GB news er stærsta sjónvarpsstöðin í Bretlandi og Fox news í Bandaríkjunum

GB News er opinberlega vinsælasta fréttastöð Bretlands - sem markar sögulegan áfanga í breskri útsendingu.

Fréttastöðin "Peoples Channel" sigraði á lykiltíma í júlí, vann áhorfskeppnina á morgunverðatíma, hádegi, virkum dögum, besta tíma á virkum dögum og eftirsótta sunnudagsmorgni í stjórnmálum.

Þetta er í fyrsta skipti sem GB News hefur tekið fram úr BBC News í heilan mánuð, sem er tímamótaárangur aðeins mánuði eftir að GB News fagnaði fjögurra ára afmæli sínu.

Og til Bandaríkjanna. Fox News hrósaði velgengni sinni á sjónvarpsstöðvum í vikunni og sagði að frá 20. júní hefði hún verið efst í besta tíma með 2,6 milljónir áhorfenda, samanborið við 2,3 milljónir áhorfenda hjá ABC, 2,1 milljón áhorfenda hjá NBC og 2 milljónir áhorfenda hjá CBS.

Hvað er svona merkilegt við það?  Jú, GB News (Bretland) og Fox News (Bandaríkin) eru báðar sjónvarpsstöðvar sem eru þekktar fyrir hægrisinnað, popúlískt og oft andstætt kerfisbundið sjónarhorn, sérstaklega í umfjöllun eða skoðanaþáttum. Þó að munur sé á innlendum samhengi og áhrifum þeirra, eiga þær nokkra sameiginlega eiginleika í tón, nálgun og stjórnmálastefnu, sérstaklega í umfjöllun um fréttir (öfugt við beinskeytta fréttaflutning).

Það sem báðar stöðvarnar eiga sameiginlegt er hægrisinnaður popúlismi (þarf hvorki að vera jákvætt eða neikvætt). Sean Hannity og Laura Ingraham hafa einbeitt sér mikið að innflytjendum, menningarlegri sjálfsmynd, "vakningu" eða "woke" og andstöðu við frjálslynda yfirstéttina. Þáttastjórnendur eins og Nigel Farage, Dan Wootton og Mark Dolan hafa á sama hátt kynnt þjóðernishyggju frá Brexit-tímanum, andstöðu gegn innflytjendum og gagnrýni á framsækin gildi.

Orðræða gegn "almennum fjölmiðlum". Báðir fjölmiðlar saka oft eldri fjölmiðla (BBC, CNN, The Guardian, The New York Times) um hlutdrægni, yfirstéttar sýn eða ritskoðun.

Áhersla á menningarstríð er mikil hjá báðum fjölmiðlum. Mikil umfjöllun um kynvitund, málefni um tjáningarfrelsi, "aflýsismenningu" og stefnur sem tengjast fjölbreytileika.

Stuðningur við íhaldssamar stjórnmálamenn/stefnur. Fox hefur átt náið samband við Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. GB News hefur fjallað um og kynnt persónur eins og Boris Johnson, Nigel Farage og umbótastjórnmálamenn í Bretlandi.

Persónur fram yfir blaðamenn. Báðir forgangsraða karismatískum þáttastjórnendum og "talandi hausum" fram yfir hefðbundna fréttamennsku. Þættir eru oft umræðumiðaðir frekar en skýrslumiðaðir.

Efahyggja gagnvart loftslagsstefnu og COVID-aðgerðum. Báðir hafa hýst loftslagsskeptikista eða gagnrýnendur loftslagsaðgerða (t.d. Net Zero).

Er þetta jákvætt? Veit það ekki, held ekki. Fréttamennskan hjá öllum fjölmiðlum í dag er hræðilega léleg. En áhorfendur virðast treysta málflutningi hægri fjölmiðlanna meira en megin fjölmiðla. Þurfum ekki annað en að horfa á fréttatíma RÚV sem leggur ekkert sjálfstætt mat á erlendar fréttir sem og Sýn fréttastofan til örvænta yfir íslenskri fréttamennsku. 

En kannski þurfum við ekki að örvænta. Internetið, hlaðvörpin o.s.frv. fylla inn í þar sem megin fjölmiðlar sleppa. Og þeir hafa alla tíð sleppt fréttum eða túlkað fréttir eftir eigin hagsmunum. Það er enginn hlutlaus í frásögn. 

Ritari fer þá leið að horfa á erlenda fjölmiðla til að fá raunsannar fréttir. Horft er á bandaríska fjölmiðla, indverska, breska, ísraelska og jafnvel færeyska! Svo er horft á löng hlaðvörp með viðtölum við fólk sem er í hringiðju viðburðanna. Að lokum, ritari fer svo sjálfur á stúfana að afla frétta, setur saman efni í blogg til að skilja samhengi hlutanna eins og hér er gert. 


Aðgerðarleysi ráðherra kostar þjóðarbú Íslands stórfé

Eftir misheppnað þing sem varð að sumarþingi, sem ríkisstjórnin og -flokkarnir gátu ekki lokið nema með kjarnorkuvopnaákvæði (vottur um uppgjöf), ákváðu ráðherrarnir að fara í frí, sama hvað.  Frostrún og Þorgerður vilja ekki láta trufla sig í fríinu og alls ekki hafa frumkvæði að því að bjarga landinu frá atlögur bæði Bandaríkjamanna og ESB að efnahagsstoðum Íslands. 

Trump og co. ætla að hækka tolla á íslenskar vörur úr 10% í 15% sem hann var búinn að lofa ef ekki yrði haft samband við hann. Hvað er sendiherra Íslands að gera í Washington fyrir utan kokteil partý? ESB ætlar að beita Íslandi þvingunum með tolla á kísilmálm framleiddan á Íslandi, sem er eins og skot í eigin fót, því annars þarf ESB að fá hann frá Kína með tilheyrandi mengun. 

Alvöru ráðherrar væru í símanum kvartandi við Marco Rubio (eða Howard Lutnick) eða Von der Leyden.  Það er aðeins tautað við íslenskan almenning að þetta sé ekki gott en hvað er gert?

Í dag, 1. ágúst, fellur 15% tollarnir á Ísland frá Bandaríkjunum, við land sem BNA er í viðskipta plús við. Það er stutt í tollanna frá ESB sem er ótvírætt leikflétta ESB til að ná meira valdi á íslensku ESB ráðherrunum og til áhrifa á Norður-Atlantshafi.  Ráðherrarnir hafa meiri áhyggjur af ástandinu í Úkraínu og Gaza (sem eru alvarleg mál en ekki á valdi Íslendinga að leysa).

Þríhöfða þursastjórnin sem menn vildu kalla valkyrjustjórn, hefur ekki staðið í lappnir og formennirnir ekki verið þær stýrur eða valkyrjur sem þora. 

Ritari hefur kallað þessa stjórn skessustjórn.  Þetta hljómar eins og barnalegt uppnefni en er nærri sannleika. Skessur eru kvenkyns tröll. Þó skessur séu stórar og sterkar, eru þær oft heimskar eða auðtrúa. Hetjur geta oft platað þær með klókindum eða orðagjálfri.  Þýska valkyrjan Von Leyten hefur greinilega platað skessurnar Kristrúnu og Þorgerði. Þriðja skessan er heima í helli og lætur ekki í sér heyra, er upptekin við að telja auranna sem hún fær sem ráðherra. Í ævintýrum eru skessur oft hindrun sem hetjan þarf að yfirstíga. Hetjan þarf þá að nota hugvitssemi til að sleppa undan þeim eða sigra þær. Hvernig getum við yfirstigið þær áður en þær valda meiri skaða?


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband