Atlagan að lýðræðinu í Bandaríkjunum

Það er mikið áhyggjuefni hvernig er komið fyrir lýðræðinu í Bandaríkjunum. Vegur ríkisins hefur aldrei verið eins lágur og þessi misseri. Það þarf að leita aftur til tíma Víetnam stríðsins til að sjá aðra eins skiptingu þjóðarinnar sem er í raun klofin í herðar niður.

Ekkert gott kom út úr Víetnam stríðinu, Lindon B. Johnson gerði Bandaríkin nánast gjaldþrota og Bandaríkjamenn neyddust til að afnema gullfótinn. Demókratar neituðu að styðja við fallandi stjórn Suður-Víetnam 1975, hún féll og fyrsti stóri ósigur Bandaríkjanna raungerðist. 

Sama er upp á teningnum í dag. Niðurlægjandi ósigur Bandaríkjanna í Afganistan hefur haft keðjuverkandi áhrif og litlu einræðisherrarnir fóru á stjá. Ófriður og ófriðarmerki alls staðar um heiminn.  Landið er nánast gjaldþrota en samt er eytt eins og enginn sé morgundagurinn í erlend stríð.

Á sama tíma eru Bandaríkin upptekin við að fremja harakiri á eigið stjórnkerfi. Fáheyrðir atburðir eiga sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana. Önnur eins spilling og misnotkun valds hefur aldrei sést áður í Bandaríkjunum og var ríkið þó í höndum lobbí-istanna.

Með því að leyfa opið skotleyfi á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa allar flóðgáttir opnast og hvaða vitleysingur sem er í stétt saksóknara úr röðum demókrata getur hafið málsókn á vægast sagt hæpnum forsendum. Í dag eru fjórar málsóknir á hendur fyrrverandi forsetanum og núverandi forsetaframbjóðanda í gangi. Maður hreinlega gapir af undrun er ákæruatriðin á hendur honum eru lesin. Hrein og bein fabula.

En málið er stærra en ólíkindatólið Donald Trump.  Með því að leyfa vitleysunni að grasera, hafa opnast nýjar leiðir í framtíðinni, fyrir báða flokka, að stunda pólitískar ofsóknir og nota réttarkerfið í það. Aldrei áður hefur það verið leyft að leyfa lægri dómstig og staðbundin að herja á pólitíska andstæðinga. Öll vopn notuð og sjálft dómsmálaráðuneytið notað opinberlega. Ef þetta væri að gerast í öðru ríki, væru Bandaríkin búin að setja viðskiptaþvinganir og lýsa yfir að viðkomandi ríki "person non grata" í samfélagi þjóðana.

Landið er nánast stjórnlaust og opin landamæri staðreynd. Innanríkisráðherrann, Alejandro N. Mayorkas hefur verið ákærður af Fulltrúadeildinni fyrir misgjörðir í embætti og viðhalda opin landamæri. Öldungadeildin sem er undir stjórn demókrata tók ekki einu sinni málið upp. Þess má geta að embættisafglapa ákærur eru fátíðar. Fulltrúadeildin hefur hafið ákærumeðferð oftar en 60 sinnum. En það hefur aðeins verið 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti.

En þetta er bara eitt dæmi um hversu mikið öngþveiti bandarísk stjórnmál eru komin í. Á sama tíma steyma milljónir hælisleitenda yfir opin landamæri, ríkir fíkniefna faraldur, glæpafaraldur, húsnæðisskortur, almenn fátækt, verðbólga, hátt matvælaverð, skuldasöfnun alríkisins, ríkja og borga og minnkandi áhrif Bandaríkjanna erlendis. Bandamenn hlusta ekki einu sinni á Bandaríkjamenn og Evrópumenn eru orðnir svo áhyggjufullir að þeir eru farnir að hækka framlög til varnarmála af sjálfdáðum og mikið þurfti til.

En sýnna verst er atlagan að tjáningarfrelsinu, stjórnmálafrelsinu og misnotkun réttarkerfisins af hálfu annars stjórnmálaflokks landsins. Slökkt er á vita frelsis í Frelsisstyttunni. Box Pandóru er nú opið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband