Pólitík strútsins. 6-2 fræðimönnum í vil

Ég kalla þetta pólitík strútsins, að stinga höfuðinu í sandinn þegar stjórnmálamenn vilja ekki viðurkenna neinn vanda í varnarmálum.

En núna, ef ég hef talið rétt, hafa sex fræðimenn og sérfræðingar gagnrýnt stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum og vilja kanna hvort þörf sé á breytingar og hverjar raunverulegar varnir Íslands eru. Tveir stjórnmálamenn hafa svarað og telja engar breytinga þörf, annar þeirra sjálfur utanríkisráðherra landsins.

Og mbl.is fór á stúfana og spurði utanríkisráðuneytið hver eru eiginlega raunverulegar varnir landsins. Það var fátt um svör og borið var við "hernaðarleyndarmál".

Pia Hans­son, for­stöðumaður Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands er nýjasti fræðimaðurinn sem bættist í landslið fræðimanna á sviði öryggis- og varnarmála. Viðtal við hana í Morgunblaðinu ber heitið "Hrein­skil­in umræða um ör­ygg­is- og varn­ar­mál ætti að telj­ast eðli­leg í sjálf­stæðu og full­valda ríki."

Og hún segir: "Ísland er eft­ir­bát­ur annarra ríkja þegar kem­ur að þekk­ingu og rann­sókn­um á ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Nauðsyn­legt er að breyta þessu svo stuðla megi að yf­ir­vegaðri umræðu um mála­flokk­inn. Um of langt skeið hef­ur op­in­ber umræða ein­kennst af tak­markaðri þekk­ingu."

Vandi Íslendinga í varnarmálum eru sjálfir stjórnmálamennirnir. Þeir vilja ekki einu sinni vita hver staðan er í varnarmálum og vilja ekki sækja sér þekkingu þar sem hún er að finna.

Hér er nýjast grein mín í Morgunblaðinu í dag um varnarmál Íslands.

Varnir Íslands í höndum Íslendinga í ýmsum sviðsmyndum


Bloggfærslur 11. mars 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband