Staðreyndakönnun á álitsgjafa Sýnar og RÚV um glæpi í Washington DC

Fréttastofur Sýnar og RÚV leituðu til álitsgjafar (sem hefur lítið álit á Trump og það skein í gegn), varðandi þá ákvörðun Trump að senda þjóðvarðliða inn í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.

Álitsgjafinn fann þetta allt til foráttu og það fékk ritara til staðreyndakanna hann; er í raun glæpa alda í höfuðborginni? Hann segir að glæpum fari fækkandi en ef þeir eru í hæstu hæðum, er þá að marka lækkandi prósentu tölu? Völva var spurð: Er í raun mikið um glæpi í borginni (spurði bara um morð og rán) og bað ég hana um að bera saman við aðrar borgir. Þetta er svarið.

1. Washington, D.C.

  • Íbúar: 678.972

  • Morð: 274 → 40,36 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 3.470 → 510,96 rán / 100.000 íbúa

2. Los Angeles, CA

  • Íbúar: 3.820.963

  • Morð: 327 → 8,56 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 8.696 → 227,63 rán / 100.000 íbúa

3. Houston, TX

  • Íbúar: 2.333.346

  • Morð: 339 → 14,53 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 6.814 → 291,99 rán / 100.000 íbúa

4. Tallahassee, FL

  • Íbúar: 199.696

  • Morð: 27 → 13,52 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: (nákvæm tala vantar, aðeins til % breyting)

Niðurstaðan er ótvíræð,  Washington, D.C. sker sig úr með mjög háa morðtíðni og langhæstu ránatíðni af þessum fjórum. Álitsgjafinn hefur ef til vill búið (sagðist hafa búið í borginni) í góðu hverfi með lítill glæpatíðni en borgin í heild sinni er höfuðborg glæpa.  Þegar mest var um morð í borginni 1993 var hlutfallið 80 morð per 100 þúsund íbúa en er í dag 40, hlutfallið hefur kannski lækkað en er óviðunandi og ekki höfuðborg Bandaríkjanna til sóma. Það eru ekki bara morð og rán, heldur almennir glæpir og eiturlyfjaneyðsla sem er til skammar.

Það vekur furðu að báðar fréttastofurnar leiti til sama mannsins, sem er greinilega ekki hrifinn af Donald Trump.

Spurningin er, þarf að hreinsa til í borginni eða ekki (og sleppum Trump alfarið úr dæminu)? Ritari hefur hingað til ekki vilja fara til borgarinnar, einmitt vegna glæpa. Hann veigra sig líka að fara til New York, fór seinast fyrir valdatíð Biden.


Ferming er ekki nóg - það þarf kristin fræði kennslu í grunnskólum

Íslendingar afkristnast hratt. Ástæðan er einföld. Fjölmenninga- eða woke stefna stjórnvalda banna kristni fræði kennslu í skólum. Óttast er mismunn eða gefið er í skyn jafnræðisreglan eigi að gilda sem er svo lítið skrýtin afstaða, því a.m.k. 70% Íslendinga eru skráðir í kristna söfnuðu.  

Í raun er verið að fremja misrétti gagnvart þessum stóra hópi með því að vera ekki með kristni fræði kennslu. Heilu kynslóðirnar vita ekki lengur út á hvað kristni gengur. Það er ekki nóg að fermast, það ferli tekur of stuttan tíma til að fá dýpri skilningu. Allt samfélagið er byggt á kristnum gildum og hvernig er hægt að lifa í slíku samfélagi ef menn vita ekki grundvöllinn?

Hvernig er hægt að leysa vandann? Mjög auðveldlega, taka frá tíma í kristni fræði fyrir þá sem eru kristnir í grunnskólum landsins. Hinir, trúlausir og af öðrum trúarbrögðum geta fengið sullið sem nú er verið að kenna í grunnskólum landsins sem kallast "trúarbragða kennsla" sem í dag er n.k. kynning á helstu trúabrögðum heims. Allir hafa gott af því að læra um trú, líka þá sem eru trúlausir. Þeir geta þá a.m.k. rökrætt af viti við hina kristnu!


Deilt við Völvu (ChatGPT) um framgang innrásina Barbarossa

Margir líta á ChatGPT sem óskeikula heimild en hún er það ekki. Það þarf alltaf að spyrja réttar spurningar og ekki taka svör hennar sem heilagan sannleik. Það þarf stundum að spyrja mörgum sinnum og koma með gagnrök.  Síðasta "deiluefni" var rökræða um hvort Hitler hefði getað unnið Sovétríkin. Svarið hennar hefur alltaf verið nei en nei er ekki nógu gott svar fyrir ritara. Athuga verður að hún styður við almennar heimildir og heimildamenn. Það þarf mikið til að breyta skoðun hennar en það er gert með því að benda á galla á rökfærslu hennar. Hér byrjar rökræðan:  

Varðandi innrás Þýskalands í Sovétríkin og um sigurmöguleika Hiters að vinna, þá fullyrðir þú (Völva) að Hitler hefði aldrei getað unnið. Málið er að nútíma stríð vinnast í verksmiðjunum, í framleiðslugetu hergagna. Stalín hafði flutt iðnað sinn (hvernig það var hægt er óskiljanlegt á svona skömmum tíma en hann byrjaði 1941).

Það voru mistök Hitlers að skipta hernum við Smolensk og sækja suður og taka Leningrad í norðri. Hitler var aðeins 40 mílur frá Moskvu er hann ákvað að halda áfram. Ef hann hefði einbeitt sér að taka Moskvu og fara yfir Úral fjöllin hefði málið breyst.

Einnig ef Japanir hefðu herjað á eina borg við austurströnd Sovétríkjanna, t.d. Kamchatka skaganum, hefðu Síberíu sveitir Sovétmanna verið fastar þar eða herjað á þá frá Mansúríu sem Japanir höfðu hertekið af Kínverjum. Síberíu sveitirnar breyttu öllu um vörn Moskvu.  Hvað finnst þér?

Svar Völvu: Þetta er mjög áhugaverð vangavelta og hún hefur í raun verið mikið rædd bæði af sagnfræðingum og herfræðingum síðan 1945.


Ég ætla að svara þér bæði út frá herfræðilegri rökhugsun og út frá sögulegu samhengi.

1. Styrkur og veikleikar Þýskalands vs. Sovétríkjanna

  • Iðnaðarafl: Þú hefur rétt fyrir þér að nútíma stríð vinnast í verksmiðjunum.
    Sovétmenn höfðu árið 1941 stóran hluta þungaiðnaðar síns vestan Úralfjalla, en Stalín framkvæmdi ótrúlega stórfellda flutninga (Operation Evacuation) þar sem 1.500 stórar verksmiðjur, búnaður þeirra og starfsfólk voru flutt austur yfir Úral, til Síberíu og Mið-Asíu. Þetta tókst innan nokkurra mánaða með járnbrautum – þótt það hafi verið nánast ómannlegt afrek.
    Þannig tryggði hann að Sovét gæti framleitt skriðdreka, fallbyssur og flugvélar langt frá víglínunni.

  • Þýskaland hafði vissulega háa framleiðslugetu, en vantaði hráefni – sérstaklega olíu, málma og gúmmí – og var bundið við löngar birgðalínur og stöðuga þörf fyrir að berjast á mörgum vígstöðvum.

2. Mistök Hitlers í stefnumótun

Þú bendir á tvö lykilatriði:

a) Skipting hersins eftir Smolensk

Hitler hætti við að ráðast beint á Moskvu og sendi Panzer-hópa bæði til suðurs (til að tryggja Úkraínu og olíusvæðin) og til norðurs (til að umkringja Leningrad).
Þetta tafði árásina á Moskvu um nokkrar vikur – og í Rússlandi er haustið og veturinn her sem er jafn banvænn og mannlegi óvinurinn.

b) Hætt við Moskvu á örlagastundu

Þýskaland var komið í 40–50 km fjarlægð frá Moskvu þegar frost og birgðavandamál urðu óyfirstíganleg. Þá beittu Sovétmenn sínum „Síberíu sveitum“ – ferskum og vel útbúnum hermönnum sem höfðu verið fluttir úr austri þegar Japanir ákváðu að ráðast ekki á Sovét heldur sækja til suðurs í átt að Suðaustur-Asíu (Pearl Harbor átti sér stað aðeins dögum síðar).

3. Hvað ef Japan hefði ráðist á Sovétríkin?

Ef Japan hefði ráðist inn í sovéskt landsvæði frá Mansjúríu eða Kamchatka hefði Stalín ekki getað flutt Síberíulið sitt vestur.
Þessar hersveitir – vel þjálfaðar í vetrarhernaði – voru lykillinn að mótárásinni við Moskvu í desember 1941.

En hér er vandinn: Japanir höfðu þegar prófað að berjast við Sovétmenn í Nomonhan-orrustunni 1939 og fengið slæman skell af Georgí Zjukov hershöfðingja. Þeir vissu að landhernaður gegn Sovétmönnum var dýrt og hættulegt, og vildu frekar tryggja sér auðlindir í olíu- og gúmmíríkum svæðum suður í Asíu.

4. Gæti Hitler hafa „unnið“?

Ef við gefum okkur:

  1. Að Hitler hefði beint öllum styrk sínum að Moskvu 1941 og tekið hana áður en veturinn kom.

  2. Að Japan hefði ráðist að minnsta kosti takmarkað á austurvíg Sovétríkjanna til að binda sveitir.

  3. Að Þýskaland hefði náð olíu í tíma (Kákasus eða Mið-Austurlönd).

Þá hefði staðan orðið mjög hættuleg fyrir Stalín.


Hins vegar er spurning hvort „sigur“ hefði þýtt að Sovétríkin myndu gefast upp – landið var risastórt, Úral fjöllin eru ekki lokamark og Stalín var tilbúinn að færa höfuðborg sína austur (til Kújbísjev). Þjóðernislegur og hugmyndafræðilegur þrjóska hefði líklega haldið stríðinu áfram.

Niðurstaða mín

  • Þýskaland gat hugsanlega sigrað á hernaðarsviðinu tímabundið með öðruvísi stefnu 1941.

  • Langtíma "sigur" – þ.e. að halda Sovétríkjunum niðri – hefði líklega verið ómögulegur vegna stærðar landsins, loftslagsins, iðnaðarflutninganna og þess að Bandamenn (sérstaklega Bandaríkin) hefðu aukið aðstoðina gríðarlega með Lend-Lease.

  • Hitler tapaði stríðinu þegar hann opnaði tvö stór víg á sama tíma – austur og vestur – og vann ekki Moskvu áður en veturinn kom.

Þetta styður þína skoðun: missir svæðisins vestan Úral hefði í raun lamað Sovétríkin.
 
Þarna viðurkennir hún að kenning mín gæti verið rétt. En þrjóskast samt við að viðurkenna ekki fullan sigur. Þarna vantar innsæi vélar versus mannsheila.  Hún skilur ekki uppgjöf mannshugans.  Menn hafa tapað stríðum með yfirburðarstöðu en uppgjafaranda. Það er ekkert sem segir með eða á móti, að Sovétmenn hefðu hreinlega ekki gefist upp ef Þjóðverjar hefðu komist yfir Úralfjöllin. Líta verður til dæmis hvernig bolsivíkar unnu rússnesku byltinga og stríðið sem fylgdi á eftir.
 
Ritari: en athugaðu Rússland þá og nú, er svæðið vestan Úral fjalla. Íbúarnir, ræktarsvæði, iðnaður o.s.frv. er allt vestan megin við Úral. Síbería þá, líkt og í dag, er bara eyðisvæði með eina járnbraut sem nær til austurstrandar. Auðvelt er að skipuleggja varnir í Úralfjöllum, þegar búið er að ná þeim. Þjóðverjar hefðu jafnvel getað látið staða numið þar. Moskva er kóngulóin í vefnum (sjá uppreisn Wagner liða í núverandi Úkraínu stríði sem næstum kollvarpaði stjórn Pútíns) Kákasus er eldsneytistankurinn. Úkraína er brauðið sem ríkið neytti. Þetta tók Völva undir. Svo fórum við að vera saman framgangin í rússnesku byltingunni.
 

Ef við lítum til baka á borgarastyrjöldina í Rússlandi 1917–1922, þá sést hvernig bolsévikar, undir stjórn Leníns og Trotskí, sigruðu þrátt fyrir:

  • Mjög afmarkað yfirráðasvæði í upphafi (aðallega stórborgirnar Pétursborg og Moskvu).

  • Fjölmarga óvini: Hvítliða, útlenda heri (Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Japanir) og innlendar þjóðernishreyfingar.

  • Mikla skortstöðu á hráefnum, mat og búnaði.

Hvernig tókst þeim þetta?

Hugmyndafræðilegur styrkur og grimmd

Bolsévikar höfðu mjög skýra, óbilandi hugmyndafræði og voru tilbúnir að beita ótrúlegri hörku. Þeir beittu „stríðskommúnisma“: þjóðnýting allra auðlinda, nauðungarherferðum og aftökum á andstæðingum. Þessi grimmd var ekki vinsæl, en hún tryggði að miðstýringin hélt.

Samgöngu- og miðlínustyrkur

Þeir héldu miðjunni í landinu, með járnbrautakerfi sem tengdi aðalborgirnar. Þetta gerði þeim kleift að flytja herlið á milli vígstöðva hraðar en óvinirnir gátu samhæft sínar árásir.

Skipulagður áróður

Bolsévikar nýttu sér áróður sem vopn, bæði til að tryggja hollustu almennings og til að grafa undan andstæðingunum.

Ef við setjum þetta í samhengi við þína kenningu um 1941–42:

  • Ef Sovét hefði misst allt svæðið vestan Úral og jafnvel Moskvu, þá væri miðlínan og „kóngulóarvefurinn“ rofinn.

  • Þeir hefðu ekki getað endurtekið borgarastyrjöldarmódel sitt að sama marki, því iðnaðurinn, matvælin og samgöngur væru í höndum óvinarins.

  • Hugmyndafræðin og grimmdin hefðu haldið einhverjum kjarna við völd austan Úral, en án aðstoðar Bandaríkjanna og án olíu og korns hefði lítið verið hægt að gera til að endurheimta landið.

Þannig er mjög sterk söguleg líking hér: Bolsévikar unnu borgarastyrjöldina því þeir héldu hjarta landsins og samgöngunum. Þýskaland í þinni sviðsmynd hefði tekið hjartað – og þá hefði Sovétríkin staðið eftir sem "höfuð án líkama".

Ritari lítur á þessar rökræður sem n.k. þátt í "war game" sem stundaðar eru af áhugamönnum en líka herstjórendum til að sjá fyrir sér framvindu stríðs, hvort sem það hefur verið háð eða háð í framtíðinni. Vinsælasta "War game" samtímast er stríð um Taívan.

Hver hafði hér betur, Völva eða ritari? Hvað finnst þér?

 


Kenning Gerrard Williams versus Dr. Mark Felton um dauða og gröf Hitlers

Fyrst kemur kenning mín en hún er að Hitler hefði ekki lifað lengi eftir styrjöldina ef honum hefði tekist að flýja. Hann var með Parkinson veikina og þá var engin lækning (ekki enn) til né meðferð.

Ef Hitler hefði í raun verið með langt genginn Parkinsonsveiki fyrir árið 1945 eins og margir sagnfræðingar og taugalæknar sem hafa rannsakað göngulag hans, skjálfta og líkamsstöðu í myndefni frá síðari hluta stríðsins telja að svo hafi verið – þá hefðu lífslíkur hans styst verulega jafnvel án þess að stríðinu lyki.

Ástæðan er framvinduhraði sjúkdómsins. Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur og á fimmta áratugnum voru engar árangursríkar meðferðir eins og L-DOPA meðferðin í dag.

Í byrjun árs 1945 lýstu sjónarvottar miklum skjálfta, bogna líkamsstöðu, óstöðugu göngulagi, mjúkri röddu og minnkandi svipbrigðum – allt merki sem bentu til sjúkdómsins á síðari stigum.

Tengdir fylgikvillar – Langvinn Parkinsonsveiki leiðir oft til lungnabólgu, vannæringar (hann grenntist mjög undir lokin, borðaði lítið), til falla og annarra sjúkdóma sem geta verið banvænir innan fárra ára. Mikil streita, vannæring og þörfin fyrir að vera í felum hefði hraðað versnun sjúkdómsins eins og í tilfelli Hitlers.

Miðað við sögulegar læknisfræðilegar upplýsingar frá þeim tíma, ef hann hefði sloppið, væri raunhæf von að hann hefði aðeins lifað af í 2–5 ár í viðbót, hugsanlega minna. Það myndi setja líkur á dauða einhvers staðar á milli 1947 og 1950.

Þá komum við að kenningu Gerrard Williams sem tengist þessum læknisfræðilega veruleika - því hún skapar áhugaverða spennu milli fullyrðinga hans um að Hitler hafi lifað fram á sjöunda eða áttunda áratuginn og klínískra líkinda miðað við ástand hans sem hann sá með árið 1945.

Kenning Gerrards er þessi: Hitler hafi notað svokallað "Ratnet" eða flóttakerfi nasista í Evrópu, farið úr Berlín 28-30 apríl, á flugvöllinn og flogið til Danmerkur eða Noregs og í kafbát sem sigldi með hann til Argentínu. Þar áttu vitni hafa séð hann á afskekktu herrasetri, umkringdum lífvörum og lifað allt til ársins 1962.

Já kenning Dr. Mark Felton er nokkuð frábrugðin bæði frásögn Sovétríkjanna og flóttakenningu Gerrard Williams.

Felton heldur því fram að (eins og ég hef rakið áður í annarri grein hér á blogginu) að Hitler og Eva Braun létust í Führerbunkerinum 30. apríl 1945.

Lík þeirra voru aðeins að hluta til brennd og Sovétmenn fundu þau nánast samstundis. Í stað þess að vera flutt leynilega til Moskvu í áratugi (eins og sovéska sagan fullyrðir), leggur Felton til að leifar þeirra hafi verið grafnar mjög nálægt ríkiskanslaranum - hugsanlega í garði, innri garði eða jafnvel undir nálægri götu Kanslarinu.

Hann setur fram kenningu um að sumar leifar gætu enn verið þar í dag, grafnar undir nútíma byggingum eða gangstéttum, vegna þess að var byggt var yfir svæðið frekar en grafið upp að fullu eftir stríðið.

Þessi kenning stangast á við opinberu sovésku útgáfuna, sem segir að leifarnar hafi verið færðar margoft áður en þær voru eyðilagðar árið 1970 og hent í Elbu-ána. Málflutningur Feltons byggir að hluta til á ósamræmi í sovéskum skýrslum og takmörkuðum, óstaðfestum réttarmeinafræðilegum sönnunargögnum sem þær lögðu fram. Auk þess voru Sovétmenn mjög missaga allan tímann.

Ef kenning mín um langt gengna Parkinsonsveiki Hitlers er rétt, þá passar kenning Feltons betur við þann læknisfræðilega veruleika en kenning Williams - því það þýddi að Hitler þyrfti aldrei að lifa af í felum í mörg ár, hann dó einfaldlega á staðnum. Þegar mikilmenni (til góðs eða ills) deyja, vilja menn að þau lifi lengur. Hitler lifir...Elvis lifir....

Að lokum, hvernig Felton og Williams unnu og hvers konar sönnunargögn þeir notuðu.  Felton notaði vitni sem voru á staðnum síðstu klst. Hitlers og skjalagögn.  Williams notaði CIA og FBI gögn sem voru uppfull af orðrómi (enda vissu Bandamenn ekkert um örlög Hitlers vegna missagna Sovétmanna, munnlegan vitnisburð vitna sem umgengu ekki Hitler í Þýskalandi og íhugandi hlekkjarannsóknir!  Hvorn mynduð þið trúa? 

Blaðamaðurinn Gerrard Williams.

 

Dr. Mark Felton

 


Sjóskaðar Færeyinga við Íslandsstrendur - skipstrand Ernestina við Bjarnavík, Selvogi

Stundum erum við fljót að gleyma. Eitt af því eru siglingar Færeyjinga til Íslands fyrr á tíð. Einn af þeim sem hefur haldið þessari sögu uppi er færeyski sagnfræðingurinn Hans Andrias Sölvará (Hans Andrias Sølvará, søgufrøðingur og professari á Søgu- og samfelagsdeildini á Fróðskaparsetri Føroya). Hér er grein hans þýdd en ritari mun bæta við aukafróðleik í upphafi en fyrsta spurningin sem vaknar, hvenær hófu Færeyingar að sigla til Íslands í einhverju mæli?

Fyrsta þekkta skipulagða ferð færeyskra sjómanna til Íslands hófst seint á 19. öld. Það má minnast þess að árið 1872 var mikilvægt, þegar færeyskt fiskiskip (smack), "Fox", var keypt frá Englandi til djúpsjávarveiða, langt frá því að vera í lagi — og frá þessum tíma hófu Færeyingar að veiða ólöglega á íslenskum hafsvæðum. Í sögulegum frásögnum og greinum er vísað til þessa tímabils sem upphafs skipulagðra færeysk-íslenskra siglinga í fiskveiðiiðnaðinum.

Áður voru siglingar frá Færeyjum til Íslands aðallega óreglulegar, í tengslum við slys, skipbrot eða leiguflutninga. En frá um 1872 hófust verulegar, skipulagðar útflutnings-/fiskileiðir frá Færeyjum til Íslands.

Það er þó mögulegt að meiri samræmi við sögulegar heimildir á færeysku, eða frá færeyskum sagnfræðingum, gæti bent til eldri ferða, en sem stöðluð vísindaleg heimild bendir árið 1872 á sjálft sig. En förum nú í frásögn Hans.

Frá árinu 1882 hafa 70 færeysk skipsslys á Íslandi kostað meira en 400 færeyska sjómenn lífið segir Hans.  En hann tekur eitt dæmi sérstaklega fyrir. Ernestina var eitt af þessum skipum, þar sem eitt bragð sjómannsins Ziska Jacobsen bjargaði 17 mönnum. Hann hafði lært að synda í sundlauginni í Grøv frá 1906.

Árið 1930 var Ziska á Íslandi með skipinu Ernestinu þegar stormur skall á. Ernestina var eitt stærsta færeyska fiskiskipið, sem bræðurnir Jógvan Fríðrikk Kjølbro og Dávur í Gerðum keyptu árið 1927. Þann 3. mars 1930 lagði Ernestina af stað frá Klaksvík til Íslands með 26 menn. Dávur í Gerðum var sjálfur skipstjóri.

Um níuleytið að kvöldi 26. mars lenti Ernestina í slæmu veðri, stormi og bitandi kulda á rifi undir Bjarnavík nálægt Selvogi á Íslandi. Þegar risavaxnar öldur skullu á skipið reyndi áhöfnin að bjarga lífi sínu.

Sumir fóru fram í stefni eða út á sprunguna, á meðan aðrir klifruðu upp í mastrið í rigninguna til að halda sér. Stuttu eftir að Ernestina ýtti við, muldi brotnandi sjór allt fyrir ofan káetuna.

Nokkrir menn voru teknir um borð, á meðan hinir börðust í tíu klukkustundir í gegnum stormasama nóttina. Klukkan sjö að morgni spurði Dávur, sem sat fastur í rigningunni, hvort einhver vildi reyna að synda í land. Ziska, sem sat fastur, hljóp í sjóinn.

Þótt enn væri stormasamt tókst Ziska að synda 100 metrana frá Ernestinu og að klettunum undir Bjarnavíkarbergi, þar sem brimið sópaði honum upp hellinn.

Áhöfninni tókst að fá línu í land, sem Ziska batt utan um klett. Þannig komst stór hluti áhafnarinnar í land. Þeir urðu þess varir að átta menn höfðu skolað á land þessa stormasama nótt.

Ziska tókst einnig að klifra upp lóðrétta klettinn, þaðan sem hann sveipaði línu niður til hinna 17, sem gátu þá lesið sig upp.

Þeir gengu í gegnum þykkan snjó til að leita sér hjálpar. Tveir menn voru svo veikir að þeir þurftu að bera. Annar lést áður en þeir komust á bæ, þar sem þeir fengu hjálp og gistingu.

Daginn eftir fóru Íslendingarnir og hluti áhafnarinnar á vettvang slyssins. Þeir sáu ekkert til Ernest, en brak lá á hlíðinni.

Þrjú lík skoluðu á land. Fjórða líkið fannst nokkru síðar. Slysið kostaði níu menn lífið. Fjórir menn komu aldrei aftur.

Eftir að hafa verið á Íslandi í viku kom áhöfnin til Klaksvíkur með "Queen Alexandrine", sem einnig hafði fjórar kistur. Lík fjögurra manna fundust aldrei. Stór mannfjöldi stóð fyrir framan þá við Stangabrúnina, sorgin var mikil.

400 Færeyingar drukknuðu á Íslandi

Ernestina er eitt af um 70 færeyskum skipsbrotum á Íslandi, sem síðan 1882 hafa kostað meira en 400 færeyska sjómenn lífið.

Á þriðja og fjórða áratugnum einum áttu sér stað 30 færeysk skipsbrot á Íslandi og 258 færeyskir menn fórust á besta aldri. Ekkjur og mörg föðurlaus börn voru eftir.

Áhafnir fiskiskipa komu oft úr nokkrum þorpum og slysin settu djúp spor í færeyska samfélagið, menninguna og trúarlífið, sem breyttist mikið á þessum tíma.

Brjóstmynd af Ziska Jacobsen stendur enn sem tákn þessa dapurlega og erfiða tímabils í sögu færeyska fiskveiða og sem tákn um afrek Ziska á Íslandi árið 1930. Ziska Jacobsen var mjög auðmjúkur maður og hann talaði ekki oft um afrekið sem hann framkvæmdi.

Það er lítill vafi á því að slysið, sem kostaði níu menn á hátindi sínum lífið fyrir augum hans, hefur skyggt á þá staðreynd að Ziska bjargaði 17 mannslífum.

Eftir að Útvarp Færeyja var stofnað árið 1957 voru gerðar nokkrar tilraunir til að fá Ziska Jacbosen til að segja frá afrekinu sem hann framkvæmdi þegar Ernestina lenti suður á landi árið 1930. Ziska slapp undan þar til 10. nóvember 1971, þegar útvarpsmaðurinn Árni Absalonsen tókst að ná Ziska Jacobsen á segulband.

Upptökubúnaðurinn var ekki eins góður þá og hann er nú, og upptakan mótast einnig af því að heyrist að Árni Absalonsen sé fullkomlega meðvitaður um að þetta sé eina tækifærið sem hann fær til að fá Ziska á segulband. Hann ýtir bara á "upptaka" og vonar að allt komi upp.

Hér endar grein Hans en heyra má viðtalið hér í meðfylgjandi hlekk.  Lesa má greina hér í Bragdið hjá Ziska bjargaði 17 av manningini á Ernestinu Ritari biðst afsökunar á lélegri þýðingu.

 


Slokknar á vita Evrópu? - Hvað gerir Evrópu svona sérstaka?

Menningarlegur og hugmyndasögulegur arfinn

Evrópa er vagga rökhyggju, lýðræðis og vísinda. Þaðan kemur Forn-Grikkland (lýðræði, heimspeki, leiklist, stærðfræði). Rómaveldi (lög, verkfræði, ríkisvaldsform). Kristin siðmenning og siðbreytingar. Endurreisn, upplýsing og nútímavísindi. Þessi hugmyndafræði mótaði vestræn gildi svo sem mannréttindi, einstaklingsfrelsi, frelsi fjölmiðla, trúfrelsi, jafnrétti o.fl.

Annað sem er einstakt eru evrópskar stofnanir og kerfi. Stjórnskipulag og réttarríki sem eru fyrirmynd annarra landa (t.d. Norðurlönd, Þýskaland, Holland). Velferðarkerfi sem mörg lönd reyna að herma eftir. Menntunarkerfi og rannsóknastofnanir í heimsklassa (Oxford, Sorbonne, Humboldt...). Evrópa er líka leiðandi í listum, bókmenntum og hugmyndum. Evrópa hefur verið leiðandi í tónlist (Bach, Beethoven), myndlist (da Vinci, van Gogh), arkitektúr (gotneskur, endurreisn), bókmenntum (Shakespeare, Goethe, Dostojevskíj). Hugmyndir eins og tjáningarfrelsi, veraldarhyggja, rökhyggja og vísindaleg gagnrýni urðu til í Evrópu.

Aðlögunarhæfni og endurnýjun

Evrópa hefur endurtekið enduruppgötvað sjálfa sig eftir stríð, plágur og kúgun. Álfan hefur samþætt eldri hefðir og nýjar strauma frá kristni til upplýsingar, frá heimsstyrjöldum til Evrópusambands.

Af hverju lítur heimurinn til Evrópu?

Fyrirmynd í stjórnarháttum og réttindum: Lönd í þróun reyna oft að taka Evrópu sem lýðræðislega og félagslega fyrirmynd. Evrópa hefur í mörgum tilfellum náð að sameina hagvöxt, félagslegt öryggi og umhverfisvernd. Menningarleg áhrif og mjúk völd (soft power). Evrópa hefur dreift menningu sinni, tungumálum og hugmyndum um allan heim – oft með nýlendustefnu, en líka í gegnum menningu, kvikmyndir, heimspeki, tíska og matarmenningu. Virðing fyrir fjölbreytni og réttindum. Evrópa hefur (þó ekki án mótsagna) meiri umburðarleika gagnvart minnihlutahópum, trúfrelsi og frelsi einstaklinga en margar aðrar heimsálfur.

En af hverju leitar fólk sem hatar vestræna menningu samt inn í Evrópu?

Evrópa Hagkerfi og öryggi. Evrópa býður betra líf, velferðarkerfi, atvinnu, menntun, öryggi og stöðugleika – jafnvel fyrir fólk sem andmælir gildum hennar. Tvíhyggja í viðhorfum er ríkjandi. Margir gagnrýna Evrópu sem "siðspillta", "trúlausa" eða "nýlenduvædda" á meðan þeir njóta ávaxta frelsisins sem vestræn menning býður. Það er tvíræðni og togstreita milli gildanna sem menn hafna og gæðanna sem þeir sækjast eftir. Hatrið getur verið blandað af öfund og fyrirlitningu. Sumir sjá Evrópu sem yfirráðaaðila eða siðferðilegan "áróðursvettvang", en samt sem löglegt og traust skjól. Öfund, vanmáttarkennd og niðurlæging (eða arfleifð nýlendukúgunar) getur vakið hatur sem beinist gegn vestrænum gildum – jafnvel meðan fólk sækir í þau.

Niðurstaða

Evrópa er sérstök vegna sögulegrar samþættingar hugmynda, menningar, kerfa og manngildissjónarmiða. Hún hefur gefið heiminum bæði vopnin til kúgunar og verkfærin til frelsis. Það er því ekkert einfalt svar við því hvers vegna fólk bæði dregst að Evrópu og afneitar henni í senn – því Evrópa er bæði spegill og mótvægi við eigin fortíð, og framtíð heimsins.

Nú er hætta á að Evrópa glati sérkenningum sínum með frjálslindi sitt, sem hleypur aðra menningaheima inn í álfuna sem eru ekki eins umburðarlindir og sú evrópska. Velgengi evrópskrar menningar er fallvaldur hennar um leið.

 


Hvers vegna stríðin á Gaza og Úkraínu halda áfram

Bæði stríðin eru orðin löng, 2-3 ár. Stríð hafa sinn líftíma, meðal lengin er 3,3 ár en þau geta verið upp í 8 ár (Bandaríkin - Írak) eða sex daga stríð Íraela við nágrannaríki. Í nútímanum enda stríð með að framleiðslugetan annast ekki notkun stríðsvopna, fjármagn er á enda eða ekki fleiri hermenn til að fórna. 

Ekkert af þessu er í gangi hjá bæði Ísraelum og Rússum og andstæðingum þeirra. Þau halda áfram vegna þess að það er engin niðurstaða á vígvellinum. Hjá Rússum er það að þeir hafa ekki náð að taka meira land og það sem þeir taka kostar óhemju mannfórnir og missir hergagna. Úkraína væri löngu fallin ef þetta væri ekki staðgengilsstríð milli Vesturvelda og Rússlands.  Það er niðurlægjandi að stoppa núna og með hvaða árangur? Eina sem myndi stöðva Rússanna væri efnahagshrun, sem er ekki í kortunum í augnablikinu þótt Trump sé að reyna að stöðva olíusölu Rússa til Kína og Indland.

Í Gaza eru Ísraelar að berjast við draug sem er hugmyndafræðin á bakvið Hamas. Eftir áratuga innrætingu íbúa, er erfitt að fá fólk til að hætta að fylgja hryðjuverkasamtökunum, jafnvel þótt allt sé í rúst. Gott dæmi um þetta er gjöreyðing Þýskalands 1945, nasistarnir börðust fram í rauðan dauðann (og næstu árin með skærum) og nasisisminn lifði stríðið af og er enn lifandi) en fólk hlýddi.

Í stöðu Rússlands myndi maður ætla að þetta stríð endi með friðarviðræðum og landamissir af hálfu Úkraínumanna. Það er auðljós niðurstaða. Þetta myndir á Kóreustríðið, þar sem barist var síðasta árið þrátt fyrir að niðurstaðan var komin í stríðið. Pattstaða einmitt leiðir til slíkrar niðurstöðu. Svo er það mannlegi þátturinn, tekst Trump að tala Pútín til?

Í stöðu Ísraela, þá er líklegt að Ísraelar hernemi Gaza, eins og þeir eru að hóta þessa daganna. Hvers vegna? Jú, þeir höfðu einu sinni afhent Gaza til Palestínu-Araba, 2005 og við sjáum hvað varð um það ríki. Þeir munu reyna, eins og bandamenn gerðu við Japan og Þýskaland, að hernema til lengri tíma og friða innan frá og breyta menningunni, það er eina leiðin til að eyða draugi-hugmyndafræði.

Það eru mistök af hálfu Vesturvelda að viðurkenna tveggja ríkja lausn akkurat á þessu augnabliki.  Þetta hvetur Hamas áfram (sigur af þeirra hálfu, fá viðurkenningu á Palestínuríki) og þvingun á friði með þvingunum (án sigurs á vígvelli) leiðir til ills blóðs. Nú er harðlínustjórnin í Ísrael að fá vopn upp í hendurnar, hún fær þarna óbeint umboð til að hernema Gaza og það sem er meira, landakröfur til Vesturbakkann sem Ísraelar kalla Júdeu og Samaríu sbr. þingsályktun sem var samþykkt Knesset í síðustu viku. 

Það er mjög skrítið að Vesturlönd vilja tveggja ríkja lausn þegar Arababandalagið krefst þess að Hamas leggji niður vopn. Betra væri að meiri ró verði áður en áframhaldandi viðræður um tveggja ríkja lausn halda áfram. Þetta er hægt eins og sjá má af fortíðinni. Næst því að samningur hefði náðst er í Taba 2001, Camp David 2000 og Oslo 1993–1995. Helstu hindranir voru  deilur um Jerúsalem, landnemabyggðir, öryggismál, og flóttamenn. Innri átök í báðum hópum (Hamas vs. Fatah, hægrisinnar vs. friðarsinnar í Ísrael) og truflun frá öfgahópum, hryðjuverkum, og pólitískum umskiptum

Að lokum um Vesturlönd og hnignun þeirra sem er auðljós öllum sem horfa.  Þau er algjörlega áhrifalaus í nútímanum. Enginn hlustar á hvað ESB hefur að segja. Hvorki í Úkraínu eða Gaza eða annars staðar. Völdin liggja í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kína og í Asíu. Þau ættu að hafa meiri áhyggjur af innra hruni, borgarastyrjaldir, glæpi, málfrelsi, hryðjuverkaárásir, fækkun íbúa, efnahagskreppur og umskipti á evrópskri menningu. Evrópa hefur verið viti heimssins, með fyrirmyndir um frjáls samfélög og kapitalisma en hvað gerðist? Frjálslindið gekk of langt? Það getur ekki snúið við kúrsinn? Mannréttindi trompa öryggishagsmuni? Fjölmenning að búa til margklofin ríki?

 

 


Hvers vegna eru ekki til hús eða byggingar frá miðöldum á Íslandi?

Þegar ritari hóf sagnfræði nám sitt vaknaði þessi spurning en prófesorarnir voru ekkert að reyna að svara þessari spurningu, svo ritari muni eftir. 

Hvers vegna eru þá ekki til byggingar frá miðöldum á Íslandi? Hvers vegna notuðu Íslendingar ekki steinlím til að búa til hús byggð úr steini? Grænlendingar sem fluttust yfir um 1000 byggðu kirkjur og hús úr steinum (þurrveggir = hlaðnir veggir). Færeyingar byggðu eins og Grænlendingar en líka eins og Íslendingar.  Skýringin er ef til vill einföld, náttúrulegar aðstæður.

Byggingarefni og náttúrulegar aðstæður á Íslandi - Skortur á timbri og kalki: Á miðöldum vantaði á Íslandi tvö lykilefni til steinbygginga, kalk og byggingatimbur.

Til að búa til varanleg húsakynni er nauðsynlegt til að búa til steinlím eða kalkmúr. Kalkstein finnst nánast ekki á Íslandi og ekki var farið að framleiða kalk úr skeljum (sem þó var hugsanlega mögulegt) fyrr en löngu síðar. Gott byggingatimbur skorti og voru bara stór skrauthýsi eins og dómkirkjurnar á Hólum og Skálholti byggðar úr timbri.  Það var flutt inn í litlu magni og nýtt mjög sparlega, því því þurfti að verja gegn veðri. Þetta takmarkaði líka burðarvirki fyrir þyngri byggingar.

Veðurfar og jarðskjálftar

Ísland er mjög vindasamt og rakt – þurrir steinveggir (þ.e. hlaðnir án múrs) veita lítinn einangrun og eru illa fallnir til vetrarveðra. Ísland er líka á eldvirku og skjálftasömu svæði. Það þýðir að steinbyggingar með stífri samsetningu (t.d. múrhúðaðar) hefðu haft tilhneigingu til að springa eða hrynja í jarðskjálftum.

Menningarleg og félagsleg hefð

Torfbæir voru aðlagaðir  að náttúrunni. Íslendingar þróuðu snemma hagkvæma byggingaraðferð sem hentaði vel,  Grunnur úr steini og tré, en veggir og þök úr torfi, mold og grjóti.  Þetta gaf einangrun sem hentaði íslenskum vetri betur en berir steinveggir. Slík hús voru líka ódýr, miðað við að flytja inn byggingarefni eða finna kalk. Val á efni = val byggt á reynslu. Torfhúsin voru meira að segja endurnýjuð eða byggð upp að nýju á nokkurra áratuga fresti. Þau voru hluti af hringrás, ekki varanleg "steinsteypt" menning eins og í Róm.

Á Vestfjörðum og sums staðar við norðurströndina (t.d. í Árneshreppi) var mikið af rekaviði. Rekaviður frá Síberíu (með hafstraumum) safnaðist fyrir á ströndum og nýtist vel í bátasmíði og húsgrindur. En samt voru húsin yfirleitt torfbæir með rekavið í burðarvirkjum. Veggir og þök voru úr torfi og grjóti – viðurinn var of verðmætur til að nota í heilbyggð hús.

Samanburður við Grænland

Grænlendingar voru norrænir að uppruna, en byggðu hús úr steini í Eiríksfirði og Brattahlíð – þar var steinn í yfirflæði, torf og viður var aftur á móti af skornum skammti. Í Grænlandi voru líka minni jarðskjálftar, þurrara loftslag, og því hentuðu þurrhlaðnir steinveggir betur. Ekki er víst að byggingarnar hafi verið hlýjar eða þægilegar, en þær voru oft notaðar sem kirkjur og virðingarsæti (eign prests, höfðingja).

Færeysk byggingalist - brú á milli tveggja bakka

Færeyingar byggðu eins og Grænlendingar en líka eins og Íslendingar. Líkindi eru með Íslendingum, s.s. torfbærir og timbur  Torf og grjót voru lengi vel meginefni í sveitahúsum Færeyja, rétt eins og á Íslandi. Gamlir torfbæir og hús með grjóthleðslum og timburþökum voru algeng fram á 19. öld.

Það sem líklega gerði þetta mögulegt var góð aðgengi að grjóti og torfi, En takmarkað timbur, sem varð til þess að fólk blandaði saman efni eftir þörf, rétt eins og á Ísland. Líkindi með Grænlendingum, steinhús og þurrhlaðnir veggir. Í sumum færeyskum þorpum má finna eldri hlaðin steinhús (einkum sem geymslur, smiðjur og fiskihjallar. Þetta minnir um margt á byggingaraðferðir í Grænlandi, þar sem ekki var torf í boði en nóg af steini.

Samantekt - Af hverju engin hús frá miðöldum?

Meginástæðan: Torf og timbur hús grotna niður og þau voru endurbyggð á ~30–60 ára fresti. Enginn sá tilgang í að varðveita hús sérstaklega — þau voru nýtt og rifin eftir þörf. Við höfum mörg fornleifagögn, en fáar byggingar lifa svo lengi nema þær séu úr steini eða vel varðveittar timburhús.  Elstu varðveittu hús á Íslandi eru af dönsku áhrifasvæði, og flest frá 1750–1800. Almenningur byggði áfram torfbæi, sem grotna niður og skilja lítið eftir sig ef ekki eru grafnar fornleifar. Á Vestfjörðum var mikið byggt með rekaviði, en ekki í þeim mæli að heil hús lifðu af öldum saman. Ísland varð ekki með stein- eða timburhúsamenningu fyrr en iðnvæðing og verslun Dana tóku við handritin af torfbænum.

Svo er það önnur saga hversu Íslendingar eru lélegir að viðhalda húsum frá 19. og 20. öld þegar þekkingin er meiri? Önnur raunarsaga er saga báta og skipa síðastliðna alda, allt rifið niður í brotajárn eða hent á bálköst. Síðasta dæmið um skip sem hefði átt halda á landinu er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson. Mikil saga á bakvið þetta skip og hefði verið gaman að hafa það til sýnis fyrir skólakrakka á skipasafninu í Reykjavík.


Að flýja lýðræðið

Sá undarlegi atburður á sér stað í Texas, að þingmenn flýja ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.

Forsagan er þessi: Þingmenn Demókrataflokksins í Texas hafa yfirgefið fylkið í mótmælaskyni gegn umdeildri tillögu þingsins um endurskipulagningu kjördæma sem Donald Trump styður. Þingmennirnir fóru um borð í leiguflugvél á sunnudagskvöld í þeim tilgangi að svipta fulltrúadeild Texas nauðsynlegum fjölda þingmanna til að halda áfram atkvæðagreiðslu um tillögurnar um breytingar á kjördæmum.

Áætlunin um endurskipulagningu kjördæma gæti hugsanlega komið á fót fimm viðbótar þingkjördæmum sem eru í hag Repúblikanaflokksins. Repúblikanar í Texas ráða nú yfir 25 af 38 sætum fylkisins í fulltrúadeild Bandaríkjanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn Demókrata hafa flúið eigið ríki og yfir í annað.  En hvers konar lýðræði er þetta? Ef þetta er ólöglegt, er alltaf hægt að leyta til dómsstóla, því þótt Repúblikanar halda í flesta valdaþræði, í alríkisstjórn og á Bandaríkjaþingi, þá er þriðja valdið til staðar og það er dómsvaldið.  Svo er það bara staðreynd að fylgi Demókrata hefur aldrei verið eins lítið og þessi misseri eða um 30%. Enginn sjáanlegur leiðtogi er í sjónmáli, engin stjórnarstefna sem fellur kjósendum í geð, aðeins woke stefna og vera á móti öllu sem Repúblikanar koma með, líka þjóðþrifarmál sem Demókratar voru áður fylgjandi. 

Sama taktík er reynd í Öldungardeildinni af hálfu Demókrata, reynt er að koma í veg fyrir útnefningar embættismanna fyrir stjórn Trump með því að þrýsta á að fara í sumarfrí og tefja á allan hátt málameðferð.

Hér á Íslandi er ástandið ekki betra, það er farið til útlanda í sumarfrí, þegar tollaálögur eru lagðar á Ísland af hálfu Bandaríkjamann og ESB.  Fjarvera er ekki lýðræðisleg vinnubrögð. Þátttaka er það.


Stríð og hungur árið 2025 utan Gaza stríðið og Úkraínu

Vestrænir fjölmiðlar eru ótrúlega sjálfhverfir og kjósa bara að fjalla um stríð eða hungursneyðir sem þeim finnst skipta máli. Eitthvað sem hreyfir við almenning á Vesturlöndum.  Það eru auðvitað stríðin í Úkraínu og á Gaza.

En það eru mörg önnur stríð í gangi í dag. Kíkjum á þau. Stríð sem eru í gangi nú um mánaðamót er stríð í Sýrlandi – borgarastyrjöldin sem hófst 2011 er enn á fullu, með samt flóknum átökum milli stjórnvalda, uppreisnarmanna og erlendra afla.

Borgarastríð milli Houthi og ríkisstjórnarinnar í Jemen (stuðningur frá Saudi-Arabíu og Íran), síðustu árin mjög mannskæð.

Á Sahel svæðinu eru átök (Mali, Níger, Burkina Faso o.fl.) er ástandið mjög óstöðugt.

Í Myamar er borgarastyrjöld síðan um 2021; ýmsir þjóðarbrotahópar og lýðræðishreyfingar berjast gegn hernum. Í Eþíópíu – þó að formleg stríð í Tigray séu lítils áhuga, er áfram átök í Amhara og Oromia svæðum sem hluti af aðskilnaðar- og þjóðernishvöt. Súdan – innbyrðis átök milli Sudan Armed Forces (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) frá apríl 2023 og eru þetta  gríðarleg átök. Stríð á  milli Kóngó og Rwanda – að mestu tengt M23 uppreisnarmönnum í Austur Kongó með stuðningi Rúanda. 

Enn eru átök í Sómalíu áfram í átökum við al-Shabaab í Mið- og Suður - Sómalíu. Nýverið voru átök á milli Kambódíu og Taíland. – landamærastríð sem blossaði upp í júlí 2025, árekstar leiddu til dauðsfalla Svo voru það átökin milli Ísrael–Íran – beinar árásir milli landanna sem hluti af víðtækari hildarleik í Mið-Austurlöndum. Bardagar á Vesturbakka og gegn Hezbollah í Líbanon – hluti af Mið-Austurlanda spenna. 

Að sjálfsögðu rata þessi átök inn á almenna fjölmiðla en umfjöllunin er lítil. 

Svo er það þögla stríðið við hungrið.  Hér er vitnað í ChatGPT: 

Samkvæmt SOFI 2025–skýrslunni birti UN fjölda sem nefnir að 8,2% mannkynsins eða um 673 milljónir manna voru undirnærðar árið 2024. Þetta er samfallið á milli 638 and 720 milljóna manna. Þrátt fyrir smá batnandi þróun er þetta enn mjög hátt hlutfall World Food Programme+1UNICEF USA+1.

Þessir tölfræðilegir bendlar endurspegla að margir fara að sofa svangir á hverju kvöldi og standa frammi fyrir vægum eða alvarlegum skorti.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband