Látum Milton Friedman leysa efnahagsvanda Íslendinga og Seðlabanka Íslands

Eins og margir vita var Friedman stórtækasti talsmaður frjáls markaðar og lágra skatta (eins og ritari), með áherslu á  peningastefnu sem leið til að halda verðbólgu í skefjum. Ef við hugsum um Ísland árið 2025, þar sem vandamál geta verið hár kostnaður, skuldir og verðbólga, þá gæti nálgun hans falið í sér að hafa peningastöðugleika sem forgangsatriði. Ísland gæti sett fram strangari peningastefnu, þar sem Seðlabanki landsins myndi hafa skýra stefnu til að halda verðbólgu stöðugri. Friedman vildi gjarnan að vextir og peningamagn fylgdu náttúrulegum lögmálum markaðarins, frekar en handahófskenndum stjórntökum. Þetta gæti hjálpað til við að sporna gegn verðbólgu og halda krónunni stöðugri.

Friedman eins og ég hefði viljað sjá skattalækkanir og einföldun kerfisins. Friedman trúði á að lægri skattar ýta undir hagvöxt. Ísland gæti skoðað að létta byrði á fyrirtækjum og einstaklingum til að auka fjárfestingar og neyslu, sem eykur hagvöxt og skapar störf.

Aukning á einkarekstri á ákveðnum sviðum. Til dæmis á markaði fyrir orku, flug, eða jafnvel vatnsdreifingu. Meira svigrúm fyrir einkaframtakið gæti leitt til lægri kostnaðar og betri þjónustu, sem Friedman taldi að ríkisrekstur oft hindri. Friedman var mikill talsmaður frjálsra viðskipta. Ísland gæti aukið samkeppni og útflutningsmarkaði með einfaldari reglum og minna tollvernd, sem styrkir krónuna og eykur hagvöxt.

Á einfaldan hátt: stöðugur peningamarkaður + lægri skattar + aukin einkarekstur + alþjóðleg samkeppni. Þetta væri klassísk Friedman-lausn á efnahagsvanda.

Eins og staðan er í dag á efnahagslífi Íslands (2025), þá er hagvöxtur um 2%, verðbólga milli 4-5% og 38% af tekjum heimila og fyrirtækja - heildarskattbyrði heimila og fyrirtækja samanlagt (tekjuskattar, tryggingagjald, virðisaukaskattur o.fl.). Þegar allt er lagt saman getur skattbyrðin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eða ráðstöfunartekjum heimila verið nálægt 38–40%. Allt þetta fer í skattahítið og atvinnuleysið sem er 4%. Stjórnsýslukostnaður: háður opinberum rekstri, um 25% af þjóðarframleiðslu á ákveðnum sviðum (t.d. vatn, orka, samgöngur).

Hvað myndi Friedman gera í núverandi efnahagsástandi? Skattalækkanir og einföldun kerfisins. Lægri tekjuskattur og fyrirtækjaskattur úr 38% í 28%. Áhrif væru einföld, heimili fá meiri ráðstöfunartekjur, fyrirtæki er þar með kvött til fjárfestinga. Áætlað áhrif erum  +0,8–1,2% hagvöxtur á ári (miðað við Friedman-líkön). Peningastöðugleiki  Seðlabanki fylgir stranga stefnu, vextir og peningamagn miðuð við 2% verðbólgumarkmið Áhrifin eru að verðbólga gæti lækkað úr 5% í 2–2,5%. Skilar stöðugleika í krónu og tryggir langvarandi fjárfestingar. Ef hlutfall opinberra rekstra frá 25% fer úr 15–18% í ákveðnum geirum (t.d. orka og vatn) verða áhrifin að samkeppni lækkar verð, eykur nýsköpun, möguleg hagvöxtur +0,5–0,7%.

Og þá erum við komin að alþjóðlegri samkeppni og útflutning. Lækkun tolla og einföldun reglugerða og áhrifin yrðu aukinn útflutningur, styrkir krónuna, hagvöxtur +0,3–0,5%.

Nú kann einhver að segja að þetta séu bara efnahagskenningar Friedmans, en í raun má segja að Argentína sé nú, árið 2025, að beita efnahagsstefnu sem er í anda Milton Friedmans — frjálsmarkaðsnálgun með áherslu á lágmarks ríkisafskipti og peningaleg stöðugleika, en þau eru kenningar Friedman að miklu leyti. Hins vegar er nauðsynlegt að greina hvað er beinlínis tekið frá Friedman og hvað kemur frá hinni svokölluðu austurríska (Austurríki) skóla, sem Argentína byggir líka mikið á en það er önnur saga.

 

Stýrisvaxtar ákvörðun Seðlabanka Íslands og fíllinn í postulínsbúðinni

Verðbólga er 4% í ágúst, stýrisvextir eru 7,5%. Þetta er alveg galið, því að verðbólga og vextir hafa takmörkuð áhrif á gjörðir einstaklinga.

Fólk verður að kaupa sér fasteign (annað sem er í boði er leigjenda okur). Fasteignamarkaðurinn er frosinn með nýjar íbúðir (of dýrar og engin bílastæði) en mikil eftirspurn eftir gamlar íbúðir. Fasteignamarkaðurinn er tengdur vísitölu og þessi fíll í postulín búðinni skekkir allt. Milton Friedman hefði sagt: "Þið eruð að stýra með skammtímaverkfærum í stað þess að setja skýra, stöðuga peningareglu sem markaðurinn getur treyst."

Fasteignaliðurinn í vísitölu neysluverðs er þar með einmitt risastór "fíll í postulínsbúðinni". Þetta er eitthvað sem Friedman sjálfur hefði tekið mjög gagnrýnið til skoðunar, af þrennum ástæðum.

Á Íslandi er húsnæðisliðurinn hluti af verðbólgumælingu (reiknaður sem húsnæðisverð + vextir), ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem aðeins húsaleiga er notuð.

Þetta þýðir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans hækkar vísitölu beint, því vextirnir sjálfir eru hluti af mælingunni. Þannig getur Seðlabankinn með aðgerðum sínum ýtt undir verðbólgu til skamms tíma, jafnvel þótt ætlunin sé að slá hana niður. Þetta er ákveðin mótsögn í kerfinu

Fasteignamarkaðurinn er ósveigjanlegur þáttur, því fólk þarf að búa einhvers staðar. Ef kaupin eru dýrari og framboð nýrra íbúða sem ekki henta, snýst eftirspurnin að gömlum eignum = verð heldur áfram að hækka.

Þar sem húsnæðisliðurinn er stór hluti vísitölunnar, ýtir þetta undir mælda verðbólgu þó að annar hluti neyslu (matur, þjónusta, raftæki) sé stöðugri.

Friedman hefði líklega talað um "skekkt mælitæki" og sagt: "Þið eruð að beita rangri mælistiku. Verðbólga er peningalegt fyrirbæri – ekki afleiðing þess að fólk þarf þak yfir höfuðið." Hann myndi halda því fram að ef peningamagnið væri stöðugt, myndi fasteignaverð ekki þenjast út umfram raunframleiðslu. Að mæla húsnæðiskostnað sem hluta af verðbólgu í gegnum vexti sem bankinn sjálfur stjórnar væri í hans augum hreinlega kerfisvilla.

Og hér kemur að "Fílnum í postulínsbúðinni". Þegar fasteignaverð og vaxtaliður eru inni í vísitölunni, verður Seðlabankinn í raun að elta eigin skugga. Hann hækkar vexti = mæld verðbólga hækkar = hann þarf að halda vöxtum háum lengur. Þetta leiðir til þess sem við sjáum nú; frosinn fasteignamarkaður, þar sem nýjar íbúðir eru of dýrar, gamlar eftirsóttar, og kaupendur fastir milli steins og sleggju.

Þetta er áhyggjuefni, því að ef ritari (sem er bara áhugamaður um hagfræði og aðdáandi Miltons Friedmans), getur séð þetta, af hverju ekki spekingarnir í Seðlabankanum? Hef grun um að þeir sjái þetta líka, en þeir hunsa þennan þátt, því jú, efnahagur Íslands hlýtur ekki eðlilegum lögmálum hagfræðinnar!

Það er kerfilægur vandi í kerfinu, stjórnmálamenn geta ekki tekið af skarið með verðtrygginguna, búrókratar og stjórnmálamenn geta eða vilja ekki taka fasteignaliðinn úr vísitölunni.  Með öðrum orðum, þetta er heimatilbúinn vandi.  

 


Stefna borgar og háskóla gagnvart borgurum

Græðgis væðingin og hugmyndafræðilegt gjaldþrot ræður ferðum stjórnar Háskóla Íslands og borgarstjórnar. Byrjum á H.Í. Það er ljóst að rektor Háskóla Íslands er ekki að rækja skyldur sínar, a.m.k. svarar hún ekki þegar spurt er um akademískt frelsi til máls.

Annað sem er svívirðulegt, en það er gjaldtaka á bílastæðum háskólans, sem var komið á nú í skólabyrjun.  Nú á að sækja aura í bókstaflega tóma vasa stúdenta. Eins og allir vita, fjármagna flestir nemendur sig með námslánum eða vinna með námi, hvorutveggja mjög erfitt.  Námslán nemenda eiga sem sé að borga í sjóði H.Í. Undirritaður er með happdrættismiða í H.Í. en happdrættið er notað til að fjármagna framkvæmdir á vegum háskólans. Þessi miði verður ekki endurnýjaður.

Bílahatrið birtist líka í gjörðum borgarstjórnar, en þegar byggt er, eru aðeins 0,7 bílastæði á íbúð. Það er sem sé ekki gert ráð fyrir að fólk fái gesti í heimsókn eða íbúarnir eigi að berjast bókstaflega um þau lausu bílastæði við viðkomandi hús. 

Báðir aðilar eru með gjörðum sínum að neyða íbúa og nemendur að taka strætó! Þetta er óbein þvingun.  En þrátt fyrir þetta munu margir nemendur eftir sem áður, koma á einkabílnum í skólann. Þeir annað hvort búa langt í burtu eða vegna líkamslegt ástand verða að vera á einkabíl. Sama á við um borgaranna, sérstaklega eldri borgara, þeir verða að vera á bíl til að hafa ferðafrelsi.

Háskóli Íslands vegur ekki aðeins að ferðafrelsinu, heldur líka málfrelsinu. Hvað varð um akademíska frelsið?

Segjum upp happdrættismiðum hjá Háskóla Íslands. Það er eina vopn borgarans, að neita að borga.

Viðbót: Hér er vinstri woke bílhatarar Bretlands að ráðast á bíleigendur sem "menga" of mikið með eftirliti myndavéla. Svo er sekt send heim. Andstæðingar fara um og saga niður myndavélastaura og þeir kalla sig "Blade runners".

Blade runners

Þegar borgarar eru farnir að brjóta lög, eða yfirvöld ganga of langt, er greinilegt að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli borgara og yfirvalda. Held að traust á Alþingi og önnur yfirvöld sé í lágmarki þessa daganna. Sama á við önnur vestræn stjórnvöld sem ganga ansi nærri réttindi einstaklinga/borgara.


Er Bretland lögregluríki?

Svo segir þetta fólk í meðfylgjandi myndbandi. Nýjasta nýtt er að lögreglan eignir gildru fyrir fólk sem tjáir sig. Hún er eftirfarandi: Lögreglubíll keyrir eftir götu, ef einhver hrópar ókvæðisorð á eftir bílnum, er annar lögreglubíll, ómerktur sem tekur viðkomandi í karphúsið!  Seinni myndbandið sýnir hælisleitenda sem hæðist að opnum landamærum Bretland og montar sig af 4ra stjörnu hóteli sem hann dvelst á. Þriðja myndbandið er frá Bandaríkunum og sýnir ólöglegan innflytjenda sem fékk meira prófskírteini til að aka trukka. Afleiðingin er skelfing.

Skemmst er að minnast nýja hatursorða löggjöf í Bretlandi sem er notuð til að elta uppi fólk sem segir eitthvað miður jákvætt um innflytjendur. Svipaða haturorða löggjöf sem Katrín í VG ætlaði að koma á Íslandi. Í framkvæmd notað til að þagga niður í andstæðingnum af hægri væng stjórnmálanna.

 


Hér er seinna myndbandið...


Ákvað að bæta þriðja myndbandinu við, sem sýnir ólöglegan innflytjanda í Bandaríkjunum sem olli dauða þriggja manneskja með ólöglegum akstri. Sálfræðingur sem lýsir atvikinu telur hann vera siðblinding. 

Þetta minnir svolítið á vilta vestrið á leigubíla ástandinu á Íslandi, þar sem menn kunna ekki stakt orð í íslensku en geta samt verið í atvinnu akstri. Eitthvað vitlaust gefið hér?

 




viðbót: 

 


Þegar samheldni og þor elítunnar brestur

David Betz, Professor of War in the Modern World við Kings´s College London, hefur fjallað um hugsanlega borgarastyrjöld í Bretlandi. En hann sér ekki endilega fyrir sér átök hópa í einkennisbúningum, það eru nefnilega til margar gerðir af borgarastyrjöldum.  Nærtækasta dæmið er Norður-Írland upp úr 1970 en í stærra sniði á megilandi Bretlands. Hann sér fyrir sér eina gerð sem er "dirty war" eins og sjá má í Suður-Ameríku en ekki líklegt dæmi fyrir Bretland. Munurinn er sá að stjórnmálastéttin og -kerfið í Bretlandi hefur verið nægilega öflugt til að koma í fyrir innanlandsátök hátt í þrjú hundruð ár. 

En Betz sér fyrir sér, þegar kerfið brestur, verður það vegna þess að elítan klofnar, ekki endilega á toppnum, heldur neðan frá og það sé vegna vantraust almennings. Þ.e.a.s. þeir sem eiga að fylla raðir elítunnar gera það ekki.  Hann telur Niel Farage, formann Umbótaflokksins, ekki vera elítu leiðtogann sem mun leiða "byltinguna" heldur einhvern sem við þekkjum ekki í dag. 

Betz talar um "elite overreach" og misskilning sem uppsprettu átaka. Betz bendir á undanfarin mótmæli og átök undirstriki að elítan hafi misst pólitíska og samfélagslega trúverðugleika. Hann vísar til menningarlegs klofnings, efnahagslegrar stöðnunar, pólitískrar togstreitu og þess að fólk finni að stjórnmálakerfið hafi brugðist þeim. Slíkar aðstæður séu meðal helstu vísbendinga um hættu á borgarastyrjöld.

Borgirnir verða "villiborgir" – feral cities

Í grein sem birtist í Military Strategy Magazine lýsir Betz þróun þar sem stór borgarsvæði verða óstjórnanleg – "feral cities" – þar sem ríkisvaldið hefur ekki lengur stjórn og samfélagsinnviðir hrörna. Þetta leiðir til ástands þar sem lög og röð kollvarpast. Hann sér líka fyrir sér að átökin þróast með ákveðinni "borg versus sveit"-vídd: Sveitir eða dreifbýli gætu ráðist á borgarinnviði (orku, rafmagn, samgöngur), með því að reyna að lama borgarkerfið og skapa víðtæka óreiðu. Slíkar árásir geta leitt til "latin-amerísks skíta stríðs" ("dirty war"), sem fljótlega springur út í víðtækari átök.

Í viðtali sem Betz gaf, vísar hann til þess að áður ráðandi hópar upplifi "downgrading" – að þeim sé sífellt minna eftir veitt eða þeir séu settir í skuggann. Þetta ýti undir uppreisnar– eða reiðiviðhorf, ekki síst gagnvart „sviknum“ elítum sem virtist brjóta samkomulagið.

Betz spáir "löngum og blóðugum" átökum, þar sem fjöldi látinna gæti nálgast 23.000 á ári, ef líta á fjölda fórnarlamba á hápunkti Norður-Írlands-deilnanna sem mælistölur. Hann leggur áherslu á að forráðamenn, varnarmálayfirvöld og almenningur verði að brjótast undan "normalcy bias" – þeirri ákjósanlausu hugalægjuhneigð að hugsa "ó, þetta gerist ekki hjá okkur".

Til að bregðast við mögulegu hættuástandi leggur Betz til uppbyggingu "secure zones" – örugg svæði þar sem mikið menningar- og efnahagslegt verðmæti geti varðveist, með orku, vatn, samskiptasniðagripum og samgöngum. Þetta svæði ætti að vera varanlegt og færni að vernda hæfileika til eðlilegs lífs jafnvel á krepputímum.

Auk þess hvetur hann til að tryggja varðveislu menningarverðmæta með sérstöku verndarþjónustu ("special service for cultural protection") og geymslu vegna hættu á hernaðarlegri hryðjuverkahættu.

Þessi kenning hjá Betz er ágæt út af fyrir sig en hann tekur ekki á raunverulegan klofning í Bretlandi sen er vegna trúar og menningu. Fólk býr raunverulega aðskilið í borgum landsins og deilir ekki neinu nema dvöl í sama landi. Það nægir ekki að benda bara á vantraust borgaranna á elítunni (sem einmitt verður til vegna trúar- og menningar ágreinings). Vantraustið er afleiðing af breyttu samfélagi sem elítan skapaði.

Bent hefur verið á hér á þessu bloggi að kosningafyrirkomulagið í Bretlandi er meingallað. Það byggist á að sigurvegarinn hirðir allt í raun. Meirihlutinn er algjör og einn flokkur ræður ríkjum. Þetta er hættulegt í margklofnu þjóðfélagi eins og í Bretlandi, þar sem minnihlutinn þarf að þeigja í 4 ár, til næstu kosninga. Það er of langur tími, því það getur kveiknað í púðurtununni á meðan. Árangursríkt væri að breyta kosningakerfinu í Bretlandi og leyfa þar með minnihlutanum að hafa rödd, líka í stjórnar andstöðu.  Sjá má samlíkingu við óþol ríkisstjórnarinnar á Íslandi í sumar, þegar þaggað var í minnihlutanum með "kjarnorku ákvæðinu".

 


Borgarastyrjöld í Bretlandi?

Því miður er þróunin á þá leið, þótt hún, ef af verður, er ekki á næstunni. Óeirðir og mótmæli hafa einkennt Bretland síðastliðin misseri og ekkert lát virðist á.  Fólk trúir ekki að núverandi ástand muni breytast, þar til að gerist í raun. Stríð og átök virðast alltaf koma fólki á óvart nema sérfræðingunum. Þeir vita hvað klukkan slær. 

Rauðu aðvörunarljósin blikka alls staðar og birtast í formi grasrótarhreyfinga víðsvegar um Evrópu, líka á Íslandi, sem mótmæla núverandi ástandi. Fólk finnst misskipting og misrétti vera í gangi og það að stjórnmálaelítan hlusti ekki á áhyggjuraddir almennnings. Það sem mun leiða til þess að það sjóði upp úr, eru efnahagsmál. Þegar efnahagurinn versna, eins og hann gerir undir vinstri stjórn Keirs Starmers, og það velferðakerfið getur ekki sinnt þeim sem verða undir í þjóðfélaginu, brýst út reiði. Og það er reiði í gangi. Sú reiði brýst oft út í ofbeldi, úr ofbeldi í óeirðir og úr óeirðum í borgarastyrjöld. 

Til þess að það verði borgarastyrjöld þarf að vera algjör samfélagsbrot. Innan samfélagsins, eru hópar sem geta ekki búið saman vegna ýmsa þátta, s.s. trúar, menningar, tungu og fleiri þátta. Jaðarsamfélögin í Bretlandi eru ekki lengur jaðar, heldur megin samfélög í vissum borgum. Fólkið býr saman í sama landi en á ekkert samleið að öðru leyti. Þegar minnihlutinn er búinn að ná ákveðnum fjölda, finnst á sig hallað, verður gripið til vopna. 

Bretland, með England, (Norður)-Írland og Skotland innanborðs, hafa upplifað borgarastyrjaldir og það er ekkert sem segir að það gerist ekki aftur, síður en svo.

Í þessu viðtali fer fyrrum ofursti yfir stöðuna. Hann er bara einn af mörgum sem sér bara svarta stöðu í Bretlandi.

 

 


Ísland, þvert á flokka og evrópska dómstóla gildra

Ísland, þvert á flokka virðist vera sér íslensk grasrótarhreyfing en hún er það ekki. Hægt er að setja þessa grasrótarhreyfingu í samhengi við aðrar sambærilegar grasrótarhreyfingar í Evrópu og hér er sérstaklega átt við um Írland, Bretland o.fl. ríki.

Hvers vegna koma svona hreyfingar fram víðsvegar um Evrópu á sama tíma? Já, almenningur er orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda og valdaelítunnar í innflytjendamálum. Almenningur vill ekki opin landamæri, því ef þau eru opin, er ekkert velferðaríki né lög og regla. Það sem bindur hendur þjóðríkja og ástæðan fyrir ráðaleysinu í málaflokknum á sér tvær megin orsakir.

Megin orsökin er ESB, sem er ríkjabandlag án lýðræðislegt aðhald. Þegar búríkratar (ókosnir) eiga að taka ákvarðanir fyrir einstaka ríki, verða hagsmunir ríkisins eða ríkja að lúta í lægri haldi fyrir meginhagsmuni alls ríkjasambandsins.

Hin orsökin, sem er í beinum tengslum við ESB, eru dómstólar Evrópu, svo sem mannréttinda dómstóll Evrópu. Þessir dómstólar setja hagsmuni mannréttinda einstaklinga sem eru ekki hluti af Evrópu ofar hagsmunum ríkja, þar með öryggishagsmuni. Dómstólarnir eru bundir af þröngu sjónarhorni, taka ekki tillit til menningu, tungu, efnahag einstakra ríkja, heldur er réttvísin blind. Ofan á þetta eru þessi dómsstólar bundnir af mannréttinda sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fer oftast á skjön við hagsmuni evrópskra þjóðríkja. Ekkert mál fyrir t.d. Afríkuríki að samþykkja slíkan sáttmála, því enginn vill sækja hæli í vanþróuðu ríki, en ásóknin er yfirgengilegt til Evrópu.

En nú er ritari kominn út fyrir efnið. Uppreisn almennings gegn ráðaleysi stjórnmálamanna. Lítum á stutta sögu Ísland - þvert á flokka.

Þessi grasrótahreyfing birtist í mótmælum á Austurvelli 17. júní 2025, þar sem hundruð Íslendinga úr öllum aldurshópum komu saman til að mótmæla stjórnmálaóvilja, sérstaklega í landamæramálum og varðveislu íslenskrar menningar og tungumáls. Í skoðanakönnun sögðust 60% landsmanna styðja þessa hreyfingu. Það sem einkennir þessa hreyfingu er að hún er þverpólitísk, þátttakendur með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Gamalt, ungt fólk og fjölskyldur mæta á mótmælafundi og næsti fundur er á morgun.

Ísland - þvert á flokka er aðeins ein af mörgum sambærilegum grasrótarhreyfingum í Evrópu.  Kíkjum á frændur okkar Íra og sambærileg samtök. 32 County Sovereignty Movement er mótmælahreyfing með rót í írskri repúblíkufrjálshyggju, án stjórnmálaflokkastöðu, en með pólitískar kröfur um fullveldi.

Báðar hreyfingarnar eru þverpólitískar. Nú yfir Írlandshaf til Bretlands og lítum á Great British National Protest (GBNP), myndað snemma á árinu 2025 sem grasrótarhreyfing fyrir "samfélagsöryggi, réttláta innflytjendamál og bresk fullveldi". Þessi hreyfing notar samfélagsmiðla (svo sem Facebook, Telegram og TikTok) til að skipuleggja mótmæli í nokkrum borgum eins og Bournemouth, Norwich og Leeds. Þótt þeir afneiti tengslum við öfgahópa, hafa sumir meðlimir verið tengdir fyrri stuðningi við öfgasinnuð eða anti-ísamísk samtök. 

Það er bara þannig að alls konar fólk sækist í slíkar hreyfingar eins og ofangreindar eru. En það eru til ótal margar aðrar grasrótarhreyfingar víðsvegar um Evrópu, sem eru búnar að fá nóg af skrifræðinu, ráðaleysinu (áhugaleysinu?) og að aðkomufólk er forgangs flokkað fram yfir heimamenn. Þetta hefur ekkert með rasisma að gera, heldur þjóðlega samheldni, menningu og tungu og síðan en ekki síst efnahagslegar ástæður sem fær venjulega sófa kartöflu til að standa á fætur og á mótmæli. Jú, þegar gæði velferðasamfélagsins eru af skornum skammti, þá þarf að skammta og deila. Af hverju að vinna alla æfi, borga skatta þegar aðrir sem koma inn og fá allt upp í hendurnar? Eitthvað vitlaust gefið segir fólk og mótmælir.


Eru nýir tímar fyrir íslensku lögregluna?

Sá spurning vaknar hvort íslenska lögreglan sé að missa tökin á "innanlandsfriðinum", það er röð og reglu í þjóðfélaginu.  Íslenska elítan hefur verið dugleg að skipta um þjóð í landinu og þótt mikill meirihluti fólks sem kemur hingað inn til vinnu eða náms, er harðduglegt og heiðarlegt, fylgir þessum mikla innflutningi - sem má alveg flokka sem þjóðflutninga - margur glæpamaðurinn.

Ef við tökum hlutfall útlendinga meðal fanga sem mælikvarða, þá hefur það aldrei verið hærra á Íslandi en nú.

Í september 2024 var það komið upp í um 28% samkvæmt opinberum tölum, sem er gríðarlega hátt miðað við að útlendingar eru aðeins um 18% íbúanna. Þetta bendir sterkt til þess að þeir séu stóraðilar í alvarlegum brotum.

Einnig er rétt að útköll sérsveitarinnar hafa rokið upp á undanförnum árum, sérstaklega eftir innflutning á skipulagðri glæpastarfsemi frá Skandinavíu og Eystrasaltsríkjum.

Samkvæmt frétt RÚV átti sérsveitin um 2014 um 38 vopnuð útköll, en árið 2023 voru þau um 461, sem er tólfföld aukning. Sem þýðir að meira en eitt útkalla á sér stað daglega allt árið um kring.

Ritari leitar hér á náðir Völvu (því upplýsingar skortir) og spurði um stöðu sérsveitarinnar og hún fann lítið. Hún segir að samkvæmt Wikipedia "var sérsveitin árið 2018 samsett af 46 sérsveitarmönnum, en hún átti að vera fullmönnuð með allt að 55 starfsmönnum. Reglulega eiga sérsveitarmenn að sinna bæði almennum lögreglustörfum og sérverkefnum, en um 75% af vinnutíma fer í lögregluverkefni og um 25% í þjálfun.

Fjöldi morða, rána og innbrota er hærri en áður hefur sést í íslenskri glæpasögu. Lögreglan metur að 15–20 virkir glæpahópar/gengi starfi hér á landi, flest tengd erlendum glæpagengjum. Fjárfesting í lögreglu og mannafla hefur aukist bæði í almennu lögreglunni og sérsveitinni — sem endurspeglar að alvarleiki mála hefur aukist. En því miður eru íslensk stjórnvöld löt við að greina glæpi og deila þeim með þjóðinni.  

Ef til vill þarf sérsveitin að draga sig alfarið úr daglegum lögreglustörfum (með hátt í 450 útköll) og vera til staðar allt árið um kring bara sem sérsveit. Það þyrfti líka að fjölga í henni sem og almennri löggæslu (það er víst gangskör í gangi með það). Sú tilfinning er fyrir hendi að vegna fámennis innan lögrelgunnar eru forvirkar rannsóknir fátíðar og lögreglan veigrar sér við að beita sér af fullu afli gagnvart ýmsum hópum.  

 


Sir David Starkley um velferða- og innflytjendamál

Á ráðstefnu Íhaldsflokksins í október 2024 kallaði Starkey eftir því að snúa aftur til velferðarreglna frá Viktoríutímanum og fullyrti að velferðarmál ættu að vera undantekningin, ekki reglan.

Hann hrósaði Viktoríutímanum hvað varðar "minni réttindi", sem þýddi að þeir sem njóta velferðar ættu ekki að fá meira en lágmarkslaun sem vinnandi einstaklingur getur framfært.

Starkey lagði til að bæði hvata og fælingar ("gulrót og prik") yrðu kynntar til sögunnar til að umbreyta velferðarmálum og lýsti yfir fyrirlitningu á nútíma hugmyndum um "samúð" þegar þær eru paraðar við réttindi.

Þó erfitt að geta sér til um ítarlegar skoðanir Starkey á innflytjendamálum, er hann þekktur fyrir að vera andstæðingur Evrópusambandsins og berjast fyrir bresku fullveldi. Hann talar fyrir þjóðmenningu, og er alfarið á móti fjölmenningu sem hann telur að leiði til falls Bretlands.

Starkey berst fyrir strangari og skilyrtari velferðarstefnu, sem endurspeglar gildi Viktoríutímans, og opinberar athugasemdir hans benda til stuðnings við strangari innflytjenda- og fullveldisstefnu.

Hér er kynning á Starkley: 

Og hérna kemur hann inn á velferða- og innflytjendamál við breskan múslima: 


Trump, Pútín og friður í Úkraínu

Þetta óþarfa stríð er hátt í þriggja ára gamalt. Erfitt er að skilja taktíkina, barist er samkvæmt nýjustu tækni með skotgrafa hernaði í bland.  Líkja má því við hægfara malarkvörn af hálfu rússneska hersins. Land er tekið smá saman af Úkraínu mönnum og nú virðist vera kominn skriður á sókn Rússa, sem skýrir áhugaleysið á friðarviðræðum. 

En hvert er markmiðið? Landtaka hluta Úkraínu? Koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ? Hernám alls landsins? Hver sem ástæðan er, er fórnarkostnaðurinn gríðarlegur í mannslífum talið. Sovétmenn unnu kannski Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni en hver var kostnaðurinn? 26 milljóna mannslífa í súginn. Og Þýskaland var orðið aftur að risavelda 1955, a.m.k. sem iðnaðarveldi en Rússland og hin Sovétríkin í bullandi vanda. Var þetta þess virði? 26 milljónir samkvæmt útreikningi Völvu: raunhæf tala líklega á bilinu 150–250 milljónir afkomenda í dag sem hefðu getað verið til ef þessir einstaklingar hefðu lifað.

Er ein milljón manna látina í þessu stríði þess virði? Nei.

Hvað um það, það er ljóst að Rússar eru að taka Donbass svæðið (sem er að mestu byggt rússnesku mælandi fólki) en 80% af svæðinu er undir þeirra stjórn nú þegar og svo landsvæði meðfram strönd Úkraínu. Þeir eru líka að taka Krímskagann (sem er réttlát, því Úkraínu eiga engan sögulegan rétt til skagann). Ef þetta er markmiðið, er það þegar náð.  Verra er ef markmiðið er að taka alla Úkraínu. Segjum svo að Rússar nái því, sem er auðveldasti hlutinn, annað er að hersitja fjandsamlega íbúa sem hata innrásaliðið.  Það gengur ekki upp til langframa.  Þriðja markmiðið að koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ. Það er alveg ljóst að það markmið er þegar náð, Bandaríkjamenn og sumar NATÓ-þjóðir eru mótfallnar því. Skilaboð Pútíns, hingað og ekki lengra er öllum ljóst.

Það er því í raun engin ástæða fyrir að halda stríðinu áfram...nema um tilfinningar er að ræða.  Að Rússar haldi andliti, að þeir verði álitnir sem stórveldi og síðast en ekki síst halda öllum sjálfstjórnarsvæðum Rússland undir styrkri stjórn Kremlar. Það er mesti óttinn, að Rússland liðist í sundur.

Endum þetta á manninum sem allir hafa skoðun á, Trump.  Það má segja ýmislegt um karlinn, en það er þegar ljóst (fyrir sagnfræðinga a.m.k.) að forsetatíð hans er söguleg. Hann mun fara í sögubækur og er þegar í þeim, sem áhrifamesti forseti Bandaríkjanna. Hann fer á top 5 lista áhrifamestu Bandaríkjaforseta.  Margt sem hann gerir er umdeilt en margt sem hann gerir ætti ekki að vera umdeilt (en er það samt!).  Svo sem friðarstefna hans. Abraham samkomulagið í Miðausturlöndum (sem Íran, Hezbollah og Hamas reyndu að eyðileggja með árásina 7. október) er sögulegur friðarsáttmáli gerður 2020. Allir aðrir en Trump hefðu fengið friðarverðlaun Nóbels. 

Nóbels friðarverðlaunin 2020 voru veitt í staðinn til World Food Programme (WFP), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, "fyrir baráttu gegn hungri, framlag til friðar í átakasvæðum og viðleitni til að koma í veg fyrir notkun hungurs sem vopn í stríði". Veit ekki af hverju samtökin fengu verðlaun þetta ár, en ekki önnur þegar svona tímamót varðandi frið í Miðausturlönd (lykillinn að heimsfriði) áttu sér stað. Svar er auðvitað fordómar gagnvart Trump.

Trump virðist vera að koma á friði um allan heim, milli Azerbaijan og Armeníu, Taíland og Kambótíu og nú milli Rússlands og Úkraínu.  Ef það verður friður í Úkraínu, er nokkuð öruggt að Trump fær ekki Nóbelinn, sem hann kannski dreymir um, hann er vondi karlinn.  Obama fekk Nóbelinn, fyrir hvað veit enginn nema Nóbel nefndin. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband