Afnám einokunarversluninnar 1787 í samanburði við verslunarfrelsið 1855

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 og verslunarfrelsið árið 1855 eru bæði mikilvægir atburðir í íslenskri verslunarsögu, en með mismunandi áhrifum og inntaki. Einokunarverslunin var stofnuð árið 1602 af dönskum stjórnvöldum, sem veittu danska kaupmenninum einkarétt til að versla við Íslendinga. Það takmarkaði mjög efnahagsleg frelsi landsins, þar sem einungis danskir kaupmenn gátu verslað hér á föstum verðum sem stjórnvöld settu. Ástæðan fyrir tilkomu einokunarversluninnar var að útrýma Hansakaupmenn af Íslandi og útiloka launverslun Englendinga hér sem og annarra þjóða eins og t.d. Hollendinga.

En tíminn stendur ekki í stað, jafnvel kyrrstöðusamfélagið Ísland varð að játa sig sigrað fyrir náttúrunni í formi Móðuharðindanna 1783-85 og það að Merkantílismi (kaupaukistefna) var að líða undir lok. Hann var ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar. Kammeralismi (búaukisstefna). Þetta er stefna í efnahags- og stjórnmálum sem kom fram í Frakklandi og var telft gegn kaupauðgisstefnunni. Í þessar stefnu var lögð áhersla á frelsi atvinnulífsins og mikilvægis landbúnaðar sem undirstöðu efnahagslífsins. Þessi stefna birtist með skýrum hætti á Íslandi í formi aðgerða danskra stjórnvalda til að efla landbúnað á Íslandi, fiskveiðar og opna fyrir verslun.

Árið 1787 var formlega afnumið einkaleyfið á verslun með lagasetningu. Danskir kaupmenn fengu þá almennt leyfi til að versla frjálst, en aðeins innan Danmerkur, Noregs og hertogadæmanna Slesvík og Holstein (sem þá voru hluti af Danaveldi).

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 breytti því að verslunin var ekki lengur bundin við ákveðna kaupmenn, en það var samt sem áður ekki algert verslunarfrelsi. Verslunin var enn bundin við danska ríkisborgara, og þar með takmarkaðist aðgangur Íslendinga að markaði utan danska konungsríkisins.  Þetta opnaði dyrnar fyrir íslenska kaupmenn að stunda verslun. Nú leitar bloggritari á náðir ChatGPT og spyr eftir farandi spurningu, hverjir voru fyrstu íslensku kaupmennirnir eftir afnám einokunarversluninnar. Hér er svarið og er haft í smáu letri til aðgreinar frá öðrum texta:

"Fyrstu íslensku kaupmennirnir:

  1. Skúli Magnússon (1711–1794) – þótt hann væri ekki kaupmaður í hefðbundnum skilningi, þá var hann mikilvægur frumkvöðull og stuðningsmaður íslenskrar verslunar og iðnaðar. Sem landfógeti beitti hann sér fyrir aukinni efnahagsþróun á Íslandi, m.a. með stofnun Innréttinganna í Reykjavík, sem áttu að efla iðnað og verslun. Skúli var áhrifamikill í að undirbúa jarðveginn fyrir íslenska kaupmenn og iðnað.

  2. Þórður Jónsson á Hofi (1749–1827) – Þórður var talinn einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem hóf eigin verslun eftir afnám einokunarverslunar. Hann starfaði sem kaupmaður á Suðurlandi, þar sem hann tók þátt í verslun með landbúnaðarafurðir og innflutning á neysluvörum.

  3. Ólafur Jónsson á Eyrarbakka (d. 1798) – Ólafur var meðal þeirra fyrstu Íslendinga sem nýttu sér nýfengið frelsi til að stunda verslun. Hann stóð fyrir verslun á Eyrarbakka, sem var ein helsta verslunarhöfnin á Suðurlandi á þessum tíma.

  4. Bjarni Sívertsen (1763–1833) – Bjarni, oft nefndur "Bjarni í Hafnarfirði," var einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem náði verulegum árangri. Hann byrjaði sem skipstjóri og kaupmaður í Hafnarfirði og náði að efla verslun þar. Hann er talinn vera fyrsti íslenski kaupmaðurinn til að reka eigin verslun með skipaflota, þar sem hann sinnti bæði útflutningi og innflutningi, sérstaklega á fiski og neysluvörum. Bjarni var mikill frumkvöðull í sjávarútvegi og verslun og er oft nefndur sem einn af fyrstu Íslendingunum sem tóku virkan þátt í viðskiptum eftir afnám einokunarinnar.

Þessir kaupmenn voru frumkvöðlar á sínu sviði og ruddu veginn fyrir íslenskan kaupskap, sem hélt áfram að vaxa eftir því sem verslunarfrelsi varð meira áberandi, sérstaklega með verslunarfrelsinu 1855."

Þetta er athyglisvert svar og vissi bloggritari ekki af Þórð Jónssyni á Hofi eða var búinn að gleyma honum. En eftir sem áður, voru þetta allt menn sem voru kaupmenn sem ekki ráku skipaflota nema Bjarni Sívertsson. Þar með stóð hann jafnfætis dönskum kaupmönnum að geta sótt vörur og flutt án afskipta Dani.  Það var ekki fyrr en Eimskip var stofnað 1914 að flutningur vara til og frá landinu var kominn í hendur Íslendinga. 

Kíkjum á annan merkan áfanga í verslunarsögu Ísland er verslunarfrelsi var gefið 1855. Verslunarfrelsið sem var veitt 1855 var mun víðtækara og opnaði Ísland fyrir alþjóðlegri verslun. Þá var erlendum kaupmönnum, ekki aðeins Dönum, heimilað að versla á Íslandi. Þetta opnaði leið fyrir kaupmenn frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og öðrum þjóðum til að hefja viðskipti við Íslendinga.

Verslunarfrelsið leiddi til meiri samkeppni milli kaupmanna, sem gerði Íslendingum kleift að semja um betri kjör. Þetta skapaði aukin efnahagsleg tækifæri fyrir Íslendinga og stuðlaði að aukinni útflutningsverslun, sérstaklega á fiskafurðum, sem var grunnurinn að efnahagsþróuninni sem fylgdi næstu áratugi. Þetta opnaði fyrir hvalveiðar Normanna á síðari hluta 19. aldar, sauðasölu til Bretlands (og hesta) og Íslendingar sáu í fyrsta skipti peninga eða gjaldeyrir í viðskiptum. Segja má að kapitalismi hafi þar með loks hafið innreið á Íslandi.

Eitt af því sem verslunarfrelsi leiddi til en það var stofnun Gránufélagsins. Það var eitt merkasta íslenska verslunarfélagið á 19. öld og hafði mikil áhrif á þróun verslunar og atvinnulífs á Íslandi. Það var stofnað árið 1869 af Þórarni Guðmundssyni og Tryggva Gunnarssyni og var starfrækt allt til ársins 1910. Félagið var staðsett á Akureyri, þar sem það hafði sitt helsta höfuðstöð, en það starfaði einnig víða um land. Gránufélagið eignaðist sitt eigið skip árið 1870, sem bar nafnið Phoenix

Afnám einokunarverslunarinnar var upphafið að því ferli að losa íslenskt hagkerfi úr höftum, en verslunarfrelsið 1855 opnaði fyrir efnahagslega þróun og samkeppni sem hafði meiri langtímaáhrif á þróun samfélagsins, sérstaklega í sjávarútvegi og borgarmyndun. Það er engin tilviljun að hvalveiðar Norðmanna á seinni hluta 19. aldar eru oft taldar marka upphaf að iðnrekstri á Íslandi en verslunarfrelsið leiddi óbeint til þess en sérstaklega var það sauðasalan til Bretlands mikilvæg, því bændur gátu selt afurðir sínar beint til kaupenda.

Í heildina séð var verslunarfrelsið 1855 stærra skref í átt að alþjóðlegri og sjálfbærari efnahagsþróun, en afnám einokunarverslunarinnar var forveri þess sem veitti fyrstu losun frá hinum hörðu höftum verslunareinkaleyfisins.


30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósa bara eitthvað

Bill O´Reilly, hinn þekkti sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum, heldur því fram að 30% kjósenda þar í landinu kjósi bara eitthvað. Bara af því að það byrjaði að kjósa einn flokkur, og alveg sama hversu vitlaus flokkurinn er orðinn, þá er hann kosinn. Aðrir kjósa vegna vanþekkingar en margir kjósa ekki neitt, því að þeir hafa engan áhuga á eigið samfélag, bara eigið líf.

Það væri fróðlegt að vita hvað hlutfallið er hér á Íslandi.  Það er líklega lægra, það er oftast þannig að í minni ríkjum, skiptir einstaklingurinn meira máli, hann hefur meiri áhuga á samfélaginu og því kýs hann að kjósa.


Formaður VG veit ekkert um starfsstjórn eða þingrof - hér er það útskýrt

Hugtökin "þingrof" og "starfsstjórn" eru bæði  í íslenskri stjórnskipan og tengjast því hvernig þing og ríkisstjórn starfa þegar atburðir hafa leitt til slitanna á reglubundnu starfi Alþingis og ríkisstjórnarinnar rétt eins og nú gerðist nýverðis.

Þingrof er sú aðgerð þegar forseti Íslands rýfur Alþingi fyrir tímann, oft í tengslum við vantrauststillögu á ríkisstjórnina eða formaður eins stjórnraflokksins hendir inn handklæðinu eins og Bjarni Benediktsson gerði óvænt, en getur einnig komið til vegna sérstakra aðstæðna. Hér vegna taktískra mistaka Svandísar er hún las pólitíkina vitlaus og ætlaði að pönkast í Sjálfstæðisflokknum í vetur og slíta sambandinu á sínum eigin forsendum og fyrir kosningar. Þegar þing er rofið, er boðað til nýrra kosninga. Aftur að þingrofi. Þetta er eitt af völdum forseta samkvæmt stjórnarskránni, þó það sé í reynd oftast gert í samráði við forsætisráðherra og er gert núna.

Starfsstjórn er sú ríkisstjórn sem situr á meðan beðið er eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar eða þegar núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér eða fengið vantraust. Starfsstjórnin fer með vald og heldur daglegum rekstri ríkisstjórnarinnar áfram, en hún tekur ekki stórar ákvarðanir eða setur nýja stefnu. Hún sinnir eingöngu bráðnauðsynlegum málum þangað til ný stjórn hefur verið mynduð. Það er eins dæmi að einn stjórnarflokkanna neitar að taka þátt eins og VG gera nú. Og það að formaður VG viti ekki hvað starfsstjórn gerir. Guði sé lof að flokkurinn þurrkast væntanlega út í næstu kosningum.

Í framkvæmd hefur starfsstjórn takmarkaða pólitíska getu til að hrinda í framkvæmd nýrri stefnumótun, enda situr hún aðeins til bráðabirgða. Þingrof leiðir hins vegar oft til átakakenndra kosninga þar sem óánægja eða pólitísk átök liggja að baki. Menn munu þó reyna að setja saman fjárlög fyrir kosningar.

Að lokum. Það hlýtur að vera Íslandsmet hversu fljótt nýr formaður stjórnmálaflokks getur klúðrað stjórnarsamstarfi sem flokkurinn er í og leitt til þingrofs og að lokum til útrýmingu flokksins.

Forveri hennar, Katrín Jakobsdóttir hélt að hún væri öskubuska endurborin en hún einnig las vitlaust á pólitísku spilin og spilaði sig úr íslenskum stjórnmálum. Þessi flokkur skilur ekkert eftir sig nema rjúkandi rústir íslenskt efnahagslífs og kveikti um leið í hugsjónablaði sínu, t.d. gagnvart NATÓ. Stefnan var ekki beisin, vera á móti öllu og gera ekki neitt nema að útdeila peningum sem ekki eru til né leyft fyrirtækjum að búa til skattfé fyrir íslenskt samfélag. Þarf að minnast á Hval ehf í því sambandi eða byggðakvóta?


1150 ára afmæli byggðar á Íslandi 2024 - hver er árangurinn?

Landnámsöld stóð frá 874 - 930 eða 56 ár. Líklega stóð tímabilið í lengri tíma en hvað um það, segjum 60 ár. Þarna nam fólk land án laga og réttar. Engin sameiginleg lög né hefðir.  Þessi byggð gekk nokkurn veginn upp, því að fólkið tók með sér germönsk lög og hefðir úr heimabyggðum. Íslendingasögur segja frá að menn hafi tekið sér hnefaréttinn, skorað mann á hólm eða annan um kvennfólk eða bæ. Það hefur því verið róstursamara en  menn vita á þessu tímabili. 

En fólkinu til lukku voru það ríkir menn, höfðingjar, sem voru í fararbroddi og skikkuðu mál og voru snemma kallaðir goðar. Svo tók við þjóðveldið og það gekk upp í u.þ.b. 300 ár án framkvæmdarvalds eða ríkisvalds. En svo fór allt í bál og brand þegar mönnum var ljóst að valddreifingin gekk ekki upp. Ísland yrði að vera miðstýrt...eða fjarstýrt. Niðurstaðan var fjarstýring fursta/konungs. Allt í lagi að hafa kóng ef hann var einhver staðar erlendis og kom aldrei til Íslands. Menn gátu ráðið sínum málum í friði.

En til langframa gengur þetta ekki upp því að samfélög Evrópu þróuðust og valdaþjöppun átti sér stað. Miðstýringin/framkvæmdarvaldið efldist. Með því allar framfarir, nema á Íslandi. Hér stóð tíminn í stað í 1000 ár. Loks náði tíminn til Íslands á 19. og 20. öld og menn vildu gera eitthvað fyrir íslenskt samfélag. Menn börðust fyrir sjálfræði og innlent framkvæmdarvald. Það hófst með heimastjórninni 1904 og ferlinum lauk með fullu sjálfstæði Íslendinga 1944. 

En hvernig hafa Íslendingar farið með fjöreggið síðan þeir einir réðu yfir því? Getum við virkilega staðið ein og óstudd?  Ekki alveg, því við látum erlendar yfirþjóðlegar stofnanir ráða för fyrir hönd Íslands. Síðan 1944 hefur ríkinu verið afskaplega illa stjórnað, hátt verðlag, verðbólga, hallafjárlög, sérhagsmunapot smákónga o.s.frv.

En þrátt fyrir allt, eru við hér enn, sama menning sem hefur varið í 1150 ár, en hversu lengi mun það vara? Það er undir okkur komið og næstu tvær kynslóðir. Miðað við hvernig nútíma Íslendingurinn hagar sér, þá er framtíðin ekki björt. Hann hefur misst öll tengsl við sjálfan sig, samfélag sitt og meira segja íslenska nátttúru. Hann mun glaður tala ensku í náinni framtíð eins og Skotar og Írar gera í dag. Hann verður sáttur að vera í einhvers konar ríkjasambandi, með smá sérstöðu, en ekki mikla. Eina sem hann mun eiga sameiginlegt með forfeður sínum er búseta í þessu hrjóstuga landi...annað ekki. Svo er það spurning hvort það sé ekki bara í lagi...eða ekki?

 


Er Ísrael að fara að auglýsa skotmörk fyrirfram?

Samkvæmt fréttum hafa Ísraelmenn lofað stjórn Joe Biden að ráðast ekki á olíu skotmörk eða kjarnorku skotmörk.  Er einhver sem trúir þessu?  Hvernig Ísraelher hefur starfað síðan þetta stríð hófst, hefur vakið undrun og ótta andstæðingana. Bloggritari er nokkuð fróður um hernaðarsögu en hann man ekki eftir að nánast öll yfirstjórn óvina hafi verið tekin út, áður en herafli þeirra er útrýmt.

Ísraelmenn græða ekkert á því að eyða herstöðvar í Íran, það espir bara Írana upp. Ef hlustað er grannt á ísraelska fjölmiðla segja þeir að þetta sé sögulegt tækifæri til að taka út kjarnorku vopna framleiðslu Írana. Þeir síðarnefndu er líklega komnir með kjarnorkusprengjur en þeir þurfa að festa þær á eldflaugar sem þeir eiga reyndar nóg af. Óstaðfestar heimildir eru um kjarnorkuvopna sprengu tilraun fyrir nokkrum misserum. Það er nú eða aldrei fyrir Ísraelmenn en hvað það þýðir fyrir okkur hin og heimsfriðinn, það er annað mál að pæla í.


Landsyfirréttur Íslands stofnaður um 1800

Landsyfirréttur Íslands var æðsti dómstóll sem settur var á laggirnar árið 1800 á Íslandi í kjölfar þess að Alþingi var lagt niður sem löggjafar- og dómstóll árið 1798. Hann markaði merka þróun í íslenskum lögum og rétti og varð æðsti áfrýjunardómstóll landsins. Dómstóllinn var hluti af stærri umbótum sem dansk yfirvöld höfðu frumkvæði að til að nútímavæða réttarkerfi Íslands og hafði lögsögu yfir bæði einkamálum og sakamálum.


Sögulegur bakgrunnur og stofnun

Fyrir stofnun Landsyfirréttar hafði Ísland langa hefð fyrir því að leysa ágreiningsmál fyrir milligöngu Alþingis, sem hafði löggjafar- og dómsvald. En undir lok 18. aldar reyndu danskir ​​ráðamenn að miðstýra og endurbæta íslenskar stofnanir. Árið 1798 var dómarastarf Alþingis lagt niður og í staðinn varð Landsyfirréttur til í Reykjavík árið 1800.

Í dómstólnum voru þrír dómarar, þar af einn forseti. Dómarar þessir voru skipaðir af Danakonungi og hafði rétturinn vald til að taka áfrýjun frá lægri dómstólum, svo sem sýslumönnum og héraðsdómum.


Virkni og mikilvægi

Landsyfirréttur starfaði undir danskri stjórn og sá um meðferð lögfræðimála víðsvegar um Ísland. Með því var innleitt staðlaðara réttarferli þar sem íslensk lög voru samræmd dönskum réttarvenjum samtímans.

Dómstóllinn gegndi mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, ekki aðeins sem dómstóll heldur einnig sem miðstöð laga- og stjórnmálavalds. Margir af áhrifamestu mönnum landsins, eins og Jón Sigurðsson og aðrir talsmenn sjálfstæðismanna, komu að réttarmálum tengdum dómstólnum meðan hann starfaði.


Afnám og arfleifð

Landsyfirréttur starfaði í tæpa öld áður en nútímalegra dómskerfi tók við. Árið 1919 var settur Hæstiréttur Íslands sem tók við hlutverki æðsta dómstóls landsins.

Afnám Landsyfirréttar og stofnun Hæstirétta markaði skref í átt að auknu sjálfræði og að lokum sjálfstæði Íslands frá Danmörku árið 1944. Í dag er Landsyfirréttar minnst sem mikilvægs áfanga í þróun íslenskra laga, sem brúar miðalda Alþingi og nútíma dómskerfi.


Þegar Alþingi er ekki jarðtengt

Mikill farsi er í gangi á Alþingi þessa dagana.  Stjórnmálamennirnir sem ætluðu að sitja rólegir fram á næsta vor, í góðri innivinnu ásamt öllum fríðindunum sem fylgir þingmennskunni, vöknuðu upp við vondan draum nú í haust er þeir loksins mættu til vinnu eftir margra mánaða sumarfrí. Þjóðin er búin að segja þeim til syndana í skoðanakönnunum og segja að kúrsinn sé rangur. 

Þriggja flokka hjónaband gengur ekki upp líkt og í raunveruleikanum hjá fólki. Arfa vitlaus stefna stjórnmálaelítunar í mörgum málaflokkum gengur ekki upp, svo sem í útlendingamálum, orkumálum, samgöngumálum og fleiri málum. Ætlunin var að aðlaga raunveruleikanum að hugmyndafræðinni en hann lifir sínu lífi og tekur ekki mark á ranghugmyndir stjórnmála vitringanna.

Nú hefur það ótrúlega gerst en fimmti hver kjósandi segist ætla að kjósa Miðflokkinn. Sá flokkur segist stunda raunsæis pólitík frekar en einhver flokkur sem eltir einhverja hugmyndafræði sem gengur ekki upp. Það var Helmut Smith sem fann upp hugtakið "Real politik" í Vestur-Þýskalandi er hann sagði að Vestur-Þjóðverjar verði að lífa í raunveruleikanum og stunda sína pólitík eftir því.  Raunsæisstefna var tekin upp gangvart Sovétríkin og viðskiptin blómstruðu fyrir vikið og landið varð efnahagsveldi.

Annar flokkur virðist líka vera jarðtengdur en það er Flokkur fólksins. En aðrir flokkar geta bara ekki séð raunveruleikann eða fylgt eftir sína eigin sannfæringu. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn t.d. að ná fyrra fylgi ef hann stendur ekki í fæturnar eins og sjá mátti í málinu með drenginn sem fékk hæli í skjóli nætur, þrátt fyrir að kerfið hafi úrskurðað annað? Það dugar ekki að tuldra bænina, ef engin er trúin. 

Og þegar málstaðurinn er vondur, er ekki farið í boltann, heldur manninn. Friðjón skýtur hart á Sigmund – „Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli“ Góða fólkið er greinilega í öllum flokkum og er alltaf tilbúið að fara í vasa skattborgaranna eftir meira fé. Raunsæisfólkið segir sem er, vasarnir eru tómir og við getum ekki alið allt flökkufólk sem hingað kemur og vill komast á ríkisspenann.

Minni spámenn eru sendir af örkinni til að herja á andstæðinginn. Nú er Sigmundur Davið sakaður um útlendingahatur. En þá verður Friðjón að saka einnig 19% kjósenda um útlendingahatur sem styður flokkinn. Ekkert er rætt um að opin landamæri eru að sliga alla innviði landsins. Skólar landsins ráða ekki við að aðlaga útlenska nemendur að skólakerfinu og kenna þeim íslensku.  Heilsugæslan er sprungin og getur ekki tekið við alla útlendingana sem streyma inn í landið þúsunda talið árlega. Sjá má þetta á læknavaktinni, þegar aumingja fólkið leitar þangað sem hefur ekki önnur hús að venda, en hún er ávallt yfirfull. Bráðamóttakan stendur ekki undir nafni og fólk þarf að bíða í hálfan sólarhring eftir þjónustu sem á reyndar að vera bráðaþjónusta og varðar líf og dauða. Og fólk þarf að aka á holóttum vegum á leið á sjúkrahús enda ekki til peningar til að laga vegina. Allt er þetta einkenni þriðja heims ríkis, ekki velmegunarríkis.

Gamla fólkið má éta það sem úti frýs í bókstaflegri merkingu. Samkvæmt fréttum bíða örvasa gamalmenni á Landsspítalanum eftir vist á elliheimili og talan er alltaf sú sama, ár eftir ár, um hundrað manns eru fastir á sjúkrahúsinu og taka dýrmæta starfskrafta frá sjúklingum. Ekki er byggt nóg af húsnæði fyrir gamla fólkið. En það er ekkert mál að koma 400 hælisleitendur fyrir í JL húsinu. Málið er reddað fljótar en hendi er veifað. Unga fólkið fast heima, því ekki er til húsnæði fyrir það. Þetta sér venjulegt fólk, Jón og Gunna, sem er búið að fá nóg. Það lætur ekki forréttindastéttar fólk sem fæðist með silfurskeið í munni, ekki hræða sig lengur og kýs þann flokk sem það heldur að lagi ástandið.

Ekki mun VG laga ástandið, eða Sjálfstæðisflokkurinn eða hinn ósýnilegi flokkur, Framsókn, sem er bara þarna og gerir ekki neitt. Ösku VG verður dreift á öskuhauga sögunnar fljótlega, spurningin er bara hvenær. Sjálfstæðisflokkurinn fær sitt kærkomna frí og finnur vonandi ræturnar fyrir hundrað ára afmælið 2027. Framsókn verður kippt í ríkisstjórn í algjöri neyð, ef stjórnarkapallinn spilast þannig. Íslendingar eru í tilvistakreppu.


Kennurum að kenna eða kerfinu varðandi námsárangur nemenda í námi?

Nú eru kennarar að fara í skæru verkföll.  Athyglisverð taktík sem er í gangi sem tíminn verður að leiða í ljós hvort beri árangur.

En spurningin er hverjum er að kenna hvernig íslenskum börnum gengur í lærdómi sínum? Í raun er ekki hægt að hengja einn aðila og segja hann vera sekan.  Margt sem spilar inn í. Fyrst og fremst er um að ræða breytt þjóðfélag.  Tæknibreytingar hafa leitt til þess að börn lesi síður heima og eru frekar föst í snjalltækjum þar sem allt umhverfið er á ensku. Engin æfing í íslensku þar og það heyrist á máli barnanna. Þar með er bókalestur lúxus og sjaldgæft fyrirbrigði. Líklega lesa börnin meira í skólanum svo í kallaðan yndislestur en heima við.

Foreldrarnir hafa afhent uppeldið að miklu leyti til skólanna og ætlast til að þeir séu uppalendur enda þeir fastir í vinnu og heimilisstörfum megnin hluta dagsins. Lítill tími fyrir gæða stundir og eða lestur. 

Svo er það að stór hluti nemenda er af erlendum uppruna, sem annað hvort eiga foreldra sem eru erlendir eða af erlendum uppruna. Íslensku kunnáttan verður fyrir vikið lítil og oft kunna börnin betri íslensku en foreldrarnir.  Er ekki sagt að íslensku nám hefjist á fyrsta aldurs ári?  Þegar svona stór hópur sem hefur engan bakgrunn í íslensku, birtist þetta óhjákvæmilega í almennum námsárangri í íslensku og í raun öllum öðrum kennslugreinum, því þær byggja allar á íslenskunni. Líka stærðfræðin. Enginn sem ræðir þessa ástæðu opinberlega.

Svo er það spurningin um kerfið eða kennarann....hver ber meiri ábyrgð á ástandinu? Svarið er einfalt, kerfið. Af hverju? Jú, síðan opnum skóla var komið á og grunnskólinn færður í hendur sveitafélaga, hefur skort fjármagn og mannskap.

Aldrei, og þá meinar bloggritari aldrei hefur fjármagn verið tryggt til þess að stoðþjónustan (sérkennarar og þroskaþjálfarar og aðrir sérfræðingar eins og atferlisfræðingar) sé næg í skólakerfinu. Í bekkinum er allt litróf mannlífs sett undir sama hatt, þótt allir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Kennarinn, án aðstoðar, er látinn sinna 20+ nemendum og það sjá allir sem kunna að leggja saman, að hann nær ekki að sinna öllum í 40 mínútna kennslustund. Ekki möguleiki. Þarna sitja eftir nemendur sem þurfa mikla athygli og stuðning. Bæði þeir nemendur sem teljast slakir námslega séð en einnig þeir sem eru afburðar námsmenn (þeir fá aldrei athygli né námsefni við hæfi).

Úr þessu kemur miðjumoð þar sem engum er þjónað er kennsludegi er lokið. Þeir foreldrar sem fylgjast grant með námi barna sinna ná að fylla í skarðið þar sem kerfið bregst. Allir eru af vilja gerðir, kennarinn og foreldarnir en ekki kerfið sem segir, við eigum ekki til fjármagn....

Talandi um kennarann, þá er hann ekki betur settur en úttaugaður hjúkrunarfræðingurinn sem hleypur stöðugt hraðar til að uppfylla allar skyldur.  Kennarinn er ekki bara kennari, hann er uppalandi, hann er ráðgjafi (fyrir foreldra), hann þarf stöðugt að vinna í teymisvinnu, með öðrum kennurum, skólastjórnendum og foreldrum.  Hann þarf stöðugt að upplýsa alla í kringum sig hvernig gengur með nemandann eða bekkinn. 

Kennarinn er allt í senn, verkefnastjóri en gríðarleg skipulagning er krafist af honum og hver mínúta skipulögð. Hann er líka mannauðsstjóri en hann er leiðtogi bekkjarins og tengir saman nemendur innbyrðis, bekkinn í heild sinni og er milliliður skólans við foreldra. Hann er líka sérfræðingur í kennsluefninu sem hann kennir, vei honum ef hann veit ekki hvað hann er að kenna. Kennarinn tekur með sér starfið heim enda eltir tölvupósturinn hann heim.

Nú standa kennarar í kjarabaráttu og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir vilja styttingu vinnutímans en fá eins og hundurinn sem snýkir mat af kapitalistanum, skottið af sjálfum sér sem sá síðarnefndi sker af honum. Ekkert bitstætt og engin raunveruleg stytting skólaárs eða skyldu. Aðeins er skorið af undirbúningstíma, sem er bráðnauðsynlegur fyrir faglegt starf.

Skóladagurinn, skólavikan, skólaönnin og skólaárið er það sama fyrir kennarann. Kennarastéttin var það skyni skroppin að semja af sér sumarfríið 2006 um tvær vikur, skólaárið lengt sem því nemur en launahækkunin sem kennarar fengu hvarf á einu ári í verðbólgu.

Það er næsta furða að enn veljast frábært fólk, sem nú er hámenntað og með meistaragráðu í faginu, til starfa í skólum landsins. Á herðum þeirra hvílir sú ákvörðun hvort hér þróast hátækni samfélag eða þriðja flokks ríki. Þetta er í höndum stjórnvalda sem verða að girða sig í brók, ekki bara varðandi menntakerfið, heldur einnig heilbrigðiskerfið, sem er efni í aðra langa grein.


Nýir leiðtogar VG hafa sannað að þeir eru harðlínu kommúnistar

Ekki nóg með það, heldur brjóta tveir fremstu forvígismenn flokksins stjórnsýsluhefðir, ef ekki lög með gjörðum sínum.

Er til dæmis eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra með sértækt mál um miðja nótt sem ríkisstofnun er búin að úrskurða um en ráðherrann vill fá betri útkomu? Eða núverandi formaður er illa við ákveðinn atvinnurekstur og kippir fótum undan fyrirtæki í rekstri á elleftu stundu?

Svona ákvaðanir kallast á mannamáli geðþótta ákvarðanir og þessir ráðherrar halda heilli ríkisstjórn í gíslingu. Það er engin furða að fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum þegar enginn ráðherra flokksins er með bein í nefinu eða getur staðið í ístað eða rekur upp stunu þegar traðgað er á þeim. Þingmenn Miðflokksins þurfa að verja Sjálfsstæðismenn, þegar hinir síðarnefndu bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð.

Hvernig á maður að kalla svona stjórnmál? Frekju stjórnun?


Hvernig þróast stríðsátökin í Miðausturlöndum?

Það er að komast skýrari mynd á átökin og hvert þau stefna. Svona stefna þau líklega. Ísraelar loka og taka yfir landamæri Gaza við Egyptaland og koma þannig í veg fyrir frekari smygl á vopnum til svæðisins.

Ef mið er tekið af Líbanon stríðinu 1982, linna þeir ekki látum fyrr en Hezbollah er svipt völdum. Þannig var það með PLO, hersveitir þeirra voru reknar úr landi og fullur sigur í höfn.

Varðandi Íran, þá sjá Ísraelar (búnir að bíða lengi eftir tækifæri) til að ráðast á kjarnorku framleiðslu stöðvar þeirra. Valið er á milli þess að taka út kjarnorkugetu Írans eða olíu framleiðslu þeirra en 50% af útflutningi þeirra er olía og gas.

Þessi leið mun leiða til olíuskorts og átök við nágrannaríki og því ekki líkleg. En þeir verða að taka út kjarnorkuvopna framleiðslu Írana, annars hangir sú hætta stöðugt yfir. Svo munu þeir halda áfram að drepa háttsetta leiðtoga innan Írans og hjálpa andspyrnuhreyfingar ásamt CIA að velta ríkisstjórninni úr sessi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband