri skatta, endalaus stríð, afglæpavæðing og niðurskurður til lögregluna, friðþæging við einræðisherra o.s.frv.

Svo miklir sósíalistar eru þeir orðnir að Robert F. Kennedy, sem var hrakinn úr Demókrataflokknum er genginn í lið með Repúblikanaflokknum og Donald Trump. Hann hefur verið fulltrúi hefðbundina gilda demókrata, þótt hann hafi gengið mjög langt í mörgum málaflokkum sem kalla má umdeilt.

En hér er ætlunin að fjalla um verðstjórn í sögulegu samhengi, hugmyndir Kamala Harris og verðstjórn í íslenskri sögu. Byrjum á sögunni.

Verðlagshöft eiga sér langa sögu og hefur verið deilt um áhrif þeirra á hagkerfi öldum saman. Þau eru venjulega útfærð sem leið til að vernda neytendur gegn of háu verði, sérstaklega á krepputímum eða í nauðsynlegum geirum eins og húsnæði eða orku. Hins vegar hefur söguleg niðurstaða verðlagsaðgerða oft verið neikvæð. Byrjum á frægasta dæminu sem kemur frá Rómaveldi en sömu sögu má einnig segja um kínverska sögu og á Íslandi á miðöldum og árnýöld.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa langan texta, þá er hægt að segja í stuttu máli að verðlagsstjórn leiðir til svarta markaðs, spillingu og enn meiri verðbólgu sem verðstjórnin var beint gegn!

Eitt af elstu dæmunum um verðstýringu er að finna í Róm til forna, þar sem Diocletianus keisari innleiddi tilskipunina um hámarksverð árið 301 e.Kr. til að stemma stigu við hömlulausri verðbólgu. Afleiðingin var útbreiddur skortur, svartur markaður og samdráttur í gæðum vöru, þar sem framleiðendur gátu ekki lengur framleitt eða selt með hagnaði á tilsettu verði.

En Repúblikanar eru ekki alsaklausir á 20. öldinni. Í Bandaríkjunum setti Richard Nixon forseti á launa- og verðlagseftirliti til að reyna að berjast gegn verðbólgu. Í upphafi náðist nokkur árangur við að hemja verðbólgu, en með tímanum leiddu þessi höft til skorts, minnkandi framleiðslu og tilkomu svartra markaða. Þegar höftunum var aflétt jókst verðbólga og efnahagslífið stóð frammi fyrir samdrætti.

Sósíalistar á Íslandi hafa gælt við húsaleigu verðþaks. Í New York borg var þetta reynt og er við lýði eftir því sem bloggritari veit. Leiguverðs þaks hefur verið innleitt í borgum eins og New York til að bjóða húsnæði á viðráðanlegu verði. Þó að það hjálpi til við að halda leigu lægri fyrir suma leigjendur, hefur það einnig verið tengdir skertu framboði húsnæðis, versnandi gæðum húsnæðis og minni hvata til nýbygginga, sem leiðir til húsnæðisskorts með tímanum.

En hver er hugmyndafræðin á bakvið verðlagseftirlit og -stjórnun?Þegar stjórnvöld setja verðþak (hámarksverð) er ætlunin að gera vörur eða þjónustu  aðgengilegt á viðráðanlegu verði. Hins vegar, ef þakið er sett undir markaðsjafnvægisverð, getur það leitt til skorts. Framleiðendum gæti fundist óarðbært að útvega vöruna, sem leiðir til minnkandi framleiðslu. Neytendur geta staðið frammi fyrir löngum röðum, biðlistum eða geta alls ekki fundið vöruna. Og svo er það hinn hliðin á krónunni - verðgólf. Það (lágmarksverð) getur leitt til samdrátt atvinnumarkaði. Til dæmis geta lög um lágmarkslaun, þótt þau séu ætluð til að tryggja að launþegar fái lífvænleg laun, leitt til aukins atvinnuleysis ef vinnuveitendur hafa ekki efni á að ráða jafn marga starfsmenn á hærri launum.

Neikvæðar afleiðingar verðlagseftirlits eru margar. Fyrst og fremst er það skortur. Verðeftirlit leiðir oft til skorts þar sem birgjar draga úr framleiðslu eða draga sig alfarið af markaði. Til dæmis, í olíukreppunni á áttunda áratugnum, leiddi verðeftirlit til bensínskorts í Bandaríkjunum, sem leiddi til langar biðraðir á bensínstöðvum og skömmtun.

Svartir markaðir verða til. Þegar lokað er á opinbert verð, en eftirspurn er enn mikil, koma oft svartir markaðir fram. Vörur kunna að vera seldar ólöglega á hærra verði, sem stangast á við tilgang eftirlitsins og getur leitt til frekari efnahagslegrar röskunar.

Enn ein afleiðing verðlagshafta er minni fjárfesting. Í greinum eins og húsnæði getur húsaleigueftirlit dregið úr fjárfestingum í viðhaldi fasteigna og nýbyggingum, sem leiðir til versnandi gæðum húsnæðis og langtímaskorts á húsnæði á viðráðanlegu verði.

Þeir vilja beita verðlagseftirlit hafa þau rök að þetta sé neytendavernd. Í þeim tilfellum þar sem einokun eða fákeppni stjórna nauðsynlegum vörum eða þjónustu, getur verðeftirlit verndað neytendur gegn misnotkunarverðlagningu. Til dæmis, meðan á náttúruhamförum stendur, koma verðlagslög (eins konar verðstýring) í veg fyrir að fyrirtæki taki óhóflegt verð fyrir nauðsynlega hluti eins og vatn eða bensín og um tímabundin léttir sé að ræða. Á krepputímum geta tímabundnar verðstýringar veitt neytendum tafarlausa léttir með því að halda nauðsynlegum vörum á viðráðanlegu verði. Hins vegar er þessum ráðstöfunum venjulega ætlað að vera skammtímalausnir.

En Milton Friedman og flestir hagfræðingar hafa rústað þessum rökum og bent á að markaður, ef hann er látinn í friði, jafnar þetta út. Svarti markaðurinn er í raun kapitalískur markaður sem er tekinn ólöglega upp þegar höft og ánauð er beitt á markaðinn og hann starfar samhliða ófrjálsa markaðinum. Hann vinnur alltaf.

"Efnahagssnillingurinn" Kamala Harris og Biden-stjórnin hafa lagt til ráðstafanir eins og lyfjaverðseftirlit, sérstaklega til að gera nauðsynleg lyf á viðráðanlegu verði. Þessar tillögur hafa vakið umræðu þar sem stuðningsmenn halda því fram að þær séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að lyfjafyrirtæki hagnýti sér neytendur, á meðan gagnrýnendur vara við hugsanlegum neikvæðum afleiðingum, svo sem minni fjárfestingu í lyfjarannsóknum og -þróun, eða skorti á nauðsynlegum lyfjum. og nú vill hún verðlagshöft á matvæli! hvernig ætli það endi???

Verðlagsstjórn á Íslandi

Bloggritari hefur bent á að á Íslandi eru merki um mikla sósíalíska stýringu og forræðishyggju stjórnvalda. Ef til vill er það megin ástæðan, þrátt fyrir gjöful fiskimið, óendalega mikla orku og nátttúrugæði, hefur landinu verið illa stýrt síðan það fékk sjálfstæði.

Ísland hefur eigin reynslu af verðlagseftirliti, sérstaklega á tímum efnahagskreppna. Byrjum í seinni heimsstyrjöld en í raun má fara aftur til miðalda og byrja að rekja söguþráðinn þangað en hér er enginn tími til þess. Í stuttu máli: Verðlagsstjórnun íslenska miðaldarsamfélagssins og merkantalísminn á árnýjöld leiddi til staðnaðs samfélags, bæði efnahagslega og félagslega.

Aftur á 20. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni innleiddi Ísland, eins og mörg önnur lönd, strangt verðlagseftirlit og skömmtun til að stjórna skorti á nauðsynjavörum. Þar sem Ísland var mjög háð innflutningi á mörgum vörum truflaði stríðið verslunarleiðir verulega og leiddi til skorts.

Verðlagseftirlitinu var ætlað að halda nauðsynjavörum á viðráðanlegu verði og koma í veg fyrir verðbólgu. Hins vegar, eins og í öðrum löndum, leiddi þetta eftirlit til svartra markaða þar sem vörur voru seldar á mun hærra verði. Þrátt fyrir eftirlitið voru miklar þrengingar, þar á meðal skortur á mat og öðrum nauðsynjum, til marks um erfiðleikana við að stjórna hagkerfinu á tímum alvarlegs ytra áfalls.  Allir muna eftir skömmuntartímabilsins eftir styrjöldina og spillinguna, biðraðirnar og skortsins sem þá var viðvarandi lengi vel.

Enn og aftur grípa Íslendingar til verðlagshafta í efnahagskreppunni 1980. Í lok áttunda áratugarins og snemma á níunda áratugnum var mikil verðbólga á Íslandi og fór hún stundum yfir 40% árlega. Til að bregðast við því gripu íslensk stjórnvöld til ýmissa verðlagsráðstafana til að reyna að stemma stigu við verðbólgu.

Eins og búast mátti við voru afleiðingar afleiddar. Verðlagshöftin á þessu tímabili voru að mestu ómarkviss til að stöðva verðbólgu. Þær leiddu til rangrar ráðstöfunar auðlinda, skorts á sumum vörum og röskunar á eðlilegri markaðsstarfsemi. Höftin stuðluðu að efnahagslegri óhagkvæmni og tóku ekki á undirliggjandi vandamálum sem ýttu undir verðbólgu, svo sem óhóflegan vöxt peningamagns og ytri efnahagsþrýsting.

Íslenskir hagfræðingar lærðu ekki af sögu 20. aldar. Sjá má þetta í fjármálakreppunni eftir 2008. Hún hafði alvarleg áhrif á efnahag Íslands, innleiddu stjórnvöld gjaldeyrishöft til að koma á stöðugleika í gjaldmiðlinum og koma í veg fyrir fjármagnsflótta. Þó að þetta hafi ekki verið hefðbundið verðlagseftirlit, hafði það svipuð áhrif með því að skekkja markaðinn og leiddu til tilbúins verðstöðugleika í sumum greinum. Er einhver búinn að gleyma aflandskrónunni?

Þó gjaldeyrishöft hafi hjálpað til við að koma á stöðugleika í hagkerfinu til skamms tíma, sköpuðu þau einnig langtímaáskoranir, þar á meðal minni erlenda fjárfestingu og erfiðleika við að komast á alþjóðlega markaði. Höftunum var að lokum aflétt, en þau varpa ljósi á margbreytileika og hugsanlega galla íhlutunarstefnu í efnahagsmálum.

Hver er stóri lærdómurinn af verðlagsstýringu stjórnvalda? Hann er sá að alltaf þegar stjórnvöld reyna að stjórna markaðinum, leiðir það til spillingu, skorts og svarta markaðs.


 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2024

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband