Vegakerfi Íslands hefur batnað í gegnum tíðina en enn er langt í land með að það sé í viðunandi ástandi. Það skortir fjármagn þrátt fyrir að skattar af bílum séu háir. Svo háir eru þeir að ríkið tekur helminginn og meira til sín en látið er í vegakerfið. Bíla skattar eru mjólkurkýr ríkiskassann sem er alltaf tómur. Skattarnir fara í alls kyns gælu verkefni eins og nýja Mannréttindastofnun Íslands sem við höfum ekki efni á né ríkisóperu, svo dæmi séu tekin.
Enn er rifist um Ölfusárbrú sem á að kosta 8 milljarða en mun kosta á endum mun meira. Jón Gunnarsson benti réttilega á að hægt væri að byggja látlausa brú fyrir 3 milljarða. En er hlustað á hann? Nú er verið að tala um jarðgöng undir Miklubraut til að létta undir umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki vitlaus hugmynd ef umferð verður leyfð áfram á yfirborðinu og ekki byggð hús í staðinn. Nei, umferðin á að fara neðanjarðar til að skapa meira byggingaland og gjaldþrota borgin fær aura í tóman borgarsjóð.
Fáum við fleiri akreinar úr þessu? Nei! Í frétt RÚV segir: "Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala." Með öðrum orðum, sama umferðateppan og áður verður til staðar.
Fossvogsbrúin á að kosta 7+ milljarða og vera aðeins fyrir strætó sem gengur á 15 mínútna fresti. Einnig fyrir gangandi og hjólandi umferð. Brúin er snilldarhugmynd ef hún væri líka fyrir bílaumferð. Af hverju á hún kosta svona mikið? Einföld hönnun ekki í boði?
Eru Íslendingar bjánar í vegamálum (og fjármálum?). Þurfum við ekki að fara að ráða Færeyinga til að sjá um vegakerfi Íslands?
Enn verið að semja um Ölfusárbrú
Bloggar | 30.6.2024 | 10:19 (breytt kl. 13:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kappræðurnar fór fram eins og bloggritari bjóðast við. Allir þeir sem fylgdust með, voru undrandi á lélegri frammistöðu Biden en bloggritari fannst Joe Biden standa sig betur en hann bjóst við enda á einhverju örvandi og undirbúinn. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru vinstri sinnaðir og hafa leynt ástandið á karlinum allan tímann. En nú þykjast þeir vera hissa og flokksforystan er í paniki.
Í fjögur ár hefur verið bent á hér á Samfélagi og sögu að blessaður maður er alshendis ófær um að reka sjoppu, hvað þá risaveldið Bandaríkin. Sem hann nóta bene hefur tekist að rústa á tæpum fjórum árum. 4-5 billjónir Bandaríkja dollarar í auka skuldir og hann boðar skatta hækkanir á fyrirtæki, úr 21% í 25%+ á næsta ári sem þýðir samdráttur, atvinnuleysi og verðbólgu, því fyrirtækin velta þessu yfir á vöruverð. Nú þegar er verðbólgan mikil, matvöruverð, húsnæðisverð, eldsneytisverð og allt annað sem er óbærileg þjáning fyrir Jón og Gunnu BNA. 49% landsmanna lifa frá einu launaseðli til annars. Sparnaður er í sögulegu lágmarki.
Bandaríkjaher vantar 45 þúsund manns í sínar raðir (hvítir vilja ekki gegna herþjónustu vegna wokeisma og hatur á hvítu fólki innan raða Bandaríkjahers en hvítir smá bæjar strákar úr miðríkjunum hafa verið undirstaðan hingað til).
Opin landamæra stefna Biden hafa hleypt inn í landið 10-15 milljónir ólöglega hælisleitendur, þar af fleiri hundruð þekkta hryðjuverkamanna og glæpahópa. Fara þeir af stað fljótlega með hryðjuverk?
Ekki er ástandið betra í utanríkismálunum, tvö stríð eru í gangi sem geta magnast í heimsstyrjöld og einræðisherrarnir spá í spilin hvort þeir eigi að fara af stað með stríð áður en kjörtímabil Biden lýkur. Annað eins tækifæri og nú, gefst varla, þegar karlinn í brúnni er ekki með okkur hin. Hættu tímar framundan.
Það er nokkuð ljóst að allt verður reynt til að fá nýjan stjóra í brúnna, en spurningin er, er of seint fyrir demókrata að gera uppreisn gegn teymi Biden? Tíminn er að renna frá þeim og flokksþingið er í ágúst en þar er forsetaefnið staðfest sem formlegur frambjóðandi. Hinn óhæfi Gavin Newcom ríkisstjóri Kaliforníu er tilbúinn í slaginn og fleiri mögulegir frambjóðendur. Biden verður að lýsa yfir vilja til að hætta, til að smurð skipti geti átt sér stað, annars verður allt brjálað innan flokksins. Er Jill Biden tilbúin að sleppa hendi af Joe?
P.S. Samkvæmt kosningareglum Demókrata flokksins er Biden kominn með meirihluta kjörmanna og hann verður að gefa þá frá sér með afsögn og setja þá í hendur annars frambjóðanda.
Bloggar | 29.6.2024 | 13:40 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eru til peningar í ríkishítið. Íslenskir stjórnmálamenn mæra sig af því á góðviðrisdögum að Íslendingar eru fremstir meðal jafningja í jafnréttismálum en samt sjá þeir ástæðu til að búa til nýtt ríkisapparat sem kallast Mannréttindastofnun Íslands.
Í landi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, karlar, konur og börn, er séð ástæða til að eyða peningum í slíka hluti. Stjórnarskráin hefur verið endurskrifuð að hluta til einmitt til að hafa sérstakan mannréttinda kafla. En það er ekki nóg að hafa lög, þau verða vera framfylgd. Er einhver sem getur bent á í framkvæmd að t.d. konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sama starf? Svo dæmi sé nefnt. Jafnréttis launavottun ekki í gangi? Skylda að kynið X fái setu í stjórnum fyrirtækja?, burtséð frá hæfileikum eða það að fyrirtækið er í einkaeigu.
Hvað verða margir starfsmenn starfandi þarna og munu þeir hafa nóg að gera í sjálfu mannréttinda ríkinu Ísland? Það er ekki einu sinni svo að enginn sinni þessum málaflokki. Háskóli Íslands er með mannréttindastofnun. Á vef Háskóla Íslands segir:
"Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands, sem hefur samstarf við innlenda og erlenda aðila svo sem háskóla, mannréttindastofnanir og samtök, ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök."
Er þetta ekki nóg? Bara að útvíkka hlutverk þessarar stofnunar, líkt og Háskóli Íslands ætlar að sinna rannsóknum á öryggis- og varnarmálum með stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem bloggritari telur að sé betur haldið um í Varnarmálastofnun Íslands sem lögð var niður 2011.
Það vantar ekki áhugan á mannréttindum, gjaldþrota Reykjavíkurborg er með mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu innan gríðarlegt borgarbálk sem skagar hátt upp í ríkisbálknið. Hvað skildi allt þetta fólk gera allan daginn? Bíður fólk í hrönnum á biðstofu með mál sín sem eru mannréttindabrotamál? Fer fólk ekki með sín mál til dómsstóla ef ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar brjóti á því?
Nei, svona mál munu ekki rata á borð Mannréttindastofnun Íslands, enda ekki lögaðili að slíkum málum. Þarna verða stundaðar "rannsóknir" og "ályktanir" gefnar út hversu allir eru vondir á Íslandi. Það verður jafnvel farið í útrás, og tekið fyrir mannréttindabrot á Gaza (ef það stríð verður enn í gangi) eða einhvers staðar annars staðar þar sem stríð geysar.
Hvað á barnið að heita?....fyrirgefið kosta? Örugglega nokkur hundruð krónur úr þínum vasa og mínum, ekki svo mikið en þegar krumlur annarra eru líka í vösum manns, verða vasarnir fljótt tómir. Íslendingurinn ypptir öxlum og segir ansk... óráðsía og fléttir yfir á næstu frétt.
Leggja meiri skatta á? Þenja bálkið út? Kosnaðarsamt? Verðbólgu hvetjandi? Engar áhyggur, þið borgið! Vesgu! Kveðja, háttvirta Alþingi sumra.
P.S. hvernig standa mál með ríkis óperuna?
P.S. á P.S. Repúblikanar í Bandaríkjunum eru að undirbúa, ef þeir komast til valda í forseta kjörinu í nóvember, að leggja fyrir Trump flatan niðurskurð og minnka ríkisbálknið um helming. Ríkasta land í heimi stefnir í gjaldþrot, með skuldasöfnum upp á 1 billjón dollara (e. trillion) á hundrað daga fresti, allt vegna brjálæðislegrar eyðslu demókrata í alls kyns gælu verkefni.
Sum ráðuneytin eru með yfir 100 þúsund starfsmenn og ekkert mun gerast ef helmingur þeirra verður rekinn heim. Ef eitthvað er, mun skilvirknin aukast. Búríkratinn, sem þarf að réttlæta tilgangsleysi sitt, gerir ekkert annað hvort sem er annað en að flækjast fyrir einkaframtakinu og hægja á þróun þjóðfélagsins.
Bloggar | 24.6.2024 | 12:17 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tugir milljóna Bandaríkjamanna og annarra, bíða spenntir eftir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda til forseta embættisins 2024.
Þessar kappræður verða sögulegur fyrir margar sakir. Aldrei hefur leikið annar eins vafi á getu annars forseta frambjóðandi, að hann geti yfir höfuð staðið í 90 mínútur, rökrætt af viti og komist skakkalaust yfir höfuð frá þessum kappræðum. Hér er að sjálfsögðu að vera að ræða Joe Biden, sem var slæmur fyrir, en heldur sjaldan komið eins illa fyrir og nú í vor og sumarbyrjun.
Mikil meirihluti Bandaríkjamanna telur, líka demókratar, hann ekki ráða við embættið og ætti að víkja. En flokksmaskína demókrata, og hvernig þeir stilla upp forseta frambjóðendur, kemur í veg fyrir að hægt sé að skipta honum út á þessum tímapunkti. Hann sjálfur verður að lýsa yfir vilja til að hætta við framboð til þess að hægt er að ýta fram nýjan frambjóðanda á flokksþingi demókrata. Vitað er að Obama vill ólmur losna við hann en á meðan teymi Bidens stendur fast fyrir, með Jill Biden sér til stuðnings, er ansi erfitt að losna við hann.
Enn er ekki búið að staðfesta formlega framboð bæði Trumps og Bidens, þótt þeir hafi pálmann í hendinni nú þegar. Talið er að demókratar séu prufukeyra getu Bidens til að geta yfir höfuð staðið í kappræðum og þess vegna eru þær svona snemma í ár. Í dag er Trump að halda rallý á fullu en Biden er í Camp David að æfa sig fyrir kappræðurnar. Hann hefur ekki haldið eitt einasta rallý í þessu framboði.
Undanfarið hefur Biden ekki sýnt neina getu til að halda rallý, haldið blaðamannafund eða talað í samhengi lengur en í fáeinar mínútur. Það er nánast súrelískt að slíkur frambjóðandi skuli vera í framboði í valdamesta embætti í heimi. Að fólk skuli kjósa svona vanhæfan frambjóðanda, veldur áhyggjur af "skynsömu" vali kjósenda. Bara vegna þess að hinn frambjóðandinn, sem er hataður af andstæðingum sínum, og hefur sýnt getu til að stýra þessu embætti, er í framboði. Fólk tekur persónulegt vandlæti sitt fram yfir efnahagslega hagsmuni sína og þjóðar.
Í forsetakosningunum í ár, hefur fólk skýran kost, enda tveir forsetar í framboði og getur borið saman forsetaár Trumps og Bidens. Og það er ekki spurning hver hefur vinninginn, Trump.
Bloggritari horfir sjaldan á persónuleika stjórnmálamannsins (eða forstjórans), svo fremur sem hann sýnir framúrskarandi afrakstur í starfi. Þetta er oft ein af ástæðum þess að fólk kýs gegn hagsmunum sínum, það lætur tilfinningalegt mat sitt ráða, ekki budduna eða rökhyggju.
Verður Biden settur á örvunarlyf til að hann geti staðið í 90 mínútu kappræðum?
Enn eitt, Trump segir að varaforseta efni hans verði viðstatt kappræðurnar n.k. fimmtudag. Hann sé búinn að velja.
Hér eru nýleg myndbönd sem virka ekki traustvekjandi á kjósendur né þjóðarleiðtoga heims.
Bloggar | 23.6.2024 | 11:07 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er það ekki gegnum gangandi að það er verið að hengja bakarann fyrir smiðinn? "Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að miklar launahækkanir að undanförnu hafi kynt undir verðbólgunni í landinu, sem nú stendur í 6,2%." Launahækkanir hafi kynt undir verðbólgu
Gott og vel, launahækkanir hafa áhrif á verðbólgu, svo eru verðhækkanir á innfluttri vöru og aðrir áhrifaþættir. Ekki er hægt að taka einn þátt út úr sviga eins og vinsælt er hjá stjórnmálamönnum, ekki mér að kenna, ég var gera eitthvað allt annað en að vinna vinnu mína!
Af hverju biður fólk um launahækkun? Jú, hækkandi verðlag minnkar kaupmátt fólks. Afleiðing en ekki orsök. Orsakirnar eru of mikið peningamagn í umferð (eyðsla ríkisins), ósanngjörn skattlagning, röng lagasetning, utanaðkomandi verðbólguvaldar, svo sem hækkun á aðföngum erlendis frá og vaxtastefna Seðlabanka Íslands.
En hver er þáttur íslenska ríkisins í viðvarandi verðbólgu sem og Seðlabanka Íslands? Hann er mesti áhrifavaldurinn í verðbólgunni. Ríkið safnar skuldir eins og það er enginn morgundagurinn. Skiptir engu máli hvort það eru samdráttartímar eins og í covid faraldrinum eða uppgangstímar eins og eru núna. Þetta er handónýtri ríkisstjórn að kenna, með skuldasöfnun og illri efnahagsstjórnun, svo sem rangri skattlagningastefnu og lagagerð.
Ekki er Seðlabankinn betri, hann er búinn að eyðileggja húsnæðismarkaðinn, en samt er vaxtastiginu haldið upp úr öllu valdi. Hann hreinlega býr til auka verðbólgu með vaxtastefnu sinni. Ekki sér fyrir endan á verðhækkunum á húsnæði. Stýrisvaxta hækkanir eru hrossalækningar, plástur á meiðslin en ekki lækning á orsök.
Eins og Friedman lagði áherslu á, úr því að bloggritari er byrjaður að vitna í hann: "...er verðbólga gamall sjúkdómur. Við höfum þúsund ára reynslu af því. Og hann segir: "Eina lækningin við verðbólga er að draga úr hraðanum sem eru vaxandi heildarútgjöld." Þessi lækning felur í sér tímabundna aukaverkun", eins og Friedman sagði: "Það er engin leið til að hægja á verðbólgu sem mun ekki fela í sér tímabundið aukið atvinnuleysi, og tímabundna lækkun á vexti framleiðslunnar. En þessi kostnaður verður mun minni en kostnaðurinn sem verður en ef verðbólgubálið er leyft að geisa áfram óáreitt."
Milton Friedman sagði eitt sinn: Verðbólga er alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, í þeim skilningi að hún er hraðari aukningu á magni peninga en framleiðslan sjálf. Auðvitað vitum við öll að forgangsröðun í útgjöldum ríkisins er drifkraftur peningamagnsins og að undanförnu hefur ríkið verið að eyða miklu. Svo hvað þýðir það fyrir bandarísku þjóðina? Í þessum þætti ræðum við um grunnatriði verðbólgu, hvað það þýðir fyrir vasabókina þína, bensíntankinn þinn og matvörureikninginn þinn. Þessi þáttur sýnir hvað gerist þegar of margir dollarar elta of fáar vörur." The Real Story Behind Inflation
En það eru ekki allir sammála Friedman. Kíkjum á mótrök andstæðings hans, Blair Fix. "Á sjöunda áratugnum lýsti Friedman því yfir að verðbólga væri alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri - vandamál við að prenta of mikið af peningum. Síðan þá, hvenær sem verðbólga rís upp, geturðu treyst á að einhver endurvekji draug Friedmans og kennir stjórnvöldum um að eyða of miklu. Bara ef verðbólgan væri svona einföld."
Blair Fix heldur áfram: "Eins og mikið af hagfræðikenningum hans virðist hugsun Friedmans trúverðug við fyrstu sýn. Verðbólga er almenn verðhækkun. Og þar sem verð er ekkert annað en skipti á peningum þýðir meiri peningar í umferð að verð verður að hækka. Þess vegna er verðbólga "alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri.
Því miður fellur þessi hugsun í sundur við nánari skoðun. Vandamálið er að líta á verðbólgu sem samræmda verðhækkun. Það er fræðilega þægilegt, en reynslufræðilega rangt. Í hinum raunverulega heimi er verðbólga mjög mismunandi. Á sama tíma og verð á eplum hækkar um 5% gæti verð á bílum vaxið um 50% og verð á fötum gæti lækkað um 20%."
The Truth About Inflation: Why Milton Friedman Was Wrong, Again
Samt getur Fix ekki alveg afneitað kenningu Friedman. Hann fer í verðbólgukenningu Friedman og segir: "Aftur að verðbólgukenningu Miltons Friedmans. Líkt og góður nýklassískur hagfræðingur, byggir Friedman kenningu sína á bókhaldslegri sjálfsmynd sú sem tengir peningamagn M við meðalverðlag P:
Í þessari sjálfsmynd er V hraði peninga - hlutfallið sem peningar skipta um hendur. Og T er vísitala raungildis allra viðskipta.
Það skemmtilega við þessa bókhaldsauðkenni er að þau eru sönn samkvæmt skilgreiningu. Þannig að ef þú tengir kenningu um verðbólgu við hana, munu "spár" þínar alltaf virka. Vandamálið, sem gagnrýnendur benda á, er að þessi sjálfsmynd segir okkur ekkert um orsakasamhengi. Það gæti verið að prentun of mikið af peningum valdi verðhækkunum. Eða það gæti verið að hækkandi verð fái fólk til að taka lán (og þar með "skapa") meiri peninga."
Blair Fix minnir þarna á hælbít sem reynir að bíta fórnarlambið, nær gripi, missir það og viðurkennir um leið að það hlaupi of hratt og er útsmognari en hann!
Eftir höfuðinu dansa limirnir. Höfuðið er ríkisstjórnin og stjórnkerfið (Seðlabanki þar með með talinn). Limirnir eru einstaklingarnir og fyrirtækin. Þetta er algjörlega í höndum ríkisins hvernig verðbólgan þróast. Öll tólin og tækin í höndum þess. Milton Friedman sagði ekkert um (ekki frekar en ég) að eyðsla einstaklinga og fyrirtækja hefðu engin áhrif en bendir á ríkisvaldið sem aðalsökudólg.
Það þarf ekki annað en að líta til Bandaríkjanna í dag og sjá óráðsíu stjórnar Joe Bidens að kenning Friedman er í fullu gildi. Prentvélar ríkisins er rauðglóandi við að prenta út pening í alls kyns vitleysis verkefni og hafa ekki undan. Og þvílík skuldasöfnun (slær íslenska ríkinu við), 1 trilljón (íslenska: billjón) Bandaríkjadollarar bætast við skuldahítið á 100 daga fresti!!! Er nokkur furða að verðbólga geysar í ríkinu, fólk á ekki fyrir mat né getur haldið heimili.
En hvert er æskilegt verðbólgustig? Þessi stefna, einnig þekkt sem Friedman reglan, felur í sér ákjósanlegan verðbólguhraða sem er neikvæður og jafngildi raunvaxta. Ef langtímaraunvextir liggja t.d. á milli 2 og 4%, myndi ákjósanlegur verðbólga sem þessi flokkur líkön spáir fyrir liggja á milli -2 og -4%.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Blair Fix geta kennt öllum öðrum en ríkinu um efnahagsástand ríkisins, þau eru bara að hengja bakarann fyrir smiðinn!
Bloggar | 22.6.2024 | 12:06 (breytt kl. 16:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar hafa þá ímynd að Ísland sé lýðræðisríki með frjálst hagkerfi. Raunin hefur verið sú að hér hefur verið rekið blandað hagkerfi framan af síðan lýðveldisstofnun.
Ríkisafskipti af hagkerfinu fyrstu áratugi eftir stríð voru lamandi. Hver man eftir skömmtunarkerfið sem komið var hér á?
Á vísindavefnum er grein er heitir Hvað voru skömmtunarárin? Þar segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949."
Íslendingar fóru sum sé sömu leið og Bretar, enda vinstri sósíalistar öflugir í báðum löndum að skammta og stjórna.
Hið kapitalíska hagkerfi fékk ekki vaxtarfrið vegna mikilla ríkisafskipta og það var ekki fyrr en Margaret Thatcher komst til valda að breyting varð á. Hér á Íslandi höfum við aldrei fengið ígildis Ronald Reagan eða Margaret Thatcher og því tók það lengri tíma fyrir Íslendinga að vaxa og dafna. Davíð Oddson var þó líkur þeim að nokkru leyti. Enn eru ríkisafskiptin yfirþyrmandi og ríkisfyrirtækin eru enn til. Samanber ÁTVR og RÚV. Hér eru það lög og reglugerðir sem allt er að drepa, ekki beint ríkisfyrirtæki eða skömmtunarkerfi.
Síðar í greininni segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949." Þetta leiddi til spillingar og heftun á einkaframtakinu. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. "Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar." Minnir þetta ekki á illræmdu biðraðir kommúnistaríkjanna?
Ronald Reagan sagði eitt sinn brandara um Sovétborgarann:
Í Sovét-Rússlandi fer maður að kaupa sér bíl... Hann fer að eigandanum og biður um bíl sem eigandinn svarar:
"Þú veist að það er 10 ára biðlisti?"
Maðurinn svarar svo: "Allt í lagi," og eftir nokkurn tíma samþykkti hann að kaupa bíl.
Svo hann borgar fyrir bílinn fyrirfram og rétt áður en hann fer spyr hann eigandann:
"Get ég sótt bílinn um morguninn eða síðdegis?"
"Það eru 10 ár í það, hvaða máli skiptir það?"
"Pípulagningarmaðurinn kemur um fyrramálið."
Þetta sýnir skilvirknina í sósíalísku ríki en ríkið skapar aldrei neitt í sjálfu sér. Það getur leitt til sköpun með því að flækjast ekki fyrir sprotafyrirtækjum og minnka reglugerðarfargann. Leyft einstaklingum og fyrirtækjum að blómstra.
Einstaklingurinn og fyrirtækið eru ekki mjólkurkýr sem hægt er að blóðmjólka að vild eins og skattaglaðir Alþingismenn halda. Ok. Okkur vantar pening (vegna þess að við stjórnum landinu illa og eyðum efnum fram), kúgum fólkið í landinu með hærri skatta! Verðbólga? Ekki okkur að kenna segja þingmennirnir, allt Seðlabankanum að kenna!
Það eru ekki margir sem muna eftir að Milton Friedman kom til Íslands 1984. Kíkjum fyrst á efnahagshugmyndir hans áður en við lítum á Íslandsför hans.
Milton Friedman, í bók sinni "Monetary History of the United States", hélt því fram að kreppan mikla væri fyrst og fremst af völdum vanrækslu peningayfirvalda eins og seðlabanka Bandaríkjanna, sem gerðu ekki nóg til að vinna gegn venjulegu fjármálaáfalli og bankahrun með því að auka peningamagnið. Almenn sýn hans er að takmarka á hlutverki stjórnvalda, skattalækkanir, lága verðbólgu, afnám hafta, einkavæðingu og ávinning af frjálsum markaði leiddu til viðbragða gegn keynesisma.
Ronald Reagan, Margaret Thatcher og Donald Trump (og Davíð Oddson að nokkru leyti, hefði mátt fara lengra) hafa fylgt fordæmi hans varðandi skattalækkanir og afnám reglugerðafarganið og lítil ríkisafskipti. Efnahagurinn blómstraði hjá þeim öllum.
Friedman heimsótti Ísland árið 1984 og tók þátt í líflegum sjónvarpsumræðum með fremstu sósíalistum Íslands. Hann veitti innblástur fyrir kynslóð ungra íhaldssamra menntamanna á Íslandi sem komust til valda árið 1991 fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins og hafa stýrt ríkisstjórninni í gegnum mismunandi stjórnarsamstarf síðan þá.
Undir stjórn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og beinlínis innblásin af Milton Friedman innleiða þeir róttæka (en nú kunnuglega) áætlun um einkavæðingu, skattalækkanir, lækkun útgjalda og halla, verðbólgueftirlit og verðbólgumarkmið, sjálfstæði seðlabanka, frjáls viðskipti og sveigjanleika í gengi. Fyrirtækjaskattar voru lækkaðir úr 50% hlutfalli niður í 18%. Einkavæðing og afnám hafta var knúin beint í gegnum forsætisráðuneytið og stóru bankarnir voru einkavæddir snemma á þessum áratug.
Í fyrstu virtist stefnan hafa skilað miklum árangri. Hagkerfið óx með miklum hraða og jókst þar til Ísland náði einni hæstu landsframleiðslu á mann í heiminum. Árið 2007 var það einnig í efsta sæti fyrir mannþróunarvísitölu SÞ.
Ísland fór upp í tíu efstu sætin í vísitölum um efnahagslegt frelsi sem Fraser-stofnunin og Heritage Foundation hafa hannað. Það var lofað af íhaldssama Cato Institute fyrir flata skatta, einkavæðingu og efnahagslegt frelsi - og Naomi Klein var gagnrýnd fyrir að nefna það ekki (ásamt Írlandi, Eistlandi og Ástralíu) sem dæmi um árangur Friedmantískrar efnahagsstefnu.
Íslenskir bankar og fyrirtæki, með stuðningi ríkisstjórnar sinna, stækkuðu ótrúlega erlendis, einkum í Bretlandi og Hollandi. Bankaiðnaðurinn og einkafyrirtæki blómstruðu og skapaði fjölda milljarðamæringa á eyjunni.
Svo hrundi þetta allt saman 2008. Af hverju? Ekki vegna efnahagsstefnu Friedmans sem sagði að hlutverk ríkisins væri að veita lög og reglur sem gilda jafnt fyrir alla. Hann talaði aldrei um lögleysu eða engar reglur eða bankar yrðu rændir innan frá eins og tilfellið var um Ísland.
Íslenska spillingin spilaði stærstu rullu í fallinu. Einkavinavæðingin, frændhyglin, fámennið og ítök fjárglæframanna inn á Alþingi skipti hér öllu máli. Lykilatriðið í hruninu var hvernig staðið var að sölu íslensku bankanna og spilling eigenda bankanna sem notuðu þá sem fjárfestingabanka en ekki útlánsbanka. Fjárfestingar þeirra voru arfavitlausar og dró að lokum bankana niður í svaðið og þar með hagkerfi Íslands.
Hér er Milton Friedman í umræðuþætti Boga Ágústssonar hjá ríkisstofnunni RÚV árið 1984 í rökræðum við þrjá íslenska prófessorar, Ólafur Ragnar Grímsson þar á meðal, og tekur þá í bakaríið! Hann lét ekki slá sig af laginu enda Nóbel verðlaunahafi og leiðrétti staðhæfingar prófessoranna án hiks. Að lokum gátu þeir ekki gagnrýnt neitt nema hátt miðaverð á fyrirlestur hans!
Í lok umræðunnar kvörtuðu íslensku prófessorarnir yfir að þurfa að borga inn á fyrirlestur Friedman. Ólafur Ragnar: "Það er 50 ára hefð fyrir að fyrirlestrar á vegum Háskóla Íslands séu ókeypis!" Annar, Stefán Ólafsson, sagðist ekki hafa efni á að mæta á fyrirlesturinn (1200 kr sem er á verðlagi dagsins í dag 18,500 kr). En þá svaraði Milton Friedman: "Það er ekkert til sem kallast ókeypis fyrirlestur. Orðið ókeypis er ofnotað hugtak. Það þarf að borga fyrir salinn, útbúa aðstöðuna, borga fyrir kostnaði við komu fyrirlesarans o.s.frv. Yfirleitt eru það hinir sem mæta ekki, sem borga fyrir fyrirlestrahaldið en hér eru það þeir sem mæta og njóta fyrirlesturinn. Hvort er sanngjarnara?
"There is nothing one can call free lunch or free education!"
P.S. Hvað er Bjarni Benediktsson að gera sem hægrimaður í dag? Hann þarf ekki fara lengra en í smiðju Davíð Oddsonar til innblásturs.
Bloggar | 21.6.2024 | 13:47 (breytt kl. 17:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er bloggritari aftur kominn í hvað ef sögu sem telur vera haldlítil fræði í sjálfu sér, því að sagan gerðist eins og hún gerðist. Hins vegar er hægt að læra af hvað ef sögu fyrir herfræðinginn. Til dæmis hefði Hitler átt að læra sögu innrásaherja í Rússlandi síðastliðin 400 ár, sérstaklega afdrif hers Napóleons. Hún hefði sagt honum að:
1) Vegalengdir í Rússlandi eru gífurlegar og aðdrættir erfiðir.
2) Rússar beita sviðna jörð aðferð sem neitar innrásarherjum um mat og skjól.
3) Þjóðarkarakter Rússa sem er að skeyta lítið um mannslíf eigin borgara eins og við sjáum í Úkraínustríðinu í dag.
Hér kemur þýdd grein úr War History Online Did Germany Ever Stand a Chance of Winning WW2? en höfundur greinar er Conan White.
Hér kemur þýðingin:
"Líkurnar voru alltaf á móti Nasista-Þýskalandi og japanska keisaraveldið að vinna seinni heimsstyrjöldina. Báðir aðilar höfðu veðjað á stríð sem væri skammvinnt, með afgerandi sigrum sem myndu vinna þeim umtalsverðan landvinninga.
Vonast var til að þessir fyrstu sigrar myndu þvinga undirokaða andstæðinga sína að samningaborðinu. Þá gætu Þýskaland og Japan tryggt sér hagstæð kjör sem tryggðu að þau kæmu bæði fram sem ný heimsveldi.
Um tíma virtist þetta allt vera á réttri leið, Þýskaland vann ótrúlegan sigur í Frakklandi árið 1940 og síðan árás Japana á Pearl Harbor árið 1941. En hvorki Þýskaland né Japan gátu veitt banahögg sem myndi enda með afgerandi hætti átökin.
Fyrir vikið breyttust bardagarnir allt of fljótt í það sem þeir vildu síst: langt þreytustríð. Þetta var sú tegund stríðs sem hvorugt löndin hafði skipulagt og það sem meira er, stríð sem þau voru ólíkleg til að vinna.
Jafnvel fyrstu sigrar þeirra voru gallaðir, eins og orrustan um Frakkland sumarið 1940 sannaði sem geisaði í sex vikur. Undir lok þeirrar herferðar fann talsvert herlið (um 400.000) hermanna bandamanna sig umkringt og innilokað af Þjóðverjum í frönsku sjávarhöfninni í Dunkerque (Dunkirk).
En bandamönnum tókst samt að flytja yfir 330.000 af þessum hermönnum aftur til Bretlands, um 85% hermanna sem höfðu verið fastir þar á örfáum dögum. Þjóðverjar vissu ekki um stærð brottflutningsins fyrr en eftir að það hafði gerst.
Hvað varðar óvænta árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941, þrátt fyrir að hafa komið hrikalegt höggi á bandaríska flotann, tókst þeim ekki að eyðileggja bandaríska flugmóðukskipa flotann sem var ekki í höfn á þeim tíma.
Japanir, þegar stríðið dróst á langinn, misstu hægt og rólega náttúruauðlindirnar sem þeir þurftu svo sárlega á að halda til að berjast á áhrifaríkan hátt.
Sumir myndu segja að það hafi verið óhjákvæmilegt strax í upphafi að Þýskaland og Japan myndu tapa stríðinu. En sú einfalda staðreynd að þessar tvær þjóðir héldu út til 1945 sýnir hversu sterkar og seigar þær voru.
Margir segja að stríð snúist um hvor aðili gerir minnst mistök. Svo hér eru nokkur af helstu augnablikunum í stríðinu þegar, ef Þýskaland hefði hagað sér öðruvísi, gæti niðurstaðan verið allt önnur.
Dunkerque (1940): Þjóðverjar ákváðu að taka 3 daga hlé til að endurskipuleggja sig áður en þeir réðust á mjög viðkvæma Dunkerque. Aðgerðir þeirragaf bandamönnum tækifæri að rýma fjölda hermanna.
Hvað ef Þjóðverjar hefðu ekki gert hlé heldur haldið áfram árásinni og slegið lamandi högg á her bandamanna? Það gæti þýtt að Bretland hefði ekki lengur þá tölu sem þarf til að verja heimaland sitt.
Ef Bretar gátu ekki jafnað sig á þessu tapi, gætu þeir þá hafa íhugað einhvers konar skilyrta uppgjöf eða samið um friðarsátt við Þýskaland?
Orrustan um Bretland (1940): Hvað ef Þjóðverjar hefðu ekki skipt yfir í orrustunni við Bretland frá því að ráðast á flugvelli RAF yfir í borgaraleg skotmörk? Hefði það leitt til þess að þeir náðu yfirburði í lofti yfir Bretlandi og í kjölfarið leitt til farsællar innrásar?
Stalíngrad (1942-43): Hvað ef Hitler hefði ekki verið svona heltekinn af Stalíngrad og í staðinn farið algjörlega framhjá borginni? Eða ef hann hefði látið Paulus marskálka brjótast út úr Stalíngrad þegar hann hefði viljað það?
Líklegast hefði verið að ekki hefði glatast svo mikið af verðmætum þýskum búnaði. Til dæmis, samkvæmt sovéskum heimildum, náðu þeir mikið magn af þýskum búnaði, þar á meðal 10.722 vörubíla og 12.701 þungar vélbyssur.
Lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkin (1941): Þýskaland var hluti af þríhliða sáttmála við Ítalíu og Japan. Þegar Japan réðst á Pearl Harbor var Þjóðverjum ekki skylt að lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum þar sem Japan var árásarmaðurinn.
En Hitler leit á það sem afsökun til að koma Japan til hjálpar. Talið er að hann hafi vonast til að vinna hylli Japana og ná stuðningi þeirra í stríðinu í Evrópu þegar þeir höfðu sigrað Bandaríkin.
Hvað ef Hitler hefði veitt mótspyrnu 11. desember 1941 og hefði ekki lýst yfir stríði á hendur Bandaríkin? Það var góður möguleiki að Bandaríkjamenn hefði varpað öllu afli sínu gegn Japönum, leyft Bretlandi að einangrast og Þýskalandi að einbeita sér að því að sigra Rússland.
Stríðið í Evrópu gæti hafa orðið sigurstranglegt fyrir Þjóðverja eftir allt saman.
Búnaður þeirra (1942-45): Þjóðverjar héldu að seinni heimsstyrjöldin yrði tiltölulega stutt átök, kannski eitt eða tvö ár í mesta lagi. Þess vegna töldu þeir að nýr og háþróaður búnaður þeirra eins og MP38 vélbyssur, Panzer III & IV skriðdrekar, Me 109 orrustuflugvélar og kafbátarnir - U-bátar af gerðinni VII myndu nægja fyrir stríð af þessu tagi.
Þeir rökstuddu einnig að framleiðslulínur þeirra væru nógu sveigjanlegar til að gera breytingar og uppfærslur á þessum núverandi gerðum. Í fyrstu reyndist þetta góð heimspeki, en síðar urðu þeir allt of áhyggjufullir og fóru að kynna nýjar gerðir af vopnabúnaði og það truflaði stríðsframleiðsluna.
Hvað ef Þjóðverjar hefðu frá upphafi skipulagt mun lengra stríð og byrjað að þróa vopn eins og upphaflega óáreiðanlega Panther skriðdrekann miklu fyrr? Þetta hefði gert kleift að úthugsa nýjar vopnahönnun og koma í notkun verulega fyrr.
Ímyndaðu þér hvaða áhrif töluverður fjöldi Panther skriðdreka með langhlaupar 75 mm byssur sínar og þykkum hallandi brynjum hefði haft í eyðimörkinni í Norður-Afríku árið 1942. Bretar með hægfara og illa brynvarða Valentine Mk2 skriðdreki með 2 punda (37 mm) byssur hefðu ekki átt möguleika.
Kannski hefði þetta breytt svo mikilvægum bardögum eins og við El Alamein (1942) og Kursk (1943) í þýska sigra.
-Ný tækni (1943-45): Oft er sagt að Þjóðverjar hafi treyst of mikið á þá hugmynd að ný kynslóð "undurvopna" myndi vinna stríðið. Og mikið af fjármagni var sóað í svona stórkostlegar bilanir eins og Me 163 Komet og 188 tonna Maus ofurskriðdrekann.
En ef þessum verkefnum hefði verið hætt fyrr og fjármagni þeirra beint í vænlegri verkefni, gæti stríðið hafa haft allt aðra niðurstöðu. Ímyndaðu þér mikið magn af Me 262s orrustuþotum sem réðust á bandarískar sprengjuflugvélar snemma árs 1944.
Hvað ef einnota Panzerfaust 60, sem kom ekki í fulla framleiðslu fyrr en í september 1944, væri í staðinn fáanleg á rússnesku vígstöðvunum árið 1943?
Eða hvað ef Þýskaland hefði þróað kjarnorkusprengju og kerfi til að skila henni á áhrifaríkan hátt?
Engin af þessum breytingum hefði ein og sér unnið stríðið fyrir Þjóðverja. Enda vann sprengjuherferð Breta og Bandaríkjamanna í sjálfu sér ekki stríðið, en ásamt D-deginum og sigrinum í orrustunni um Atlantshafið höfðu þessar aðgerðir áhrif í stríðinu í þágu bandamanna.
Hins vegar gæti hafa verið einn atburður sem hefði, ef það hefði verið gert öðruvísi, haft dómínóáhrif sem gætu hafa leitt til þess að Þýskaland ynni stríðið.
Herferð Þjóðverja 1940 í Frakklandi, Hollandi og Belgíu var ekkert minna en hrein sigurför. Hitler, ásamt þýsku yfirstjórninni, skildu þörfina á samræmdum og hröðum árásum, með því að nota Blitzkrieg (eldingarstríðið) aðferðina til hins ýtrasta.
Á örfáum mánuðum voru herir bandamanna gjörsigraðir og Evrópa var undir stjórn nasista Þýskalands.
Í miðri orrustunni um Frakkland, fann mjög stór hersveit bandamanna sig umkringd í norðurfrönsku sjávarhöfninni í Dunkerque án möguleika á annað hvort að verða létt af eða brjótast út. Ástandið leit sannarlega skelfilegt út.
Á örfáum mánuðum voru herir bandamanna gjörsigraðir og Evrópa undir stjórn nasista Þýskalands.
Svo hvað ef Þjóðverjar hefðu ráðist fyrr og í meiri fjölda? Líkurnar voru á því að bandamenn hefðu annaðhvort verið slátrað eða að öllum líkindum, eftir stutta mótspyrnu, gefist upp í miklum mæli.
Þetta hefði leitt til þess að hundruð þúsunda aukahermanna bandamanna hefðu verið teknir til fanga, en meirihlutinn væri óbætanlegur og þrautþjálfaðuir breskir og franskir hermenn.
Kannski hefði afgerandi sigur Þjóðverja í Dunkerque valdið hruni Frakka nokkrum dögum fyrr.
Síðan, eins og áætlað var, hefði Hitler hafið loftsprengjuherferð sína á Bretland, þekkt sem orrustan um Bretland, 10. júlí 1940. En í þessari breyttu atburðarás hefði Hitler algjörlega hunsað strandskipalestir, hafnir, siglingamiðstöðvar, og borgaraleg skotmörk. Í staðinn, þegar hann skynjaði skjótan sigur, hefði hann einbeitt sér að því að ná yfirburði í lofti með því að eyðileggja RAF Fighter Command og innviði þeirra algjörlega.
Í ágúst voru Bretar að missa fleiri flugmenn og flugvélar en þeir gætu bætt. Í raun og veru, að Bretar innleiddu nýjar aðferðir og Þjóðverjar skiptu yfir í borgaralegar sprengjuárásir gaf RAF tíma til að endurheimta fjölda sinn.
En í breyttri atburðarás fær RAF aldrei tækifæri til að jafna sig og innan mánaðar er hann lamaður með fáar flugbrautir eða flugsveitir eftir. Ratsjárkerfi þess hefði haft stóra blinda bletti í sér og þýskar sprengjuárásir hefðu oft notað þessa bletti til að laumast inn óséðir.
Í október 1940 hefði allt verið búið: Þjóðverjar hefðu gjörsamlega eyðilagt RAF, og þá hefðu loftárásir Þjóðverja hafist af alvöru gegn breskum borgaralegum byggðum og verksmiðjum.
Ef við erum veik í orrustustyrk, verða árásirnar ekki stöðvaðar og framleiðslugeta landsins verður nánast eytt."
Hugh Dowding, yfirhershöfðingi breska flughersins
Núna hefði breska þjóðin verið rækilega lömuð þar sem her þeirra ætti enn eftir að jafna sig eftir ósigur sinn í Frakklandi, sérstaklega í Dunkerque. RAF hefði verið gjöreyðilagður og borgirnar yrðu undir látlausar sprengjuárásir.
Kannski væri þetta nóg til að brjóta baráttuandann í Bretlandi.
Breska ríkisstjórnin hefði verið leyst upp og ný mynduð hafa verið byggð á sáttum. Hitler, sem hefur alltaf verið stjórnarerindreki, hefði boðið vægari friðarskilmála, jafnvel þó að það væri erfitt fyrir hann að freistast ekki til að vera hefnandi og leggja að þeim harðari kjör.
Hann gæti hafa staðið gegn því að fara eins langt og Versalasamningnum (1919). Hann myndi bara takmarka getu Bretlands til að berjast í stríði og krefjast engrar skaðabóta eða landlægs taps fyrir utan Gíbraltar, sem Þýskaland hefði þá gefið Spáni í skiptum fyrir að þeir gengu í þríhliða sáttmálann.
Winston Churchill hefði flúið til Ameríku, stimplaður stríðsglæpamaður af nasistum. Churchill gæti hafa sett upp einhvers konar ríkisstjórn í útlegð og reynt að ýta undir stuðning við nýtt stríð gegn Þýskalandi.
Og þó að Bandaríkjamenn kunni að dást að orðræðuhæfileikum hans og hafa samúð með honum, hefðu þeir á endanum ekki viljað dragast inn í evrópskt stríð, sérstaklega þar sem því virtist vera lokið.
Þannig að veturinn 1940 hefði Þýskaland getað einbeitt sér að því að undirbúa árás á Rússland. Í þessum valkosti hefði minni áreynsla verið lögð í innrásina í Bretland (Sæljónsaðgerðin) og Luftwaffe hefði ekki orðið fyrir þeim áföllum sem það varð af hendi RAF.
Þar af leiðandi hefðu Þjóðverjar ekki hafið aðgerð Barbarossa til að ráðast inn í Rússland 22. júní 1941, heldur hefðu þeir getað notfært sér fyrsta góða veðrið það ár í byrjun apríl, tæpum þremur mánuðum fyrr en innrásin var gerð, gerðist í raun og veru.
Þessir aukamánuðir hefðu gefið þeim nægan tíma til að sækja alla leið til Moskvu áður en rússneski veturinn gekk í garð. Stalín hefði þá neyðst til að flýja austur og koma ríkisstjórn sinni á í nýrri höfuðborg eins og Yekaterinburg eða Novosibirsk.
Orrustan við Stalíngrad sem við þekktum, sem endaði með því að þýska herinn þurrkaðist út, gæti aldrei hafa gerst.
Þegar Stalín hefði verið fluttur hefði hann líklega framkvæmt annað sett af hreinsunum eins og hann framkvæmdi á þriðja áratugnum, en þær hefðu verið notaðar til að kenna öðru fólki um hörmulega ósigurinn.
Þetta hefði veikt rússnesku stríðsvélina enn frekar þar sem æðstu herforingjar og hönnuðir voru fluttir í fangabúðir til að deyja vegna þess að talið var að þeir hefðu ekki getað stöðvað árás Þjóðverja 1941.
Það var ólíklegt að Rússar hefðu viðurkennt uppgjöf eða friðarsamninga þar sem löndin voru svo hugmyndafræðilega andvíg. Þess í stað hefði líklega verið vopnahlé svipað og milli Norður- og Suður-Kóreu eftir Kóreustríðið.
Þetta hefði staðið í áratugi, þrátt fyrir mikla spennu, vantraust og einstaka ofbeldisupphlaup milli landanna tveggja.
Tafarlaus áhrif þessarar stöðvunar hernaðaraðgerða hefðu gert Hitler kleift að láta undan sívaxandi hrifningu sinni á nýrri tækni. Nokkuð fljótt hefði Þýskaland þróað langdrægar sprengjuflugvélar með kjarnorkusprengjum og fylgt eftir með kjarnaflaugum.
Bandaríkjamenn hefðu litið á frelsun Evrópu sem ómögulega og hefðu því ekki blandað sér í málið.
Þar af leiðandi hefðu Japanir ekki ráðist á Pearl Harbor af ótta við Bandaríkin sem gætu hugsanlega snúið fullum hernaðar- og iðnaðarstyrk sínum gegn þeim. Þess í stað hefði Japan bakkað og samið um besta viðskiptasamning við Bandaríkin í staðinn.
Bandaríkin hefði haft nokkra ánægju af ástandinu, skynjað eins konar sigur á því að hafa ekki verið dreginn inn í enn eitt dýrt utanríkisstríð (við Þýskaland) og ánægð með að þeir virðast hafa sigrað Japan án þess að þurfa að hleypa af skoti.
Aftur á móti hefði Bandaríkin og kannski Rússland frekar fljótt þróað sína eigin kjarnorkufælingarmátt og skapað þannig alþjóðlega pattstöðu við Þýskaland.
Margir Bretar myndu hafa blekkt sjálfa sig um að friðarsáttmálinn við Þýskaland væri ekki svo slæmur, eini raunverulegi munurinn var sá að hersveitir þeirra voru hægt og rólega teknar í sundur og einstaka þýska flugeftirlitsferð fer yfir borgir þeirra og bæi.
En enginn hefði að eilífu getað lokað augunum fyrir fjöldahvarfi nágranna sinna, gyðinga, og auknu magni áróðurs nasista í "frjálsri" fjölmiðlun sem er mjög stjórnað.
Hversu lengi hefði friðurinn haldið? Hver veit? En árið 1945 hefði þýska sambandsríkið í Evrópu verið sannkallað ofurveldi með stranglega viðhaldið einræði sem var komið til að vera ... í bili."
Bloggar | 20.6.2024 | 17:59 (breytt 21.6.2024 kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rúnar Kristjánsson skrifaði ágæta blogggrein um áhrif Normandí innrásarinnar. Því miður býður hann ekki upp á að hægt sé að gera athugasemdir við greinar hans. Því verður hér aðeins fjallað nánar um þessa innrás.
Við erum sammála um að Normandí hafi verið örþrifaráð Bandamanna til að koma í veg fyrir að Sovétríkin (ekki Rússland, heldur 15 ríki sem eru ekki lengur í ríkjasambandi) legðu undir sig Vestur-Evrópu alla, Balkanskaga og jafnvel Grikkland. Sovétríkin unnu nasistríki Hitlers, ekki bandamenn. Þar erum við sammála. En varðandi Normandí innrásina. Málið er ekki eins einfald og ætla mætti við fyrstu sýn. Það er nefnilega gríðarlega erfitt að stefna innrásarflota yfir Ermasund. Í hvora áttina sem er.
Kíkjum fyrst á sögu innrása í England síðan á tímum Rómverja áður en farið verður í hvers vegna Normandí innrásin átti sér ekki stað fyrr. Nóta bene, Kínverjar glíma við sama vandamál varðandi Taívan í dag og Bandaríkjamenn er þeir studdu Svínaflóa innrásina á tímum Kennedy. Sama ástæða og hugmyndir Danakonungs og Noregskonungs um að leggja undir sig Ísland á miðöldum tókst ekki nema með hjálp innlendra meðreiðarsveina.
Júlíus Sesar reyndi að leggja undir sig England án árangur. En svo kom rómverska innrásin (43 e.Kr.). Undir forystu Claudiusar keisara réðust Rómverjar inn og hertóku stóra hluta Bretlands með góðum árangri. Þetta markaði upphaf rómverska Bretlands, sem stóð til um 410 e.Kr.
Svo yfirgáfu rómverskar hersveitir England án þess að kveðja kóng eða prest. Þá hófust engilsaxnesku innrásirnar, bylgjur árása frá svæði sem nú er Danmörk og Norður-Þýskland. Þetta gerðist á 5. og 6. öld. Þetta tímabil leiddi til stofnunar nokkurra engilsaxneskra konungsríkja.
Svo kom víkingaöldin sem eru víkingainnrásir og stóðu frá 8. til 11. öld. Má þar helst nefna heiðna herinn mikla (865 e.Kr.) og Íslendingar voru hluti af. Stór víkingaher réðst inn og stofnaði Danalög í hluta Englands. Og innrás Sveins tjúguskeggs konungs Danmerkur árið 1013, sem leiddi til stutts tímabils Dana undir stjórn sonar hans Knúts mikla (1016-1035).
Normana innrásin 1066 sem var sú innrás sem hafði mest áhrif á Bretland, meiri en nokkur önnur og verulegum menningar- og stjórnmálabreytingum sem fylgdu í kjölfarið.
Svo eru ótaldar skosku innrásirnar á ýmisum tímabilum. Á miðöldum voru nokkrar innrásir frá Skotlandi inn í Norður-England, oft á tímum pólitísks óstöðugleika. Áberandi dæmi eru innrásir Davíðs I. Skotlandskonungs á 12. öld og sjálfstæðisstríð Skotlands á 13. og 14. öld.
Spænska flotinn (1588) reyndi að taka England. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið innrás á landi (ætluðu að reyna landtöku), var spænski innrásarflotinn mikilvæg tilraun Spánverja til að ráðast inn í England frá sjó. Flotinn var að lokum sigraður af enska sjóhernum og slæmum veðurskilyrðum.
Svo er það hin glæsilega bylting (1688). Einnig þekkt sem blóðlausa byltingin, þetta var innrás Vilhjálms af Orange (William III) frá Hollandi. Hann steypti James II Englandskonungi af stóli með lágmarksmótstöðu, sem leiddi til verulegra stjórnarskrárbreytinga.
Nú er kannski ekki sanngjarnt að bera saman innrásir sem gerðust fyrir árþúsund og samtíma tilraunir. Kíkjum þá á tilraunir Napóleons og Hitlers til að taka Bretland.
Innrásartilraunir Napóleons (1803-1805). Napóleon Bonaparte ætlaði að ráðast inn í Bretland snemma á 19. öld sem hluti af víðtækari herferð sinni til að ráða yfir Evrópu. Innrásaráformin fólu í sér að byggja stóran flota innrásarpramma og safna hermönnum á frönsku ströndinni. Hjómar líkt og með Normandí innrásina, ekki satt?
En hvað stoppaði Napóleon? Fyrir hið fyrsta var tap í sjóorrrustunni við Trafalgar (1805). Fyrirhuguð innrás var stöðvuð fyrst og fremst vegna yfirráða breska konunglega sjóhersins á sjó, sem dæmi um afgerandi sigur Nelson aðmíráls í orrustunni við Trafalgar. Þessi ósigur sjóhersins kom í veg fyrir að Frakkar gætu tryggt nauðsynlega stjórn á Ermarsundi til að hefja innrás.
Kíkjum á áætlanir Hitlers, en við munum að innrásarleiðirnar liggja í báðar áttir.
Aðgerðin Sæljón (1940) kallaðist innrásaráætlun Hitlers. Í seinni heimsstyrjöldinni skipulagði Adolf Hitler innrás í Bretland, með kóðanafninu Aðgerðin Sæljón. Ætlunin var að fylgja eftir hröðum sigrum Þjóðverja í Vestur-Evrópu árið 1940.
Munurinn á tilraunum Napóleon og Hitlers, er að nú þurfti að tryggja yfirráð í lofti áður enn innrásartilraun væri möguleg. Í hönd fór því loftbardagi sem kallast "Orrustan um Bretland". Þýski flugherinn (Luftwaffe) þurfti að ná yfirburði í lofti yfir Royal Air Force (RAF) til að innrásin gæti haldið áfram. Orrustan um Bretland var mikilvæg flugorrusta sem barist var á milli RAF og Luftwaffe frá júlí til október 1940. Árangursrík vörn RAF kom í veg fyrir að Þýskaland næði yfirráðum í lofti.
Í báðum tilfellum, hjá Napóleon og Hitler (og Sesars), drógu atburðir þá frá því að halda til streitu innrásar fyrirætlanir sínar. Þeim öllum tókst ekki að tryggja hernaðaryfirburði á Ermasundi og vegna þess að þeir höfðu allir góða ráðgjafa, var hætt við.
Þessar tilraunir undirstrika hernaðarlegt mikilvægi yfirburða flota og flugher við skipulagningu og framkvæmd innrása á Bretland (og yfir til Frakklands). Bæði Napóleon og Hitler stóðu frammi fyrir verulegum áskorunum við að sigrast á náttúrulegum landfræðilegum vörnum Bretlands og ægilega konunglega sjóherinn og konunglega flugherinn í tilfelli Hitlers.
Snúum okkur að Normandí innrásina. Hér ætla ég að treysta aðeins á Wikipedía til að muna eftir öllum þáttum. Textinn er því að miklu leyti kominn frá blessuðu Wikipedíu (sem stundum lýgur).
Skipulags- og skipulagsáskoranir: Umfang innrásarinnar krafðist nákvæmrar skipulagningar og samhæfingar. Bandamenn þurftu að safna gífurlegu magni af mönnum, búnaði og birgðum, sem tók töluverðan tíma að skipuleggja. Innrásin náði til margra þjóða og þjónustu, sem krefjast flókinnar samhæfingar.
Uppbygging herafla: Byggja þurfti upp sveitir bandamanna í Bretlandi áður en hægt var að reyna innrásina. Þetta innihélt þjálfun hermanna, safna skriðdrekum, skipum, flugvélum og öðru nauðsynlegu stríðsefni.
Blekking og njósnir: Bandamenn stunduðu umfangsmiklar blekkingaraðgerðir (Operation Bodyguard) til að villa um fyrir Þjóðverjum um tímasetningu og staðsetningu innrásarinnar. Þessar aðgerðir þurfti að skipuleggja vandlega og framkvæma til að tryggja árangur þeirra og halda Þjóðverjum í óvissu um hið sanna innrásarpunkt.
Að tryggja yfirburði Atlantshafsins og í lofti: Bandamenn þurftu að tryggja öryggi birgðalína sinna í Atlantshafinu og ná yfirburði í lofti yfir innrásarsvæðinu. Um var að ræða umfangsmiklar flota- og loftaðgerðir sem leiddu til innrásarinnar.
Veðurskilyrði: Innrásin krafðist ákveðins veðurskilyrða til að ná árangri. Þetta þýdidi meðal annars fullt tungl fyrir skyggni við næturaðgerðir, fjöru til að bera kennsl á og forðast strandhindranir og lygnan sjó fyrir lendingarfarið. Slæmt veður á Ermarsundi seinkaði innrásinni sem upphaflega var áætlað 5. júní 1944.
Strategísk sjónarmið: Tímasetning innrásarinnar var undir áhrifum frá öðrum aðgerðum og stríðsvettvöngum. Til dæmis, ítalska herferðin, sem hófst árið 1943, hafði það að markmiði að beina þýskum auðlindum og athygli frá Norður-Frakklandi.
Tækniþróun: Ákveðnar tækniframfarir og nýjungar, eins og þróun Mulberry hafnanna (gervi flytjanlegar hafnir) og PLUTO (Pipeline Under the Ocean) til að útvega eldsneyti, voru nauðsynlegar fyrir velgengni innrásarinnar og tók tíma að þróa og koma á framfæri.
Pólitískir þættir: Forysta bandamanna, þar á meðal Roosevelt, Churchill og Stalín, varð að koma sér saman um tímasetningu og stefnu innrásarinnar. Diplómatísk sjónarmið og nauðsyn þess að viðhalda sameinuðu vígi meðal bandamanna áttu þátt í tímasetningunni. Hér sleppir Wikipedíu....en ég tek við!
Wikipedía minnist ekki á orrustuna um Atlantshafið sem skipti öllu máli um að hægt væri að safna saman nógu stóran her í Bretlandi til að gera innrás yfir Ermasund. Þýsku kafbátarnir lokuðu nánast á skipasamgöngur milli Ameríku og Bretlands þar til 1943. Árangursrík herferð þýska kafbátaflotans tók verulegum breytingum 24. maí 1943 er yfirflotaforingi þýska sjóhersins, Karl Dönitz aðmíráll, var brugðið yfir miklu tjóni kafbátaflotans (41 U-bátum var sökkt í þessum mánuði) og skipaði hann tímabundinn brottflutningur "úlfaflokka U-kafbáta frá Norður-Atlantshafi. Loks gátu Bandamenn flutt nógu mikið af hergögnum og herafla fyrir Normandí innrásina.
Snúum okkur aftur að góðri grein Rúnars sem ég er sammála að mestu hvað varðar pólitíkina í kringum innrásina. En við erum ekki sammála um að Rússar (ekki til sem þjóðríki þá) hafi verið einhverjir bjargvættir.
Það gleymist að það voru þrjú hugmyndakerfi sem börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, kommúnisminn og fasisismi. Sameiginlega tókst lýðræðisríkin ásamt kommúnistaríkjum að sigrast á fasistaríkjum. En kommúnisminn átti eftir að hanga á horriminni til 1991 með ómældar þjáningar fyrir það fólk sem lentu undir helsi kommúnismans. Og það er staðreynd að kommúnisminn leiddi til dauða fleiri manna en fasistaríkjunum tókst að kála.
Rúnar segir:
"Það gleymist yfirleitt að hugsa til þess, að þegar Rússar voru búnir að reka nasistaherina út fyrir landamæri Sovétríkjanna, héldu þeir áfram og sópuðu herjum Hitlers á undan sér land úr landi. Þannig frelsuðu þeir margar þjóðir undan oki nasismans, og það jafnvel þjóðir sem höfðu barist með Þjóðverjum fyrir atbeina leiðtoga sem gengið höfðu til liðs við nasista. Og í þeim átökum og í þeirri baráttu, var rússnesku blóði úthellt ómælt til að losa þessar þjóðir við Hitler-ismann. Rússneska þjóðin missti ekki 27 milljónir þegna sinna í seinni heims-styrjöldinni fyrir ekki neitt!"
Þarna er ekki tekið inn í dæmið að Stalín slagaði sjálfur hátt upp í drápum Sovétborgara og Hitler en að minnsta kosti 20 milljónir manna lágu í valinu eftir hann áður en Hitler gerði innrás. Ef Austur-Evrópubúinn er spurðu hvort að hann hafi verið frelsaður af Rauða hernum, er svarið þvert nei! Aðeins var skipt um kúgunarkerfi. Evrópa fékk fullt frelsi 1991 er helsi kommúnismans var aflétt!
Bloggar | 19.6.2024 | 12:32 (breytt kl. 17:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Auðljóslega ekki samkvæmt orðum dómsmálaráðherra sem boðar annað frumvarp í haust þar sem áhersluatriðið verður að svipta flóttamenn dvalarleyfi gerist þeir uppvísir um alvarlegan glæpi. Hvers vegna var breytingartillaga Ingu Snælands ekki samþykkt sem einmitt boðar það sama?
Það voru bara örfáir stjórnmálamenn sem vöruðu við lagabálkinn um útlendinga frá 2016, að hann væri meingallaður, væri hvatning til tilhæfulausra hælisumsókna. Það hefur komið á daginn að nú er komið í óefni.
Árlega koma hingað og sækja um hæli fleiri útlendingar en börn fæðast á Íslandi. Velferðakerfið sem er lítið og vanmáttugt er aðeins ætlað íslenskum ríkisborgurum og hefur ekki ráðið við allan þennan fjölda. Hefur einhver reynt að fá tíma hjá heimilislækni? Lágmark 1 mánaðarbið. Hjá sérfræðingi 3-9 mánuðir og bið eftir einföldum skurðaðgerðum hátt í tvö ár. Það er einfaldlega ekki til peningar eða mannafli til að sinna öllum þessum fjölda, fyrir utan erlendu túristana sem veikjast líka á Íslandi og þurfa á sjúkrahúsvist eða læknisþjónustu að halda. Velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman.
Nú á 80 ára afmæli lýðveldi væri gott ráð að endurskoða stöðu Ísland í heiminum. Endurskoða alþjóðasamninga, s.s. EES-samninginn og síðan en ekki síst Schengen samninginn sem setja landamæri Íslands við strendur Miðjarðarhafsins.
Með því að hafa landamæraeftirlitið á landamærum Íslands, með hjálp andlitsgreina, væri hægt að halda fleiri óæskilega erlenda aðila frá enn sem komið er friðsömu íslensku þjóðfélagi. Það er hvort sem er samvinna við Europol og fleiri evróskra stofnana og hægt að gera samninga til að tryggja öryggi Íslands. Hér eru helstu ókostir þess að vera í Schengen samkomulaginu:
Aukin ábyrgð fylgir þessari aðild. Ísland verður að halda uppi ströngum öryggis- og landamærastjórnunarstöðlum. Sem eyja þarf umtalsvert fjármagn og samhæfingu að viðhalda þessum stöðlum, sérstaklega á flugvöllum og sjóhöfnum. Ísland hefur ekki tekist að gera þetta þrátt fyrir að hafa fáein landamærahlið sem ætti að vera auðvelt að vakta. Meira segja deilur um andlitsgreina sem finna glæpamenn á landamærunum. Við erum hvort sem öll í mynd er við göngum út fyrir dyr.
Ísland er háð stefnu ESB. Þótt Ísland sé ekki aðili að ESB, verður Ísland að fylgja Schengen reglum og stefnum sem eru fyrst og fremst settar af ESB. Þetta getur leitt til fullveldismissis í landamæra- og innflytjendamálum.
Öryggisáhætta er mikil. Frjálst flæði fólks eykur hættuna á glæpum yfir landamæri og ólöglegum innflytjendum. Ísland verður að vera vakandi fyrir eftirliti og stjórnun þessarar áhættu, sem oft þarfnast viðbótar öryggisráðstafana og úrræða. Ekkert hefur verið gert, íslenska lögreglan undirmönnuð og hér hafa erlendar glæpaklíkur hreiðrað um sig í skjóli eftirlitsleysis.
Álag á innviði landsins er mikið. Innstreymi ferðamanna og hælisleitenda getur þrengt staðbundna innviði, sérstaklega á vinsælum áfangastöðum. Þetta kallar á áframhaldandi fjárfestingu í aðstöðu, flutningum og þjónustu til að koma til móts við aukinn fjölda gesta.
Það að hagkerfið treystir á ferðaþjónustu getur gert það viðkvæmt fyrir sveiflum í ferðamannafjölda, sem getur orðið fyrir áhrifum af víðtækari landfræðilegum málum eða breytingum á Schengen-stefnu.
Schengen átti að leiða til vegabréfalausra landamæra innan Evrópu. Fer nokkur Íslendingur erlendis án vegabréfs? Þarf Íslendingurinn ekki að sýna vegabréf við brottför eða komu til landsins? Hver er ávinningurinn, ef einhver? Viljum við Íslendingar lifa áfram í friðsömu landi? Hver er ábyrgð stjórnmálamanna í þessum efnum?
Bloggar | 18.6.2024 | 21:25 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi spurning kemur upp í hugann þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er að skipta um starfsvettvang. Það er eins og hann hafi ákveðið fyrir löngu að hætta á þessu ári. Hann byrjaði að byggja hús í Norðurbæ Hafnarfjarðar fyrir nokkrum misserum sem nú er tilbúið. Hans bíður staða hjá Háskóla Íslands, heil prófessor staða í sagnfræði. Var þessi staða auglýst, eða búin til eða geymd í 8 ár fyrir hann?
Það er eins og þeigjandi samkomulag meðal stjórnmálamanna að þegar stjórnmálamaðurinn gefst upp á stjórnmálavafsrinu, bíði hans feit staða innan stjórnsýslunnar.
Besta og virðulegasta embætti sem getur beðið stjórnmálamanninn er staða sendiherra. Þarna getur afdanka stjórnmálamaðurinn leikið lágaðalsmann, hann fær sendiherrasetur, þjónustulið (bílstjóra, einkaritara, kokk o.s.frv.) og ævilangt starf ef hann vill. Og ofurlaun. Og hann fær að hitta fína fólkið í útlandinu. Hversu margir óhæfir sendiherrar eru þarna úti sem byrjuðu feril sinn sem Alþingismenn en enduðu sem sendiherrar? Með engan starfsferil að baki innan utanríkisþjónustunnar?
Nú, það er offramboð á kulnuðum stjórnmálamönnum en of fáar sendiherrastöður, svo fáar í raun, það margir þeirra þurfa að vera staðsettir innan veggja utanríkisráðuneytisins. Fá ekki hefðasetur erlendis eða þjónustulið. Hvað er þá til ráða? Jú, einhver kippir í spottann fyrir gamla stjórnmálamanninn og reddar stöðu innan WHO eða annarra alþjóðasamtaka. Ekki slæmt að vera á ofurlaunum hjá alþjóðasamtökum. Er ekki tími á stöðu framkvæmdarstjóra NATÓ fyrir Íslending? Fylgjumst með örlögum fyrrverandi forsætisráðherra sem veðja á æviráðningu sem forseti en tapaði. Er hann/hún með plan B?
Inn á þetta kom grein bloggritara í gær er hann ræddi um spillingu innan íslenska stjórnkerfisins og frændhyglina. Ísland stórasta land í heimi eins og frúin sagði um árið?
Bloggar | 18.6.2024 | 11:34 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020