Sagnfræði og sagnfræðingar (Howard Zinn (1970)) - Hvað er róttæk (e. radical) saga?

Zinn

Sagnfræðilegt efni hefur ávallt haft áhrif á okkur. Það getur gert okkur hlutlaust eða hvatt okkur til dáða.

Alla veganna, segir Howard Zinn, getur sagnfræðingurinn ekki kosið að vera hlutlaus. Hann hvetur til gildishlaðna (e. value-laden) sagnaritun. Sumir myndu mótmæla þessu en þá myndi ég segja að hún ákveður ekki svörin, heldur aðeins spurningarnar og að verk sagnfræðinga eru gildishlaðin hvort þeim líkar það betur eða verr og bendir á rannsóknir svartra (e. black studies) sem hófust um 1969. Þær beinast fyrst og fremst að því að hafa áhrif á meðvitund svarta og hvítra í Bandaríkjunum í þá átt að minnka eða láta hverfa, þá skoðun beggja hópa að svartir væru óæðri á einhvern hátt.

Það er hægt að stunda sagnfræðirannsóknir sem hreyfir fólk til mannlegra átta (e. humanistic directions) og hann bendir á fimm leiðir þar sem sagan getur verið gagnleg.

Við gætum styrkt, útvíkkað og skerpt skynjun okkar á því hversu slæmir hlutirnir eru; fyrir fórnarlömb heimsins. Sagan getur yfirstigið aðskilnað sem eru innan samfélaga og milli samfélaga.

Við getum endurheimt þessi fáu augnablik fortíðarinnar sem sýna möguleikann á betra lífi en það sem hefur ríkt á jörðinni hingað til. Til þess að fá menn til aðgerða, er ekki nóg að auka skilning fólks á því hvað er slæmt, hversu ótraustir valdamenn hafa reynst, til að sýna hversu hugsanir okkar er takmarkaðar, ruglingslegar og spilltar. Það verður einnig að sýna fram á að annar möguleiki sé fyrir hendi, að breytingar geti átt sér stað, annars hverfur fólk til örvæntingu, kaldhæðni, inn í eigin skel eða jafnvel hefja samvinnu við hinn máttuga.

Sagan er ekki endilega gagnleg. Hún getur bundið okkur eða frelsað. Hún getur eytt samúð með öðru fólki með endalausar sýningar af hörmungum og þannig framkallað kaldhæðnisleg viðbrögð.

En sagan getur einnig sameinað huga okkar og líkama til að taka þátt í lífinu, frekar en að líta á það sem gerist fyrir utan okkar reynsluheim. Hún getur gert það með því að víkka sýn okkar með því að taka með þöglu raddir fortíðarinnar, svo að við getum litið bakvið eða yfir þögn samtímans.

Sagan getur bent á fávisku þess að treysta á einhverja aðra aðila til að leysa vandamálin, hvort sem það er ríkið, kirkjan eða aðra aðila. Hún getur gefur okkur hvatt okkur áfram með því að endurkalla þessu fáu augnablik fortíðarinnar þegar menn höguðu sér eins og menn, til að sanna að það sé hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband