Það var ljóst fyrir ofangreindan fund að engin niðurstaða myndi fást úr viðræðunum. Það var heldur ekki líklega ætlunin, heldur að reyna að stilla saman strengi.
Evrópuríkin eru í slæmri stöðu, eru búin að missa sjálfkrafa stuðning aðal aðildarríkisins, Bandaríkin. BNA hafa verið eins og banki sem auðvelt hefur verið að ganga í og fá fé án vankvæða. Nú er öldin önnur.
En hver er ástæðan fyrir allri þessari hörku af hálfu Bandaríkjamanna gagnvart bandamönnum sínum? Jú, Bandaríkjamenn vilja færa herafla sinn að mestu frá Evrópu og til Asíu. Þar telja þeir að næsta stórstyrjöld verði og sú barátti verði tvísýn fyrir Bandaríkjaher. En ekki er hægt að skilja Evrópu eftir varnarlausa, hún er jú líka mikilvæg fyrir varnir Bandaríkjanna og því eru Evrópuríkin tuktug til. Þau eiga að eyða meira og taka meiri ábyrgð svo Kaninn geti fært herafla.
NATÓ í Evrópu mun ekki eiga neinn þátt nema sem áhorfendur að friðarviðræðunum milli Bandaríkjanna og Rússlands (og Úkraínu sem hálf þátttakandi). Þau eru eins og peð sem eru færð til án þess að vita að þau eru bara peð í refskák stórveldanna. Trump er að "plata" með hótunum sínum enginn þorir að reyna á platið.
ESB er marghöfða þurs og sem slíkur veit hann aldrei í hvaða átt hann á að fara. Bandaríki Evrópu (ESB) verður aldrei nema lausbundið bandalag aðildaþjóða en ekki stórveldi. Kannski skárri kostur en að álfuríkin bysa hvert í sínu horni áhrifalaus en á meðan Pax Romana fyrirkomulag er ekki við lýði, og með ótvíræðan valdakjarna (eins og Róm var), er ESB að mestu áhorfandi að eigin örlögum. En þaðan halda íslenskir ESB - sinnar að valdið liggi.
NATÓ er því ekki í hættu né staða Íslands sem er bæði í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Ísland tilheyrir Vesturheimi í varnarmálum, ekki Evrópu. En það þýðir ekki að Ísland sé stikkfrítt. Það mun koma krafa af hálfu bandamanna í Evrópu og frá Bandaríkjunum að Ísland axli meiri ábyrgð í sínum varnarmálum og hætti þar með að vera veiki hlekkurinn.
Það geta Íslendingar gert með eflingu Landhelgisgæslunnar, keypt til dæmis korvettu/freigátu sem herskip og tekið að sér kafbátaeftirlit við landið. Þar með er landið orðið þátttakandi í eigin vörnum.
Bloggar | 18.2.2025 | 08:21 (breytt kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í það fyrsta verður að gera greinamun á ólöglegum innflytjendum og flóttamönnum sem koma til Bandaríkjanna. Fyrrnefndi hópurinn fer ólöglega yfir landamærin þar sem ekki er landamærahlið inn í landið en þar eiga allir sem sækja um hæli að fara í gengum, rétt eins og á Íslandi, þar sem flestir fara í gegnum Keflavíkurflugvöll sem er viðurkenndur aðkomustaður inn í landið.
Kíkjum á þau ríki sem þar sem flestir ólöglegir innflytjendur koma frá. Í stjórnartíð Joe Biden forseta komu þeir frá nánast öllum löndum heims. Þó að Mexíkó hafi verið aðaluppspretta, nam um það bil 29% óviðkomandi farandfólks á milli ágúst 2020 og apríl 2024, var áberandi aukning einstaklinga frá öðrum þjóðum. Nánar tiltekið voru farandverkamenn frá Gvatemala (9%), Hondúras (9%), Venesúela (7%), Kúbu (6%), Níkaragva (4%) og Haítí (4%) verulegur hluti af innstreyminu. Auk þess var mikil aukning á farandfólki frá löndum utan vesturhvels jarðar, þar á meðal Kína, Indlandi og Rússlandi. Engar nátttúruhamfari þar en mikil fátækt.
Löglegir flóttamenn fara í gegnum landamærahlið og sækja þar um hæli. Yfir 90% ólöglegra innflytjenda (líka þeir sem ekki vilja nást) fara yfir landamærin þar sem ekki á að fara yfir. Þetta er vandamál sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að taka á, ekki fjarlægar og fjarstæðukenndar ástæður eins og "manngerð" hlýnun jarðar.
Það getur vel verið að það séu náttúruleg vandamál í einhverjum löndum málið er að svo kölluðu innflytjendur í Bandaríkjunum sem fara ólöglega yfir landamæri koma frá 160+ löndum. Hef ekki mikla trú á að í öllum þessum löndum séu nátttúruhamfarir. Inn í þessum tölum eru meira segja Íslendingar en það stendur til að reka ólöglega Íslendinga úr landi og ég held að það sé um tugur manns sem dvelur ólöglega í landinu.
Helsta skýringin á ásókn innflytjenda (nota ekki hugtakið hælisleitandur, því margir sækja ekki einu sinni um hæli, heldur fara ólöglega inn í landið og forðast yfirvöld eins og heitan eld) til Bandaríkjanna eru bætt lífskjör. Þar með uppfylla þeir ekki skilyrði þess að geta kallast hælisleitendur/flóttamenn.
Í Bandaríkjunum, eins og öllum öðrum löndum, ganga opin landamæri ekki upp. Ástæðan er einföld. Í öllum ríkjum ríkir velferðakerfi sem skattgreiðendur borga dýrum dómum fyrir sem og öll önnur þjónusta sem ríki veita, svo sem heilbrigðisþjónusta, löggæslan o.s.frv. Skattgreiðendur geta tekið inn á sig og greitt fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda, ekki allan heiminn eins og er að gerast í Bandaríkjunum. Þau eru rík, og þó, landið er tæknilega séð gjaldþrota. 14 milljónir ólöglegra innflytjenda er of stór biti, jafnvel fyrir Bandaríkjamenn og það þótt margir þeirra vinni ólöglega fyrir sig, þá borga þeir ekki skatta (sem á að halda kerfinu gangandi).
Ísland prófaði að opna landamæri sín, t.d. fyrir íbúum Venesúela og afleiðingin var auðljós, innviðir landsins þoldi ekki aukaálagið. Öll ríki verða því að hafa stjórn á landamærum sínum, til að verja velferðakerfi sín og koma í veg fyrir að glæpamenn og eiturlyf flæði yfir landamæri og valdi ómældum skaða.
Bandaríkin alein bera enga ábyrgð á vanda heimsins. Vandamálið er að vandamál annarra ríkja hafa verið látin ganga yfir vanda íbúa landsins. Það er ómældur hópur fólks sem á ekki til hnífs og skeiðar í landinu og er húsnæðislaust. Vandi þess fólks er ekki sinnt sómasamlega af bandarískum yfirvöldum, ekki fyrr en nú?
Bloggar | 17.2.2025 | 10:00 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því miður hefur Vance rétt fyrir sér. Woke rétttrúnaðurinn og miðstýringin frá Brüssel er allt að kæfa í vöggu lýðræðis og heimspeki - Evrópu. Það eru engir leiðtogar til í Evrópu, aðeins skrifræðis- og kerfiskarlar-konur er sem komast til valda í gegnum flokka sína með því að klóra rétt bök.
Andleg hnignun álfunnar fer í hönd við aukið ríkisdæmi og enginn ver andlegan fjársjóð sem saga Evrópu og menning hefur að geyma. Umburðarlyndið og innleiðing framandi menningaheima leiðir að lokum til helsis og átaka innan evróskra samfélaga. Flóttamenn eru byrjaðir að flýja Svíþjóð sem dæmi því að öryggi þeirra er minna þar en þaðan sem þeir komu frá.
Inn í þessa hnignun vilja Evrópusinnar leiða Íslendinga og einu rökin fyrir inngöngu í ESB er betra gengi Evrunnar gagnvart krónunnar en þessir kappar minnast ekki á skrifræðið, opin landamæri, orkuskort, hugmyndafræðilega villustefnu, glæpi og þjóðaskipti í Evrópu sem nú er í fullum gangi sem reynar er líka að gerast á Íslandi.
Bloggar | 16.2.2025 | 16:43 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyndar er það bara möguleiki í augum þeirra sem ekki er raunveruleika tengdir. Einn af þeim er Zelenský, fyrrum forseti Úkraínu en er nú stjórnandi Úkraínu, umboðslaus. Hann veit sum sé hvað er í boði fyrir Úkraínumenn eftir þetta tilgangslausa stríð. Það er ekki mikið.
Ekki er í boði fyrir Úkraínumenn að ganga í NATÓ, og þess vegna er hugmyndin um Evrópuher viðruð af honum og sumir klappa kurteislega fyrir ræðumanni en raunveruleikinn er sá að Evrópumenn hafa ekki viljað axla ábyrgð í varnarmálum síðan kalda stríðinu lauk. Þá var skrúfað niður í fjárveitingar til varnamála eða þar til Úkraínu stríðið byrjaði í raun, 2014. Þá var ákveðið að allar Evrópuþjóðir myndu auka framlag sitt upp í 2% af vergri landsframleiðslu til varnamála. Flestar þjóðir eru að ná því marki en hvað svo?
Hugmyndin um stofnun Evrópu er andvana fædd. En hún verður aðeins að veruleika ef Bandaríkjamenn ákveða að ganga úr NATÓ og þá verður NATÓ að sjálfkrafa að Evrópuher (með þátttöku Kanadamanna ef þeir vilja þá vera áfram með). Ekki er þörf á að stofna formlega til nýs Evrópuhers. NATÓ gæti bætt við Georgía og önnur jaðarríki Evrópu ef Evrópumenn kjósa þess.
En því miður eru leiðtogar Evrópu, ef leiðtogar má kallast, eru í einhvers konar eyðimerku göngu með álfuna. Það stendur ekki steinn yfir steini á öllum sviðum mannlífs í álfunni. Gildi, sem eru byggð á grísk/gyðinglegum grunni eru hunsuð og einhvers konar sósíaldemókratísk hugmyndafræði er við lýði sem gekk upp þegar evrósk gildi voru gildandi. Hún bara gengur ekki upp þegar þjóðarskipti/menningaskipti hafa gengið yfir álfunnar á vakt sósíaldemókratískra afla. Þetta er það sem Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var að vara við í Evrópureisu sinni í Þýskalandi í vikunni og Evrópuleiðtogar sátu dollfallnir yfir (og skömmulegastir?). Hættan fyrir Evrópu kemur innan frá, ekki frá Rússlandi eða Kína segir hann. Hvað á hann við? Við vitum svarið.
Bloggar | 15.2.2025 | 20:42 (breytt kl. 20:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg kostulegur skrípaleikurinn í kringum lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Borgaryfirvöld hafa hunskast til að byrja að fella tré í Öskjuhlíð en samt sitja skrifstofublækurnar fast við sinn keip í skrifræðisríkinu og leyfa ekki einu sinni neyðarlendingar. Mannslíf eru í hættu en ekki er kvikað, heilbrigð skynsemi ekki látin ráða för. Maður myndi halda í fámennu samfélagi, þar sem boðleiðir eru fáar að auðvelt væri að bregðast við, en svo er ekki.
Það er alltaf verið að tala um að fjölmiðlar séu fjórða valdið, það er ekki rétt. Fjórða valdið er embættismannakerfið sem er svo öflugt að jafnvel ráðherrar ráða ekki við það. Þessir ókjörnu embættismenn, sem stundum eru kenndir við djúpríkið, hafa ansi mikil völd. Þeir búa til reglugerðir, jafnvel lög og framfylgja þeim oft að eigin geðþótta.
Það er betur að koma í ljós hversu spillt það er, þegar ekkert eftirlit er með slíkum embættismönnum í Bandaríkjunum. Nýjasta dæmið er FEMA, sem er hamfarasjóður og -stofnun sem á að hjálpa Bandaríkjamönnum í kjölfar nátttúruhamfara. Hún er svo illa stjórnuð að fólk í Kaliforínu og öðrum ríkjum eru enn að bíða eftir aðstoð (starfsmenn þeirra hunsuðu hús fólks sem var með MAGA skilti í görðum). Á meðan er stofnunin að senda 80 milljónir dollarar til New York til ólöglegra hælisleitenda til að gista í lúxushótelum. Auðvitað rak Trump stjórnin þessa spilltu embættismenn sem gerðu þetta á stundinni, enda hvað kemur hótelgisting ólöglegra innflytjenda afleiðingar nátttúruhamfara við?
Svipað eða í líkingu við það, hlýtur að eiga sér stað á Íslandi. Því í skugganum leynist ávallt spillingin. En hér er engin tiltekt og hreinsun í gangi.
Að lokum. Það vekur athygli að Íslandi er nú stjórnað af konum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera góðar fréttir en er það svo? Eru konur betri stjórnendur en karlar?
Nú eru konur í öllum æðstu embættum landsins. Kona er forseti Íslands. Það er þegar komið upp hneykslunarmál varðandi skróp á helfarar minningarhátíð sem forsetinn mætti ekki á. Biskup Ísland var kona og hún hrökklaðist úr embætti vegna margra spillingamála sem hún réði ekki við. Forsætisráðherrann er kona og ekki fer ríkisstjórn hennar vel af stað. Mikill vandræðagangur er með einn stjórnarflokkanna sem er með allt niðrum sig í flokksstarfi og svikina loforða (enn er tími til að laga það). Allir flokkarnir lugu til með þögninni um aðildarumsókn í ESB, þjóðinni að forspurðri. Ekki gæfuleg byrjun og örugglega verður ekki tekið á erfiðustu vandamálum þjóðarinnar.
Það þarf leiðtoga (sem hefur ekki sést lengi á Íslandi) til að sópa til í kerfinu og leiða þjóðina til framtíðar með skýra sýn. Kynferði skiptir hér engu máli, heldur rétta manneskja sem þorir að leiða.
Bloggar | 13.2.2025 | 08:40 (breytt kl. 08:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er að gerast í Bandaríkunum þar sem demókratar ætla að berjast um hverja einustu hæð í baráttu fyrir að bálknið fái að eyða eða brenna peninga í botnlausr eyðslu. Hvernig getur maður/kona í slíkum flokki staðið með sliku máli? Af hverju? Bara af því bara? Þetta er á líka við um Ísland, hér er mörgu fólki nákvæmlega sama hvernig farið er með skattfé (annarra).
Hér er Elon Musk tekinn á beinið.
Bloggar | 11.2.2025 | 21:36 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málefni Grænlands skiptir Íslandi meira máli en ætla mætti. Mikilvægi Íslands hernaðarlega séð hlýtur að minnka ef Bandaríkjamenn koma sér upp fleiri herstöðvar á Grænlandi. Íslendingar hafa verið fastir í þeirri hugsun að mikilvægi Keflavíkur flugvallar vari að eilífu. En svo er ekki og sérstaklega þegar ný tækni kemur fram.
Mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkaði þegar gervihnettir tóku að gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og njósnum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Í byrjun kalda stríðsins (sérstaklega 19511960) var Keflavíkurflugvöllur lykilþáttur í flughernaði Bandaríkjanna, en með þróun gervihnattatækni og lengri flugdrægni flugvéla minnkaði hernaðarlegt mikilvægi stöðvarinnar.
Með tilkomu gervihnatta á sjötta og sjöunda áratugnum gátu Bandaríkjamenn fylgst með sovéskum hernaðarhreyfingum án þess að reiða sig á landstöðvar eins og á Íslandi.
Sprengjuflugvélar (t.d. B-52) og á endanum eldflaugakerfi gerðu viðveru flughersins á Keflavíkurflugvelli síður nauðsynlega.
Áherslan færðist smám saman frá flugstöðvum í Norður-Atlantshafi yfir í tækni sem gerði kleift að fylgjast með Sovétríkjunum úr mikilli fjarlægð og síðar Rússlandi.
Í raun má segja að mikilvægi hennar var mest á árunum 19511960, en fór svo smám saman minnkandi eftir því sem tæknin þróaðist.
Í dag er aukinn áhugi á herstöðinni vegna "kalda stríðsins" við Rússland en hvað mun gerast er næst verður friðvænlegt eða Kaninn búinn að koma sér upp herstöðvar hinum megin við Grænlandssund? Eins og pólitíkin er í dag stunduð af Bandaríkjastjórn er varhugavert að treysta á stuðning þeirra ef á reynir. Ábyrgðin er í höndum Íslendinga og hefur alltaf verið.
Bloggar | 10.2.2025 | 17:48 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snillingarnir sem meðhöndla annarra manna fé, hafa verið ötulir að eyða því í alls kyns vitleysu, svo ekki sé meira sagt. Menn hafa verið svo heimskir að fjármagna óvini sína eins og USAID hefur verið að gera lengi vel. Kíkjum á nokkur dæmi sen Hvíta húsið kallar "úrgang":
Í áratugi hefur Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) verið óábyrg gagnvart skattgreiðendum þar sem hún varpar stórfelldum fjárhæðum til fáránlegra gæluverkefna af hendi rótgróinna embættismanna, með nánast ekkert eftirlit.
$1,5 milljónir dala til að efla jafnrétti og þátttöku á vinnustöðum og viðskiptasamfélögum Serbíu.
$70.000 fyrir framleiðslu á "DEI söngleik" á Írlandi.
$2,5 milljónir dollara fyrir rafbíla fyrir Víetnam.
$47.000 fyrir "transgender óperu" í Kólumbíu.
$32.000 fyrir "transgender myndasögu" í Perú.
$2 milljónir dollara fyrir kynbreytingar og "LGBT-aðgerðir" í Gvatemala
$6 milljónir dollara til að fjármagna ferðaþjónustu í Egyptalandi
Hundruð þúsunda dollara fyrir sjálfseignarstofnun sem tengist tilnefndum hryðjuverkasamtökum - jafnvel EFTIR að ríkiseftirlitsmaður hóf rannsókn
Milljónir til EcoHealth Alliance - sem tók þátt í rannsóknum í Wuhan rannsóknarstofunni.
Hundruð þúsunda máltíða sem fóru til vígamanna tengdra al Kaída í Sýrlandi.
Fjármögnun til að prenta "persónulegar" getnaðarvarnartöflur í þróunarlöndum.
Hundruð milljóna dollara til að fjármagna áveituskurði, landbúnaðartæki og jafnvel áburð sem notaður er til að styðja við áður óþekkta valmúarækt og heróínframleiðslu í Afganistan, sem gagnast talibönum og þeir fá $15 milljónir til að kaupa smokka!!!
Þetta er ekki einu sinni eins og þetta sé Marshall aðstoð fyrir stríðshrjáð ríki eða matvælastoð til hungraðs fólks. Hvað er eiginlega margt fólk sem fer svangt í háttinn í dag?
Samkvæmt WHO búa frá og með 2023 um það bil 733 milljónir manna um allan heim við hungur, sem jafngildir einum af hverjum ellefu einstaklingum á heimsvísu (who.int). Þessi tala hefur haldist þrálátlega há undanfarin þrjú ár, sem undirstrikar viðvarandi áskorun alþjóðlegs fæðuóöryggis.
Auk þeirra sem glíma við hungur búa um 2,33 milljarðar manna við miðlungs eða alvarlegt fæðuóöryggi, sem þýðir að þeir skortir reglulegan aðgang að fullnægjandi mat. Þar á meðal standa yfir 864 milljónir manna frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi og fara oft heila daga án þess að borða.
Ennfremur er talið að um 1,9 milljónir manna séu á barmi hungursneyðar, fyrst og fremst á svæðum eins og Gaza, Súdan, Suður-Súdan, Haítí og Malí (wfp.org). Ætti þetta fólk ekki meira skilið, að fá a.m.k. eitthvað að borða?
Ísland hefur sambærilega systurstofnun sem kallast ICEIDA sem sérhæfir sig í alþjóðlegri þróun Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ). ÞSSÍ heyrir undir utanríkisráðuneyti Íslands og ber ábyrgð á framkvæmd tvíhliða þróunarsamvinnu landsins. Stofnunin leggur áherslu (samkvæmt vefsíðu þeirra) á að stuðla að sjálfbærri félagslegri og efnahagslegri þróun, með áherslu á jafnrétti kynjanna, mannréttindi, lýðræði og sjálfbærni í umhverfismálum (www2.fundsforngos.org) Gott og vel. En í hvað fara peningarnir?
Enn sem komið er hefur Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) ekki birt opinberlega ítarlegar útgjaldaskýrslur fyrir árin 2021 eða 2022. Nýjustu ársskýrslur sem aðgengilegar eru á opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins eru frá árinu 2014 (ríkisstjórn.is). Er þetta gagnsæi?
Þróunarsamvinnustofnun hefur hins vegar gefið út nokkur stefnumótandi skjöl árið 2022 sem veita innsýn í áherslusvið þeirra og áherslur. Þar á meðal eru:
Jafnréttisstefna (2022): Þessi stefna lýsir skuldbindingu ÞSSÍ til að efla jafnrétti kynjanna í áætlunum sínum og verkefnum.
Mannúðaraðstoð (2022): Þetta skjal lýsir nálgun stofnunarinnar til að veita mannúðaraðstoð til að bregðast við alþjóðlegum kreppum.
Marghliða þróunarsamvinnuáætlun (2022): Þessi stefna undirstrikar samstarf ÞSSÍ við alþjóðlegar stofnanir til að ná þróunarmarkmiðum.
Tvíhliða stefna (e. Bilateral Strategy (2022)): Þetta skjal lýsir nálgun ÞSSÍ á tvíhliða samstarfi við aðrar þjóðir til að efla þróun.
Samskipta- og þekkingarstjórnunarstefna (2022): Í þessari stefnu er lögð áhersla á mikilvægi skilvirkra samskipta og þekkingarmiðlunar innan starfsemi ÞSSÍ.
Samstarfsáætlun borgaralegrar samfélagsstofnunar (2022): Þetta skjal lýsir því hvernig ÞSSÍ ætlar að vinna með borgaralegum stofnunum til að auka árangur í þróun.
Þetta er allt óljóst og lítur vel út við fyrstu sýn en bíddu nú við. Jafnréttisstefna í þróunarríkjum en ekki matvælaaðstoð? Er þetta þróunaraðstoð? Kíkjum nánar á þetta og á vefsetur þeirra.
"Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur sett fram yfirgripsmikla jafnréttisstefnu sem miðar að því að efla jafnrétti kynjanna og efla konur og stúlkur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi stefna er í samræmi við heildarstefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og byggir á alþjóðlegum samningum og skuldbindingum um jafnrétti og réttindi kvenna og stúlkna.
Leiðarljós:
Mannréttindi og jafnrétti kynjanna: ÞSSÍ leggur áherslu á að mannréttindi og jafnrétti kynjanna séu grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar. Stofnunin samþættir þessar meginreglur sem bæði sérstök markmið og þverskurðarþemu í öllum áætlunum sínum.
ÞSSÍ hefur tilgreint fimm megináherslusvið til að flýta fyrir framförum í átt að jafnrétti kynjanna:
Kynbundið ofbeldi (KBO): Að taka á KBO er mikilvægur þáttur í stefnunni. ÞSSÍ styður alhliða aðferðir sem fela í sér heilbrigðisþjónustu, sálfélagslegan stuðning, lagaumbætur og samfélagslegar viðhorfsbreytingar til að koma í veg fyrir og bregðast við KBO. Stofnunin leggur einnig áherslu á að vernda réttindi kvenna í átökum og kreppuaðstæðum, í samræmi við alþjóðlega ramma eins og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi.
Heilsa: Bætt aðgengi kvenna að grunnheilbrigðisþjónustu, þar með talið kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindum, er forgangsverkefni. ÞSSÍ leggur áherslu á að efla mæðraþjónustu, veita fræðslu um kynheilbrigði og koma í veg fyrir skaðleg vinnubrögð eins og umskurð á kynfærum kvenna. Stofnunin styður einnig frumkvæði sem miða að því að draga úr mæðradauða og takast á við heilsufarsvandamál eins og fæðingarfistil.
Valdefling: Efnahagsleg og pólitísk valdefling kvenna er tengd víðtækari samfélagslegum ávinningi. ÞSSÍ stuðlar að átaksverkefnum sem draga úr álagi ólaunaðs heimilis- og umönnunarstarfs á konur, bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og styðja virka þátttöku kvenna í umhverfis- og loftslagsstefnu. Stofnunin leggur einnig áherslu á þátttöku kvenna í friðaruppbyggingu og átakavörnum.
Menntun: Það er grundvallaratriði að tryggja jafnan aðgang drengja og stúlkna að menntun. ÞSSÍ styður verkefni sem skapa aðstæður sem hvetja börn til að ljúka grunnskólanámi, bæta námsumhverfi og veita aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í skólum. Sérstök athygli er lögð á menntun stúlkna þar sem margföldunaráhrif þess á samfélagsþróun eru viðurkennd.
Að virkja karla og stráka: Í stefnunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að taka karla og stráka þátt í að efla jafnrétti kynjanna. Frumkvæði eins og "Rakarastofan" viðburðirnir hvetja karlmenn til að taka þátt í umræðum um jafnrétti kynjanna og verða umboðsmenn breytinga. ÞSSÍ tekur einnig þátt í alþjóðlegum vettvangi, svo sem UN Women's Generation Equality Forum, til að tala fyrir þátttöku karla í að uppræta kynbundið ofbeldi."
Hvað skal segja? Þetta eru allt að sjálfsögðu mannréttindamál og verðugur málstaður að verja. En á þetta ekki að vera í höndum heimamanna að framfylgja? Jú, þróunarríkin hafa ríkistjórnir sem geta sett jafnréttislög og framfylgt þeim með lögregluvaldi. Er ekki mikilvægara að fólkið fái næringu? Það er mannréttinda mál að fá að borða.
Það gæti hins vegar verið sniðugt að styðja skólastarf í þessum ríkjum til að rjúfa vítahring hlekki hugarfarsins sem einmitt kemur í veg fyrir sjálfbærni og sjálfsaðstoð þessara ríkja.
Hvað um það, þessar systurstofnanir eru bara peð í ríkisapparötum þessar tveggja ríkja. Ótal aðrar stofnanir og ráðuneyti fara ekki sparlega með skattfé borgaranna.
Þurfum við Íslendingar ekki virkilega að líta í eigin barm og koma með betra ríkiseiningu en Ríkisendurskoðun sem starfar bara sem endurskoðun en leggur lítið til við að endurskiplega stofnanir. Segir bara að það megi spara í þessum útgjaldaliði en kemur ekki með stofnanalega endurskoðun.
Skattgreiðendur eiga betra skilið.
Bloggar | 9.2.2025 | 11:38 (breytt kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annað hvort er vinstri fjölmiðillinn Heimildin að vakna af værum blundi um varnarmál Íslands eða þetta mál er notað til að gera árásir á stjórn Trumps. Bloggritari sýnist þessi grein vera blöndu af hvoru tveggja. Læt í léttu rúmi liggja pólitísku árásirnar á Trump í greininni, enda er hann auka atriði hvað varðar varnir Íslands til langframa og nær þetta vandamál áratugi aftur í tímann.
Bloggritari hefur varað við í áratugi barnaskap Íslendinga í varnarmálum. Hann hefur furðað sig á þekkingaleysi stjórnmálamanna á geópólitískum raunveruleika sem Ísland hefur búið við alla 20. öldina og fram á daginn í dag. En hann er einfaldur, Ísland er orðið hluti af umheiminum og mun ekki sleppa í næstu Evrópu- eða heimsstyrjöld. Herseta erlendra herja á Íslandi frá 1940 til 2025 hefur aðeins fengið stjórnmálamennina til að stinga hausinn í sandinn og úthýst vandann til erlendra herja.
"Þá er heimsmynd mín hrunin," sagði Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, þegar forseti Bandaríkjanna, leiðtogi hins vestræna heims, "þegar hann er farinn að hóta yfirtöku landsvæða bandalagsríkja þá er fátt eftir sem við getum treyst á."
Undanfarna áratugi hefur varnarmálum Íslendinga verið úthýst til Bandaríkjanna, í gegnum varnarsamning ríkjanna og aðild að Atlantshafsbandalaginu, þar sem Bandaríkin eru burðarstoðin. Eins og núverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi árið 2022 þá er varnarsamningurinn einn af hornsteinum Íslendinga þegar kemur að þjóðaröryggi og hann er frá árinu 1951. "Aðstæður eru verulega breyttar," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem vildi skýr ákvæði um verkferla og ábyrgð á ákvörðunatöku, ef til þess kæmi að það þyrfti að virkja aðstoð Bandaríkjanna. Það er ekki skýrt í dag. Það ógnar öryggi okkar Íslendinga."
Varnarleysi Íslendinga og menn sem eru truflaðir af valdi
"Alþjóðastofnanir væru veikar og agavaldið lítið. Þegar ríki brjóta alþjóðalög er ekkert lögregluvald og takmarkað dómsvald segir annars staðar í greininni. Réttmæt er gagnrýnin á skipun sendiherra Íslands til Washingtons en Bjarni Benediktsson skipaði óreynda aðstoðarmann sinn í sendiherra stöðu þarlendis. Þetta er mikið stílbrot, því að þessi sendiherrastaða er talin mikilvægust í utanríkisþjónustunni og aðeins þrautþjálfaðir sendiherrar eftir áratuga starf, fara á þennan póst.
Aðstoðarmaðurinn mun vera eins og vax í höndum Trumps ef hann rekur augun á Ísland á landabréfakorti og krefst breytina.
Fyrsta spurning hans væri: "Why aren´t Icelanders paying their fair shares in defending Iceland? Why are you only spending 0,06% of Icelandic GDP in defences? And letting us pay for everything?" Svo kæmu kröfurnar sem væru svimandi miklar fyrir Íslendinga.
Bloggritari hefur lengi varað við að treysta á erlent stórveldi sem koma og fara.
"Ísland er ekki hlutlaust land," sagði fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Ísland hefði tekið afstöðu með veru sinni í Atlantshafsbandalaginu. Á sama tíma er Ísland veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Vesturlanda segir í greininni.
Svo kemur þetta sem er athyglisvert en lengi vitað hjá þeim sem spáð hafa í spilin: "Stjórnmálafræðingur sem sér um að hanna stríðsleiki fyrir Atlantshafsbandalagið, dr. David Banks við Kings Collage London, teiknaði þetta upp í samtali við Heimildina síðasta sumar. "Hver sá sem stjórnar Íslandi er líka að stjórna hafinu í allar áttir í hundruð kílómetra. Þú getur notað það sem risavaxna flugbraut til að hafa yfirráð yfir loftinu og allri skipaumferð á hafinu." Árás á Ísland gæti einnig haft áhrif á birgðaflutninga á milli heimsálfa. Þið eruð á mikilvægum stað á kortinu, sem er væntanlega ástæða þess að NATO vill hafa ykkur í bandalaginu, til að hafa aðgang að flugvellinum ykkar, en það gerir ykkur að skotmarki."
Það er ekkert nýtt að líkja Íslandi við flugmóðuskip í miðju Norður-Atlantshafi. Það gerði Winston Churchill fyrst. En hvaða ákvarðanir ætla Íslendingar að taka í varnarmálum sínum? Líklega engar. Skrifaðar verða skýrslur, fleiri skrifstofumenn ráðnir til að sýslast með varnarmál.
Fyrsta skrefið væri að efla Landhelgisgæsluna, enda er Ísland eyríki. Skrifa ný lög um hana og gera hana að sjóher á stríðstímum. Þannig getum við fengið fjármagn frá NATÓ til að reka hana sómasamlega. Kaupa 1-2 herskip.
Einnig getum við tekið yfir kafbátaeftirlitið í kringum Ísland og enn og aftur borgar NATÓ reikninginn eins og það gerir varðandi ratsjárstöðvarnar fjóru og fjármögnun hernaðar mannvirkja á landinu.
Komið upp heimavarnarliði sem kalla má ýmsum nöfnum; Heimavarnarlið, Þjóðvarðlið eða bara Varnarliðið. Stærð: undirfylki eða um 250 manns.
Og síðan en ekki síst þurfum við loftvarnarkerfi sem Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug að bjóða Íslendingum. Fyrstu varnir þeirra snúast um þá sjálfa! Að verja Keflavíkurflugvöll en það er gert með að senda herþotur frá austurströnd Bandríkjanna til Íslands. En ekkert er hugsað um varnir byggða á Suðurlandi né viðbrögð við árás hryðjuverkahóps eða hemdarverkahóps / sérsveita erlendra herja sem munu sem sitt fyrsta verk vera að eyðileggja innviði landsins og skera á sæstrengi eins og hefur verið gert í Eystrasalti. Getur Landhelgisgæslan varið sæstrengina sem liggja til Íslands? Þarna væri íslenska "Varnarliðið" nauðsynlegt og gæti brugðist við á innan við klst.
Bloggritari sá þáttaröð um Landhelgisgæsluna. Einn þátturinn fjallaði um sprengjusveit hennar sem hefur gefið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir fagmennsku. Í þættinum voru menn hálf afsakandi að hún væri til. En hún þarf að vera til. Sviss hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð en er samt með einn öfugasta her Evrópu og sama átti við um Svíþjóð sem hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð. Þú tryggir ekki á eftir á eins og segir í auglýsingunni.
Bloggar | 8.2.2025 | 11:08 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Maðurinn gerði allt rangt frá A - Ö. Hann batt stúss sitt við flokk sem var á fallandi fæti, Samfylkinguna og tryggði hana tveggja ára åframhaldandi stjórnarsetu.
Svo tók hann við GJALDÞROTA Reykjavíkurborg eftir að hann hafði tryggt rúnum traust borgararstjóra, Dag B. auka tvö ár sem borgarstjóri og reynir að reka þrotabúið áfram en hinir borgarfulltrúarnir hlæja að honum því að Dagur er kominn í landsmálin þar sem hann er ekki einu sinni velkominn af eigin samflokksmönnum.
Hver vill eiga í samskiptum við misheppnaðan borgarstjóra og þrotabússtjóra? Hér er bæði átt við Dag og Einar.
Flokkur Framsókn í borgarstjórn er kominn niður í 3% fylgi enda sveik hann kosningarloforð sín. Kannski er Einar að reyna að bjarga sig fyrir horn með stjórnarslitum.
Bloggar | 7.2.2025 | 22:57 (breytt 8.2.2025 kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020