Þegar ég hóf að stúdera hernaðarsögu, þá var mér í upphafi ráðgáta hvers vegna Evrópubúar hófu notkun handbyssna í stað langboga eða krossboga. Ástæðurnar voru nokkrar.
Í lagi voru byssur eða handbyssur, dætur fallbyssna sem voru notaðar gegn köstulum í umsátrum. Eðlilegt að menn tæku þessu vopn í hendur sínar. Fyrstu byssurnar hétu hakbyssur enda einkenni þær hak (gikkur) sem stóð neðan úr byssunni. Ekkert skeft eða lítið var á þessum byssum. Þessi vopn voru notuð jöfnum höndum með öðrum vopnum, eins og spjóti, bryntröllsins, armbyrstisins og bogans. Var því enn eitt vopnið í vopnasafninu.
Í öðru lagi var það skotkrafturinn (margar samstilltar byssur) og eyðileggingarmáttur (fór í gegnum allar verjur, nú á dögum líka í gegnum skothelt vesti). En svo var einnig háttað með krossboga. Bæði vopnin, krossbogar og byssur voru notuð gegn riddaraliði og það var í upphafi meginástæða þess að þessi vopn komu í stað til dæmis (lang- eða kross-)boga. En hvers vegna byssur í stað krossboga? Jú, þóttt það tæki lengri tíma að hlaða byssu en krossboga var það var skotkrafturinn og langdrægnin sem gerði útslagið. Krossboginn dró 100 metra lengra en boginn en hann var þungur, um 7 - 9 kg og dýr. Langan tíma tók að vinda upp strenginn og þurfti mikið afl til. Ekkert slíkt var fyrir að fara með byssur.
Í upphafi voru byssurnar "handfallbyssur" með stand og var tvíarma til að halda þungri byssu uppi og þvílíkt vopn var þetta gegn þungvopnuðu riddaraliði. Á 15. öld urðu herklæði riddara stöðugt þyngri og óhagkvæmari vegna árangurslausrar leitar að vörn gegn ógnun skotvopnanna. Þau voru orðin úrelt þegar um aldarmótin 1500. Stórskotalið Frakka sýndi það um 1494 á Ítalíu, að nýir tímar væru framundan. Sama var uppi á teningnum fyrir kastalanna, fallbyssurnar rufu þunna en háa múr þeirra auðveldlega. Moldarvirki eða skansar komu í staðinn.
Í þriðja lagi, í samanburði við krossboga, þurfti litla þekkingu eða færni til að skjóta úr slíkum byssum enda voru þær notaðar af fótgönguliði ásamt píkum (langspjótum, allt að 5 metra löngum eða lengri) gegn riddaraliði. Handvopn eða rifflar var notað af samstilltum hópi manna og því skipti nákvæmnin litlu máli og var það svo fram á 19. öld. Þess vegna börðust menn (að mér fannst þá) heimskulega með því að standa í röð(um) og skjóta á andstæða fylkingu hermanna. Nákvæmin var lítil eftir 75 -100 metra og því skipti litlu máli þættir eins og: nálægð, sem og uppröðun hermanna í beinar línur og það að vera berskjaldaður. Púðurreykurinn var hvort sem fljótur að hylja viðkomandi.
Hver byssuskytta gat skotið allt að þremur skotum á mínútu með kvartslásbyssu. Sameiginlegur skotmáttur (fjöldi byssna) alls herliðsins var það sem gerði útslagið og eyðileggingarmáttur byssukúlunar sem fór í gegnum allar verjur eða brynjur eins og áður sagði. Byssur þróuðust hægt. Helsta breytingin var hvernig skotinu (kúlunni sem var úr málmi, oft blýi eða steini) var skotið úr hlaupi byssunnar.
Í fyrstu var það mjög einfalt. Kveikiþráður (matchlock) eða "kveikilás" með gló var borið að gati á hlaupi sem á móti kveikti í púðri en það þeytir kúlunni úr hlaupinu. Helsti gallinn var að halda glóinn lifandi í rigningu og það að hún sást vel í myrkri.
Næsta í þróunni var það wheellock eða hjóllás sem gerði riddurum kleift að nota skammbyssur, þ.e.a.s. aðra hendina til að kveikja í púðurpönnunni í stað þess að nota tvær hendur, Fótgönguliðinn þurfti að nota aðra hendina til að halda á byssunni en hina til að bera kveikiþráðinn að pönnunni. Eina sem nú þurfti að gera að, var að taka í hamarinn, taka í gikkinn og hjólið sá um að bera kveikinn að pönnunni þegar skjóta þurfti.
Að lokum kom fram svokallaður flintlock eða kvartslás. Kvartið (steintegund sem auðvelt er að láta neista) er fest á byssuhamarinn og það er slegið niður á pönnuna og kveikir þar með í forpúðrinu sem á móti kveikir í púðurhleðslunni í hlaupinu. Kveikiþráðurinn var þar með orðinn úreltur.
Byssustingurinn kom svo til sögunnar á síðari hluta 17. aldar og þá mátti nota byssuna eftir skot, sem n.k. spjót. Spjót varð þar með úrelt. Svona voru byssur allt fram á 19. öld, frekar frumstæð vopn en þá komu fram rifflar hjá veiðimönnum Bandaríkjanna (hlaupin urðu riffluð og það jók nákvæmi skots og skotlengdar) og var upphaflega einkennisvopn veiðimannsins sem þurfti á nákvæmu vopni að halda, en ekki hversu hratt væri hlaðið. Eins með haglabyssuna, hún kom fram hjá, ef ég man rétt, hjá breskum presti sem notaði hana til fuglaveiða en aðrir segja að bandarískir landgönguliðar um borð bandarískra herskipa hafi notað haglabyssur fyrst vegna þess hversu erfitt er að skjóta frá skipi á veltingi.
Í öðru lagi varð skothylkið - patrónan og kúlan var nú orðið að einu stykki.
Þriðja afrekið var að nú voru hlaupin fleiri og með fleiri skot (sexhleypan þar frægust og vélbyssan Maxim). Sérstök skothylki komu fram fyrir riffla og skothríðin varð þar með meiri.
Byssur voru almennt einsskota fram á 19. öld og framhlaðningar. Einsskota handbyssur voru aðallega til á tímum kvartslásabyssna og musket vopna þar sem skammbyssa var hlaðinn með blý kúlum og hleypt af með kvartkveikju, og seinna með slagverkshettu. Skammbyssur voru lengi vel kallaðar pístólur (pistol á ensku) og revolver á 19. öld. Revolver var skammbyssa með fimm til sex hólfa sílender (hringlaga hólkur) og snýst með uppspenningi hamars.
Ætla ekki að rekja sögu skotvopna á síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag, flest allir þekkja þá sögu en fáir um upprunan.
Hér er eitt ágætt myndband:
Bloggar | 4.7.2024 | 09:52 (breytt kl. 09:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að snúa til baka með fyrra fylgi og hann hafði áður en Bjarni Benediktsson tók við flokknum. Í raun hefur flokkurinn verið að missa fylgi hægt og rólega síðan hann tók við.
Það að hann hafi farið í sögulegt lágmark eða 15% í síðustu skoðunarkönnun segir alla söguna, þótt það hoppaði upp í 18% skömmu síðar. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafn lítið og síðan í efnahagshruninu, eða í nóvember 2008. Mældist flokkurinn þá með 20,6 prósent.
Með flokksformann, sem er enginn leiðtogi, bara formaður, og hirðin í kringum hann sem hann hefur valið sér við hlið dansar eftir duttlungum hans, er borin von að Sjálfstæðisflokkurinn verði hægri flokkur. Sjá má þetta hjá breska Íhaldsflokknum sem hefur líka svikið sínar hugsjónir en búist er við að hans bíði afhroð í júlí kosningunum næstkomandi. Báðir flokkar reyna að klóra í bakkann, t.d. með harðari innflytjenda stefnu en það er of seint í rass gripið. Það eru hin hægri málin, vanræktun hefðbundina gilda og frelsi þjóðar, einstaklingsins og markaðshagkerfisins sem hefur valdið vonbrigðum hægri kjósenda. Til hvers að kjósa þessa flokka ef þeir eru eins og vinstri flokkar í framgöngu?
UK Reform flokkur Nigels Farage minnir svolítið á Miðflokkinn og stefnumál hans, samanber varsla hefðbundina gilda og harða innflytjenda stefnu. Báðum flokkum er spáð góðu gengi í næstu kosningum.
Fólk er orðið þreytt á alþjóðahyggjunni og það að heimamenn eru látnir sitja á hakanum. Ólöglegir innflytjendur sem sumir segjast vera hælisleitendur, eru birtingamynd alþjóðahyggjunnar. Þröngvað upp á fólk án þess að það sé spurt hvort það vilji borga tug milljarða reikninginn sem af stjórnleysinu hlýst.
Fólk vill að heilbrigðisþjónustan virki, menntakerfið og velferðarkerfið en einnig að húsnæðismarkaðurinn annist eftirspurn og öll þessi kerfi séu ekki á yfirsnúningi vegna opina landamæra.
Mjólkurkúin Ísland, þótt hún sé gjöful í dag, mjólkar bara ákveðið magn. Jafnvel í dag getur hún ekki framfleyta öllum. Aldraðir og öryrkjar, kallað ómagar og ölmusafólk í gamla samfélaginu, eru látnir sitja út í horni líkt og hornkerlingin forðum.
Hin nýja Mannréttindastofnun Íslands (peningahít) mætti byrja á þessum hópi í starfi sínu en eflaust fer hún strax í woke verkefni og sinna öðrum en Íslendingum, sbr. hælisleitendum og mannréttindum erlendis. Utangarðmenn verða áfram utangarðs.
En góða fólkið er enn fjölmennur hópur, aumingja gott við fólk af öðrum bæjum en sínum eiginn. Það vill að fólk af öðrum bæjum borgi rausnarskapinn af allri góðmennsku sinni og heldur að það drjúpi smjör af hverju strái hjá öllum. Þetta fólk kýs flest allt til vinstri í stjórnmálum og styður stjórnmálaflokka sem lofa gulli og grænum skógi í trjálausu landi.
Því má búast við að vinstri flokkar ríði feitum hesti frá næstu kosningum sem verða líklega á haustdögum.
Raunsæis fólkið, sem borgar daglega sína reikninga og ofurskatta, borgararnir - millistéttin, mun kjósa áfram borgaraflokkanna. Því miður nær þessi hópur sjaldan 50% fylgi og Ísland verður áfram hálf sósíalskt ríki. Er nokkur furða að ríkið hefur verðið rekið með halla frá lýðveldisstofnun?
----
P.S. Björn Bjarnason nýtir í Sigmund Davíð í nýlegri grein og sakar hann um tvöfeldni og hafa skipt oftar en einu sinni um skoðun. Hann er greinilega orðinn örvæntingafullur vegna slæms gengi eigin flokks. Þá er um að gera að níða skóinn af andstæðingnum. Hann tiltekur fimm dæmi.
Til dæmis í hælisleitandamálum og útlendingalögunum frá 2017. Þá varð Sigmundur hreinlega undir í þessu máli en Sjálfstæðisflokkurinn var jafnsekur öllum þing heiminum sem gerði mikil mistök með að innleiða frjálslyndustu innflytjenda löggjöf í Evrópu og opna þannig flóðgáttir ólöglegra innflytjenda.
Svo má minna Björn bónda á að Miðflokkurinn var stofnaður 2017, eftir að mistökin í löggjöf um útlendinga voru gerð (tóku gildi 1. janúar 2017). Þannig að hann getur ekki sakað Miðflokkinn um stefnuleysi í hælisleitenda málum, þegar flokkurinn var ekki einu sinni til þá! Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn en hann er ekki Miðflokkurinn. Flokkurinn er fjöldahreyfing borgarasinnaða Íslendinga. Flokkurinn sem slíkur, hvort sem hann er tveggja manna eða níu manna, hefur verið rökfastur og stefnufastur í sínum málum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið ístöðulaus um áratuga skeið. Ekki flokksmenn, heldur flokksforustan.
Nenni ekki að svara hinum fjórum atriðum sem Björn tiltók enda greinilega skrifað til að kasta rýrð á formanninn. Og það má skipta um skoðun, sérstaklega ef menn komast að því að þeir hafi rangt fyrir sér og leiðrétti mistökin. Verri eru þeir sem gera mistök, vita af því en gera ekkert í málinu!
Bloggar | 3.7.2024 | 10:20 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skilgreining: Velferðarríki er ríki sem hefur skuldbundið sig til að veita þegnum sínum grundvallar efnahagslegt öryggi með því að vernda þá fyrir markaðsáhættu sem tengist elli, atvinnuleysi, slysum og veikindum.
Lítum á túlkun Friedman: Velferðarríkið er tilraun til að "gera eitthvað gott" með peninga einhvers annars. Markmiðið getur verið verðugt en aðferðirnar eru gallaðar.
Vandamálið er að þú eyðir ekki peningum einhvers annars eins vandlega og þinn eigin.
Meira að segja, það er ómögulegt að "gera gott" með peninga einhvers annars án þess að taka þá fyrst frá einhverjum öðrum. Það felur í sér þvingun notkun slæmra aðferða til að spilla góðu markmiðum velferðarkerfisins.
Velferðaráætlanir hvetja óbeint til samkeppni um ríkisfé og skapa óheppilega sundrungu og andstæður í samfélagi okkar sem rýra einstaklingsfrelsi. Við verðum að finna aðrar leiðir - til dæmis frjálsa samvinnu og einkaframlag - til að ná markmiði okkar.
Velferðakerfið tekur hvatann af fólki til að bjarga sér. Það festist í kerfinu áratugum saman, ef enginn rammi eða takmörk eru fyrir hendi.
Sjá má þetta í ásókn hælisleitenda til velferðaríkja Evrópu. Af hverju að basla í fátækt heima fyrir ef hægt er að komast á velferðaspenann í einhverju Evrópuríki? Eins ef borgarinn hefur svo litlar tekjur, að bæturnar eru hærri, af hverju þá að vinna yfir höfuð einhverja "skíta vinnu"?
Var Friedman þar með á móti velferðakerfinu? Nei. Hann hefur talað fyrir lágmarks velferðarsamfélagi, þar sem "neikvæður tekjuskattur" yrði notaður til að sjá fyrir fólki án annarra framfærslutekna.
Bloggar | 2.7.2024 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Björnsson má eiga það að vekja athygli á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í varnarmálum.
Í síðustu grein sinni segir hann:"Blaðamaðurinn segir að í augum Norðmanns sé ekki aðeins skrýtið að á eyju á miðju Norður-Atlantshafi geri menn sér litla grein fyrir hættunni af stigmögnun stríðs heldur einnig fyrir almennu gildi viðbúnaðar."
Það eru aðeins örfáir menn sem vekja athygli á að "keisarinn er í engum fötum". Bloggritari er á meðal þeirra, Baldur Þórhallson í skrifum sínum sem fræðimaður, sem reyndar afneitaði barninu er hann var í forseta framboði en mun væntanlega taka upp þráðinn síðar, Arnór Sigurjónsson er hann var kominn í öryggi eftirlauna með bók sinni Íslenskur her og Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra.
Allir hafa bent á að hér sé enginn íslenskur her en það virðist það vera algjört tabú eða klikkun að minnast á það sé ekki eðlilegt og að landið liggur berskjaldað á miðju Atlantshafi sem er alveg örugg að verður barist um vegna hernaðarlega mikilvæga staðsetningu þess.
Arnór og Björn hafa fundið aðeins til tevatnsins vegna þess en Baldur alveg sloppið sem og bloggritari (ég er of óþekktur til að það sé tekið mark á mér en samt hef ég skrifað tímamóta greinar í Morgunblaðið um varnarmál).
Það sem við eigum allir sameiginlegt er að við sjáum allir að Ísland er ekki lengur stikkfrítt í næstu stór styrjöld. Við verðum í miðjum átökunum en samt láta íslensk stjórnvöld eins og ekkert sé og fela sig á bakvið pilsfald stóru mömmu í vestrinu. En það er ekkert víst að mamma geti sinnt hirðulausa krakkanum í norðri og vill vera eins og Pétur pan, aldrei að vaxa úr grasi sem sjálfstætt ríki.
Öll Evrópa, já bókstaflega öll, er að undirbúa sig undir erfiða tíma, Kaninn er að efla herafla sinn í Evrópu en litla Ísland gerir ekkert. Jú, það eru skrifaðar skýrslur fyrir Þjóðaröryggisráð Ísland, sem er skipað að mestu fólki sem hefur enga þekkingu á málaflokknum.
Kemur þróunin í Evrópu okkur virkilega ekkert við? Er að minnsta kosti ekki lágmark að tryggja matvælaöryggi landsins? Hvetja borgaranna til að eiga matvæli til þriggja daga eins og dönsk stjórnvöld hafa hvatt til og almenningur hefur tekið alvarlega?
Bloggar | 1.7.2024 | 11:18 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020