Í bókinni 1984 hugsaði Orwell vandlega um mátt tungumálsins. Newspeak, uppfundið tungumál skáldsögunnar, er sérstaklega hannað til að stjórna hugsunarferlinu með takmörkuðum orðaforða og kerfi grimmilegrar einföldunar sem kemur í veg fyrir flókna hugsun eða tjáningu hvers kyns hugtaks sem er ekki í samræmi við rétttrúnað alræðisstjórnarinnar.
Það er eins og vinstrisinnaðir wokistar (lesist: ný-marxistar) hafi tekið bókina til fyrirmyndar en ekki til viðvörunnar. George Orwell skrifaði bókina til að vara okkur við hættur sósísalismans sem ávallt getur af sér alræðisstjórnun á samfélaginu og sérstaklega einkalíf borgarans. Orðum og hugtökum er beitt markvisst til að stjórna hugsunum okkar hinna sem erum ekki woksinnar eða marxistar. Nóta bene, held að margir fatti ekki að þeir eru skilyrtir af þessu kennikerfi enda er það gert með óbeinum hætti í gegnum skólakerfið.
Kíkjum á hvernig stóri bróðir misbeitir tungumálið. Orwell benti á hvernig ríkisstjórnir nota útúrsnúninga til að hylja raunveruleikann (t.d. "friðarráðuneytið fyrir stríðsmál). Í dag nota stjórnvöld og fjölmiðlar einnig mildað orðalag, svo sem: "Enhanced interrogation" = "bætt yfirheyrsla" sem er í raun pyntingar. Eða "Restructuring" í stað "layoffs" sem þýðist endurgera en þýðir í raun uppsagnir.
Svo eru það algjör endaskipti á þýðingu hugtaka. Dæmi: Tvíhugsun er að hafa tvö mótsagnakennd hugtök í huganum samtímis. Vera með stríði og á sama tíma á móti. "Raunveruleikaeftirlit", kölluðu þeir það í Newspeak.
Svo er það hugtakið hugsunarglæpur sem ný-marxistarnir hafa tekið upp á sína arma. Bannað er að nota röng hugtök og reynt er að afmá óæskilegar hugsanir. Þú mátt til dæmis ekki segja neitt ljótt um transfólk eða jafnvel að hugsa neikvætt um það. Tek fram að bloggritari hefur ekkert á móti trans eða annað fólk. Skilgreiningin er að hugsa eitthvað sem brýtur í bága við ákveðnar skoðanir stjórnvalda.
Markmið Newspeak og nýmarxista er að þrengja hugsunarsviðið. Að lokum munum við gera hugsunarglæpi bókstaflega ómögulega, því það verða engin orð til að tjá hann.
En versta sem ný-marxistarnir hafa gert okkur er að segja okkur að lýgi sé sannleikur. Til dæmis að það eru til 72 kyn, þegar nátttúran segir okkur að þau séu tvö og við getum auðveldlega skilið það og séð með eigin augum. Það að ætla okkur að taka undir lýgina er mesta ósvífa sem maður hefur séð. En þeir eru ekki einir, þeir eiga sér fyrirmyndir í nasistum og kommúnistum.
Bloggar | 21.3.2025 | 15:51 (breytt kl. 19:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggritari hefur kannski verið haldinn ranghugmyndum um Ísland og Íslendinga. Hann hefur stúderað í bókstaflegri merkingu sögu Íslands, menningu og tungu í áratugi. Hann hóf sagnfræðinám meira til að fræðast um klassíska menningu, vildi þó fræðast um eigin menningu en fannst margt skrýtið hvernig Ísland þróaðist í gegnum aldir. Afstaðan til Íslands sögunnar var blendin. Plúsinn er að hér varðveitist norræn menningararfur, bókmenntirnar en þá er allt upptalið. Saga Íslendinga er saga arðráns fárra yfir fjöldann og algjörar vesældar.
Sjálfselsk elíta sem tróð á meirihlutanum stjórnaði landinu en var ekki gáfaðri en það að hún gat ekki einu sinni byggt sér sómasamlegt húsnæði yfir sjálfa sig, eins og sjá má af að hér eru engar hallir, kastalar sem standa uppi eða gamlir bæir aðeins timburskemmur danskra kaupmanna frá 18. öld og fáeinar stjórnarbyggingar sem rugla má fyrir hýbýli efri millistéttarmanns frá Evrópu. Er elítan í dag nokkuð betri? Stjórnar hún af visku og hefur framtíðarsýn?
Líf Íslendingsins í gegnum aldir var myrkur, kuldi, sultur, sjúkdómar, undirlægjuháttur og almenn harneskja í harneskjulegu landi. Er það eitthvað til að vera stoltur af? Þá segir bloggritarinn við sjálfan sig, já en hvað með bókmenntirnar? Réttlætir það ekki tilveru Íslendingsins? Jú, kannski ef hann vill halda í þá menningu sem bókmenntirnar varðveita, a.m.k. tungumálið og ræturnar við fortíðina. Og þráina eftir frelsið og þrjóskan við erlend yfirráð eins og sjá má af sjálfstæðisbaráttu íslenskra menntamanna á 19. og fram á 20. öld.
Væri betra að við værum hálf sjálfstæð eins og Færeyingar og bera frelsisþránna í brjósti? Eða upplifað sama og Norðmenn sem sannarlega þurftu að þola áþján nasista í seinni heimsstyrjöld og hafa ekki gleymt þeirri lexíu. Þeir vilja verja land sitt með kjafti og klóm. Vei þeim sem ræðst á Noreg í framtíðinni!
En eins og komið hefur verið inn á áður hér á blogginu, var Íslendingurinn ekki fyrr búinn að fá frelsið er hann hóf að afsala sér það í áföngum. Sjá pistilinn: Ris og hnignun Alþingis
Nú er svo komið að Ísleningar ætla sér beint í fang marghöfða þursann í Brussel sem hefur ekkert gert annað en að samræma helsið yfir frelsi Evrópubúans. Miðstýrt valdaapparat í Brussel sem ókjörnir embættismenn stjórna. ESB hefur eitt sér kæft menningu Evrópubúa og gert þá að einsleitri hjörð. Evrópsk hámenning hornreka fyrir frumstæðri menningu úr suðri.
En áður en að því kemur, munu alþjóðasinnarnir á Alþingi, Evrópu aðdáendurnir, binda EFTA í gegnum EES samningum föstum böndum við ESB með bókun 35.
Bloggritari hefur talið að sjálfstæðisbaráttan hafi átt sér stað í áföngum, þar sem landið og lýður var fyrst frelsað en svo Íslandsmiðin/lögsagan í hafi. Og loka markið væri viljinn til að verja frelsið; að borgarnir væru tilbúnir að verja það með blóði, ef það væri ekki nema með táknrænum hætti. En Íslendingar hafa haga sér eins og snýkjudýr á evrópskum bræðrum og bandarískum og ætlast til að synir og dætur erlendra manna fórni lífi sínu fyrir frelsi Íslendingsins.
Og það þýðir ekkert fyrir Íslendinginn að halda að Ísland geti orðið hlutlaust land. Sá möguleiki varð úr sögunni strax um 1940. Ísland getur ekki sagt upp tvíhliðavarnarsamninginn við Bandaríkin né hætt í NATÓ og haft engar varnir eða verið hlutlaust. Því er þessi andstaða við að tala um varnarmál eða tala um stríðsæsing þegar talað er um að það þurfi að verja landið með einhverjum hætti dálítið undarleg. Þú sem lest þetta, læsir húsi þínu á kvöldin, færð þér jafnvel þjófavarnarkerfi og treystir á að lögreglan komi til aðstoðar ef glæpamenn ráðast á heimilið, ekki satt? Ert þú haldinn ranghugmyndum? Sömu lögmál gilda fyrir ríki - þjóðarheimili og heimili borgarans.
Mannkynssagan kennir að það þarf að varðveita og verja frelsið með afli, alltaf, líka á friðartímum!
En þarf að verja þetta íslenska frelsi? Er ekki best að Ísland gangi í ESB, hætti allri sjálfblekkingu um að Íslendingar vilji vera Íslendingar áfram, tali íslensku og hafi íslenska menningu? Gerist bara borgríki, fjarstýrt frá Brussel, sem hefur þá búið til Evrópuher og getur sent evrópska dáta til verja Íslandshluta Evrópusambandsins?
Bloggritari er kannski bara haldinn ranghugmyndum að við eigum að verja frelsi okkar gegn öllum, líka svokölluðu "vinum", bæði úr vestri og austri. Að hér búi sjálfstæð þjóð, stolt og viljug til að verja sitt með kafti og klóm eins og hún gerði í Þorskastríðunum. Já, sjálfblekkingin getur verið mikil. Ef maður er orðinn útlendingur á Íslandi (maður þarf að tjá sig á ensku daglega til að komast í gegnum daginn), er ekki annars gott að vera útlendingur annars staðar, að minnsta kosti er hlýrra víðast annars staðar, lægra matvælaverð og ögn gáfaðri elíta til að stýra lýðnum. Kannski heldur fjölskyldutaugin frekar en ættjarðartaugin margan Íslendinginn við landið....
Bloggar | 20.3.2025 | 08:08 (breytt kl. 13:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Seðlabanki Íslands á gullforða. En það kemur kannski á óvart að hann er geymdur í Lundúnum. Maður spyr sig hvort það sé fullvalda ríki sem geymir allan gullforðann sinn utan landsteinanna? Gullforðinn er hluti af gjaldeyrisforða segir Seðlabankinn.
Seðalbankastjóri segir að gullforðinn hefur verið nýttur í ákveðnum samningum erlendis með reglulegu millibili en þeir samningar hafa gefið af sér ákveðna ávöxtun. Gullforðinn hefur þannig verið geymdur erlendis í fjölmarga áratugi frá því fyrir eða um síðari heimsstyrjöld, þ.e.a.s. í Bretlandi. En hvað eiga þeir mikið af gulli? Þeir eiga 300 tonn.
Gullforði Seðlabanka Íslands er u.þ.b. 2 tonn árið 2012 eða um 6 grömm á hvern Íslending. Það gerir hann að 95. stærsta opinbera gullforða heims, stærri en gullforðar Albaníu, Jemens og Hondúras. Er það lítið? Einu sinni var gengi gjaldmiðils tryggt með gullfæti (trygging í gulli). Bandaríkjadollari minnkaði gildi sitt um leið og Bandaríkjamenn hættu að binda hann við gullfót í tíð Nixons.
Sum sé, gull sem hlutfall af heildar gjaldeyrisvaraforða var aðeins 2%. Spurning er hvort það sé nóg? Til samanburðar áttu Norðmenn 52 tonn árið 1940 en þeim tókst með ævintýralegum hætti að forða honum úr landi er nasistar réðust inn í landið. Sá forði dugði til að halda uppi útilagastjórn Norðmanna og uppbyggingu atvinnulífsins eftir stríð.
Í ljósi þess að rafmyntir eru komnar til sögunnar, gengi gjaldmiðla rokkar til og frá (með enga veðtryggingu í gulli), væri ekki svo vitlaust að Seðlabanki myndi hækka hlutfalls gulls í gjaldeyraforða sínum úr meira en 2%. Gull hefur alltaf haldið gildi sínu í gegnum árþúsund.
Bloggar | 19.3.2025 | 15:14 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Alþingi Íslendinga sem stofnað var formlega 930 e.Kr. var löggjafarsamkunda Íslendinga. En það var ekki bara löggjafi, var líka dómstóll. Aðalhlutverk þess var að "rétta lög". En svo komu hnignunarskeið. Alþingi missti löggjafarvald sitt í áföngum eftir að Ísland gekk undir danska konungsvaldið árið 1662 með einveldi konungs. Formlega hætti Alþingi að setja lög árið 1800, þegar það var lagt niður af dönskum stjórnvöldum.
Í raun var Alþingi búið að missa löggjafar hlutverk sitt að hluta til strax eru Íslendingar gengu Noregskonung á hönd. Þar sem þjóðfélagið var mjög staðnað, giltu sömu lög um aldir. En kyrrstætt þjóðfélag er aldrei algjörlega kyrrstætt. Einhverjar breytingar urðu eftir því sem tímanum leið.
Þá var til leið sem kallast Alþingissamþykktir sem jafngildu lögum (sama og Aþingisályktanir okkar tíma). Þetta form var ríkjandi á síðmöldum og fram á nýöld. Alþingissamþykktir voru reglur sem Lögrétta samþykkti og höfðu lagagildi, sérstaklega ef þær fengu staðfestingu konungs.
Annað form sem Alþingi hafði voru Alþingisdómar. Þetta voru úrskurðir sem Lögrétta kvað upp og gátu einnig haft lagagildi ef þeir voru viðurkenndir sem fordæmi.
Þessar samþykktir og dómar voru mikilvægar fyrir réttarkerfið á Íslandi á miðöldum, sérstaklega þar sem ný lög voru ekki sett oft, heldur þróaðist rétturinn með þessum hætti. Konungurinn þurfti oft að staðfesta stærri breytingar, en í sumum tilvikum voru alþingissamþykktir teknar gildar án konungsstaðfestingar, ef þær voru samræmdar gildandi lögum. Á þessu tímabili komu einnig konungsbréf (tilskipanir frá Danakonungi), sem höfðu lagagildi og oft tóku fram fyrir íslenskum lögum.
Alþingi missti löggjafarvald sitt í áföngum eftir að Ísland gekk undir danska konungsvaldið árið 1662 með einveldi konungs. Aumingaskapur Íslendinga gagnvart erlendu valdi birtist í formi ályktanir eða bænaskrár. Þær höfðu ekki lagagildi nema dönsk stjórnvöld eða konungur náðsamlega samþykkut þær. Eftir endurreisn Alþingis árið 1845 starfaði það sem ráðgefandi þing, en hafði ekki löggjafarvald og ályktanir og bænarskrár teknar upp á ný. Lagasetning á Íslandi á 15. öld var því blanda af eldri íslenskum lögum og nýjum fyrirmælum frá Danakonungi.
Bloggar | 18.3.2025 | 14:23 (breytt kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík er staður sem maður reynir að forðast í lengstu lög. Það er erfitt að ferðast um borgina. Það er rukkað fyrir allt í fröken Reykjavík. Ef bílnum er lagt, þarf að borga háar upphæðir. Ef keyrt er um borgina þá eru endalaus ljósagatnamót (og gangbrautaljós á Miklubraut!) og lítið reynt að snjallvæða götuvita. Úr þessu skapast umferðaumþveiti og tímatap.
Nú þegar keyrt er eftir stofnbrautum, er eins það sé keyrt eftir járnbrautteinum, svo djúp eru hjólförin á götunum. Í rigningu má vegfarandi þakka fyrir að fljóta ekki út í kant. Þá verður honum litið til hliðar og sér hann þá hraðbrautir hjólreiðastíga. Rennisléttar og vel gerðar, tvíbreiðar og með fallegum brúm yfir götur. Ekkert til sparað fyrir þá fáu sem hætta sig út í rysjótt veður á hjólum og geta það heilsunar vegna.
Þá komum við að hraðahindrunum (umferðahindrunum) borgarinnar. Það er til nægur peningur í að leggja stein í götu borgaranna en ekki í að sópa götur. Ómögulegt er að komast að því hversu margar hraðahindranir eru í borginni. Hér kemur vísbending frá vefsetri Eiríks Jónssonar GUNNLAUGUR TALDI HRAÐAHINDRANIR Í REYKJAVÍK:
Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir:
- Við Álfheima í Laugardal
- Við Skeiðarvog í Laugardal
- Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi
- Við Langarima í Grafarvogi
- Í Norðurfelli við Fannarfell
- Í Norðurfelli við Eddufell
- Í Suðurhólum
- Í Austurbergi við Suðurhóla
- Í Vesturhólum við Arahóla
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er 200 milljónir króna. Markmiðið með verkefninu er að bæta öryggi og aðgengi vegfarenda segja snillingarnir í Reykjavík. Hver umferðahindrun kostar um 20 milljónir. Það er hægt að malbika drjúgan spotta fyrir þann pening.
Hér er ekki verið að segja að hraðahindranir eigi ekki rétt á sér við vissum aðstæðum, t.d. við skóla. En eru þær bara ekki orðnar of margar? Ein á 100 metra milli bili eins og kom hér fram að ofan. Það má til dæmis koma með fleiri undirgöng eða göngubrýr.
Bloggar | 16.3.2025 | 11:45 (breytt kl. 12:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varnarmál eru mál málana í dag. Íslenskir ráðamenn eru að krafsa í bakkann og reyna að sýna viðleitni til að efla "varnir" Íslands. Veruleiki stórveldis pólitíkurnar hefur neytt þá niður á jörðina því í ljós hefur komið, eins og bloggritari hefur minnst á í áratugi, að engum er treystandi.
Staðreyndin er að ríki eiga bara hagsmuni, ekki vini. Hvernig væri hér umhorfs ef Trump væri með sama yfirgang gagnvart Íslandi og hann sýnir Grænland? Allt brjálað.
Nóta bene, Grænlandsmálið snýst ekki um öryggishagsmuni Bandaríkjanna, þeir geta fengið eins margar herstöðvar og þeir vilja á Grænlandi í samvinnu við Dani. Það er enginn að stoppa Trump. Pólitík hans er augljós öllum þeim sem vilja sjá, hann vill gera Norður-Ameríku, frá Panama til Grænland með Kanada innanborðs að nýjum Bandaríkjum! Ríki á par við Rússland að stærð. En aftur að hagmunum Íslands.
Margt hefur verið sagt um varnir Íslands og nánast allt út í hött. Fullyrðingum án tölfræðilegra gagna slengt fram og sagt, svona er þetta, Íslendingar eru varnarlausir og við getum ekkert gert okkur til varnar. Og þá er farið gamalkunnar leiðir, ruglast á bakarann og smiðinn, og sett fjármagn í lögreglu og Landhelgisgæsluna! Þetta er bara ekki sami hlutinn.
Hverjar eru aðgerðir núverandi ríkisstjórnar? Jú, það á að fjölga í lögreglunni um 200 manns. Gott og vel, gott fyrir varnir gegn glæpum. Svo á lappa upp á ræfilslega Landhelgisgæslu! Afgömul og úreld eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á að hætta að vera í landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi (FRONTEX) í 11 mánuði og láta sjá sig við Ísland meira en einn mánuð á ári! Svo segir forstjóri LHG að þeim vanti ekki tæki, heldur mannskap! Það hefði verið hægt að dekka eftirlitið með lögsögu Íslands (lögreglu aðgerð, ekki her aðgerð) með því að kaup ódýra dróna frá Ísrael (kostar 200 milljónir kr. ódýrasta týpan) og LHG fékk að láni um árið með góðum árangri. Landhelgin gæti verið vöktuð úr lofti 24/7, því enginn er um borð og einn maður á jörðu stjórnar úr stjórnstöð.
Svo er keyptur ómannaður neðansjávardróni, hér kallaður kafbátur af Íslendingum! Íslensk uppfinning og sjálfsagt ódýr. Ekki vitlaust, því að sæstrengirnir sem liggja til Íslands eru óvarðir. En erfitt er að sjá að einn neðansjávardróni geti vaktað sæstrengina alla leið og alltaf. Ef óvinir ákveða að slíta sæstreng, er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Dæmin úr Eystrasalti sanna það.
Bloggritari hefur reiknað út kostnaðinn við stofnkostnað fastahers. Þessir útreikningar eru í skýrsluformi og verða ekki birtir hér. Aðeins heildarkostnaður. Hér er miðað við undirfylki hers (e. company) upp á 250 manns. Þetta er lægsta mögulega stærð hers. Tekið er mið af annars vegar hefðbundið fótgöngulið og hins vegar vélvætt fótgöngulið sem lágmarks mannskapur og tvö eldflauga batterí til að verja höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.
- Grunn undirfylki fyrir Ísland myndi kosta að minnsta kosti 3.486.250.000 m.kr. að stofna og 2.091.750.000 m.kr. + á ári að viðhalda.
- Vélvæddur herafli kostar ca. 6.972.500.000 m.kr. + til að setja upp og 3.486.250.000 - 8.367.000.000 m. kr. á ári til að viðhalda.
- Tvö eldflauga batterí. Kostnaður er ca. 14. milljarðar króna ef notað er svipað eldflaugakerfi og Norðmenn hafa.
Heildar stofnkostnaður ef allt er tekið með inn í reikninginn, 18,5 milljarða króna ef grunn fótgöngulið ásamt tveimur eldflauga batteríum er valið en 21,0 milljarða króna ef vélvætt fótgöngulið er valið.
Árlegur rekstrar kostnaður er 2-8 milljarðar króna. Er þetta óyfirstíganlegt?
Með því að taka inn NATÓ í dæmið. gæti dregið verulega úr kostnaði með því að bjóða upp á þjálfun, búnað og samnýtingu herstöðva. Í raun er mjög ólíklegt að Íslendingar einir beri upp kostnaðinn, því að sjóðir NATÓ og Bandaríkjanna eru digrir og fyrirséð að þeir verða stærri næstu misseri. Sjá: NATO Security Investment Programme (NSIP).
Að lokum. Arnór Sigurjónsson talar um í bók sinni Íslenskur her um að lágmarks fjöldi í íslenskum her yrði að vera um 1000 manns og 500 manna varalið á stærð við herfylki (e. Battalion). Ólíklegt er að pólitískur vilji sé fyrir svo stóru skrefi. En það má vinna að þessu í skrefum.
Allra ódýrasta leiðin er að stofna hér heimavarnarlið, sem gæti gengið undir heitunum Þjóðvarðlið eða Varnarlið. Rekstur slíkra eininga er ódýr. Sem dæmi starfar Þjóðvarðlið Bandaríkjanna aðeins í einn mánuð á ári en foringjarnir eru atvinnumenn.
Launakostnaður (250 manns) er um 500 milljónir+. Búnaður, rekstur og vopn: Ef notuð væru létt skotvopn, drónar, farartæki og loftvarnakerfi gæti stofnkostnaður verið frá 2-10 milljörðum króna (fer eftir umfangi). Aðstaða og þjálfun: Ef nota ætti núverandi innviði (t.d. öryggissvæði við Keflavík) væri kostnaður lægri.
Veikleikinn eftir sem áður verður loftvarnir. Það er alveg ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á að kaupa herþotur. Það verður áfram úthýst til bandamanna. En eldflauga batterí er raunhæf leið.
Áður en menn froðufella kaffið er þeir lesa þetta, þá geta þeir huggað sig við að þetta eru aðeins hugleiðingar bloggritara sem kosta ekki krónu!
Íslensk pólitík sér til þess að lítið verður gert og það sem verður gert, verður í skötulíki! Löggurnar í LHG verða látnar leika sóldáta áfram, kannski annar drátturbátur - fyrirgefið, varðskip, keyptur á tombólaverði og gamlar þyrlur leigðar.
Af hverju? Af því að er enginn hefð fyrir hermennsku og her sem stofnun í íslenskum nútíma. Það er enginn þekking né menning, né málsvarar slíkt (kallaðir stríðsæsingarmenn ef menn impra á að kannski væri ekki svo vitlaust að læsa húsinu og hætta að treysta á nágrannanna?), aðeins áhugalausir stjórnmálamenn sem fjalla um varnir í hjáverkum og af illri nauðsyn, því umheimurinn lætur íslensku loftbóluna ekki í friði.
Bloggar | 15.3.2025 | 12:13 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Margret Thatcher hittir nánast alltaf naglann á höfuðið og hér hefur hún rétt fyrir sér. Við höfum alltaf látið fámennan en háværan minnihluta stjórna meirihlutanum.
Og harðstjórn minnihlutans má sjá í verkum alræðissinna, lesist kommúnista/sósíalista! Milton Friedman minnir okkur á það enn í dag:
Bloggar | 14.3.2025 | 21:45 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er það spurningin sem verður svarað á næstu dögum, mun Pútín samþykkja vopnahlé? Er Trump í vasanum á Pútín? Mun hann beita Pútín hörku eins og hann beitti Zelenskí? Þetta er spennandi að vita.
En það er líka verið að tala um frið við Íran. Það er ekki eins bjart þar, því að klerkastjórnin rífur kjaft á móti friðarumleitunum Trumps. Þeir hafa ekkert til að bakka orð sín. Loftvarnarkerfið í molum. Það er því líklegt að Bandaríkjamenn sigi kjölturakka sínum Ísrael á Íran með loftárásum ef þeir neita að hætta við kjarnorkuvopna áætlun sína. Spurning er bara hvort Bandaríkjaher taki þátt í árásum Ísraela? Ef þeir gera það, þá er hægt að leggja efnahag landsins í rúst á einni viku með árásum á olíu mannvirki og hernaðarskotmörk verða með í pakkanum.
Bloggar | 13.3.2025 | 09:56 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru valkostir Íslendinga hvað varðar varnir Íslands? Íslendingar byggja sínar varnir á tveimur stoðum. Annars vegar á tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951 en hins vegar aðild að NATÓ frá 1949.
Það er deginum ljósara að Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og þeir verða að treysta varnir sínar einir eða í samvinnu við aðra.
En athugum þessa staðreynd: Íslendingar gengu í NATÓ 1949 og voru í þessu hernaðarbandalagi í tvö ár og án Kanans. Hvar voru þá Bandaríkjamenn? Ekki komnir til Íslands. Þeir komu hins vegar 1951 en fóru með herafla sinn frá Íslandi 2006 og hafa notað herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem stoppustöð.
Í raun hafa önnur aðildarríki í NATÓ séð um að manna lofteftirlit yfir Ísland, en að sjálfsögðu með Bandaríkjamönnum. Ástandið í dag minnir svolítið á þetta tveggja ára tímabil.
Spurningin er, munu Bandaríkjamenn draga herlið sitt frá Vestur-Evrópu? Þeir virðast ætla að færa mannskapinn til, frá t.d. Þýskalandi til Ungverjalands. Þeir munu líklega halda mannskap í þeim ríkjum sem liggja að Rússlandi. Þetta er líkleg sviðsmynd. Viðvera Bandaríkjahers, sem er nú frekar lítil, mun minnka meir.
En svo er það hin sviðsmyndin, að Bandaríkin fari úr NATÓ, hvað gerist þá? Eftir verða þá 29 aðildarríki. Munu þau leysa upp bandalagið? Nei, mjög ólíklega því þau þora ekki að vera ein og sér. Ekkert þeirra er með getu til að verja sig gegn stórveldum, nema Frakkland og Bretland (rétt svo). Þá hafa Íslendingar valkost, hvorum megin Atlantshafs viljum við vera? Áfram í NATÓ eða í tvíhiða varnarbandalagi við Bandaríkin? Hagsmunirnir liggja í Evrópu, síður í Ameríku.
Ef Íslendingar kjósa að fylgja Bandaríkjamönnum, má búast við tuddahegðun eins og Grænlendingum er sýnd. Ef Íslendingar kjósa Evrópuher/NATÓ, þá er það bandalag mjög veikt og ekki hægt að treysta á að aðildarþjóðir geti komið til aðstoðar, a.m.k. í upphafi. Slíkt bandalag myndi ótvírætt krefjast þess að Íslendingar taki þátt í eigin vörnum. Það þýðir íslenskur her og Íslendingar borgi eigin varnir.
Viljum við vera undir hæl stórveldis? Er saga Bandaríkjahers það glæsileg að við eigum að eiga allt undir dutlungum Bandaríkjaforseta? Þetta hefur bloggritari verið að hamra á í áratugi (að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum, því hann er bara Jón út í bæ). En það hefur bara sannast að bloggritari hefur haft rétt fyrir allar götur síðan hann hóf að skrifa um varnarmál. Hann sagði t.d. 1999/2000 að Bandaríkjaher væri að týgja sig til farar sem og gekk eftir 2006. Bloggritari sagði að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarmálastofnun sem hann skrifaði um árið 2005 og það gekk eftir. Og hann hefur sagt að hernaðarbandalagið NATÓ væri ekki eilíft. Það kann að rætast fyrr en ætla mætti.
Að lokum. Bloggritari hefur sagt að eigin varnir Íslands sé síðasta sjálfstæðismál landsins. Sjálfstæðisbaráttan hófst af krafti um miðja 19. öld og menn telja hana hafa lokið 1944 með lýðveldisstofnun. En það var bara ekki rétt. Það átti eftir að frelsa Íslandsmiðin, landhelgi Íslands frá erlendri ásókn. Það tókst loks 1976.
En sjálfstæðisbarátta er eilífð, sérstaklega hjá örríki eins og Ísland. Ein af frumskyldum sjálfstætt ríkis er að tryggja öryggi borgara sinna fyrir innlendri og erlendri ógn. Á meðan ríkið getur ekki gert það, er það ekki frjálst og telst á fræðimáli vera "failed state", ríki sem á sér ekki tilverurétt né framtíð.
Bloggar | 12.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru "snillingarnir", andstæðingar Trumps, farnir að reikna út efnahagskreppu í Bandaríkjunum á árinu! En stöldrum aðeins við. Við þurfum ákveðnar forsendur, byggðar á raungögnum til að fá út slíka niðurstöðu.
Fyrsta forsendan er: Að Trump standi við alla tollahækkanir sem hann boðar. Eins og staðan er í dag, er hann að rúlla fram og til baka með þessar tollahækkanir. Þær eru notaðar með öðrum orðum sem efnahagsvopn. Tollahækkanir á sumar vörur gagnast efnahagslíf Bandaríkjanna mjög vel, hvetur til innlendrar framleiðslu. Aðrar ekki. Það er nefnilega þannig að Bandaríkjamenn eru ekki að keppa á jafnréttis grundvelli gagnvart til dæmis ESB eða Kína. Þetta jafnar samkeppnisstöðuna. Ef hann stendur við áætlanir sínar, verður tímabundin hækkun á innfluttum vörum en á móti eiga innlend fyrirtæki að framleiða meira til að vega upp á móti.
Önnur forsenda er: Haldið verður áfram með sama áframhaldandi ríkishalla og hefur verið síðastliðin 4 ár. Trilljónir á yfirdrætti. En svo er ekki. D.O.G.E á einmitt að skera niður ríkisbálknið. En þetta tekur tíma. Því að stjórn Biden sendi áfram eiturpillur, reikininginn á stjórn Trumps og því þarf að hækka skuldaþakið fram í september á þessu ári! Trump er að borga reikninga Biden fram eftir ári, en síðan kemur D.O.G.E. til fullra framkvæmda. Musk er að reyna að borga ekki þessa reikninga og hafa mörg mál því endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna til úrskurðar. Má stjórn Trumps hætta til dæmis að borga reikninga USAID?
Þriðja forsenda er: Að litlar fjárfestingar verði í Bandaríkjunum á árinu. En svo er ekki fyrirséð. Árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrirtæki frá löndum eins og Þýskalandi, Bretlandi, Kína, Japan, Sádi Arabíu og Kanada muni auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum. Þessar fjárfestingar munu líklega beinast að fjölbreyttum geirum, þar á meðal upplýsingatækni, fjármálaþjónustu og framleiðslu. Talað er um trilljóna dollara innspýtingu í beinar fjárfestingar í lykil greinum eins og t.d. gervigreind. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa helstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, þar á meðal Amazon, Microsoft, Google og Meta, tilkynnt um áætlanir um að fjárfesta samanlagt yfir 320 milljörðum bandaríkjadala í þróun gervigreindar á þessu ári. Er þetta merki um samdrátt? Ríkisskuldir eru ávísun á hátt verðlag - verðbólgu en fjárfestingar á stærri þjóðarköku.
Fjórða forsenda er: Að orkuframleiðsla verði sú sama eða svipuð. En svo verður ekki. Búið er að henda út um gluggann reglugerðabókina og menn mega bora að vild og eins mikið og þeir geta. Drill, baby, drill! Í fyrri valdatíð Trumps urðu Bandaríkin sjálfbær með orku og fluttu meira segja mikla orku út. Í tíð Bidens, voru menn að taka út úr neyðarbirgðum Bandaríkjanna!
Fimmta forsendan er: Að skattaívilninga pakki sem Bandaríkjaþing er að vinna að, verði ekki að veruleika. En hann verður það, því að Repúblikanar ráða báðum deildum. Áformað er að lækka skatta um 4,5 billjónir bandaríkjadala, meðal annars með því að afnema skatta á almannatryggingabætur, þjórfé og yfirvinnugreiðslur. Einnig er fyrirhugað að heimila frádrátt vegna vaxta af bílalánum fyrir bandarísk framleidda bíla. (heimild: Investopedia) Stefnt er að framlengja skattalækkanirnar sem samþykktar voru árið 2017, sem annars myndu renna út á næstu árum.
Samkvæmt mati bandarísku fjárlagaeftirlitsstofnunarinnar (CBO) gætu framlengingar á skattalækkunum frá 2017 aukið halla ríkissjóðs um meira en 4 billjónir dala á næstu tíu árum, ef ekki verða gerðar mótvægisaðgerðir í formi útgjaldalækkana en útgjaldalækkun á að dekka meira en þetta.
Talað er um að minnka ríkisbálknið umtalsvert. Árleg ríkisútgjöld Bandaríkjanna eru um 6 billjónir bandaríkjadala. Samkvæmt áætlunum D.O.G.E. er stefnt að því að spara um 560 milljarða bandaríkjadala árlega, sem samsvarar um 9,3% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessi sparnaður á að nást með því að endurskoða og einfalda ferla, draga úr sóun og bæta nýtingu fjármuna í opinberum rekstri. Svo er fyrirséð að minni peningur fari í hælisleitendur, þótt það kosti pening að koma þeim úr landi en til langframa sparar það stórfé. Eins verður minni peningur eyddur í stríðsrekstur, t.d. Úkraínu og stór hluti bandarísks herafla fluttur til innan Evrópu eða frá álfunni. Tekið verður til í Pentagon en það apparat er peningahít mikil.
Er efnahagssamdráttur framundan í Bandaríkjunum? Ólíklegt en ársfjórðungs samdráttur gæti orðið og gæti staðið fram eftir árinu. Áhrif stjórnar Bidens gæta enn og það tekur tíma að rétta skútuna af.
Bloggar | 11.3.2025 | 11:20 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020