Skrípaleikur skoðanakannana (fyrirtækja)

Það er eins og skoðanakannana fyrirtækin, samkvæmt fyrirmælum kaupenda, séu í einhverjum samkvæmisleik þar sem er spurt hver sé skemmtilegastur gesta.

Gott dæmi um það er nýjustu "niðurstöður" en núna eru þeir sem eru á toppnum orðnir fjórir. Einhver Halla Hrun er komin í þriðja sæti. Er eitthvað að marka þessa niðurstöðu?  Hver í ósköpunum er þessi ágæta manneskja? Held að flestir Íslendinga klóri sig líka í kollinum og spyrji sig þessarar spurningar. Er verið að spila með okkur?

Hvernig getur kjósandinn svarað spurningum í skoðanakönnunum um hvern hann ætlar að kjósa þegar í fyrsta lagi framboðsfresturinn er ekki á enda, í öðru lagi engin kynning átt sér stað eða í þriðja lagi engar kappræður. Þetta er ekki það sem kalla má upplýst svar/val. 

Og nóta bene, margir kjósendur munu kjósa taktíst, m.ö.o. velja einn af efstu á listanum, til að útiloka annann sem þeir vilja ekki á forsetastól (velja skársta kostinn að þeirra mati) Þar með eru skoðanafyrirtækin (ekki misritað) að móta skoðanir væntanlega kjósendur og ráða vali þeirra óbeint!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband