Þegar eru komin tvö mál sem munu valda vandræðum í Bretlandi.
Annað er að flokkurinn ætlar að afturkalla olíuleyfi í nafni grænnar stefnu. Það þýðir að Bretland þarf að flytja inn jarðeldsneyti í meira mæli en á sama tíma stært sig af því að valda minna útblástur koltvírings. Þetta breytir engu um gróðurhúsa lofttegunda útblástur á heimsvísu. Aðrir eru látnir taka á sig sökina en Bretar.
Þetta er stefnan skv. vefsetur Verkamannaflokksins:
"Stofnaðu Great British Energy, nýtt breskt orkufyrirtæki í opinberri eigu
Hvað þýðir þetta: Stefna verkalýðsins felur í sér græna hagsældaráætlun til að lækka orkureikninga og skapa góð störf á hverju svæði.
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins mun fjárfesta í hreinu afli í heimabyggð, skera niður reikninga, skapa störf og veita okkur sjálfstæði frá einræðisherrum eins og Pútín, sem að hluta til er greitt fyrir með almennilegum óvæntum skatti á olíu- og gasrisa."
Málið er bara að græn orka er dýrari, bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Framleiðsluverð hækkar.
Með því að afturkalla stefnuna um að senda ólöglega hælisleitendur til Rwanda, hefur það strax leitt til aukningu á bátafólki yfir Ermasund. Fjórir létust í vikunni við að reyna að komast yfir. En kannski er stefna þeirra ekki verri en Íhaldsflokksins, sem sagðist ætla að stoppa strauminn en uppskar metfjölda ólöglegra hælisleitenda til Bretlands. Þetta er stefnan samkvæmt vefsetri Verkamannaflokksins:
"Hætta hótelnotkun fyrir hælisleitendur
Hvernig við gerum það: Rishi Sunak lofaði að hætta notkun á hælishótelum en í staðinn hefur fjöldinn slegið met, sem kostaði breska skattgreiðendur 8 milljónir punda á dag.
Stefna Verkamannaflokksins til að tryggja landamæri Bretlands mun sjá til þess að aukið starfsfólk verði tekið til starfa til að vinna úr kröfum og senda fólk til öruggra landa, hreinsa út hælisafsláttinn, og ný lögregludeild yfir landamæri sem mun brjóta niður glæpagengi sem smygla fólki með aðferðum gegn hryðjuverkum."
Kannski að þetta virki en það verður að koma í ljós. Rwanda leiðin var ekki eins einföld og ætla mætti. Það eru 100 þúsund ólöglegra hælisleitendur sem búið er að hafna en enginn veit hvað á að gera við. Ríkisstjórn Rwanda sagðist bara geta tekið við 1000 manns árlega og það leysir því ekki hundrað þúsund manna vandann.
Annað er misgáfað, svo sem að taka skattaafslátt af einkaskólum, sem hafa reynst vera bestu skólar Bretlands og ókeypis þetta og hitt á kostnað skattborgaranna, t.d. skólamáltíðir. Þeir ætla að efla heilbrigðiskerfið sem er bágborið og er það vel. Kannski að Samfylkingin afriti stefnu flokksins í hvívetna, a.m.k. fór Kristrún út og fagnaði með þeim er kosningaúrslitin voru kunn.
En það er alveg ljóst að ef auknir skattar eru lagðir á borgaranna og fyrirtæki, að það dregur úr framleiðni og samkeppnishæfni landsins.
Sjá má það hér á Íslandi að skattkúin er þurrausin vegna skattaálagningar. Samdráttur er í ferðamannaiðnaðnum vegna hátt verðlags. Munurinn á Íslendingum og útlendum ferðamönnum er að þeir síðarnefndu geta kosið að koma ekki til Íslands. Flestir Íslendingar eru fastir hérna þótt stór hópur búi erlendis og veigri sig við að koma hingað í skattapardísina (íslenskra stjórnvalda).
Nýjasta nýtt hjá íslenskum skatta meisturum er að reikna km gjald á allar bifreiðar, líka þær sem ganga fyrir jarðeldneytis. Verður sum sé bæði arðrænt við bensíndæluna og þegar ekið er frá henni? Og hvergi er hægt að leggja bílnum nema borga fyrir háu verði. Snillingar ekki satt?
10 Labour policies to change Britain
Bloggar | 13.7.2024 | 10:54 (breytt kl. 11:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Demókratar eru enn ráðviltir eftir frammistöðu Bidens í gær. Hann átti tvo slæma kafla, er hann kallaði Zelenskí Pútín og ruglaði Harris við Trump. En að öðru leyti skakklappaðist hann í gegnum daginn án mikilli erfiðleika.
Repúblikanar eru kampakátir með daginn, því að þeir vilja að hann haldi áfram og tapi svo fyrir Trump. Ef hann þrjóskast við og heldur áfram, mun hann tapa á móti Trump. Stuðningsmenn Trump eru það ákveðnir, að þeir mæta á kjörstað en hætt er við að stuðningsmenn (eru nokkir raunverulegir?) Bidens sitji heima. Hatrið á Trump verði ekki nægilega mikið til að nenna að mæta á kjörstað.
En af hverju heldur Biden áfram en verði ekki "brúin" á milli kynslóða eins og hann sagði um 2020? Jú, það stefnir í að Hunter Biden fái á sig fleiri ákærur og lendi í fangelsi með langan dóm.
Öll fjölskyldan sem er flækt í spillingar- og múturmál mun fá á sig holdskefli ákæra þegar repúblikanar taka við dómsmálaráðuneytinu. Það verður uppgjör, þótt Trump segi annað. Þessu hefur blokkritari varað við. Þegar annar flokkurinn byrjar að nota dómskerfið með "lawfare" gegn pólitískum andstæðingum, byrjar vítahringur fæðadeila og hefnda. Lýðræðið í Bandaríkjunum er raunverulega í hættu. Sýnist þó að það eru nægilega margir skynsamir í repúblikanaflokknum sem munu ekki taka þátt í slíku og það gefur von.
Joe Biden verður að vera forseti til að náða soninn og aðra ættingja. Slíkt myndi valda mikla reiði en það mun hann gera er hann segir af sér eða lætur af embætti. Ekkert við því að gera, enda löglegt. Það næsta ólíklegt að hann geti setið næstu fjögur árin. Annað hvort verður hann settur af vegna heilabilunnar, eða hann segir af sér sjálfur og láti Harris fá keflið eða hann látist í embætti enda há aldraður. En sjá bandarískir kjósendur þetta? Já, svo virðist vera en 72% þeirra vilja að hann hætti við framboð sitt.
En enn er tími fyrir demókrata til reyna að skipta um frambjóðanda. Þeir hafa u.þ.b. einn mánuð eða skemmur til stefnu. En þetta er allt í höndum Bidens, hvort hann láti kjörmenn sína af hendi og fjármagnið sem hann hefur safnað og hætti sjálfviljur. 14 milljóir Demókratar kusu hann og það verður erfitt fyrir demókrata elítuna að hunsa grasrótina. Kannski er áætlun hans að sitja hluta úr kjörtímabili, klára Hunter málið og láta svo Harris fá forsetaembættið?
Bloggar | 12.7.2024 | 10:23 (breytt kl. 13:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds. Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til. Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður.
Áróðurinn getur verið margvíslegur, t.d. í loftslagsmálum, í woke málum eða fjölmiðlarnir eru hreinlega í vasanum á stjórnmálaöflunum og flytja frétta flutning sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. RÚV er til að mynda oddviti íslenskra fjölmiðla sem flytja áróður en aðrir fjölmiðlar eru einnig undir áhrifum hagsmunaafla. Wokismi, loftslags hræðsla, Rússa fóbía o.s.frv. er stefnan, en ekki hlutlaus fréttaflutningur.
Í Bandaríkjunum er allt í háa lofti vegna þess að allt í einu "uppgötvuðu" fjölmiðlar að Joe Biden er elliært gamalmenni sem getur varla ratað um svið. Þetta hefur bloggritari bent á hér á blogginu síðastliðin fjögur ár, að maðurinn er hættulegur heimsfriðnum og hann er haldinn elliglöp.
Varla er bandaríska fjölmiðlastéttin vanvitar upp til hópa, þannig að það er auðljóst að yfirhylming hefur átt sér stað síðastliðin fjögur ár.
Auðvitað bentu hægri fjölmiðlarnir í landinu, svo sem Foxnews og Maxnews á þessa staðreynd en aðrir hylmdu yfir og voru beinlínis í liði með demókrötum. Þeir sendu annað hvort spurningar fyrirfram eða fengu þær frá Hvíta húsinu. Svo var spunnið vitrænn söguþráður með strengjabrúðunni Joe Biden sem varla getur lesið texta af textavél. Í dag ætlar hann í fyrsta sinn að vera með opinn blaðamannafund, sjáum hvort hann verði ekki einnig stýrður.
Nýju föt keisarans er það sem fjölmiðlar vilja láta okkur trúa að séu til. En þeir sem vilja, sjá að keisarinn er nakinn. Það er ekki nýtt að auðvelt reynist að plata fjöldann. Við sjáum það í sigurför kommúnismans og nasisismans á 20. öld og dauðann og eyðileggingu sem fylgdi í kjölfarið. En það sé enn hægt, á tímum internetsins, vekur áhyggjur.
Góðu fréttirnar fyrir okkur borgaranna, sem viljum fylgjast með umheiminum án áróðurs ítroðslu, er að frjálsir fjölmiðlamenn eru orðnir áberandi og öflugir á netinu. Svo sem Bill O´Reilly sem er fyrrverandi fréttamaður á Foxnews. Hann segist sjá hlutina eins og þeir eru og lætur bæði hægri og vinstri menn heyra það. Bloggritari fylgist því vel með hvað hann segir en einnig aðra frjálsa fjölmiðlamenn.
Stóru fjölmiðlarisarnir eru búnir að vera, fólk leitar víða um völl að fréttum og traustið, sem var þegar í lágmarkið, er farið. Svo er farið um öll Vesturlönd. Fjórða valdið er dautt.
Bloggar | 11.7.2024 | 13:58 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Öll aðildarríki NATÓ eru að spá í spilin, ef ske kynni að Trump skyldi vinna forsetakosningarnar í nóvember. Þau vita sum sé að karlinn er harður húsbóndi. Hann sagði eitt sinn að það ríki sem stæði ekki við skuldbindingar sínar um að veita 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þá eigi það skilið að vera tekið af Pútín.
Að sjálfsögðu er þetta ákveðin kúgun, kannski blekking, til að fá aðildarþjóðirnar til að axla ábyrgð í eigin varnarmálum. Flest ríkin þá, settu 1% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þrátt fyrir samkomulag frá 2014 að allar aðildarþjóðir færu upp í 2% fyrir 2024. Þetta virkaði og telst bloggritari að 18 af 32 þjóðum uppfylli þessi skilyrði.
Og Trump hafði rétt fyrir sér. Eftir að hann lét af embætti, braust út stríð í Evrópu sem sér ekki fyrir endan á, kannski líkur því er hann tekur við embætti aftur. Hann sagðist myndi senda sendinefnd strax til Rússlands eftir kosningasigur, til að ræða friðarskilmála. Friðarsáttmáli myndi þá vera undirritaður daginn eftir embættistöku hans (sbr. orð hans: Ég get samið um frið á einum degi).
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætti að vera áhyggjufull. Íslendingar hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar hingað til. Samstarf um öryggis- og varnarmál er kaflaheitið í ríkisfjárlögum fyrir varnarmál. Skil ekki hvað "samstarf" stendur fyrir. Nóg að kalla þetta Öryggis- og varnarmál. Það fara 4.835,9 milljarðar í varnir Íslands. Þetta er brot úr 1% af vergri landsframleiðslu. Þórdís segir að Íslendingar þurfi ekki að uppfylla 2% skilyrðin, vegna þess að Ísland er herlaust! Það á sem sé að gera ekki neitt áfram og frýja sig ábyrgð.
Heimurinn breyttur frá því Trump var síðast forseti
Já, heimurinn er breyttur frá því að Trump var síðast forseti, til hins verra. Spurningin er, mun Ísland sleppa frá vandarhöggi Trumps? Eða hafa nægilega margar þjóðir uppfyllt skilyrðin, til þess að Trump láti gott heita? Samkvæmt fréttum er mikill uppgangur í uppbyggingu varnarmála allra Evrópuþjóða nema Íslands. Kannski að kjölturakki Bandaríkjanna verði ekki skammaður en krafist verði að herstöðin á Keflavíkurflugvelli verði aftur setin bandarískum dátum. Viljum við það??? Á 80 ára afmæli lýðveldisins?
Bloggar | 9.7.2024 | 21:45 (breytt 10.7.2024 kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pax Romana og Pax Americana eru hugtök sem notuð eru til að lýsa veldi þessara stórvelda. Bandarískir fræðimenn hafa áhyggjur af að öld Bandaríkjanna taki enda. Hún gerir það á endanum, líkt og með öll heimsveldi sem rísa og síga í gangverki sögunnar. Spurningin er bara hvenær og hvað tekur við.
Bandaríkjamenn monta sig af því að vera mesta herveldi allra tíma og vera risaveldi. Þeir geta þó ekki státað sig af jafn langri sögu veldis Rómverja, sem stóð í 2000 þúsund ár ef horft er á arftaka Rómverja, Býsan ríkisins.
Hernaðarveldi Rómverja og sigurganga þeirra getur alveg staðist samanburð við Bandaríkin, ef eitthvað er, þá var rómverski herinn einstakur og frumkvöðull í her skipulagi. Allir nútímaherir eru byggðir á rómversku herskipulagi. Líka sá bandaríski.
En hér er ætlunin að bera þessi veldi saman. Erum við að sjá fyrir endalok bandarísku aldarinnar eða eiga Kananir bara slæma tíma um þessar mundir? Förum kerfisbundið í gegnum helstu áhrifaþætti.
Fall Rómaveldis og hugsanleg hnignun Bandaríkjanna eru flókin og margþætt efni sem hægt er að bera saman á ýmsa vegu. Byrjum á pólitíkinni.
Pólitískur óstöðugleiki einkennir bæði veldin, sem kannski er ekki óeðlilegt. Rómaveldi þjáðist af verulegum pólitískum óstöðugleika, með tíðum leiðtogaskiptum og borgarastyrjöldum. Spilling og óhagkvæmni innan stjórnvalda veikti getu ríkisins til að bregðast við ytri ógnum og innri vandamálum. Í Bandaríkjunum má sjá svipaða þróun. Bandaríkin hafa upplifað pólitíska pólun, lokun stjórnvalda og áskoranir við lýðræðisleg viðmið. Áhyggjur af spillingu, hagsmunagæzlu og áhrifum peninga í stjórnmálum endurspegla sum mál sem sást seint í Róm.
Efnahagslegar áskoranir einkenna bæði veldin. Rómverska hagkerfið stóð frammi fyrir alvarlegum vandamálum, þar á meðal verðbólgu, háum skattlagningum og að það að treysta á þrælavinnu. Efnahagslegur ójöfnuður jókst, auður safnaðist meðal elítunnar á meðan almenningur átti í erfiðleikum. Spegilmynd þessa má sjá í Bandaríkjunum. Þau standa frammi fyrir efnahagslegum vandamálum eins og hækkandi ríkisskuldir, stöðnun launa og efnahagslegan ójöfnuð. Fækkun framleiðslustarfa og breytingin yfir í þjónustumiðað hagkerfi hefur skapað efnahagslega truflun fyrir marga starfsmenn. Í stað þræla, nota Bandaríkjamenn ólöglegt vinnafl ólöglegra innflytjenda sem eru í sömu stöðu og þrælar, eiga rétt svo til hnífs og skeiðar.
Helsta stofnun beggja velda er herinn. Rómaveldi stækkaði her sinn um of og gerði það erfitt að verja víðfeðm landamæri sín. Tíðar innrásir og innbyrðis uppreisnir minnkuðu styrk og auðlindir hersins. Undir lok vesturhluta ríkisins, voru hermennirnir að mestu skipaðir málaliðum og útlendingum. Frjálsir borgarar voru orðnir það fáir að erfitt var að fylla raðir hans með frjálsum borgurum. Sjá má þessa þróun innan Bandaríkjahers, latínu mælandi fólk fær bandarískan ríkisborgararétt ef það þjónar í Bandaríkjaher. Hvítir millistéttar strákar eru ekki lengur velkomnir í herinn og hann á í erfiðleikum með að uppfylla mannöflunar kvóta.
Bandaríkin halda alþjóðlegri hernaðarviðveru (800 herstöðvar um allan heim), sem sumir halda því fram að teygi auðlindir þunnt og stuðli að þrýstingi í ríkisfjármálum. Mál eins og hryðjuverk, netógnir og vaxandi geopólitísk spenna við þjóðir eins og Kína og Rússland bjóða upp á flóknar öryggisáskoranir.
Svo eru það félagslegir og menningarlegir þættir sem skipta hér miklu máli. Rómverska samfélagið sá hnignun í borgaralegri þátttöku og hefðbundnum gildum sem höfðu haldið heimsveldinu saman. Vaxandi traust á málaliða og minnkandi tryggð almennings við miðstjórnina rýrði félagslegri samheldni. Sama þróun er í Bandaríkjunum. Þau hafa upplifað félagslega sundrungu, með umræðum um þjóðerni, innflytjendur og menningarverðmæti. Minnkuð borgaraleg þátttaka og traust til stofnana getur endurspeglað svipaða rýrnun á félagslegri samheldni.
Ytri þrýstingur var mikill á Róm. Innrásir ættbálka villimanna, eins og Gota og Vandala, áttu stóran þátt í falli Vestrómverska heimsveldisins. Samkeppni og átök við önnur ríki og þjóðir þrýstu stöðugt á landamæri Rómar. Það er aðeins öðru vísi þrýstingur á landamæri Bandaríkjanna. Opin landamæri í dag, má rekja til pólitískra ákvarðanna, ekki getu hersins/landamæraliðsins til að stöðva innstreymi ólöglegra innflytjenda. Rómverjar réðu hreinlega ekki við barbarananna og heilu þjóðirnar settust að innan landamæra ríkisins og reyndu ekkert að samlagast. Barbaranir héldu tungu og siði. Bandaríkin standa frammi fyrir samkeppni frá vaxandi stórveldum eins og Kína, sem og aðilum utan ríkis sem ögra alþjóðlegum áhrifum þeirra. Romana civitas hætti að skipta máli og samheldnin var úr sögunni. Borgararnir meira segja flúðu á náðir barbaranna, þar sem engin skattaánauð og verðbólga var fyrir hendi.
Efnahagsleg og tæknileg samkeppni skapar einnig ytri þrýsting.
Tækni- og byggingarmunur var töluverður. Tækniframfarir Rómar, þótt þær hafi verið áhrifamiklar fyrir sinn tíma, féllu að lokum á bak við vaxandi þarfir heimsveldisins. Innviðir, eins og vegir og vatnsveitur, rýrnuðust án viðunandi viðhalds. Bandaríkin eru enn leiðandi í tæknimálum, en innviðamál eins og úrelt samgöngukerfi og stafræn gjá bjóða upp á áskoranir. Hröð tæknibreyting skapar bæði tækifæri og en einnig truflanir. Tækni framfarir, tölvutæknin og gervigreindin skilur Róm og Washington að. Þannig að það er ekki alveg hægt að bera saman þessi ríki. Til þess skilja of margar aldir og það að nútíminn á sér engar hliðstæður.
Niðurstaða
Þó að það séu hliðstæður á milli hnignunar Rómaveldis og núverandi vandamála sem Bandaríkin standa frammi fyrir, þá er líka verulegur munur á samhengi, umfangi og uppbyggingu.
Bandaríkin hafa hag af háþróaðri tækni, sveigjanlegra stjórnmálakerfi og getu til að læra af sögulegum fordæmum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þá að takast á við pólitískar, efnahagslegar, félagslegar og ytri áskoranir til að koma í veg fyrir svipaða hnignun.
En spurningin er, er mannlegt eðli slíkt að Bandaríkjamenn eru dæmdir til að endurtaka mistök Rómverja? Er það ekki hinn mannlegi breyskleiki sem leiðir til fallsins? Ef svo er, þá skiptir engu máli hvort viðkomandi er Rómverji eða Bandaríkjamaður, sama hversu hátt tæknistigið er, báðir eru dæmdir til að fljóta með öldugangi sögunnar.
Bloggar | 9.7.2024 | 10:54 (breytt kl. 11:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist hvorki vera hægri eða vinstri bylgja í gangi. Menn á vinstri væng stjórnmálanna hafa farið á taugum og haldið því fram að hægri flokkar, sérstaklega þeir sem kallaðir eru öfgaflokkar, séu í mikilli sókn.
Íslenska hugtakið öfga hægri hefur verið notað um enska hugtakið "far right". En er það rétt þýðing? "Extreme" er enska þýðingin fyrir öfga en þessir flokkar eru oftast kallaðir far right í erlendum fjölmiðlum, ekki extreme right. Google Translate kemur með þýðinguna "lengst til hægri". "Far left" ætti þar með að vera öfga vinstri eða yrst til vinstri.
Jú, þessir flokkar hafa bætt við sig fylgi en ekki er hægt að segja það valdi því að umskipti verða í Evrópu. Sjá má þetta í Frakklandi og Bretlandi, stærstu ríkjum Vestur-Evrópu, að vinstri menn báru sigur úr býtum. Það verða ansi litlar breytingar í Evrópu á næstunni og ESB verður samt við sig, þótt hægri flokkarnir (lengst til hægri) hafa bætt stöðu sína umtalsvert á Evrópuþingi.
En það er hins vegar rétt að hinu hefðbundnu hægri flokkar, borgaraflokkarnir, rótgrótnir flokkar, hafa brugðist hægri kjósendum og tekið upp stefnu vinstri flokka og kjósendur hægri flokkar leita því yrst til hægri til að finna málsvara. Sjá má þetta hér á Íslandi með stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins breska. Í Frakklandi urðu lokaúrslit þingkosninganna að Vinstribandalagið hefur tekið flest sæti á þingi. Miðjumenn Emmanuel Macron urðu í öðru sæti og öfgahægri flokkur Marine Le Pen í þriðja sæti.
En hvað er það að vera "öfga hægri" (e. far right)? Þegar litið er á þessa flokka, flokks Marine Le Pen eða AFD í Þýskalandi, þá virðast þeir vera hefðbundnir hægri flokkar að öllu leyti nema í innflytjendamálum. Þar marka þeir sína sérstöðu.
Stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar frönsku árið 2017 endurnýjar skuldbindingu sína til að draga verulega úr innkomu löglegra innflytjenda. Le Pen heldur því fram að franskur ríkisborgararéttur ætti að vera "annaðhvort erfður eða verðugur". Hvað ólöglega innflytjendur varðar þá "hafa þeir enga ástæðu til að vera áfram í Frakklandi, þetta fólk braut lög um leið og það steig fæti á franska grund".
En ef það er öfgahægri afstaða, þá er hún ekki mjög frábrugðin frambjóðanda miðju-hægrimanna, Francois Fillon - sem þegar hann var fyrst kjörinn sem frambjóðandi repúblikana naut hann lítillar forskots á Le Pen í könnunum en hefur síðan orðið fyrir skaða af fullyrðingum. um óviðeigandi notkun á fjármunum ríkisins.
And-íslamski flokkur Geert Wilders í Hollandi, hægriöfgaflokkur fyrir frelsi (PVV) kom sem aðalflokkurinn með 37 sæti, næstur á eftir kom GroenLinks-PvdA með 25 sæti, bandalag undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins.
Fráfarandi forsætisráðherra, Mark Rutte, Þjóðarflokkur fyrir frelsi og lýðræði (VDD) tapaði umtalsverðu með 24 þingsæti. Tveir aðrir flokkar, NSC og D66, fengu 20 og 9 sæti, í sömu röð. Yfir 10,4 milljónir kjósenda greiddu atkvæði til að kjósa 150 sæta þingmenn.
Hins vegar í Austur-Evrópu eru hinu hefðbundnu hægri flokkar samir við sig, hafa haldið í stefnuskrár sínar og því er erfitt að kalla einhverja flokka þar "far right", þótt stjórnarflokkurinn Fidesz í Ungverjalandi kann að teljast vera öfga hægri í augum vestrænna fjölmiðla.
Niðurstaðan er því að eðlilegar sveiflur eru í gangi í stjórnmálum Evrópu. Bara eins og það á að vera. Kjósendur hafna hægri eða vinstri flokkum eftir vonbrigði stjórnartímabils þessara flokkar og velja annað.
Svo er annað mál hvaða vegferð Evrópa og vestræn menning er á. Sumir kalla ástandið í dag hnignun vestrænnar menningar en aðrir eru áhyggjuminni. En Evrópumenn ættu að hafa í huga að sólskinsdagar fortíðarinnar gætu endað og allt farið á annan enda. Það er jú stríð í gangi í Evrópu sem gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef menn eru ekki varkárir.
Bloggar | 8.7.2024 | 10:22 (breytt kl. 10:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjasta brennsluefni stjórnmálamanna í brennslu almanna fés er stofnun Mannréttindastofnun Íslands. Íris Erlingsdóttir skrifar frábæra grein á Útvarpi sögu um þessa nýju ríkishítar stofnun sem nú er komið á fót, á okkar kostnað!:
"Erfitt er að meta hvort er meira hneyksli að Alþingi Íslendinga hefur, án nokkurrar þjóðfélagsumræðu, stofnað nýtt, óþarfa ríkisbákn, Mannréttindastofnun Íslands (MRSÍ), með víðtækar heimildir sem mun árlega kosta skattgreiðendur á þriðja hundrað milljónir króna, eða að ríkisbáknið, sem hefur með höndum það hlutverk að annast umrædda þjóðfélagsumræðu og er þjóðinni álíka gagnlegt og gatasigti er drukknandi manni í ólgusjó, gerði aðeins tvær fréttir um þessa fyrirhuguðu stofnun."
Hún segir jafnframt:
"Í landinu starfa nú þegar a.m.k. þrjár mannréttindastofnanir. Auk Mannréttindastofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands er Mannréttinda- og lýðræðisstofa Reykjavíkurborgar, sem hefur með höndum m.a. fötlun, "fjölmenningu og inngildingu" og kynjaréttindi. "Hinsegin" málefnaflokkur sér um að veita fyrirtækjum og stofnunum regnbogavottun og tilheyrandi einhyrningaprump."
Bloggritari skrifaði svipaða grein og Íris. Sjá slóð: Ný mannréttindastofnun fyrir mannréttinda ríkið Ísland nauðsynleg?
Í greininni benti bloggritari á Mannréttindastofnun Háskóla Íslands sem valkost. Óþarfi að hafa tvær stofnanir. Er á því að þetta er peningaaustur, höfum verið í S.þ. síðan stríðslok seinni heimsstyrjaldar án þess að vera með svona stofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bendla Miðflokkinn við samþykkt stofnunar Mannréttindastofnunar Íslands. Sigmundur Davíð greip til andsvars í fjölmiðlum og sagði þetta:
Vissulega hafi Miðflokkurinn árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. En það þýði ekki að af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að stofna "enn eina mannréttindastofnunina".
Sjálfstæðisflokki hafi verið bent á að það væri ekki nauðsynlegt að stofna stofnun til að "stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna", til að uppfylla skuldbindingar gagnvar fötluðu fólki. Ísland sé þegar með nóg af mannréttindastofnunum, svo sem Mannréttindaskrifstofu Íslands, mannréttindastofnanir sveitarfélaga og mannréttindastofnun Háskóla Íslands."
Á sama tíma er ríkið rekið með viðvarandi halla á ríkisfjárlögum, bálknið stækkar og stækkar; vegir landsins grotna og eru ekki lagfærðir; heilbrigðiskerfið skorið við nögl og fjársvelt (læknaskortur í landinu); velferðakerfið í heild stendur höllum fæti; lögreglan undirmönnuð og fjársvelt; Landhelgisgæslan fjársvelt; velferðatúrismi handa hælisleitendur í hæðstum hæðum; fatlaðir og öryrkjar vanræktir (nær að láta þessa peninga beint til þeirra í stað ríkisstofnunar með blýant nagandi starfsfólk að gera ekki neitt allan daginn) o.s.frv.
Sumir halda að skynsemin haldist í hendur við meirihluta, að flestir séu skynsamir og sýni ráðdeild í efnahagsmálum og öðrum hagnýtum málum. En svo er ekki alltaf, sjá má þetta þegar meirihluti Alþingi samþykktir alls kyns bábiljur. Bloggritari myndi bara hrista höfuðið og halda áfram með sitt líf, ef vitleysan hefði ekki bein áhrif á hann. Það er ekki hægt að hunsa ruglið sem hefur hefur áhrif á allt og alla í kringum hann.
Ad imperium hoc dico: me solum et vitam meam desere.
Bloggar | 6.7.2024 | 13:10 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einn ríkasti maðurinn í Kína (Jack Ma) sagði eitt sinn: "Ef þú setur bananana og peningana fyrir framan apana, munu aparnir velja banana vegna þess að aparnir vita ekki að peningar geta keypt marga banana.
Reyndar, ef þú býður fólki VINNU eða VIÐSKIPTI, þá mun það velja að VINNA vegna þess að flestir vita ekki að FYRIRTÆKI getur þénað meira en laun.
Ein af ástæðunum fyrir því að fátækir eru fátækir er sú að þeir fátæku eru ekki þjálfaðir til að viðurkenna frumkvöðlatækifærin.
Þeir eyða miklum tíma í skóla og það sem þeir læra í skólanum er að vinna fyrir launum í stað þess að vinna fyrir sjálfum sér.
Hagnaður er betri en laun vegna þess að laun geta staðið undir þér, en hagnaður getur gert þér auðæfi.
Þetta er almenn skynsemi sem hann boðar hér en kannski ekki háspeki, enda kaupsýslumaður en ekki heimspekingur.
Þetta ættu skattaglaðir stjórnmálamenn að hafa í huga er þeir líta á fé fyrirtækja sem eigið fé sem þeir geta ráðstafað að vild. Ekki drepa gull gæsina.
---
Jack Ma er meðstofnandi tæknisamsteypunnar Alibaba Group og er alþjóðlegur sendiherra kínverskra viðskipta. Eftir að hafa byggt upp fyrirtæki sitt frá grunni fjárfesti hann í fjölda tækni- og rafrænna viðskiptafyrirtækja, er með hlut í Lazada, YCloset, Tokopedia, Shiji, Intime Retail Group og Ordre.
Bloggar | 6.7.2024 | 12:05 (breytt kl. 13:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílík niðurstaða í bresku þingkosningunum og ólýðræðisleg. Kosningakerfi Breta er meingallað en bloggritari fer í það hér neðar í pistlinum.
Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?
Atkvæðin endurspegla ekki fjölda þingsæta. Sigurvegarinn tekur allt. Í raunverulegu lýðræði ættu öll atkvæði að telja og endurspegla fjölda þingsæta. Minnihlutinn hefur því enga rödd og kjörseðlum þeirra sem kusu stjórnmálaflokka minnihluta flokka er þar með hent í ruslið.
Er eðlilegt að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fái 5 sæti en UK Reform í Bretlandi fái aðeins 4 sæti en með 4 milljónir kjósenda á bak við sig? Minnihluti ætti alltaf að hafa rödd í húsi fólksins - breska þingisins, þar sem hvorki meirihluti eða minnihluti (bandalag lítilla flokka) ætti að stjórna einir. Á Íslandi miðum við mörkin við 5%, ef flokkurinn fær atkvæði yfir þeim mörkum fær hann þingsæti, venjulega 3 sæti af 63 þingsætum.
Ókosturinn við íslenska kosningakerfið er hins vegar sá að vægi atkvæða á landsbyggðinni er meira en á höfuðborgarsvæðinu. Veit ekki hvað það er í dag, en hlutfallið er kannski fimm á móti einum. Þ.e.a.s. atkvæði greitt á Akureyri hefur fimm sinnum meira vægi en atkvæði greitt í Reykjavík. Eins og ég segi þá veit ég ekki alveg hlutfallið í dag miðað við íbúaþróun landsins. Þeir hafa reynt að laga það með svokölluðum jöfnunarsætum, það ætti að jafna þetta út. Skipting jöfn þingsæta fer bæði eftir niðurstöðum flokkanna á landsvísu og eins í einstökum kjördæmum.
Tengill á niðurstöðu kosningakosninga í Bretlandi 2024: UK General election 2024 Results
Tengill á niðurstöðu kosninga kosninga 2021: Úrslit Alþingiskosninga í september 2021
Westminister-kerfið útskýrt (heimild: íslenska wikipedia)
"Westminster-kerfið þróaðist á breska þinginu á löngum tíma og byggir það að miklu leyti á óskráðum stjórnskipunarvenjum og hefðum. Utan Bretlands er kerfið helst notað í löndum sem áður voru hluti af breska heimsveldinu. T.d. í Kanada þar sem það hefur verið við lýði síðan 1848 og á Indlandi sem er fjölmennasta lýðræðisríki heims.
Munurinn á Westminster-þingræði og þingræði í öðrum löndum, t.d. á meginlandi Evrópu liggur helst í því að þingstörf í Bretlandi og öðrum löndum sem nota Westminster-kerfið eru átakakenndari en t.d. í Þýskalandi þar sem meiri áhersla er á samráð. Það kann að helgast af því að kosningakerfið sem notað er á Bretlandi leiðir til þess að oftast fær sá flokkur sem sigrar kosningar hreinan meirihluta á þingi á meðan það er venjan á meginlandi Evrópu að tveir eða fleiri flokkar þurfa að mynda samsteypustjórn.
Þessi menningarmunur endurspeglast í því hvernig salarkynni þjóðþinga eru innréttuð. Í breska þinginu er bekkjaröðum stillt upp á móti hvorum öðrum þannig að stjórnarliðar sitja öðrum meginn í salnum en stjórnarandstæðingar hinu megin. Í þingræðislöndum sem ekki nota Westminster-kerfið er hins vegar algengast að raða sætum í hálfhring."
En þessi útskýring Wikipedíu er ekki nóg. FPTP (First past the post heitir þetta kerfi) og er "sundrandi" atkvæðakerfi og hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki raunverulega fulltrúi skoðana kjósenda, þó það hafi aðra kosti, þar á meðal að þingmenn viðhalda sterkum kjördæmatengslum.
Í Bretlandi eru 650 kjördæmi sem skila sér í sama fjölda þingsæta. Til að verða þingmaður þarf frambjóðandi meirihluta atkvæða umfram aðra frambjóðendur í sínu kjördæmi og veitir þeim þannig eitt af þessum sætum. Sá sem fær flest atkvæði í kjördæmi er sigurvegara þess svæðis. Þetta kallast einmenningskjördæmi en það er kjördæmi í þingkosningum þar sem aðeins einn frambjóðandi nær kjöri. Mismunandi reglur geta gilt um það hvernig sigurvegarinn er ákvarðaður, algengt er að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nái kjöri þó að viðkomandi fái ekki meirihluta atkvæða.
Helsta gagnrýni á FPTP er að það hvetur til taktískrar atkvæðagreiðslu meðal kjósenda. Niel Farage sagði að helmingur atkvæða greidd Verkamannaflokknum hafi verið óánægju atkvæði, greidd gegn Íhaldinu en kannski ekki endilega með sósíalískum Verkamannaflokknum.
Hægt er að sjá sömu þróun á Íslandi, íslenska íhaldið mun bíða afhroð í næstu Alþingiskosningum á meðan Samfylkingin sem segist vera systurflokkur Verkamannaflokksins mun vinna stór sigur. Báðir flokkar hafa fært sig til hægri til að ganga í augum kjósenda en báðir flokkarnir eru skattaflokkar, afskiptaflokkar og ríkisvaldsflokkar. Kjósendur munu fljótt gefast upp á þeim báðum. En hið góða við íslenska kosningakerfi er að smáflokkarnir hafa áhrif og fá sæti á Alþingi. Samfylkingin mun því fá harða stjórnarandstöðu og aðhald, ólíkt Verkamannaflokknum.
Bloggar | 5.7.2024 | 10:29 (breytt kl. 10:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bjálkinn í augum varðhunds Nýhaldsins - Guðfaðir útlendingalaganna er sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn!
Ekki benda á mig,
segir varðstjórinn,
þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.
Spyrjið þá sem voru á vakt,
ég ábyrgist þeir munu segja satt.
[m.a. á plötunni Bubbi Morthens Fingraför]
Þennan snilldartexta má yfirfæra á stjórnmálaflokka sem nú sverja af sér arfa slök útlendingalög frá 1. janúar 2017 (Lög um útlendinga: 2016 nr. 80 16. júní). Jú, jú, ég var þarna starfandi en það voru aðrir á vaktinni sem ollu skaðanum.
En Björn Bjarnason segir sjálfur í grein sinni Guðfaðir útlendingalaganna þetta: "Í fréttum frá þessum tíma er sagt frá því að þingmennirnir Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafi farið til Tyrklands til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Höfðu lýsingar þeirra mikil áhrif á aðra þingmenn. Óttarr var formaður í nefnd allra flokka til að semja ný útlendingalög."
Var það ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem grunnurinn var lagður að og raungerðist svo í lagabálknum frá 1. janúar? Fyrrum samherji (að ég held) Björns bónda, Jón Magnússon, hefur aðra sögu að segja. Kíkjum á hans útgáfu:
"Á Landsfundi 2015 lagði ég ásamt nokkrum öðrum fram tillögu um málefni hælisleitenda, þar sem vikið var að því að fámenn þjóð yrði að gæta vandlega hagsmuna sinna og setja mjög ákveðnar reglur um heimildir hælisleitenda til að koma til landsins.
Forusta Sjálfstæðisflokksins var tillögunni mjög andsnúinn og braut allar grunnreglur fundarskapa til að koma í veg fyrir að hún fengist tekin á dagskrá fyrr en liðið var að lokum Landsfundar að kvöldi síðasta þingdags og meiri hluti Landsfundarfulltrúa farinn heim til sín. Einnig var komið í veg fyrir eðlilegar lýðræðislegar umræður um tillöguna. Hún var felld eftir algjört ofbeldi af hálfu forustu og fundarstjóra auk nokkurra óvita með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar þá nýkjörna sem ritara Flokksins.
Ömurleikasaga Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda fór síðan í nýjar hæðir í meðförum þáverandi varaformanns flokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem dómsmálaráðherra, sem skipaði þverpólitíska nefnd til að unga út vitlausustu löggjöf um málefni útlendinga sem þekkist í Evrópu."
Hefur Jón Magnússon ekki rétt fyrir sér, að hér sé verið að hengja bakarann fyrir smiðinn?
Björn endar pistil sinn svona: "Þótt Sigmundur Davíð hafi hrökklast úr embætti forsætisráðherra áður en útlendingalögin voru samþykkt má með réttu kalla hann guðföður þeirra. Fortíðinni verður ekki breytt." Hér er í raun spurt hver sé sekastur í þingheiminum. Ef það á að taka einhvern út fyrir sviga, má benda á tvo sökudólga. Óttarr Proppé í Bjartri framtíð og Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokknum, sem má segja að séu guðfeður útlendingalaganna.
Máltækið "konur eru konur verstar" eða "konur eru þjóðinni verstar" á hér við en framganga Sjálfstæðiskvenna einmitt í þessu máli á landsfundinum réði mestu um hvernig útlendingastefna Sjálfstæðisflokksins mótaðist næsta árin. Kvennahópurinn í kringum Bjarna Benediktsson (ekki allar), hirðin, hefur reynst afar frjálslyndur hópur, svo woke sinnaður, að þær hljóta hafa ruglast á flokkum er þær sóttu um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Þær ætluðu í raun að ganga í Samfylkinguna en tækifærin voru kannski betri í Sjálfstæðisflokknum?
Ef litið er á hverjir eru skrifaðir "ábyrgðarmenn" fyrir útlendingalögunum frá 2016, þá er það Ólöf Nordal innanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokknum að ráði allsherjar- og menntamálanefndar en framsögumaður nefndarinnar var engin önnur en Unnur Brá Konráðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum.
Þeir seku eru þeir sem voru viðstaddir og á vakt er útlendingalögin voru samþykkt og greiddu með lögunum. Og það var meirihluti þingheims Alþingis á þessum tíma. Já greiddu 46 þingmenn með lögunum, 0 greiddi nei, 2 greiddu ekki atkvæði (Ásmundur Friðriksson og Brynjar Níelsson) og fjarverandi voru 14 þingmenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þannig að ekki er hægt að bendla hann við samþykkt laganna! Sjá slóð: Atkvæðagreiðsla
Og nú hafa ný útlendingalög verið samin og samþykkt í sumar. Og þau reynast gölluð strax frá upphafi! Flokkur fólksins kom með breytingartillögu um að hægt sé að vísa útlendum glæpamönnum úr landi en það var fellt á Alþingi. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, sagðist ætla að taka málið upp í haust. "Það stendur ekki til að gera breytingar á útlendingalögum umfram þessar á þessu þingi. ... Ég er með áform um að leggja fram breytingar við útlendingalögin næsta haust."
Sjá má strax afleiðingarnar, hér gengur um útlendingur með hótanir við alla sem koma nálægt honum en ekki er hægt að vísa honum úr landi vegna þess að ríkisstjórnarflokknarnir þola ekki að stjórnarandstaðan komi með vitrænar breytingar á nýju lögunum.
Er Alþingi viðbjargandi? Enginn greiddi atkvæði gegn lögunum sem tíminn hefur sannað að reynst hafa verið arfa vitlaus. Og enn er haldið áfram á sömu braut...það þarf að staga í sokkinn strax í haust.
Helsta heimild: Útlendingar (heildarlög) 728. mál, lagafrumvarp Lög nr. 80/2016. 145. löggjafarþing 20152016.
Bloggar | 4.7.2024 | 13:34 (breytt kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020