Umferðamál eru í ólestri á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í Reykjavík. Þar hefur ástandið versnað ári til árs síðan sósíaldemókratarnir í Samfylkingunni og fylgihnattar flokkum hennar komust til valda.
Það er beinlínis yfirlýst stefna þessara aðila að draga úr notkun einkabílsins og taka upp draumóra Borgarlínu sem kostar hundruð milljarða.
Í DV fjallar ökukennari með 50 ára reynslu eigin reynslu af umferða martröðinni í Reykjavík. Það er ekki gott í nágranna sveitarfélögunum en það er betra þar en samt dansa limirnir eftir höfuðinu í Reykjavík.
Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Þar vísar Guðbrandur ökukennari meðal annars í grein sem samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason birti á sama vettvangi í janúar, en í greininni benti Þórarinn á að umferðartafir hjá okkur séu þær næstmestu á öllum Norðurlöndunum.
Hvers vegna?
1) Jú, engin umferðamannvirki (mislæg gatnamót) hafa verið gerð í Reykjavík í áratugi (fyrst núna er verið að gera eitt slíkt Breiðholt/Vatnsenda) en fjöldann allan af göngu- og hjólreiðabrúm (nýjasta og dýrasta er Fossvogbrúin sem mun kosta að lágmarki 8 milljarða kr.
2) Umferðljós eru ekki snjallvæð og því eru götuvitar í Reykjavík í því að hægja á umferð!
3) Þrenging gatna og yfir tvö þúsund hraðahindranir!
4) Ef þetta þrennt dugar ekki til að taka allan móð úr ökumanninum sem hefur beðið í umferðastíflu í klst. stund, í ferð sem á að taka 15 mínútur, er hann rukkaður upp í rjáfur fyrir að leggja bílskrjóð sinn einhver staðar í miðborg Reykjavíkur og langt inn í Vesturbæ og á bílastæði HÍ (næst á dagskrá).
5) Svo nenna borgaryfirvöld ekki að moka götur né hreina þær nema einu sinni á ári. Svifryk og mengun bætist ofan á allt annað.
Það er eins og menn detti úr sambandi við raunveruleikann um leið og menn gerast borgarfulltrúar og eiga sæti í borgarstjórn. Einar Framsókn hefur sýnt það í verki að hann er fylgihnöttur Dags B. Eggerts en skuggi hans varpar enn skugga á Reykjavík, slík voru áhrif hans og skemmdarverkavilji. Nú höfum við hin á Íslandi fengið hann í landsstjórn. Guð hjálpi Vegagerð ríkisins og samgöngur á Íslandi öllu!
Bloggar | 6.2.2025 | 19:25 (breytt kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump spilar á heimsbyggðina eins og á píanó. Hann ætlar að setja met í aðgerðum á fyrstu 100 dögunum í starfi. Með öðrum orðum ætlar hann að hreinsa skrifborðið af óleystum vandamálum á "blitzkrieg" hraða.
Hann hótar og lofar þar til hann nær sínu fram en hann blekkir líka til að fá ákveðna niðurstöðu. Gaza er 80 ára gamalt vandamál sem Egyptar, Ísraelar og Palestínumenn hafa verið að fást við án árangur.
Með því að hóta að breyta Gaza í Ibisa eða Costa del Sol svæði, án Palestínumanna, er hann að hóta þeim, fólkinu sem kýs yfir sig Hamas, að hætta því. Það er stórfurðulegt þegar haft er í huga að Gaza er rústir einar, að fólk skuli (karlmenn) skuli ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin í þúsunda tali. Af hverju? Jú, hugmyndafræði er svo sterk og hatrið það mikið. Sama átti við um nasistanna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, gömlu nasitarnir hættu aldrei að vera nasistar og voru það til dauðadags. Þrátt fyrir að Þýskaland væri rjúkandi rústir og milljónir manna látnar.
Það tókst að uppræta öfgahyggju í Japan og Þýskalandi með hersetu og nýja innrætingu og búa til lýðræðisríki. Á meðan fólkinu í Gaza er ekki kennt að búa í lýðræði og búa í friði, verður stöðugur ófriður. Minni á að Gaza var undir stjórn Egypta frá 1948-1967 þegar Ísraelar hernámu svæðið í sex daga stríðinu. Ábyrgð þeirra er einnig mikil og í raun alls svæðisins að taka á þessum vanda.
Bloggar | 5.2.2025 | 12:35 (breytt kl. 13:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar gleði víman rann af valkyrjunum og nýr dagur rann upp og farið að skoða nákvæmlega hvað er í pökkunum, kemur í ljós að þriðja hjólið er svo kallaður aumingi. Með sumum bílum fylgir varadekk sem er minna og rétt dugar til að fara á næsta hjólbarða verkstæði og það því kallað í daglegu tali aumingi.
Svo virðist vera með Flokk fólksins að hann er slíkt dekk. Skandalar og erfiðleikarnir sem hafa fylgt flokknum frá upphafi ríkistjórnarstarfsins benda til að hann er ekki ríkisstjórnarhæfur. Innra starf flokksins er í ólestri, sama hvað formaður æpir á að um ofsóknir fjölmiðla sé að ræða og svo eru stefnumálin þannig, að ef á að uppfylla þau, kostar það ríkurleg fjárútlög ríkissjóðs sem er tómur. Hinir tveir flokkarnir boða aðhald (á eftir að sjá Samfylkinguna halda sig frá skatta hnappnum en hún boðar "komugjöld" og "gjöld á ferðamannastaði" sem er ekkert annað en auka skattheimta).
Ef til vill hefði verið viturlegra að taka Miðflokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Miðflokksmenn boðuðu aðhald í ríkisfjármálum. Þar eru miklir reynsluboltar og fólk sem kann að reka ríki.
Voru Viðreisn og Samfylkingin of hrædd við Sigmund Davíð? Hvað var það sem hræddi? Hörð útlendingastefna? Varla er það ástæða til að fara ekki í samstarf, því þessi ríkisstjórn ætlar að bæta við að hægt sé að svipta erlenda glæpamenn vernd ef þeir brjóta af sér. Hins vegar ef þær voru svo "rómantískar" að glepjast af titlinum "valkyrjustjórn" og myndað ríkisstjórn bara þess vegna, er það ansi heimskuleg ákvörðun.
Flokkur fólksins er mjög óvenjulegur flokkur. Það er of snemmt að afgreiða hann sem misheppnaðan. Til þess er hann of óskrifað blað. Hinir flokkarnir eru hins vegar dæmigerðir sósíaldemókrata flokkar. Ekkert óvænt að vænta frá þeim.
Talandi um tilvistarkreppu, þá er ekkert forystuefni sjáanlegt hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að Gunnlaugur Þór gaf ekki kost á sér í formanninn. Ekki er það árangursríkt ef fylgjendur Bjarna Benediktssonar bjóða sig fram, því fylgjendur eru oftast léleg leiðtogaefni og þær með sömu stefnu sem fellti fráfarandi formann.
P.S. Alþingi kemur saman í dag á ný. Hvað hefur allt þetta fólk verið að gera í margra mánaða "jólafríi"?
Bloggar | 4.2.2025 | 08:28 (breytt kl. 09:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er nokkur Íslendingur sem ferðast án vegabréfs erlendis? Stígur upp í flugvél án vegabréfs? Jafnvel til Schengen landa? Svarið er nei.
Schengen samkomulagið hefur bara tvennt sem telst kostur. Náin samvinna lögreglu þessara ríkja, en hún er annars líka góð við önnur Evrópu-ríki utan Schengen, við höfum Evrópu-lögreglu sem heitir Europol. Þannig má strika þennan kost út. En svo er það vegabréfa áritanir. Engar slíkar en eru þær nokkuð upp á borðinu hvort sem er við ríki utan Schengen í Evrópu?
Schengen hentar Evrópuríkjum sem eru á meginlandi Evrópu. Þar eru landamæri bara strik á landakorti. En Schengen hentar ekki eyríki lengst norður í ballarhafi með landamæra hlið sem telja má á annarri hendi. Í Evrópu er gott að geta keyrt viðstöðvalaust milli landa. En ef menn taka eftir því, eru landamærastöðvarnar ennþá uppistandandi. Þau er hægt að manna án fyrirvara og er stundum gert. Einnig er landamæravarsla ennþá í öllum löndum.
Eftirfarandi lönd hafa framlengt innra eftirlit á landamærum sínum til mars-júní 2025: Austurríki, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð. Svo bættust Rúmenía og Búlgaría inn í Schengen svæðið árið 2024 sem telst varla vera framför, því þaðan streyma glæpagengin til Íslands og annarra Evrópuríkja.
Arfaslök landamærastefna ESB hefur bitnað illa á Íslandi. Að vera í Schengen eða ekki, skiptir engu máli fyrir okkur. Svo fremur sem fólk utan Evrópu er komið inn í álfuna, er förin greið. Beint flug er aðeins við Evrópu og Norður-Ameríku og því verða ólöglegir innflytjendur að fara í gegnum önnur lönd í Evrópu. Það er svo auðvelt að stjórna íslensku landamærunum en það er ekki hægt á meðan Íslendingar eru í Schengen samstarfinu.
Svo vilja menn ganga í ESB! Með galopin landamæri og tollastríð við Bandaríkin og helsi í fríverslun. Afhenda íslensku fiskimiðin sem hafa aðeins verið frjáls gagnvart fiskveiðum erlendra fiskveiðiskipa síðan 1976. Sjá menn fyrir sér spænska togara sigla inn í íslenska lögsögu og taka því fagnandi?
Í Schengen geta ólöglegir innflytjendur og glæpamenn ferðast á milli landa án vankvæða. Eru þetta velkomnir gestir? ESB er brauðrisi sem heftir viðskiptalíf Evrópu á margan hátt. Reglugerðafargan, miðstýring ókosina embættismanna í Brussel, orkuskortur, félagslegur óróleiki, hryðjuverkahætta, glæpir og lengi má telja upp ókostina.
Bloggar | 3.2.2025 | 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árás Trumps á djúpríkið síðasta sólarhring:
- Allir alríkissaksóknarar sem annast 6. janúar mál reknir, tölvur læstar og leiddir út af skrifstofum sínum af öryggisvörðum.
- David Sundberg, aðstoðarforstjóri FBI við stjórnvölinn í rannsóknunum á 6. janúar, hefur verið rekinn.
- 20 leiðtogum vettvangsskrifstofa FBI hefur verið fylgt út úr byggingum FBI um landið allt.
- Þeim 51 leyniþjónustumönnum sem dreifðu rangar upplýsingar um fartölvu Hunter Biden og höfðu afskipti af kosningum er nú bannað að fara inn í alríkiseignir.
- Alríkisstarfsmenn þurfa nú að snúa aftur á skrifstofuna, þar sem vanefndir leiða til uppsagnar.
- John Bolton og John Brennan hafa verið bannaðir varanlega frá opinberum byggingum.
- Jarold Harold Rogers hefur verið ákærður fyrir að brjóta bandarísk viðskiptaleyndarmál til Kína.
- Bann við allri notkun trans fornafna í samskiptum stjórnvalda.
- Allar 2 milljónir alríkisstarfsmanna send uppsagnartilboð.
Þessi hreinsun markar upphafið á endalokum spilltu harðstjóranna í Washington.
11 dagar í embætti og búið að tæma mýrina.
Benny Johnson
Bloggar | 2.2.2025 | 16:47 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta varð bloggritara ljóst er hann sá viðtal við Trump í vikunni. Það er nefnilega þannig að Kaninn hefur eina herstöð á Grænlandi. Hún er ekki einu sinni hefðbundin herstöð, heldur hefur geimher Bandaríkjanna hana undir sinni stjórn. Það hefur enginn sagt nei við að Kaninn fái fleiri herstöðvar á Grænlandi, enda nóg pláss, 2 milljónir ferkílómetrar og aðeins 57 þúsund íbúar. Varla að það skapist ástand í landinu við komu fleiri hermanna.
Nú ætlar Trump að koma upp járnhjúp (e. Iron dome) að hætti Ísraela yfir Bandaríkin. Íslenskur blaðamaður sagði með fyrirlitlingu að varnarkerfið væri bara gegn skammdrægar eldflaugar sem er rangt. Ísraelar hafa nefnilega annað kerfi sem er beint gegn langdrægum eldflaugum og heitir kerfið "David sling". Það er hannað til að stöðva óvinaflugvélar, dróna, taktísk flugskeyti, meðal- til langdrægar eldflaugar og stýriflaugar, skotið á sviði frá 40 til 300 km (25 til 190 mílur). En það er önnur saga.
Þá eru eftir tvær aðrar ástæður fyrir ásælni Kanans. Siglinga öryggi þegar pólarsvæðið opnast fyrir skipa umferð. En til þess þarf Kaninn ekki að leggja undir sig Grænland heldur flotadeild eins og eru í Asíu og samninga við lönd sem liggja að heimskautssvæðinu, s.s. Rússland.
Þriðja ástæðan er líklegust. Að komast yfir góðmálma Grænlands og orkulindir sem kunna að leynast þar. Eyðimerkur eins og eru í Sádi Arabíu eða Sahara hafa nefnilega gríðarleg auðævi neðanjarðar og hafa reynst gríðarlegar auðlindir.
Svo á við um Alaska. Edouard de Stoeckl, ráðherra Rússlands í Bandaríkjunum, samdi fyrir hönd Rússa afleiddlega. Þann 30. mars 1867 samþykktu aðilarnir tveir að Bandaríkin myndu greiða Rússum 7,2 milljónir dollara fyrir yfirráðasvæði Alaska. Þetta eru bestu kaup Bandaríkjanna hingað til fyrir utan Louisiana sem Kaninn keypti af Frökkum 1803 og með samningum Flórída af Spáni 1819. Bandaríkin keyptu frá Dönum Jómfrúareyjar (e. Virgin Islands). Árið 1917 keyptu Bandaríkin danska hlutann fyrir 25 milljónir dollara, aðallega af stefnumótandi ástæðum til að tryggja ró í Karíbahafinu.
En dagar landakaupa eru liðnir. Alþjóðakerfið og alþjóðalög voru ekki öflug á þessum tímum og heimurinn ekki enn skipt upp. Nú er búið að skipta öllu upp, öll hafsvæði skilgreind og undir lögsögu ríkja eða eru skilgreind sem alþjóða siglingaleiðir og meira segja Suðurskautsland er uppskipt. Kapphlaupið er komið upp í geiminn og á tunglið.
Danir, Frakkar eða Spánverjar eru ekki lengur óupplýstir kjánar sem láta framvegis frá sér landsvæði. Það ætti Trump að vita. Eina leiðin til að komast yfir Grænland er með hervaldi sem verður aldrei gert.
Bloggar | 1.2.2025 | 11:58 (breytt kl. 18:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020