Stjórnarskrá sem á standast tímans tönn

Bandaríkjamenn eiga stjórnarskrá sem hefur staðist tímans tönn og í grunninn verið óbreytt frá 1776, svo góð er hún. Að sjálfsögðu hefur verið bætt við hana viðaukum enda bandarískt samfélag mikið breytt frá stofnun. Íslendingar eiga líka til stjórnarskrá sem er frá 1874 að stofni til.

Ég hef opinberlega gagnrýnt íslensku stjórnarskránna fyrir tvær greinar sem eru greinilega illa ígrundaða en látið annað í friði.

Vandinn við stjórnlagaþingsmennina hversu einsleitir þeir voru/eru í hugsun og skoðunum. Það vantaði heimsborgara með víðsýna hugsun. Svo held ég að enginn hafi beðið liðið um að breyta stjórnarskránni alfarið. Til hvers? Voru ekki margar greinar í henni góðar? Stjórnlagaþingmennirnir breyttu svo engu á endanum.

Svo vantar í stjórnaskrána ýmislegt. T.d. það ákvæði sem tekið var út varðandi varnarskyldu borgaranna ef til styrjaldar kemur. Ríkisstjórn getur ekki skyldað menn til varnar á hættutímum ef stjórnarskráin er ekki með ákvæði um það. Það heggur of nærri einstaklingsfrelsinu.

Varðandi breytingar almennt, þá sagði sagnfræðingurinn Will Durant eftirfarandi: "Því er hinn íhaldssami sem berst gegn breytingum jafndýrmætur og róttæklingurinn sem hvetur til þeirra - ef til vill enn dýrmætari þar sem rætur eru mikilvægari en ágræddir sprotar. Reynsla hins íhaldssama hefur gengið í gegnum eldskírn sögunnar en nýju hugmyndirnar ekki." Mér finnst að á stjórnlagaþing hafi aðeins róttæklingar valist sem öllu vildu breyta...og áorkuðu ekki neitt fyrir vikið. Nú liggur stjórnarskráin í salti. Kannski ekki slæmt. En það er eitt sem mætti breyta, beint lýðræði mætti koma á. Fulltrúar okkar eru ekki vandanum vaxnir í flestum málum.

Stjórnarskráin á að vera lifandi plagg sem tekur hægfara breytingum.

---

Bloggritari skrifaði grein um breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sjá slóð: Breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna gerðar til að vernda borgaranna gegn ásókn ríkisins

Hún er hér í fullri lengd:

Lítill er máttur einstaklingsins gagnvart almáttugu ríkisvaldinu. Bandaríkjamenn hafa verið sniðugri en Íslendingar að gæta að réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur staðist tímans tönn en þó hefur verið bætt við hana með tímum og þá sérstaklega til að vernda borgaranna eins og áður sagði, gegn ríkinu. Kíkjum á helstu breytingarnar.

Fyrsta breyting (1791): Verndar málfrelsi, trúfrelsi, funda- og fjölmiðlafrelsi.

Önnur breyting (1791): Verndar réttinn til að bera vopn.

Þriðja breyting (1791): Bannar stjórnvöldum að vista hermenn í heimahúsum á friðartímum án samþykkis eigandans.

Fjórða breyting (1791): Ver gegn óeðlilegri leit og gripdeild (lögrelgu eða hers) og krefst heimildar sem byggist á líklegri ástæðu.

Fimmta breyting (1791): Verndar gegn sjálfsákæru, tvöfaldri hættu og tryggir réttláta málsmeðferð og réttláta bætur fyrir einkaeign sem tekin er til almenningsnota.

Sjötta breyting (1791): Tryggir rétt til sanngjarnrar og skjótrar málsmeðferðar, rétt til lögfræðings og rétt til að mæta vitnum.

Sjöunda breyting (1791): Tryggir rétt til dóms fyrir kviðdómi í einkamálum sem varða ákveðin ágreiningsmál.

Áttunda breyting (1791): Bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar og óhóflega tryggingu eða sektir.

Níunda breyting (1791): Tekur fram að réttindi sem ekki eru sérstaklega nefnd í stjórnarskránni haldist af fólkinu.

Tíunda breyting (1791): áskilur sér vald sem ekki er framselt til alríkisstjórnarinnar til ríkja eða þjóðar.

Ellefta breyting (1795): Takmarkar getu til að lögsækja ríki fyrir alríkisdómstól.

Tólfta breyting (1804): Breytir kjörferlinu við að kjósa forseta og varaforseta.

Þrettánda breyting (1865): Afnám þrælahalds.

Fjórtánda breyting (1868): Skilgreinir ríkisborgararétt, tryggir réttláta málsmeðferð og jafna vernd samkvæmt lögum og fjallar um málefni eftir borgarastyrjöld.

Fimmtánda breyting (1870): Bannar synjun atkvæðisréttar á grundvelli kynþáttar eða litarháttar.

Sextánda breyting (1913): Leyfir þinginu að leggja á tekjuskatta.

Sautjánda breyting (1913): Stofnar beina kosningu bandarískra öldungadeildarþingmanna með almennum kosningum.

Átjánda breyting (1919): Bannaði framleiðslu, sölu og flutning á áfengum drykkjum (afnumin með 21. breytingu).

Nítjánda breyting (1920): Veitir konum kosningarétt.

Tuttugasta breytingin (1933): Setur skilmála fyrir forseta og þing og fjallar um röð forseta.

Tuttugasta og fyrsta breytingin (1933): Niðurfellir 18. breytingin og bindur enda á bann á sölu áfengis.

Tuttugu og önnur breyting (1951): Takmarkar forseta við tvö kjörtímabil í embætti.

Tuttugu og þriðja breyting (1961): Veitir íbúum Washington, D.C., kosningarétt í forsetakosningum.

Tuttugasta og fjórða breytingin (1964): Bannar kosningaskatta í alríkiskosningum.

Tuttugasta og fimmta breytingin (1967): Tekur á forsetaembættinu og brottvikningu forseta sem er ófær um að gegna skyldum sínum.

Tuttugu og sjötta breyting (1971): Lækkar kosningaaldur í 18 ár.

Tuttugasta og sjöunda breytingin (1992): Frestar launahækkunum þingsins fram að næstu kosningalotu.

Eins og sjá má, snérust stjórnarskrárbreytingarnar fyrir 1900 um bætta stöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Flestar breytar eftir 1900 snúa um að setja ríkisvaldinu skorður, það er misbeitingu valdsins.

Er eitthvað hér sem við Íslendingar getum lært af?


Elur RÚV á sundrungu?

Það er alveg einstakt að fylgjast með nátttröllinum sem kallar sig RÚV, útvarp allra landsmanna. Ríkilsmiðillinn var stofnaður 1966 þegar fátt var um fína drætti í fjölmiðlamálum. Það má eiginlega segja að sjónvarp RÚV hafi verið stofnað til höfuðs Kanasjónvarpsins sem naut mikilla vinsælda meðal þeirra sem náðu útsendingum þess og höfðu sjónvarp yfirhöfuð. RÚV átti að verja íslenska menningu sem það gerði með miklum sóma framan af.

Saga og menning Íslands síðastliðina 58 ára lifir nú í formi myndefnis, þökk sé RÚV.  En sjónvarpstækni er nú þannig að jafnvel einstaklingar og einkafyrirtæki geta einnig sinnt sjónvarpsútsendingum.  Upp úr 1980 fóru frelsisvindar að streyma til Íslands og náðu landinu 1986 er Stöð 2 og Bylgjan sama ár voru með mikilli andstöðu íhaldssamra afla (vinstri og hægri manna).

Gott og vel, einkaframtakið og ríkisvaldið, starfa á sama vettvangi og hafa gert allar götur síðan. En smám saman hefur hallað á einkaframtakið og nú er RÚV risi á litlum fjölmiðlamarkaði í gjörbreyttu fjölmiðlaumhverfi. Dagblöð eru nánast horfin, fjölmiðlar komnir á netið og einstaklingar geta rekið einka fjölmiðla í formi hlaðvarps. Frelsið orðið algjört, ekki satt?

Nei, einkaframtakið er að sundrast niður í sífellt smærri einingar, og frábærir fjölmiðlar eins og N1, Sýn og hvað þeir hétu, já hétu, því að þeir þoldu ekki ójafna samkeppni við ríkisfjölmiðil sem fær milljarða ofan á milljarða í forgjöf og gáfu upp laupana.  Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að hafa ríkissjónvarp á 21. öld. Engin.

Verra er að RÚV er orðið rammpólitískt (hefur alltaf verið með einkenni en reynt að fela tilhneiginguna með andliti hlutleysis). Það segist vera að þjóna öllum á landinu.  Það ryðst meira segja inn á ný svið, TikTok, til að einoka nýjan vettvang. RÚV, útvarp Íslendinga, er svo ríkt að það getur verið með fréttir á pólsku og ensku. Látum vera að einhverjar fréttir eru á ensku, jú, enskan er alþjóðatungumál og útlendingar sem búa hér, nýkomnir eða túristar, þurfa að geta leitað sér frétta, til dæmis um eldgos.

En af hverju á pólsku? Pólverjar, frábært fólk og vinnusamt, eru stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi. Sumir ætla að setjast að en aðrir að staldra stutt við. En þeir sem ætla að setjast hér að, til frambúðar, samlagast seint eða aldrei, ef þeir þurfa ekki að lesa eða tala íslensku. Þetta elur á sundrungu og enga samlögun.

Hvað er aftur tískuorðið í dag, innleiðing útlendinga að íslensku samfélagi? Enginn skilur hugtakið og virðist það vera orðskrípi. Í raun er það svo að við Íslendingar hafa þurft að aðlagast útlendum hópum sem setjast hér að, ekki öfugt. Íslendingum er að takast að búa til hliðarsamfélög í örríkinu Íslandi. Þarna á RÚV stóran þátt og því á fullyrðingin, að RÚV ali á sundrungu, rétt á sér, þótt hér sé hart dæmt.

En bloggritari má gagnrýna RÚV, jú, hann borgar nauðugur árlega af tekjum sínum í þennan fjölmiðil sem og fjölskyldan hans. Held að engar breytingar sé að vænta í rekstri og umhverfi RÚV á meðan núverandi stjórnmálastétt er við völd.  Núverandi mennta og ferðamálaráðherra, hefur ekki gert neitt til að breyta einokunarstöðu RÚV.  Ekkert. Það er ekkert frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaðinum fyrir einstaklinginn, ef hann er nauðugur til að borga fyrir ríkisfjölmiðil. Svona eru fjármunum skattborgarans sólundað í alls óþarfa, og í fólk sem ríkið þarf að ala (lesist: Listamenn í ævilangri áskrift að skattfé ríkisins) eins og segir í laginu Austurstræti eftir Ladda.

 

 


Styrkleikar lýðræðis eru líka veikleikar þess

Það er venjulega talað um þrjú form stjórnkerfa, konungsdæmi, lýðræði og harðstjórn í sögulegu samhengi og hefur verið frá upphafi siðmenningar fyrir 10 þúsund + árum. Áður ríkti ættbálkastjórn og -menning. Þetta eru einkenni borgarmenningu. Byrjum á skilgreiningum og muninn á stjórnarformum:

Konungsríki, lýðræðisríki og einræði/harðstjórn tákna þrjá aðskilda stjórnarhætti, hvert með eigin einkenni og meginreglur um stjórnarhætti:

Í konungsríki er fullveldi í höndum eins einstaklings, venjulega einvalds, sem erfir stöðuna sem byggist á arfgengum arf.

Konungurinn fer með æðsta vald yfir ríkinu og stofnunum þess, oft með völd sem eru ekki háð lýðræðislegu eftirliti eða stjórnarskrárbundnum takmörkunum.

Sögulega séð voru konungsríki ríkjandi stjórnarform, en í dag hafa mörg konungsríki þróast yfir í stjórnarskrárbundið konungsríki, þar sem völd konungsins eru takmörkuð af stjórnarskrá og lýðræðislegar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnarháttum.

Lýðræði er stjórnarform þar sem vald er í höndum fólksins sem fer með það beint eða í gegnum kjörna fulltrúa.

Lýðræðislegar meginreglur fela í sér frjálsar og sanngjarnar kosningar, réttarríki, verndun réttinda og frelsis einstaklinga, aðskilnað valds og ábyrgð stjórnvalda.

Lýðræðisríki miða að því að ákvarðanir stjórnvalda endurspegli vilja meirihlutans um leið og réttindi og hagsmunir minnihlutahópa standa vörð.

Einræði er stjórnarform þar sem vald er safnað í hendur eins einstaklings eða lítils hóps (flokkræði), oft án þess að þurfa að bera ábyrgð á fólki.

Einræðisherrar stjórna venjulega með einræðislegum hætti, bæla niður andóf, stjórna fjölmiðlum og miðstýra valdinu til að halda tökum á valdinu.

Þó að sum einræðisríki geti haft stuðning eða lögmæti almennings, skortir þau oft lýðræðislegar meginreglur um gagnsæi, ábyrgð og virðingu fyrir einstaklingsréttindum.

Þessar stjórnarhættir tákna mismunandi nálganir á stjórnsýslu, með mismikilli þátttöku almennings, frelsi og ábyrgð. Þótt konungsríki, lýðræðisríki og einræðisríki hafi verið til í gegnum tíðina og haldi áfram að lifa saman á mismunandi stöðum í heiminum, getur útbreiðsla og samþykki hvers kerfis verið mismunandi eftir menningarlegum, sögulegum og landfræðilegum þáttum.

Þegar lýðræðið fellur

Það eru margar ástæður fyrir að lýðræðisríki falla. Oftast er það vegna innbyrgðis átaka eða hópur manna nýtir sér lýðræðislegt ferli til að fella það. Dæmi um það er valdataka fasista, kommúnista og aðra hópa.

Lítill hópur fólks getur hugsanlega rænt lýðræðinu með ýmsum hætti, nýtt sér veikleika í kerfinu eða nýtt sér samfélagslegar og pólitískar aðstæður. Hér eru nokkrar leiðir sem þetta getur gerst:

Samþjöppun auðs og valds. Lítill hópur auðugra einstaklinga eða fyrirtækja getur haft óhófleg áhrif á stjórnmálaferlið með hagsmunagæslu, framlögum í herferð og annars konar fjárhagsaðstoð. Þetta getur leitt til stefnu sem fyrst og fremst gagnast hagsmunum ríku elítunnar frekar en breiðari íbúa. Bandaríkin gott dæm um það?

Meðferð fjölmiðla. Hægt er að nota eftirlit eða áhrif á fjölmiðlum til að móta almenningsálitið og stjórna frásögninni og valda þannig kosningum og grafa undan lýðræðislegu ferli. Hægt er að nota áróður, rangar upplýsingar og ritskoðun til að hagræða almenningi og bæla niður ágreining. Þetta var gert á 19. og 20. öld með góðum árangri en síður með tilkomu internetsins. Hefðbundnir fjölmiðlar eiga í vök að verjast en einstaklingurinn er orðinn fréttaveita.

Afskipti af kosningum. Utanaðkomandi aðilar, eins og erlend stjórnvöld eða aðilar utan ríkis, geta reynt að hafa afskipti af lýðræðislegum ferlum með tölvuþrjóti, óupplýsingaherferðum eða öðrum leynilegum aðferðum. Með því að hafa áhrif á kosningaúrslit eða sá vantrausti á kosningaferlið geta þær grafið undan lögmæti lýðræðislegra stofnana.

Reynt á mörk stofnana (e. gerrymandering) og kosningasvindl. Meðhöndlun á kosningamörkum, kúgunaraðferðum eða hlutdrægum kosningakerfum getur hallað leikvellinum í þágu tiltekinnar stjórnmálaflokks eða flokks. Þetta getur leitt til brenglaðrar framsetningar og sviptingar ákveðnum hluta íbúanna.

Yfirvaldstaktík. Kjörnir leiðtogar eða stjórnmálaflokkar geta smám saman rýrt lýðræðisleg viðmið og stofnanir með því að miðstýra valdinu, grafa undan sjálfstæði dómstóla, takmarka borgaraleg frelsi og veikja eftirlit og jafnvægi. Þetta getur leitt til samþjöppunar valds í höndum fárra einstaklinga eða stjórnarflokks og í raun grafið undan lýðræðisferlinu. Sjá má þetta í viðleitni demókrata í Bandaríkjunum, með ofuráherslu á mátt alríkisstjórnarinnar, nota stofnanir og dómstóla til að herja á andstæðinga (Trump og repúblikana).

Spilling og vinsemdarhyggja. Frændhygli (e. nepotismi), mútur og aðrar tegundir spillingar geta grafið undan heilindum lýðræðisstofnana og ýtt undir refsileysi meðal valdaelítu. Þetta getur leitt til þess að opinberar auðlindir eru notaðar til einkahagnaðar og að raddir stjórnarandstæðinga verði jaðarsettar.

Kreppunýting sem leið til valda. Kreppur, hvort sem þær eru raunverulegar eða framleiddar, geta tækifærissinnaðir leiðtogar nýtt sér til að treysta völd og réttlæta valdsstjórnarráðstafanir. Heimilt er að beita neyðarvaldi til að stöðva lýðræðisleg réttindi og bæla niður ágreining í skjóli þess að viðhalda reglu eða þjóðaröryggi. Sjá má þetta í Rússlandi samtímans og Kína.

Í sameiningu geta þessir þættir skapað aðstæður þar sem lýðræði verður viðkvæmt fyrir meðferð og niðurrifjun fámenns hóps einstaklinga eða sérhagsmunaaðila. Að standa vörð um lýðræði krefst árvekni, gagnsæis, sterkra stofnana og virks borgaralegrar þátttöku til að koma í veg fyrir slíkar tilraunir til að ræna og halda uppi meginreglum lýðræðislegra stjórnarhátta.

Hætturnar að lýðræðisríkjum koma líka utanfrá. Opin landamæri reyna á menningu og tungu innfæddra, velferðakerfa, heilbrigðiskerfa og menntakerfa og alla innviði.  Rómverjar reynda að vera með lokuð landamæri en tókst ekki til langframa. Afleiðingin var að stórir hópar framandi fólks (germanir) settust að innan landamæra Rómaveldis, fengu lönd, héldu tungu og menningu og bjuggu þar með í hliðarsamfélögum við hliðar rómversku samfélagi. Samheldnin hvarf þar með, og þegar illa áraði, spurði fólk sig, til hvers að vera Rómverjar? Bara skattar, áþján og skyldur um herþátttöku. Menn flúðu á náðir barbaranna, villimennina. 

Er hið slíkt sama að gerast í Bandaríkjunum samtímans? BNA bera öll merki hnignunar, ofurskuldir (1 trilljón USD á 100 daga fresti í auknar skuldir), óstjórn á landamærunum, 10 milljónir + sem fara ólöglega yfir landamærin síðastliðin 3 ár, allir innviðir svigna (líkt og á Íslandi), virðist vera varanlegur klofningur í bandarísku þjóðfélagi og mismunandi gildi meðal borgaranna sem ekki virðist vera hægt að sætta. Ameríska öldin á enda?

Lýðræðið mun falla, bara spurning hvenær. Tæki einræðis eru þegar komin fram. Gervigreindin, eftirlitsmyndavélar, róbótar (vélmenni) koma í stað verkamannsins eða hermannsins og önnur tækni gera eftirlit með lífi borgarans næsta auðvelt. Sjá Kína. Borgarinn fær samfélagsstig, plús eða mínus, eftir því hversu löghlýðinn (við yfirvöld) hann er. Hefði George Orwell átt að skýra bók sína 2034 í stað 1984?


Ríkisvaldið og ríkisútgjöld

Eftir því sem vald ríkisins eykst minnkar frelsi borgaranna.

Skattlagning kemur í stað hvata, ósjálfstæði kemur í stað ábyrgðar; Fleiri leita til stjórnvalda vegna lífskjara sinna en eigin viðleitni. Þannig liggur samfélagsleg hrörnun og efnahagslegur veikleiki.

Lýðræði snýst ekki um að gefa eftir hverri kröfu heldur um að viðurkenna hinn harða efnahagslega sannleika og standa við hann. Það er aðeins ef maður heldur ströngu eftirliti með opinberum útgjöldum sem maður getur haldið niðri skattlagningu.

Þessa lexíu lærir hin hagsýna húsmóðir fyrsta árs búskapar og kaupsýslumaðurinn við upphaf rekstur sinn en hinu óábyrgu þingmenn aldrei, því þeir eru að sýsla með annarra manna peninga.

Það eru hreinlega ekki til peningar fyrir öllu sem við viljum gera og því verðum við að forgangsraða, alltaf.

Tökum eitt áþreifanlegt dæmi. Í ár er áætlað að það fari 20 milljarðar í hælisleitenda iðnaðinn hið minnsta en Vegagerðin fær 13 milljarða til að gera við handónýtt vegakerfi. Lélegir vegir leiða til dauðaslysa og slysa almennt. Vegagerðin vildi fá 17-18 milljarða og helst 21 milljarða til að vega upp viðhaldsskuld en fær ekki.

Ríkið, sem erum við skattborgararnir og aðstandendur þeirra, ber fyrst og fremst skylda við íslenskt þjóðfélag og borgara, ekki flækinga. Það er eitthvað vitlaust gefið.


Margaret Thatcher og Vigdís Finnbogadóttir

Hér hefur verið minnst á Ronald Reagan og tengsl hans við Ísland. En Margaret Thatcher átti líka samskipti við Ísland og Íslendinga. Hér er þýdd ræða Thatcher sem hélt fyrir Vigdísi Finnbogadóttur.

 

Frú forseti,

Það var okkur ánægja að bjóða þig velkomna í London í júlí síðastliðnum í brúðkaup prinshjónanna af Wales. En heimsókn þín í þessari viku er fyrsta opinbera heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til Bretlands síðan 1963 eða í 19 ár. Allt of langt bil.

Sem fyrsta kona í embætti forsætisráðherra þessa lands veitir það mér sérstaka ánægju að bjóða þig velkomna – fyrstu lýðræðislega kjörnu þjóðhöfðingjakonuna í heiminum.

En svo hefur Ísland alltaf verið brautryðjandi lýðræðis. Þing þitt, Alþingi, hafði setið öldum saman áður en okkar eigin þingmóðir kom fyrst saman. Konur á Íslandi hlutu atkvæði um tíu árum á undan konum hér.

Lönd okkar tvö eru tengd af sögu, verslun, ferðaþjónustu og pólitískum hugsjónum.

Framlag Íslendinga/víkinga til breskrar sögu og menningar er vel skjalfest. Það var efni á síðasta ári bæði sýningar og líflegra deilna í dálkum The Times: voru víkingar miklir dýrlingar eða miklir syndarar?

Hvernig sem þú svarar þeirri spurningu getum við öll verið sammála um að Íslendingar hafi verið mikil skáld. Sögur eru meðal helstu minnisvarða evrópskrar siðmenningar.

Við höfum verið eitt af þremur mikilvægustu viðskiptalöndum þínum í mörg ár. Og þegar við lítum til baka, munum við aldrei gleyma því að í seinni heimsstyrjöldinni átti Ísland mikilvægan þátt í að hjálpa til við að halda sjóleiðunum opnum og Bretlandi fyrir fiski. Margir Íslendingar létu lífið við það.

Mér finnst gaman að halda að Bretland hafi staðið sem guðforeldri við fæðingu lýðveldisins árið 1944 - þegar við sendum hermenn til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja.

Landið þitt hefur verið nógu gott til að halda þessari hersetu ekki gegn okkur. Þið takið nú vel á móti breskum ferðamönnum í vaxandi fjölda. Dregist að landslagi þínu, fuglalífi og laxveiði. Meðal þeirra, prinsinn af Wales, fyrsti konunglega gesturinn sem hringdi til þín árið 1980 eftir embættistöku þína.

Bretar meta mikið framlag Íslendinga til öryggis vestræns samfélags. Ísland hefur gengist undir þá ábyrgð sem mikilvægri landfræðilegri stöðu hennar hefur skapað og hefur reynst lykilaðili í Atlantshafsbandalaginu. Við og þú deilum sömu gildum og hugsjónum og stefnum að sömu markmiðum:

Heimsfriður, réttarríki og alþjóðleg viðskipti og samvinna.

Eins og þú sagðir sjálf, frú forseti, í setningarræðu þinni: "Okkur ber öllum, sem þegnum heimsins, skylda til að leggja okkar af mörkum til okkar ýtrasta getu til áframhaldandi framfara í anda mannkyns".

Miðvikudagurinn 17. febrúar 1982
Margaret Thatcher

Speech at lunch for President of Iceland (Mrs Vigdis Finnbogadottir)

https://www.margaretthatcher.org/document/104876


Kunna menn ekki að skrifa fréttir á RÚV?

Annað hvort er það svoleiðis eða viðkomandi fréttamenn eru illa lesandi á erlend tungumál. Í frétt í dag um að Danir ætli að spýta í og auka framlög í varnarmál í 2,4% af vergri landsframleiðslu, segir eftirfarandi: "Í fyrra voru 4.700 manns í danska hernum, fjórðungur þeirra konur. Stefnt er að því að hermennirnir verði 6.000 árið 2028." Herskylda lengd og útgjöld til varnarmála aukin

Hið rétta er að það eru 24,400 manns í danska hernum og 63,000 í varasveitum. Svo hafa Danir heimavarnarlið - Hjemmeværnet með 43 þúsund virka meðlimi og hefur starfað í 75 ár. Danski herinn er með elstu herjum Evrópu og státar af 409 ára samfellda sögu og hefur gengið í gegnum glæsta sögu, tekið þátt í mörgum stríðum og verið stórveldi.

En það er rétt að miklar breytingar eru í gangi varðandi danska herinn. Síðasta áratuginn hefur konunglegi danski herinn gengið í gegnum gríðarlegar umbreytingar á mannvirkjum, búnaði og þjálfunaraðferðum, yfirgefið hefðbundið hlutverk sitt sem varnarher gegn innrásum og einbeitt sér þess í stað að aðgerðum utan svæðis, meðal annars með því að draga úr stærð varaliðs og auka virka hluta sinn (standandi her). Það er að segja að breyta úr 60% stoðkerfi og 40% aðgerðagetu, yfir  í 60% bardagaaðgerðagetu og 40% stoðkerfi.

Þegar það er að fullu komið til framkvæmda mun danski herinn geta sent 1.500 hermenn til frambúðar í þremur mismunandi heimsálfum samtímis, eða 5.000 hermenn til skemmri tíma, í alþjóðlegum aðgerðum án þess að þörf sé á óvenjulegum ráðstöfunum eins og þingið samþykki frumvarp um fjármögnun stríðs. Þetta er því orðinn her sem getur háð stríð erlendis.

Líklega á fréttakonan sem skrifaði greinina við að fjölga eigi í danska hernum um 6000 þúsund manns sem hljómar sennilegt.

En hvað eru Íslendingar að gera á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir undirbúa sig undir breyttan veruleika? Ekkert.


Margaret Thatcher um málfrelsið...og aðeins um umræðuna á Íslandi

Það er nú svo að málfrelsið þarf stöðugt að verja fyrir þá sem aðhyllast harðstjórn en líka gagnvart "góða fólkinu" sem er svo dyggðugt, að aðeins þeirra skoðanir eru réttar.  Málfrelsið í augum þess á að iðka, svo lengi sem það rímar við þeirra skoðanir en vei aðrar skoðanir.

RÚV var með grein á vef sínum, sem ber heitið "Óþjóðalýður, frekjur, hyski og afætur" og skammaði kynþáttahataranna á samfélagsmiðlunum fyrir skoðun þeirra undir flokknum jafnrétti. Er ríkismiðillinn, sem er á jötu skattborgaranna, um þess beðið, að geta lexía okkur almúgann um rétt siðferði, orðfæri og framkomu? 

Það er rétt að kommentera eða athugasemdakerfi samfélagsmiðla er ansi sóðalegt, margir illa skrifandi og uppfullir af fordómum. Þessi skrif og skoðanir fólks dæma sig sjálf eða á að stofna hatursglæpa rannsóknadeild lögreglunnar sem gerir ekkert annað en að finna "skoðanaglæpi" eða "hugsunarglæpi" í anda útópíunnar 1984?  Eru við þá ekki komin ansi nærri siðgæðislögreglu Sádi Arabíu (og Afganistan) sem gengur um götur og sér til þess að kvenfólkið sé almennilega hulið?

Eru ekki til dómsstólar sem hægt er draga fólk fyrir ærumeiðingar? Er það ekki nóg? Þarf ríkisvaldið að hafa sér löggæslufólk sem eltist við "rangar" skoðanir? Ekki var fólkið sem fór á námskeið um hatursglæpi til Pólands, hótinu betra en aðrir borgarar. Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum segir testamentið.

En hér er ætlunin að fara í ummæli Margaret Thatcher um málfrelsið. Líkt og nánast alltaf, hittir hún satt á munn. Látum hana hafa orðið:

"Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um og aukum mannlegan skilningi.

Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, letjað eða refsað af yfirvöldum.

Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel sem "ritskoðun tískunnar".

Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokallaða "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði. John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni 'On Liberty':

"...ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju væri á sömu skoðun, og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, heldur en það, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu.

Það er líka efnislegt tap þegar sljó einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Ef litið á sérstaka sögu okkar, sýnir það þetta.

Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum að verklegum þörfum manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn.

Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota þá til að snúa bænahjólunum sínum.

Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um loftið til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef ekki lúmsk, tengd saman.

Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnista stjórnarhagkerfisins. Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei sættir sig við takmörk núverandi þekkingar.

Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi hefur beinari og jafnhagstæðari notkun á stjórnmálum.

Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök pólitískrar stjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana."
____
1991 3. október, Margaret Thatcher.
Ræða við Jagiellonian háskólann í Krakow.
https://www.margaretthatcher.org/document/108284


Viðsjárverðir tímar - Meta þörfina á endurskoðun varnarmála segir utanríkisráðherra

Í frétt DV í gær segir að það hafi ekki munað miklu að kjarnorkuvopnum hafi verið beitt sumarið  2022 að sögn fréttamannsins Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN. Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir „óhugsandi“ að gerist En sumarið 2022 gekk illa á vígvellinum fyrir rússneska herinn.  Illt ef satt er. Í raun erum við alltaf einu handtaki frá kjarnorkustyrjöld, dæmin úr kalda stríðinu, segja frá mörgum mistökum sem hefðu getað leitt til kjarnorkustyrjaldar.

Í frétt mbl.is þann 22.2.2024 "...segir Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir vinnu í gangi í ráðuneyt­inu við að skoða sér­stak­lega þörf fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­um. Þá seg­ist Bjarni styðja inn­göngu Úkraínu í NATO og að hann hafi verið skýr um það á fund­um sem hann hafi sótt." Sjá slóð: Meta þörfina á endurskoðun varnarmála

Þetta er skrýtin niðurstaða utanríkisráðherra en bloggritari veit ekki betur en að Úkraínustríðið hafi einmitt brotist út vegna þess að Úkraína ætlaði að ganga í NATÓ og það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn hjá Rússum (og hik og fum hjá Biden stjórninni).  Rússar sögðust ekki vera á móti inngöngu Úkraínu í ESB en setti skýr mörk við inngöngu landsins í NATÓ.

Veit ekki í hvaða veruleika Bjarni lifir í en raunveruleikinn mun skera úr þessu en það virðist stefna í að Rússa vinni á vígvellinum, haldi því sem þeir vilja halda og setji skilyrði að Úkraína gangi aldrei í NATÓ. Orðin ein munu ekki breyta neinu um niðurstöðuna.

Í sömu blaðagrein mbl.is "...vísaði Bjarni einnig til þess að ný­lega hafi Alþingi tekið til end­ur­skoðunar þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands án þess að hún hafi verið mikið rædd. Hann hefði hins veg­ar sett í gang vinnu við að end­ur­skoðun á varn­ar­mál­um í ráðuneyt­inu. „En ég er með í mínu ráðuneyti vinnu við að skoða sér­stak­lega þörf­ina fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­un­um.“

Hér fer heldur ekki saman hljóð og mynd. Íslensk stjórnvöld eru heldur ekki með meina alvöru stefnu í eigin varnarmálum.  Þau geta ekki einu sinni rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega og er hún fyrst og fremst löggæslustofnun en hefur varnarmálin á sinni könnu.  Nú rekur hún tvo báta og tvö varðskip, annað byggt sem dráttarskip. Einnig rekur Landhelgisgæslan þrjár þyrlur og eina eftirlitsflugvél sem átti að selja um daginn vegna fjárskorts en hætt við vegna mótmæla almennings. Í áraraðir, jafnvel áratugi, hefur Landhelgisgæslan glímt við fjárskort vegna þess að naumt er skammtað. En alltaf eru til peningar í gæluverkefni stjórnvalda.

En það er gott mál að utanríkisráðherra er að láta utanríkisráðuneytið skoða varnarstefnuna upp á nýtt.

Hér er nýjasta þingsályktun Alþingis frá 28. febrúar 2023 um þjóðaröryggi: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

Hún er ekki slæm, jafnvel á köflum góð, en hér kveður ekki við nýjan tón. Sama mandran er kyrjuð, um áframhaldandi veru í NATÓ og viðhald varnarsamningsins við Bandaríkin, bæði góð mál en ekkert nýtt. Ekkert um að Ísland taki sjálft að mestu ábyrgð á eigin vörnum, hafi viðeigandi stofnun (Varnarmálastofnun Íslands) og sérfræðiþekkingu til að taka upplýsta ákvörðun um varnir Íslands. Á meðan svo er, er lítið mark takandi á ákvarðanir Þjóðaröryggisráð Íslands. Hvar fær það t.d. herfræðilegar upplýsingar um varnir Íslands? Frá Bandaríkjum?

Hér er spurning sem hægt er að beina til utanríkisráðherra um hversu mikið af vergri þjóðarframleiðslu Íslendingar verji til varnarmála? Hvað leggja Íslendingar mikið fjármagn fram í sameiginlega sjóði NATÓ og hversu mikið leggur bandalagið til varna Íslands?  Árið 2014 ákváðu aðildarþjóðir NATÓ að hvert ríki verji sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál og markmiðinu yrði náð 2024.  Hvenær nær Ísland þessu markmiði eða stefnir ríkisstjórnin að ná þessu markmiði yfirhöfuð?

Til ábendingar má benda á að í fjárlögum hvers ár, er sundurliðun fjármagns sem fer í varnarmál lítil og erfitt er að fá heildarsýn á málaflokkinn. Bloggritari hefur átt í erfiðileikum með að átta sig á debit og kredit hlið málsins.


Sögur af tveimur stríðum - Gasa stríðinu og Úkraínu stríðinu

Í dag eru mörg átök í gangi sem ekki fer hátt um. Mestu athyglina fá stríðin í Úkraínu og á Gasa. Það er skiljanlegt í ljósi þess að þessi átök geta breytts út.  Mjög erfitt er fyrir leikmann að átta sig á hvernig ástandið er í báðum stríðum.  Sannleikurinn verður alltaf fyrstur undir í fréttum.  Það  er kannski ekki fyrr en stríðsátökum er lokið, að heildarmynd næst og stundum aldrei.

Mannfall í stríðunum

Svo er til dæmis farið með tölur um mannfall í báðum stríðum. Í Úkraínu er mannfallið sagt vera frá 100 þúsund manns til 500 þúsund manns. Það er ansi ónákvæmlega áætlað.  Þetta bendir til að menn sé með ágiskanir. Eins er farið með mannfall á Gasa. Prófessor í tölfræði, Abraham Wyner, The Wharton School of the University, segir að mannfallstölur heilbrigðisstofnunar Gasa geti ekki verið réttar.  Hann segir: "In fact, the daily reported casualty count over this period averages 270 plus or minus about 15%. This is strikingly little variation. There should be days with twice the average or more and others with half or less."

 
Ef heilbrigðisyfirvöldin eru að ýkja fréttir af mannfalli, er það góðar fréttir. Það er gott að færri séu að láta lífið. Og vonandi hafa þeir sem eru með tölur upp á hálfa milljón manns, fallið í stríðinu í Úkraínu, rangt fyrir sér. Vonandi er talan nærri 100 þúsund manns, sem er auðvitað hundrað þúsund manns of mikið.  Þetta stríð var algjörlega hægt að koma í veg fyrir.
 
Gangur stríðana og stríðslok
 
Sama og með mannfallið, erfitt er að átta sig á gangi stríðana. Það virðist þó vera að draga til tíðinda og lok beggja stríða innan seilingar á árinu. Byrjum á Gasa.
 
Gasa stríðið:
 
Stríðið á Gasa er búið að standa yfir síðan 7. október 2023. Hátt í hálft ár. Ljóst er að mestu átökin eru að baki. Meirihlutinn af Gasa er nú undir stjórn Ísraelhers en Hamas er enn ekki búið að vera.
 
Þó að bardagamáttur Hamas hafi mikið minnkað, þar sem umtalsverður hluti bardagasveita þeirra er látinn eða særður, virðist Hamas enn hafa getu til að starfa sem heildstæð stofnun og myndi líklega geta náð aftur yfirráðum yfir Gaza-svæðinu ef Ísrael yfirgefði svæðið.

Bardagamenn Hamas geta enn gert árásir á hluta Gaza sem Ísraelar lögðu undir sig á upphafsstigi innrásarinnar og liðsmenn þeirra skjóta upp kollinum á norðursvæðinu til að tryggja að þeir fái allt sem þeir vilja frá hjálpartrukkum.  Á sama tíma hefur Ísraelher dregið varahersveitir frá bardagasvæðinu og notar aðeins fastaherlið í átökunum sem eru lítil í samanburði við upphaf átakana. Enn er Hamas ósigrað í Rafah.
 
Lok átakana fer eftir pólitískum vilja en ekki úrslitum á vígvellinum. Þau átök eru ráðin. En Netanyahu er andvígur því að ræða framtíðarsýn sína um hver muni koma í stað Hamas og segir aðeins að hann muni ekki framselja vald til palestínskra yfirvalda sem hann vantreystir og að Ísraelar muni halda fullu öryggiseftirliti.
 
Í janúar kynnti varnarmálaráðherrann Yoav Gallant almenna framtíðarsýn fyrir Gaza þar sem hann kallaði eftir fjölþjóðlegum aðgerðahópi, undir forystu Bandaríkjanna í samstarfi við evrópskar og hófsamar arabaþjóðir, til að taka ábyrgð á stjórnun borgaralegra mála og efnahagslegri endurreisn ströndarinnar. Palestínsk yfirvöld á staðnum myndu sjá um daglegan rekstur þjónustunnar.
 
Að lokum: Svo lengi sem stjórn Netanyahu er við völd, verður ekki samið um varanlegt vopnahlé né frið, nema fullur sigur náist.
 
Úkraínu stríðið:
 
Snúum okkur að Úkraínustríðinu.  Bloggritari hefur spáð tap hers Úkraínu frá upphafi stríðsins. Venjulega bíður rússneski herinn aðeins ósigurs í orrustum en almennt vinna Rússar stríðin á endanum, yfirleitt með miklu mannfalli og látum. Tapið í fyrri heimsstyrjöld má rekja til upphafs borgarastyrjaldar þar í landi og það þarf að fara aftur til 19. aldar til að sjá ósigur í stríði, þ.e. Krímstríðið og bæta má við flotastríðs tapið fyrir Japönum 1905.  Lítum á stríð sem Rússar hafa háð síðastliðin 400 ár.
 
Vandræða tímabilið (1598–1613). Rússland upplifði innri deilur og ytri innrásir á þessu tímabili. Átökunum lauk með stofnun Romanov-ættarinnar árið 1613.

Hið mikla norðurstríð (1700–1721). Rússland, undir forystu Péturs mikla, var hluti af bandalagi gegn Svíþjóð. Stríðinu lauk með Nystad-sáttmálanum árið 1721, sem leiddi til landvinninga fyrir Rússland.

Rússnesk-tyrknesku stríðin (margföld átök á tímabilinu 17.–19. öld). Rússland átti í nokkrum átökum við Ottómanaveldið. Niðurstöðurnar voru mismunandi, en Rússland náði í sumum tilfellum umtalsverð landsvæði.

Napóleonsstyrjaldirnar (1812). Rússar urðu fyrir ósigri í upphafi en stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í innrás Napóleons í Rússland.

Krímstríðið (1853–1856). Rússland var sigrað af bandalagi Frakklands, Bretlands, Ottómanaveldis og Sardiníu. Parísarsáttmálinn árið 1856 leiddi til landataps fyrir Rússland sen þeir hafa reyndar tekið til baka er þeir tóku Krímskaga aftur 2014.

Rússneska-japanska stríðið (1904–1905). Rússar urðu fyrir verulegum ósigrum gegn Japan, sem leiddi til Portsmouth-sáttmálans árið 1905, sem framseldi landsvæði til Japans. Síðan þá, hafa þeir tekið umtalsverð landsvæði af Japan, síðast í seinni heimsstyrjöldinni, t.d. Kúríleyjar.
 
Fyrri heimsstyrjöldin (1914–1918). Rússar drógu sig út úr stríðinu í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917. Brest-Litovsk-sáttmálinn 1918 leiddi til landataps fyrir Rússland.

Rússneska borgarastyrjöldin (1918–1922). Rauði herinn, undir forystu bolsévika, stóð uppi sem sigurvegari, sem leiddi til stofnunar Sovétríkjanna.

Vetrarstríðið (1939–1940). Sovétríkin stóðu frammi fyrir í fyrstu áföllum gegn Finnlandi en náðu að lokum landsvæði eftir friðarsáttmálann í Moskvu árið 1940.
 
Heimsstyrjöldin síðari (1939–1945). Sovétríkin, hluti af bandamönnum, gegndu mikilvægu hlutverki við að sigra Þýskaland nasista.  Landsvæði sem Sovétríkin náðu undir sig voru Austur-Pólland, Eystrasaltsríkin (Eistland, Lettland, Litháen), hlutar Finnlands, hlutar austurhluta Þýskalands, þar á meðal Austur-Prússland og hlutar Tékkóslóvakíu.

Afganistanstríðið (1979–1989). Sovétríkin stóðu frammi fyrir áskorunum heima fyrir og drógu sig að lokum til baka, þar sem átökin stuðla að upplausn Sovétríkjanna.
 
Nú er Úkraínu stríðið í gangi en það hófst 2014. Rússar hófu átök í Úkraínu með n.k. staðgengilsstríði í Donbass svæðinu en tóku Krímskaga grímulaust. Vegna mistaka og veikleika í stjórn Joe Bidens, hóf rússneski herinn innrás í Úkraínu 2022 og bjóst við sigurgöngu, stráðum blómum og fangaðarlátum íbúa. Markmiðið var Kænugarður. Eftir hörmulegt afhroð, dró herinn sig til baka og hóf hernað í Austur-Úkraínu. Eins og í öllum fyrrum stríðum, gerðu rússneskir hershöfðingjar mistök en þegar þetta er skrifað er herinn í sókn og viðist ætla að vinna stríðið á vígvellinum.  Ef ekki, þá þurfa þeir aðeins að vera þolinmóðir, því vesturveldin, líkt og alltaf, þrýtur þolinmæðin og gefast upp. Þau hætta að senda peninga og vopn og pólitísk andstaða eykst með hverju degi. Það er nokkuð ljóst að staðgöngustríði Bandaríkjanna í Úkraínu lýkur með valdatöku Trumps, ef hann kemst til valda.
 
Nú þegar eru menn farnir að ljá máls á friðarviðræðum. En Úkraínumenn er þjóskir og vilja ekki viðurkenna neitt landatap.  Spurning er hvort þeir vinni frekar í friðarsamningaviðræðum en á vígvellinum? Erfitt er að trúa að Pólland og Ungverjaland, sem bæði eru í NATÓ, taki þátt í að skera upp landið og taki til sín landsvæði. Rússar eru hins vegar líklegri að sitja á sínum landvinningum enda skiptir engu máli hvað Vesturveldin gera, þau hafa reynt allt til að hnésetja Rússland en án árangurs. Rússar þurfa ekkert á Vesturlönd að halda lengur.
 
Úkraínu stríðið ásamt endalokum hnattvæðingarinnar sýnir nú nýjan veruleika, heim sem er skipt upp í valdablokkir og Vesturveldin ekki endilega í þeirri sterkustu.
 
Nokkrar hugleiðingar í lokin
 
Hvaða lærdóm getum við dregið af sögunni? Jú, Rússland hefur verið í landasókn síðan Ívar grimmi var uppi og hét. Afleiðingin er að stærsta ríki heims varð til. Rússneski herinn hefur yfirleitt unnið stríð sín, en með miklum fórnum. Veikleikar eru í vörnum Rússlands. Búið er að setja tappann í varnarvegg ríkisins í Kákasus hlutanum en tvær innrásarleiðir eru enn færar inn í landið; gegnum landamæri Póllands og í gegnum Úkraínu. Nasistarnir fóru báðar leiðir í seinni heimsstyrjöldinni og tókst næstum ætlunarverk sitt. Hinn veikleikinn eru hinu löngu landamæri við Kína. Landfræðilega séð eru Kínverjar mun hættulegri en Evrópubúar. Rússar eiga bara eitt svar við því en það er kjarnorkuvopna her sinn. Þeim verður beitt ótvírætt ef Kínverjar gera innrás og það vita þeir síðarnefndu.
 
Ísraelmenn hafa líka sýnt staðfestu í stríðum sínum og ávallt unnið á endanum. Þeir hafa ekki efni á að tapa einu einasta stríði, því þá verður ríkinu eytt fyrir fullt og allt. Þetta skilja Ísraelmenn og hafa því verið einbeittir í sínum stríðsaðgerðum hingað til. Bæði ríkin hafa getu til að há landamærastríð, eru svæðisbundin stórveldi en ekkert meira. Þess vegna hika Ísraelar við árásir á Íran, hafa varla getu í það. Og Rússar geta ekki barist við hernaðarbandalag 31 ríkja - NATÓ. Ef einhver segir annað, er hann að ljúga eða hræða. Eins er það bull að Trump dragi BNA úr NATÓ. Bandaríkin þurfa jafnvel meira á NATÓ að halda en öfugt. 
 
 
 
 
 

Frægasta og afdrifaríkasta ræða miðalda loksins á íslensku - Ræða Úrbans II

Eins og þeim er kunnugt sem fylgjast með bloggfærslum mínum, skrifa ég um allt milli himins og jarða og helst um það sem mér finnst annað hvort vanta í umræðuna eða skrifa mig til skilnings en það síðara á við um hér.

Ég hef þýtt margar frægar ræður sem hafa breytt mannkynssögunni eða verið tengdar henni. Hér kemur ein fræg ræða, ræða Úrbans II sem hvatti til krossferða, sem ég vissi af en hef aldrei lesið sjálfur eða séð íslenskaða. Kannski er hún til einhvers staðar á íslensku, skiptir engu, hér kemur þýðing mín.

En vandinn er að til eru sex útgáfur af ræðu Úrbans II. Hér kemur ein... eða fleiri, eftir því hvort ég nenni að þýðar þær allar. Innihald ræðunnar skiptir hér höfuðmáli, kannski ekki hvaða útgáfa hennar er hér þýdd.

En hér er hún:

Heimildabók miðalda:

Úrban II (1088-1099):

Ræða haldin við Council of Clermont, 1095 - Sjá slóðina: Medieval Sourcebook: Urban II (1088-1099): Speech at Council of Clermont, 1095 Six Versions of the Speech


Árið 1094 eða 1095 sendi Alexios I Komnenos, keisari Býsans, boð til páfans, Urban II, og bað um aðstoð frá vestrinu gegn  Selúk-Tyrkjum, sem tóku næstum alla Litlu-Asíu frá honum. Í ráðinu í Clermont ávarpaði Urban mikinn mannfjölda og hvatti alla til að fara til hjálpar Grikkjum og endurheimta Palestínu frá yfirráðum múslima. Gerðir ráðsins hafa ekki varðveist, en vér höfum fimm frásagnir af ræðu Urbans sem skrifaðar voru af mönnum sem voru viðstaddir og heyrðu hann.

Útgáfurnar eru eftir:

  • Fulcher of Chartres: Gesta Francorum Jerusalem Expugnantium.
  • Munkurinn Róbert: Historia Hierosolymitana.
  • Gesta Francorum [Verk Franka].
  • Balderic frá Dol.
  • Guibert de Nogent: Historia quae citur Gesta Dei per Francos.
  • Úrban II: Leiðbeiningarbréf, desember 1095.

1.Fulcher of Chartres

[adapted from Thatcher] Here is the one by the chronicler Fulcher of Chartres. Note how the traditions of the peace and truce of God - aimed at bringing about peace in Christendom - ties in directly with the call for a Crusade. Does this amount to the export of violence?

Kærustu bræður: Ég, Urban, hvattur af neyð, með leyfi Guðs yfirbiskups og preláts yfir allan heiminn, er kominn til þessara svæða sem sendiherra með guðlegri áminningu til yðar, þjóna Guðs. Ég vonaðist til að finna yður eins trúan og eins vandlátan í þjónustu Guðs og ég hafði ætlað þér að vera. En ef það er í þér einhver vansköpun eða skökk sem stangast á við lögmál Guðs, með guðlegri hjálp mun ég gera mitt besta til að fjarlægja það. Því að Guð hefur sett yður sem ráðsmenn yfir fjölskyldu sinni til að þjóna henni. Sælir munt þér vera ef hann finnur yður trúan í ráðsmennsku þinni. Þið eruð kallaðir hirðar; sjáðu að þið komir ekki fram sem leiguliðar. En verið sannir hirðar, með skúrka yðar alltaf í höndum þínum. Far þér ekki að sofa, heldur gæt yðar á öllum hliðum hjörðarinnar, sem þér er falin. Því að ef úlfur flytur einn af sauðum þínum fyrir kæruleysi þitt eða vanrækslu, munu þér örugglega missa launin sem Guð hefur lagt fyrir yður. Og eftir að þér hefur verið beisklega barinn með iðrun vegna galla þinna, þá muntu verða ofboðslega yfirbugaður í helvíti, dvalarstað dauðans. Því að samkvæmt fagnaðarerindinu eruð þér salt jarðarinnar [Matt. 5:13]. En ef þér bregst skyldu þinni, hvernig, má spyrja, er hægt að salta það? Ó, hversu mikil þörfin á að salta! Það er sannarlega nauðsynlegt fyrir yður að leiðrétta með salti viskunnar þetta heimska fólk, sem er svo helgað ánægju þessa heims, til þess að Drottinn, þegar hann vill tala við þá, finni þá rotna af syndum sínum ósöltuð og illa lyktandi.  Því að ef hann finnur orma, það er syndir, í þeim, vegna þess að þér hefur vanrækt skyldu yðar, mun hann skipa þeim einskis virði að kasta þeim í hyldýpi óhreinna hluta. Og vegna þess að þér getur ekki endurheimt honum mikla missi hans, mun hann örugglega fordæma yður og reka yður frá kærleiksríkri návist sinni. En sá sem beitir þessu salti ætti að vera skynsamur, forsjáll, hófsamur, lærður, friðsamur, vakandi, guðrækinn, réttlátur, sanngjarn og hreinn. Því hvernig geta fáfróðir kennt öðrum? Hvernig geta hinir lauslátu gert aðra hógværa? Og hvernig geta hinir óhreinu gert aðra hreina? Ef einhver hatar frið, hvernig getur hann þá gert aðra friðsama? Eða ef einhver hefur óhreinkað hendur sínar með ljótleika, hvernig getur hann hreinsað óhreinindi annars? Við lesum líka að ef blindur leiðir blindan munu báðir falla í skurðinn [Matt. 15:14]. En leiðréttið ykkur fyrst, til þess að þér getir, laus við ásakanir, leiðrétt þá sem þér eru undirorpnir. Ef þið viljið vera vinir Guðs, þá gerið með glöðu geði það sem þið vitið að mun þóknast honum. Sérstaklega verður þér að láta öll mál sem snerta kirkjuna stjórnast af kirkjulögum. Og gætið þess að símónía festi ekki rætur meðal yðar, svo að bæði þeir sem kaupa og þeir sem selja [kirkjuembættin] verði barðir með plágum Drottins um þröngar götur og hraktir inn á stað tortímingar og ruglings. Haltu kirkjunni og prestunum í öllum sínum stigum algjörlega lausum við veraldlega valdið. Sjáið til þess að tíund, sem Guði tilheyrir, sé tryggilega greidd af allri afurð landsins; lát þá hvorki selja né halda eftir. Ef einhver grípur biskup skal meðhöndla hann sem útlaga. Ef einhver tekur eða rænir munka, eða klerka eða nunnur, eða þjóna þeirra, eða pílagríma eða kaupmenn, þá sé hann bölvaður. Látið reka ræningja og kveikjumenn og alla vitorðsmenn þeirra úr kirkjunni og sýkna. Ef manni sem gefur ekki hluta af eign sinni sem ölmusu er refsað með helvítis fordæmingu, hvernig á þá að refsa þeim sem rænir öðrum eignum hans? Því svo fór um ríka manninn í fagnaðarerindinu [Lúk 16:19]; honum var ekki refsað af því að hann hafði stolið hlutum annars, heldur af því að hann hafði ekki notað vel það sem hans var.

"Þú hefur lengi séð þá miklu óreglu í heiminum sem þessi glæpir valda. Það er svo slæmt í sumum héruðum þínum, er mér sagt, og þú ert svo veikburða í réttarfarinu, að maður getur varla farið með. veginn dag eða nótt án þess að verða fyrir árás ræningja, og hvort sem er heima eða erlendis er hætta á að maður verði rændur með valdi eða svikum. Þess vegna er nauðsynlegt að endurtaka vopnahléið, eins og það er almennt kallað, sem lýst var yfir. fyrir löngu síðan af vorum heilögu feðrum. Ég áminn og krefst þess að þið, hver og einn, reynið mjög að halda vopnahléinu í ykkar biskupsdæmi. Og ef einhver verður leiddur af yfirlæti sínu eða hroka til að rjúfa þetta vopnahlé, með valdi Guðs og með lögum þessa ráðs skal hann sýknaður."

Eftir að þessum og ýmsum öðrum málum hafði verið sinnt, þökkuðu allir sem viðstaddir voru, klerkar og fólk, Guði og féllust á tillögu páfans. Þeir lofuðu allir dyggilega að halda skipanirnar. Þá sagði páfi, að í öðrum heimshluta væri kristnin að þjást af ástandi, sem væri verra en það, sem nú var nefnt. Hann hélt áfram:

"Þrátt fyrir, Guðs synir, hafið þið lofað ákveðnara en nokkru sinni fyrr að halda friðinn sín á milli og varðveita réttindi kirkjunnar, þá er enn mikilvægt verk fyrir ykkur að vinna. Nýlega kviknað af guðlegri leiðréttingu, verðið þið að beittu styrk réttlætis þíns til annars máls, sem snertir þig jafnt og Guð, því að bræður þínir, sem búa fyrir austan, þurfa á hjálp þinni að halda, og þú verður að flýta þér að veita þeim þá aðstoð, sem þeim hefur oft verið heitið. , eins og flestir hafa heyrt hafa Tyrkir og Arabar ráðist á þá og hafa lagt undir sig yfirráðasvæði Rúmeníu [gríska heimsveldisins] allt vestur að strönd Miðjarðarhafs og Hellespont, sem er kallaður Armur heilags Georgs. Þeir hafa hertekið meira og meira af löndum þessara kristnu og hafa sigrað þá í sjö orrustum. Þeir hafa drepið og hertekið marga, og hafa eyðilagt kirkjurnar og eyðilagt heimsveldið. Ef þér leyfir þeim að halda þannig áfram um stund með óhreinleika, þá verða trúir Guðs mun víðar fyrir árásum þeirra. Af þessum sökum bið ég, eða réttara sagt Drottinn, ykkur sem boðbera Krists að birta þetta alls staðar og sannfæra allt fólk af hvaða stigi sem er, fótgönguliðar og riddarar, fátækir og ríkir, til að bera hjálp til þessara kristnu manna og að eyða þessum viðbjóðslega kynstofni úr löndum vina okkar. Ég segi þetta við þá sem eru viðstaddir, það átti líka við þá sem eru fjarverandi. Þar að auki skipar Kristur það.

"Allir sem deyja á leiðinni, hvort sem er á landi eða sjó, eða í bardaga gegn heiðingjum, munu fá tafarlausa fyrirgefningu synda. Þetta gef ég þeim fyrir kraft Guðs sem mér er falið. Ó, hvílík svívirðing ef svo er. fyrirlitinn og auðmjúkur kynþáttur, sem dýrkar illa anda, ætti að sigra fólk, sem hefur trú á almáttugan Guð og er gert dýrlegt með nafni Krists!Með hvaða svívirðingum mun Drottinn yfirbuga okkur, ef þú hjálpar ekki þeim, sem með okkur, játa kristna trú!Látum þá sem hafa verið óréttlátir vanir að heyja einkastríð gegn hinum trúuðu ganga nú gegn vantrúum og enda með sigri þetta stríð sem hefði átt að hefjast fyrir löngu. Þeir sem lengi hafa verið ræningjar, verða nú riddarar. Þeir sem hafa barist gegn bræðrum sínum og ættingjum berjist nú á almennilegan hátt gegn villimönnum. Þeir sem hafa þjónað sem málaliðar fyrir lítil laun fá nú eilífa launin. Leyfðu þeim sem hafa verið að þreyta sig. bæði á líkama og sál vinna nú að tvöföldum heiður. Sjá! hér til hliðar munu vera sorgmæddir og fátækir, þar á meðal auðmenn; hinum megin, óvinir Drottins, þar á meðal vinir hans. Látið þeir, sem fara, eigi leggja af ferðinni, heldur leigi lönd sín og innheimta fé til útgjalda sinna; Og um leið og veturinn er liðinn og vorið kemur, þá skal hann leggja ákaft á leiðina með Guð að leiðarljósi."

 

Heimild:

Bongars, Gesta Dei per Francos, 1, pp. 382 f., trans in Oliver J. Thatcher, and Edgar Holmes McNeal, eds., A Source Book for Medieval History, (New York: Scribners, 1905), 513-17

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband