Bloggar | 28.2.2025 | 19:18 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr leikmaður kom inn á leiksviðið í varnarmálum í vikunni, Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Tillögur hans falla undir hugmyndir raunsæis í ljósi heimsmála. Í raun hafa Íslendingar glímt við þessa spurningu í aldir, hvort það eigi að stofna her á Íslandi eða síðan 1785. Allir forvígismenn íslensku þjóðarinnar síðastliðnar aldir hafa sagt álit sitt og tekið afstöðu og allir verið á því að hér eigi að vera landvarnir, þar til Bjarni Benediktsson skar út um það við inngöngu í NATÓ að hér ætti ekki að vera íslenskur her með þeim rökum að Íslendingar væru of fámennir og fátækir til að reka slíka stofnun en þessi rök eiga ekki við í dag.
Bjarni Már Magnússon segir eftirfarandi: Við getum ekki verið herlaust ríki lengur. Skoða ætti að taka upp herskyldu, stofna varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu.
Ekkert af þessu eru nýjar hugmyndir bara það að prófessor við Bifröst er að koma með þessar hugmyndir. Baldur Þórhallsson hefur dansað í kringum þessa hugmynd en ekki ótvírætt tekið skýra afstöðu. Bloggritari hefur tekið skýra afstöðu og lagt til að hér verði a.m.k. stofnað þjóðvarðlið/heimavarnarlið/varnarlið eða hvað menn vilja kalla slíkan liðssöfnuð.
En Bjarni kemur með athyglisverðan punkt sem fór framhjá þátttastjórnanda Kastljós, en Bjarni mætti Stefáni Pálssyni, talsmann herstöðvaandstæðinga í umræðu í vikunni.
Hann er sá að framlög til varnarmála Íslands fari stigvaxandi, ári til árs, og stöðugt sé að hlaða hernaðar hlutverkefnum á borgaralegar stofnanir eins og Landhelgisgæslu Íslands sem er í raun löggæslustofnun eða ríkislögreglustjóra og á ráðuneyti - utanríkisráðuneyti sem er ekki varnarmálaráðuneyti.
Þetta hefur bloggritari margsinnis bent á að verksvið varnamálaflokksins er dreift á þrjá aðila sem enginn á í raun sinna sem stofnanir og ráðuneyti. Þetta er bagalegt því að lögin um varnarmál - varnarmálalög, eru í óreiðu og óvissu. Ekki gengur að hlaða hernaðar verkefni á borgaralegar stofnanir eins og Bjarni segir líka. Það getur valdið lagalega óvissu á ófriðartímum. Til dæmis hvað eru lögleg skotmörk?
Því miður var Kastljós þátturinn endaslepptur og ómálefnalegur enda andstæðingur Bjarna, Stefán Pálsson sem kom ekki með nein rök, önnur en af því bara. Eða kom með fullyrðingar út í bláinn. Stefán er á móti íslenskum her, á móti Bandaríkjaher til varnar Íslands, á móti NATÓ en segir aldrei hvað eigi að koma í staðinn.
Ef rök hans eru eins og hjá Ólínu Kjerúlfs Þorvarðardóttur að "...vopn Íslendinga liggja ekki í hervaldi", þá er hann ansi veruleikafirrtur. Svona fólk, sem segir að við eigum að treysta á guð og lukku, allir séu góðir í þessum heimi, ekkert gerist á Íslandi og stórþjóðir virði hlutleysi smáþjóð, er ekki í jarðsambandi. Hvernig er hægt að rökræða við svona fólk eða hreinlega taka það með inn í umræðuna?
"Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Segir Ísland verða að taka meiri ábyrgð á eigin öryggi
Bjarni bendir á, ef við viljum ekki vera í hernaðarbandalagi og viljum taka upp hlutleysisstefnuna á ný, þá þýði hlutleysi ekki endilega vopnleysi eða varnarleysi. Þær þjóðir sem kosið hafa að stunda hlutleysisstefnu, hafa einmitt verið vígvæddar upp í rjáfur og haft afar öfluga heri. Nærtækustu dæmin eru Svíþjóð, Sviss og Finnland, þótt tvær af þeim eru núna komnar í NATÓ.
Thomas Sowell sagði eitt sinn: "Þú getur hunsað raunveruleikann, en þú getur ekki hunsað afleiðingar þess að hunsa þann veruleika."
Hlekkir:
Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Vopn Íslendinga liggi ekki í hervaldi
Bloggar | 27.2.2025 | 14:24 (breytt 28.2.2025 kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki annað að sjá en að með að taka skýra afstöðu með Evrópuþjóðum í Úkraínu stríðinu, sé Ísland að taka skrefið með Evrópu gegn Bandaríkjunum. Er ekki að segja að það sé rangt, enda Ísland Evrópuríki. Spurningin er hins vegar, hvar liggja hagsmunirnir? Með Bandaríkjunum eða Evrópu (ESB)?
Hernaðarlegir/öryggishagsmunir liggja með Bandaríkjunum, en með Evrópu efnahagslega. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, stunda Íslendingar meiri viðskipti við Evrópu en Bandaríkin. Hagstofa Íslands segir að fyrir árið 2020 námu útflutningstekjur til ríkja Evrópusambandsins um 162,5 milljörðum króna, en til Bandaríkjanna um 76,7 milljörðum króna. Þetta þýðir að útflutningur til ESB-ríkja var rúmlega tvöfalt meiri en til Bandaríkjanna.
En öryggishagsmunir Íslands liggja með Bandaríkjunum. Án verndar Bandaríkjanna eru Íslendingar illa staddir, öruggislega séð. Hvaða Evrópuþjóð væri tilbúin að senda hingað herlið til lands til að verja landið? Við erum ekki með tvíhliða varnarsamning við annað ríki en Bandaríkin.
En skiptir efnahagslegs samskipti hér meginmáli? Viðskipti Íslands við Evrópu eru yfirgnæfandi í umfangi vegna nálægðar, samgönguleiða og EES-samningsins, sem einfaldar viðskipti. Hins vegar hafa viðskipti við aðrar heimsálfur vaxið, sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Ísland stendur frammi fyrir áskorunum í viðskiptum utan Evrópu, þar sem samgöngur eru flóknari og tollar geta verið hærri. Þrátt fyrir það hefur alþjóðavæðing og aukinn áhugi á íslenskum afurðum stuðlað að fjölbreyttari markaðsaðgangi.
Hér er því jafnvægis leikur að ræða. Vegna þess að hagsmunir Íslands liggja bæði vestan hafs og austan, ættu Íslendingar ekki að taka skýra afstöðu með öðrum hvorum aðila. Sem örríki sem þarf það að eiga góð samskipti við öll ríki, er stundum best að segja sem minnst og gera enn minna. Þarna getur Ísland tekið sér Sviss til fyrirmyndar. Þeim hefur tekist að verja sjálfstæði sitt og viðskiptahagsmuni sem og hernaðarhagsmuni í gegnum aldir. Allar ákvarðanir í utanríkismálum verða að vera byggðar á hagsmunum Íslands.
Bloggar | 27.2.2025 | 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni var gamall köttur sem bjó í hlöðu bónda nokkurs. Þar voru líka margar mýs. Hafði kötturinn verið settur þangað einmitt til að útrýma músunum.
Og kötturinn var duglegur og drap eins margar mýs og hann gat. Brátt leit út fyrir að hann myndi ná að drepa allar mýsnar í hlöðunni.
Þá ákváðu mýsnar sem eftir voru að halda fund til að ræða hvað þær gætu gert til að bæta ástandið.
"Mér dettur ráð í hug, sagði gömul grá mús sem álitin var vitrust allra. Þið skuluð hengja bjöllu um hálsinn á kettinum. Þannig munuð þið alltaf heyra í honum þegar hann nálgast."
"Gott! Gott! sögðu allar mýsnar í kór. Þetta er þjóðráð." Og ein þeirra hljóp undir eins af stað að sækja bjöllu.
"Jæja," sagði gamla gráa músin þá, "hver ykkar ætlar að hengja bjölluna um háls kattarins?"
"Ekki ég! Ekki ég!" sögðu þær allar í kór. Og þar með var málið dautt.
Segir sagan að stuttu eftir þetta hafi kettinum tekist að hreinsa
hlöðuna af músum. (heimild: Skólavefurinn með endursögn á dæmisögu Esóps)
Þessi dæmisaga er í dag kynnt fyrir börn sem dæmi um ábyrgð en á sínum tíma fyrir alla þá sem þurfa að sýna ábyrgð og hugrekki í verki.
Þetta á sérstaklega um stjórnmálamenn okkar í vestrænum ríkjum. Ætla mætti að þetta fólk, sem hefur hæfileika til að komast til valda, og það er ekki létt í harðri samkeppni, hafi leiðtogahæfileika og hugrekki til að fást við hættur og vera tilbúin(n) að fórna sér (pólitíska feril) í þágu málstaðs eða hugsjónar.
Það er bara ekki svo með meirihluta stjórnmálamanna, þeir hafa ekki leiðtogahæfileika eða hugrekki til að segja: "Þið hafið rangt fyrir ykkur, það verður að breyta um kúrs".
Kannski eru eiginleikarnir sem koma þessu fólki til valda, það sem veldur því að það getur ekki tekið af skarið. Bakherbergja makk, myndun bandalaga, svik og hnífasett í bakið, er kannski ekki gott veganesti. Sjá má þetta í þáttaröðunni "Survival", þar sem fólk er sett í hóp út í nátttúruna og látið bjarga sér í einn mánuð. Í stað þess að fólk er látið reyna að bjarga sér í náttúrunni, fjalla þættirnir einmitt um ofangreinda þætti, neikvæða hliðar mannsins og hvernig megi komast af á kostnað annarra.
Slíkur hópur er í Evrópu. Heil stétt stjórnmálamanna sem er með svipaðan bakgrunn, eru sósíaldemókratar, mjög frjálslyndir og "fullir af ást" til allra þeirra sem minna mega sín. En þeir gleyma að frelsið fylgir ábyrgð. Ótakmarkað frelsi einstaklingsins getur verið helsi fyrir aðra. Réttindi fylgja skyldur.
Þessi stjórnmálamenn í Evrópu sem eru "fullir af ást til mannréttinda" og bjarga eigi heiminum, hvort sem það er örbyrgð, pólitískar ofsóknir eða sjálft loftslagið, og fylgja mannréttinda sátttmálum S.þ. út í hörgar, hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar fólksins, í þorpunum, bæjunum, borgunum og sveitum. Það er aldrei spurt hvort að samfélagsbreytingarnar miklu, ofur frjálslyndið og breyting á gildum, menningu og trú sé fólki þóknanlegt.
Menning Evrópu, og einmitt frelsið og mannréttindin, er í hættu vegna þess stjórnmálamenn hugsa aldrei lengra en tvö þrjú ár fram í tímann. Frelsið og mannréttindi eru nefnilega fágæt fyrirbrigði, jafnvel í nútímanum og Evrópa hefur verið vitinn fyrir allt frelsisþenkandi fólk um allan heim.
Fólk frá svo kallaða þriðja heimi hefur því sótt hart í að komast í frelsið, velferðina en ekki endilega að beygja sig undir mannréttindin sem eru í vestrænum ríkjum. Það lætur ekki af menningu sinni og flytur með sér helsið. Úr þessu verða menninga árekstrar og sjá má í kosningum víða um Evrópu, nú síðast í Þýskalandi. Fulltrúar hverja eru þessir stjórnmálamenn?
Þessi stórkostlega samfélagsbreyting í Evrópu hefur aðeins verið möguleg vegna ESB. Marghöfða þursinn í Brussel, beitir þeim sem ekki hlýða útskúfun og refsingum í anda ný-marxíska hugmyndafræði sósíaldemókrata sem öllu stjórna.
Og hver er utanríkisstefna þursans? Hún er jafn ruglingsleg og höfuðin eru mörg á þursinum. Enginn getur tekið af skarið, því að þetta er apparat sem gengur af sjálfu sér undir umsjón ókjörna búrókrata sem eru harðir verndarar kerfisins.
Sjá má þetta í hópæsingi evróskra stjórnmálamanna sem nú flykkjast til Kænugarðs, til hvers? Jú, til að hvetja til áframhaldandi stríðs, drápa og eyðileggingu! Hvað með friðinn og verndun mannslífa sem stjórnmálaelítan japplar á í fínu ræðum sínum? Í þessum múgsefjun og -æsingi, taka íslenskir ráðamenn þátt í og heita milljörðum í áframhaldandi stríð. Þetta eru fulltrúar herlausar þjóðar (og friðelskandi Íslendinga)!
Og af því að þetta er múgur, hópur hræddra músa, þorir enginn að taka af skarið og setja bjölluna á köttinn. Hann hefur því farið sínu fram í 3 ár án mótspyrnu. En nú er breyting, annar köttur er kominn í hlöðuna og ætlar að stöðva fjöldadrápin því þetta er yfirráða svæði hans. Þá verða mýsnar reiðar og hópast út í horn til að sýna samstöðu með spilltu músinni. En ein mýslan, frönsk að uppruna, þorir að gera eitthvað og ætlar að koma bjöllu á nýju kisuna og ferðast vestur um haf. Gangi henni vel!
Glöggt er gestauga eins og sjá má af ummælum J.D Vance: J.D. Vance skammar Evrópuríki fyrir skort á lýðræði og málfrelsi
Bloggar | 26.2.2025 | 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verðandi kanslari Þýskalands er stóryrtur í yfirlýsingum gegn Bandaríkjamönnum (sjá blaðagreinina "Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland"). En því miður stendur orðræðan ekki undir gelti kjölturakkans. Þýskaland er brauðrisi á sviði varnarmála. Núna getur Þýskaland ekki varið sig að fullu eitt og sér gegn stórri hernaðarógn. Nokkrir þættir stuðla að þessu en helstur er skortur á viðbúnaði og mannafla. Í Bundeswehr eru um 179.000 virkir hermenn langt undir því sem þyrfti til stórfelldra landvarna.
Annar veikleiti er að bardagaviðbúnaður hersins er aðeins um 50%, sem þýðir að helmingur búnaðar hans og eininga er ekki nothæfur. Nýlegar tilraunir til að auka herskyldu og stækka sveitir miða að því að bæta úr þessu, en það mun taka mörg ár.
Þriðji veikleikinn er búnaðar- og birgðamál. Mörg vopn og farartæki voru send til Úkraínu og dró það úr birgðum þýska hersins Fregnir herma að það myndi taka marga mánuði fyrir Þýskaland að endurnýja skotfæri sem þarf til að herja á háu hernaðarstigi. Lykilbúnaður, eins og þungir skriðdrekar og loftvarnarkerfi, er takmarkaður í fjölda.
Af því að Þjóðverjar hafa, líkt og Íslendingar, úthýst vörnum sínum í hendur Bandaríkjamanna og NATÓ, er staða þeirra slæm. Þeir eru mjög háðir NATO og bandamanna sinna þar. Varnarstefna Þýskalands byggir að miklu leyti á NATO, sem þýðir að það ætlast til þess að bandarískar, breskar og aðrar evrópskar hersveitir hjálpi til ef til árásar kemur.
Þrátt fyrir loforð um að bæta við tvær bardagadeildir NATO fyrir 2025 og 2027 virðast þessi markmið sífellt óraunhæfari vegna tafa á nútímavæðingu.
En nú ælta Þjóðverjar að endurreisa herstyrk sinn (hafa sagt það í mörg ár) en vegna arfavitlausa stefnu í efnhagsmálum, hafa þeir ekki haft efni á því hingað til. Þýskaland hefur heitið því að auka útgjöld til varnarmála í 3% af landsframleiðslu til að bæta her sinn. Erfitt er að sjá að það takist.
Miklar skipulagsbreytingar voru kynntar árið 2024, en full framkvæmd mun taka tíma. Áætlanir um að taka upp herskyldu að nýju gætu hjálpað til við að stækka herinn, en slík breyting er pólitískt viðkvæm.
Niðurstaðan er einföld. Ef stórveldi ráðist á Þýskaland í dag myndi það berjast við það eitt að verjast án stuðnings NATO og tapa. Hins vegar, ef núverandi umbætur og útgjaldaaukningar halda áfram, gæti Bundeswehr bætt getu sína verulega á næstu árum.
Bloggar | 25.2.2025 | 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjasta nýtt er tilkynning Zelenskí um að hann sé tilbúinn að segja af sér embætti (hann er umboðslaus núna) ef það verði til þess að friður komist á Úkraínu og landið fái inngöngu í NATÓ.
Annað hvort er maðurinn arfa vitlaus eða hann sér eitthvað sem við hin sjáum ekki. Afsögn hans skiptir engu máli um hvort landið fari í NATÓ eða ekki. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Rússar sem eru á móti inngöngu landsins í bandalagið, heldur líka svo kallaðir bandamenn þeirra, Þjóðverjar og fleiri Evrópuþjóðir. Friður með inngöngu í NATÓ er hreinlega ekki á borðinu en ESB er það hins vegar og hefur Pútín sjálfur sagst ekki vera á móti slíkri þátttöku. Zelenskí veit sem er, dagar hans eru taldir í embætti forseta.
Svo er það Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, sem er ekki heldur jarðtengdur. Hans fyrsta verk eftir að flokkur hans fékk minna fylgi en skoðana kannanir sögðu til um, var að hringja í Lars Klingbeil, einn hæstráðenda Jafnaðarmannaflokksins, í gærkvöldi. Kjósendur höfnuðu flokknum ótvírætt. Í könnun, sem beint var að fyrrverandi kjósendum Jafnaðarmannaflokksins, reyndist innflytjendastefna helsta ástæða þess að fólk yfirgaf flokkinn. Jafnaðarmenn hlutu sína verstu kosningu í 150 ára sögu flokksins. Olaf Scholz, formaður flokksins, getur ekki verið dauflegri "leiðtogi" en mögulegt er. Algjörlega sneiddur leiðtogahæfileikum. Maðurinn sem var bara þarna verða eftirmæli hans og maðurinn sem keyrði flokkinn niður í svaðið.
RÚV (já, bloggritari kíkir stundum á vefmiðillinn en aldrei á sjónvarpsfréttir) segir svo frá: "Í skoðanakönnun í síðasta mánuði sögðust 83% Þjóðverja hafa áhyggjur af stöðu innflytjendamála og 67% vildu varanlegt landamæraeftirlit, jafnvel þótt slíkt gangi þvert gegn samþykktum Schengen-samstarfsins."
Skilaboð kjósenda eru skýr en samt eiga fallistarnir að komast í ríkisstjórn áfram. Stundum endurspeglar lýðræðið ekki hug kjósenda.
En aftur að Merz. En hvað hefur blessaður maðurinn fyrst að segja? Jú, hann "veður" í Trump. Mbl.is segir frá í blaðagreininni Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland: "Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, beið ekki eftir lokatölum þingkosninganna þar í landi um helgina með að tilkynna nýja tíma í Evrópu.
Lýsti Merz því yfir í gærkvöldi að stjórnvöldum í Bandaríkjunum væri hjartanlega sama um örlög Evrópu. Kvaðst hann fullur efasemda um framtíð Atlantshafsbandalagsins NATO og krafðist þess að Evrópuríki gerðu skurk í varnarmálum álfunnar. Tafarlaust."
Það er tími til kominn að brauðrisinn Þýskaland vakni af þyrnirósasvefninum og horfist í augun við veruleikann. Hann er einfaldur. Þjóðverjar hafa verið hersetnir af Bandaríkjunum síðan 1945 (Bandaríkjamenn velkomnir þó) og í litlu mæli af Bretum (1230 manns í júlí 2024). Þýskaland hefur orðið efnahagsveldi í skjóli Bandaríkjanna, m.a. vegna þess að þeir síðarnefndu komu í veg fyrir hersetu Sovétríkjanna og vernduðu landið allar götur síðan 1945 og Þjóðverjar hafa sloppið við að hervæðast og eyða fé í varnarmál. Bundeswehr - þýski herinn er illa staddur (sjá næstu grein) og getur ekki varið landið.
Já, það er kominn tími til að Þjóðverjar hysji upp um sig buxurnar og fari að haga sér eins og stórveldi (sem það er efnahagslega). Því miður virðast Þjóðverjar ætla að halda áfram með "grænu byltinguna" sem er ekki efnahagsleg hagkvæm og samkeppnishæfni landsins heldur áfram að vera í lágmarki. Hvernig ætla þeir að keppa við olíu- og gas risann í Bandaríkjunum eða kolaverksmiðjurnar í Kína (ein opnar vikulega)?
Líkti Metz Bandaríkjum Donalds Trumps við Rússland þau væru orðin ámóta öryggisógn gagnvart Evrópu. Evrópa væri nú milli steins og sleggju þar sem Bandaríkin og Rússland væru og því væri skjótra ákvarðana þörf. Og hann minnist á Evrópuher.
Stóra myndin er þessi: Bandaríkin líta ekki lengur á Evrópu sem forgangs mál í varnarstefnu sinni. Bandaríkjaher á að geta háð næsta stríð í Asíu sem þeir veðja á að verði. Bandaríkjamenn líta á Evrópumenn sem efnahagslega keppinauta sem þeir eru.
En gangi Evrópumönnum vel að reyna að verja Úkraínu án Bandaríkjanna. Ef þeir ætla að reyna það, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður getur órað fyrir. Þeir hafa haft 3 ár til að koma á friði í Úkraínu en hafa ekki einu sinni reynt að tala við deiluaðila. Forystulið Evrópu er ekki hæfara en þetta. Svo er hnýst í þann sem ætlar að koma á frið.
Bloggar | 24.2.2025 | 10:34 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Elon Musk segir að milljónir látina manna séu á skrá velferðakerfisins en spurningin er, hvort þetta fólk er að fá bætur? Kíkjum á USA Today sem er ekki vilhalt Trump stjórninni. USA Today
Eru milljónir í gagnagrunni almannatrygginga (SSA) á aldrinum 100-159 ára?
Já, en SSA veit að margir eru taldir látnir og nærri því enginn þeirra fær greiðslur. SSA notar dánarskýrslur frá ýmsum aðilum til að gefa til kynna hvenær einstaklingur með almannatryggingarnúmer hefur látist og bætir upplýsingum við "dauðastjóraskrá", samkvæmt 2023 skýrslunni. Útgáfur af dánarskránni eru einnig gefnar til alríkisbótastofnana og fjármálastofnana til að koma í veg fyrir og koma auga á svik.
Í endurskoðuninni árið 2023 kom í ljós að 18,9 milljónir manna fæddar 1920 eða fyrr höfðu ekki verið tilkynntar látnar né hent yfir í dánarskrána. Það nam um 3,6% af öllum einstökum almannatrygginganúmerum sem nokkurn tíma hafa verið framleidd.
"Við teljum líklegt að SSA hafi ekki tekið við eða skráð flestar dánarupplýsingar 18,9 milljóna einstaklinga, fyrst og fremst vegna þess að einstaklingarnir dóu fyrir áratugum - áður en rafræn dauðsföll voru notuð," segir í skýrslunni.
Hins vegar, "næstum enginn" af 18,9 milljónum kennitöluhafa fæddum 1920 eða fyrr var að fá SSA greiðslur, sagði í skýrslunni 2023, þar sem tekið var fram að um 44.000 væru enn að fá greiðslur þegar endurskoðunin var gerð.
Bókun almannatrygginga stöðvar greiðslu við 115 ára aldur
Skortur stofnunarinnar á sjálfvirku ferli til að bæta upplýsingum fólks við dánarskrána þegar það hefur farið yfir hæfilegan lífslíkur var einnig tilkynnt í almennri skýrslu eftirlitsmanns árið 2015. Frá og með september 2015 byrjaði SSA að gera sjálfvirkan uppsagnarbætur þegar fólk náði 115 ára aldri.
Elon Musk hefur bæði rétt fyrir sér og rangt. Jú, milljónir manna 100+ ára eru í gagnagrunninum og ekki skráðir látnir, líklega vegna þess að þetta fólk var ekki skráð rafrænt í gagnagrunninn þegar tölvuvæðingin varð. Góðu fréttirnar fyrir bandaríska skattgreiðendur eru að fáir af þessum einstaklingum eru að fá greiðslur sem eru látnir. En eflaust eru svikadæmi í gangi, það er í öllum kerfum, líka hér á Íslandi. Bloggritari hefur því ekki hugmyndir hversu margir eru að fá bætur látnir, ekki frekar en aðrir sem eru að reyna að finna út réttar tölur.
En það er meira spennandi hvað lið Musks fann í USAID sem er greinilega gerspillt stofnun og er búin að vera sem slík. Þvílík peningasóun og spilling.
Nú eiga allir opinberir starfsmenn alríkisstjórnarinnar að gefa skýrslu um störf sín. Musk sagði í gær að starfsmenn muni fá tölvupóst sem gefur þeim tækifæri til að útskýra hversu afkastamikill þeir voru vikuna á undan. Ef starfsmaður bregst ekki við tölvupóstinum sagði Musk að stjórnvöld myndu túlka það sem afsögn. Musk sagði að skýrslan ætti að taka innan við fimm mínútur fyrir starfsmenn að skrifa. Frestur til að svara tölvupóstinum er til klukkan 23:59 mánudag.
Pentagon er næst á dagskrá en varnarútgjöld eru fyrirferða mikil í ríkisfjárlögum.
Athyglisvert er að starfandi forstjóri ICE hefur verið rekinn. Ekki nógu margir ólöglegir innflytjendur eru handteknir og reknir úr landi. Nú er ChatGPT spurð um fjölda þeirra. Svarið er eftirfarandi:
"Frá og með febrúar 2025 eru áætlanir um fjölda ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum mismunandi. Í júlí 2023 tilkynnti Center for Migration Studies um það bil 11,7 milljónir óskráðra einstaklinga sem búa í landinu (heimild: Columbia Mailman School of Public Health),
Á sama hátt áætlaði Pew Research Center 11,0 milljónir óviðkomandi innflytjenda árið 2022 (heimild;: Pew rannsóknarmiðstöð). Þessar tölur benda til stöðugleika í íbúafjölda eftir að hámarkið var 12,2 milljónir árið 2007.
Hins vegar benda sumar rannsóknir til hærri tölur. Greining frá 2018 vísindamanna við Yale háskóla gaf til kynna að raunverulegur fjöldi óskráðra innflytjenda gæti verið yfir 22 milljónir, þó að þetta mat hafi verið umdeilt og ekki almennt viðurkennt (heimild: Yale insights).
Það er mikilvægt að hafa í huga að það er krefjandi að ákvarða nákvæmlega fjölda óviðkomandi innflytjenda vegna þátta eins og tregðu einstaklinga til að taka þátt í könnunum og takmarkana á gagnasöfnunaraðferðum. Þess vegna, þó að áætlanir gefi almenna tilfinningu fyrir stofnstærðinni, er ekki víst að þau ná heildarmyndinni.
Að auki geta nýlegar stefnubreytingar og framfylgdaraðgerðir, eins og þær sem ríkisstjórn Donald Trump forseta hefur hrint í framkvæmd, haft áhrif á þessar tölur. Til dæmis gætu áætlanir um fjöldaútflutning sem miða að milljónum innflytjenda sem búa ólöglega í Bandaríkjunum haft veruleg áhrif á stærð óviðkomandi innflytjenda (heimild: Reuters)
Í stuttu máli, þó að áætlanir um óviðkomandi innflytjendur í Bandaríkjunum séu venjulega á bilinu 11 til 12 milljónir, er nákvæm tala enn óviss og er háð breytingum á grundvelli stefnuákvarðana og framkvæmdarvenja." Hér endar ChatGPT.
Hvað um það, 12 milljónir eða 22 milljónir, þá er handtöku tölur ICE upp á 1000 manns á dag, dropi í hafi. Það er reyndar ekki liðinn nema einn mánuður síðan Trump tók við völdum og stjórn hans er enn ekki búin að fá fjárveitingu til að reka milljónir manna úr landi árlega. Það verður sennilega innifaldið í stóra fjárlaga pakkanum sem líklega verður tilbúinn í mars.
Bloggar | 23.2.2025 | 12:22 (breytt kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, lofaði hann góðu. Formaðurinn virkaði skelleggur og harður í andstöðunni. Hann (hún) var þó ekki eins öflug og tveir þingmenn Miðflokksins en það heyrðist reglulega í flokknum.
Áður en til kosninga kom, lét hún í það skína að nú verði flokkurinn að komast til valda til að láta flokkinn komast að stjórn landsins og hafi áhrif. Nú sé tækifæri með skoðanakannanirnar þeim í vil. Það gekk eftir. Fyrir bloggritara var þetta augljós merki um að nú verði farið í ríkisstjórn, sama hvað.
Sá grunur reyndist sannur, því flokkurinn snéri við stefnumál sína 180 gráður og var fljótur að afneita margan heilagan kaleik, eins og orkupakka, borgarlínu, bókun 35 og margt fleira, s.s. 450 þúsund krónur lágmarks framfærslueyrir.
Flokkurinn gaf sig út fyrir að vera borgaraflokkur og vera óhefðbundinn flokkur sem berðist fyrir minni máttar í þjóðfélaginu. Ansi mörg atkvæði fékk flokkurinn út á þessa stefnu.
Fylgi byggist á trausti kjósenda. Nú vita þeir, sem er, eins og með Framsóknarflokkinn í Reykjavík, að vont er að svíkja loforð og að sumt gleyma kjósendur ekki.
Það að binda túss sitt við vinstri flokka í Reykjavík (þegar kjósendur kusu Framsókn til breytinga) og við vinstri flokkanna í landsmálum, kann illu að stýra. Þökk sé Flokki fólksins, stjórna vinstri flokkar bæði Reykjavík og landinu. Þetta sjá margir kjósendur, ekki allir, og blokkritari spáir að Framsókn þurrkist út í Reykjavík og helmingur af fylgi Flokk fólksins fari af flokknum. Ef fátækir og öryrkjar sita áfram út í kuldanum (eins og fyrirséð er), þá er hætt við að fylgishrunið verði enn meira.
Nú vita kjósendur, að Flokkur fólksins er vinstri flokkur og hvers vegna að kjósa þennan flokk næst, þegar úrvalið er mikið á vinstri vængnum?
Bloggar | 22.2.2025 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað háttsettum herforingjum að skera niður 8% af fjárlögum ráðuneytisins fyrir hvert af næstu fimm árum, að því er The Washington Post greindi frá á miðvikudag.
Fjárhagsáætlun Pentagon fyrir árið 2025 er um það bil 850 milljarðar dollara og almenn skoðun á Capitol Hill er að sögn að gríðarleg útgjöld þurfi til að verjast ógnum Kínverja og Rússa.
Það að niðurskurður sé í gangi, þarf ekki endilega að bardagahæfni Bandaríkjahers minnki. Ef peningar sem Pentagon fær eru betur notaðir, þá gæti jafnvel verið um innspýtingu að ræða. Ekki hefur verið hægt að staðfesta bókhald Pentagons í áratug og enginn veit hvað orðið hafi um tugir og hundruð milljarða Bandaríkjadollara. Menn bíða spenntir eftir hvað D.O.G.E. afhjúpar varðandi varnarútgjöld.
En í hvað fer fjármagnið? Sjá má áherslur Bandaríkjastjórnar með að skoða hvert féð fer. Þó að áframhaldandi fjármögnun "stuðningsstofnunar" til Indó-Kyrrahafsherstjórnar, Norðurherstjórnar og Geimsherstjórnar sé lýst í minnisblaði Hegseth, er evrópska herstjórnin áberandi fjarverandi á listanum, sem hefur gegnt lykilhlutverki við að innleiða stefnu Bandaríkjanna í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu.
Einnig vantar á listann Miðherstjórn (e. Central Command), sem hefur umsjón með aðgerðum í Miðausturlöndum, og Afríkuherstjórn (e. Africa Command), sem stýrir nokkur þúsund hermönnum um alla álfuna.
Skilaboðin eru skýr frá stjórn Trumps. Evrópumenn, hysjið upp um ykkur buxurnar, þið hafið lifað á okkur í áratugi og nú er því lokið. Eyðið meira í varnarmál og með það erum við farnir að mestu úr Evrópu. Þýskaland, sem hefur ekki sinnt eigin varnir síðan 1945 af viti, þarf að sætta sig við að setulið Bandaríkjanna hverfi úr landinu. Í landinu eru 35 þúsund bandarískir hermenn. Trump er enginn vinur Evrópu (Hegseth húðskammaði evrópska ráðamenn um dögunum og menn sátu í áfalli yfir ásökunum Bandaríkjamanna).
Þetta kann að skýra algjört virðingaleysi gagnvart bandamönnum í NATÓ og ráðamenn Evrópu komi ekki að samningsborði friðarviðræðna um Úkraínu. Álit þeirra skiptir ekki máli og áherslan er á Asíu.
Menn einblína of mikið á rausið í Trump um hver beri ábyrgð á upphaf Úkraínu stríðsins. Það er aukaatriði og sagan sjálf, ekki Trump eða aðrir stjórnmálamenn, mun skera úr það mál. Og hver verður árangur friðarviðræðnanna? Það er það sem skiptir máli. Raunveruleiki á jörðu niðri skiptir máli, ekki orðræða og orðaskak.
En hvað eru margir bandarískir hermenn í Evrópu? Ekki eru til nýlegart tölur. Á meðan kalda stríðinu stóð, náði viðvera bandaríska hersins í Evrópu hámarki með yfir 450.000 hermönnum sem störfuðu á meira en 1.200 stöðum. worldbeyondwar.org
Eftir lok kalda stríðsins fækkaði bandarískum hermönnum í Evrópu verulega. Samkvæmt frétt frá febrúar 2022 voru um 75.000 til 80.000 bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.
Þessi viðvera er dreifð yfir nokkur Evrópulönd, þar sem stærstu herstöðvarnar eru meðal annars í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi.
Þetta kann að vera skynsamlegt fyrir Bandaríkjamenn í stöðunni eins og hún er í dag, en afar óskynsamleg ef horft er til framtíðar. Evrópa er stuðpúði varna úr austri fyrir Bandaríkjamenn og mikilvægur áfangastaður herliðs sem fer til Miðausturlanda, Afríku og Asíu. Þetta mun gefa hugmyndum um Evrópuher byr undir báða vængi og menn neyðast til að axla ábyrgð á eigin vörnum án stuðnings Bandaríkjahers. Ísland mun einangrast frá Evrópu, hernaðarlega séð, enda flokkast landið undir varnir Vesturheims og Bandaríkjaher vill vera hér áfram.
Spurningin í náinni framtíð er, hvort vilja Íslendingar vera undir verndarvæng Bandaríkjanna eða Evrópu? Hvort er hæfari til að verja Ísland? Svari hver fyrir sig. Við vitum hvað núverandi ríkisstjórn segir en vill Þorgerður Katrín utanríkisráðherra styggja Bandaríkjamenn?
Að lokum, bloggritari hóf að skrifa hér á blogginu fyrir fjórum árum. Allar götur síðan, er hann fjallar um varnarmál, hefur hann varað við að treysta á einn eða neinn um eigin varnir. Hið ótrúlega getur gerst og er nú að gerast. Á ögurstundu getur orðið svo að Bandaríkjaher geti ekki varið landið (sbr. 2006) eða ef við treystum á Evrópuher, að þeir komi yfir höfuð okkur til varnar, enda varnir meginlands Evrópu mikilvægari. Það væri helst að Bretinn komi aftur og rifji upp úr sögubókum að einu sinn hafi "Britain rules the waves" hér á Atlantshafi.
Bloggar | 20.2.2025 | 08:34 (breytt kl. 13:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Erik Dean Prince (fæddur júní 6, 1969) er bandarískur kaupsýslumaður, fjárfestir, rithöfundur og fyrrverandi SEAL yfirmaður bandaríska sjóhersins og stofnandi einkahernaðarfyrirtækisins Blackwater. Hann starfaði sem forstjóri Blackwater til 2009 og sem stjórnarformaður þar til það var selt til hóps fjárfesta árið 2010.
Óhætt er að segja að hugmyndir Eriks Prince séu ekki hefðbundnar eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi. Þar til dæmis kom hann með hugmyndir hvernig uppræta megi Hamas. Hann kom þremur vikum eftir fjöldamorðin 7. október til Ísraels með víðtæka hugmynd: bora og dæla sjó inn í Gaza-göngin, flæða þau með vatni og þannig neita Hamas um getu til að heyja neðanjarðarhernað. Í því skyni hitti hann háttsetta embættismenn hjá varnarmálastofnun rannsókna og þróunar (DDR&D eða MAFAT), sérsveitardeild Yahalom hersveita bardagaverkfræðideildar IDF og verkfræðinga suðurherstjórnarinnar. IDF, fyrir sitt leyti, byrjaði að reyna að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en hún var á endanum yfirgefin. IDF hermenn, eins og við vitum, sneru aftur í hefðbundnari bardagaaðferðir og fóru sjálfir niður neðanjarðar og sjá má árangurinn af því, sem er ekki ótvíræður sigur og ómældar þjáningar fyrir óbreytta borgara.
En ætlunin er að fjalla um hugmyndir Prince um "standard army" eða staðalher. Það að hugmynd hans um að fylla jarðgöng Hams sem ná um 300 km, var það enn ein sönnun þess að reglulegir herir og skrifræðiskerfi eiga erfitt með að hugsa út fyrir rammann og starfa á skapandi hátt. Það var líka sönnun þess að hann trúði því að Blackwater, einkaherinn sem hann stofnaði sem hefur sinnt sérstökum verkefnum fyrir Pentagon og CIA, hafi verið brautryðjandi og fyrirmynd.
Hann segir að þó að bandaríski herinn sé nú uppbyggður af sjálfboðaliðum og það sé frábært í sjálfu sér, þá séu atvinnuhermennirnir fastir í viðjum her skrifræðis. Bakgrunnur hermannanna sé einsleitur en svo sé ekki hjá þjóðvarðliðunum bandarísku sem starfa tímabundið og hluta úr ári. Í því liði eru menn starfandi sem rafvirkjar í borgaralegu lífi, lögfræðingar o.s.frv. sem taka þekkingu og lausnir inn í herinn. Þannig hafi bandaríski herinn byggst upp í upphafi og með árangri að þeim tókst að reka Breta, heimsveldið sjálft úr Bandaríkjunum.
En svo eru aðrar hugmyndir hans umdeildari. Prince hefur lagt til að skipta um verulegan hluta bandarískra hermanna á átakasvæðum eins og Afganistan út fyrir einkaverktaka. Hann bendir á að minni liðsauki sérsveita, auk verktaka, gæti náð stefnumarkandi markmiðum á skilvirkari hátt og með minni kostnaði. Til dæmis hefur hann haldið því fram að aðferð hans myndi kosta minna en 20% af 48 milljörðum dala sem varið var árlega í Afganistan.
Hins vegar hafa tillögur Prince sætt verulegri gagnrýni. Andstæðingar halda því fram að það að reiða sig á einkaverktaka veki lagalegar, siðferðilegar og ábyrgðar vandamál. Til dæmis, Sean McFate, fyrrverandi herverktaki, heldur því fram að slíkar áætlanir séu "misráðnar og hættulegar" og undirstrikar möguleikann á auknum atvikum líkt og fjöldamorðin á Nisour Square, þar sem starfsmenn Blackwater drápu 17 íraska borgara.
Hvað um það, hugmyndir hans um og samanburður á staðalher og þjóðvarðlið er nokkuð sem Íslendingar mættu hugleiða er þeir loksins taka af skarið og komi sér upp vopnuðu varnarliði. Þær falla algjörlega að hugmyndum bloggritara sem hefur mælt með að stíga skrefið varlega og koma eigi upp varaliði á stærð við undirfylki. Það má kalla það ýmsum nöfnum, það skiptir svo sem litlu máli, bara að þessar sveitir séu tiltækar þegar á reynir. Það gæti verið fyrr en ætla má.
Bloggar | 19.2.2025 | 09:54 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020