ChatGPT sem við (ég og gervigreindin) höfum komið okkur saman að kvengera og kalla Völvu, kemur með athyglisverðar tölur um fjölda Íslendinga frá upphafi. Þessi fjöldi segir okkur hversu fámenn við erum og vorum og sérstök. Og okkur ber að verja íslenska menningu, tungu og fólkið í landinu fyrir mannkynið.
Áætluð heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi (~870) til 2025
Við þurfum að skoða eftirfarandi:
Hversu margir hafa lifað á Íslandi í gegnum aldirnar (meðaltalsfjöldi íbúa).
Hversu margar kynslóðir hafa liðið (um 3846, sjá fyrri svörun).
Fjöldi barna per kona yfir ævina (frjósemi).
Mannfjöldaþróun og dánartíðni.
1. Landnám til nútíma: Mannfjöldaþróun á Íslandi í stuttu máli
Um 1100 | ~50.000 |
1703 (fyrsta manntal) | ~50.358 |
1801 | ~47.240 |
1900 | ~78.000 |
1950 | ~140.000 |
2000 | ~280.000 |
2025 | ~390.000 |
2. Hversu mörg börn hefur hver kona eignast að jafnaði?
Áður en nútíma getnaðarvarnir komu til sögunnar var algengt að hver kona eignaðist 57 börn.
Í dag er frjósemistala á Íslandi um 1.51.8 börn per kona.
Í eldri öldum þurfti hár fjöldi fæðinga til að viðhalda stofninum vegna hárrar ungbarnadauða og annarra hamfara.
3. Áætlaður fjöldi fæddra frá 8702025
Við notum einfalda nálgun:
Aðferð A: Meðalíbúafjöldi og meðalævi:
Ef við gerum ráð fyrir að meðalævi hafi verið um 40 ár (í eldri tíð), og 100.000 manns að jafnaði á landinu:
Þá skiptast þessi 1150 ár í um 29 æviskeið (1150 ÷ 40 ≈ 29).
Ef íbúafjöldi endurnýjar sig á hverju æviskeiði → 29 kynslóðir * 100.000 manns = um 2.9 milljónir einstaklinga sem hafa lifað á Íslandi.
Aðferð B: Fæðingar per ár (áætluð meðal):
Ef við reiknum meðal fæðingar per ár yfir 1150 ár:
Á 19. og 20. öld fæddust u.þ.b. 4.0005.000 börn á ári.
Áður fyrr var fjöldinn mun lægri, líklega 1.0003.000.
Ef við tökum varkára nálgun:
→ Meðalfæðingar á ári: 2.500 börn × 1150 ár = 2.875.000 fæðingar
Niðurstaða:
Áætlað er að um 2.53 milljónir Íslendinga hafi fæðst á Íslandi frá landnámi (um 870) til ársins 2025.
Þetta eru ekki allir sem lifðu samtímis heldur heildarfjöldi fæðinga yfir margar kynslóðir.
Lokaorð
Ætlum við að vera áfram Íslendingar eða hverfa í þjóðarhafið? Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur tilvistaspurning!
Evrópskar þjóðir sem hafa horfið (að mestu) síðustu 500 árin eru m.a.: Prússar (upprunalegir), Krímgotar, Livónar, Kúrar, Selónar, og ýmis smáríki eins og Korsíka og Sardínía sem glötuðu pólitískri sjálfstæðu stöðu. Hér eru ótalin ótal þjóðarbrot innan ríkja. Íslendingar geta auðveldlega horfið inn í móðu sögunnar og það er alveg öruggt að ekki verður þjóðareining Íslendinga sterkari við inngöngu í ESB!
Bloggar | 10.6.2025 | 18:22 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gervigreind uppgötvaði nýlega nýtt eðlisfræðilögmál án þess að fá að vita hvað eðlisfræði er.
Teymi við Columbia-háskóla smíðaði tauganet og sendi því hrá myndskeið af sveiflum pendúlum, rúllandi boltum og skoppandi hlutum. Gervigreindin fékk engar jöfnur. Enginn Newton til hjálpar, enginn Einstein, ekkert samhengi. Og samt, eftir að hafa greint mynstur í klukkustundir, framleiddi hún það sem vísindamenn kalla "ný skilningshnit" algjörlega upprunalegar breytur.
Þetta voru ekki núverandi mælingar eins og massi, hraði eða tími. Þess í stað voru þetta óþekktar eðlisfræðilegar breytur, óhlutbundnar og framandi núverandi líkönum okkar. Þegar vísindamenn öfugvirkjuðu þær komust þeir að því að gervigreindin hafði enduruppgötvað klassíska aflfræði en notaði sitt eigið táknræna tungumál.
Þetta gæti verið upphafið að nýrri leið til að rannsaka alheiminn: að biðja vélar að lýsa veruleikanum eins og þær sjá hann. Án fyrirfram hugmynda. Engin mannleg hlutdrægni. Sumar breyturnar gáfu jafnvel í skyn falda samhverfu sem eðlisfræðingar höfðu ekki tekið eftir áður sem bendir til þess að gervigreindin gæti verið að afhjúpa dýpri lögmál enn handan okkar.
Þetta er byltingarkennd breyting. Í stað þess að kóða líkön í vélar, látum við þau fylgjast með alheiminum eins og ungbörn læra ekki bara eðlisfræði okkar, heldur hugsanlega betri eðlisfræði. Möguleikarnir á byltingarkenndum árangri í skammtaþyngdarafli, hulduefni og heimsfræði eru nú gríðarlegir.
Og það vekur upp ásækna hugmynd: hvað ef alheimurinn er í raun skiljanlegri fyrir gervigreind en fyrir mannlega hugi? Það er nefnilegt margt sem mannshugurinn skilur ekki.
Bloggar | 10.6.2025 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tómas Sowell ræðir hér í meðfylgjadi myndbandi muninn á óeirðum og friðsömum mótmælum í Los Angeles. Það er nefnileg skýr markalína í slíkum mótmælum. Í Los Angeles eru þetta óeirðir því það er ráðist á opinbera starfsmenn við störf sín. Fyrir þá sem sem ekki vita, þá er ICE löggæslustofnun sem sér um að fanga ólöglega innflytjendur og flytja úr landi. Óeirðarseggirnir eru því að mótmæla landamærastefnu stjórnvalda sem meirihluti Bandaríkjamanna eru fylgjandi.
En aftur að muninum á friðsömum mótmælum og óeirðum og sjá má af eftirfarandi töflu:
Skilgreining | Óofbeldisfull tjáning á andstöðu | Ofbeldisfull uppþot með skemmdum, árásum eða hótunum |
Lagaleg staða | Vernduð samkvæmt tjáningarfrelsi | Ólögleg ef þau fela í sér ofbeldi eða eignatjón |
Algeng aðgerðir | Ganga, hrópa slagorð, bera skilti | Kasta hlutum, kveikja í, eyðileggja eignir, ráðast á fólk |
Viðbrögð lögreglu | Fylgjast með og veita aðstoð til að tryggja öryggi | Lýsa yfir ólögmætri samkomu, beita táragasi, gúmmíkúlum o.fl. |
Gott dæmi um friðsöm mótmæli eru mótmæli Ísland - þvert á flokka. Þar komu saman friðsamir íslenskir borgarar til að mótmæla landamærastefnu stjórnvalda. Forvígismenn mótmælenda fengu leyfi frá stjórnvöldum til að halda mótmælafund og voru í samvinnu við lögregluyfirvöld. Hins vegar mættu á þennan fund gagngert NO border Iceland (þýði þetta á tæra íslensku því þetta lið virðist ekki kunna íslensku: Engin landamæri fyrir Ísland). Þeir vildu hleypa upp fundinn með hávaða og háreisi. Held að þessir atvinnumótmælendur hafi ekki lagt í meðlimi mótmælenda, því að hópurinn var svo stór.
Hvernig verður þetta næsta laugardag? Breytast friðsöm mótmæli í átök við NO borders Iceland sem munu reyna aftur að hleypa upp fundi?
Bloggar | 9.6.2025 | 16:42 (breytt kl. 16:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta íslenska lýðveldið er fallið. Íslendingar vita bara ekki af því. Í Frakklandi eru lýðveldin fimm. Fjórða lýðveldið var frá 1946-1958. Þekkt fyrir pólitíska óstöðugleika og margra ríkisstjórna skipti. Féll vegna vaxandi krísu í Alsír og öðrum nýlendum: Charles de Gaulle kallaður til valda.
Fimmta lýðveldið hófst 1958 og stendur rétt svo á fótum í dag. Stofnað af Charles de Gaulle með nýrri stjórnarskrá sem færði forsetanum miklu meiri völd en áður. Enn í gildi í dag. Stjórnskipan þess er hálf-forsetahyggja (semi-presidential system), þar sem forseti og forsætisráðherra deila framkvæmdarvaldi (og íslenska stjórnarskráin gerir einnig en aldrei hefur verið farið eftir því). Guðmundur Franklín ætlaði að reyna að láta reyna á þetta forsetavald en hann fékk ekki kjörgengi).
Íslenska lýðveldið var vanskapaður frá upphafi. Það vantar t.d. fullmótaða stjórnarskrá sem hæfir nútímanum. Þrískipting valdsins komst aldrei til framkvæmda. Framkvæmdavaldið veður á skítugum skóm yfir Alþingi og ráðuneytisstjórar stjórna landinu dags daglega.
Endaleg lok lýðveldisins er þegar bókun 35 kemst til framkvæmdar og innganga Íslands í ESB - með góðu eða illu. Skessustjórnin er þó ekki meira trúuð á að Íslendingar láti glepjast, að þjóðar atkvæðisgreiðslan á að vera í lok kjörtímabilsins. Því þegar þjóðin hafnar ESB, verður stjórnin ekki starfshæf!
Bloggar | 9.6.2025 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það vill gleymast í umræðunni að VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ VERA Í EES! Við þurfum ekki að taka við bókun 35. Það nægir fyrir okkur að vera í EFTA og gera fríverslunarsamninga við allan heiminn. Það er viðskiptastríð framundan við ESB sem Bandaríkin munu framfylgja af fullum þunga. Ef við verðum í samfloti við ESB (jafnvel ganga í sambandið) fáum við á ofurtolla.
Það er hægfara skilnaður í gangi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Ný heimskipan er í mótun. Heimskipanin sem varð til þegar tvö risaveldi urðu til eftir seinni heimsstyrjöldina með risaveldin Bandaríkin og Sovétríkin leið undir lok 1991. Á þessu 46 ára tímabili var Evrópa undir pilsarvæng Bandaríkjanna, naut einstakra viðskiptakjara og hernaðarvernd. Þetta skeið leið undir lok eins og áður sagði 1991 en við tóku óvissutímar. Á meðan varð til nýtt risaveldi - Kína.
Heimsverslunin er komin til Asía, þar er flest fólkið og viðskiptin. Fókus Bandaríkjanna er kominn þangað, þeir telja að næsta stríð - álfustríð eða heimsstyrjöld verði við Kína. Bandaríkjaher og -stjórn hafa verið að þrýsta á Evrópuríkin að taka meiri þátt í eigin vörnum. Af hverju? Svo að Bandaríkjaher geti fært meginþunga og herafla til Asíu. Það er ekki að skilja Evrópu eftir varnarlausa. En um leið eru viðskiptatengsl ESB og BNA veikari og munu einkennast af meiri hörku í náinni framtíð (næstu 4 árin a.m.k.).
Staðan í dag er þessi varðandi EFTA og EES. Ísland er í EFTA (Evrópska fríverslunarsambandinu), ásamt Noregi, Liechtenstein og Sviss. Ísland er einnig í EES (Evrópska efnahagssvæðinu) í gegnum samning við ESB, ásamt Noregi og Liechtenstein en ekki Sviss. Það fylgja ýmsir kostir EES-samningninn en hann tryggir aðgang að innri markaði ESB (frjáls vöru-, þjónustu-, fjármagns- og fólksflutningur). En helsti ókostur sem er farinn að vera of þungur en það regluinnleiðingu. Ísland þarf að innleiða stóran hluta ESB-reglugerða án þess að hafa atkvæðisrétt innan ESB. Að hugsa sér, samningurinn hefur ekki verið endurskoðaður allan þennan tíma þrátt fyrir stórkostlegar breytingar á inntaki ESB.
Helsta vandamálið varðandi EES er takmarkað lýðræðislegt aðhald. Ísland tekur við reglum frá ESB án þess að hafa atkvæði við borðið. Stöðug togstreita um innleiðingu laga eins og sjá með innleiðingu bókunar 35. Sum lög henta ekki íslenskum aðstæðum en þarf samt að innleiða þau.
Hvað er þá til ráða? Við getu farið svissnesku leiðina (ekki í EES). Sviss hafnaði EES-aðild 1992 í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í staðinn hefur Sviss gert tvíhliða samninga við ESB um viðskipti og aðra þætti (sem nú eru í pólitískri óvissu). Kostirnir fyrir Sviss eru að landið er sjálfstæðari í lagasetningu og er ekki bundið af öllum reglum ESB. Gallarnir eru að það er mikil flækjustig og pólitískur þrýstingur frá ESB. ESB hefur neitað að uppfæra samninga við Sviss nema þeir samþykki aðlögun að lögum ESB í auknum mæli. Sviss hefur tapað aðgangi að sumum sviðum markaðarins (t.d. verðbréfamiðlun) vegna togstreitu. En þá megum við ekki gleyma að heimurinn er ekki bara Evrópa, heldur stærstu markaðir heims sem eru í Asíu og Ameríku. Samflotið við ESB getur nefnilega líka verið helsi. ESB er TOLLABANDALAG gangvart heiminum.
Möguleikar okkar eru að halda áfram í EFTA + EES og nýta sér þá möguleika sem samningarnir bjóða, en reyna að hafa áhrif innan þeirra ramma. Endurskoða EES-aðild, mögulega með því að takmarka eða mótmæla innleiðingu tiltekinna ESB-reglna. Styrkja þjóðarlega stefnumörkun innan samningsins. Sækjast eftir svissneskri leið, en það væri áhættusamt og myndi krefjast mikils samningakrafts auk þess sem ESB virðist óviljugt til að leyfa öðrum að fara þá leið núorðið. Tvíhliða fríverslunarsamningar utan EES er kostur það gæti verið erfitt fyrir lítið ríki nema í gegnum EFTA en allir fríverslunarsamningar Íslands í gegnum árin hafa komið í gegnum samtakakraft EFTA.
Bloggar | 8.6.2025 | 10:21 (breytt kl. 10:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Orðrómur er um að það eigi að leggja niður sjónvarpsstöðina Stöð 2. "Vörumerkið Stöð 2 verður eftir því sem ég kemst næst lagt niður í næstu viku, sem og vörumerkið Vodafone. Allur pakkinn verður sameinaður undir merkjum Sýnar. Bylgjan og FM munu þó halda sínum merkjum. Ef af verður, er þetta þá ekki bara svipað dæmi og í Sjónvarpi Símans?," segir í tísti Gísla Freyrs Valdórssonar ritstjóra hlaðvarpsins Þjóðmála á Twitter.
Ef þetta er satt, eru þetta stórfréttir. Aðeins tvær sjónvarpsstöðvar (í línulegri dagskrá) starfrækja fréttastofur. RÚV og Stöð 2. Báðar fréttastofurnar eru vinstri sinnaðar og eiginlega síamstvíburar. Hvorugar verður saknað af stórum hópi fólks. En samt er það slæmt fyrir lýðræðið að aðeins ríkisvaldið reki sjónvarpsstöð á Íslandi. Við eru komin til ársins 1966 aftur.
Hvers vegna skyldi ástandið vera svona eins og það er? Jú, ríkisvaldið gefur rangt út spilin og er í raun með einokun á fjölmiðlamarkaðinum. Hver getur keppt við 10 milljarða ríkisapparat á sjónvarpsmarkaðinum og haldið úti fréttastofu? Slík fréttastofa er dýrasti hluti sjónvarpsrekstrar hvers fjölmiðils. Hvenær verður t.d. RÚV tekið alfarið út af auglýsingamarkaðinum? Sem er algjör lágmarkskrafa. Og hvers vegna í ósköpunum eigum við skattgreiðendur að borga fyrir sýn RÚV á íslensku þjóðfélagi? RÚV getur aldrei, og sérstaklega ekki í nútímum, endurspeglað lífssýn allra Íslendinga. Minni á að í mótmælafundi Ísland - þvert á flokka kyrjaði fólk andófsorð gegn RÚV.
Að lokum, þrátt fyrir gífurlega opnun íslenskt samfélags, lifa draugar fortíðarinnar hér og þar í íslensku stjórnkerfi. RÚV er einn af þessum forngripum sem ætti að eiga heima á kvikmyndasafni í sér deild.
Bloggar | 6.6.2025 | 11:52 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Segja má að Samfylkingarflokkurinn sé flokkur í dulargervi. Hann segist vera borgaralegur flokkur en hann er í raun sósíalistaflokkur. Hann sveifast til og frá eftir hverjir eru í flokknum hverju sinni, til vinstri og svo enn lengra til vinstri!
Þess vegna heldur fólk að það geti kosið þennan flokk. Það heldur að það geti kosið flokkinn þegar formaðurinn er mjög nærri miðju en áður, eins og núverandi formaður virðist vera. En formaðurinn er bara haninn í hæsnahópnum sem er ansi stór. Í dag er hæsnahópurinn 16 hæsn ásamt hana. Öll hæsnin raða sig á prikin vinstra megin í hæsnakofanum.
Sem dæmi um hvers konar formennsku kjósendur geta fengið var þegar Logi Einarsson var formaður og var yrst til vinstri og fór með flokkinn í örfylgi og Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra sem skildi borgina eftir í logandi rúst en er kominn á Alþingi. Kjósendur eru fljótir að gleyma. Einkunnarorð flokksins gætu verið: Boð, bönn og hærri skattar!
Tveir þingmenn Samfylkingarinnar hafa sýnt sitt rétta andlit hvað varðar útlendingamál og landamæri. Þeir eru hins vegar flestir á sömu skoðun og þessir tveir þingmenn.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir vill banna þjóðholla Íslendinga að nota íslenska fánann og eys "gífuryrðum" á fólk sem vogar sér að mótmæla friðsamlega samkvæmt stjórnarskráðum rétti. Hins vegar Víðir Reynisson fyrrverandi lögreglumaður sem finnst allt í lagi að vafrast í störf stofnunnar (sem hann á engan stjórnarfarslegan rétt á að úthlutast í). Þetta kallast á stofnannamáli afskipti löggjafarvalds af framkvæmdarvaldi og myndi flokkast sem afskipti á gráu svæði.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslureglur með afskiptum sínum af máli Oscars. Hann segir að málið sé enn eitt dæmið um að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrotum.
Þingmenn eru svo miklar tilfinningarverur, að þeim er ekki treystandi til að framfylgja eigin lögum er kemur að framkvæmdarvalds framkvæmd. Þeir búa til undantekningar úr lausu lofti. Það þrátt fyrir að stjórnsýslan (samkvæmt lögum) hefur útskurðar, er haft afskipti af störfum hennar á grundvelli...hvað? Tilfinningar? Hvað með jafnræðisreglunnar og allra hinna sem bíða í röðunni?
Ingibjörg Davíðsdóttir frá Miðflokknum sagði eftirfarandi: Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig, nánast með loforði um veitingu ríkisborgararéttar. Hér hefur verið opnað pandórubox með inngripi formanns allsherjarnefndar og jafnvel er talið að viðkomandi hafi brotið stjórnsýslulög með inngripi sínu. Hér er jafnræðis ekki gætt. Er þetta inngrip með stuðningi hæstvirts forsætisráðherra, formanns Jafnaðarmannaflokks Íslands? Ég tel að þjóðin og aðrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt eigi rétt á svörum við því án undanbragða eða útúrsnúninga?
Það fer hátt í einn milljarður manna svangur í háttinn á hverjum degi, hefur ekki aðganga að heilbrigðisþjónustu, býr við einræði og býr í kofum án nútíma tækni. Mikið væri óskandi að hægt væri að hjálpa öllum en það er ekki hægt! Það verður því að velja og því miður hafna. Því miður á fjöldi manns á Íslandi ekki til hnífs og skeiðar. Skyldur okkar liggur við það fólk en við vitum að það eru langir biðlistar eftir læknisþjónustu og aðra velferðarþjónustu.
Ráðamönnum landsins ber fyrst og fremst að gæta hagsmuna þess fólks (borgara landsins) sem hefur kosið þá til valda einmitt til að vernda það. Fólkið hefur nefnilega unnið til þess að ráðamenn/þingmenn/ráðherrar gæti vel upp á skattféð sem það hefur lagt í ríkissjóð og sveitarfélög með harðri vinnu.
Fólk vill vernd fyrir afrakstrinn (landamæri til að afmarka hópinn sem fær gæðin) svo að útdeiling gæða = velferðakerfið, heilbrigðiskerfið, innviðagerð o.s.frv. sé réttlát og hún fari í borgara landsins en ekki einhverja hlaupahópa. Þetta skilja "No border" sinnar ekki og þeirra áhangendur.
Bloggar | 5.6.2025 | 17:31 (breytt kl. 17:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halli jarðar er einn þátturinn sem veldur ísöldum, en hann er ekki einn um það. Ísaldir verða fyrst og fremst vegna svokallaðra Milankovitch-hringa, sem eru þríþættar breytingar í sporbraut jarðar (sem er ekki útskýrt hér). En þessir þættir í samspili við kolefnisstyrk í andrúmslofti; hafstrauma; meginlandsfærslu og eldvirkni ráða því hvort jörðin stefnir inn í ísöld eða ekki.
Hvenær kemur næsta ísöld?
Í náttúrulegu samhengi, ef engin áhrif væru af mönnum, þá ætti næsta ísöld að hefjast innan næstu 1.500 til 50.000 ára líklega innan 1020.000 ára samkvæmt eldri líkönum. En loftslagsbreytingar af mannavöldum (sérstaklega aukinn CO2 -styrkur) hafa seinkað næstu ísöld verulega.
Vegna mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda hefur mannkynið líklega "aflýst" næstu ísöld að minnsta kosti um 100.000 ár, samkvæmt nýjustu rannsóknum (t.d. sýnt fram á af Ganopolski og félögum, 2016).
En ráðamenn virðast staðráðnir í að næsta ísöld hefjist sem fyrst með því að draga úr CO2 í loftinu! Það er svolítið galið þegar menn reyna að breyta loftslagi án þess að vita niðurstöðuna (það deilt um þetta á fullu en samt tekin ákvörðun sem ekki er aftursnúin!). Væri ekki skynsamlegra að gera ekki neitt á meðan menn eru ekki vissir um niðurstöðuna?
Bloggar | 4.6.2025 | 08:16 (breytt kl. 08:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Við viljum ekki vera fordómafullt samfélag." Þetta segir dómsmálaráðherra og les illa á spilin. Hún heldur að hún geti komið með Solomonsdóm og sagt að við verðum að gæta okkur á jöðrunum í þjóðfélaginu.
Við viljum ekki fordómafullt samfélag
En dómsmálaráðherra er í raun aðeins að tala um einn jaðar, og hann er til vinstri hjá aðgerðasinnum No border. Bloggritari efast um að þessi hópur hafi mikið fylgi á bakvið sig. Helst hjá flokkunum Pírötum og VG sem eru báðir komnir af þing.
Hins vegar segir 61% þjóðarinnar að nóg sé komið í að hafa landamærin opin. Erfitt er að kalla slíkan meirihluta jaðarhóp.
Dómsmálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir getur verið áhyggjufull en málið er í hennar höndum. Verk hennar hingað til vekja ekki mikla traust tilfinningu. Byrjað er á að reka eina manninn sem sinn hefur lögum og haldið uppi landamæragæslu. Hún færir einnig vararíkissaksóknara til vegna woke ríkissaksókara. Hún dregur lappirnar með ný útlendingalög sem bloggritara skilst að hafi farið í gegn á dögunum. Nokkuð sem Alþingi hefði átt að láta fylgja með í síðustu lagfæringum á útlendingalögum fyrir hvað tveimur árum? Þarna er sett límband á rifið blað útlendingamála.
Ef einhver er á jaðrinum er það stjórnmálaelítan sem hlustar ekki á borgara landsins sem hafa látið skýrt í ljós viljann sinn.
Bloggar | 3.6.2025 | 08:20 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það voru þrír ræðumenn á fjöldafundinum 31. maí á Austurvelli en það er bara einn ræðumaður tekinn fyrir, Brynjar Barkarson. Hann virðist auðvelt skotmark, ungur maður sem lá ýmislegt á hjarta, og því tekinn fyrir. Sjá umfjöllun DV um Brynjar:
Brynjar hafnar því að bera nasistatölu á bakinu Kærasta min fekk þessa treyju i afmælisgjöf
Dæmigerð aðferð fjölmiðla til að taka einstaklinga niður er að kast skít á vegg og sjá hvað situr eftir eins og Kaninn orðar þetta. Og tengja viðkomandi við slæman málstað, eins og gert var við forsvarsmann Ísland - þvert á flokka, með að láta hann segja í fyrirsögn: "Við erum engir rasistar" og þannig tengja viðkomandi ómeðvitað við slæma málstaðinn.
Sama aðferð var beitt á Brynjar. Manngarmurinn fékk íþróttabol frá kærustu sinni og allt í einu var bolurinn orðinn að nasistabol með nastistatölu. Bolurinn var hins vegar merktur "Bjarnadóttir" eins og sjá má af myndum og Brynjar var þar með greinilega að segja satt. Hvernig er hægt að tengja tölu á íþróttabol við nasistma er ráðgáta.
Tölur um fjölda þátttakenda á fjöldafundinum. Þær eru á reiki en bloggritari tók eftir að lögreglan var með dróna yfir Austurvöll og hefur því auðveldlega getað kastað tölu á fjöldann. Hún segir að hátt í þúsund þátttakendur hafi verið á svæðinu en erfitt er að dæma um það, því Austurvöllur var stútfullur af fólki, margt á kaffihúsum eða á röltinu eða á þessum fjöldafundi.
DV og fleiri fjölmiðlar hafa dregið upp þá mynd að þetta sé bara hálfgerður hópur rugludalla en bloggritari var þarna og eins og segir í annarri grein um fundinn, var þarna hnotskurður af íslensku þjóðinni.
Fólk þorði að mæta, vitandi að ef til vill muni No border Iceland (geta ekki einu sinni skrifað á íslensku eða mótmælt á íslensku) beita ofbeldi. Sem betur fer kom ekki til þess en reynt var að trufla með sírenuvæli.
Samkvæmt könnun Mbl. birt í dag, er meira en 60% þjóðarinnar komin með nóg af opnum landamærum og vill a.m.k. halla landamærahliðinu. Meira en 60% telja of marga fá hér hæli
En fyrirstaðan er mikil, innan kerfisins, sbr. brottrekstur lögreglustjórans á Suðurnesjum, woke fréttamenn (útskrifaðir úr woke Háskóla Íslands) og aðgerðarsinnar af vinstri væng sem eru háværir og hafa hrætt ráðamenn til hlýðnis.
Þetta fólk sem mætti á Austurvöll sýndi í verki hugrekki sitt. Það þarf nefnilega átak að fara af stað og skunda niður á Austurvöll. Þetta gæti verið upphafið að viðvarandi mótmælum eins og nú tíðkast víða um Evrópu. Fólk finnst ráðamenn sem eiga að vera fulltrúar þjóðarinnar, hafi skilið það eftir, ekki sinnt öldruðum, öryrkjum og aðra hópa sem standa höllum fæti, en lagt forgang í móttöku fólks utan úr heimi sem hefur ekkert gert fyrir íslenskt samfélag. Með öðrum orðum, fólk finnst rangt gefið og það skilið eftir á blautri snúru.
Bloggar | 2.6.2025 | 14:11 (breytt kl. 14:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020