Meinyrðamál fyrir dómstóli

Úr frétt Fréttablaðsins: "Þetta hefur mikla þýðingu fyrir tjáningarfrelsið. Við erum að taka hægt og rólega jákvæð skref í þá átt að það megi tjá sig um ámælisverða hegðun. Þolendur megi í auknum mæli stíga fram og tjá sig,“ segir Sindri Þór Sigríðarson í samtali við Fréttablaðið en hann var nú síðdegis í dag sýknaður af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingós veðurguðs, í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn honum vegna ummæla á Internetinu."

Sindri Þór: „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir tjáningarfrelsið“

Ég hef alltaf talað fyrir tjáningarfrelsinu, þar á meðal málfrelsinu en hef líka sagt að orð fylgja ábyrgð. Menn verði að geta staðið fyrir máli sínu fyrir dómstóla ef þess þarf. Þetta mál hefur einmitt ratað til dómstóla og á fyrsta stigi þess, var þessi umræddi maður sýknaður. Ákærandi mun líklega áfrýja málinu á æðra dómstig.

Það er útséð að enginn maður ríður feitum hesti frá máli eins og þessu.  Hvorki ákærandinn eða ákærði. Orð ákærða dæma sig sjálf og eru ekki til þess fallin að skapa virðingu á málstað hans. Ég ætla ekki að hafa eftir orð hans.

En spurningin er hvort orðræðan á netinu verði svona áfram dapurleg? Það er alltaf hægt að skammast út í náungann án þess að vera með skítkast.

Ræðumennska (mælskulist) var ein af sjö frjálsu listir hafi verið stundaðar í skólum hér á landi eins og erlendis; það er málfræði, rökfræði, mælskulist, stærðfræði, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónlist. Það mætti kannski kenna börnum og unglingum að rökræða án þess að vera með dónaskap? Og kenna gagnrýna hugsun en í slíkri kennslu felst einmitt að kunna að rökræða og miðla hugsanir á jákvæðan hátt. Það er eins og þjóðfélagið hafi ekki undan þessari upplýsingabyltingu (númer 3) sem ótvírætt er nú í gangi og kenni ungdóminum að umgangast netið á réttan hátt.  Alls staðar eru hætturnar, svindl, glæpir o.s.frv. á netinu. Lágmark að kenna þeim að varast hætturnar.   

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband