Öfga vinstrið enn sundrað

Þeir sem þekkja sögu vinstri hreyfingarinnar á Íslandi vita sem sé að vinstri menn hafa sjaldan getið staðið saman til lengdar.  Í dag er öfga vinstrið, Píratar, VG og Sósíalistaflokkur Íslands, með um 9,3% atkvæða síðustu kosninga en vegna þess að þessir flokkar komust ekki á þing, féllu þau dauð niður. 

Vinstri menn þurfa ekki að örvænta, því að Samfylkingin sem nú mælist rétt undir 30% fylgi á sér systurflokk sem heitir Viðreisn. Þessir Síams tvíburaflokkar ásamt varaskeifunni Flokki fólksins, sem einnig er sósíalískur í grunninum, eru með meiri hlutann á Alþingi.  Samtal 50,4% fylgi.

Hver þá munurinn á þessum sex sósíalískum flokkum (samtals 59,7%) og af hverju er bara helmingurinn á þingi? Jú, það er bara takmörkuð eftirspurn eftir vinstri sinnuðum flokkum. Allir eru þeir að veiða í sömu tjörn. Ef fylgi allra þessara flokka er sett saman, er það um 60%. Eru Íslendingar svona vinstri sinnaðir? Geta þeir ekki lært af sögunni af hrakförum sósíalískra hreyfinga (s.s. kommúnista og anarkista)?  

Ef rýnt er í tölurnar, þá eru um 10% Íslendinga öfga vinstrimenn (eða styðja öfga vinstri flokka) en meirihluti þeirra  sem kjósa til vinstri, kjósa úlfinn í sauðagæru, flokkar sem segjast vera sósíaldemókratískir! FF, Samfylkingin og Viðreisn geta allir flokkast sem slíkir. En því miður er stefna þeirra hrein vinstri stefna; hærri skattar, opin landamæri, ríkisbálkn, ofvaxið velferðakerfi og í samfélagsmálum hallir undir wokisma og afskipta ríkisvaldsins af einstaklingnum. Púff!

Það verða ekki umskipti á fylgisspekt íslenskra kjósenda fyrr en vinstri flokkarnir verða búnir að eyðileggja íslenskt þjóðfélag líkt og skoðanabræður þeirra hafa gert í Svíþjóð, Frakklandi og Þýskalandi.  


Er Evrópa að falla?

Það er erfitt að segja. Ef við miðum við öll skilyrðin sem leiddu til hnignunar Rómaveldis — sem ritari stúderaði gaumgæfilega, þá er það merkilegt að aðeins örfáir Rómverjar gerðu sér grein fyrir hnignunni. Af hverju? af því að þeir höfðu engan samanburð. En nútíma Evrópumenn þekkja sögu Rómar og annarra menningaríkja og vita því af hættunni.

Í lok Rómaveldis (sérstaklega vesturhlutans) má finna fræðimenn og embættismenn sem töluðu um siðferðislega hnignun, spillingu, hnignandi aga og "innflytjendavandamál" (t.d. með innflutningi Germana í herinn).

En margir gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru á fallanda fæti, sérstaklega vegna þess að breytingarnar tóku áratugi, jafnvel aldir. Þeir héldu að Róm gæti alltaf lagað sig að nýjum aðstæðum. Í dag gerast hlutirnar hratt í nútímaheimi, uppgangur og fall menninga gerast á áratugum, ekki öldum. 

Það sem við sjáum sameiginlegt með Rómverjum er lýðfræðileg vandamál; menningarleg sjálfshatur; vantrú á eigin gildi; of mikill innri glundroði og áskoranir við að aðlaga aðkomufólk.

Undirstaða vestrænnar menningar er grísk heimspeki og kristin trú sem eru samofin. Þegar fólk hættir að "fylgja goðunum" og "visku heimspekinnar" eru endalokin skammt undan. Annað eins og fólksfækkun og aðrir þættir eru bara birtingamynd breytt hugarfars. Til dæmis ef Kóraninn og múslimatrú fá að lifa og dafna (rétt eins og kristin trú á tímum Rómverja) er stutt í aðra menningu. Það er þá alveg hægt að kalla Evrópu "Miðausturlönd nær" en ekki Miðausturlönd. Það má ekki að vanmeta mannlega þáttinn, kristnir voru til dæmis fámennur minnihluta hópur þegar Konstaníus keisari tók upp kristna trú. Það þarf sem sé ekki meirihluta múslima til að umbylta vestræna menningu, bara stjórnvöld sem eru höll undir íslam og gildum þess.

Ritari hefur kennt fornaldarsögu, sögu Grikkja og Rómverja. Það er alveg ljóst að grísk heimspeki og kristin trú eru grundvöllurinn.  Grísk heimspeki: rökhyggja, siðfræði, frjálst orðaskipti, einstaklingurinn sem dómari skynsemi sinnar. Kristin trú: ómetanlegt gildi hvers einstaklings, fyrirgefning, samviska, samúð, og samfélag undir Guði sem æðri lögmál. Þetta myndaði siðferðilega stoðkerfi sem vestræn heimsmynd byggðist á í meira en þúsund ár. Þegar það er skilið eftir – eða meðvitað grafið undan – kemur tómarúm í staðinn.

Það sem Evrópumenn óttast mest er útbreiðsla íslam í Evrópu (nema hjá stjórnmálaelítunni). Það þarf ekki meirihluta múslima til að breyta Evrópu — heldur nægir að elítan og menningarvöldin verði hallt undir hugmyndafræði sem mótast af annarri trú, eða öðrum gildum. Þetta gerðist með kristnina á tímum Rómverja: Kristnir voru minnihluti, oft ofsóttir – en á endanum féllu trúarbrögðin inn í hugmyndaheiminn og tóku völdin þegar samfélagið þráði nýjan siðferðisgrunn eftir ofbeldi, spillta yfirstétt og tómleikakennd heimspekileg kerfa.

Er einhver von um endureisn Evrópu og vestrænnar menningar? Nei, það er engin von um endurreisn - því hugarfarið er sterkara enn allt annað. Eina vörnin er MÁLFRELSIÐ. Ef það fær að vera í friði fyrir stjórnvöldum (og fjölmiðlum), geta menn varað við hættum sem steðja að vestrænum samfélögum. Svo er það annað mál hvort ORÐIÐ hverfi í orðaflaum internetsins? Eða þeir sem eiga að taka við boðskapnum er sama hvað verður um þá? Þá er lítið hægt að gera.

 

 


Lýðræði og þátttaka

Ritari kenndi sögu Forn-Grikkja í Flensborgarskólanum með sérstaka áherslu á heimspeki og stjórnmálasögu þeirra. Forn-Grikkir kenndu mér margt um lýðræði og sérstaklega beint lýðræði (allir borgarar taka þátt í kosningum og kosið var einnig beint til allra embætta). Kosning í embætti er stundað í Bandaríkjunum um mörg embætti, ekki öll. Þau veigamestu þurfa að fara í gegnum þingyfirheyrslur Bandaríkjaþings til samþykktar. Þetta mætti yfir færa á embættismannakerfi okkar.

Í Aþenu gátu einungis frjálsir karlar tekið þátt í stjórnmálum. Þar með voru konur, börn, þrælar og aðfluttir útilokaðir. Í Aþenu var einnig blanda af beinu lýðræði þar sem borgararnir taka ákvarðanir beint og milliliðalaust og fulltrúalýðræði þar sem kjörnir fulltrúar fara með völdin. En auk þess voru líka fulltrúar lýðsins kjörnir með hlutkesti þar sem þeir voru dregnir úr hópi viljugra og skiptust síðan á að fara með völdin.

Aristóteles segir að það sem greini að lýðræði og fámennisstjórn (óligarkíu) sé umfram allt auður og fátækt. Lýðræði er stjórn hinna fátæku, hvort sem þeir eru meirihlutinn eða minnihlutinn (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?).

Aristóteles myndi þess vegna ekki kannast við að flest lýðræðisríki nútímans væru eiginleg lýðræðisríki í hans skilning, bæði af því að þar eru völdin oftast í höndum ríkra en ekki fátækra og þar að auki er oftast um fulltrúalýðræði að ræða án beinnar aðkomu fjöldans í ákvarðanatöku. Þess vegna eru forsetakosningar svo mikilvægar, enda eina beina lýðræðið sem Íslendingum býðst.

Fulltrúalýðræði er 19. aldar fyrirbæri þegar samgöngur voru lélegar og fólk gat ekki tekið þátt beint (nú er lýðræðið beinlínis í farsímum fólks, ef viljinn er fyrir hendi og hægt að kjósa beint).

Tvenns konar lýðræði: Fulltrúalýðræði og beint lýðræði eða samblanda þessara gerða

Stjórnskipunarlýðræði gerir ráð fyrir dreifingu valds og aðgreiningu ólíkra valdastofnana, en þar fyrir utan getur það tekið á sig ólíkar myndir. Á Íslandi einkennist stjórnskipanin af fulltrúalýðræði sem felst í því að á Alþingi, sem fer með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands, sitja kjörnir fulltrúar almennings.

Í stað fulltrúa á Alþingi mætti hugsa sér beint lýðræði þar sem löggjafarvaldið væri hjá fólkinu sjálfu, það er að lög væru sett og ákvarðanir teknar í almennum kosningum. Slíkt beint lýðræði væri að vísu mjög tímafrekt, dýrt, svifaseint og erfitt í framkvæmd af ýmsum ástæðum, til dæmis þeirri að líklega myndu mjög margir verða þreyttir á eilífum kosningum og ekki nenna að taka þátt.

Það mætti þó vel hugsa sér einhverja millileið eða blöndu af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þar sem settar væru ákveðnar reglur um hvernig mætti vísa málum beint til þjóðarinnar (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?). Í dag á forseti Íslands að vera varnagli en þegar atkvæðalítill og hræddur forseti situr að valdastól, er þetta í raun óvirkt úrræði. Hvað ætlar til dæmis forseti Íslands að gera við bókun 35?

Ríki með lýðræðislegu fyrirkomulagi inniheldur stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni. En í lýðveldi er þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.

Ívar Daði Þorvaldsson fjallar um þetta í greininni: "Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?"

Hann segir að báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands. Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir.

Forsetakosningar á Íslandi eru þar með einu beinu kosningar sem Íslendingum bíðst kostur á og flokksræðið kemur hvergi nálægt, og allt tal um kostnað eða gagnrýni á forsetaframbjóðanda er til vansa. Við eigum sem þjóð að þakka fyrir að geta kosið beint.

En margt er ábótavant við íslenska lýðveldið og íslenskt lýðræði. Í fyrsta lagi er þrískipting valds ekki fullkomin, á meðan framkvæmdarvaldið situr á lögjafarsamkundu landsins og hefur atkvæðarétt. Eina valdið sem er frjálst, er dómsvaldið og jafnvel þar er ekki staðið rétt á málum, eða þar til landréttur var stofnaður (skipan hans klúðraðist með mistökum forseta).

Á löggjafarsamkundu okkar, Alþingi, er flokksræði og enginn almennur þingmaður í raun sjálfstæður og þar með sannir fulltrúar umbjóðenda sinna í kjördæmi. Flokkarnir raða mönnum upp á lista og sama hvernig farið er að því, prófkjör eða annað, flokkurinn ræður ferðinni.

Ef kjósendur gætu kosið þingmenn sína beint, það væri stórt skref í lýðræðisátt. Ef til vill færu þingmenn, þegar þeir eru í raun ábyrgir og á valdi kjósenda, að hætta að láta flokkanna stjórna ferðinni og vinna að hagsmunum þeirra. Ég er ekki að segja að það eigi að afnema flokka, heldur að breyta kerfinu.


Háskóli Íslands okrað á fátækum námsmönnum

Nú ætlar Háskóli Íslands að taka upp bílastæðisgjöld, í fyrsta sinn í sögunni. Kúnnahópurinn er bláfátækir stúdentar, sem annað hvort vinna með háskólanum eða eru á námslánum. Með öðrum orðum, þeir safna skuldum á meðan þeir eru í háskólanámi. Námslánin og tekjutapið kostar stúdentanna tugir milljóna eftir 3-5 ára háskólanám. Sjá slóð: Svona verða bílastæðagjöldin hjá Há­skóla Ís­lands

Gjaldtakan virðist vera sakleysislega lág. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. En 1500 krónur er meira en 0 kr.  Þegar byrjað er að rukka, grípur græðgin völdin og fyrr en varir, verður gjaldið himinhátt.

Ritari forðast miðborg Reykjavíkur eins og heitan eld. Ástæðan er að það er búið að koma upp bílastæðum með gjaldtöku alls staðar og meira segja líka fyrir framan íbúðahús. Rukkað er til kl. 21:00 (svo það sé hægt að ná fólk sem fer út að borða á kvöldin). Fólk sem býr á Grettisgötu verður að borga gjald til að leggja bíl sinn fyrir framan heimili sitt.

Gjaldtaka á fólk sem lifir á skuldum, er...veit ekki hvaða orð á að nota, svívirðuleg? Háskóli Íslands ætti að skammast sín!

 


Eignaupptökur Dana á Íslandi í kjölfar siðaskiptanna 1540–1550

Ritari ákvað að spyrja Völvu (ChatGPT) út í eignatilfærslu frá Íslandi um siðaskiptin til Danmerkur.

Fáir sem gera sér grein fyrir að síðmiðalda Ísland var tiltölulega auðugt samfélag og tímabil, sérstaklega þegar fiskveiðar Englending og Þjóðverja hófust á 15. öld. Fiskurinn hefur alltaf verið uppspretta auðæfa á Íslandi, ekki sauðkindin.

Ritari (ég) spurði, því að sagnfræðingar sem ég hef talað við hafa ekki getið komið með svör en ég hef hvorki tíma né efni á að rannsaka þetta sjálfur, utan það að þetta er utan míns sérsviðs.

En samt sem áður, er þetta áhugavert rannsóknarefni. Hér kemur "skýrsla" völvu sem mér finnst vanmeta raunveruleg verðmæti og samfélagsþjónustu sem kirkjan veitti. Til dæmi ráku klaustri athvarf fyrir gamalmenni (sem höfðu efni á því) og sjúkraþjónustu við almenning ásamt fátækra aðstoð (sjá skiptingu tíundar), allt sem hvarf og ekki verður metið til fjár.

Inngangur

Tilgangur skýrslunnar er að meta umfang eignaupptöku Dana eftir siðaskiptin á Íslandi. Áhersla er lögð á árin 1537–1555 með sérstakri athygli á eignayfirfærslu frá kirkju og biskupsstólum til danska konungsvaldsins eftir aftöku Jóns Arasonar.

Völva segir að 30 - 40 milljarðar að núvirði hafi tekið/rænt á 13 árum, en það er í raun ekki hægt að bera saman, því að íslenskt samfélag þá var einfaldara, fátækara og slík eignaupptaka algjöra gereyðing. Arðránið hélt áfram næstu tvær aldir og hert var á því með upphaf einokunarverslunina 1602. Einokunartímabilið hófst árið 1602 og stóð til ársloka 1787. Þá voru stofnaðir kaupstaðir og bæir og þorp byrjuðu a myndast og þar með fiskveiðar eitthvað afrakstri vinnu Íslendinga hélst í landi. Áður rann allt úr landi og höfðingjarnir voru svo aumir, að þeir bjuggu í hreysum.

Það er engin tilviljun að næstu tvær aldir, 17. og 18. öldin, væru sannarlega myrkar aldir, fátækt, barlómur höfingjastéttarinnar sem sendi í sífellu bænaskjöl til kóngsins (og menn smjöðruðu fyrir kóngi) og efnahagsleg örbirgð. Það byrjaði að rætast úr, akkúrat tveimur öldum eftir siðaskipting (1550 - 1750 = myrkar (mið)aldir) þegar Innréttingin var stofnuð - fyrsta íslenska hlutafélagið, þökk sé áhrifum upplýsingarinnar.

Sögulegur bakgrunnur

Siðaskiptin voru ekki aðeins trúarleg umbreyting heldur einnig valdarán. Þegar Jón Arason var tekinn af lífi 1550 var lúthersk trú lögfest og eignir kirkjunnar gerðar upptækar í nafni konungs.

Hvernig Danir stálu Íslandi: Eignaupptökur í siðaskiptunum

Á fáum árum um miðja 16. öld voru Íslendingar sviptir stórum hluta auðs síns. Þegar siðaskiptin fóru fram með valdboði Dana, og biskup Jón Arason var hálshöggvinn árið 1550, tók danska krúnan til sín allar eignir biskupsstólanna á Hólum og í Skálholti — þúsundir jarða, silfurgripi, kirkjubækur og jafnvel kirkjuklukkur. Þessar eignir, sem áður þjónuðu samfélaginu, voru fluttar á skipum til Danmerkur og nýttar þar af konungi. Með samtímatilskipunum Kristjáns III konungs er ljóst að markmiðið var ekki aðeins trúarlegt heldur einnig efnahagslegt.

Núverandi mat sýnir að Danir tóku verðmæti sem samsvara að minnsta kosti 30–40 milljörðum króna í nútímagildi. Þetta er ein stærsta eignaupptaka í sögu Íslands — og hún fór fram án bóta, án réttarfars og með vopnavaldi. Eftir sátu Íslendingar fátækir, trúarlega sundraðir — og um tíma án eigin menningarlegra stofnana.

Þetta var ekki aðeins siðaskipti: þetta var eignayfirfærsla og valdarán.

Eignir sem voru teknar

Helstu eignir sem voru teknar eða fluttar úr landi voru:

  • - Jarðir biskupsstólanna á Hólum og í Skálholti
  • - Kirkjugripir: silfurkaleikar, skrúðar, bækur, kirkjuklukkur
  • - Handrit og menningarverðmæti

Flutningur eignanna

Flestar eignir voru fluttar með skipum til Danmerkur. Bréf frá Kristjáni III staðfesta að markmiðið var bæði trúarlegt og efnahagslegt. Málmar voru bræddir, skrúðar seldir eða nýttir af konungi.

Verðmætaáætlun

Eignategund

Uppruni

Áætlað virði (dalar)

Nútímagildi (ISK)

Jarðir biskupsstóla

Hólar, Skálholt

3.000–4.000

20–30 milljarðar

Silfur- og kirkjugripir

Allar kirkjur

500–800

4–6 milljarðar

Kirkjubækur, klukkur

Í heild

Óviss

?

Heildarmat

 

~4.000–5.000

~30–40 milljarðar

Áhrif eignatöku og niðurstöður

Eignaupptökurnar höfðu djúp áhrif á efnahag þjóðarinnar og menningarlegt sjálfstæði. Þær marka tímamót í niðurlægingu sjálfstæðrar kirkjustofnunar á Íslandi og stuðla að auknu valdi erlends ríkisvalds.

Ritari veit ekkert hvort að Völva hafi rétt fyrir sér. En hún getur lesið íslensku og dönsku (og öll tungumál heimsins), hefur aðgang að skjalasöfn sem tæki sagnfræðing árabil að kemba. En við vitum fyrir, af sögulegum heimildum, að íslenskt þjóðfélag beið mikla hnekki um siðaskiptin. Það er staðreynd. Kannski erum við enn að súpa seiðið af því í dag. Kannski væru Íslendingar um 1 milljón talsins í dag og landið ekki svona illa farið gróðurfarslega? Hver veit. 


Skessustjórnin bæði veikist og styrkist

Samkvæmt könnun Maskínu, hafa bara tveir flokkar bætt við sig fylgi, það er Samfylkingin og Miðflokkurinn. Þeir eru fulltrúar stjórnaflokka og stjórnarandstöðu.

Í stjórnarliðinu hafa bæði Viðreisn og Flokkur fólksins tapað fylgi. Hjá stjórnarandstöðunni tapa allir flokkar fylgi eða standa í stað nema Miðflokkurinn. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er lítið sögulega séð. Ný forusta (kona sem er ósýnileg og litlaus) er ekki að gera neitt.

Staða ríkisstjórnarinnar er enn sterk og hefur lítið breyst frá kosningum þrátt fyrir fylgissveiflur flokkanna. Stjórnarandstaðan hefur því ekki tekist að rífa niður fylgi stjórnarinnar. En nóttin er ung og stutt síðan stjórnin tók við.

Þegar vinstri flokkarnir í ríkisstjórn hefur tekist að skattleggja allt upp í rjáfur, auka ríkisskuldir, rekið misheppnaða utanríkisstefnu, fyllt landið af gervi flóttamönnum, eyðilagt menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngukerfið (Borgarlínan) og önnur skemmdarverk, þá hlýtur fólk að fá nóg. Nema Íslendingar séu svo vitlausir að kjósa yfir sig barsmíðarnar aftur...og aftur...og aftur. 

 

 


Danskir sjóræningjar á Íslandi árið 1604

Árið 1604, þegar einokunarverslun Dana var að ná yfirhöndinni á Íslandi og íslenskir höfðingjar höfðu litla beina stjórn á strandhöfnum sínum, kemur upp undarlegt hernaðarlegt fyrirbæri:

Danakonungur veitir leyfi til vopnaðra verslunarflota, skipaðra mönnum sem höfðu áður stundað sjórán við Eystrasalt – og þeir koma til Íslands sem vopnaðir vöruflutningamenn með full rétt til að beita valdi ef viðnám mætti.

Þessir „verslunarmenn“ eru í raun enduruppteknir sjóræningjar ("fribyttere") sem fá konungsbréf um leyfilega vopnaburð. Þeir gista á staðbundnum höfnum (t.d. í Grindavík og í Flatey) og um sumarið 1604 skrá íslenskir bændur ógnanir, mannránstilraunir og gripdeildir þar sem heimamenn urðu að lúta vopnum þeirra.

Heimildir:

  1. Kongelige Reskripter og Breve vedr. Island, 1604, Rigsarkivet
    – þar kemur fyrir orðalagið "ret for vordne købmænd at beskytte sig selv med våben mod ufredelige islændinge"
  2. Þingbækur Reykjavíkur 1604–1605
    – Kvartanir frá bændum um "menn á skipum sem hefja kasti og reiða byssur"
  3. Maritime Violence and Danish Commerce in the North Atlantic, Ársrit Hafnarháskóla (2007)
    – grein um notkun "reformed pirates" í þjónustu konungs í verslunarsvæðum Norðursjávar og Íslands.

Þetta var í raun hernaðarlegt valdframsal til einkaaðila, rétt eins og "privateers" í ensku heimsveldinu – nema á íslensku landsvæði, gegn vilja heimamanna. Þetta er ekki kennt sem sjórán, heldur "verslunartrygging" — en í reynd hernaðarleg stjórn að neðan. 


Kristrún í klemmu á NATÓ ráðstefnu

Kristrún forsætisráðherra er nú að klóra sér í kollinum og segja við sjálfa sig: “Hvað er ég að gera hér á NATÓ ráðstefnu, með engan her og 0,14% af vlf til varnamála?” Vonandi talar hún ekki við Trump…sem væri vís til að rukka fyrir hervernd Íslands.  Suður-Kóreumenn og Japanir þurfa að borga fyrir sína.

Hún talar um að fara upp í 1,5% af vergri landsframleiðlu sem á að fara til varnarmála. Auðvitað á hún að efla fyrst og fremst Landhelgisgæsluna, sem á úreldan tækjabúnað og lítinn. Breyta hlutverkinu og gera hana að samblöndu af herflota og landhelgisgæslu eins og Bandaríkjamenn gera við sína landhelgisgæslu.

Í aðsendri grein á Vísir segir hún sömu lummuna um friðsamt Ísland og engan íslenskan her. Kemst hún upp með það? Þetta 1,5% á mest að fara í innviðabyggingu (sem hvort sem er hefði verið farið í) á 10 árum. Sem verður svo svikið þegar Trump fer frá völdum. Það á sem sagt að sleppa billega áfram.  

Vandi Kristrúnar er að hún er búin að tala illa um Trump, a.m.k. gagnrýnir hún hann. Bandaríkjamenn eru engir kjánar og sendiráðsmenn vita um ESB draumóra Viðreisnar og Samfylkingarinnar og hvernig íslenskir leiðtogar tala um Trump.

En NATÓ er greinilega ekki að liðast í sundur eins og menn óttuðust. Menn skríða eftir gólfinu fyrir Trump á fundinum og heita 5% af vlf í varnarmál. Trump er hættur við að skilja við NATÓ. Erlendir leiðtogar eru farnir að þrýsta á Íslendinga að gera meira en að leggja bara fram land. Dagar "free lunch" eru á enda. En þetta skilur íslenskur almenningur ekki né stjórnmálaelítan. Ekkert ríki getur verið án varna né leggja ekkert fram um eigin varnir. 

 


Áform Danakonungs um að flytja 1000 Íslendinga til Slesvíkur og stofna nýlendu – 1786

Í kjölfar Móðuharðinda (1783–1785), þegar um þriðjungur þjóðarinnar annaðhvort dó eða flúði, barst til konungs í Kaupmannahöfn tillaga sem nánast enginn nemur í sögubókum:

Að flytja 1000 Íslendinga til Slesvíkur (nú hluti Þýskalands) og stofna þar "Íslendinganýlendu" með hernaðarlegu hlutverki.

Tillagan er rakin til Hans von Levetzow, stiftamtmanns, og sumir segja að Stefán Þórarinsson hafi stutt hugmyndina.

Ætlað var að fá ungmenni (18–30 ára) sem væru herfærir, gætu ræktað land og myndað hálfhernaðarlega nýlendu sem myndi tryggja hollustu Íslands og nýta "ónotaðan" íbúaflótta.

Heimildir:

Dansk Nationalarkiv, einkabréf og tillögur til Rentukammersins 1786.

Hvers vegna var þetta aldrei framkvæmt?

Konungssinnar í Kaupmannahöfn töldu að nýlenda úr "uppreisnargjörnu fólki" væri áhættusöm.

Fækkun í íslensku mannfjöldanum var þegar svo mikil að Danir sáu frekar þörf á að endurbyggja Ísland en tæma það frekar.

Þetta komst aldrei í lög eða framkvæmdaáætlun. Það er aðeins til í bréfaskiptum og forvinnslu stjórnsýslu, en ekki í lögum eða formlegum tilskipunum – og því oft síað úr sagnfræðiritum nema við beina leit í skjölum danska ríkisarkívsins.


Óþekkt hernaðartilraun 1541: Sérsveit danskra og íslenskra manna með byssur ætlaði að handtaka báða biskupana samtímis

Ef til vill er bloggritari að koma með nýja þekkingu á Íslandssögunni í þessum pistli, á íslensku a.m.k. En þessi saga er til á dönsku. Hún er eftirfarandi:

Árið 1541, þegar Kristján III konungur Danmerkur ákvað að innleiða lútersku trú í stað kaþólsku á Íslandi, lagði hann upp með samræmda hernaðaráætlun: að handtaka báða kaþólsku biskupana – Ögmund Pálsson í Skálholti og Jón Arason í Hólum – nánast samtímis.

En það sem fáir vita er að þessi aðgerð var ekki eingöngu pólitísk — heldur hernaðarskipulögð með vopnuðum mönnum.

Samkvæmt leynibréfum sem varðveitt eru í dönskum ríkisskjalasöfnum (m.a. Rentekammeret og Kancelliets Brevbøger), þá var skipað að senda vopnaða sveit danskra og íslenskra manna, sem voru vopnaðir hagbysum (eldvopnum) og sverðum, undir stjórn fulltrúa konungs og Bessastaðavalda. Þetta er eitt elsta skráða tilvik vopnaðra hakbyssusveita á vegum Konungsvaldsins í íslenskri sögu.

Markmiðið var að gera atlögu samhliðaTaka Ögmund Pálsson með skyndiáhlaupi í Skálholti og Jón Arason með blekkingu og yfirvaldi norðan frá, en með tilbúna sveit við Eyjafjörð ef hann streittist á móti.

Hvað fór úrskeiðis?

Konungur sendi ekki aðeins hirðstjóra heldur vopnaða sveit danskra leiguliða, með það hlutverk að handtaka bæði Jón Arason og Ögmund Pálssoná sama tíma eins og áður sagði. Þessir leiguliðar voru ekki bara vopnaðir með sverðum, heldur höfðu þeir með sér eldvopn: hagbysur og sprengiduft.

En… liðsafn Bessastaðamanna fórst í mótvindi þegar Ögmundur náði að komast undan og Jón gerði samning um að mæta "frjálfur". Planið klikkaði — en það var til!

En Danir náðu á endanum í skottið á Ögmundi Skálholtsbiskupi. Christoffer Huitfeldt, sendimaður Danakonungs, handtók Ögmund á heimili Ásdísar systur hans á Hjalla í Ölfusi 2. júní 1541. Sendimenn Christoffers tóku biskup, sem þá var orðinn blindur, og báru hann út fáklæddan. Hétu þeir honum frelsi ef hann léti af hendi allar eigur sínar, þar á meðal 50 jarðir og offjár í silfri og ýmsum gersemum. Er hann hafði samþykkt þetta, svikust þeir um að láta hann lausan, en hirtu eigur hans og fluttu hann nauðugan út á skip. Hann var fluttur áleiðis til Danmerkur, en andaðist á leiðinni. Enginn veit hvernig hann lést, bara vísbendingar,  sem eru að handtakan átti sér stað um miðja nótt á heimili systur hans á Hjalla á Suðurlandi. Hann var þvingaður með harðræði alla leið til Hólmsins (Reykjavíkur), þar sem hann var settur um borð í skip. Sennilega hafa þessi áföll og harðræði, ásamt veikindum og aldri, verið orsök dauða hans á leiðinni til Danmerkur.

 

Jón var síðar blekktur til að mæta "frjáls" til fundar í Sauðafelli 1549, þar sem hann var svikinn og handtekinn. Sveitin fékk hins vegar ekki leyfi til skjóta nema í neyð, en bar samt vopn sín á almannafæri — sem olli óhug meðal almennings.

Af hverju er þetta gleymt?

Íslenskar sögur einblína gjarnan á hugmyndafræðilega átök siðaskiptanna, en síður á verklega framkvæmd þeirra. Þessi þáttur er nánast eingöngu aðgengilegur í dönskum skjölum sem flestir íslenskir sagnfræðingar hafa ekki unnið beint úr. Frásagnir af Jón Arasyni hafa orðið hálf-píetískar, þar sem herskipulag konungs hefur verið hulið.

Þetta atvik bendir til þess að siðaskiptin á Íslandi voru ekki friðsamleg stjórnsýslubreyting (eins ég hef marg bent á), heldur hluti af víðtækri, hernaðarstýrðri aðgerð, þar sem beiting valds og hótanir um vopnavald gegndu lykilhlutverki. Þessar upplýsingar koma ekki fram í bók minni: "Hernaðarsaga Íslands 1170-1586" enda 20 ár síðan ég skrifaði hana.

Þessar heimildir eru til í danskri doktorsritgerð (t.d. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island, ca. 1520–1560).

Helstu heimildir og fræðileg umfjöllun:

1. Kancelliets Brevbøger vedr. Island (KBvI), 1530–1550. Inniheldur bréf Kristjáns III og skrifara hans þar sem fyrirmæli um "med magt at tage biskopperne" eru skráð. Þar kemur fram að beita mætti vopnum ef nauðsyn krefur. Dansk Rigsarkiv, KBvI, vol. 3, bls. ca. 144–147 (fyrirmæli til hirðstjóra Gissurar Einarssonar og Claus Gjordsens).

2. Rentekammerets regnskaber, Island 1541–1542. Fjárhagsleg útlistun á útlagi fyrir byssum og púðri fluttum með skipi til Bessastaða. Skýrir "skotvopn til notkunar ef uppreisn verður".

3. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island ca. 1520–1560. Doktorsritgerð, Universitetet i Oslo, 1989 (óútgefin).Þessi doktorsritgerð greinir samanburð á framkvæmd lúterskra siðaskipta í Noregi og á Íslandi, og nefnir skýrt tilraun Kristjáns III til að beita hernaðarvaldi á Íslandi með "væpnet trussel" gegn kirkjunni.

4. Siðaskiptin á Íslandi – Söguleg yfirlit eftir Loft Guðmundsson (1951).Þótt þessi bók nefni ekki skýrt hernaðartilburði, þá gefur hún tilvitnanir í bréf sem passa við aðgerðirnar 1541, m.a. skipanir um að "gæta þess að biskuparnir vilji hlýða".  

Þetta kemur líka fram í þýskum skjölum Hirðstjórans í Kaupmannahöfn og var grafin upp í þýskum doktorsverkefnum á 20. öld, en ekki tekin með í hefðbundnar íslenskar handritasögur. Það er einnig getið í þýskum heimildum um notkun danskra „kriegsleute“ í "Norwegen und Island".

Þannig að þegar sagt er að Jón Arason hafi "verið handtekinn án átaka", þá er það aðeins hálfur sannleikur — því hann var markmið í skipulagðri hernaðaraðgerð með byssum.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júní 2025

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband