Er staða Grænlands og Færeyja sterkari gagnvart ESB en Ísland?

Byrjum á Danmörku sem Grænland og Færeyjar falla undir. Það er aðildaríki í ESB síðan 1973. Tekur þátt í flestum málaflokkum ESB nema örfáum þar sem hún hefur sérstöðu (t.d. réttarkerfi og evran, Danmörk er ekki með evru heldur heldur dönsku krónunni).

Færeyjar eru ekki í ESB, aldrei gengið í sambandið. Færeyjar eru  ekki hluti af tollabandalagi ESB og hafa ekki aðgang að innri markaðinum að fullu. Eiga þó tvíhliða fríverslunarsamninga við ESB, meðal annars um fiskveiðiútflutning.

Færeyingar hafa sína eigin tollalöggjöf, lögreglu, gjaldmiðil og löggjafarvald, og senda ekki þingmenn til Evrópuþingsins. Þeir nota færeyska krónu sem er bundin dönsku krónunni (ekki eigin sjálfstæður gjaldmiðill í gjaldmiðlapólitískum skilningi). Færeyingar hafa að miklu leyti sjálfstæða utanríkis- og viðskiptastefnu ólíkt mörgum öðrum sjálfstjórnarsvæðum innan Evrópu.

Hvað með Grænland. Var hluti af ESB frá 1973 til 1985, sem hluti af Danmörku. Fór úr ESB árið 1985 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu – fyrst og hingað til eina svæðið sem hefur yfirgefið ESB. Ástæða útgöngu: óánægja með sjávarútvegspolitík ESB og of mikla íhlutun. Grænland er nú: "Land og yfirráðasvæði utan ESB" með sérstaka samninga. Hefur sérstaka samningsstöðu sem „Land og yfirráðasvæði sem tengist ESB“ (OCT – Overseas Countries and Territories). Er með samninga um: Aðgang að markaði ESB fyrir fisk og sjávarafurðir. Þróunarsamvinnu og styrki frá ESB. Samstarf í vísindum, menntun og rannsóknum (t.d. Erasmus+). Grænland er ekki í tollabandalagi ESB, ekki í Schengen og ekki hluti af sameiginlegum innri markaði.

Þegar staðan þessara tveggja ríkja, sem þó eru undir valdi Dana, er skoðuð samanborið við Ísland, þá vekur það upp spurninguna hvort þessi ríki séu ekki með meira sjálfstæði en Ísland gagnvart ESB? Ísland er múlbundið ESB í gegnum EES. Það þarf að lúta reglugerðarfarganinu frá ESB, vera í Schengen (skil ekki af hverju eyríki þarf þess) og hefur verri stöðu gagnvart ESB í fiskveiðimálum en ofangreind tvö ríki.

Nú er allt í einu búið að töfra fram að Ísland er enn umsóknarríki að ESB. Hélt að skessustjórnin ætlaði að bíða fram á lokaár stjórnartíðar sinnar (stutt í kosningar) og leyfa þjóðinni að velja sjálf. 


Þórður kakali – Herforinginn sem sigraði Ísland

Þórður kakali Sighvatsson er langlíklegastur til að teljast besti hershöfðingi Íslandssögunnar, ef við miðum við eiginlegan hernað, skipulagningu, sigurför og árangur í stríðsrekstri. Hann fæddist um  1210, dó skyndilega í Noregi 1256. Þórður af var ætt Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og bróðir Sturlu Þórðarsonar.  Vegna herkænsku var hann leiðtogi Sturlunga í Sturlungaöld (borgarastríði Íslands).

Þórður var einn sjö sona Sighvatar Sturlusonar. Þegar faðir hans og bræður voru felldir á Örlygsstöðum 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.

Stutt samantek á herferli Þórðar  

Árið 1242 sneri hann heim og þótt Kolbeinn ungi hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á Norðurlandi, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr Dölunum og af Vestfjörðum. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr Skagafirði með mikið lið og mættust flotarnir á Húnaflóa. Upphófst þá Flóabardagi. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.

Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í Haugsnesbardaga 1246.Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi Ásbirninga. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.

Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla og valdamesti maður á Suðurlandi, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til Noregs og skutu máli sínu til Hákonar konungs. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur (11. október 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.

Viðurnefnið kakali er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi stamað. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.

Hvað gerir hann að besta hershöfðingjanum? Það voru nefnilega aðrir ágætir herforingjar á Ísland.

Hann kom landinu öllu undir sína stjórn (1244-1250) Eftir Örlygsstaðabardaga (1238), þar sem faðir hans og bræður féllu, kom hann til Íslands og náði skipulega völdum yfir landinu með styrk, snilld og úthald. Kom til landsins aleinn, kom upp her sem var alltaf minni en óvinaherirnir. Hann vann sigur í Flóabardaga (1244) – eina sjóorrustuna sem vitað er um í Íslandssögunni. Hann vann einnig Haugsnesbardaga (1246) – mannskæðasta orrustu Íslandssögunnar. Þegar hann kom til baka til Íslands hafði hann nánast ekkert vald – en með hernaðarlegri snilld og samheldni tryggði hann sér völd. Hann studdist ekki einungis við vopn, heldur líka pólitíska dómgreind og bandalög. Þórður sýndi agaðan og nútímalegan hernaðarstíl. Hann sýndi miðlæga stjórnun, liðsskipan, notkun útsendara og sveigjanleika í aðferðum sem minna á ríkisvald frekar en hefðbundið goðaveldi.

Þórður fær viðurkenningu Noregskonungs

Eftir að hafa náð landinu undir sig gekk hann til samninga við konung, sem þó bað hann síðar að koma til Noregs – sem hann gerði.

Þórður kakali Sighvatsson er réttilega talinn hæfasti herstjórnandi Íslandssögunnar. Hann sameinaði hernaðarsnilli, raunsæi, hugrekki og pólitískan skarpskyggni – og náði því sem engum öðrum Íslendingi tókst: að vinna allt Ísland með vopnavaldi og halda því undir sig. Þórður dó skömmu áður en hann fékk leyfi Noregskonungs til heimkomu.


Borgarastyrjöld framundan í Bretlandi?

Þessi spurning er áleitin hjá mörgum fræðimönnum og stjórnmálamönnum samtímans. Svona spurning virkar fáranleg við fyrstu sýn þar sem síðasta borgarastyrjöld var um miðja 17. öld en margt spilar hér inn í sem vekur upp þessa spurningu. 

Það er þrennt sem getur leitt til borgarastyrjaldar, efnahagsástand, pólitískur óstöðuleiki og menningalegir árekstrar.  Miklar þjóðfélagslegar breytingar hafa átt sér stað í Bretlandi síðastliðin ár.  Eiginleg þjóðskipti hafa átt sér stað, sérstaklega má sjá þetta í stærstu borgum Bretlands, og sérstaklega London, þar sem hvítir íbúar eru komnir í minnihluta og eru 37% af íbúum borgarinnar. Meirihluti fasteigna í borginni er í eigu Indverja og Pakistana.

Það er kannski ekki slæmt í sjálfu sér að hvítir séu komnir í minnihluta, verra er að menningastríð er hafið á milli tveggja menningaheima, hinn múslimska og hinn kristna. Eins og staðan er í dag, eru kristnir íbúar á undanhaldi, menning múslima allsráðandi í mörgum borgum.  Þetta hefur leitt til eldfims ástands eins og sjá mátti í fyrra er hvítir Bretar hófu götuóeirðir í mótmælaskyni er maður af erlendum uppruna réðast á börn og stakk þau. Ástandið er orðið þannig að það þarf bara lítinn neita til að kveikja í púðurtunnunni, eins og t.d. hryðjaverkaárás, "grooming" mál eða annað slíkt. Hvítir saka stjórnvöld um "two tiers system", þar sem tekið er vægara á afbrot minnihlutahópa og ráðist er með markvissum hætti að tjáningarfrelsi einstaklinga.

Á Norður - Írlandi (júní–júlí 2025) áttu sér stað nýjar minnihlutahópaóeirðir, sérstaklega í Ballymena, með rasískum árásum á Rómana og Rúmenum. Þetta er ógnvænleg þróun, en enn er talað um "óeirðir" – ekki borgarastyrjöld.

Professor David Betz við King’s College varar við mögulegri borgarastyrjöld innan fimm ára vegna skorts á trausti til stjórnmálakerfisins, hækkandi spennustigs milli borga og sveita, brotnu multisamenlegu samhengi, og veikingu réttarkerfisins – hann tekur þetta fram sem möguleikagrad, ekki staðreynd ­(heimild: Newstarget.com)

Annar þáttur er pólitísk upplausn.  Bæði Verkamannaflokkurinn (sumir vilja fjölmenningu og óheftan innflutning erlends fólks) og Íhaldsflokkurinn hafa verið ófærir að ráða við hælisleitenda málaflokkinn. Afleiðingin var að Íhaldsflokkurinn beið afhroð í síðustu kosningum og Verkamannaflokkurinn komst til valda með lágmarks fylgi. Þingmenn Íhaldsflokksins leita nú yfir til UK Reform undir forystu Farage og er í mikilli sókn þessa daganna.

Fjórar megin ástæður fyrir borgarastyrjöld:

  1. Efnahagskreppa — verðbólga, húsnæðisvandi, fátækt sem bítur sig fastar í millistéttina; flótti milljarðamæringa úr landi ásamt fjármagni þeirra.

  2. Menningarleg og kynþáttaleg togstreita — með djúpstæðum klofningi milli samfélagshópa sem líta ekki lengur á sig sem hluta af sömu heild.

  3. Stjórnkerfisleg vantrú — þar sem almenningur telur að kerfið vinni gegn honum, hvort sem það er vinstristjórn eða hægriflokkar.

  4. Trufluð upplýsingaumferð — samfélagsmiðlar sem dýpka skotgrafir í stað þess að miðla sameiginlegum veruleika.

Brexit – kerfisrask sem átti að lækna, en hefur grafið dýpri gröf. Bretar kusu 2016 að segja skilið við ESB, meðal annars til að takmarka frelsi fólks frá Evrópu til að flytja til Bretlands endurheimta „fulla stjórn“ á landamærum sínum og löggjöf og verja "breska menningu" (mikið notuð tilfinningaleg rök, oft óskýr).

Eftir Brexit: Innflytjendur héldu áfram að koma – en nú utan Evrópu. Mestu fjölgun síðustu ára hefur komið frá Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Bangladesh og Filippseyjum, ekki Póllandi eða Rúmeníu eins og áður. Kerfið færði sig frá frelsi innan ESB yfir í stigveldi með vegabréfsstigum – en vinnumarkaðurinn kallaði enn eftir vinnuafli (heilbrigðisþjónusta, landbúnaður, þjónusta).

Endum á efnahagspúðurtunnunni. Flótti milljarðamæringa og fjármagns úr landinu. Arfa heimskulegt efnahagsstefna Verkamannaflokksins hefur leitt til fjöldaflótta. Það á að herja á milljarðamæringa og atvinnulífið til að fá skatta. Sama stefna og Samfylkingin er með á Íslandi.

Síðasta rannsókn (Henley & Partners og New World¯Wealth) bendir til þess að net útflæði milljónamæringa undanfarin misseri sé yfir 10.000 á ári, með um 10.800 í nettóflutningi árið 2024, sem stafar af stjórnskipulega kipp þ.e. innleiðingu á úrslitum um „non‑dom“ og skattahækkanir.

Þar af hafa 12 þúsund milljarðamæringar flutt úr landi árið 2024 Þessir einstaklingar hafa yfirleitt flutt til ýmissa lága skattlandi – t.d. Ítalíu, UAE, Sviss og Bandaríkjanna.

Mörg efnisatriði vekja athygli. Þannig hafi 16.500 milljónamæringar verið sagðir munu yfirgefa Bretland á þessu ári (2025), sem er nýr hæsti árlegur fjöldi í evrópskri samantekt. Þó sumir miðlar, t.d. Guardian, benda á að það sé oft um minna hlutfall að ræða og gögnin geti verið villandi, þar sem byggt sé á LinkedIn og innkomu/útflutningi sem skekkir raunverulegt mynd.

Hér er aðalástæðan fyrir flótta milljarðamæringanna:  Abolishing non dom status (nonskattastaða) frá apríl 2025 og hærri fjármagnstekjuskattar, erfðafjár- og eignarskattar - Verkamannaflokkurinn ætlar að skattlegga erlendar tekjur milljarðamæringanna! Sem er eiginlega ólöglegt.

Er borgarastyrjöld framundan? Kannski ekki á næstunni, en líklega má telja Bretland vera áfram "failed state" eins og Bandaríkjamenn eru farnir að kalla Bretland. Miklar líkur og nánast óhjákvæmilegt, eru kynþáttaóeirðir og efnahagsleg niðursveifa.


Staða stjórnarflokkanna - Flokkur fólksins er í fallsæti

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup er staða Samfylkingar sterk. Flokkurinn nýtur mikils fylgis, um 30% og formaðurinn um 60% kjósenda.  Næst kemur Viðreisn og formaðurinn flokksins, en í síðasta sæti rekur Flokkur fólksins og formaður hans. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hvaða sögu segir þetta okkur? Flokkur fólksins veðjaði á rangan hest. Allir bjuggust við að hann færi í samstarf við Miðflokkinn sem á margt sameiginlegt með flokknum en FF er líka vinstri flokkur. Viðreisn og Samfylkingin eru vinstri flokkar og Flokkur fólksins getur ekki keppt við þessa flokka.  Græði formannsins í að sitja í ríkisstjórn, sama hvað (hún sagði það í stjórnarmyndunarviðræðum að hún vildi í ríkisstjórn), hefur kostað flokkinn fylgi. Inga hefur verið lítið sýnileg, aðeins sést klippa á borða á heimilum aldraða en hún hefur ekki varið heilbrigðiskerfið og velferðakerfið. Hún hefur ekki staðið í fæturnar með innflytjendamál (sem tengjast velferðamálum) en óheftur innflutningur hælisleitenda skapar álag á alla innviði stjórnkerfisins. Sumir segja að kostnaðurinn skagi upp í 100 milljarða á ári. Á meðan er Landspítalinn óbyggður, bráðamóttakan yfirfull, 700 aldraðir á biðlistum o.s.frv.

Því miður stefnir Flokkurinn í útrýmingu í næstu kosningum, líkt og Framsókn í Reykjavík, báðir aðilar boðuðu breytingar en urðu bara hluti af kerfinu og varahjól stærri flokka.

Fyrir flokka sem vilja telja sig nokkurn veginn við miðjuna, er dauðadómur að tengjast á einhvern hátt vinstri flokkum. Ritari hefur spáð falli Framsóknar í Reykjavík, alveg frá því að flokkurinn fór í samstarf við vinstri flokkana í borginni og það mun ganga eftir. Hversu heimskulegt var að leyfa Dag B. Eggert að taka fyrstu tvö árin sem borgarstjóri (með augun á Alþingi allan tímann) en hann var orðinn mjög óvinsæll hjá kjósendum í Reykjavík. Svo tók Einar við en of seint. Það væri viturlegt fyrir hann að leita sér að annarri vinnu þegar kemur að næstu borgarstjórnarkosningar. 

Að lokum, margir kjósendur Flokk Fólksins telja sig vera svikna, það er nokkuð ljóst. 


Ísland er ekki ríkt - það er frekar fátækt!

Samt haga Íslendingar sér eins og smjör drepi af hverju strái. Í 1150 ára sögu Íslands hefur landið verið á barmi hungursneyðar og stundum gengið í gegnum hugursneyð. Í upphafi 20.aldar var örbyrgð í landinu og það er ekki fyrr en á seinni árum sem Íslendingar sjá til sólar. Samt hrópa verkefnin á okkur og ekki eru til peningar til fyrir aldraða (700 manna biðlisti), öryrkja (einn mest vanræktaðsti hópur landsins sem síst má við vanrækslu), vegskerfið, heilbrigðiskerfið o.s.frv.

Það virkar allt í lagi á yfirborðinu, en er það ekki. Okkar "fullkomna heilbrigðisþjónusta" er svo léleg að það að hitta heimilislæknir krefst mánaðarbið...ef maður fær heimilislæknir yfir höfuð. Bráðadeild Landspítalans yfirfull 24/7/365. Gamla fólkið þarf að vera komið í hjólastól og yfir nírætt til að komast á elliheimili...í nokkra mánuði eða ár áður en það deyr drottni sínum... Guð hjálpi þér ef þú klárar atvinnuleysisbætna tímabilið (sem Bjarni Ben. stytti niður í 2 1/2 ár ) og lenda á féló. Ekkert afturhvarf í almenna samfélagið aftur.

Er hér rétt gefið? Já fyrir þá sem eiga ekkert erindi til Íslands nema til að setjast  á velferðakerfi landsins sem er mjög lélegt fyrir og er ekki sambærilegt við norræn velferðarríki. Meira segja seinþreytt fólk og friðsamt möglar á móti og það harðasta lætur sig hafa það að mæta alla leið á Austurvöll til mótmæla. Þá er mikið sagt um seinþreytan Íslendinginn sem vill aldrei mótmæla, tekur hvað sem er....bara ekki endalaust...nú mótmælir hann eins og asninn sem er pískkeyrður....Vér mótmælum allir ætti að vera herópið rétt eins og 1851....

P.S. Ritari ætlaði ekki að taka þátt í umræðunni um innflytjendamál, er ekki á áhugasviði hans. En hann getur ekki bara setið í brennandi húsi og ekkert sagt. Það er vísvitandi verið að gera erfiðara að lifa á þessu landi og það er verið að kljúfa þjóðina og þjóðarsáttina sem hefur ríkt síðan Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð 1918. Hverjum er um að kenna? Jú, sögulausum stjórnmálamönnum sem skilja ekki samhengi sögunnar. Til að stýra þjóðfélagi í dag, og fram í framtíðina, þarf að kunna skil á fortíðinni. Ekkert sem við erum að ganga í gengum (þátt fyrir tæknina) hefur ekki gerst áður. Þetta skilja stjórnmálamenn ekki.  


Málþing eða þjóðþing um framtíð Íslands?

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008, fór fram ákveðið uppgjör og stofnað var til þjóðfundar 2009 og kjörið var "þjóðþing".  Verkefni fundarins var að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni.

Verkefnið var verðugt en lítið varð um vitrænar niðurstöður. Blabla um réttlát samfélag (virðing, jafnrétti, heiðarleiki), sem allir voru hvort sem er sammála um. Allt gildi sem við höldum að Ísland hafi þegar. Af hverju varð lítið úr þessu þjóðarátaki?  Jú, það vantaði valdið til að framfylgja hugmyndirnar. 

Í raun hefði átt að vera bara ein niðurstaða: Þjóðin fái valdið í sínar hendur með þjóðaratkvæðisgreiðslum í ákveðnum málum. Það er eina aðhaldið sem Alþingismenn skilja. Í dag fara þingflokkar, með kannski 20% fylgi sínu fram  í andstöðu við hin 80%. Eða niðurstaðan úr ríkisstjórnarsamstarfi er miðjumoð tveggja til þriggja flokka. Sá flokkur sem er frekastur (í dag er það Samfylkingin) nær sínum málum fram.  Þetta fyrirkomulag endurspeglar ekki þjóðarvilja eða jafnvel meirihluta álit. Betra er að niðurstaða kosninga sé afgerandi, líkt og sjá má í Bandaríkjunum og Bretland. Kúrsinn er á hreinu.

Á meðan svona er, ræður fólk ekki hvernig þjóðfélagið þróast sem er slæmt. Það getur nefnilega þróast í allar áttir ef enginn áttaviti er fyrir hendi. Munum að ríkið er ekki alltaf fólkið í landinu, heldur lifir það sínu eigin lífi og lifir stundum í andstöðu við vilja fólksins.

 


Að halda með þjóð(ir) sem koma okkur ekkert við

Það er alveg magnað hvað heimurinn með sína 8 milljarða manna er upptekinn af átökum fólks fyrir botni Miðjarðarhafs. Þarna er fólk af semískum uppruna sem hefur verið í stríði síðan veggir Jeríó féllu fyrir  3425 árum. Þetta fólk gengur undir ýmsum þjóðarheitum en á sér sameiginlegan lífræðilegan uppruna. Það er ekkert undarlegt né nýtt að það sé barist á þessum gatnamótum Evrópu/Asíu/Afríku. Þarna mætast menningarheimar.

Það er grátbroslegt að heimurinn er í gíslingu fólks: Ísraela,  Sýrrlendinga, Palestínu Araba, Kúrda, Írana, Íraka, Egypta, Jórdana, Líbana,

Sádi Araba, Tyrki, Lýbíumanna og fleira óreiðufólks. Guð forði okkur frá kjarnorkustríði á svæðinu. Það einmitt þetta sem heldur athygli umheimsins.

Því miður fóðrar heimurinn þessi átök með sífelldum fréttaflutningi. Ertu fylgjandi Palestínu Araba? Eða Ísraela? Bjáni! Sérstaklega ef þú lætur þetta raska þinn innri frið og sálarró. Verst að menn eru farnir að öskra og góla á torgum úti hérlendis vegna þessara mála í stað þess að hafa áhyggjur af arfaslakri heilbrigðis þjónustu eða menntakerfi sem skilar út ólæsum drengjum.


Takmarkað tjáningafrelsi á Íslandi

Já, það eru sett mörk á tjáningafrelsi einstaklinga á Íslandi og þau eru umtalsverð. Þetta sést greinilega þegar íslenska tjáningafrelsið er borið saman við hið bandaríska. Munurinn á tjáningafrelsi í Bandaríkjunum og Íslandi felst aðallega í lögfræðilegri nálgun, undantekningum og sögulegum og menningarlegum bakgrunni. Í Bandaríkjunum er víðtækt tjáningafrelsi – jafnvel hatursorðræða er vernduð, nema hún falli undir ákveðnar þröngar undantekningar. Rétturinn til að móðga, gagnrýna eða segja hluti sem teljast ámælisverðir er almennt verndaður. Takmarkanir eru fáar, en meðal þeirra eru: Hótanir um ofbeldi (e. true threats) og rógur/særandi ærumeiðingar (defamation) – en erfitt er að vinna slíkar málsóknir, sérstaklega gegn opinberum aðilum.

Þá komum við að Íslandi sem er bundið af mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Tjáningafrelsi er tryggt í 17. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ísland er einnig bundið af Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sérstaklega 10. grein um tjáningafrelsi. Tjáningafrelsið er mikilvægt, en undantekningar eru víðtækari en í Bandaríkjunum. Haturstjáning, ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs eru takmörkuð með lögum. Dæmi um takmarkanir er haturstjáning gagnvart minnihlutahópum er refsiverð (sbr. almenn hegningarlög). Ærumeiðingar geta leitt til skaðabóta eða refsinga. Gagnrýni sem er „gífurleg og tilefnislaus“ getur verið dæmd sem brot, sérstaklega ef hún snertir einstaklinga. Dómstólar á Íslandi og í Evrópu meta oft "nauðsyn í lýðræðislegu samfélagi" þegar tjáningarfrelsi er takmarkað.

Hvort eru Bandaríkjamenn eða Evrópumenn að fara réttu leið í tjáningamálum?  Þeir sem þekkja ritara, vita svarið. Bandaríska leiðin er sú eina rétta.  Hvers vegna? Bæling tjáningaréttsins er einmitt öflugt vopn ofríkisstjórnvalda.  Sama hversu kjaftfor einstaklingur er, á hann ekki roð við "kerfið" ef það snýst gegnum honum. Galnar hugmyndir ný-marxista er framfylgt í öllum kerfum stjórnkerfisins á Íslandi.  Það er sífellt að koma betur í ljós rugl hugmyndafræði og innræting sem otað er að íslensku borgurum. Innrætingin byrjar í leikskóla og lýkur í háskóla. Svo taka íslensk stjórnvöld við með hjálp fjölmiðla. Það þarf að slökkva á RÚV og Sýn til að geta hugsað frjálst og í friði.

Það er gagnrýni borgarans sem skiptir öllu máli og hún byrjar nánast alltaf hjá honum, hann sýnir að keisarinn er án klæða - hér íslenskra stjórnvalda eða samtaka undir verndarvæng þeirra. Ef hann getur ekki gagnrýnt, líkt og bloggarar gera hér daglega, ekki án árása og ákæru, þá búum við í ofríkis þjóðfélagi. Evrópumenn hafa gengið of langt og mannréttindadómstól og mannréttindasáttmáli Evrópu hafa gengið of langt. Ef það er erfitt að sækja mál gegn íslenskum stjórnvöldum, hvernig haldið þið að það sé gegn dómstólum ESB? Íslenskir dómstólar hafa þó staðið vaktina en þeir eru bundir af evrópskri löggjöf.

Niðurstaðan er að Íslendingar búa í banana lýðveldi, því miður.


Stríð þar sem Demókratar voru við völd og þau töpuðust

Byrjum á Kóreustríðið (1950–1953). Demókratinn Harry S. Truman (forseti 1945–1953) var þá við völd.   Bandamenn (undir merkjum SÞ) börðust við Norður-Kóreu og Kínverja. Ekki beint tap, en stríðinu lauk með vopnahléi og engin úrslit urðu – Kórea klofin áfram. Mikil óánægja í Bandaríkjunum, Truman ákvað að gefa ekki kost á sér aftur. Þingið var undir stjórn Repúblikana seinni hluta stríðsins.

Víetnamstríðið. Stríðið hófst á valdatíma Demókrata (Kennedy og Johnson).  Lyndon B. Johnson dýpkaði þátttöku Bandaríkjanna. Nixon (Repúblikani) náði samkomulagi um frið. Ford (Repúblikani) vildi grípa til aðgerða 1975 vegna sóknar Norður-Víetnams, en Demókrataþing hafnaði. Pólitísk ábyrgð á endanlegu tapi liggur þar með að hluta hjá Demókrötum.

Stríð þar sem Repúblikanar voru við völd en úrslitin voru líka neikvæð. Repúblikanin Bush hóf innrásina í Írak 2003 með þeim rökum að Saddam Hussein væri með gereyðingarvopn. Það reyndist rangt. Stjórnin féll fljótt, og hernaðarsigur náðist snemma. En landið fór í langvarandi uppreisn og borgarastríð milli súnníta og sjíta. 2007 kom svokallað "surge" — herstyrkur aukinn til að ná stöðugleika, og það hafði áhrif.

Demókratinn Obama gaf fyrirheit um að ljúka stríðinu í Írak og draga heri út.    Árið 2011 dró hann allt herlið Bandaríkjanna úr Írak, í samræmi við samning sem Bush hafði undirritað 2008 – en án þess að semja um áframhaldandi veru lítilla sveita til að halda stöðugleika.  Valdatómarúm myndaðist í Írak.  Al-Maliki stjórn (íhaldsöm sjíta-stjórn) kúgaði súnníta, sem leiddi til þess að margir tóku afstöðu gegn ríkisstjórninni.

Afleiðing: ISIS rís upp og um 2013–2014 myndast ISIS úr leifum al-Qaeda í Írak. ISIS nær völdum í stórum hluta Íraks og Sýrlands árið 2014. Obama neyðist til að hefja ný hernaðarátök, m.a. með loftárásum og stuðningi við Kúrda. Áhrif Bandaríkjanna í Írak er lítil í dag.

Afganistan (2001–2021).  Hófst undir Bush (Repúblikani), haldið áfram undir Obama (Demókrati) og Trump (Repúblikani).  Joe Biden (Demókrati) lauk hernaði og dró heri út 2021. Talibanar tóku yfir nánast samdægurs.    Margir telja Biden bera ábyrgð á klaufalegri útfærslu á útgöngu, en ábyrgðin deilist á forseta beggja flokka yfir 20 ár. Ályktun: Það er ekki rétt að segja að Demókratar "tapi öllum stríðum", en Kóreustríðið og Víetnamstríðið hófust og/eða þróuðust undir þeirra stjórn.

Í Víetnam skipti það miklu að Demókratar í þinginu neituðu að veita stuðning 1975 – og það má segja að þeir hafi þannig lokað dyrunum á sigur Suður-Víetnams.

Stríð eru flókin mál, og sigur/tap getur verið hernaðarlegt, pólitískt, siðferðilegt eða strategískt. Ábyrgðin liggur oft á mörgum stjórnvöldum yfir langan tíma, og bæði flokkar Demókrata og Repúblikana hafa átt sinn þátt í misheppnuðum átökum en Demókratar hafa alltaf séð um að tapa stríðunum á endanum!

Í dag er staðgengilsstríð í gangi í Úkraínu. Hófst í valdatíð Joe Biden og hann hefur fóðrað það síðastliðin 3 ár. Donald Trump tók við á nýju á þessu ári en hefur ekki tekist enn sem komið er að koma friði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Lokaorð: Demókratar hafa tilhneigingu til að fara í langvarandi stríð sem byggjast á hugmyndafræði og "ábyrgð á heimsvísu" Repúblikanar (eins og Trump) hafa tilhneigingu til að forðast úthýfð átök, eða leita skjótari, jafnvel harðari lausna. Hvað finnst ykkur? Ykkar


Til hamingju með afmælið Bandaríkin!

Bandaríkin eiga afmæli í dag, hvers er helst að minnast á þessum tímamótum? í dag – 4. júlí – eiga Bandaríkin afmæli og halda upp á sjálfstæðisdag sinn, eða Independence Day, sem er stærsti þjóðhátíðardagur landsins. Þennan dag árið 1776 samþykkti Kontinentalkongressinn í Philadelphíu sjálfstæðisyfirlýsinguna (Declaration of Independence), þar sem lýst var yfir að Bandaríkin væru sjálfstæð frá Bretlandi.
 
Byrjum á byrjunni sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 1776 (249 ár síðan). Höfundar hennar voru meðal annars Thomas Jefferson, John Adams, og Benjamin Franklin. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á náttúruleg réttindi mannsins: "life, liberty and the pursuit of happiness." Þetta var byltingarkennd hugsun á sínum tíma, þar sem lýðræði og einstaklingsfrelsi voru sett fram sem grundvallarréttindi.
 
En það var ekki nóg að koma með yfirlýsingu, það varð að berjast fyrir frelsið. Frelsisbaráttan kallast bandaríska byltingin og stóð frá 1775 til 1783. Þetta stríð stóð milli Bandaríkjanna og Bretlands, sem lauk með sigri Bandaríkjanna og viðurkenningu sjálfstæðis. 

Bandaríkin urðu fyrsta nútíma lýðveldið með stjórnarskrá (1787) sem byggði á þrígreiningu valds, mannréttindum og valdheimildum sem koma frá fólkinu.

Sjálfstæði Bandaríkjanna hafði djúpstæð áhrif á önnur lönd, ekki síst Frakkland (Franska byltingin 1789). Bandaríska stjórnarskráin og réttindaskráin (Bill of Rights) urðu fyrirmynd annarra lýðræðisríkja.

Í dag er þjóðhátíðardagurinn haldinn með flugeldasýningum, göngum, tónleikum, fánaskreytingum, og fjölskylduhátíðum víðsvegar um landið og í ár (2025) eru liðin 249 ár frá sjálfstæðisyfirlýsingunni – næsta ár verður því 250 ára afmæli Bandaríkjanna, og búast má við enn stærri hátíðahöldum.

Svo er það spurning hversu lengi bandaríska heimsveldið stendur. Það getur gert það næstu 250 ár eða hrunið í frumparta á næsta ári. Þetta er það skemmtilega við söguna, enginn veit sögu þjóðar fyrr enn öll er.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband