Ætlar RÚV að stjórna málfar á Íslandi?

Bloggritari rakst á frétt í DV þar sem talað er um Belarús í stað Hvíta-Rússland. Maður er dálítið hissa á að aðrir fjölmiðlar taki mark á RÚV sem vildi breyta landaheitinu. RÚV þykist vera með gott íslenskt mál á dagskrá sem fjölmiðilinn hefur ekki. 

Ef maður slær inn Belarus á ensku í Google translate kemur upp hið frábæra hugtak og landaheiti: Hvíta-Rússland. Gagnsætt hugtak en ef maður notar RÚV útgáfuna, er það Belarús! Hver skilur það?  Fegurð íslenskunnar liggur í gagnsæi orðanna; maður sér orð í fyrsta skipti og skilur það án útskýringa. Nokkuð sem enska hefur ekki enda blendingur af latínu, norrænu og keltnesku.

Því miður reið Utanríkisráðuneytið á vaðið með þetta orðskrípi árið 2021. Að sögn Sveins H. Guðmarssonar, deildarstjóra upplýsingadeildar ráðuneytisins, var sú ákvörðun tekin snemma árs 2021 að tala einvörðungu um Belarús.

Sveinn segir að nokkrar ástæður liggi að baki. Í fyrsta lagi sé það eindreginn vilji þorra landsmanna að landið þeirra sé frekar kallað Belarús en Hvíta-Rússland. „Má sérstaklega nefna að Svietlana Tsikhanouskaya, leiðtogi lýðræðisaflanna í Belarús, hefur lagt áherslu á að vísað sé til landsins með þessu heiti.“ Í öðru lagi sé Belarús opinbert heiti landsins og það er notað mjög víða, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 

Kjarni málsins er þó, eftir allt, að við notum aldrei beint orðið sem landsmenn nota sem er Gudija eða Respublika Belarus. Þegar borgarheiti og landaheiti eru þýdd, má nota þá útgáfu sem hentar viðkomandi landi. Við erum að nota íslensku útgáfuna af landaheitinu og við verður að skilja hana.  Tökum dæmi: London er stundum kölluð Lundúnir. Ekkert að því.  

Svo er það annað hvort landið verði mikið lengur frjálst, því einræðisherra ríkisins er á síðasta snúningi, hefur stjórnað landinu í 30 ár og algjörlega undir hæl Kremlar. Talið er að Pútín sé með áæltun um innlimun.  Hvað á þá að kalla landið ef af verður?

Megi Hvíta-Rússland dafna lengi vel og vera sjálfstætt um ókomna framtíð.


Einstakir atburðir að gerast í Bandaríkjunum

Algjört uppgjör á sér stað við djúpríkið í Bandaríkjunum.  Líkt og í öðrum vestrænum ríkjum, er ríki innan ríkisins - djúpríkið.  Það er her embættismanna og starfsmanna ríkisstofnanna.  Aragrúa reglugerða verða til innan ráðuneyta og stofnanna og drög að lögum fyrir kjörna stjórnmálamenn. Ef menn muna eftir bresku þáttaröð "Yes minister", þá má sjá hvernig embættismaður, ráðuneytisstjóri, stjórnar í raun ráðuneytinu en ráðherrann kemur og fer. Það er ekkert lýðræðislegt við það. Minni á að Forn-Grikkir létu kjósa í öll embætti og menn gegndu því tímabundið.

Með því að bjóða 2 milljónir ríkisstarfsmanna í Bandaríkjunum upp á geta sagt upp störfum á biðlaunum, er verið að skera niður í bálkninu og ekki veitir af. Samkvæmt skoðanakönnun mæta aðeins 6% ríkisstarfsmanna á vinnustað en hinir kjósa að "vinna" heiman frá. Heilu stofnanir eru hálf tómar, aðeins öryggisverðir mæta daglega í vinnu.  Talið er að 10% þiggi boðið. En hinir sem eftir eru, eru ekki öruggir. Mörgum verður sagt upp eða stöður þeirra leggjast niður, því það á að leggja niður heilu ríkisstofnanirnar.  Það er furðulegt hversu margt ríkisstarfsfólk eru (líka á Íslandi) þegar haft er í huga að pappírsvinna er nánast orðin að engu.  Allar umsóknir eru rafrænar og jafnvel afgreiðslur þeirra eru það einnig.

Annar angi á að draga niður í ríkisútgjöldum er DOGE (e. The Department of Government Efficiency (DOGE)) sem má þýða sem "hagræðingadeild ríkisins".

Upphaflega yfirlýstur tilgangur DOGE var að draga úr sóun á eyðslu og útrýma óþarfa reglugerðum. Hins vegar, samkvæmt framkvæmdaskipuninni sem setti það á fót, er formlegur tilgangur þess að "nútímavæða alríkistækni og hugbúnað til að hámarka skilvirkni og framleiðni stjórnvalda".

Undir forystu kaupsýslumannsins Elon Musk var deildin tilkynnt af Donald Trump, þáverandi forseta, í nóvember 2024 fyrir annað kjörtímabil sitt. Upphaflega átti Vivek Ramaswamy að leiða með Musk, en hann hætti áður en verkefnið hófst. Stofnunin var stofnuð með framkvæmdaskipun 20. janúar 2025 og á að ljúka störfum 4. júlí 2026. DOGE er með skrifstofu í Eisenhower Executive Office Building og mun hafa um 20 starfsmenn þar með teymi sem eru innbyggð í alríkisstofnanir.

DOGE stefnir að því að draga úr alríkisútgjöldum um allt að 2 billjónir Bandaríkjadala á næsta áratug. Fyrirhugaðar aðferðir fela í sér að útrýma óþarfa stofnunum, fækka alríkisvinnuafli og draga úr sóun á útgjöldum. Til dæmis hefur Musk lagt til að leggja niður fjármálaverndarskrifstofu neytenda og er að íhuga sameiningu eða brotthvarf annarra alríkisstofnana.

Á fjárhagsárinu 2024 voru heildarútgjöld bandarískra alríkisfjárlaga um 6.752 billjónir Bandaríkjadala, sem leiddi til halla upp á um 1.833 billjónir Bandaríkjadala.

Þó að fyrirhuguð 2 trilljón dala lækkun DOGE sé metnaðarfull, myndi það krefjast verulegra breytinga á alríkisáætlunum og stofnunum. Gagnrýnendur halda því fram að svo djúpur niðurskurður gæti haft áhrif á nauðsynlega þjónustu og gæti staðið frammi fyrir verulegum pólitískum og lagalegum áskorunum sem þegar eru byrjaðar er þetta er skrifað.

Bandaríkin eru ekki fyrst með þetta, Argentína reið á vaðið og hefur náð umtalsverðum árangri á einu ári. Öll vestræn ríki eru að fylgjast með þessari tilraun og búast má við að fleiri ríki fari sömu leið. Valkyrjustjórnin reyndi nú í mánuðinu með kjánalegum hætti að stæla þetta með því að biðja almenning um að koma með sparnaðar tillögur. Sem auðvitað verður ekki farið eftir. Það þarf algjöra uppstokkun á stofnannakerfi Íslands, ekki bara að spara aura og krónur hér og þar. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun voru stöðugildi á vegum ríkisins 27.694 þann 31. desember 2022. Hvað er allt þetta fólk að gera? Þess má geta að lokum að Reykjavíkurborg er með 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg. Er það ekki dálítið yfirdrifið?  Sækja má fyrirmyndir til íslenskra banka hvernig þeim hefur tekist að fækka bankastarfmönnum og útibúum (kannski einum of).

 

 


85% Grænlendinga vilja ekki vera Bandaríkjamenn

Þá er það ljóst og Trump getur þá einbeitt sér að því að komast í staðinn yfir námur Grænlands og byggt herstöðvar.  Þótt Trump sé voldugur verða menn að muna að Bandaríkjaforseti getur bara háð stríð í einn mánuð, ef ské kynni að óvænt stríð brjótist út en eftir einn mánuð verður hann að fá blessun Bandaríkjaþings sem er næsta ólíklegt, þótt flokkur hans sé undir hæl hans.

Svo er það að lýðræðisríki ráðast sjaldan á önnur lýðræðisríki. Oftast er um að ræða átök á milli einræðisríkja og lýðræðisríkja. En það eru þó dæmi um slíkt. Hins vegar þarf Trump að fara gegn bæði NATÓ og ESB ef hann ætlar að taka Grænland með valdi og gegn vilja fólksins og Danmörk og það væri að brenna allar brýr að baki sér. Bandaríkjamenn eiga bara fáa raunverulega "vini" í heiminum og það eru enskumælandi ríkin og Evrópuríkin ásamt fáeinum ríkjum í Asíu.

Trump 2.0 er annar maður en Trump 1.0.  Hann veit að hann hefur bara fjögur ár, þarf ekki að berjast fyrir endurkjöri og það að hann missti næstum lífið síðastliðið sumar, hefur breytt manninum. Hann er reynslunni ríkari eftir fyrra kjörtímabil og honum er slétt sama um álit annarra m.a. vegna þess að hann hefur fengið tvær embættisafglapa ákærur, þrjár til fjórar málsóknir, tvær morðtilræði (eru fleiri sem voru undirbúin)og þetta allt hefur gert hann hættulegan því hann sigraðist á allar raunir. Hann lítur á sig sem ósigrandi og allar árásirnar hingað til, hafa bara hert hann. Andstæðingum hans hefur tekist að gera hann hættulegri en áður.  Trump mun því tuddast áfram næstu fjögur árin og gera Bandaríkin að því heimsveldi sem það er í raun.

P.S. Eina fólkið sem sækist eftir að verða Bandaríkjamenn er þriðja heims fólk. Evrópubúar (Grænlendingar meðtaldir) eru vanir lífgæðum sem fæstir Bandaríkjamenn njóta. Svo sem góðan (elli)lífeyrir, lengra orlof, "ókeypis" heilsugæslu og velferðakerfi. Skil Grænlendinga vel, þótt Danir séu ekki sérstakir húsbændur.

 


Valkyrjustjórnin byrjar illa í banana lýðveldinu Ísland

Valkyrjurnar þrjár eru varla farnar að starfa saman í ríkisstjórn en samt hrannast upp spillingarmálin.  Það er ferskt í minni er fjölmiðlar dásömuðu frúrnar þegar ríkisstjórnin var mynduð. Eins og það skipti einhverju máli hvort það séu karlar eða konur sem séu við stjórnvölinn.  Svona hugsanaháttur er angi af woke hugsunarhætti, að meta eftir kyni en ekki verðleikum.

Nú er að koma í ljós að ekki er riðið feitum hesti af stað. Formennirnir þrír eru allir að ganga á bak kosningaloforða eða framfylgja stefnu sem var ekki á dagskrá eða kynnt fyrir kjósendum sem stefnumál. Hér erum við að tala um inngöngu í ESB, áframhaldandi stuðning við Úkraínu, kosningaloforð um 450 þúsund krónur til elli- og örorkuþega o.s.frv.

Kristrún var ekki boðuð á fund norrænu forsætisráðherranna um vanda Grænlands þátt fyrir að Grænland er nágrannaríki Íslands og hagsmunir þess skarast meira við Ísland en Danmörk, a.m.k. í framtíðinni er Grænland verður sjálfstætt. Þetta sýnir áhrifaleysi Íslendinga og stöðu Íslands sem örríkis sem getur ekki einu sinni haldið uppi trúverðugar varnir.

Þorgerður hleypur til ESB og knýr aðildastjóra sambandsins til að lýsa yfir að umsóknin sé gild, þrátt fyrir að ESB hafi birt á vefsetri sínu að svo sé ekki og svarað öðrum íslenskum stjórnmálamönnum að umsóknin sé fallin úr gildi. Svo er flogið til Úkraínu og talað við forseta sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð til að stjórna landi sínu sem er eitt spilltasta land Evrópu.

Og hvar á að byrja með Ingu? Spillingarmálin hrannast upp og þótt hún sé kjaftfor getur hún ekki hulið eða afneitað staðreyndir.

Staðreyndirnar eru: bókhald flokksins er í ólestri; flokkurinn hefur starfað sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur frá stofnun; landsfundur hefur ekki verið haldinn og ekkert lýðræði er innan flokksins; kosningaloforð dregin til baka og má þar nefna 450 þúsund króna lágmarks laun til elli- og öryrkja, standa nú á bakvið bókun 35 en á móti áður og orkupakkar framtíðarinnar samþykktir. Hvað hefur þá flokkurinn gert vel? Jú, gagnvart strandveiðum landsins hefur hann staðið sig. 

Það þýðir ekkert að benda á spillingu innan Sjálfstæðisflokksins þegar talað er um spillingu innan þessara þriggja stjórnarflokka. Formennirnir verða líta í eigin barm sem þær munu ekki gera.

P.S. Getur verið  allt þetta ESB blæti og afskipti af Úkraínu sé merki um minnimáttarkennd íslenskra stjórnmálamanna sem vita sem er, að þeir eru litlir karlar og konur í alþjóðasamfélaginu? Reynt sé að gera sig stærri en þau eru? Og af hverju er hraunað yfir Bandaríkjaforseta sem hefur mest um örlög Íslands að segja af öllum erlendum þjóðleiðtogum? Hann fékk hamingjuóskir forseta Íslands eftir dúk og disk og núverandi formenn hafa lítið jákvætt um karlinn að segja. Kannski eru þær óvart með rétta stjórnarstefnu gagnvart Bandríkjunum, best að hann viti sem minnstu um Ísland eða fái áhuga á landinu.


Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram á sömu brauti?

Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram á woke brautinni? Svo er að sjá ef Áslaug verður formaður flokksins. Hún er fulltrúi vinstri arm flokksins, ungra Sjálfstæðismanna sem eru Sjálfstæðismenn bara að nafninu til. Í Bandaríkjunum eru stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum sem framfylgja ekki stefnu flokksins, kallaðir RINO eða "Republican in name only".

Stundum eru stjórnmálamenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum kallaðir samflokksmenn, því ekki er hægt að sjá mun á stefnu þeirra. Og það eru slíkir Repúblikanar sem hafa gengið af stefnu sinni, ekki Demókratar.

Sama fyrirbrigði má sjá hjá Sjálfstæðisflokknum og Íhaldsflokknum breska og auðvitað biðu báðir flokkar afhroð í síðustu kosningum.

En af hverju þetta afhroð? Jú, hvorugir flokkarnir tóku slaginn við vinstrið í menningar- og samfélagsmálum. Sama átti við um Repúblikanaflokkinn áður en Trump tók við honum, flokkurinn var bara þarna og það hvarfnaðist hægt og rólegur úr honum. En Trump tók slaginn og vann eftirminnilega og hann talaði gegn wokismann.  Woke tímabilið er búið í BNA, a.m.k. næstu 4 árin.

En Sjálfstæðismenn hafa aldrei þorað að vera hreinn hægri flokkur og verja hefðbundin gildi og elt alla vitleysu úr rani vinstri manna, aka ný-marxista, svo mjög að erfitt er að sjá mun á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingarinnar. Þeir hafa meira segja verið í fararbroddi í innleiðingu wokismans.

Það hafa hins vegar smáflokkarnir Miðflokkurinn og UK Reform í Bretland þorað að gera og uppskorið eins og þeir sáðu.

Ekki er hægt að sjá öflugan leiðtoga meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Arnar Þór, ef hann hefði fengið brautargengi, hefði orðið öflugur leiðtogi. Hann þorir að segja hug sinni. Það er því hætt á að Sjálfstæðisflokkurinn verður orðinn að örflokki á hundrað ára afmæli sínu 2027 og hverfa yfir móðuna miklu ásamt Framsóknarflokknum.  Áslaug myndi sóma sér vel í Viðreisn eða Samfylkingunni eftir það.


Af hverju hefur verg framleiðsla ESB minnkað í samanburði við Bandaríkin?

Undanfarin 25 ár hefur almennt verið meiri hagvöxtur í Bandaríkjunum miðað við Evrópusambandið (ESB). Milli 2010 og 2023 var uppsafnaður hagvöxtur 34% í Bandaríkjunum samanborið við 21% í ESB. (Heimild: Polytechnique Insigns).

Þessi mismunur er að miklu leyti rakinn til mismunandi framleiðniaukningar. BNA hefur séð meiri framleiðniaukningu, að hluta til vegna meiri fjárfestingar í nýrri tækni og meiri útgjalda til rannsókna og þróunar. Árið 2022 nam fjárfesting í nýrri tækni 5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum samanborið við 2,8% á evrusvæðinu. Á sama hátt voru útgjöld til rannsókna og þróunar 3,5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum og 2,3% á evrusvæðinu (heimild: Polytechnique Insigns).

Árið 2023 varð munurinn meira áberandi, þar sem hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst í 2,5% úr 1,9% árið 2022, en hagvöxtur á evrusvæðinu minnkaði í 0,5% úr 3,4% árið 2022.

Til að brúa þetta bil benda sérfræðingar á að Evrópa þurfi að auka fjárfestingu í tækni og rannsóknum, sem og innleiða skipulagsbreytingar til að auka framleiðni og samkeppnishæfni en það mun sambandið ekki gera. Sjá má það af því að Bandaríkjastjórn er að fá 500 milljarða innspýtingu í gervigreindar greinina og eflaust mun hátt í trilljón dollara fjárfesting Sáda fara í frumkvöðlastarfsemi. Á sama tíma ætlar ESB að setja reglugerðir og stíga á brensurnar gagnvart gervigreindinni.  

Gervigreindin líkt og kjarnorkusprengjan verður ekki stöðvuð og allir vita, ef þeir ná ekki tökum á henni, mun óvinurinn gera það og nýta hana í hernaði.

Evran er ekki beisin heldur. Undanfarin 25 ár hefur evran (EUR) upplifað verulegar sveiflur gagnvart Bandaríkjadal (USD), undir áhrifum af ýmsum efnahagslegum, pólitískum og markaðsþáttum.

Evran var tekin upp árið 1999 og byrjaði á genginu um það bil 1,17 USD. Hins vegar lækkaði hún fljótt, fór niður fyrir jöfnuð við USD og náði lágmarki í um 0,82 USD síðla árs 2000. Þessi lækkun var rakin til efasemda um styrk evrunnar og efnahagslega samheldni evrusvæðisins (heimild: FOREX)

Frá og með árinu 2002 hóf evran styrkingartímabil, knúið áfram af bættum efnahagsgögnum á evrusvæðinu og minnkandi trausti á USD vegna geopólitískrar áhættu og eftirmála dot-com bólunnar. Gengi EUR/USD hækkaði í sögulegu hámarki yfir 1,60 USD í júlí 2008.

Eftir fjármálakreppuna 2008 varð evran fyrir sveiflum, undir áhrifum af skuldakreppum evrusvæðisins og stefnubreytingum bandaríska seðlabankans. Gengi EUR/USD sveiflaðist á þessu tímabili sem endurspeglar óvissa efnahagsumhverfið.

Frá og með árinu 2014 lækkaði evran almennt gagnvart USD, með áberandi sveiflum. Seint á árinu 2022 féll EUR/USD um stund undir jöfnuði í fyrsta skipti í tvo áratugi, undir áhrifum af árásargjarnum stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og efnahagslegum áhrifum Rússlands og Úkraínudeilunnar á Evrópu.

Árið 2023 sýndi evran nokkurn bata, þar sem gengi EUR/USD fór hæst í 1,12 USD. Hins vegar, í janúar 2025, hafði gengið lækkað í um það bil 1,03 USD. Þættir sem stuðla að þessari nýlegu lækkun eru væntingar markaðarins um frammistöðu í efnahagsmálum Bandaríkjanna og hugsanlegur vaxtamunur á milli Seðlabanka og Seðlabanka Evrópu.

Gengi Evrunnar hefur verið flöktandi þessi tuttugu og fimm ár. En sósíaldemókratíska stefnan sem hefur stýrt Evrópusambandi svo lengi hefur gengið sér til húðar. Óheiftur innflutningur ólöglegra innflytjenda og ráðaleysi ESB til að ráða við vandann er að valda mikilli óeiningu og ótta Evrópubúa. Óeirðirnar í Bretlandi (sem hefur sömu stefnu og sambandið undir forystu Verkamannaflokksins)og mótmælin í Þýskalandi vegna árása flóttamanna á saklaust fólk, hefur leitt til þess að áður taldir hægri jaðarflokkar eru að ná völdum. Og þeir vilja loka landamærunum og í Þýskalandi munu Þjóðverjar segja sig úr Schengen. Þeir eru þegar búnir að loka landamærunum að hluta til.

Með öðrum orðum verður efnahags- og félagslegur órói framundan og ekki bætir úr skák að græna stefnan er að drepa efnahagsvél álfunnar og þegar er mikill orkuskortur. Hann verður áfram ef ekki verður beygt af dýrum orkukostum eins og vind- og sólarorku og snúa aftur að jarðeldsneyti og gas.

Að lokum. Evrópumenn ættu að passa betur upp á eignir sínar, svo sem Grænland. Trump heldur áfram áróðri sínum um að Grænlendingar "þrái" að gerast Bandaríkjamenn og bullar um að Danir séu óvinveittir ef þeir láti eyjuna ekki af hendi. Á köflum er Trump "búllí" eða eins og það hét einu sinni, hrekjusvín. Það er þá fyrir Dani að standa á fætur og rétta úr sér eins hátt og þeir geta og segja, sem þeir hafa gert, þú færð ekki nestið mitt, bless. Grænlendingar vilja ekki vera Bandaríkjamenn, þótt Trump segi það. Trump Jr. hitti fyllibyttur í Nuuk sem þáðu ókeypis máltíð og lýstu yfir í þakklætisskyni yfir ást sína á Kanann.

Það væri algjör hörmung fyrir Grænlendinga að lenda undir stjórn Bandaríkjanna, það þarf ekki annað en að horfa á örlög indíána og inúíta í Alaska til að sjá að þar er engin björt dögun. Ef eitthvað er, mundu þeir missa menningu sína á methraða og vera útkjálka krummaskuð, talandi á bjagaðri ensku, með MacDonalds á hverju horni í Nuuk.

Og ekki taka Trump á orðunum um hertöku. Grænland er í NATÓ og ekki fer Trump í stríð við Evrópu.

Og P.S. á lokaorðin. Ísland er í miðju Atlantshafi með tvo risa sitthvorum megin við sig. Það þarf að passa sig á að vera ekki troðið undir í darraðadansi stórveldanna sem er framundan.


Eina lausn vinstri manna á efnahagsvanda er að hækka skatta!

Leti stjórnmálamannsins eða er það heimska?, er að hækka skatta þegar illa stjórnað stjórnkerfi vantar fé.  Nú vilja ungir jafnaðarmenn = Samfylkingarmenn að hækka fyrirtækjaskatta upp í 25% sem virðist vera tala tekin úr lausu lofti. Ekki á að spara eða hagræða. Bara taka úr vösum fólks. 

Sumir segja að fyrirtæki eru ekki fólk, en það er ekki rétt. Það er fólk sem á fyrirtækin, sem flest eru smá, og það hefur starfsfólk sem treystir á fyrirtækið sér til viðurværis.

Það munar um hvert prósentustig sem skattar eru hækkaðir, því að fyrir eru fyrirtæki og einstaklingar ofurskattaðir. Vill minna á að tekjuskattar hækkuðu um áramótin 2024/25 eins og þeir gerðu áramótin áður.

Ekki byrjar valkyrjustjórnin vel. Það á að neyða ofan í okkur ESB umsókn og þjóðaratkvæði, þótt engin eftirspurn sé eftir hrunið Evrópusamband. Og Ísland var að gera tvo fríverslunarsamninga, við Kosovo og Taíland, sem það hefði ekki geta gert ef landið væri í sökkvandi Titanic skipi Evrópusambandsins.

Einn stjórnarflokkanna á í erfiðleikum með bókhald sitt og kann ekki að skrá stjórnmálaflokk sem stjórnmálaflokk hjá RSK (sem er mjög auðvelt verk). Svo á hann að sjá um bókhald þjóðarinnar!

Allir stjórnarflokkarnir eru hlyntir skattahækkunum, enda allir vinstri flokkar.  Allir vilja gera svo mikið með peninga okkar fyrir sitt fólk. Svo þóttust flokkarnir vilja hagræða í anda DOGE í ársbyrjun og báðu um tillögur borgaranna.  Ekki ein einasta stofnun verður aflögð, það verður niðurstaðan. Styrkjakerfi ríkisins á útopnu o.s.frv. Það er því þung tíð framundan fyrir skattborgarann.


Útgjöld Íslands til varnarmála 2025

Donald Trump ýjar að því að aðildarþjóðir NATÓ greiði allt 5% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Fyrir Ísland, sem eitt aðildarríkja NATO, myndi það þýða að útgjöld ríkisins til varnarmála yrðu rétt um 216 milljarðar króna sem myndi þýða verulega hækkun útgjalda til þessa málaflokks.

Krafa Trumps um að aðildarþjóðir NATÓ greiði 2% er alls ekki ósanngjörn, því að þær samþykktu árið 2014 að hækka framlög sín upp í 2% fyrir árið 2024.

Sem stendur hafa tveir þriðju hlutar meðlima þess (23 af 32) staðið við þessa skuldbindingu og munu sameiginlega eyða 1,47 billjónum dollara í varnarmál á þessu ári. Þetta er meira en aðeins 10 lönd sem uppfylltu 2 prósent viðmiðunarregluna árið 2023 og þrjú lönd sem stóðu við skuldbindinguna árið 2014. Þetta er í dag hið almenna viðmið NATO um útgjöld til varnarmála.

Flest aðildarríkja NATO hafa hækkað útgjöld til varnarmála síðan Rússland réðst inn í Úkraínu 2022. Nú nær meirihluti þeirra tveggja prósenta viðmiðinu en ekkert þeirra, þar með talið Bandaríkin sjálf, eyða fimm prósentum, eða meira, af vergri landsframleiðslu í varnarmál.

Ljóst er að Ísland nær ekki tveggja prósenta viðmiðinu en sumir íslenskir stjórnmálamenn, til að mynda Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem lét af embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði, hafa sagt nauðsynlegt að íslenska ríkið auki útgjöld til varnarmála.

DV skoðaði málið í vikunni og það segir:

"Þegar skoða á hversu mikið íslenska ríkið eyðir í varnarmál fer það eilítið eftir hvað miðað er við. Í fjárlögum ársins 2025 kemur fram að framlög til samstarfs um öryggis og varnarmál (sem er kóðorðið fyrir varnarmála framlög) verði 6,8 milljarðar króna og í fylgiriti með fjárlögunum er þessi útgjaldaliður einfaldlega kallaður varnarmál. Framlag til stofnunarinnar NATO er 213 milljónir en það er flokkað undir samingsbundin framlög vegna alþjóðasamstarfs.

Þessir útgjaldaliðir heyra undir utanríkisráðuneytið en inn í þessum tölum er hins vegar ekki rekstur Landhelgisgæslunnar sem gegnir stóru hlutverki við varnir hins herlausa Íslands, til að mynda með ratsjáreftirliti og við að verja landhelgina, en hún heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Framlög til hennar í fjárlögunum eru 8,2 milljarðar króna.

Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um hversu mikil í heild verg landsframleiðsla var á árinu 2024 en árið 2023 var hún 4.321 milljarður króna. Fimm prósent af þeirri upphæð eru 216 milljarðar en tvö prósent eru 86,4 milljarðar.

Séu þessir útgjaldaliðir lagðir saman verður því ljóst að íslenska ríkið er töluvert frá því að uppfylla tvö prósent viðmiðið, hvað þá hið nýja fimm prósent viðmið Bandaríkjaforseta. Eigi síðarnefnda viðmiðið að nást þyrfti íslenska ríkið því að meira en tífalda útgjöld til varnarmála." 

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Nú er spurning hvort að Trump láti Ísland í friði, þar sem það hefur hækkað framlög sín jafnt og þétt, þótt ekki sé náð 2% markmiðinu. En ljóst er að Bandaríkjamenn eru að skoða allan heiminn og öllum steinum velt.  John Kennedy öldungardeildarþingmaður er t.a.m. að hvetja Trump að koma í veg fyrir að Bretar afhenti smáeyjuna Chago í Indlandshaf til Máritíus en þar hafa Bandaríkjamenn mikilvæga herstöð.

Trump 2.0 er annað dæmi en Trump 1.0.  Hann þarf ekki að berjast fyrir endurkjöri og það má sjá strax í verkum hans. Trump veit að andstæðingarnir eru uppgefnir, hafa reynt að fangelsa hann og lagt á hann embættisafglapa ákærður án árangurs. Repúblikanar ráða ríkjum á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin, hafa meirihlutann í Hæstarétti Bandaríkjanna og stjórn Trumps er skipuð dyggum stuðningsmönnum hans. Umboð hans er því algjört.


Fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar á spena ríkisins - okkar borgaranna

Þeir sem fá greiðslur fyrir einhverja þjónustu, eru aldrei sjálfstæðir.  Þetta á við um launafólk, samtök, stofnanir, félagasamtök, fjölmiðla og stjórnmálaflokka.

Það er því hæsta máta óeðlilegt að fjölmiðlar (sem starfa á samkeppnismarkaði) er úthlutað rekstrafé. Hvað verður þá um hlutleysið?  Fíllinn í herberginu hérna er RÚV.

Stjórnmálaflokkar fá úthlutað styrktarfé fyrir rekstur sinn. Hvers vegna svona félagasamtök eru styrkt af almannafé, fé okkar skattborgara, er óskiljanlegt. Eins og nýlegt dæmi sannar, skapar þetta vantraust og spillingu. Og smáflokkar = félagssamtök, sem ná ekki inn á þing, eiga ekkert með að fá peninga mína og þína.

Ísland er lítið land en með risastórt stjórnkerfi. Þetta u.þ.b. 400 þúsund manna þjóðfélag, á að standa undir stjórnsýslu sem er á umfangi á við 2 milljóna manna samfélag. Einhvers staðar verður að skera niður, minnka umfang bálknsins og beinasta leiðin er að skera niður styrkjakerfi hér á landi sem er umfangsmikið.  Alls kyn félagasamtök og einstaklingar fá styrki úr tómum ríkiskassa. Fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar bætast hér við og erum umfangsmikilir styrkjaþegar. Okkur vantar DOGE.


Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025

Eins og þeim er kunnugt sem lesa þetta blogg, hefur bloggritari gaman af góðum ræðum. Þar sem íslenskir fjölmiðlar bjóða ekki upp á þýðingu á ræðu Trumps, hefur bloggritari ákveðið með Goggle translate að þýða ræðu hans með lagfærðingum. Hún er eftirfarandi:

FORSETI: Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur kærlega fyrir, allir. (Klapp.) Vá. Þakka ykkur kærlega fyrir.

Vance varaforseti, Johnson forseti, Thune öldungadeildarþingmaður, Roberts dómstjóri, hæstaréttardómarar Bandaríkjanna, Clinton forseti, Bush forseti, Obama forseti, Biden forseti, Harris varaforseti og samborgarar mínir, gullöld Ameríku byrjar núna. (Klapp.)

Frá þessum degi mun landið okkar blómstra og njóta virðingar á ný um allan heim. Við munum njóta öfundast hverrar þjóðar, og við munum ekki láta misnota okkur lengur. Á hverjum einasta degi Trump-stjórnarinnar mun ég, mjög einfaldlega, setja Ameríku í fyrsta sæti. (Klapp.)

Fullveldi okkar verður endurheimt. Öryggi okkar verður endurreist. Réttlætisvogin verður jafnvægisstillt. Grimmri, ofbeldisfullri og ósanngjörnum vopnavæðingu dómsmálaráðuneytisins og ríkisstjórnar okkar mun ljúka. (Klapp.)

Og forgangsverkefni okkar verður að skapa þjóð sem er stolt, velmegandi og frjáls. (Klapp.)

Ameríka verður brátt stærri, sterkari og mun óvenjulegri en nokkru sinni fyrr. (Klapp.)

Ég kem aftur til forsetaembættisins fullviss og bjartsýnn á að við séum við upphaf nýs spennandi tímabils árangurs á landsvísu. Breytingaöld gengur yfir landið, sólarljósið streymir yfir allan heiminn og Ameríka hefur tækifæri til að grípa þetta tækifæri sem aldrei fyrr.

En fyrst verðum við að vera heiðarleg um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Á meðan þau eru margar, munu þær verða tortímtar með þessum mikla skriðþunga sem heimurinn er nú vitni að í Bandaríkjunum.

Þegar við komum saman í dag stendur ríkisstjórn okkar frammi fyrir trúnaðarkreppu. Í mörg ár hefur róttæk og spillt stofnun sótt völd og auð frá þegnum okkar á meðan stoðir samfélags okkar lágu brotnar og að því er virðist í algjörri niðurníðslu.

Nú erum við með ríkisstjórn sem getur ekki stjórnað einu sinni einfaldri kreppu heima fyrir á sama tíma og hrasar inn í áframhaldandi röðr hörmungaratburði erlendis.

Hún tekst ekki að vernda okkar stórkostlegu, löghlýðnu bandarísku borgara en veitir griðastað og vernd fyrir hættulega glæpamenn, margir frá fangelsum og geðstofnunum, sem hafa farið ólöglega inn í landið okkar hvaðanæva að úr heiminum.

Við erum með ríkisstjórn sem hefur veitt ótakmarkað fjármagn til varnar erlendum landamærum en neitar að verja bandarísk landamæri eða, það sem meira er, sína eigin þjóð.

Landið okkar getur ekki lengur veitt grunnþjónustu á neyðartímum, eins og nýlega sýndi frábæra fólkið í Norður-Karólínu - sem hefur fengið svo illa meðferð - (lófaklapp) - og önnur ríki sem enn þjást af fellibyl sem átti sér stað í marga mánuði síðan eða, nýlega, Los Angeles, þar sem við horfum á elda loga enn á hörmulegan hátt frá því fyrir vikum, án þess þó sýna varnarvott. Eldarnir geisa í gegnum húsin og samfélögin, jafnvel hafa áhrif á suma af ríkustu og valdamestu einstaklingunum í landinu okkar - sem sumir sitja hér núna. Þau eiga ekki heimili lengur. Það er áhugavert. En við getum ekki látið þetta gerast. Allir geta ekki gert neitt í því. Það á eftir að breytast.

Við erum með opinbert heilbrigðiskerfi sem skilar ekki árangri á hörmungum, samt er meira fé varið í það en nokkurt land hvar sem er í heiminum.

Og við erum með menntakerfi sem kennir börnum okkar að skammast sín - í mörgum tilfellum að hata landið okkar þrátt fyrir ástina sem við reynum svo í örvæntingu að veita þeim. Allt þetta mun breytast frá og með deginum í dag og það mun breytast mjög hratt. (Klapp.)

Nýlegar kosningar mínar eru umboð til að snúa algjörlega og algerlega við hræðilegum svikum og öllum þessum mörgu svikum sem hafa átt sér stað og gefa fólkinu aftur trú sína, auð sinn, lýðræði og reyndar frelsi. Frá þessari stundu er hnignun Bandaríkjanna lokið. (Klapp.)

Frelsi okkar og dýrðleg örlög þjóðar okkar verður ekki lengur neitað. Og við munum þegar í stað endurheimta heilindi, hæfni og tryggð ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Undanfarin átta ár hef ég verið prófaður og ögraður meira en nokkur forseti í 250 ára sögu okkar og ég hef lært mikið á leiðinni.

Ferðin til að endurheimta lýðveldið okkar hefur ekki verið auðveld — það get ég sagt ykkur. Þeir sem vilja stöðva málstað okkar hafa reynt að taka frelsi mitt og raunar að taka líf mitt.

Fyrir aðeins nokkrum mánuðum, á fallegum akri í Pennsylvaníu, reif morðingjaskota í gegnum eyrað á mér. En ég fann þá og trúi því enn frekar núna þegar lífi mínu var bjargað af ástæðu. Mér var bjargað af Guði til að gera Bandaríkin frábær aftur. (Klapp.)

Þakka þér fyrir. Þakka þér fyrir. (Klapp.)


Þess vegna munum við á hverjum degi undir stjórn okkar bandarískra föðurlandsvina vinna að því að mæta hverri kreppu með reisn og krafti og styrk. Við munum hreyfa okkur af ásetningi og hraða til að endurvekja von, velmegun, öryggi og frið fyrir borgara af öllum kynþáttum, trúarbrögðum, litarháttum og trúarbrögðum.

Fyrir bandaríska ríkisborgara er frelsisdagur 20. janúar 2025. (Lófaklapp.) Það er von mín að nýleg forsetakosningar okkar verði minnst sem mestu og afdrifaríkustu kosninga í sögu lands okkar.

Eins og sigur okkar sýndi, sameinast öll þjóðin hratt á bak við stefnuskrá okkar með stórkostlegum auknum stuðningi frá nánast öllum þáttum samfélags okkar: ungir sem aldnir, karlar og konur, Afríku-Ameríkanar, rómönsku Bandaríkjamenn, Asíu-Ameríkanar, þéttbýli, úthverfi, dreifbýli. Og mjög mikilvægt, við unnum öflugan sigur í öllum sjö sveifluríkjunum - (lófaklapp) - og vinsæla atkvæðagreiðsluna unnum við með milljónum manna. (Klapp.)

Til svartra og rómönsku samfélagsins vil ég þakka ykkur fyrir þá gríðarlegu ást og traust sem þið hefur sýnt mér með atkvæði ykkar. Við settum met og ég mun ekki gleyma því. Ég hef heyrt raddir ykkar í herferðinni og ég hlakka til að vinna með ykkur á komandi árum.

Í dag er Martin Luther King dagur. Og heiður hans - þetta verður mikill heiður. En honum til heiðurs munum við leitast við að gera draum hans að veruleika. Við munum láta draum hans rætast. (Klapp.)

Þjóðareining er nú að snúa aftur til Ameríku og sjálfstraust og stolt eykst sem aldrei fyrr. Í öllu sem við gerum mun stjórn mín verða innblásin af sterkri leit að ágæti og óvægnum árangri. Við munum ekki gleyma landinu okkar, við munum ekki gleyma stjórnarskránni okkar og við munum ekki gleyma Guði okkar. Get ekki gert það. (Klapp.)

Í dag mun ég skrifa undir röð sögulegra framkvæmdafyrirmæla. Með þessum aðgerðum munum við hefja algera endurreisn Ameríku og byltingu skynseminnar. Þetta snýst allt um skynsemi. (Klapp.)

Fyrst mun ég lýsa yfir neyðarástandi við suðurlandamæri okkar. (Klapp.)

Öll ólögleg innganga verður samstundis stöðvuð og við munum hefja ferlið við að skila milljónum og milljónum glæpamanna aftur til þeirra staða sem þeir komu frá. Við munum endurvekja stefnuna mína um "Remain in Mexico." (Klapp.)

Ég mun hætta veiða og sleppa aðferðinni. (Klapp.)

Og ég mun senda hermenn til suðurlandamæranna til að hrekja hina hörmulegu innrás í land okkar. (Klapp.)

Samkvæmt skipunum sem ég skrifa undir í dag munum við einnig útnefna glæpasamtök sem erlend hryðjuverkasamtök. (Klapp.)

Og með því að skírskota til laga um óvini frá 1798, mun ég beina því til ríkisstjórnar okkar að beita fullu og gríðarlegu valdi alríkis- og ríkislöggæslu til að útrýma nærveru allra erlendra gengja og glæpasamtaka sem koma hrikalegum glæpum til Bandaríkjanna, þar á meðal borgum okkar og miðborgum. (Klapp.)

Sem hershöfðingi ber ég ekki meiri ábyrgð en að verja landið okkar fyrir ógnum og innrásum og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Við munum gera það á stigi sem enginn hefur áður séð.

Næst mun ég beina þeim tilmælum til allra stjórnarþingmanna að safna þeim miklu völdum sem þeir hafa yfir að ráða til að vinna bug á verðbólgu sem var metverðbólga og lækka kostnað og verð hratt. (Klapp.)

Verðbólgukreppan stafaði af gríðarlegri ofeyðslu og hækkandi orkuverði og þess vegna mun ég í dag einnig lýsa yfir neyðarástandi á landsvísu í orkumálum. Við munum bora, elskan, bora. (Klapp.)

Ameríka verður framleiðsluþjóð enn og aftur, og við höfum eitthvað sem engin önnur framleiðsluþjóð mun nokkurn tíma hafa - mesta magn af olíu og gasi nokkurs lands á jörðinni - og við ætlum að nota það. Við munum nota það. (Klapp.)

Við munum lækka verð, fylla stefnumótandi varasjóði okkar aftur upp á toppinn og flytja út bandaríska orku um allan heim. (Klapp.)

Við verðum aftur rík þjóð og það er fljótandi gullið undir fótum okkar sem mun hjálpa til við að gera það.

Með aðgerðum mínum í dag munum við binda enda á "Green New Deal", og við munum afturkalla rafbíla skylduna, bjarga bílaiðnaðinum okkar og halda heilagt loforð mitt til okkar frábæru bandarísku bílaverkamanna. (Klapp.)

Með öðrum orðum, þið munuð geta keypt bíl að eigin vali.

Við munum smíða bíla í Ameríku aftur á hraða sem engum hefði getað órað fyrir fyrir örfáum árum. Og þakka ykkur fyrir bílaiðnaðarmenn þjóðarinnar okkar fyrir hvetjandi traust ykkar. Okkur gekk frábærlega með atkvæði þeirra. (Klapp.)

Ég mun strax hefja endurskoðun á viðskiptakerfi okkar til að vernda bandaríska starfsmenn og fjölskyldur. Í stað þess að skattleggja þegna okkar til að auðga önnur lönd munum við tolla og skattleggja erlend lönd til að auðga þegna okkar. (Klapp.)

Í þessu skyni erum við að stofna ríkisskattstjóra til að innheimta allar gjaldskrár, tolla og tekjur. Það verða gríðarlegar fjárhæðir sem streyma inn í ríkissjóð okkar, sem koma frá erlendum aðilum.

Bandaríski draumurinn mun brátt snúa aftur og dafna sem aldrei fyrr.

Til að endurheimta hæfni og skilvirkni fyrir alríkisstjórnina okkar mun stjórn mín stofna glænýja deild um skilvirkni stjórnvalda. (Klapp.)

Eftir margra ára og ára ólöglega og ólögmæta viðleitni sambandsríkisins til að takmarka tjáningarfrelsi mun ég líka skrifa undir framkvæmdaskipun um að stöðva tafarlaust alla ritskoðun stjórnvalda og koma aftur tjáningarfrelsi til Ameríku. (Klapp.)

Aldrei aftur verður hið gríðarlega vald ríkisins vopnað til að ofsækja pólitíska andstæðinga - eitthvað sem ég veit eitthvað um. (Hlátur.) Við munum ekki leyfa því að gerast. Það mun ekki gerast aftur.

Undir minni forystu munum við endurreisa sanngjarnt, jafnt og óhlutdrægt réttlæti samkvæmt stjórnskipulegu réttarríki. (Klapp.)

Og við ætlum að koma lögum og reglu aftur til borganna okkar. (Klapp.)

Í þessari viku mun ég einnig binda enda á stefnu ríkisstjórnarinnar um að reyna að móta kynþátt og kyn félagslega inn í alla þætti opinbers og einkalífs. (Lófaklapp.) Við munum móta samfélag sem er litblindt og byggir á verðleikum. (Klapp.)

Frá og með deginum í dag mun það héðan í frá vera opinber stefna Bandaríkjastjórnar að kynin séu aðeins tvö: karl og kona. (Klapp.)

Í þessari viku mun ég endurheimta alla þjónustumeðlimi sem voru reknir úr hernum okkar með óréttmætum hætti fyrir að mótmæla COVID-bóluefnis skyldunni með fullum baklaunum. (Klapp.)

Og ég mun skrifa undir skipun um að koma í veg fyrir að stríðsmenn okkar verði fyrir róttækum stjórnmálakenningum og félagslegum tilraunum á meðan þeir eru á vakt. Það lýkur strax. (Lófaklapp.) Hersveitum okkar verður frjálst að einbeita sér að sínu eina verkefni: að sigra óvini Bandaríkjanna. (Klapp.)

Eins og árið 2017 munum við aftur byggja upp sterkasta her sem heimurinn hefur séð. Við munum mæla árangur okkar ekki aðeins út frá orrustunum sem við vinnum heldur einnig með stríðunum sem við bindum enda á - og kannski síðast en ekki síst, stríðunum sem við lendum aldrei í. (Klapp.)

Mín stoltasta arfleifð mun vera að ég er friðarsinni og sameinandi. Það er það sem ég vil vera: friðarsinni og sameinandi.

Það gleður mig að segja frá því í gær, einum degi áður en ég tók við embætti, að gíslarnir í Miðausturlöndum eru að koma aftur heim til fjölskyldna sinna. (Klapp.)

Þakka þér fyrir.

Ameríka mun endurheimta sinn réttmæta sess sem mesta, valdamesta og virtasta þjóð jarðar, sem vekur lotningu og aðdáun alls heimsins.

Eftir stuttan tíma ætlum við að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa - (lófaklapp) - og við munum endurheimta nafn mikils forseta, William McKinley, á Mount McKinley, þar sem það ætti að vera og hvar það á heima. (Klapp.)

McKinley forseti gerði landið okkar mjög ríkt með gjaldtöku og með hæfileikum - hann var náttúrulega kaupsýslumaður - og gaf Teddy Roosevelt peningana fyrir margt af því frábæra sem hann gerði, þar á meðal Panamaskurðinn, sem hefur heimskulega verið gefið Panama landinu eftir að Bandaríkin - Bandaríkin - ég meina, hugsaðu um þetta - eyddu meiri peningum en nokkru sinni fyrr í verkefni og misstu 38.000 mannslíf í byggingu Panamaskurðsins.

Okkur hefur verið komið mjög illa fram við þessa heimskulegu gjöf sem hefði aldrei átt að gefa og loforð Panama við okkur hefur verið brotið.

Tilgangur samnings okkar og andi sáttmálans hefur verið algerlega brotinn. Bandarísk skip eru mjög hlaðin og ekki meðhöndluð sanngjarnt á nokkurn hátt, lögun eða form. Og það felur í sér bandaríska sjóherinn.

Og umfram allt rekur Kína Panamaskurðinn. Og við gáfum hann ekki til Kína. Við gáfum hann til Panama og við tökum hann til baka. (Klapp.)

Umfram allt eru skilaboð mín til Bandaríkjamanna í dag að það sé kominn tími til að við bregðumst aftur við af hugrekki, krafti og lífskrafti stærstu siðmenningar sögunnar.

Svo, þegar við frelsum þjóð okkar, munum við leiða hana til nýrra hæða sigurs og velgengni. Við munum ekki láta aftra okkur. Saman munum við binda enda á langvinna sjúkdómsfaraldurinn og halda börnum okkar öruggum, heilbrigðum og sjúkdómslausum.

Bandaríkin munu enn og aftur líta á sig sem vaxandi þjóð - þjóð sem eykur auð okkar, stækkar landsvæði okkar, byggir borgir okkar, hækkar væntingar okkar og ber fána okkar inn á nýjan og fallegan sjóndeildarhring.

Og við munum sækjast eftir augljósum örlögum okkar inn í stjörnurnar og ræsa bandaríska geimfara til að planta stjörnunum og röndunum á plánetunni Mars. (Klapp.)

Metnaður er lífæð stórrar þjóðar og eins og er er þjóð okkar metnaðarfyllri en nokkur önnur. Það er engin þjóð eins og þjóðin okkar.

Bandaríkjamenn eru landkönnuðir, smiðirnir, frumkvöðlar, frumkvöðlar og frumkvöðlar. Andi landamæranna er skrifaður í hjörtu okkar. Kall næsta stóra ævintýra hljómar innan frá sálum okkar.

Amerískir forfeður okkar breyttu litlum hópi nýlendna á jaðri stórrar heimsálfu í voldugt lýðveldi með ótrúlegustu þegnum jarðar. Það kemur enginn nálægt.

Bandaríkjamenn tróðu sér þúsundir kílómetra leið í gegnum hrikalegt land ótamðra víðerna. Þeir fóru yfir eyðimerkur,  um fjöll, þrautseigju ósagðar hættur, unnu villta vestrið, bindu enda á þrælahald, björguðu milljónum frá harðstjórn, lyftu milljörðum úr fátækt, beisluðu rafmagn, klufu atómið, hleyptu mannkyninu til himna og setja alheim mannlegrar þekkingar inn í lófa mannshöndarinnar. Ef við vinnum saman er ekkert sem við getum ekki gert og enginn draumur sem við getum ekki náð.

Margir töldu að mér væri ómögulegt að setja á svið svona sögulega pólitíska endurkomu. En eins og þið sjáið í dag, hér er ég. Bandaríska þjóðin hefur talað. (Klapp.)

Ég stend frammi fyrir ykkur núna sem sönnun þess að þið ættuð aldrei að trúa því að eitthvað sé ómögulegt að gera. Í Ameríku er hið ómögulega það sem við gerum best. (Klapp.)

Frá New York til Los Angeles, frá Fíladelfíu til Phoenix, frá Chicago til Miami, frá Houston til hérna í Washington, D.C., landið okkar var svikið og byggt af kynslóðum föðurlandsvina sem gáfu allt sem þeir áttu fyrir réttindi okkar og fyrir frelsi okkar .

Þeir voru bændur og hermenn, kúrekar og verksmiðjuverkamenn, stáliðnaðarmenn og kolanámumenn, lögreglumenn og brautryðjendur sem sóttu áfram, gengu fram og létu enga hindrun sigra anda þeirra eða stolt.

Saman lögðu þeir járnbrautir, reistu upp skýjakljúfana, byggðu mikla þjóðvegi, unnu tvær heimsstyrjaldir, sigruðu fasisma og kommúnisma og sigruðu hverja einustu áskorun sem þeir stóðu frammi fyrir.

Eftir allt sem við höfum gengið í gegnum saman stöndum við á barmi fjögurra bestu áranna í sögu Bandaríkjanna. Með hjálp ykkari munum við endurreisa loforð Bandaríkjanna og við munum endurreisa þjóðina sem við elskum - og við elskum hana svo mikið.

Við erum ein þjóð, ein fjölskylda og ein dýrðleg þjóð undir Guði. Svo, við hvert foreldri sem dreymir fyrir barnið sitt og hvert barn sem dreymir um framtíð sína, ég er með þér, ég mun berjast fyrir þig og ég mun vinna fyrir þig. Við ætlum að vinna sem aldrei fyrr. (Klapp.)

Þakka ykkur fyrir. (Klapp.)

Á undanförnum árum hefur þjóð okkar orðið fyrir miklum þjáningum. En við ætlum að koma því aftur og gera það frábært aftur, meira en nokkru sinni fyrr.

Við verðum þjóð eins og engin önnur, full samúðar, hugrekkis og einstakrar afstöðu. Kraftur okkar mun stöðva öll stríð og koma með nýjan anda einingar í heim sem hefur verið reiður, ofbeldisfullur og algjörlega óútreiknanlegur.

Ameríka verður aftur virt og dáð að nýju, þar á meðal af fólki með trú, trú og velvilja. Við munum vera velmegandi, við verðum stolt, við verðum sterk og við munum sigra sem aldrei fyrr.

Við verðum ekki sigruð, við verðum ekki hrædd, við verðum ekki niðurbrotin og við munum ekki mistakast. Frá þessum degi verða Bandaríkin frjáls, fullvalda og sjálfstæð þjóð.

Við munum standa hugrökk, við munum lifa stolt, okkur dreymir djarflega og ekkert mun standa í vegi fyrir okkur vegna þess að við erum Bandaríkjamenn. Framtíðin er okkar og gullöld okkar er nýhafin.

Þakka ykkur fyrir. Guð blessi Ameríku. Þakka ykkur öllum.

Þakka ykkur fyrir. (Klapp.)

The Inaugural Address January 20, 2025

LOKAÐ 12:40 austurstranda tíma

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband