Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Hrellir heimssins - breski herinn er í niðurníðslu

Háttsettur hershöfðingi í Bandaríkjunum hefur nýlega varað Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, við því að breski herinn sé ekki lengur talinn vera meðal fremstu herja heims.

Áratuga niðurskurður á hernaðarvörnum Bretlands hafi rýrt bardagagetu landsins. Niðurstaðan... þetta er heil herþjónusta sem hefur ekki getað verndað Bretland og bandamenn þeirra í áratugi. Þetta sé opinbert leyndarmál.

Til dæmis var meirihluti brynvarinna farartækja breska landhersins þess smíðaður fyrir 30 til 60 árum síðan. Bretland er ekki lengur í flokki eitt og Bandaríkin, Rússland, Kína eða Frakkland og er „varla“ í flokki tvö.

Þörfin fyrir Bretland til að nútímavæða her sinn kemur jafnvel á sama tíma og landið hefur heitið því að halda áfram að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn Rússlandi.

Fyrr í þessum mánuði lofuðu Bretland að senda Úkraínu skriðdreka eftir að Kænugarður varð aftur fórnarlamb eldflaugaárása og þar sem harður landhernaður hélt áfram í Donbas-héraði í Úkraínu.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði að hann myndi senda Úkraínu Challenger 2 skriðdreka ásamt fleiri stórskotaliðskerfum í kjölfar símtals við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu á laugardag. En Bretar eru bara ekki aflögufærir. Þeir eiga sjálfir 227 skriðdreka í mismunandi ástandi. Ekki er flugherinn heldur burðugur. Árið 2022 ætti RAF að ráða yfir um 180 orrustuflugvélum — 145 Typhoons og 35 af fyrstu röð af 48 pöntuðum af bandarísku herþotunni F-35. Breski flotinn er í besta ástandinu, með tvö flugmóðuskip, 10 kafbáta auk annarra herskipa. Bretar eiga yfir að ráða kjarnaodda og eru þeir í dag um 225 talsins.

Svo við setjum breska herinn í samhengi og tölur, þá segir að árið 2022 voru um það bil 147.980 virkir starfsmenn í hersveitum Bretlands, þar af 80.730 í breska landhernum, 33.300 í Hinum konunglega flugher (e. Royal Air Force), 27.280 í breska sjóhernum (e. Royal Navy) og 6.650 í Konunglegu landgönguliðssveitunum (Royal Marines).

Í öllum helstu átökum sem vestræn ríki hafa tekið þátt í síðastliðna áratugi, hefur Bretland fylgt Bandaríkin eins og lítill boxer hundur, grimmur og tilbúinn í slaginn. En hann er bara ekki bardagafær.

Orð Donalds Trumps, er hann skammaði NATÓ ríkin fyrir lítil framlög til varnarmála, náði ekki bara til Þjóðverja, heldur einnig Breta og alla aðra heri í Vestur-, Austur-, og Suður- Evrópu.

Hermenn breska hersins eru nú við störf í Sómalíu til að styðja fjögur alþjóðasamtök; SÞ, sendinefnd AU í Sómalíu, ESB og beinan stuðning við þjóðarher Sómalíu sem hluti af alþjóðlegri viðleitni til að endurheimta öryggi og stöðugleika á svæðinu.

Þótt Stóra-Bretland hafi yfir að ráða nokkrum herstyrk er einn veikleiki breska hersins að geta ekki baristt á erlendri grund en Bretland hefur reyndar alltaf verið sjóveldi, frekar en landveldi. Þeir geta því lítið skipt sér af stríði á meginlandi Evrópu, ekki frekar en þeir gátu í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem þeir þurftu að fá Bandaríkin og Kanada til að hefja innrásina í Normandí. Jafnvel það skipti ekki sköpun um endalok nasismans í Þýsklandi.

En hvers vegna er breski herinn svona veikur fyrir? Þetta er afleiðing hagkerfis sem hefur verið skilgreint af litlum vexti undanfarinna 15 ára og miklum ójöfnuði síðustu fjögurra áratuga, sem hefur í för með sér hættu ekki aðeins fyrir hagkerfi Bretlands og heldur lýðræði líka. Þetta gerir Bretland að stöðnunarþjóð.

 

 


Lýðræðið vantar í stéttarfélög

Frá launakjörum verkafólks til þingkosninga, höfðu verkalýðsfélög eitt sinn gríðarlega áhrif á vestræn efnahagslíf. Strax eftir síðari heimsstyrjöldina tilheyrði meirihlutinn vinnuaflsins einhverju stéttarfélagi. Hefð er fyrir því að hagfræðingar líta á stéttarfélög, sem einokunarseljendur vinnuafls, sem valda markaðsbresti og draga þar með úr efnahagslegri skilvirkni (Kaufman, 2004).

Stéttarfélög hafa sett mark sitt á efnahagslífið hér á landi og halda áfram að vera mikilvægt afl sem mótar viðskipti og stjórnmál. Stéttarfélög í fjölmörgum atvinnugreinum, allt frá stórframleiðslu til hins opinbera, hjálpa starfsfólki að tryggja hærri laun og betri vinnuaðstæður. Það getur verið erfitt fyrir einstakling að standa einn á móti stjórn stórfyrirtækis þegar hann ætlar að bæta laun og kjör sín, ef ekki ómögulegt.

En það er galli á gjöf Njarðar. Launamaðurinn hefur oft lítið um kjör sín og laun að segja, þar sem hann er búinn að afsala þessi völd í hendur annarra, þ.e.a.s. í hendur stéttarfélags. Launamaðurinn á Íslandi sem á að heita að starfar í frjálsu þjóðfélagi, hefur lítil lýðræðisleg áhrif. Það er nánast ómögulegt fyrir hann að skipta um stéttarfélag eða standa einn.

Í nútíma þjóðfélagi er auðvelt að bæta úr þessu. Í fyrsta lagi, með rafrænum kosningum. Ef við getum greitt reikninga og stundað önnur viðskipti og samskipti við hið opinbera í gegnum símann með rafrænu skírteini, hvers vegna ekki að kjósa um kjarasamninga? Eins er það með kjör í stjórn stéttarfélaga. Í dag er það þannig að kannski fimmtungur kjósi um kjarasamning sem og í stjórn stéttarfélags. Það er ekki lýðræði, heldur fáræði. Kosningaþátttaka, ef rafrænt skilríki er notað, gæti farið upp í 90%.

Svo er það rétturinn til að standa utan stéttarfélaga eða mynda nýtt stéttarfélag. Á vef ASÍ segir:

"Skv. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár, má engan skylda til aðildar að félagi þó kveða megi á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.


Samkvæmt íslenskum lögum er launafólk ekki skyldað til að vera í stéttarfélagi. Hvergi í lögum eru ákvæði um aðildarskyldu að stéttarfélagi og í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er beinlínis gert ráð fyrir að launamenn geti staðið utan stéttarfélaga. Kemur þetta meðal annars fram í 2. mgr. 3. gr. laganna, þar sem fjallað er um úrsögn úr stéttarfélagi og í 45. gr. þar sem segir að ófélagsbundnir aðiljar reki mál sín sjálfir fyrir Félagsdómi. Óski menn þess að standa utan stéttarfélags hafa þeir því almennt rétt til þess hér á landi. Samkvæmt lögum ASÍ má ekkert aðildarfélag sambandsins hafa ákvæði um félagsskyldu í samþykktum sínum. Hafi þau slík ákvæði í samþykktum sínum víkja þau fyrir ákvæðum laga ASÍ og hafa ekkert gildi."

En raunin er samt sú að mikill meirihluti launþega,þegar þeir hefja störf í nýju starfi, eru sjálfkrafa settir í viðeigandi stéttarfélag, án þess að vera beint spurðir. Það þyrfti að kynna fólki betur réttindi sín í þessu sambandi. Það mátti sjá þetta í fyrirhuguðu verkfalli Eflingar að margir spurðu hvort þeir mættu skipta um stéttarfélag (vilja greinilega ekki fara í verkfall) og virðast greinilega ekki vita réttindi sín.

Efling, sem er reið út í sáttasemjara ríkisins um þessar mundir, hefur rangt fyrir sér, þegar hún kvartar yfir framkomu hans en hann vill í raun tala beint við félagsmenn án aðkomu stjórnar og tala beint við aðildarfélög innan hennar. Þar sem félagsmenn eru frjálsir, sbr. orðum hér að ofan, mætti hann jafnvel hafa samband við hvern og einasta meðlim Eflingar án vitundar stéttarfélagsins.

Sama marki má segja um lífeyrissjóðina og réttindi félagsmanna innan þeirra. De facto eru réttindi launafólk jafnvel minni en innan verkalýðshreyfingarinnar. Þeir ráða ekki hver er í stjórn lífeyrissjóðsins (ég hef aldrei vitað það á öllum vinnuferli mínum og aldrei hefur mér verið boðið að taka þátt í kosningu í stjórn eða boðið á fund). Maður fékk stundum fréttabréf með upplýsingar um stöðu framlaga til lífeyrissjóðs, en annars bara þögnin ein. Sum sé, ekkert lýðræði er um ráðstöfun lífeyrisins né hverjir sitja í stjórn.

 

 

 

 


Hrellir Evrópu, þýski herinn er í niðurníðslu

Frá upphaf stríðsins í Úkraníu og í raun löngu áður, hefur það vakið athygli að mesta efnahagsveldi Evrópu, Þýskaland, er hernaðarlegur dvergur og alls ófær um að verja sig sjálft.

Pútín sagði núlega að Þýskland væri ennþá hersetið af Bandaríkjunum. Það er kannski ekki rétt en Þjóðverjar eru enn andsettir af afleiðingum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Helmut Smith rak svo kallað "Real Politik" stefnu um langt skeið á kalda stríðsárunum en sú stefna náði bara til efnahagsmála og samskipta ríkisins við önnur ríki.

Þýskaland er í dag huglaus jötunn og feykist fyrir vindinn eftir því hvernig pólitíkin blæs. Sjá má þetta í deilunni um Leopard skriðdrekanna og hvort það eigi að senda þá til Úkraníu. Þjóðverjar eru mjög tvístígandi. Í stað þess að hvetja til friðar, gera þeir ekkert til að laga ástandið, ef eitthvað er, eru þeir að henda sprek á stríðseldinn og stigmagna hann með slíkri sendingu.

En Þjóðverjar kunna enn að búa til öflug vopn en þau eru of fá og viðhaldið á þeim vanrækt. Þeir vöknuðu upp af vondum (friðar)draumi þegar stríðið í Úkraníu hófst. Þeir gerðu ekkert þegar Donald Trump skammaði NATÓ (þar með Þýskaland) fyrir að eyða ekki 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál. En nú eru þeir vaknaðir, tilneyddir. En það eru erfiðleikar.

Þýskaland á í erfiðleikum með að auka varnarkaup sín þrátt fyrir sérstakan 100 milljarða evra (107,2 milljarða bandaríkjadala) sjóð til að koma vopnum og búnaði landsins á ný í staðalgildi eftir áratuga vanrækslu frá lokum kalda stríðsins, að sögn sérfræðinga.

Það var aðeins þremur dögum eftir árás Rússa á Úkraínu 24. febrúar þegar Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði þing þjóðarinnar til að tilkynna áður óþekktar áætlanir um stærstu fjárfestingu frá upphafi til að uppfæra hernaðarbúnað landsins.

Hann sagði að það þyrfti að fjárfesta umtalsvert meira í öryggi landsins til að vernda frelsi  og lýðræðið.  Markmiðið er skilvirkt, framsækið, háþróaða Bundeswehr (þýska herinn) sem verndar á áreiðanlegan hátt.

Á meðan allir biðu þess að þýsk og önnur alþjóðleg vopnafyrirtæki kepptust strax um slatta af peningunum gerðist í raun ekkert.

Innkaupaferlið flókið

Skrifræðið er að kæfa Þjóðverjanna. Innkaupaferlið er flókið og ákvarðanir um ákveðin vopnakerfi fylgja stefnumótandi og einnig iðnaðarstefnuviðmiðum. Ákvarðanir um ný vopnakerfi eru oft langar og misjafnar.

Sem dæmi um skrifræðið eru áætlanir varnarmálaráðuneytisins um að skipta um gamlar Tornado orrustuþotur landsins sem dæmi um þessi skrifræðisvandamál. Þeir eiga erfitt með að ákvarða arftaka Tornado herþotnanna. Það er ferli sem dregst á langinn, þar sem ákvörðun var einfaldlega ekki tekin af pólitískum ástæðum og ekki af hernaðarlegum ástæðum. Í raun eru þýsk stjórnvöld enn á greiningastigi.

Þrátt fyrir það eru innkaup aðeins rétt hafin þar sem Þýskaland hefur undirritað 10 milljarða evra samning um kaup á 35 bandarískum F-35 orrustuþotum til að koma í stað öldrunarflota Tornado herþotnanna. Hins vegar mun það líða þangað til 2027 áður en þær eru tilbúnar til dreifingar.

Nú verða Þjóðverjar að leggjast á bæn og vonast eftir að stríðið í Úkraníu verði áfram staðbundið og berist ekki til Vestur-Evrópu. Það væri líka viturlegt fyrir þá að girða sig í brók og vera ekki áfram undirlægur Bandaríkjanna og taka sjálfstæða ákvörðun um þýska (evrópska) varnarmálastefnu. Það sama á við Ísland, hætta að sitja á varamannabekknum og halda að það verði aldrei kallað inn á völlinn. Boltinn getur skotist á varamannabekkinn.

Við gætum kannski átt von á að sjá rússneska fánann blaka við húni á Reichstag í stað hins sovéska í náinni framtíð?


Hvernig á að enda stríð?

Þegar alþjóðleg átök eru hafin, hvernig  enda þau? Almennt lýkur átakahegðun þegar nýtt valdajafnvægi hefur verið ákveðið.

Valdajafnvægið sem við sjáum sem átakahegðun mun ekki taka enda fyrr en jafnvægi er náð; þá lýkur átökum. Nýtt jafnvægi er því nauðsynlegt og fullnægjandi skilyrði fyrir endir.

Nánar tiltekið, hvað felur í sér þetta nýja valdajafnvægi? Í fyrsta lagi er það gagnkvæmt jafnvægi milli hagsmuna aðila sem deila - á milli óska, langana; á milli markmiða og fyrirætlana. Það kann að vera yfir einhverju jafn óhlutbundnu og því sem Guð sem fólk trúir á; eða eins fast í hendi og fáni hvers verður dreginn að húni yfir ákveðn, litla eyju.

Átökin miðla gagnkvæmum hagsmunum hvers aðila og tilgangsstyrk þeirra. Nýtt jafnvægi þýðir þá að báðir aðilar skynji betur gagnkvæma hagsmuni sína sem tóku þátt í átökunum og eru tilbúnir til að lifa með hvaða hagsmunauppfyllingu sem átökin leiða.

Nema þegar um er að ræða heildarsigur annars aðila, enda átök í einhvers konar óbeinni eða skýrri málamiðlun, þar sem ekki er lengur hægt að réttlæta kostnað af viðbótarátökum með þeim hagsmunum sem í hlut eiga.

Þetta þýðir ekki að deiluaðilar séu tölvuvélar sem vega skýran kostnað á móti greindarhagsmunum.

Ekkert svo nákvæmt. Átök milli ríkja eru á milli kerfa ákvarðanataka og skrifræðis stofnana; sálfræðileg svið; og samfélög og menningu þar sem þau koma inn í skynjun og væntingar þeirra sem taka þátt.

Tilfinningar, þjóðernishyggja, hugmyndafræði, fjandskapur og allt, geta komið að einhverju leyti við sögu. Engu að síður er einhver skilgreining á þeim hagsmunum sem eru í gangi, einfaldlega út frá þörf leiðtoga og valdhafa, skrifræðis stofnana og hópa, til að skilgreina ákveðin markmið; og sérstaklega fyrir lýðræðislegri ríki að kröfur innri hópa um kostnað séu réttlætanlegar. Og kostnaður er veginn, ekki endilega eins og fjárfestir sem reiknar ávöxtun í vöxtum, heldur meira sem tilfinning fyrir hlutfallslegum kostnaði miðað við markmiðin.

En hagsmunir eru aðeins einn þáttur í nýju jafnvægi. Annað er hæfni hvorrar aðila til að halda áfram að stunda átökin og ná fram hagsmunum sínum. Mikilvægt er hlutverk átakanna við að mæla þessa hlutfallslegu getu: það sem áður var óljóst, óvíst, er nú skýrara vegna þessarar raunveruleikaprófunar. Nýja valdahlutföllin eru einnig nýtt, gagnkvæmt raunsæi um getu hvers aðila til að ná fram þeim hagsmunum sem í hlut eiga. Stundum nær þetta raunsæi til metins á getu og vilja eins eða annars aðila til að beita berum valdi til að komast framhjá eða sigrast á vilja hins, eins og í innrás Þýskalands, yfirtöku og upptöku á Austurríki árið 1938.

Og í þriðja lagi er hið nýja jafnvægi einnig nýtt, gagnkvæmt mat á vilja hvers annars (fákvæmasta og óljósasta af sálfræðilegum breytum), eða ef um er að ræða valdi, getu og hagsmuni. Ályktun og ákvörðun hvers aðila um að rækja hagsmuni sína og getu til þess hefur nú verið skýrt í átökunum.

Nema í því sjaldgæfa tilviki að beita valdi í alþjóðlegum átökum til að sigrast algjörlega á vilja annars, því er nýtt valdajafnvægi sálfræðilegt jafnvægi í huga þátttakenda. Venjulega er það ekki hlutfallsleg úttekt á herbúnaði og starfsfólki eingöngu, þar sem eitthvað hlutfall samanstendur af jafnvæginu. Nýtt valdajafnvægi er frekar gagnkvæmur vilji til að sætta sig við niðurstöðuna vegna gagnkvæmra hagsmuna, getu og vilja og vegna væntinga um kostnað við frekari átök.

Og í þriðja lagi er hið nýja jafnvægi einnig nýtt, gagnkvæmt mat á vilja hvers annars (fákvæmasta og óljósasta af sálfræðilegum breytum), eða ef um er að ræða valdi, getu og hagsmuni. Ályktun og ákvörðun hvers aðila til að sækjast eftir. Engar aðrar nauðsynlegar eða fullnægjandi orsakir eru til þess að binda enda á hegðun átaka. Við getum hins vegar greint á nokkrum hröðunarskilyrðum sem sönnunargögn eru til fyrir).

Eftirfarandi aðstæður auðvelda og flýta stríðslokum:

  1. Innlend stjórnarandstaða,
  2. Stöðugar væntingar um niðurstöðuna,
  3. Breyting á hervaldi,
  4. Hugmyndafræðileg gengisfelling.

Innlend andstaða við stríðsæsing af hálfu forystu hefur ýmsar hliðar. Almenningsálitið getur færst sig frá stuðningi. Hagsmunasamtök geta dregið stuðninginn til baka og beinlínis æst lýðinn gegn stríðinu. Stjórnarandstöðuflokkurinn gæti gert það að flokksvettvangi að binda enda á stríðið. Og í stað forystunnar gæti verið skipt út fyrir þá sem hafa hófsamari viðhorf. Áhrif slíkra ferla á stríðslok komu fram í þátttöku Bandaríkjanna í Kóreu- og Víetnamstríðinu, í Frakklandi í frelsisstríðinu í Alsír og í Stóra-Bretlandi í Súez-stríðinu (1957).

Annar flýtihraði friðar er þróun gagnkvæmra samræmdra væntinga um niðurstöðu stríðsins. Þegar veruleiki bardaga hefur fengið báða aðila til að búast við sama sigurvegara og tapara, eða jafntefli sem hvorugur aðili vill breyta (eins og í Kóreustríðinu), þá ætti endirinn að vera í nánd. Stríð hefjast í hlutlægri óvissu um valdajafnvægi og í huglægri vissu um árangur. Barátta sannar að annar eða báðir aðilar hafa rangt fyrir sér varðandi árangur og setur útlínur nýs valdajafnvægis.

Tengt þessari gagnkvæmu skynjun er þriðji hraðallinn: breyting á hervaldi. Annar aðilinn byrjar augljóslega að drottna “líkamlega“ og hinn aðilinn hefur enga möguleika á að sigrast á þessu ójöfnuði hvorki með eigin aðferðum né með afskiptum þriðja aðila.

Loks er stríðslokum flýtt með hugmyndafræðilegri gengisfellingu þess. Stríð eru stundum prófsteinar á styrk milli pólitískra formúla og trúarbragða - „kommúnisma á móti frjálsum heimi,“ „lýðræði á móti fasisma,“ „kristni á móti íslam,“ „kynþáttafordómar á móti andkynþáttahyggju,“ „nýlendustefna gegn nýlendustefnu“. Hugmyndafræði gefur stríðsþýðingu umfram hið tafalausa, hlutlæga óbreytta ástand. Þetta verður spurning um algildan sannleika og réttlæti. Að minnka þetta innihald stríðs er að auðvelda lausn þess með tilliti til áþreifanlegra óbreyttra mála.

Slík eru þær aðstæður sem hjálpa til við að binda enda á stríð. Hver fyrir sig, eða sameiginlega, munu þær ekki alltaf binda enda á stríð. Þær valda ekki endilega loka. En þær gera það almennt auðveldara fyrir slíkt að eiga sér stað.

Stríð munu enda ef og aðeins ef nýtt valdajafnvægi er ákveðið. Þessari ákvörðun er hjálpað með andstæðum innlendum hagsmunum, gagnkvæmum væntingum um niðurstöður, breytingu á hervaldi og hugmyndafræðilegri gengisfellingu.

Stríð er ferli líkamlegrar og sálrænnar samningaviðræðna í miklu óvissuástandi. Þótt upphaf og stigmögnun stríðs sé af völdum og skilyrt af ýmsum þáttum, er endalok stríðs háð ferlinu sjálfu. Stríði lýkur þegar ferlið sem er valdajafnvægi skýrir, ótvírætt, nýtt valdajafnvægi.

Þannig er uppsafnaður fjöldi orsakaþátta ekki góð vísbending um að stríð sé enda. Lengd stríðs er óháð mannfalli þess.

Þannig eru eiginleikar flokkanna - auður þeirra, völd, stjórnmálamenning - og munur þeirra og líkindi ótengd lengd stríðs, uppgjörsaðferðum sem notuð eru eða tiltekinni niðurstöðu.

Endir stríðs er ástandsbundinn, niðurstaða jafnvægisvalds milli andstæðinga. En sem ferli hefur það sameiginlega hraða sem nefndir hafa verið.

Og endalok þess á sér ástæðu: Ákvörðun um nýtt valdajafnvægi.


Tölfræði og staðreyndir um seinni heimsstyrjöldina - Stríðið í Úkraníu í dag

Orsakir seinni heimsstyrjaldarinnar

Það er erfitt að finna einn kveikiþráð og segja, þetta er hann sem kveikti í öllum. En heildarmyndin er að heimurinn var skiptur í þrjá hugmyndaheima eða –kerfi sem kepptu um hylli lýðsins. Kommúnismi, fasismi og lýðræðið. Hugmyndakerfi geta lifað saman í vopnuðum friði en umrót fyrri hluta 20. aldar var of mikið. Fyrri heimsstyrjöldin hafði of mikil áhrif til þess.

Heimskreppa og harðstjórnarhugmyndafræði er púðurtunna sem springur ef lýðræðisríki sýna veikleika sem þau gerðu með friðþægingarstefnu. Afleiðing seinni heimsstyrjaldarinnar var að hugmyndakerfi fasisma beið viðvarandi hnekki og í raun aldrei sinn barr eftir það. Þá var eftir lýðræðisríkin og kommúnismaríkin. Vegna innbyggðan galla í sósíalismanum, var bara tímaspursmál hvenær hann legði upp laupanna og það gerðist í kringum 1990. Og enn gæta áhrifa heimsstyrjaldarinnar á pólitík samtímans, í núverðandi stríði í Úkraníu. Ákvarðanir eru teknar, byggðar á útkomu seinni heimsstyrjaldarinnar.

En hefðbundið er að tala um fimm meginástæður fyrir heimsstyrjöldina:

  1. Versalasáttmálinn og hefndarþrá Þjóðverja.
  2. Efnahagskreppa sem varð heimskreppa.
  3. Hugmyndafræði nasista og Lebensraum.
  4. Uppgangur öfga og bandalagamyndun
  5. Misbrestur á fælingarmætti vegna friðþægingastefnu.

Parísarfriður - Samningarnir sem gerðir voru í París í lok fyrri heimsstyrjaldar uppfylltu fáar óskir. Þýskaland, Austurríki og önnur lönd sem töpuðu stríðið voru sérstaklega óánægð með Parísarsamkomulagið sem krafðist þess að þau létu af hendi vopn og borguðu skaðabætur. Þýskaland samþykkti að undirrita Versalasáttmálann fyrst eftir að sigurlöndin hótuðu innrás ef Þýskaland skrifaði ekki undir hann. Þýskaland greiddi síðustu skaðabætur árið 2010.

Efnahagsmál - Fyrri heimsstyrjöldin var hrikaleg fyrir hagkerfi landa. Þrátt fyrir að evrópska hagkerfið hafi náð stöðugleika um 1920, leiddi kreppan mikla í Bandaríkjunum til efnahagslegrar hruns í Evrópu. Kommúnismi og fasismi styrktu sig í kjölfar efnahagsvanda.

Þjóðernishyggja - Öfgafull ættjarðarást sem óx í Evrópu varð enn sterkari eftir fyrri heimsstyrjöldina, sérstaklega fyrir lönd sem biðu ósigur.

Einræði - Pólitísk ólga og óhagstæð efnahagsskilyrði leiða til þess að einræði rís í löndum eins og Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Sovétríkjunum.

Misbrestur á friðþægingu/fælingarmætti - Tékkóslóvakía var orðin sjálfstæð þjóð eftir fyrri heimsstyrjöldina, en árið 1938 var hún umkringd þýsku yfirráðasvæði. Hitler vildi innlima Súdetalandið, svæði í vesturhluta Tékkóslóvakíu þar sem margir Þjóðverjar bjuggu. Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, vildi friðþægja Hitler og féllst á kröfur hans um Súdetalandið eftir að Hitler lofaði að hann myndi ekki krefjast meira landsvæðis. Hitler hertók restina af Tékkóslóvakíu í mars 1939.

Öxulveldin

Þýskaland, Japan og Ítalía mynduðu bandalag sem kallast öxulveldin. Búlgaría, Ungverjaland, Rúmenía og tvö ríki, sem stofnuð af Þjóðverjum, - Króatía og Slóvakía - bættust að lokum við.

Helstu leikmenn:

Þýskaland - Adolf Hitler, Der Fuhrer

Japan - Hideki Tojo aðmíráll, forsætisráðherra

Ítalía - Benito Mussolini, forsætisráðherra

Bandamenn

Bandaríkin, Bretland, Kína og Sovétríkin skipuðu þjóðir bandamanna, hópinn sem barðist við Öxulveldin. Milli 1939 og 1944 myndu að minnsta kosti 50 þjóðir að lokum berjast í allt. Þrettán þjóðir til viðbótar myndu ganga til leiks í stríðsátökunum þar til 1945, þar á meðal: Ástralía, Belgía, Brasilía, Breska samveldið, Kanada, Indland, Nýja Sjáland, Suður-Afríka, Tékkóslóvakía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Noregur, Pólland, Filippseyjar og Júgóslavía.

Heilstu stríðsaðilar:

Bandaríkin - Franklin D. Roosevelt, forseti

Stóra Bretland - Winston Churchill, forsætisráðherra

Kína  - Chiang Kai-Shek, hershöfðingi

Sovétríkin - Joseph Stalin, harðstjóri og yfirhershöfðingi

Tölfræði bandarískra hermanna (særðra og fallina)

16.112.566 - Fjöldi bandarískra hermanna sem tóku þátt í átökunum.

670.846 - Fjöldi særðra Bandaríkjamanna.

Bandarísk dauðsföll

Í bardögum: 291.557

Ekki í bardögum: 113.842

Heildarfjöldi: 405.399

Mannfall hermanna eftir löndum 1939-1945 (valið)

Ástralía: 23,365 dauðir; 39,803 særðir

Austurríki: 380,000 dauðir; 350,117 særðir

Belgía: 7,760 dauðir; 14,500 særðir

Búlgaría: 10,000 dauðir; 21,878 særðir

Kanada: 37,476 dauðir; 53,174 særðir

Kína: 2,200,000 dauðir; 1,762,000 særðir

Frakkland: 210,671 dauðir; 390,000 særðir

Þýskaland: 3,500,000 dauðir; 7,250,000 særðir

Stóra Bretland: 329,208 dauðir; 348,403 særðir

Ungverjaland: 140,000 dauðir; 89,313 særðir

Ítalía: 77,494 dauðir; 120,000 særðir

Japan: 1,219,000 dauðir; 295,247 særðir

Pólland: 320,000 dauðir; 530,000 særðir

Rúmenía: 300,000 dauðir; særðir (óþekkt)

Sovétríkin: 7,500,000 dauðir; 5,000,000 særðir

Bandaríkin: 405,399 dauðir; 670,846 særðir

Aðrar staðreyndir

Um 70 milljónir manna börðust í herafla bandamanna og öxulþjóða.

Finnland gekk aldrei formlega til liðs við bandamenn eða öxulríkin og var í stríði við Sovétríkin þegar síðari heimsstyrjöldin braust út. Þar sem Finnar þurftu aðstoð árið 1940 gengu Finnar í lið með Þýskalandi nasista til að hrekja Sovétmenn frá landinu. Þegar friður milli Finnlands og Sovétríkjanna var lýst yfir árið 1944 gekk Finnland í lið með Sovétmönnum til að koma Þjóðverjum frá völdum.

Sviss, Spánn, Portúgal og Svíþjóð lýstu yfir hlutleysi í stríðinu.

Sovétríkin misstu flesta hermenn, rúmlega sjö milljónir.

Mannfall óbreytta borgara

Fjöldi óbreyttra borgara sem fórst í síðari heimsstyrjöldinni verður kannski aldrei þekktur. Mörg dauðsföll voru af völdum sprengjuárása, fjöldamorða, hungurs og annarra stríðstengdra orsaka. Talað er um tugir milljóna manna hafi látist.

Áætlanir um heildartala látinna í seinni heimsstyrjöldinni eru yfirleitt einhvers staðar á milli 70 og 85 milljónir manna (óbreyttir borgarar og hermenn). Sovétríkin urðu fyrir flestum banatjóni nokkurrar þjóðar, en talið er að það hafi að mestu fallið á milli 22 og 27 milljónir dauðsfalla.

Dauðsföll almennra borgara voru samtals 50–55 milljónir. Hernaðardauðsföll af öllum orsökum voru samtals 21–25 milljónir, þar á meðal dauðsföll í haldi um 5 milljóna stríðsfanga. Meira en helmingur af heildarfjölda mannfalla stafar af látnum í Lýðveldinu Kína og Sovétríkjunum.

Sex milljónir gyðinga létust í fangabúðum nasista í stríðinu. Einnig létust hundruð þúsunda Rómafólks og fólk með andlega eða líkamlega fötlun. Hugsanlega var mannfall fanga nasista upp undir 17 milljónir. Örlög þýskra hermanna í sovéskum fangabúðum voru jafn grimm og sovéskra hermanna í fangabúðum nasista.

Dráp óbreyttra borgara í fangabúðum

Talið er að um 17 milljónir manna hafi verið myrtar af þýsku nasistastjórninni og samstarfsmönnum þeirra á árunum 1933 til 1945, samkvæmt gögnum sem gefin voru út af Minningarsafni helfararinnar í Bandaríkjunum (USHMM). Áætlanirnar eru byggðar á eigin skýrslum stjórnarhersins sem og lýðfræðilegum rannsóknum á mannfalli í seinni heimsstyrjöldinni. Nýjasta mat á fjölda fórnarlamba samkynhneigðra er byggt á rannsóknum þýska sagnfræðingsins Alexander Zinn, sem gerði umfangsmiklar rannsóknir á þessum hópi fórnarlamba.

Sum fórnarlambanna voru myrt í Þýskalandi: í fangabúðum, fangelsum, í þjóðarhreinsunum eða jafnvel á sjúkrahúsum. Sérstaklega mikill fjöldi fórnarlamba var myrtur í Póllandi og fyrrum Sovétríkjunum. Þetta var þar sem nasistar höfðu sett upp útrýmingarbúðir, þar sem meirihluti fórnarlamba gyðinga var myrtur af stjórninni. Nasistahermenn skutu og drápu einnig marga óbreytta borgara á hernumdu svæði, flestir gyðingar. Wehrmacht lét meirihluta rússneskra stríðsfanga svelta til bana í fangabúðum.

Gyðingar: 6 milljónir

Sovéskir borgarar: 5,7 milljónir

Sovéskir stríðsfangar: 3 milljónir

Pólskir borgarar: 1,8 milljónir

Serbneskir borgarar: 312 þúsund

hreyfi- og þroskahamlað fólk: 250 þúsund

Róma fólk (sígunar): 2500 þúsund

Atvinnuglæpamenn og óæskilegir: 70 þúsund

Samkynhneigðir: 3 þúsund

Votta Jevóvar: 3 þúsund

Mannfall Þjóðverja og bandamanna þeirra í samanburði við þjóða Bandamanna

Athygli vekur að mannfall þýska hersins (dauðra) var 5,533,000 en heildarmannfallið var 6,600,000-8,800,000 ef óbreyttir eru taldir með (mest á lokamánuðum stríðsins þegar stríðið barst á þýska grund). Og margir voru drepnir eftir stríð, þegar 11-17 milljónir Þjóðverja voru hraktir úr heimkynjum sínum í Austur-Evrópu.

Britannica kemur með allt aðrar tölur og lægri, og segir að 3,5 milljónir hermanna hafi fallið, 780 þúsund óbreyttir borgarar og samtals dauðir 4,2 milljónir.*

*Hernaðaráætlanir ná yfir menn utan Þýskalands sem þjónuðu með þýska hernum og byggjast á þeirri forsendu að um 1.000.000 af þeim 1.250.000 mönnum sem enn voru skráðir og saknað á sovésku yfirráðasvæði árið 1955 hafi verið látnir. Að auki dóu kannski 250.000 hermenn af eðlilegum orsökum, frömdu sjálfsmorð eða voru teknir af lífi. Borgaralegar tölur eru eingöngu fyrir Þýskaland og Austurríki og þær innihalda ekki áætlað 2.384.000 dauðsföll Þjóðverja á árunum 1944–46 vegna innrásar Sovétríkjanna og nauðungarflutninga íbúa í austurhéruðunum sem Pólland og Sovétríkin fengu eftir stríðið.

Áætlað er að Bandamenn misstu um 51 milljón manns og Öxulríkin misstu 11 milljónir. (Athuga verður að sum öxullönd skiptu um hlið og gengu aftur inn í stríðið í liði bandamanna; þessar þjóðir eru teknar með í talningu bandamanna, óháð því hvenær dauðsföllin áttu sér stað.)

Þessar tölur eru athyglisverðar og í raun kaldhæðni örlaganna að taparar stríðsins misstu minni mannskap og ef til vill má segja að Þýskaland og Japan hafi staðið uppi sem sigurvegarar, að hafa "unnið friðin" eftir lok síðarar heimsstyrjaldarinnar en bæði ríkin eru meðal mestu efnahagsveldi heimsins ennþá daginn í dag.

Lána – leiga lögin (e. Lend-Lease Act) voru sett í framkvæmd til að leyfa Bandaríkjunum að lána eða leigja vopn, búnað eða hráefni til hverjar þjóðar sem berst gegn öxulríkin. Að lokum fengu 38 þjóðir um 50 milljarða dollara í aðstoð. Flest af fjármagninu og tækjum og tólum fór til Stóra-Bretlands og Sovétríkjanna.

Árið 1948 stofnuðu Bandaríkin Marshall-áætlunina til að hjálpa til við að endurreisa stríðshrjáða Evrópu. Að lokum fengu 18 þjóðir 13 milljarða dollara í matvæli, vélar og aðrar vörur.

Í mars 1974 fannst Hiroo Onoda, japanskur hermaður sem berst enn í stríðinu, af leitarhópi á eyjunni Lubang á Filippseyjum.

Tímalína

1. september 1939 - Þýskaland ræðst inn í Pólland. Danmörk, Lúxemborg, Holland, Noregur, Belgía og Frakkland falla fljótlega undir stjórn Þjóðverja.

1. júní 1940 - Ítalía gengur inn í stríðið við hlið Þýskalands með því að lýsa yfir stríði gegn Bretlandi og Frakklandi. Bardagar breiðast út til Grikklands og Norður-Afríku.

1. júní 1940 - Þýskir hermenn marsera inn í París.

Júlí 1940 - september 1940 - Þýskaland og Stóra-Bretland berjast í loftstríði, orrustunni um Bretland, meðfram ensku strandlengjunni.

September, 1940-maí 1941 - Þjóðverjar hefja sprengjuherferð næturlagi loftárása yfir London, þekkt sem Blitz.

Júní 1941 - Þýskaland réðst inn í Sovétríkin.

Desember 1941 - Japan ræðst á herstöð bandaríska sjóhersins við Pearl Harbor á Hawaii, eyðilagði meira en helming flugvélaflotans og skemmdi öll átta orrustuskipin. Japan ræðst einnig á Clark og Iba flugvelli á Filippseyjum og eyðileggur þar meira en helming flugvéla bandaríska hersins.

Desember 1941 - Bandaríkin lýsa yfir stríði á hendur Japan. Japan ræðst inn í Hong Kong, Guam, Wake-eyjar, Singapúr og Breska Malala.

Desember 1941 - Þýskaland og Ítalía lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkjunum.

1942 - Bandamenn stöðva framrás öxulveldanna í Norður-Afríku og Sovétríkjunum.

Febrúar 1942 - Japan réðst inn á Malayskaga. Singapúr gefst upp innan viku.

4.-6. júní 1942 - Áætlanir Japana um að ráðast inn á Hawaii-eyjar, byrjað á Midway eyju en Bandaríkin brjóta leynikóðann um verkefnið. Japan ræðst á Midway og missir fjögur flugmóðurskip og yfir 200 flugvélar og flugmenn í fyrsta hreina sigri Bandaríkjanna.

19. ágúst 1942 - Baráttan um Stalíngrad hefst þegar Þýskaland þrýstir sér lengra inn í Rússland.

Ágúst 1942-febrúar 1943 - Bandarískir landgönguliðar berjast fyrir og halda Kyrrahafseyjunni Guadalcanal.

Október 1942 - Breskir hermenn neyða öxulherina til að hörfa til Túnis í seinni orrustunni við El Alamein.

Febrúar 1943 - Þýskir hermenn í Stalíngrad gefast upp, sigraðir að miklu leyti fyrir sovéska veturinn. Ósigurinn markar stöðvun á sókn Þýskalands til austurs.

Júlí 1943 - Herir bandamanna lenda á strönd Ítalíu.

Júlí 1943 - Konungur Ítalíu fær aftur fullt vald og Mussólíni var steypt af stóli og handtekinn.

Nóvember 1943-mars 1944 - Bandarískir landgönguliðar réðust inn á Salómonseyjar við Bougainville til að ná þeim aftur af Japönum.

6. júní 1944 - D-dagur, þar sem herir bandamanna lenda á fimm ströndum Normandí: Utah, Omaha, Gold, Juno og Sword. Lendingin nær yfir 5.000 skip, 11.000 flugvélar og yfir 150.000 herþjónustumenn.

6. ágúst 1944 - Bandarískar og frjálsar franskar hersveitir frelsa París.

6. janúar 1945 - Sovéskir hermenn frelsa Auschwitz búðirnar sem staðsettar eru nálægt Krakow í Póllandi.

6. febrúar - 26. mars 1945 - Bandarískir landgönguliðar berjast við Japana um eyjuna Iwo Jima.

6. apríl 1945 - Roosevelt deyr í Warm Springs, Georgíu. Harry Truman varaforseti sver embættiseið sem forseti.

6. apríl 1945 - Sovéskir hermenn umkringja Berlín.

6. apríl 1945 - Mussólíni er drepinn þegar hann reynir að flýja til Sviss.

6. apríl 1945 - Bandarískir hermenn frelsa Dachau fangabúðirnar fyrir utan Munchen í Þýskalandi.

30. apríl 1945 - Hitler og eiginkona Eva Braun svipta sig lífi.

6. maí 1945 - Þýskaland gefst upp í rauðu skólahúsi í Reims, Þýskalandi, höfuðstöðvum Eisenhower. Dagur sigurs í Evrópu (V-E) er haldinn hátíðlegur 8. maí vegna þess að það er dagurinn sem vopnahléið tók gildi.

6. maí 1945 - V-E dagur. Stríðinu í Evrópu er formlega lokið.

6. júlí 1945 - Fyrsta árangursríka tilraunin á kjarnorkusprengjunni í Alamogordo, Nýju Mexíkó.

6. júlí 1945 - Truman varar Japan við því að landinu verði eytt ef það gefist ekki upp skilyrðislaust. Japan heldur áfram að berjast.

Ágúst 1945 - Fyrsta kjarnorkusprengju sem notuð var í hernaði, kallaður Little Boy, var varpað á japönsku borgina Hiroshima með þeim afleiðingum að allt að 140.000 manns létu lífið.

Ágúst 1945 - Eftir að hafa fengið engin viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum eftir sprenginguna í Hiroshima, er annarri kjarnorkusprengju, sem heitir Fat Man, varpað á Nagasaki og drap allt að 80.000 manns.

Ágúst 1945 - Japan samþykkir skilyrðislaust að samþykkja skilmála Potsdam-yfirlýsingarinnar og binda enda á stríðið. Lýst er yfir sigri á Japan (V-J) degi.

September 1945 - Japan undirritar formlega uppgjöf um borð í USS Missouri í Tókýóflóa.

Heimsstyrjöldin síðari var Ragnarök og mesti hörmungartími mannkyns! Ef meðalmannfall (bara dauðra)hafi verið 36,600 manns hvern einasta dag í sex ára stríði og ef það er ekki fjöldaslátrun, þá veit ég ekki hvað það er. En við lærum ekki af sögunni.

Enn er stríð hafið í Evrópu og það fer stigmagnandi í þessum skrifuðum orðum. Af hverju talar enginn um frið? Evrópubúar segja að stríðið í Úkraníu sé hörmungar atburður, en af hverju hvetja þjóðarleiðtogar þeirra ekki til friðarviðræðna? Þetta stríð endar hvort sem er við samningaborðið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og "andstæðingur" NATÓ (Ísland úr NATÓ og herinn burt) skammast út í Tyrki fyrir að leyfa ekki stækkun hernaðarbandalagsins með aðild Svíþjóðar og Finnlands! Af hverju tala VG ekki fyrir friði (gætu fengið friðarverðlaun Nóbels!)? Hræðsnin og tvíræðnin er algjör. Friðelskandi þjóð - Ísland, held nú síður!


Friðþægingar- og afvopnunar stefna leiðir til stríðs

Ég hlustaði á góðan fyrirlestur í dag af hendi helsta sérfræðing í hernaðarsögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Seinni heimsstyrjöldin var mannskæðasta átök mannkynssögunnar. Aldrei áður hafði stríð verið háð á jafn fjölbreyttu landslagi og á svo marga mismunandi vegu, á láði og legi og alls staðar á hnettingum, allt frá eldflaugaárásum í London til frumskógabardaga í Búrma til hervopnaárása í Líbíu.

Heimsstyrjöldin síðari hófst upphaflega árið 1939 sem fjöldi einangraðra landamæraárása sem Þýskaland hélt áfram að vinna. Menn töluðu ekki ennþá um heimsstyrjöld ein það breyttist. Árið 1941 breyttist allt þegar Þýskaland réðst inn á bandamann þeirra, Sovétríkin, og leiddi Japan inn í stríðið.

Seinni heimsstyrjöldin var mannskæðasta átök mannkynssögunnar þar sem um sextíu milljónir manna féllu og fleiri ef við tökum Kína með. Ég held því fram að hægt hafi verið að koma í veg fyrir seinni heimsstyrjöldina og fjölda tapaðra mannslífa, en vegna fjölda mistaka herafla bandamanna fyrir stríð töldu Þjóðverjar að þeir væru sterkari og óvinir þeirra veikari en raun ber vitni.

Ég held því fram að „það hafi þurft sovéskt samráð, afskiptaleysi eða einangrunarstefnu Bandaríkjamanna og friðþægingustefnu Breta eða Frakka á þriðja áratugnum“ til að sannfæra Þýskaland um að þeir hefðu hernaðargetu til að ráðast inn í Vestur-Evrópu.Sem þeir höfðu í raun ekki, hvað varðar mannafla eða tækjakost.

Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar töldu bandamenn að kostnaðurinn við stríðið mikla hefði verið of hár, á meðan Þýskaland gortaði sig af ósigri þeirra þar sem engir óvinahermenn höfðu stigið fæti á þýska grund. Stóra-Bretland og Frakkland völdu bæði friðunarstefnu fram yfir fælingarmátt, sem hvatti frekar en letjaði Hitler og Þýskaland frá því að halda áfram með áætlanir sínar.

Við þekkjum flestöll atburðasögu seinni heimsstyrjaldar og ætla ég ekki að rekja hana. En ég vil leggja áherslu á það var pólitíkin og mistökin þar sem leiddi til þessa mannskæðuðustu átök allra tíma.

„Harmleikurinn í seinni heimsstyrjöldinni – átök sem hægt var að koma í veg fyrir – var að 60 milljónir manna höfðu farist til að staðfesta að Bandaríkin, Sovétríkin og Stóra-Bretland væru mun sterkari en fasistaveldin Þýskaland, Japan og Ítalía eftir allt saman – Staðreynd sem hefði átt að vera sjálfsögð og engin þörf á svo blóðugri rannsóknarstofu, ef ekki hefði verið fyrir breskri friðþægingu, bandarískri einangrunarhyggju og rússneskri samvinnu við nasista."

Að sögn Victor David Hanson, sem skrifaði Second World Wars (en hann aðskildi átökin í Evrópu og Norður-Afríku frá átökunum í Asíu), "....voru átökin, fyrir Bandaríkin, tvö aðskilin stríð sem háð voru gegn fátækum bandamönnum sem áttu efnislega samvinnu aðeins yfirborðslega og hugmyndafræðilega aðeins í löngun sinni til að sjá bandamenn sigraðir.

Ólíkt sterkri samvinnu bandamanna á báðum vígstöðvum, tóku Þjóðverjar og Ítalir varla þátt í viðleitni keisaraveldisins í Japan til að lögfesta og auka áhrif sam-hagsældarsviðs Stór-Asíu. Sömuleiðis hefði Japan aldrei hugsað sér að styrkja Atlantshafsmúr Hitlers með neinum varadeildum eftir að Þjóðverjar stækkuðu landamæri Evrópuvirkis alla leið til sjávar. Þess vegna voru átökin samsett af tveimur aðskildum stríðum, háð samtímis og gegn svipaðri hugmyndafræði, en aðskilin af landafræði og skorti á stefnumótandi skörun."

Niðurstaðan er sú, að þrátt fyrir mistökin að viðhafa friðþægingar- og afvopnunarstefnu, stóðu bandamenn saman gegn Öxulveldinu. Japanir og Þjóðverjar unnu aldrei saman og Japanir gerðu friðarsamning við Sovétmenn rétt fyrir innrás Þjóðverja, sem þýddi að Sovétríkin gátu sent allt herliðið frá Asíuströnd ríkisins til að berjast í vestri. Hefðu Sovétmenn getað barist á tveimur vígstöðvum?

Mistök Öxulríkja að var að útfæra stríð út í heimstríð sem þau voru ekki reiðubúin til að fást við (Hitler lýsti yfir stríði gegn BNA vegna Pearl Harbour árásinnar og hershöfðingjar hans (og hann sjálfur) þurftu að leita á landabréfakorti hvar eyjan var). Japanir launuðu ekki greiðan en Þjóðverjar fengu mesta hergagnaframleiðanda heims (og eldsneytisframleiðanda) á móti sér sem Bandaríkin voru óneitanlega. Stríðið vannst í hergagnaframleiðslutækjum verksmiðjanna, ekki á vígvelli. Hvorki Þjóðverjar né Japanir réðu yfir 4 hreyfla sprengjuflugvélar né höfðu Þjóðverjar flugmóðuskip sem hefðu getað skipt sköpun í Orrustunni um Atlantshafið. Og yfir höfuð að heyja heimsstríð Kafbátar þeir voru of fáir, skriðdrekarnir of flóknir, dýrir og fáir o.s.frv. Með smá heppni hefðu fasistastjórnirnar getað náð friði, en stríðslukkan var ekki með þeim.

Ísland og fælingarmátturinn

En ef við yfirfærum þetta yfir á nútímann, þá getum við lært af þessu. Fælingarmátturinn er mikilvægur til að halda harðstjórunum í skefjum. 

Við Íslendingar gegnum hér mikilvægu hlutverki landfræðilega og stjórnmálalega. En við getum líka girt í brók og tekið varnarmál föstum tökum og í eigin hendur. Ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATÓ-ríkja. Stríð fyrir ströndum hugsunarháttur væri mikilvægur en fyrst og fremst innanlands þekking. Ef við værum ekki í NATÓ, gætum við verið herlaust ríki? Ég stórlega efa það. Hér myndu stórveldin keppast um að fá að setja upp herstöðvar, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar og Kaninn, myndu vilja nýta sér gatið í vörnum Atlantshafsins sem Ísland væri. Það yrði umsvifalaust hertekið í næstu heimsstyrjöld. 

Maður hefur á tilfinningunni að Alþingismenn lifi í einhvers konar hjúpi sem er aðskilinn frá raunveruleikanum. Þetta datt mér í hug þegar ég hlustaði á umræðurnar á Alþingi um útlendingamál í dag. Þingmenn margir sjá ekki erfiðleikanna við að taka á móti svona mikið af fólki sem innviðirnir ráða ekki við en tala bara um meint mannréttindabrot.  Það sama má segja um varnarmálaflokkinn, fáir á Alþingi hugsa nokkurn tíma um varnarmál, jú það er minnst á þau, en svo, jú, heyrðu, sér Kaninn ekki bara um þetta fyrir okkur? Næsta mál á dagskrá. Ekkert raunsæi eða framtíðarsýn. Bara fengist við dægurmál, hugsjónir og framtíðarsýn ekki í huga stjórnmálamannanna.

 

 


Stóð CIA á bakvið afsögn Richard Nixons?

Það vakti athygli þegar Tucker Carlson, hinn frægi fréttaskýrandi, fjallaði um birtingu skjala um morðið á John F. Kennedy. Hann sagðist hafa heimildir innan CIA um að stofnunin, sem er þekkt fyrir að steypa ríkisstjórnum víða um heim, hafi staðið á bakvið aftöku JFK.

En Carlson er ekki hættur. Hann segir að CIA hafi líka verið á bakvið afsögn Richard Nixon Bandaríkjaforseta. Nokkrum dögum eftir að hafa fullyrt ótvírætt að CIA stæði á bak við morðið á John F. Kennedy, benti Tucker Carlson fingurinn á bandarísku njósnastofnunina fyrir að steypa þáverandi forseta Richard Nixon af stóli árið 1974 með því að senda eina af öflugustu handbendum sínum: Washington Post blaðamanninn Bob Woodward af stað til að grafa undir Nixon. Það sem maður hefur séð til hans og sérstaklega framkomu hans í forsetatíð Donalds Trumps, er ljóst að hann er demókrati og nokkuð langt til vinstri.

Grípum niður í ræðu Carlson í "Tucker Carlson Tonight". Carlson segir að hann hafi ekki í raun verið blaðamaður.

"Hver var nákvæmlega Bob Woodward? Jæja, hann var ekki blaðamaður," hélt Carlson áfram. "Bob Woodward hafði engan bakgrunn í fréttabransanum. Þess í stað kom Bob Woodward beint frá flokkuðum svæðum alríkisstjórnarinnar. Skömmu fyrir Watergate var Woodward sjóliðsforingi hjá Pentagon."


Það er rétt að Woodward gekk til liðs við Washington Post beint úr sjóhernum - í tveggja vikna réttarhöld sem blaðamaður ungmenna. Hann mistókst þessi réttarhöld og eyddi ári í að vinna hjá DC úthverfum vikuritinu Montgomery Sentinel áður en hann fékk annað tækifæri um starf á Washington Post.

Hann hélt því fram að Nixon hafi verið neyddur úr embætti og úr Hvíta húsinu með samsæri djúpríkisins. Hann dró þá ályktun að Woodward væri aðeins tannhjól í vélinni sem „neyddi“ Nixon til að segja af sér með skömm vegna yfirhylmingarhneykslis um innbrot í Watergate - þrátt fyrir að Nixon hafi endurkjörinn aðeins tveimur árum áður - vegna þess að hann var ekki að spila eftir bókinni með stofnanabálkinu í Washington og embættismanna mergðinni.

Carlson sagði að Woodward hefði verið vinna með stjórnvöldum að því að koma Nixon burt - og fá "hlýðna þjóninn" Gerald Ford - þáverandi varaforseta Nixons - inn í Hvíta húsið.

„Richard Nixon trúði því að öfl innan alríkis skrifræðsins (djúpríkið í daglegu tali) hefðu unnið að því að grafa undan alríkisstjórninni,“ sagði Carlson og á einum tímapunkti sagði forsetinn við sitjandi forstjóra CIA að hann vissi „hver skaut John [Kennedy]“.

„Fljótlega eftir að hafa yfirgefið sjóherinn af ástæðum sem hafa aldrei verið skýrar, var Woodward ráðinn af öflugasta fréttaveitunni í Washington og úthlutað stærstu frétt landsins,“ bætti Carlson við. „Og bara til að gera það kristaltært hvað var í raun og veru að gerast, var aðalheimildarmaður Woodward fyrir Watergate-þáttaröðina aðstoðarforstjóri FBI Mark Felt [talinn vera heimildarmaðurinn þekktur sem „Deep Throat“].“

Carlson notaði þennan ramma til að gefa til kynna að svipað skrifræðisvald væri að vinna að afsögn Joe Biden forseta, sem skyndilega  er áreittur af uppljóstrunum um að hann hafi sýnt óviðeigandi hegðun með því að hýsa trúnaðarskjöl á einkaheimili sínu, söguþráður sem nú er kunnuglegur.

Nixon sjálfur, sem sagði breska fréttamanninum David Frost í hinu alræmda Frost/Nixon viðtali að mesta samþjöppun valds í Bandaríkin væri ekki í Hvíta húsinu -  heldur hjá fjölmiðlum. Árið var 1977.

"Þetta er of mikið vald og það er afl sem stofnfeðurnir hefðu haft miklar áhyggjur af," sagði Nixon og bætti við að "þeir sem skrifa sögu sem skáldskap á þriðju hendi, ég hef ekkert nema algjöra fyrirlitningu á þeim. Og ég mun aldrei fyrirgefa þeim. Aldrei!"

Lífið er það ótrúlegt að jafnvel mestu samsæriskenningar hafa reynst sannar. Það er alveg ljóst að CIA og fleiri njósnastofnanir hafa fengið að leika lausum hala í gegnum tíðina og gert ótrúlegustu óskunda. Í þessum skrifuðu orðum er stofnunin líka með útsendara í Úkraníu og um allan heim, að njósna og hafa áhrif.

 


Heimspeki stríðs

Það eru fáir sem vita af þessari hlið stríðsfræða (e. philosophy of war) sem kallast stríðsheimspeki.  Stríð eru flókið fyrirbæri en hægt er að fjalla um herfræði frá ólíklegustu hliðum.  Sjálfur stundaði ég nám í hernaðarsagnfræði á miðöldum (e. military history) og herminjafræði (e. military archaeology). 

Nútíma íslenskan er ekki eins stöðug í hugtakanotkun hvað varðar nútíma her- og vopnafræði (e. war and weapon science eða weopanary) og miðaldar íslenskan en í rannsóknum mínum hef ég þurft að koma upp hugtakasafni með nýyrðum.

Maður sér þýðingar, t.d. í bíómyndum, að hugtakið liðsforingi (e. lieutenant, getur líka verið officer sem er víðtækara) er á reiki hjá þýðendum og stundum reyna þeir ekki einu sinni að þýða hugtökin og birta þau hrá. Dæmi um slík hugtök er liðþjálfi og riðilsstjóri, menn hafa ekki einu sinni þessi hugtök á hreinu.

En nú er ég kominn aðeins út fyrir umfjöllunarefni mitt, vill þó benda á að hægt er að fjalla um herfræðina (sem lærð er sem slík í herskólum eins og Sandhurst og West Point), en einnig frá sjónarhorni, sagnfræðinnar, lögfræðinnar, hagfræðinnar, félagsfræðinnar og stjórnmálafræðinnar, svo einhver fræði séu nefnd.

Kenna mætti t.d. hernaðarsagnfræði í sagnfræðideild (-skor er víst ekki lengur notað) Háskóla Íslands og þá frá sem flestum sjónarhornum. Þessi námskeið eru geysivinsæl við erlenda háskóla. 

Stríð eru svo mikill áhrifaþáttur að það er næsta ótrúlegt að fáir Íslendingar stunda herfræðin en þekkingin er nauðsynlegt. Þótt Ísland er herlaust, eru við í hernaðarbandalagi, höfum herstöð og erlendar hersveitir hafa viðveru hér reglulega og við þurfum að taka ákvarðanir um stríð í innan vébanda þess. Jafnvel þótt við væru ekki í bandalagi, er þekkingin nauðsynleg.

Heimspeki stríðs

Byrjum á skilgreiningu. Stríðsheimspeki er svið heimspeki sem varið er til að skoða málefni eins og orsakir stríðs, samband stríðs og mannlegs eðlis og siðfræði stríðs. Ákveðnir þættir stríðsheimspekinnar skarast við söguheimspeki, stjórnmálaheimspeki, alþjóðasamskipti og réttarheimspeki.

Nokkrir herspekingar

All margir fræðimenn fortíðarinnar hafa reyna að greina eðli stríðs og hvers vegna stríð hefjast og enda. Victor David Hanson, einn virtasti hernaðarsagnfræðingur samtímans, segir að strax á forsögulegum tíma hafi menn stundað ættbálka stríð (e. tribal war) og sjá má skipulagðan "hernað" hjá simpösum og bonobo öpum. Stríð og ófriður hefur því fylgt mannkyninu frá örófi  alda. Maðurinn er því stríðsapi í eðli sínu. Þetta gætu friðarsinnar nútímans haft í huga.

Tökum fyrir tvo eða þrjá frægustu herfræðinga sögunnar. Byrjum á Carl von Clausewitz.

Kannski er stærsta og áhrifamesta verkið í heimspekistríði um stríð eftir Carl von Clausewitz, sem kom út árið 1832. Það sameinar athuganir á stefnumótun og spurningum um mannlegt eðli og tilgang stríðs. Clausewitz skoðar sérstaklega fjarfræði stríðs: hvort stríð sé leið að markmiði utan frá sjálfs sig eða hvort það geti verið markmið í sjálfu sér (fara í stríð án ástæðu). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hið síðarnefnda geti ekki verið svo og að stríð sé "pólitík með öðrum hætti"; þ.e.a.s. að stríð má ekki vera til eingöngu vegna þess sjálfs. Það hlýtur að þjóna einhverjum tilgangi fyrir ríkið og samfélagið. Meira segja mannapar eins og bonobo (simbasa tegund) taka ákvörðun um að ráðast á yfirráða svæði annars apahóps ef hópurinn er lítill eða hlutfallið er 1 á móti 10.

Þó að stríðslistin eftir Sun Tzu (5. öld f.Kr.), beinist að mestu leyti að vopnum og stefnu í stað heimspeki, hafa ýmsir skýrendur útvíkkað athuganir hans í heimspeki sem beitt er við aðstæður sem ná langt út fyrir stríð sjálft, svo sem samkeppni eða stjórnun (sjá helstu Wikipedia grein um The Art of War fyrir umfjöllun um beitingu heimspeki Sun Tzu á önnur svið en stríð).

Snemma á 16. öld fjalla hlutar af meistaraverki Niccolò Machiavellis Prinsinn (ásamt orðræðum hans) og hlutar eigin verks Machiavellis, sem ber heitið Stríðslistin, um nokkur heimspekileg atriði sem tengjast stríði, þó að hvorug bókin gæti talist vera verk innan rana stríðsheimspeki.

Kenning um réttlát stríð

Hugmyndafræðin um réttlátt stríð setur fram kenningu um hvaða hliðar stríðs séu réttlætanlegar samkvæmt siðferðilega viðurkenndum meginreglum. Réttláta stríðskenningin byggir á fjórum grunnviðmiðum sem þeir sem eru staðráðnir í að fara í stríð fylgja eftir.

Jus Ad Bellum skilgreiningin. Reglurnar um réttlæti stríðs eru almennt taldar vera: að hafa réttmæta málstað, vera síðasta úrræði, vera lýst yfir af réttu yfirvaldi, hafa réttan ásetning, eiga sanngjarna möguleika á að ná árangri og að markmiðið sé í réttu hlutfalli við þær leiðir sem notaðar eru.

Meginreglurnar fjórar eru sem hér segir: Réttlát valdbeiting; réttlát orsök/ástæða; réttur ásetningur; síðasta úrræði.

Réttlát heimild til að hefja stríð:

Viðmiðið um réttlátt vald vísar til ákveðins lögmætis þess að fara í stríð og hvort stríðshugtakið og að stunda það hafi verið löglega afgreitt og réttlætanlegt (yfirleitt af hendi löggjafavalds eða framkvæmdarvalds).

Réttlát orsök (ákvörðun)

Réttlát orsök er réttlætanleg ástæða fyrir því að stríð er viðeigandi og nauðsynleg viðbrögð. Ef hægt er að forðast stríð, verður að ákvarða það fyrst, samkvæmt heimspeki réttlátrar stríðskenningar.

Réttur ásetningur

Til að fara í stríð verður maður að ákveða hvort áformin um að gera það séu réttar samkvæmt siðferði. Rétt ásetningsviðmiðun krefst ákvörðunar um hvort stríðsviðbrögð séu mælanleg leið til að bregðast við átökum eða ekki.

Síðasta úrræði

Stríð er síðasta úrræði, sem þýðir að ef það er átök milli ósammála aðila, og markmiðið er að það verður að reyna allar lausnir áður en gripið er til stríðsaðgerða.

Heimspekingar um stríð

Ef við förum í hreina heimspeki og kíkjum forn heimspekinga, þá er viðeigandi að byrja á Plató. Hann heldur því í stuttu máli fram að það sé í eðli sínu erfitt, ef ekki ómögulegt, að ná sannri dyggð í stríðsmálum án þess að huga að dyggð góðrar manneskju sem slíkrar. Óbeint gagnrýnir hann leitina að hernaðardyggðum sem sérstakri leit.

Aristóteles leit á stríð sem athöfn, sem væri í samræmi við alheiminn, ef það væri gert fyrir rétta telos. Það eru áhyggjur Aristótelesar af telos stríðsins sem gerði honum kleift að byrja að útlista siðfræðikerfi fyrir algjöru stríði.

Thomas Aquinas komst að þeirri niðurstöðu að réttlátt stríð gæti verið móðgandi og að óréttlæti ætti ekki að líðast og forðast eigi stríð. Engu að síður hélt Aquinas því fram að ofbeldi yrði aðeins beitt sem síðasta úrræði. Á vígvellinum var ofbeldi aðeins réttlætanlegt að því marki sem það var nauðsynlegt.

Nietzsche  sagði að hernaður væri faðir allra góðra hluta, hann er líka faðir góðs prósa! Í hjarta mínu er ég stríðsmaður. Maður hefur afsalað sér hinu mikla lífi þegar maður afsalar sér stríði.

Frá sjónarhóli Konfúsíusar hefur áherslan á mannúð og siðferðilega hegðun oft þýtt að stríð hefur verið litið á sem óeðlilegt félagslegt fyrirbæri sem stafar af blindu mannlegu eðli: „stríð hverfur með leiðsögn mannúðar, kærleika og góðra verka“.

Sókrates sagði að stríð, byltingar og bardagar eru einfaldlega og eingöngu vegna líkamans og langana hans. Öll stríð eru háð til að afla auðs; og ástæðan fyrir því að við verðum að eignast auð er líkaminn, því við erum þrælar í þjónustu hans.

Heilagur Ágústínus taldi að eina réttmæta ástæðan til að fara í stríð væri friðarþráin. Við leitum ekki friðar til að vera í stríði, heldur förum við í stríð til að fá frið. Vertu því friðsamur í stríðinu, svo að þú megir sigra þá, sem þú stríðir gegn, og koma þeim til farsældar friðar.

---

Fróðleikur

Í sjálfu stíðinu eru nokkrar meginreglur.

1. Markmið (e. objective)

2. Sókn (e. offensive).

3. Massi (e. mass).

4. Aflhagkvæmni (e. Economy of Force).

5. Hreyfing (e. maneuver).

6. Eining herstjórnar (e., Unity of Command).

7. Öryggi (e. security).

8. Koma á óvart (e. surprise).

9. Einfaldleiki (e. Simplicity).

Herforingjar læra fyrst af þessum meginreglum sem liðsforingjar og leitast við að betrumbæta skilning sinn á ferlinum.

 

 


Eru loftslagsbreytingar raunverulegar?

Í útvarpsþættinum Bítið var viðtal við tvo fræðimenn um hvort loftslagsbreytingar, ef þær eru, sé af manna völdum.  Svarið við þessu er geysilega erfitt að finna. Upplýsingaflóðið er mikið og misvísandi og svo virðist sem um tvær andstæðar fylkingar séu að berjast á banaspjótum.

Annar hópurinn heldur að heimurinn sé að farast, aðeins sé tímaspurtsmál hvenær breytingar séu svo miklar að þær séu óafturkræfar. Hinn hópurinn segir að hér séu um nátttúrulegar sveiflur og maðurinn eigi lítinn þátt í breytingum, ef um breytingar eru að ræða yfirhöfuð.

Fræðimennirnir, tvær konur, sögðust hafa gert könnun um viðhorf Íslendinga til loftslagsmála. Samkvæmt niðurstöðunni var um 60% sem töldu að mennirnir væru að breyta loftslaginu til hins verra, önnur 35% töldu að bæði nátttúran og maðurinn væri að breyta loftslaginu. Þá eru bara eftir 5% sem sagði að maðurinn hefði engin áhrif.

En þessi könnun og aðrar kannanir um viðhorf skipta engu máli um raunveruleikann, hann er eins og hann er, sama hvað við hugsum. En hver er hann? Ég hef ekki hugmynd.

En það eru vísbendingar sem ber að hafa í huga. Fyrir hið fyrsta, er að vísindamenn hafa ekki rannsakað loftslag með nútíma rannsóknartækjum nema í skamman tíma. Hitastig á Íslandi hefur verið mælt skemmur en tvær aldir.  Þótt hægt sé að bora borkjarna í íshellur, til að fá vísbendingar um veðurfar fyrr á öldum, er það ekki nóg. Vísindaleg gögn eru ekki nógu víðtæk til að alhæfa. Í öðru lagi eru tímarnir einstakir, aldrei hafa eins margir menn lifað á jörðinni og í dag. Iðnbyltingin hófst fyrir 250 árum með tilheyrandi útspúun loftstegunda og hver áhrif hennar er, er ekki enn fyrirséð.

En við vitum að maðurinn er ekki eyland, og hann sannarlega leysir lofttegundir út í andrúmsloftið, en hvort það hafi áhrif til að breyta loftslagi, veit ég ekki. Miklar áhyggjur voru t.a.m. af losun ozone en nú er ozone hjúpurinn kominn í lag aftur skilst mér. Var það vegna þess að við hættum að nota ákveðin efni?

En svo er það hinn áhrifaþátturinn sem virðist alveg gleymast hér á klakanum, og það eru eyðing nátttúrunnar af manna völdum, og ég hef sannarlega áhyggjur af. Eyðing skóglendis, votlendis o.s.frv. og náttúrunnar í heild vegna framsókn mannsins, á kostnað dýra og plantna, held ég að sé meiri áhrifavaldur en spúun lofttegunda út í loftið. Mannkynið er of fjölmennt til að litla jörðin ráði við mannfjöldann. Landið þekur aðeins 29%-30% af yfirborði jarðar og það fer mikið fyrir 8 milljarðar manna.

Það er staðreynd, sem við Íslendingar þekkjum af eigin raun, að eyðing votlendis og skóglendis hefur skapað manngerðar eyðimerkur á landinu. Nátttúrueyðing.

Ferðamenn á Íslandi eru yfir sig hrifnir af eyðilendi hálendisins en athuga ekki að þetta er ekki villt nátttúra í raun, heldur manngerð eyðilegging. Það er sannarlega hægt að sannreyna. Nægar heimildir eru til sönnunnar. En af hverju erum við Íslendingar þá bara að einblína á loftslagið, en horfum ekki á skemmdarvarginn manninn sem er að eyða plöntur og dýr?

Sorgarsagan af útrýmingu dýra og platna fer fram hjá fólki í daglegu amstri.

Aðgerðir manna á landi og í sjó, hefur haft meiri áhrif en loftmengun frá iðnaði og samgöngutækjum sýnist mér sem leikmanni, en hvað veit ég? 

Ég held að ég fari ekki í neinn ofangreinda þrjá hópa, og fari í fjórða hópinn sem tekur ekki afstöðu og bíður eftir betri þekkingu og mögulega sönnun. En það er ekki þar með sagt að ekki eigi að gera neitt á meðan, það er alltaf skynsamlegt að vera fyrirhyggjusamur og gera varúðarráðstafanir eins og hygginn bóndi sem berst við nátttúruöflin dags daglega. Gagnrýnin hugsun og efahyggja á hér svo sannarlega við.

 

 

 

 

 


Tjáningarfrelsi opinbera starfsmanna

Mikið hefur verið í umræðunni um málfrelsi opinbera starfsmanna, rétt eins og það hverfi við það að fara í ákveðið starf. Svo er ekki í raun. En það eru ákveðin sjónarmið sem þarf að gæta að, til dæmis að gæta trúnað í starfi, það gildir jafnt um opinbera starfsmenn og á almenna vinnumarki og ekki síst að vera ekki með áróður á vinnustað og hér er sérstaklega átt við um kennarastéttina.

Eftirfarandi grein  heitir „TJÁNINGARFRELSI OPINBERRA STARFSMANNA – SIÐFERÐILEG OG LAGALEG SJÓNARMIГ, eftir Páll Þórhallsson. Ég ætla birta úrdrátt úr ofangreinda skýrsla sem er á vef stjórnarráð Íslands en í lokin ætla ég koma með hugrenningar mínar. Hér er úrdrátturinn:

„Ímyndum okkur að spurningin: „Stendur forsætisráðherra sig vel í starfi?“ væri borin upp opinberlega við ráðherra í ríkisstjórn, þingmann stjórnarandstöðunnar, ríkisstarfsmann og álitsgjafa í fjölmiðlum. Í þremur tilfellum af fjórum er svarið gefið fyrir fram vegna stöðu viðkomandi. Ráðherrann verður að svara játandi, þingmaðurinn neitandi og ríkisstarfsmaðurinn verður að neita að svara.“

Hér er þetta spurning hvað opinber starfsmaður má tjá sig opinberlega.

Páll segir ….“Nú er það hins vegar í auknum mæli viðurkennt að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis eins og aðrir. Því má spyrja við hvaða rök krafan um hlédrægni opinberra starfsmanna styðjist og hversu þungt þau vega andspænis tjáningarfrelsinu.“

Og hann segir: „Tjáningarfrelsi tengist einnig öðrum mannréttindum eins og skoðanafrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi. Skoðanafrelsi opinberra starfsmanna er eitt af einkennum lýðræðisríkja. Þannig er almennt óheimilt að byggja ákvörðun um ráðningu eða framgang í starfi á stjórnmálaskoðunum, trú eða lífsskoðunum umsækjenda.“

Þannig að það er ljóst að opinberir starfsmenn mega hafa skoðanafrelsi en vandinn er tengdur málfrelsinu.

„Þátttaka opinberra starfsmanna í opinberri umræðu er ekki einungis mikilvæg fyrir þá sjálfa heldur einnig fyrir samfélagið. Í nýlegum fræðaskrifum hér á landi hefur verið bent á að í ljósi þess hve opinberir starfsmenn eru stór hluti af þjóðinni og vegna þekkingar þeirra og reynslu sé augljóst hve skaðlegt það væri fyrir opinbera umræðu ef þeir mættu almennt ekki taka þátt í henni.,“ segir Páll.

Það getur reynt á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna við ýmsar aðstæður. Í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um opinbera tjáningu, í fjölmiðlum, á opinberum fundum eða á samfélagsmiðlum.

Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu vernda hvers kyns tjáningu, einnig þá sem hneykslar og móðgar og er yfirvöldum ekki þóknanleg.

Það gildir bæði samkvæmt 73. Gr. Stjórnarskrárinnar og 10. Gr. MSE að allar takmarkanir á tjáningarfrelsi verða að uppfylla nokkur skilyrði.

Páll segir að í ,,…grunninn verður tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna einungis takmarkað með lögum. Leiðir það bæði af 73. Gr. Stjórnarskrárinnar og 10. Gr. MSE….Opinberir starfsmenn þurfa að lúta öllum sömu takmörkunum og aðrir á tjáningarfrelsi. Varðar það til dæmis vernd friðhelgi æru og einkalífs, bann við hatursorðræðu o.fl.“

Rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

Þegar nánar er að gáð má greina a.m.k. ferns konar rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna.

  • Í fyrsta lagi þarf hið opinbera að njóta trausts almennings.
  • Í öðru lagi þurfa starfsmenn að njóta trausts vinnuveitenda sinna.
  • Í þriðja lagi er það eitt af hlutverkum stjórnsýslunnar að varðveita yfirsýn, samhengi og að farið sé að lögum og réttum leikreglum.
  • Í fjórða lagi þarf stjórnsýslan að vera vel starfhæf og í því felst að hver og einn ríkisstarfsmaður þarf að gæta þess að spilla ekki góðum vinnuanda á vinnustað og góðu samstarfi við aðra með ummælum sínum.

Meginskyldur opinberra starfsmanna við tjáningu utan starfs

  1. Í fyrsta lagi bera þeir skyldu til að vera málefnalegir. Þessi skylda á fyrst og fremst við þegar starfsmaður tjáir sig um málefni sem tengjast starfi hans.
  2. Í öðru lagi er skyldan til að virða lög og rétt.
  3. Í þriðja lagi ber opinberum starfsmönnum almennt að gæta varfærni og hófsemi.
  4. Í fjórða lagi má nefna kröfuna um vammleysi.
  5. Í fimmta lagi þurfa opinberir starfsmenn að sýna almenningi og almannahagsmunum hollustu.
  6. Í sjötta lagi bera opinberir starfsmenn eins og áður segir hollustu- og trúnaðarskyldur gagnvart vinnuveitanda.
  7. Í sjöunda lagi bera opinberir starfsmenn skyldu til að varðveita góðan starfsanda á vinnustað og í samskiptum vinnustaðar við aðra.

Niðurstöður (Páls)

Á meðan fáum fordæmum er til að dreifa er vandasamt að kveða afdráttarlaust á um réttarstöðuna hér á landi að því er varðar heimildir opinberra starfsmanna til tjáningar utan starfs. Í hverju máli þarf að vega og meta tjáningarfrelsið annars vegar og rök og sjónarmið sem mæla með takmörkunum á því hins vegar.

Að mati höfundar eru tvær leiðir færar við túlkun á gildandi réttarheimildum.

  • Í fyrsta lagi er hægt að leggja megináherslu á að lagaheimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsi verði að vera skýrar og ótvíræðar.
  • Í öðru lagi má líta svo á að lagaheimildir á þessu sviði verði alltaf matskenndar.

 

Hugrenningar

Ég er nánast að öllu leyti sammála Páli. Í kaflanum Rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna eru þau fjögur. Hægt er að taka undir þau en þau rök gilda bara um starf viðkomandi starfsmann, að mínu mati, hann þarf að gæta trúnaðar, enda er hann að meðhöndla upplýsingar sem eru ekki hans og þeir sem njóta þjónustu hans að geta treyst að þær fari ekki út og suður. Hins vegar tel ég að hann megi tjá sig um viðkomandi málaflokk almennt séð en taki ekki raunveruleg dæmi í málflutningi sínum.  Þekking starfsmannsins er dýrmæt, því hann þekkir málaflokkinn af eigin reynslu og að leyfa honum ekki að tjá sig, þýðir að dýrmæt reynsla er ekki nýtt.

Hvað starfsmaðurinn segir um aðra málaflokka, er hans einkamál, og rétt eins og aðrir verður hann að geta staðið fyrir máli sínu fyrir dómstóli, enda segir lagaprófessorinn Björg Thorarensen „að meginreglan er sú að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis og verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar eins og aðrir, en í þessum efnum verður að taka mið af þeim aðstæðum sem uppi eru þar sem tjáning er viðhöfð og efni hennar.“  Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur – Mannréttindi.

Í kaflanum Meginskyldur opinberra starfsmanna við tjáningu utan starfs eru rökin almenn og geta átt við hvern sem er. 

Þar sem opinberir starfsmenn eru helmingur vinnumarkaðarins, er hættulegt að setja þá sérstakar skorður í tjáningarfrelsi, ekki síst hvað varðar lýðræðislega umræðu, hætt er við hún skekkist ef þeir fá ekki að tjá sig. Þeir er hins vegar óheimilt að stunda áróður í vinnutíma.

Í niðurstöðum Páls segir hann að lagaheimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsi verði að vera skýrar og ótvíræðar. Undir það er hægt að taka en þær verða að taka mið af tjáningarréttarkafla stjórnarskrárinnar og vera eins afmarkaðar og unnt er. Og einnig er hægt að taka undir mati Páls að „Í öðru lagi má líta svo á að lagaheimildir á þessu sviði verði alltaf matskenndar.“

Lokaorð mín eru að rógur, níð og hvatning til ofbeldis megi segja að eru grunnmörk tjáningarfrelsisins. Hvað það er (rógur og níð), er alltaf matskennt en mönnum er hollt að hafa í huga að hafa það sem sannara kann að reynast og aðgát skal hafa í nærveru sálar. Hins vegar fer aldrei á milli mála þegar menn hvetja til ofbeldis og því ber að fordæma afdráttarlaust. Aldrei er það réttlætanlegt.

Svo verður borgarinn að vera tilbúinn að mæta í dómssal til að standa fyrir máli sínu. Það er ekki slæm leið að fara þá leið. Eða viljum við að ríkisvaldið segi okkur fyrir verkum hvað varðar hugsun og orðræði? Málfrelsið hefur lifað góðu lífi frá stofnun lýðveldisins á Íslandi og verið grundvöllur lýðræðislegrar umræðu. Eigum við ekki að viðhalda því?

Heimild: Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna - siðferðileg og lagaleg sjónarmið

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband