Afstaða forseta frambjóðenda til bókunar 35

Nú er ríkisstjórnin hálfvegis óstarfhæf og nokkrar líkur á að bókin 35 fari ekki í gegnum Alþingi í vetur sem lög.  En þessi evrópska reglugerð er ekkert að fara neitt og þegar einu sinni er búið að setja málið á dagskrá, er ekki aftur snúið. Nema Alþingi grípi í taumana og stöðvi málið sem er ólíklegt.

Það eru ekki góðar líkur á því á meðan ríkisstjórnarflokkarnir eru með meirihlutann á Alþingi.  Það segir svo hugur að forsætisráðherra sem nú er hálf lamaður í starfi muni lítið gera í málinu og það hafi verið VG sem hafi verið áhugasamastir að koma á tilskipun ESB en Ósjálfstæðismenn ekki verið andvígir því né Framsóknarmenn. 

Ljóst er að Alþingi verður allt öðru vísi samansett eftir næstu Alþingiskosningar og til valda verða komnir flokkar sem eru andvígir þessari bókun/lögum. 

Hins vegar þarf að spyrja forsetaframbjóðendur, alla með tölu, sem ná tiltekna lágmarkinu til forsetaframboðs, hver afstaða þeirra er. Það er því auðvelt að vingsa úr þá sem standa ekki vörð um íslensku stjórnaskránna og láta ESB lög ganga fram yfir íslensk.  Við vitum að forsætisráðherra, ef hún verður forseti, mun ekki setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Ef næsti forseti stendur ekki með íslensku þjóðinni í bókunar 35 - málinu og beitir málskotsrétti sínum, eru við með rangan forseta í forsetastóli, í raun bara skrautgrip á Bessastöðum.


Bloggfærslur 8. apríl 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband