Skrípaleikur skoðanakannana (fyrirtækja)

Það er eins og skoðanakannana fyrirtækin, samkvæmt fyrirmælum kaupenda, séu í einhverjum samkvæmisleik þar sem er spurt hver sé skemmtilegastur gesta.

Gott dæmi um það er nýjustu "niðurstöður" en núna eru þeir sem eru á toppnum orðnir fjórir. Einhver Halla Hrun er komin í þriðja sæti. Er eitthvað að marka þessa niðurstöðu?  Hver í ósköpunum er þessi ágæta manneskja? Held að flestir Íslendinga klóri sig líka í kollinum og spyrji sig þessarar spurningar. Er verið að spila með okkur?

Hvernig getur kjósandinn svarað spurningum í skoðanakönnunum um hvern hann ætlar að kjósa þegar í fyrsta lagi framboðsfresturinn er ekki á enda, í öðru lagi engin kynning átt sér stað eða í þriðja lagi engar kappræður. Þetta er ekki það sem kalla má upplýst svar/val. 

Og nóta bene, margir kjósendur munu kjósa taktíst, m.ö.o. velja einn af efstu á listanum, til að útiloka annann sem þeir vilja ekki á forsetastól (velja skársta kostinn að þeirra mati) Þar með eru skoðanafyrirtækin (ekki misritað) að móta skoðanir væntanlega kjósendur og ráða vali þeirra óbeint!


Bloggfærslur 22. apríl 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband